Dagur


Dagur - 18.03.1970, Qupperneq 4

Dagur - 18.03.1970, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. „BU ER LAND- STÓLPI” Á ALÞINGI 9. marz mælti Ásgeir Bjamason fyrir frumvarpi því til laga, sem hann, ásamt öðrum Fram- sóknarmönnum í efri deild flytur nú um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán og um skuldaskil. En á undanfömum þingum hefur hann einnig mælt fyrir tillögum Fram- sóknarmanna í þessu máli og hafði á sínum tíma forystu um, að þessi mál voru upp tekin. I fvrra tókst að fá ríkisstjórnina til að setja lagasetn- ingu um þetta efni, en sú lagasetn- ing gekk svo skammt og kemur ekki að því gagni, sem vonir stóðu til. Því er þetta nýja frumvarp flutt og hefur áður verið greint frá efni þess. Ásgeir sagði m. a. í framsöguræðu sinni: Ég tel að landbúnaðurinn sé ís- lenzku þjóðinni nauðsynlegur. Fram leiðsluverðmæti hans er 2970 rnillj. kr. á ári. Hann sparar því mikinn gjaldeyri og aflar þjóðinni mikils gjaldeyris, því eftir því sem ég kemst næst, 600—700 millj. kr. Hann er undirstaða iðnaðarins í vaxandi mæli og heldur uppi atvinnulífi í fjölmörgum kauptúnum og kaup- stöðum. Það yrði víða atvinnuleysi ef byggðum býlum stórfækkar og samdráttur yrði í landbúnaðarfram- leiðslu. Því ber Alþingi að efla land- búnaðinn með því að samþykkja þetta frumvarp og treysta þannig í nokkru efnahag bænda. Það er þó ekki nóg. Það þarf jafnframt að endurskoða þá löggjöf, sem getur haft áhrif á afkomu bænda í rétta átt. Nefni ég þar fyrst og fremst lög um lánakjör landbúnaðarins, þ. e. um stofnlánasjóðina. Lánstíminn þarf að lengjast, vextir að lækka, og erlend lán með gengisáhættu að hverfa úr lánakerfi landbúnaðarins, svo að bæði hin félagslega uppbygg- ing í landbúnaði og framfarir bænda á býlum þeina geti haldist í hendur, Verkefni, sem vinna þarf, blasa víða við. En undirstöðum þeirra verk- efna má ekki gleyma, þ. e. bændum- ir og skyldulið þeirra, sem af því liafa framfæri sitt. Minna vil ég hátt- virta þingmenn á það, að „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.“ Þannig lauk Ásgeir ræðu sinni, en málið er nú í nefnd. □ Margir munu vinna íyrir lista okkar segir Sigurður Óli Brynjólfsson kennari og efsti maður á Iista Framsóknarflokksins á Ak. í ÞESSU blaði er birtur listi Framsóknannanna á Akureyri í bæjarstjórngrkosningunum í vor. Af því tilefni lagði blaðið nokkrai' spurningar fyrir mann inn í efsta sæti listans, Sigurð Óla Brynjólfsson kennara við G. A., sem lang flest atkvæði hlaut í skoðanakönnuninni fyr- ir skemmstu og nýtui- óvenju- legs trausts og vinsælda meðal bæjarbúa. Hvað ber hæst eftir kosning- amar? Atvinnumálin hafa verið í brennidepli og það hlýtur því að bera hæst, að vinna að efl- ingu þeirra og að gera Akur- eyri sem færasta um að gegna hlutverki höfuðborgar Norður- lands — og með því að efla jafn vægi í byggð landsins, eins og Gísli Guðmundsson hefur kennt íslendingum að orða það. Þeir, sem næstir mér eru á iistanum eru allir, ásamt núverandi bæj- arstjóra, miklir áhugamenn um atvinnumál, svo sem þeir hafa sýnt í verki. Listi með slíkum mönnum hlýtur að vekja traust. í þessu sambandi vil ég geta þess hve ánægjuleg þróun hefur orðið í atvinnumálum í bænum undanfarið ár. Ef bomar eru saman tölur frá Vinnumiðlunar skrifstofunni, sézt að 350 færri eru á atvinnuleysisskrá nú en um sama leyti í fyrra. Þótt marg ar stoðir renni undir þessa' 'breytingu, er óhætt að fullyrða, að mikið stai-f atvinnumála- nefndar undir forystu Stefáns Reykjalíns og Bjama Einars- sonar bæjarstjóra hefur flýtt þessari þróun mjög mikið. Þú minntist á núverandi bæjarstjóra? Þótt ekki sé hægt að segja, að formleg ákvörðun hafi verið tekin um framboð hahs til þessa starfs, þá leyfi ég mér að halda því fram, að ekkert sé sjálf- sagðara en við berum hann fram sem bæjarstjóraefni, og Akureyringar geta ekki vænst þess, að þar veljist betri eða starfshæfari maður. Hefði hann ekki átt að vera á listanum? Það má vel vera, en ég held að hann hafi ekki verið beðinn þess, og það er í samræmi við þá skoðun, að það sé nærri óeðlilegt að æðstu starfsmenn bæjarins séu einnig í bæjar- stjórn. Margt hefur áunnizt á þessu kjörtímaþili? Það verður að segja hverja , sögu eins og hún gengur, þótt ekki sé það alltaf skemmtilegt. Síðustu árin hafa því miður um of einkennzt af varnarbaráttu. Það var eins og efnahagskerfið í landinu færði allt í dróma og nýir erfiðleikar sæktu að úr öll um áttum. Þótt fjárhagur bæjar ins væri í sjálfu sér góður, voru allt of miklir greiðsluerfiðleikar framan af á kjörtímabilinu. En nú hefur ástandið batnað veru- 'lega, en samt verið lagt kapp á, að hafa með höndum atvinnu- aukandi framkvæmdir, og eins og ég sagði áðan, hefur okkar stærsti sigur verið fólginn í beinni og óbeinni aðstoð við eflingu atvinnulífsins. Þú hefur nýlega talið upp í blaðinu ýmis mannvirki, sem að hefur verið unnið og endurtek ég ekki þá upptalningu, en vil benda á, að talsverð breyting til batnaðar hefulr verið að hefj,a ekki mann virkjagei'ð nema nokkuð öruggt væri, að fjórmagn fengist til að ljúka þeim. Fjárhagsáætlun bæjarins er ranuni þess er gera skal? Já, og það hefur verið erfitt verk á undanförnum árum, að koma henni saman og á okkur, Framsóknarfulltrúana, verið deilt fyrir afgreiðslu hennar. En einn af andstæðingum okkar lét sér þau orð þó um munn fara nú í vetur, að bæjarstjórnin gæti verið hreykin af þeim kjarki, sem hún hefði sýnt í fyrra. Mig minnir þó, að kjark- ur allra bæjarfulltrúa væri ekki' jafn mikill í það sinn. Það er auðvitað oft erfitt að þurfa að fella tillögur um fé til fram- kvæmda eða tillögur um afslátt frá útsvarsskala — og þó ekki svo mjög þegar allir þræðir eru tengdir saman. í bæjarstjóm starfa menn í nefndum að ýms- um málum og það er eins og ábyrgð þeirra aukist við það. Við minnum oft á það, í sam- bandi við fjárhagsáætlanir, að meira við hag ríkiskassans en lagasetning Alþingis miðast oft kassa bæjarfélaganna. Hvernig ætlið þið að haga vinnu í kosningaundirbúningn- um? Um það eigum við eftir að koma okkur saman, en það eitt er ljóst nú, að við treystum ekki á neinn einn, heldur alla jafnt, sem á listanum eru og á fólkið sjálft, sem kýs okkur til starfa. En um leið og ég segi þetta, vil ég nota tækifærið og þakka öllum, sem þátt tóku í skoðanakönnuninni og sýndu mikinn áhuga á stefnu okkar í bæjarmálum. Og af því ég minntist áðan á starfsmenn bæj arins langar mig líka til að þakka þeim fyrir vel unnin störf og minni á, að ekki geta störf bæjarstjórnar borið góðan árangur nema að störf þau, sem bæjarstarfsmönnunum eru fal- in til framkvæmda, séu vel unnin, eins og verið hefur. Þá vil ég fyrir mitt leyti þakka bæjarfulltrúum annarra flokka stuðning við stefnu okkar, við að koma henni franl og vona ég, að þeir geti staðfest það, að við höfum veitt góðum málum frá þeim stuðning okkar, þegar þau hafa komið fram. Samtalið verður nú ekki lengra, Sigurður Óli segist margt eiga ósagt og muni gera það síðar. Þar með er hann farinn, líklega þegar oi-ðinn of seinn. Blaðið þakkar svör hans. E. D. - Framsóknarvist... (Framhald af blaðsíðu 8). Svarfaðardalur í félagsheimil inu Grund. Árskógsströnd í Félagsheimil inu Árskógi. Akureyri að Hótel KEA. Mývatnssveit í félagsheimil- inu ‘Skjól'brekku, ef færð leyfir. Allar samkomurnar hefjast kl. 9 e. h. Aukaverðlaun, sem spiíað verður um auk kvöldverðlauna eru eftirtalin: Kaffistell kr. 1.800, matarstell kr. 3.700, Gunda-ofn kr. 1.845, brauðrist kr. 1.808, hraðsuðuketill kr. 1.710, bakpoki kr. 1.733, svefn- poki kr. 2.245, værðarvoð kr. 650, gæra kr. 1.200 og peysa kr. 700. Athugið að senda þarf 2 hæstu miða karla og 2 hæstu miða kvenna frá hverjum sam- komustað til skrifstofunnar á Akureyri, Hafnarstræti 90, sími 2-11-80. Allar upplýsingar um framkvæmd samkomuhaldsins má fá hjá skrifstofunni. Q - Listi framsóknarmanna Hákon Hákonarson. Ingimar Eydal. Fréttir frá Búnaðarþin ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND - - SVO sein Dagur hefur áður greint frá, þá er Leikfélag Húsa víkur um þessar mundir að búa undir sýningar sjónleikinn „Þið munið hann Jörund,“ eftir Jón- as Árnason. „Hann Jörundur ríkti með sóma og sann eitt sumar á landinu bláa,“ segir af einum söngvunum í leiknum en í honum er mikið sungið af hug næmum enskum og írskum lög- um. Leikstjóri er, hinn góðkunni útvarpsmaður Jónas Jónsson. Sýningar munu hefjast fyrir páska. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu og á henni eru, talið frá vinstri, leikstjórinn, Jónas Jónsson, og leikaramir Páll Þór Kristinsson, Sigurður Hallmars son oa Sverrir Jónsson. Þ. J. ERINDI stjórnar Búnaðarsam- bands Suðurlands um nýtingu jarðhita. Eftirfarandi ályktun sam- þykkt með 24 atkv. Búnaðarþing beinir þeirri' áskorun til landbúnaðarráð- herra að hlutast til um eftir- farandi: 1. Að Orkustofnun ríkisins verði veitt aukið fjármagn til rannsókna og tilraunaborana í þeim tilgangi að fá sem nákvæm ast yfirlit um líkur fyrir jarð- hita í einstökum landshlutum eða héruðum. 2. Að sveitarfélög, sem óska eftir rannsóknum á einstökum svæðum eða stöðum, fái til þess opinber Jramlög er nemi allt að 50% kostnaðar, enda liggi fyrir rökstudd greinargerð um nýt- ingu jarðhitans og meðmæli sér fræðinga varðandi einstakar boranir. 3. Að einstaklingar og/eða félagasamtök, sem leggja hita- veitu til upphitunar íbúðarhúsa og atvinnurekstrar- fái til þess Yeðiirfarið og landbúnaðurinn var umræðuefni á bændaklúbbsfundi. Framsögu hafði Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ, 16. marz, var bændaklúbbsfundui' haldinn á Hótel KEA. Mættu þar 60 bændur, en framsögu- erindi flutti að þessu sinni bú- veðurfræðingurinn Markús Á. Einarsson og talaði um búskap- inn og veðrið. Ævar Hjartarson ráðunautur Búnaðarsambands Evjafjarðar stjórnaði fundi. Búveðurfræðin fjallar um mælingar og rannsóknir, sem hin almenna veðurlýsing spann ar ekki. Hún leitar svara við spurningum um gróður og möguleika til ræktunar hvers- konar nytjaplantna samkvæmt staðháttum og landslagi á hyerj um stað. En t. d. frosthætta get- ur ráðið úrslitum um val garð- landa fyrir kartöflur og annan frost-viðkvæman gróður, sem kunnugt er. En kalda loftið hag ar sér á ýmsan hátt svipað og vatn, sezt að í lægðum og þarf framrás. Þessi atriði skýrði frummælandi verulega og einn- ig ræddi hann um mælingar sól geislunar og uppgufunar, en hvorugt hefur spágildi og heyr- ir því ekki undir daglegar veðurathuganir. Að ræðu frummælanda lok- inni hófust umræður, sem stóðu fram undir miðnætti og tóku að vanda margir til máls. Spurn- ingar, sem beint var til ræðu- manns, fjölluðu m. a. um 'hegð- un hitans við jörðu og rakans, en eins og kunnugt er, eru hita- mælingar gerðar í tveggja metra hæð. Á daginn er oft mun heitara niður við jörðu, en slík- ar hitamælingar gefa til kynna og einnig' mun kaldara um næt- Markús Á. Einarsson. ur og getur það munað allt að 8 stigum við sérstakar aðstæð- ur. Þá eykst loftrakinn mjög þegar kólnar að kveldi, og í því samlbandi var rætt um, hvort hagur væri' að því að láta súg- þurrkun vera í gangi, þegar loftið væri næstum rakamettað. Þá var spurt um áhrif skjólbelta og kom fram, að með skjólbelt- um hitnar loft verulega á dag- inn, en þau geta hins vegar auk ið frosthættu vegna innilokaðs lofts. Markús Á. Einarsson taldi, að síðan 1965 væri veðrátta mun kaldari en á tímabilinu frá 1920 tll þess tíma, með undantekn- ingum árin 1949—1952, en talið hefur verið, að eins stigs lækk- un meðalhita skerði grasvöxt á ræktuðu landi um 15—20%. Hann taldi kuldann valda kal- inu í túnum bænda, einkum vor kuldann, en margir þættir rækt unar, lega túna og samsetning jarðvegs o. fl. ættu þar sinn þátt og væru rannsóknir á kal- orsökum mjög skammt á veg komnar, enda yfirgripsmikio verkefni og mjög fjölþætt. Veðurstofa íslands hefur fyr- ir tveim árum tekið búveður- fræði inn í starfsemi sína og eru þar mikil verkefni fyrir hönd- um. Mai'kús Á. Einarsson og ráðu, nautar Búnaðarsambands Eyja- fjarðar héldu fund með svarf- dælskum bændum um sama efni fyrr þennan sama dag og urðu þar einnig fjörugar um- ræður um veðurfarið og land- búnaðinn. Til gamans má geta þess, að Jón í Garðsvík kvað vísu þessa á fundinum: Hrín á bóndans höfuðsskinni heitt og annað veðurfar. En hugljúft er og hlýtt hér inni að hlýða á guðspjall Markúsar. - Frá Þingeyingafélagi (Framhald af blaðsíðu 8). húsið hefur nú verið endurbætt og málað. Stjórn Þingeyingafélagsins á Akureyri skipa nú: Indriði Ulfs son formaður, Einar Kristjáns- son ritari, Páll Olafsson gjald- keri, Ólöf Jónasdóttir og Jór- unn Ólafsdóttir. fjárframlög a. m. k. hliðstæð þeim framlögum, sem nú eru veitt til vatnsveitna. 4. Að gerð verði athugun á auknum möguleikum til riýting ar jarðhita til ylræktar og iðn- aðar í dreifbýli, svo og til 'hey- þurrkunar á einstökum býlum. Sæmundur Friðri-ksson for- stjóri flutti erindi um rekstur Bændahallarinnar. Rakti hann reikninga hallarinnar og þar með afkomuna á rekstri Hótel Sögu og skýrði þá fyrir árið 1969. Rekstur Bændahallarinn- ar hafði orðið mikið hagstæðari en undanfarin ár og skilaði kr. 809.000 hagnaði. Árið 1969 voru afskriftir af þeim hluta Bænda- hallarinnar, sem Hótel Saga notar miðað við kostnaðarverð — eftir mati — áður hafa af- skriftii' aðeins verið miðaðar við fasteignamat. Þrátt fyrir þetta sýnir rekstur hallarinnar áður- nefndan rekstrarafgang. Erindi Búnaðarsamb. Suður- lands varðandi gæsir. Ályktun: Búnaðarþing beinir því til stjórnar Bún. Isl., að láta hefja rannsóknir á því hvrenig draga megi úr gæsaplágunni á nytja- gróður landsins og ennfremur hvort ekki sé unnt að nytja varplönd grágæsarinnar og hafa tekjur af sumar og haustveiði grágæsa og helsingja. Búnaðarþing bendir á að sam kv. lögum nr. 33 frá 1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun, er opin leið til að fá undanþágu frá friðunarákvæðum um gæsa veiði. Beinir þingið því til þeirra aðila, er telja sig verða fýrir tjóni af völdum þeirra að notfæra sér heimild laga um undanþágu til veiða og eggja- töku. Samþykkt með 24 atkv. Erindi fullti’úafundar bænda í Austur-Skaftafellssýslu um löggjöf um samvinnubúskap. Ályktun: Búnaðai'þing felur stjórn Bún. ísl. að beita sér fyrir eða láta gera athugun á því, hvort ekki sé ástæða til, að sett verði löggjöf um samvinnubiiskap. Samþ. með 23 atkv. Erindi Egils Bjarnasonar og Guðmundar Jónassonar um stefnur í sauðfjárrækt. Ályktun: Búnaðarþing metur það mikla starf, sem unnið hefir verið á undanförnum áratugum við ræktun íslenzka sauðfjái'stofns- ins. í leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins á sviði sauðfjár ræktar hafa valizt menn með ágæta þekkingu og með sýn- ingarstarfsemi og félagsmála- starfi fjárræktarfélaga hafa bændur skipað sér um stefnu Bún. ísl., sem alla tíð hefir mið- að að því að fá fram betri og meiri afurðir af hverri kind ásamt því að bæta meðferð fjár ins þannig að hagstæðir eigin- leikar þess nytu sín sem bezt. Þar sem markaðskröfur til afurða sauðfjárins hafa breytzt að verulegu leyti hin síðari ár, er áríðandi að endurskoða stefn una í sauðfjárrækt og fá hana fram sem skýrasta og um leið kynna hana sem bezt bændum, forustumönnum þeirra og hér- aðsráðunautum. Til þess að þetta megi verða mælir Búnaðarþing með því við stjórn Bún. Isl., að haldin verði ráðstefna um sauðfjárrækt, þar sem stefnumiðin yrðu rædd og mótuð. Ennfremur væri æski- legt að kynna stefnuna í sauð- fjárrækt betur í búnaðarblað- inu Frey eða í sérstöku fræðslu riti, ef það þætti betur henta. Samþ. með 23 atkv. Erindi Búnaðarsambands Dalamanna varðandi áburðar- notkun og erindi Egils Bjama- sonar og Egils Jónssonar um dreifðar áburðartilraunir. Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að beita sér fyi’ir að haldnir verði fundir á starfs- svæðum tilraunastöðvanna, þar sem héraðsráðunautai', tilrauna stjórar og ráðunautar Bún. Isl. mæti. Á fundum þessum verði rædd ar niðurstöður tilrauna og ráðg ast um skipulagningu og staðar val dreifðra tilrauna á viðkom- andi svæðum. Erindi Friðberts Péturssonar urn raforkumál. Ályktun: Búnaðai'þing beinir enn á ný þeirri áskorun til Alþingis, orku málaráðheiTa og annarra .aðila, þeirra sem framkvæmd orku- mála hafa með höndum, að sem allra bráðast verði reist rafoi'ku ver til notkunar fyrir þau lands svæði, er hafa enga, alls ónóga eða óhagkvæma orku til nota nú, enda verði þá hætt stöðugri notkun dísilstöðva þeirra, sem nú eru notaðar í ýmsum þox-p- um landsins og í nágrenni þeiri-a. Jafnframt verði önnur orkuver aukin m. a. með það fyrir augum, að rafmagn vei'ði notað til upphitunar húsa í stað olíu, og þar með sparaður stór- lega erlendur gjaldeyrir, og væntanlega einnig til beinnar aukinnar hagkvæmni. I annan stað skorar Búnaðar- þing á oi'kumálaráðhei'ra að fela Oi'kustofnuninni að gera nú þegar á þessu ári áætlun um lagningu dreifiveitna til alli'a sveitabæja, er enn hafa ekki fengið rafmagn frá samveitum, eða að koma upp disilstöðvum (eða vatnsaflsstöðvum, þar sem það getur átt við) á hinum af- skekktustu sveitabæjum, enda Páll Garðarsson. Bjami Jóhannesson. Ámi Jónsson. Amþór Þorsteinsson. Jakob Frímannsson. vei-ði þá kaup eða bygging og rekstur slíkra stöðva styrktar af almannafé, þannig að oi'ku- verð til bænda á þeim stöðum verði ekki óhagstæðara en orku ve-rð samveitna; einnig að Raf- magnsveitur ríkisins annist eftirlit með slíkum stöðvum á almannakostnað. I áætlun þsesari verði gerð grein fyrir áætluðum heildar- kostnaði við umi-æddar fram- kvæmdir, og við það miðað að þeim verði lokið á næstu þrem- ur árum. Þá skorar Búnaðarþing á oi'kumálaráðherra að leggja fyr ir næsta Alþingi frumvai’p um að ljúka rafvæðingu strjálbýlis ins á áðui'nefndu tímabili (1971 —1973) og um útvegun fjár- magns til þess, sem ti'úlega yi'ði að byggjast á því, að ríkissjóður taki lán og með þeim hætti dreifði kostnaðinum á lengrai tímabil. Hér er um að ræða framkvæmd, sem nokkurn veg- inn er hægt að sjá fyrir endann á og því að ýmsu leyti annai'S eðlis og auðveldai'a viðfangs- efni en þær framkvæmdii', sem eru viðvarandi og einnig af þeirri ástæðu virðist sjálfsagt að ljúka framkvæmdinni, sem alh*a fyrst. Búnaðai-þing ítrekar áskoi’un hið sama, hvar sem er á land- sína um að i-afmagnsverð verði inu, miðað við hliðstæða notk- un. Ályktunin samþykkt með 23 atkv. Erindi sttjórnar Bún. fsl. um lán til íbúðai-bygginga í sveit- um. Ályktun: Búnaðax-þing skorar á banfca ráð og bankastjói’n Búnaðar- banka íslands að hækka lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins til íbúðarhúsabygginga á sveita býlum úr kr. 300 þús. í 60% af kostnaði við að byggja meðal- stói-t íbúðarhús með nútíma þægindum. Þá vei'ði Teiknistofu landbún ■aðaiins falið að gei-a á þessu ári athugun á því hve endui'bygg- ingai-þörf íbúðarhúsnæðis í sveitum sé mikil og þá séi-stak- lega vai-ðandi heilsuspillandi húsnæði. Veitt verði sérstök viðbótaiián til útrýmingar á því. Samþ. með 24 atkv. Ei'indi stjórnar Bún. ísl. um breytingu á jai'ðræktarlögum nr. 22 24. apríl 1965. Ályktun: Búnaðarþing felur stjóm Bún. ísl. að vinna að því við landbúnaðarráðherra og Al- þingi að framlengd verði bráða- birgðaákvæði jarðræktaiiaga nr. 22 1965 þannig: Ákvæði til bráðabirgða, síð- ai'i málsgr. oi'ðist svo: Á tímabilinu 1970—1975, að báðum árum meðtöldum, greið- ir ríkissjóður fjárframlag til uppsetningar á súgþuukunar- tækjum með mótor og blásara, er nemi að meðtöldum jarða- bótastyi'k % kostnaðar eftir reglum, sem Bún. ísl. setur. Sé um færanlega vél að ræða, skal styi'kurinn miðast við hæfilega stóran rafmagnsmótor. Á tímabilinu 1970—1975 greið ist viðbótaiiramlag á grænfóður akra kr. 700.00 á ha. Samþ. með 24 atkv. Erindi Allsherjarnefndar um menntamál. Ályktun: Búnaðai'þing þakkar viður- kenningu á nauðsyn til jöfnun- ar námsaðstöðu skólafólks í framhaldsskólum, er fólst í þeirri ákvörðun Alþingis í vet- ur að veita 10 millj. króna, til (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.