Dagur - 29.04.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1970, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-68 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MLLINGUR DAVÍÐSSON Augíýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Framfíðarland VILHJÁLMUR ÞÓR lét einu sinni svo um mælt, að sér sýndust fleiri tækifæri á íslancli fyrir unga og dug- mikla menn, að ryðja sér braut með hæfileikum sínum og atorku á sviði framkvæmda og hverskonar athafna, en víðast annarsstaðar. Þetta hljóm- aði ekki mjög sannfærandi á tímum fjárhags- og atvinnuörðugleika, sem þá voru hér á landi. Þau orð eða önnur slík heyrast of sjaldan um þessar mundir, því þau eru, þrátt fyrir allt sem miður fer í þessu lancfi, þrátt fyrir lélega landstjórn, land- flótta, atvinnutregðu og uppreisnir, orða sönnust enn í dag. Tækifærin, sem Vilhjálmur talaði um, Hggja meðal annars í því, hve fámennir við erum í lítt numdu landi. Við eigum stórt land, sem er fullt af heillandi viðfangsefnum, landflæmi, sem bíða ræktunar, fall- vötn, sem aðeins hafa verið nýtt 6% af, jarðhita á 200 stöðum, auðugri fiskimið en flestar aðrar þjóðir og við eigum bæði hreint loft og vatn. Land okkar er land möguleikanna, hinna stóru tækifæra dugandi manna, land framtíðarinnar. Til samanburðar getum við litið til allra þeirra landa, sem nú þegar eru oflilaðin fólki, fullnýtt, ofnýtt og menguð. Við þann samanburð kemur í ljós hve Islendingar eru gæfusamir og hve gott það er að vera þegn í landi, sem enn gefur tæki- færi til nýs, stórfelds landnáms. Gæði lands okkar eiga að glæða atorku, hugvit og tækni okkar sjálfra, og gefa jafnframt fyrirheit um óþrotleg verkefni, við hæfi vaskr- ar þjóðar, sem vill lifa menningar- og athafnalífi í landi sínu og vinna með hag framtíðar að leiðarljósi. Því miður hafa erlend og innlend öfl veikt trú margra á framtíð lands og þjóðar og við búum við hrörlega og Iangþreytta xíkisstjóm. En þótt stjóinvöld séu úrræðalítil um sinn, séu í vamarstöðu í stað foiystu, skapar slíkt Jxó aðeins timabundna erfiðleika, sem unnt er að breyta og skapa nýja sókn. Og verum þess minnug að fá- menni okkar þjóðar gerir miklar kröfur til hveis einstaklings. Hver Islendingur er svo mörgum sinnum stæni hluti þjóðar sinnar en )>egn milljónaþjóðai', að hlutverk hans er mikilvægt, jafnframt því, að hin mörgu tækifæri bíða hans. □ TRYGGVI HELGASON flugmaður: Vegir os flugvöllur við Akureyri ÞAÐ sem flestum er sennilega efst í huga, þegar þeir ferðíast hérlendis milli staða, er ástand vega, og vegagerðarmál yfh-- leitt. Segia má, að fyrsta áfanga í akvegagerS hér á landi, sé nú lokið, og að annar áfangi sé að hefjast. Þar á ég við það, að fyrsti áfangi feli það í sér, að koma akfærum vegum milli allra byggða landsins, á sem! skemmsttum tíma, og með sem minnstum tilkostnaði. Segja má, að þessu marki sé nú náð, og akfærir vegarslóðar eða troðningar nái til allra byggða landsins. Þessir vegir eru flest- ir lágir moldai’vegh', sem verða ófærir í bleytu á sumrin (saman ber auglýsingar um þungatak- markanir og bann við bíla- akstri) og ófærir fyrir snjó á vetrum. Hinn annar áfangi, sem ég tel að nú sé að hefjast, er að leggja nýja vegi, beina og breiða og rækilega vel upp- hækkaða, og sem gerðir eru úr varanlegum jarðefnum, það er öllu öðru e'n mold, og sem lagð- ir eru eftir melbrúnum og há- vöðum, einna stystu leiðir milli staða, þar með talið gegnum fjöll, þar sem þurfa þykir. Þess- ir vegir verði það traustir að leggja megi á þá hart slitlag. Á ferðum mínum um landið, bæði á landi og í lofti, hefi ég veitt sérstaka athygli vegar- stæðum og snjóalögum. Er grát legt að sjá, hversu víða vegir hafa verið lagðir á kolómögu- legum stöðum, í gegnum mestu snjóskaflana og snjóakistumar, í gegnum gilskorur eða undir hömrum eða brekkubrúnum, 'hlémegin við mesttu snjóa- og skafrenningsvindátt. Víða má sjá jarðýtur gi'afa göng eða skui'ði gegnum þykkasta snjó- inn, en kannske nokkrum tug- um eða hundruð metrum til hliðar má sjá vindskafnar og alauðar melöldur eða brekku- brúnir, sem jafnframt virð'ast ákjósanleg vegarsttæði. Álít ég því, að um flesfar byggðir landsins megi leggja akvegi, sem haldist fæi'ir aillt árið um kring, án þess að það þurfi að moka af þeim snjó, nema í sérstökum undantekn- ingartilfeUum, aðeins ef þeir ei'U lagðir á réttum stöðum, og nægilega mikið upphækkaðir. Að sjálfsögðu geri ég mér Ijóst að þetta á ekki allsstaðar við, svo sem sumsstaðar á Vest- fjörðum og Austrjörðum, þar þarf að grafa göng gegnum fjöll in í lítilli hæð yfir sjávaimáli, stystu leiðir milli staða. Til dæmis frá Egilsstöðum þyrfti að grafa göng yfir til Mjóafjarðar, og þaðan önnur göng til Norð- fjarðar og Seyðisfjarðar. Undir Oddsskai'ð skyldi aldrei gena göng, þau geta orðið jafn mis- heppnuð og Múlavegur og Strákavegur. Við ættum ekki að láta okkur vaxa í augum að gera nokkuina kflómetra löng jarðgöng þar sem þurfa þykir. Þar er ekiki svo ýkja erfitt að bora gegnum íalenzku fjöllin, og sprengiefnið getum við framleitt sjáKii-, og jafnvel einnig smíðað bortæk- in. Einn eða tveir vinnuflokkai' sem ynnu allt árið um kring myndu búnir að bora f gegnum mörg fjöll árið 2000. En hvað þá um vegina þar sem umferðin er mest, og þar af leiðandi mest ástæða til þess að leggja nýja varanlega vegi. Nú þegar er búið að semja lög um þessa hluti, og flokka veg- ina eftir umferðarþunga. Ef litið er til Reykjavíkur, þá er unnið þar á mörgum stöðutn við gerð hraðbrauta fyrir bundruð milljóna, og talað er um þús- undh’ milljóna í viðbót í vegina kringum Reykjavík. En hvað þá um hraðbrautirnar kringum Akureyri? Hér hefir lítið sem ekkert verið gert í þá átt að leggja hraðbrautir, og bólar ekki á því, að neitt eigi að geia á næstunni. Þetta er líklega það eem kallað er jafnvægi í byggð landsins, í framkvæmd. En við Tryggvi Ilelgason. hverju getum við búist Akur- eyringar og Norðlendingar, ef við ei’um sjálfh' steinsofandi yfir því sem gera þarf, eða spill um ofckar hagsmunamálum, með harkalegum deilum út af smámunum, samanber Laxár- virkjunarmállð ? Moldartroðningurinn suður úr Akureyrarbæ, fram að flug- velli er öllum viðkomandi til háborinnar skammar. Á hverju vori er þessi troðningur ófær bílum, en reynt er að brjótast eftir honum á 5—10 kílómetra hi-aða, gegnum aurleðju og for, og dfemi eru til þess að bílar hafi sokkið í miðjan veginn, og ekki náðet upp nema með bíl- tki'ana. Leysingavatnið úr brekkun- um vestan vegai'ins, rennur hvarvetna yfir veginn, blandað mykju og hrossaskít, úa- fjósum og hesthúsum við veginn, og ekkert virðist gert til þess að ræsa vatnið fx’am. Á þessari leið verður nú tafar laust að leggja nýjan veg með mörgum akreinum. Frekari bið á því verður vart þoluð lengur, og frekari afsalianh' eru með öllu óþarfar. Þá þarf nú þegar nýjan veg norður frá bænum, áleiðis til Suðurlands, og nýja brú á Glerá án tafar. Nýr vegur áleiðis aúst ui' um land, um Víkurskarð að nýju brúnni á Fnjóská, er ehinig brýn nauðsyn og verður nú þegar að ákveða hvort sá vegur á að liggja norðan eða sunnan Akureyrarflugvallar. Gatnagerð í Akureyrarbæ hef ir loks þokað fram á við, en þó allt of hægt. Hefir tækjakostur batnað, en nýting virðist sára- lítil. Þá virðist útlagt malbik mjög gallað og lélegt, og endist varla árið á nokkurri götu. Ný- legt malbik er ákaflega augnótt, og virðist kornastærð efnis ekki í réttum hlutföllum. Þetta þai'f rannsóknar við. Þá virðist undh’ bygging gatna ábótavant, og hafa jafnvel myndazt forar- pyttir í nýlega malbikaðar göt- ur. Heildarstjórn á gatnagerð- inni virðist einnig í molum, þai' sem svo virðist sem vatnsveita, sími og rafveita geti ráðist á nýlega malbikaðax götur og grafið þar skurði, sem síðan er svo illa gengið frá, að þar mynd ast krappar sigöldur í götunum. Þessu skipulagsleýsi má ein- faldlega mæta með því til dæm- is, að leggja víðar steinpípui' undir götur við gatnamót, og jafnvel víða meðfram götum, svo sem út frá spennistöðvum og símstöðvum, og síðan má þræða í þessar pípur síma- strengi, rafkapla og vatnsleiðsl- ur. Gefur auga leið hversu mik- ið hagræði yrði að slíku, bæði við viðgerðir, og einnig ef bæta þarf við nýjum leiðslum, en það virðist æði oft, — og kostnaður myndi vafalaust stórlækka. Þá er gerð nýs flugvallar, mál sem Akureyringar verða að gefa gaurn að. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um, að gera nýjan flugvöll á Norðurlandi, sem gæti verið varaflugvöllur fyrir stærstu millilandaþotur. Eins og er, er enginn slíkur völlur til. og núverandi Akur- eyrarflugvöll er ekki hægt að nýta í þessu skyni. Til þess er lega vallarins ekki nógu góð, þar sem ekki er hægt að koma við fullkomnum blindlendingar tækjum, sökum nálægðar fja.ll- anna. Sennilegt er, að eini stað- urinn sem komi til greina hér í Eyjafirði fyrir slíkan völl, sé norður hjá Skipalóni. Er Iíklegt að noi'ður-suðurbraut á þeim stað, leyfi blindaðflug bæði úr norðri og suðri, fast niður á brautarenda, og geri þar með mögulegt að nýta fullkomin blindlendingakerfi (I.L.S.) en það er forsenda þess að slík vallargerð komi til greina. Þarna er einnig möguleiki á stuttri þverbraut, er stefni inn Hörgárdal. Ur þessu fæst þó ekki skorið með fullri vissu, nema með mæl ingum, og er æskilegt að slíkar mælingar verði gerðar þegar í Stað. Ef ekki, þá missum við Akur- eyi'ingar af lestinni, nú, eins og stundum áður. □ Kári Sigurjónsson prenfari ER ég sting niður penna til að minnast vinar míns Kára Sigur jónssonar, kemur vissulega margt fram í hugann. Við vorum jafnaldrar og höf- um verið vinir, frá því við vor- um í barnaskóla. Fermingarbarnahópurinn fiá 1930 var að mörgu leyti nokkuð samstæður. Þaðan kom sá hóp- ur æskufólks, er skipaði sér í forystusveit í ýmsum æskulýðs málum næstu 10—15 árin, það- an kom m. a. forystusveit íþróttafélagsins Þórs á þessum tíma. Flestir ólumst við upp við fremur ki'öpp kjör, nutum ekki langskólamenntunar og fórum fljótt að vinna. Einn þessara manna var Kári. Hann hóf störf hjá Mjólkursamlagi KEA skömmu eftir fermingu, en 'hvarf síðan að prentnámi hjá Prentverki Odds Bjömssonar 17 ára gamall. Er námi lauk, lá leið hans í Prentsmiðju Björns Jónssoonar, þar sem hann var meðeigandi, um tíma, en nú síð ustu árin starfaði hann aftur 'hjá POB. Hann var vélsetjari og munu fáir fara í fötin hans, hvað vandvirkni snertir, í þeirri grein. Kári var afburða starfs- maður, vandvirkni og samvizku semi var honum í blóð borin. Ég hygg að hann hafi aldrei komið einni mínútu of seint í vinnu, miklu frekar mátti setja klukkuna sína eftir mætingu hans. En það fór ekki hjá því,- að slíkur mannkostamaðúr, yrði kallaður til •ýmissa annarra starfa, en skyldustarfa. Hann var ágætur íþróttamáður og tók- þátt í félagsmálum íþrótta- manna. Var um skeið formaður íþróttafélagsins Þórs, í stjórn íþróttabandalags Akureyrar, söng með Karlakór Akui’eyrar og formaður hans, náttúruskoð- ari og fjallagai'pur og formaður Ferðafélags A-kureyrar um ára- bil, forsvarsmaður Akureyrar-.- Ríkisstjórnin sem reyr af vindi skekin - - (Framhald af blaðsíðu 1) stöðu hjá lífeyrissjóðum, sem vilja sjálfir ráðstafa fé sínu til íbúðalána. Annað stjórnarfrumvarp, um breytingu á skemmtanaskatti, mælist einnig misjafnlega fyrir og óvíst um afdrif þess. Þá sætir andmælum og.geng- ur nærri stjórnarskránni, að í'íkisstjórnin vill fella niður ca. 40 millj. kr. framlag til Fisk- veiðasjóðs fyrir árið 1969, sem þingið neitaði að fella niður í fyrra og' er löngu komið í gjald- daga. Deilt hefur verið um fjár- magnsöflun til í'afvæðingar í sveitum og segir stjórnin að af rafvæðingu býla upp að 1.5 km. meðaltali verði lokið á tveim árum, en Framsóknarmenn vilja framkvæma sem mest af henni á þessu ári, enda vantar þá rafmagn á mörg býli, þar sem vegalengd er meiri. Lagt hefur verið fram frum- varp til nýrra náttúruverndar- laga, samið’ af milliþinganefnd, og bíður næsta þings, ásamt frumvarpi því, er fyi'r var fram komið um Mývatns og Laxái'- svæðið. Fram er komið frumvarp um undirbúning að því, að komið verði upp olíuhreinsunarstöð og fylgja því langar greinargerðir og spár fram í tímann frá Efna- hagsstofnuninni. Vakti Stefán Valgeirsson athygli á því, að í deildar Hins íslenzka prentara- félags, svo nokkuð sé nefnt. Ég tel mig hafa þekkt Kára betur en aðrir, honum óvánda- bundnir, og get því manna bezt borið um bversu góður félagi hanri Var. Um 'árabil höfum við fárið einni þessari spá væri gert ráð fyrir, að bændum fækkaði um 1300 á næsta áratug. En bænda- talan er nú komin niður í ca. fimm þúsundir. Kémur manrii þá í hug það sem kveðið var’í fyrra: „Ingólfur á Hellu hefur hátt og þykist miklu ráða. Undan honum Gylfi grefur giöf, sem nægir fyrir báða.“ Vertíðin syðra vifðist ætla að verða góð og verð á sjávar- afurðuan allhátt orðið. En í mál efnum þjóðfélagsiris er vist allra veðra von. Kosningar í ár og kosningar á næsta ári. Vinriu deilur eru framundan, en lang- þreytt landstjórn sem xeyr af vindi skekin. ■ □ saman í mörg ferðalög, bæði um byggðir og óbyggðir. Ekki get ég hugsað mér betri ferða- •félaga. ætið glaðan og xeifan, sá ætíð björtu hliðar ferðalags- iris og töfra fjallanna. : Kári var mikill nákvæmnis- maður, hann skrifaði hjá sér ýmislegt, er hann vildi muna siðár. Ef rifjað var upp ferðalag,ivai' ekki annað en að glugga í dag- bók hans, þar stóð hvaða dag ■íerðalagið hófst, hvað ekið ,eða gengið vai' langt og hvenær heirii var komið. Oft var gaman að rifja upp slík ferðalög: og horfa um leið á ágætt ljós- myndasafn,. er Kári átti. Síðast-a ferð ckkar var farin sunnudagiriri 12. apríl. Við rölt- urn um, upp í Hlíðarfjalli, gœgð umst aðeins upp á brúnina og héldum síðan heim. Um kvöldið var hann fluttur fárveikur á sjúkrahúsið, til Reykj avíkur moi'gunin eftir og á miðviku- dagsmoi'gun kvaddi hann þenn- án heim. » Þetta voru þungbærir dagar, og þó sérstaklega fyrir hans elskulegu eiginkonu, dætur og háaldraða móður. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúð- arkveðjur, um leið og ég -kveð kæran vin. Kári! Þú fórst of snemma, dálítið á undan okkur hinum. ,En leið‘ okkar liggur Hka heim. S. B. - AÐALFUNDÚR SAMVINNDBANKANS (Framhald af blaðsíðu 8). var lán út á foirgðir landbún- aðai'afurða. í árslok námu slík lán kr. 28.4 millj. kr. Endur-* kaup Seðlabankans vegna slíkra lána voru kr. 25.1 millj. Bankinn starfrækti útibú á 9 stöðum úti á landi, á Akranesi, Grundarfirði, Patreksfirði, Sauð árkróki, Húsavík, Kópaskeri, Stöðvarfirði, Keflavík og Hafn- arfirði. Útibúið í Hafnarfirði flutti í nýtt húsnæði á árinu, að Strandgötu 11. Á þessu ári hefur verið opnað útibú í Vík í Mýrdal. í bankaráð voru endurkjömir þeir: Ei'lendur Einarsson, for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjart- ar, fram&væmdastjóri, várafor- maðui' og Vilhjálmux Jónsson, framkvæmdastjóri, en til vara: Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri og Ingólfur Olafsson, kaupfélagsstjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Halldór E. Sigurðsson, al- þingismaður og Óskar Jónatans son, aðalbókari, en Ásgeir G. Jóhannesson,- forstjóri, er skip- ..aðui' af ráðherau----- □ 1. maí ávarp verkalýðs (élaganna á Akureyri SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFSSOc Setið fyrir SVÖRUM FYRSTI MAÍ er baráttu- og hátíðisdagur verkalýðshreyfing arinnar og hvers framsækins verkamanns og verkakonu. Enda þótt margra góðra sigra sé að minnast frá liðnum árum, hlýtur 1. maí 1970 fremur að markast af baráttu, þeirri bar- áttu, sem framundan er næstu daga og vikur til að endur- heimta það, sem rænt hefur ver ið af réttmætum og áður um- sömdum launum síðustu tvö árin, og til þess að færa verka- lýðsstéttina eitthvað nær því marki, að unnt verði að lifa þokkalegu lífi af þeim launum, er fást fyrir umsaminn dag- vinnutíma. Því böli verður að linna, að ýmist þurfi að berjast við atvinnuleysi og skort eða vinnuþrældóm meiri hluta sólar 'hringsins. Kröfurnar 1. maí 1970 og í komandi kjarasamningum hljóta því að verða í höfuð- atriðum tvennskonar: Hækkað kaup og atvinnuöryggi. Yfir- vinnuplágan og atvinnuleysis- plágan eiga og verða báðar að hverfa. Til þess þarf öðru frem- ur betri skipulagningu atvinnu- lífsins, þá ættu þessar plágur að eyða hvor annarri. En með atvinnuöryggi er ekki aðeins átt við það, að langvarandi atvinnu leysi verði útrýmt, heldur og að hver maður hafi trygga atvinnu, þurfi aldrei að kvíða því að kvöldi, að atvinna verði ekki réttindi lands og þjóðar og gæta þess að afsala engum þeirn rétt- indum, er íslendingum mega til góðs verða, í hendur erlendra manna, hvorki einstakra auð- jöfra né þjóða. Auðlindir lands- ins og sjávarins umhverfis það ásamt menningarerfð þjóðar- innar eru dýrustu eignir okkar og okkar einkaeign. Sá smánarblettur hvílir enn á þjóðinni, að suður á Reykjanesi situr hér erlendrar þjóðar, vopnabræður böðlanna í Viet- Nam. Þennan blett verður að þvo burt og á foessu ári er kjörið tækifæri til þess. STÓRHÆKKUÐ LAUN FYRIR DAGVINNU. FULLKOMIÐ ATVINNU- ÖRYGGI. ÍSLAND OG AUÐÆFI ÞESS FYRIR ÍSLENDINGA EINA. 1. maí-nefnd verka- lýðsfélaganna 1976. FRAMSÓKNARFÓLK SKRIFSTOFAN er opin eftir hádegi hvei-n dag til kl. 10. Hafið samband við hana, sími 21180. O' NU SAFNAST spurningarnar fyrir en að þessu sinni er svar- að bi'éfi „Ungrar húsmóður." Hún spyr: Er ekki tímabært að bærinn starfræki barnaheimili og vöggustofu?, og fleira ræðir hún. Við Akureyringar höfum átt því láni að fagna, að hér hafa starfað mörg frjáls félagasam- tök, sem hafa haft forgöngu um uppbyggingu og rekstur ýmissa félagslegra stofnana. Við Framsóknarmenn teljum þetta frjálsa félagsstarf svo mikils virði fyrir bæjarfélagið, að bæjarstjórn eigi helzt ekki að blanda sér svo mikið í starf- semi þeirra að áhugi og ábyrgð félagsmanna dvíni. Það er okkar álit að bæjar- sjóður eigi að styðja þessa starf semi með fjárframlögum og annarri fyrirgreiðslu til að auð- velda félögunum starfsemina, en helzt ekki að taka hana af þeim. í sambandi við bai'nagæzlu- heimili, sem eru margskonar, t. d. dagheimili, leikskólar, vöggustofur og sumardvala- heimili, hefir fólk í frjálsu-m fjlagssamtökum unnið þrek- virki. Hér nefni ég aðeins Pálm holt og Iðavelli sem dæmi. Barnaverndarfélag Akureyr- ar hefid nú í hyggju að íæra q i starfsemi sína og beita sér iýrí ‘ byggingu dagheimilis og' ef t;: vill vöggustofu. Ég tel sjálfsag i að bærinn styðji framgang mál i ins með því að veita því sv > ríflegan byggingarstyrk, aj hann standi að mestu undir kostnaði en félagið sjái siðan um reksturinn. í stuttu máli er því svar mitt: Eins og er treysti ég hin: t frjálsa félagsstarfi til að hafa forgöngu í þessum málum, eu tel að bærinn eigi a'ð styðja fé- lögin og efla með fjárframlög- um, svo að rekstur þeirra verðl sem beztur og mestur. Að lokum vil ég benda „ungii húsmóður" á að hún ætti stund um, enda nauðsynlegt, a<> „starfa pólitískt" þótt hún seg'- ist ekki vilja það. Hún á líka auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri og vinna aðl góðum málum á ýmsan hátt. Margir kjósa heldur að gera það með starfi í öðrum felögum en stjórnmálafélögunum og á það við konur sem karia. Þótri íslenzkar konur hafi hingað til frekar kosið þá leið og' unniii þrekvirki á því sviði, er þao bi’eytingum undir orpið eins o;: allt annað. D fyi'ir hendi að morgni, þurfi aldrei að óttast, að framundan sé tekjulaust tímabil. Sj ávarútvegur, iðnaður og viðskipti við blómlegt landbún- aðarhérað eru grundvallar- atvinnuvegir Akureyringa. En að undanförnu hefur sífellt fækkað þeim skipum, sem gerð eru út héðan, og engin skip nema botnvörpuskip Útgerðar- félags Akureyringa leggja hér upp afla svo nokkru nemi. En þessi skip eru orðin gömul og úrelt og' hljóta senn að hverfa úr sögunni. Því setja verkalýðs- samtökin þá kröfu öðrum ofar nú, að þegar í stað verði hafizt handa um endurnýjun þessa skipastóls, svo að rfyggð verði áframhaldandi togaraútgerð og fiskvinnsla. Til iðnaðar á fslandi verða á næstu árum lagðar þúsundii' milljóna af innlendu og erlendu lánsfé. Verkalýðssamtökin krefj ast þess, að til Akureyrar komi réttmætur hluti þessa fjái' og unnið verði skipulega að efl- ingu þess iðnaðar, sem fyrir er, og uppbyggingu nýrra iðn- greina, þannig að aukin atvinna verði og hér verði vaxandi bær, þar sem fólk sækist efth- að eiga heima, en sér ekki ástæðu til að flýja annað í atvinnuleit. Framtíðin hlýtur að byggjast á skipulegri uppbyggingu at- vinnugreinanna og heildai-- en ekki handahófsstjóm. Af af- rakstrinum eiga allir að fá sinn i'éttmæta hlut. Sá hugsunarhátt ur verður að hverfa, að þeir, sem með höndum sínum og huga leggja grundvöll verð- mætasköpunarinnar, séu verr launaðir og verr settir en aðrar stéttir. Kjörorðið: Frelsi, jafn- rétti og bræðralag er enn í fullu gildi og á að vera leiðarljós í samskiptum stétta jafnt sem einstaklinga. Einnig skulum við minnast þess 1. maí 1970, að hverjum þeim, sem tryggja vill eigin framtíð og eftixkomenda sinna sem frjálsra rnanna í sjálfstæðu landi, ber að standa vörð ura ER ÞETTA EKKI VERKEFNI B. í.? Ég hef lxlustað allmikið á þing- fréttir í vetur og veitt því at- hygli hvað jarðasala er stór lið- ur í starfi Alþingis. Jarðasala er auðvitað háð sömu reglum og önnur mál, sem þar eru tekin til fullnaðar- afgreiðslu, þrjár umræður í hvorri þingdeild og auk þess vísað til nefndar. Oft er frum- varp um sölu hverrar jarðax’ flutt af tveim eða fleiri þing- mönnum og bendir það á vand- aðan undirbúning. Er nú ekki hægt að finna einfaldari lausn á þessu máli? Ég fæ ekki skilið að nauðsynlegt sé að 60 menn þurfi að fjalla um sölu á koti eins og t. d. Fagranesi í Öxna- dal. Og mér finnst það sóun á dýrmætum tíma alþingismanna að verja honum á þennan hátt. Ég legg til að Búnaðarfélagi ís- lands verði falið þetta verkefni, og þó að því fylgi rífleg þókn- un mundi það verða þjóðhags- lega hagkvæmara en núverandi fyrirkomulag, eða kostar ekki' hver dagur þingsins nokkurt fé? Ef Búnaðarfélagi íslands þætti tæplega ti'eystandi til að ráða þessu farsællega til lykta gæti landbúnaðan'áðherra lagt blessun sína yfir það að lokum. Jón Hjálmarsson. GEGGJAÐUR TÓNLISTAR- ÞROSKI Ofsalega er það margt, sem við Akureyringar getum verið stolt ir af á þessum síðustu og beztu tímum. Það er til dæmis alveg geggjaður tónlistarþroski, sem hér hefur verið að þróast undaxi farin ár. Hér hafa í vetur vei'ið haldnir nokkrh' umtalsverðir tónleikai', og það hefur komið í Ijós, að það má bóka að minnsta kosti 30 til 40 manns og einn blómvönd á langflesta tónleika, sem hér eru haldnir. Núna síð- ast á sunnudaginn var, hélt Lúðrasveitin Svanur frá Reykja vík tónleika í Sjálfstæðishúsinu, og ég er hér um bil viss um það, að það voru fleiri áheyrendur á tónleikunum heldur en hljóm listarmenn. Þó þori ég nú ekki alveg að svei-ja fyrir það, en það munaði að minnsta kosti mjóu. Annars var það nú á öðru sviði, sem þessi geggjaði tón- listax-þroski og ódrepandi áhugi okkai' Akureyringa á tónlist- inni, hefur komið mér skemmti - Fénu gefið í 154 daga lega á óvart. Þegar menn. bregða sór á skíði í Hlíðarfjaíi ■ inu okkar ágæta, þá gæti þa<i verið eini skugginn, sem á ánægju okkar bæjarbúa skyggði, að eiga á hættu að lenda í þessari drepandi þögn. og kyrrð, sem þar hefui* ríkt frá örófi alda. En til allra hamingj ; hefur okkur nu verið bjargaíj frá þessari hættu, því af al- kunnri framtakssemi Akureyr- inga í tónlistai’málí.im, hefur n\.. loksins tekizt að setja upp magnaða hátalara og gjallar- ■ hor við Skíðahótelið og meb' ■ fram allri skíðalyttunni, svo nú þarf enginn að missa af hinurn sígildu lögum unga fólksins e< i ómissandi óskalagapátt.im ut- varpsins. (Framhald á blaðsíðu 5) Laxá er búin að vera undir ísi á Birningsstaðaflóanum í 21 viku og er það með því lengsta sem við teljum okkur muna, og lengst af hefur verið ís á ánni hér suður dalinn. í vikunni fyrh- páska Iagði ána suður fyr- ir Hóla en nú er hún að bijóta af sér. Nú er bæði veður og færi til að bregða sér í leikhús, úr nær- sveitum. Heilsufar er gott á mönnum og skepnum. G. Tr. G. En við megum eliki iáta 'iu .’ staðar numið. Það, sem viíJ þurfum að stefna að í framtið- inni, er eitt allshei’jar gjallar- horn á Súlutindi, sem flytt’. okkur dægurlögin ómenguð a:: fuglagargi, árniði og ötírum. óhefluðum náttúrutónum, hvav sem við kynnum að vera stöcv í innan héraðs. Akureyri, 10. apríl, 1970 Geir S. Bjömssext. MEINLEG villa var í frétta- þætti sem ég skrifaði í Dag 10. jan. sl. Þar gat ég þess, að und- anfarin vor hefði verið sleppt laxaseiðum í Laxá, frá Mývatni og niður að Gljúfrum og þetta hefði verið með mesta móti sl. vor, 1969. Hið rétta í málinu er það, að engum laxaseiðum var sleppt í , Laxá á þessu svæði vorið 1969. i Þetta vil ég leiðrétta, og bið jafnframt afsökunar á þessai'i leiðu missögn. G. Tr. G. Til sölu er efsia hæd Iiússins NORÐUR- GATA 12. Uppl. í síma I-21-S2 og 1- 15-79. 2— 3 lierbergia IBÚÐ óskast til leigu. — F yrirf ramgreiðsla. Uppl. í síxna 1-12-77.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.