Dagur - 16.05.1970, Page 2

Dagur - 16.05.1970, Page 2
2 Kylfingar UM þessar mundir eru kylfing- ar hér á Akureyri að vakna af vetrardvalanum, og eru í þann veginn að hefja sumarstarf sitt. Golfvöllurinn er kominn undan snjó, og er orðinn sæmi’egur til leiks, miðað við árstíma. — Laugardaginn 9. maí sl, kl. 13.30 var fyrsta keppni Golf- klúbbs Akureyrar, en það var svonefnd Flaggkeppni, sem leik in er með fullri forgjöf. Mikill hugur er í kyifingum nú, og alls eru fyrirhugaðar 25 keppnir á vegum klúbbsins í sumar, auk þess sem klúbb- Minnispeningur sleginn á íslandi ÍÞRÓTTAHÁTÍÐARNEFND ÍSÍ ákvað fljótlega í starfi sínu að gefa út sérstakan minnis- pening í tilefni hátíðarinnar. Hefur hann því verið í undir- búningi í nokkurn tíma. Hall- dór Pétursson listmálari var fenginn til að teikna hann og eru allir sammála um, að hon- um hefur tekizt vel í því starfi. Á framhhð hans kemur fram merki ÍSÍ og orðið íþróttahátíð 1970 og lárviðarsveigur. Á bak- hlið er mynd af fjöldagöngu íþróttafólks með fána í broddi fylkingar, þar sem stendur á talan 50. Þá eru þar lárviðar- sveigar og nafn íþróttasam- bands íslands. Leitað var tilboða í smíði meðlimir munu að sjálfsögðu taka þátt í íslandsmótinu í golfi, sem að þessu sinni verður haldið í Hafnarfirði og Kefla- vík. Margir nýir meðhmir hafa bætzt í klúbbinn að undan- förnu, og má geta þess, að nokkrar konur hafa nú tekið upp æfingar, en golfið er ákaf- lega heppileg íþrótt fyrir konur, sem alla aðra. Nýir meðlimir fá ókeypis kennslu í 5 skipti, — V2 klst. hvert, — við inngöngu í klúbb- inn, og í sumar verður golf- Íþr.hátíðarínnar peningsins bæði innanlands og utan og 'hefur nú verið ákveðið að framleiða hann hér heima. Mun það vera í fyrsta skipti að slíkt er gert. Verkið hefur tekið a ðsér Magnús Baldvinsson úr- smiður í Reykjavík, en hann hefur um nokkui-t skeið fram- leitt margvíslega verðlaunapen inga fyrir' íþróttahreyfinguna. Ekki mun enn ákveðið magn minnispeningsins né heldur úr hvaða málmi hann verður fram leiddur. ..Þó hefur verið talað um bronze og svo ekta si'lfm’- pening. Hins vegar mun þegar vera mikill áhugi fyrir honum á méðal myntsafnara og ann- arra áhugamanna og myndir af honum komnar í innlenda og erlenda verðlista, og má því vænta pantana á honum víða að. □ - Starfsemi UMFÍ (Framhald af blaðsíðu 8). fundarreglur, fi’amsögn og mælsku, uppbyggingu félaga og félagasamtaka og annað, er að gagni má koma í frjálsu félags- starfi. Sérstaklega skal fjallað um starf og skipulag UMFÍ og viðfiangsefni ungmennafélag- anna. Tveimur námskeiðum er nú þegar lokið í Félagsmálaskóla UMFÍ. Hið fyrsta fór fram í íþróttaskóla Sigurðar Greips- og 22. febr. sl. og voru þátttak- sonar í Haukadal, dagana 21. endur 10. Annað námskeið skólans var haldið fyrir ungmennafélögin á SuðurnesjiUim, og hófst í Stapa 23. febr. ög lauk mánud. 20. apríl sl. Skráðir þátttakendur í námskeiðinu voru 24, og kennt eitt kvöld í viku, samtals um 20 kennslustundir. Kennarar skólans á þessum námskeiðum voru Sigurfinnur Sigurðsson frá Birtingaholti og Hafsteinn Þorvaldsson formað- ur UMFÍ. Námskeið Félagsmála skólans verða ekki fleiri í vor, en hefjast aftur með hausti. Landsþing UMFÍ í skák 1970 er að hefjast, en UMFÍ hefur í nokkur ár gengizt fyrir slíiku landsmóti í skák. Þátttakendur að þessu sinni eru frá 9 héraðs- samböndum víðsvegar af land- inu, og keppt í 4ra manna sveit um. Keppt er um glæsilegan farandverðlaunagrip „Skinfaxa styttuna“. Landgræðslustörf ungmenna- félaganna hafa verið mikil og vaxandi á undanfömum árum, þessa dagana er unnið að at- hugun á þátttöku og viali í venk efnum í sumar á þessum vett- vangi. Eins og áður getur hefur út- gáfustarfsemi verið stóraukin á vegum UMFÍ. Málgagn samtak sL lielffi kennari á vellinum flesta daga, en nánar verður tilkynnt síðar á hvaða tímum. Þeim, sem áhuga hafa á að ganga í Golf- klúbb Akureyrar, er bent á að hafa samband við einhvern af eftirtöldum mönnum: Frímann Gunnlaugsson í Sportvöru- og hljóðfæraverzl. Ak., Þórarinn B. Jónsson hjá Sjóvátryggingar félagi íslands, Sævar Gunnars- son hjá KEA. (Frá Golfklúbbi Akureyrar) ÍBK pp ÍB anna, Skinfaxi, kemur nú út 6 sinnum á ári, og er prentað í 2000 eintökum. Ritstjóri Skin- faxa er Systeinn Þorvaldsson. Gefið héfur verið út fræðslu- rit um samtökin sem nefnist „Starf og stefna UMFÍ“. Stög- ugt er unnið við útgáfu á fræðsluritum um starfsíþróttir, og endui-nýjun eldri rita. Þá hefur stjórn UMFÍ ákveð- ið að hefja útgáfu og söfnun á stuttum leikþáttum og öðru skemmtiefni, til útvegunar sam bandsfélögunum, og síðast en ekki sízt útgáfu vasasöngbókar, sem ætlunin er að komi út nú í sumar. Ymsar framkvædir eru á döf inni í Þrastarskógi, og starf- ræksla Þrastalundar verður á hendi sömu aðila og undanfar- in sumur. (Úr fréttatilkynningu) Á LAUGARDAGINN kl. 3.30 e. h. fer fram á malarvellinum hjá Sana þriðji leikurinn í Meistarakeppni KSÍ 1970. Það eru Akureyringar og Keflvík- ingar, sem eigast við í þessari keppni, og fyrsta leik þessara liða, á Akureyri, lauk með jafn- tefli 1:1, en Akureyringar sigr- uðu í öðrum leiknum, í Kefla- vík, með 2:0. ÍBA hefur því 3 stig en IBK 1 stig Takist Akur- eyringum að sigra á laugardag- inn hafa þeir tryggt sér sigur í Meistarakeppninni, en fjórði og síðasti leikurinn fer fram í Keflavík mánudaginn 18. maí, annan í hvítasunnu. — Og nú fara allir á völlinn og ‘hvetja Akureyringa til sigurs. PLAST 1. Plastefnin eru framleidd úr ýmsum lífrænum næringar- efnum. 2. Þrátt fyrir það geta engar lifandi verur notað þau sem fæðuefni. 3. Þau geta því ekki rotnað, og náttúruleg eyðing þeirra tek ur þúsundir eða milljónir ára 4. Eina örugga leiðin til að eyða þeim er að brenna þeim. 5. Umfram allt ætti að forðast að setja þau í sjó eða vötn, eða þar sem sjór eða vatn nær til þeirra. 6. Það er siðferðisleg skylda hvers einasta manns, sem notar plastefnin, að sjá til þess að þeim sé eytt. 7. Þar sem ekki eru eldstæði, ættu menn að koma sér upp opinni tunnu, til að brenna plastefnin. Þau brenna vel með pappírsúrgangi. 8. Allt það sama gildir um önn- ur gerviefni, sem notuð eru í föt, skó o. s. frv., svo sem nælon, perlon, dralon, orlon o. s. frv. Samtök um nátíúruvernd á Norðurlandi. RitgerSarsamkeppni BARNABLAÐIÐ V O RIÐ , fyrsta hefti 1970, er komið út. Hefst það á viðtali við Ingunni E. Einarsdóttur íþróttakonu, en á sl. sumri setti hún 10 íslands- met í frjálsum íþróttuon. Þá eru í heftinu: stuttar bamasögur, framhaldssaga, þulur, leikrit og skrýtlur. í þessu hefti hefja göngu sína þrír nýir þættir. Fjalla þeir um íþróttir, flug og hljómsveitir. I heftinu er skýrt frá, að á þessu ári efnir Vorið til rit- gerðasarnkeppni og er hún bundin við 10—14 ára kaupend- ur blaðsins. Fyrstu verðlaun verða ferð til London með ís- lenzku þotunni. Mun verðlauna hafa einnig verða gefinn kostur á að fara í skoðunarferðir um borgina. Guðrún Jóhannes- dóftir frá Sandvík Kveðja Vorið og sólin vöktu yl í hjarta vonglöð í huga eygðum daga bjarta. Fréttin þá kom, skugga á birtu brá, burtu var kölluð, heimili sínu frá. Húsfreyjan mæta, móðirin góð, mikið er skarðið eftir stöndum hljóð. Hlýtt átti hjarta og ríka lund, horfin og kvödd, en aðeins um stund. Guð gefur frið og læknar sorgarsár, gleði aftur veitir af augum þerrar tár. Að eiga á himnum, horfinn ástvin sinn, hamingja er, sem gefur frelsarinn. Innilegar þakkir fyrir öll gömlu árin. Frá Rósu Garðarsdóttur. Barnablaðið Vorið er nú 35 ára. Næstum allan þann tíma hefur það komið út undir rit- stjórn Hannesai’ J. Magnússon- ar og Eiríks Sigurðssonar, en þeir voru báðir skólastjórar á Akureyri'. Blaðið hefur flutt fjölmörg stutt leikrit og í það hafa skólar, bai-nastúkur og önnur félagasamtök sótt efni til flutnings. Langflest börn eru sólgin í að lesa sögiu- og ævintýri, flytja leikrit og leysa gátur því eiga bamablöðin eigi síður vinsæld- um að fagna á heimilunum en stjórnmálablöðin. Mun vissu- lega óhætt að mæla með, að yngsta kynslóðin eignist lesefni við sitt hæfi. I. Ú. Kveðja frá Hildi Pálsdóítur frá Brautarholti Ég þakka þér Guðrún öll gæðin til mín er gafst þú af kærleika þínum. Ég guð bið að launa öll góðverkin þín er geymd eru í huganum mínum. Signi þig Guðrún nu'n sumarsins dís í sölum guðs Ijós þér mun skína. Til upphæða Drottins er vegur þér vís hann vakir við hvíluna þína. Það sakna þín margir og svo er um mig vor samleið var ljósgeislum vafin. En sú kemur tíðin að sjá mun ég þig þín sál er til gxtðsríkis hafin. Að síðustu ert þú með kærleika kvödd við kynningu þökkum þér alla. Það er sem að heyrum við himneska rödd þar herskarar guðs á þig kalla. H. J. Kveðja í sumarkveðju sorgarómur býr og sólargeislinn bak við skuggann flýr. Þá húsfreyjan er kvödd við hinztu för við heitum spurnuxn verður fátt um svör. En eigin sköpum enginn renna má og árin fyrr en varir líða hjá að baki þeirra eilífð ríkir ein og endurvekur blóm og græðir mein. Ég minnist þín, er sólin gyllir sund og söngur vorsins berzt um gróinn lund. Ég minnist þín, er blærinn svalar brá og bylgjan rís úr djúpi sterk og liá. Þú áttir heita og djarfa lietjulund og heit og traust og gjöful var þín mund. Þín vinátta á bjargi reyndist byggð. Það báru margir vitni þeirri dyggð. En þeim, sem háðir voru harmi og neyð var hægust æ og greiðust til þín leið. Þú skildir rétt og varðir minni mátt og merkið þannig hófst í sólarátt. Á ævimorgni glöð þú varst og glæst á glöðu vori bar þig kvenna hæst. En stundum fölna rósir fyrr en veit og forsælunni bregður yfir sveit. Þín heilsa brást þá húmið yfir dró og harmur ríkti, þar sem gleðin bjó. En birta mun við þessi þátta skil og þinnar móður fylgd er rík af yl. Svo hverf þá heim til liærri sviða nú þér hugir fylgja í þökk og bæn og trú. Af minningunum fagra birtu ber. Nú bregzt ei sumar það, sem heilsar þér. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.