Dagur - 05.08.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 05.08.1970, Blaðsíða 5
i ij Skrifsíofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Deilurnar um Laxá VIÐ láum stórveldum heims, þegar þau semja ekki um deilumál sín, lieldur beita hervaldi og íórna fólki og fjármunum. En þá lærdóm ætt- um við af þessu að draga, að láta okkur ekki henda hliðstætt böl, þeg- ar á milli ber í stórum málum — á okkar mælikvarða — svo sem í Lax- árvirkjunardeilunni frægu. Það bar til 18. júlí sl. að nokkur hundruð Þingeyingar í 160 bifreiða lest komu til Akukreyrar og afhentu bæjarstjóranum skrifleg mótmæli gegn Gljúfurversvirkjun. Aldrei hef- ur svo fjölmenn sendinefnd fylgt einu bréfi á þann stað, enda vakti hún athygli og umhugsun á Laxár- virkjunarmálum, sem kennd eru við Gljúfurver og mikil deila og illvíg hefur staðið um milli Laxárvirkjun- arstjómar og landeigenda við Laxá. Þingeyingar mótmæla Gljúfurvers virkjun og kröfðust lögbanns, sem nú er synjað, en hafa einnig í undirbúningi skaðabótamál á hend- ur Laxárvirkjun. Eftir liarðar og langvinnar deilur eru málin nú kom in í hendur lögfi'æðinga og dómstóla, af því að heimamenn þessara byggð- arlaga báru ekki gæfu til að leiða málið frimsamlega til lykta, og þannig standa sakir miðsumars á þessu herrans ári. Margir, sem ekki hafa viljað skipa sér í hinar stríðandi fylkingar, en unnið í kyrrþey að lausn deilunnar, hafa litlir menn þótt í slíkum átök- um. Nú virðist þeiiaa tími kominn til meiri áhrifa um sættir, og um leið verulega lausn raforkumála. Fyrir nokkrum dögum lét einn af fulltrúum í Laxárvirkjunarstjóm sunnanblaðið Vísi liafa það eftir sér, að nú sé horfið frá að setja Laxárdal undir vatn. Þetta eru miklar fréttir, og ef rétt er eftir haft, boðar þetta mikla stefnubreytingu hjá stjóm Laxárvirkjunar og heillavænlegri en fyrr var. Bæjarstjórn Akureyrar á eftir að svara bréfi Þingeyinganna, er fyrr getur. Væntanlega markast það svar af hinum nýju viðhorfum virkjunarmanna, og vonandi þurfa deiluaðílar ekki að kallast á yfir Iiið mikla og enn óbrúaða djúp öllu lengur. Ummælin í Vísi benda til þess, að Laxárvirkjunarstjórn sé nú reiðubúin að stíga skref í sáttaátt. Iðnaðarmálaráðuneytið hefur haft afskipti af þessu máli, ber á því tölu- verða ábyrgð, og væri eðlilegt, að það hefði forystu um sættir. Myndi ekki, ef bomar eru saman bækur deiluaðila, geta tekizt samningar án málaferla? Það er skylda deiluaðila, (Framhald á blaðsíðu 7) Mánuður mikilla tíðinda BLAÐIÐ hefur nú göngu sína á ný .að sumarleyfum loknum. NýliSinn júlí hefur verið mán- uður mikilla tíðinda hér á landi, auk þess að vera svo kaldur lengst af hér nyrðra, að spretta stöðvaðist á túnum og engjum, snjór var í fjöllum og fjallvegir tepptust af þeim sökum og sum- ir um lengri tíma. Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, kona hans, frú Sigiíður Björnsdóttir og dóttur- sonur þeirra, Benedikt Vilmund arson, fórust í eldsvoða aðfarar- nótt 10. júli. En þá brann til ösku ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum, þar sem forsætis- ráðherráhjónin gistu um nótt- ina ásamt með dóttursyni sín- um. Eldsupptök eru ókunn. Fréttin um þetta hræðilega slys kom eins og reiðarslag yfir þjóðina. Það voru Hollendingar, tjaldgestir á Þingvöllum, er fyrstir urðu eldsins varir, en um seinan. Dr. Bjarni Benediktsson var 62 ara, lögfræðingur, prófessor í lögum við Háskóla íslands 1932, borgarstjóri í Reykjavík 1940, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins 1942 og síðan ráðherra 1947 og síðan í fleiri ráðuneyt- um. En við forystu Sjálfstæðis- flokksins og embætti forsætis- ráðherra tók hann af Ólafi Thors, svo sem kunnugt er, og óumdeilanlegur foringi á Al- þingi síðan. Hann hlaut hin virðulegustu eftirmæli samferða mannanna. Jóhann Hafstein var af for- seta falið að gegna embætti for- sætisráðherra fyrst um sinn. Hinn 10. júlí hófst fjölmenn- asta landsmót hestamanna í Skógarhólum á Þingvöllum. Þangað komu um þá helgi 6—7 þúsund manns og mikill fjöldi hrossa, e. t. v. 3—4 þúsund. Landsvirkjun var heimilað að taka 700 millj. kr. lán til lúkningar Búrfellsvirkjunar og til miðlunar vatns við Þórisvatn. Upplýst var, að 1400 tonn af kísilgúr hefðu verið framleidd hjá Kísiliðjunni við Mývatn í júnímánuði og er það mesta mánaðarframleiðsla til þessa, en stækkun verksmiðjunnar er að mestu lokið. Þar mun jarðbor- unum haldið áfram í sumar. Mikill eldur varð laus í verk- stæðishúsi Strætisvagna Reykja vikur 15. júli. Þar brunnu þrír strætisvagnar og margt annað, og er tjónið talið nema 15 millj. króna eða meira. Laugardaginn 18. júlí mót- mæltu Þingeyingar Gljúfurvers virkjun, svo að eftir var tekið. Þeir óku 160 bifreiðum í einni lest frá Húsavík til Akur- eyrar og afhentu bæjarstjóran- um á Akureyri skrifleg mót- mæli gegn Gljúfurversvirkjun. í fararbroddi var yfirvald Þing- eyinga, Jóhann Skaptason sýslu maður í fullum einkennis- skrúða. Þar voru og lögi’eglu- menn með í för. Margvísleg mótmæli mátti lesa á bifreiðum þessum. Öll fór för þessi hið beeta fram af hálfu austanmanna og vakti mikla at- hygli, svo sem til var ætlazt. Og heimamenn fjölmenntu þang að, sem hin mikla bílalest fór um og sýndu, ón teljandi und- antekninga þá háttvísi, sem vera bar. Þetta sama kvöld komu til Akureyrar fré Grænlandi Mar- gx-ét Danaprinsessa og maður hennar, Henrik prins. Bæjar- stjórn tók á móti hinum tignu gestum, er höfðu hér stutta við- dvöl og gengu eftir það um borð í Thala Dan. En það skip flutti þau til austurstrandar Græn- landa. Prinsessan og maður hennar dvelja urn mánaðartíma á Grænlandi á þessu sumri. Um 1500 skátar héldu Lands- mót við Hreðavatn í fyrri viku. Þau tíðindi gerðust í Reykja- vík 20. júlí, að íslendingar sigr- uðu Norðmenn í iandsleik í knattspyrnu með 2:0, en höfðu áður gert jafntefli við Dani. Reykjavíkurborg hefur ákveð ið að láta smíða tvo skuttogara fyrir BÚR, 1000 tonn að stærð. Áætlað verð 280 millj. króna. Flugdagur var haldinn á Ak- ureyri um fyrri helgi í mjög góðu veðri og við mikinn áhuga bæjarbúa og annarra. Bændadagur Eyfirðinga var að þessu sinni haldinn í Frey- vangi sunnudaginn 26. júlí. Það er Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Ungmennasamhand Eyja- fjarðar, sem standa fyrir slík- um árlegum hátíðisdögum bænda í héraðinu. Hasfræði minksins MINKURINN hefur orð á sér fyrir grimmd og í því efni verð- ur naumast á hann logið. Ný saga bendir til, að þessi kvik- indi hafi þó fleiri eiginleika til brunns að bera, m. a. eihhvern vott af hagfrasði. Sumarbúðir þjóðkirkjunnar SUMARBÚÐIR kirkjunnar við Vestmannsvatn liafa í sumar verið starfræktar með svipuðu sniði og undanfarið. Þrír hópar barna og einn hópur aldraðra hafa dvalizt þar og átt þar ágæta daga. Hefir miklu lofs- orði verið lokið á aðstæður all- ar, stavfslið og allt það sem gert er fyrii' dvalargesti. Nú er eitt námskeið eftir fyrir drengi og stendur það frá 15. ágúst til 29. ágúst. Enn komast nokkrir í þennan hóp og munu prestar og sumai'búðastjórarnir Vestmanns vatni veita upplýsingar og taka á móti þátttökutilkynningum. (F réttatilkynning ) f Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, á bæ, sem heitir Leyningur, er svolítið hænsnabú, eins og títt er á sveitabæjum. Hænsnakof- inn er með torfveggjum að gömlum og góðum sið. Nýlega bar það við, er hæn- urnar voru í góðu varpi, að egg in fóru að ódrýgjast, og að í hreiðurkassanum fannst eggja- skurn í stað eggja. Ástæðan til þessa var sú, er nú skal greina og síðar kom í ljós: Minkur hafði gert sér bæli í torfvegg hænsnakofans og átti þar fjögur afkvæmi. Var þaðan greið leið í hreiðurkassa hænsn- anna og eggin góð minkafæða! Sú hagfræði minksins að láta hænur bóndans framleiða handa sér og sínum hin ljúffengu egg tók þó enda, því hænsnakjöt er minkum jafnan mikil freisting. Og svo fór hér, að sú freisting varð hagfræðinni yfirsterkari. Dag einn lágu sjö hænur dauðar í kofa sínum, bitnar á háls. Það er merki minksins, og skömmu síðar lauk ævi hans og fjögurra unga. □ Dr. Bjarni Benediktsson, Frú Sigríður Björnsdóttir. Ávarp forsefans viS andféf forsæfisrá ÞEGAR kunnugt varð um frá- fall forsætisráðherrahjónanna, dr. Bjarna Benediktssonar og frú Sigríðar Björnsdóttur, ásamt dóttursyni þeirra, Benedikt Vil- mundarsyni, ávarpaði forseti ís- lands, dr. Kristján Eldjárn, þjóð ina þessum orðum: Þau sorgartíðindi spurðust snemma morguns í dag, að for- sætisráðherra, dr. Bjarni Bene- diktsson, kona hans frú Sigríð- ur Björnsdóttir, og ungur dóttur Lútlierska allieimssambaudið BLAÐIÐ ræddi stutta stund við séra Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup á Akureyri, í tilefni af því, að hann sat nýlega þing Lútherska alheimssambandsins, sem fulltrúi íslenzku þjóð- kirkjunnar. Hvar var þingið haldið? í litlum bæ í Suður-Frakk- landi, sem heitir Evian og stend ur við sunnanvert Genfarvatn. Þetta er 6 þús. manna bær, á undrafögrum stað og er móttaka Pétur Sigurgeirsson. fei-ðamanna aðal atvinnuvegur- inn, enda verður bærinn hvert sumar 20 þús. manna bær ferða- fólks, auk heimamanna. Varstu eini íslenzki fulltrú- inn? Já, biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, ko-m því ekki við sökum anna, að sitja þetta þing og fór hann þess á leit við mig, að ég sækti þingið. Þaxna voru fulltrúar 82 kii'kju- deilda frá 44 löndum, en alls voru fulltrúar á sjötta hundrað talsins, úr öllum heimshlutum. Einkunarorð þessa þings voru: Sendir út í heiminn. Það mun hafa verið fróðlegt, að hlusta á umræður? Já, sérstaklega. Uggvænlegt er nú í heiminum og til marks um það, varð að hætta við að halda þetta þing í Brasilíu, sem þó var ákveðið. En þar er nú svo lítið öryggi, ófriður og neyð, að horfið var að því ráði að hafa þinghaldið í Frakklandi. f um- ræðum og viðtölum kom fram, að víða er ófrelsi, fátækt og neyð á svo háu stigi, að Norður- landabúum gengur illa að átta sig á því. Mannréttindi eru fót- um troðin og þar ætlar kirkjan í auknum mæli að leggja fram krafta sína til úrbóta. Ag eðli- legum ástæðum beindist athygl- in mjög að Brasilíu og Suður- Ameríku yfirleitt. Kynþátta- vandamálið í Afríku kom einnig á dagskrá, að enn eru þar kirkj- ur lokaðar blökkufólki. En þótt þetta sé svo hörmulegt, sem raun ber vitni, kom það einnig fram, og er ekki eins ókunnug- legt, að í Evrópu og N.-Ameríku vantar kristindóm í verki, þótt ekki vanti kirkjur og þær standi öllum opnar. Samþykktir á þinginu? Meðal annars var samþykkt, að kirkjan beiti sér fyrir aukn- um mannréttindum og láti til sín taka eftir mætti á þeim vettvangi. Eining allra kristinna ltirkjudeilda var ofarlega á baugi. En þáttaskil urðu í þeim málum 1962, með hinu fræga ávarpi Jóhannesar páfa 23. í Róm, og síðan hefur þokazt í samvinnuátt. Hve oft eru slík þing haldin? Fimmta hvert ár. Nú var kos- inn forseti til næstu 5 ára Finn- inn Mikko Einar Juva guðfræði prófessor. En hann var fyrrum þekktur stjórnmálamaður 51 árs að aldri. Við þökkum vígslubiskupi svörin. E. D. sonur . þeirra, Benedikt Vil- mundarson, hefðu látið lífið, er forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann, þegar skammt var liðið nætur. Slíkum atburður er hörmu- legri en svo, að orðum verði yfir komið. í einu vetfangi er í burtu svipt traustum forustu- manni, sem um langan aldur hefuf staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífi voru, og með honum ágætri konu háns, er við hlið hans hef- ur staðið með sæmd og prýði, og ungum sveini, sem var yndi þeirra og eftirlæti. Hér er skarð fyrir skildi, en á þessari stundu kenfst ekki annað að í huga vör um en sorg og samúð. Það er stundum sagt að íslenzku þjóð- inni sé helzt að líkja við stóra fjölskyldu. Sannleik þeirra orða skynjúm vér 'bezt á stundum mikilla tíðinda, til gleði eða sorgar. Þjóðin er harmi lostin og syrgir forsætisráðherrahjón sín. Ég mæli fyrir munn allra landsmanna, þegar ég læt í ljós djúpa hryggð mína og votta börnum og allri fjölskyldu þeirra hjónanna samúð, svo og öllum þeim öðrum, er nú syrgja sveininn unga. (Frá skrifstofu forseta íslands). Veiðileyfi í Másvatni BLAÐIÐ hefur verið beðið að geta þess, að veiðileyfi í Más- vatni í S.-Þing. fyrir landi jarð- anna Máskots og Víða, kosti kr. 200.00 fyrir stöngina á dag, fyrst um sinn, og eru veiðileyfin seld í Máskoti. Hér er um að ræða stangveiði á bökkum vatnsins, 6—7 km. En auk þess munu bátar verða leigðir. í vatninu veiðist bæði urriði og bleikja. Góð tjaldstæði eru nærtæk. □ Félagssamband Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eyslra Skoðanakönnun fyrir alþingiskosningar. Uppl. og leiðbeiningar fyrir kjósendur. 1. Skoðanakönnunin fer fi-am dagana 29. til 31. ágúst að báðum dögum meðtöld- um. Skóðariakönnun skal lokið að kvöldi 31. ágúst og skulu atkvæðaseðlar þá hai'a borizt trúnaðarmönnum. 2' Skoðanákönnunin skál verá tveimskonar: a. alls- heriarkönnun (sahieiginleg um allt kjördæmið), b. sér- svæðakönnun (sér fyxif gömlu 'kjördæmin hvert uiri sig). Kjörgögn (átkvæðaf seðlar, umslög o. s. frv.) eru gerðir í samfæmi við þettai — Kjósendur eru yinsamlega beðnii' að fegta sér i minni muniiiri á allsberj arkönnmi og sérsvæðakönnun, Sbr, lið hér á eftir. 4 3. Atkvæðisrétt hafa að sjálfsögðu allir félagsbundnir Fraxnsóknarmenn í kjördæm inu, sem hafa kosningarétt á þessu ári, svo og aðrir kosn- ingabærir í kjördæminu, þ. á. m. þeir, sem verða 20 ára á þessu ári, ef þeir óska að taka þátt í skoðanakönnun á veguiri Framsóknarflokks- ins. M- o. o.: Skoðanakönn- unin er ekki fastbundin við svoriefjida, flokksbundna merin. ' , 4. f allsherjaxkönnuninni er yfifleitt gert ráð fyrir, að kjósandi velji 6 menn. Gerir 'hann -það með því að raðá í .íöiuröð hinum skráðu nöfn- um,; sem á atkvæðaseðlinum standa, éðá bæta við nýjurn nöfriurii,. ef hann kýs það heldþr,•En-aldrei skal núm- eiá; við'JÍÉiii nöfn en sex. —•; f , sérsváeðakönnuninni b.er kjósanda að greiða atkvæði um það, hver hann kjósi að skipi eitt af aðalsætum á framboðslista við alþingis- kosningar sem sérstakur full trúi hlutaðeigandi svæðis (gamla kjördæmis). 5. Ef kjósandi er i ein- hverjum vafa um, hvernig bann eigi að bera sig að við kosningar þessar, þá er hann vinsamlega beðinn að leita sér fyllri upplýsinga og leið- beininga hjá kunnugri mönn um. 6. Aðalmarkmið skoðana- könnunarinnar er að efla lýð ræðislegt ákvörðunarvald í Framsóknarflokknum, — gefa sem flestum ábuga- mönnum tækifæri til þess að eiga hlut að mikilvægum ákvörðunum innan Fram- sóknarflokksins. — Þátttak- endum í skoðanakönnun er því ærinn réttur fenginn, og er þess vænzt, að kjósendur notfæri sér hann og virði einnig þann trúnað, sem í slíkum rétti er fólginn. F. h. framboðsnefndar Haraldur M. Sigurðsson, Munur á synlóníu og stefi lugls er munur á magni en ekki g Ræða H. Laxness við setningu Listahátíðar Framkvæmdanefnd fyrstu al- þjóðlegu listahátíðarinnar á ís- landi hefur sýnt mér þann heið- ur að bjóða mér að taka til máls við þessa setningarathöfn hátíð- arinnar. í þessum örfáum orð- um, sem ég tel mér skylt að segjla í þafokklætisskyni fyrir þetta boð, tala ég vitaskuld um fram allt í nafni mín sjálfs. Ég vona þó að ég tali einnig í nafni margra listunnenda þegar ég segi að því færri orð sem höfð séu um listirnar á kostnað list- anna sjálfra, og því færri tölur sem settar eru á til þess að út- skýra þær ellegar lofa þær, þeim mun betra. Mestöll útskýr ing á list orkar á listblinda menn eins og útskýringar á guð fræði orka á trúlausa menn, en listrænir menn aftur á móti vilja sjá list og heyra list, en ekki hlusta á orðalengingar um list. Vert er að gefa því gaum að það sem við erum vanir að kalla menningarþróun, hvað sem það þýðir nú, og er þá þar í inni- falin aukin vísindaleg þekking, hagvöxtur svonefndur, almenn auðsæld og ódýr neysluvara að minnstakosti í þessum parti heimsins, þá hafa þessar fram- farir yfirleitt ekki, svo vitað sé, orðið til þess að efla sköpunar- mátt í listum. Meira að segja list úr fornöld, frá þjóðflokkum sem við mundum telja að verið ■hefðu fáfróðir og snauðir, þeirra list stendur í meginatriðum, stundum einnig í smáatriðum, ekki lægra en heimslistin núna jafnvel hjá þeim þjóðum sem hafa sett sér það markmið að sigra aðrar þjóðir í framförum og menningarþi'óun. Til sönn- unar þessu eru listaverk sem fundizt hafa jafnvel frá fornum tímabilum jarðsögunnar, að ég ekki nefni þau ókynstur af stór- fenglegri list sem til er frá for- sögulegum tíma, það er að segja tíma áður en mannkynið verð- ur til í sagnfræðilegum skiln- ingi. f öllum heimsálfum er til ágæt list frá tímum áður en sög ur hefjast. Ég skal aðeins minna á list þá úr forneskju sem okkur evrópumörinum er skyldust, bæði málverk og höggmyndir frá ísöld álfunnar, og verður fundin á svæðum nær Miðjarð- arhafi, sem lágu sunnan við ís- aldarjöklana miklu. Þessa mynd list sáu menn ekki né tóku mark á henni fyrr en á okkar tímum, og tiltölulega nýjar mega kallast þær rannsóknir sem leitt hafa í ljós aldur þess- arar listar frá frumtíð mann- kyns, það er að segja frá eldri steinöld, fyrir tugum árþús- unda, þegar í Miðjarðarhafs- löndum bjuggu veiðimenn í 'hellum. Það er mín skoðun, að vísu súbjektíf og ég ræð öðrum mönnum til að taka hana með fyrirvara, að engin myndgerð á vorri menningaröld hafi náð ofurmennsku í snilldarbragði viðlíkri þeirri sem auðkennir myndlist ísaldar-Evrópu á því sviði sem hún markaði sér fyrir tugþúsundum ára í jarðhellum. Mikið af mvndgei'ð þessari virð ist vera helgilist sprottin upp bjá mönnum sem trúðu á dýr, enda er belgimyndlist Evrópu frá blómaskeiði kristindómsins á miðöldum og frammí renisans sú myndlist sem að mikilleik og upphafningu er líkjandi við ís- aldai'listina í hellunum í Alta- mira og Lescaux. Manni kemur sistínska kapellan líka óhjá- kvæmilega í hug við skoðun þessara fornmynda, — þó er það út í hött að bera saman nokkur tvö verk þar sem birtist algert fullveldi mannsins yfir rniðli sínum. Á dögunum bar mér fyrir augu grein í listtímariti þar sem skandinaviskur listamaður í leir kerasmíði segir af ferðum sín- um í Norður-Afríkú. Hann hitti þar fyrir sér hálfbera menn í eyðimerkuiþorpum, sitjandi í forsælu, önnum kafnir að búa til hálistræn leirker í höndun- um án þess að hafa nokkurn- tíma heyrt talað um listskóla, því síður listaháskóla: höfðu reyndar ekki heldur orðið fyrir þeirri hremmingu þar í eyði- mörkinni að vera látnir læra lestur og skrift. Tvær listakonur sem ég þekkti fóru til Norður-Ameríku í stríðinu að læra þessa sömu göfugu list keramik, sem verið hefur ein höfuðgrein formlistar frá upphafi mannkynsins. Þær héldu að auðv.elt væri að ná inngöngu á háttstæðum listskól- um í Ameríku til að;nema þessa fögru list. Þeim.var sagt að ef þær vildu fást við leihkerasmíð skyldu þæi- fá sér vinnu í verk- smiðju þar sem búinn er til ■borðbúnaður. í slíkum verk- smiðjum er ekki borgað hátt kaup. Þær fundu ekki listamenn í leirkerasmíð í Norður- Ameríku fyrr en í Arizona og Mexíkó, þar eins og í Afríku ®iym sátu ólæsir ölmusumenn á gang stéttunum, indíánar, og voru aá handsmíða og selja fyrir fáeina aura listfögur leirker, svo fáséð að þessum listakonum virtist vonlaust að leika þá list eftir nema stunda nám á listháskól ■ um árum saman. í ýmsum háþróuðum menn- ingarlöndum er svo margt skrif að og skrafað um listir, oft á lærðri en nokkuð marklítili. golfrönsku, að maður er.hrædd ■ astur um að það gleymist acS búa til listina sjálfa fyrir lát- unum í skriffinnunum. Ég veit ekki hvort listamenn sjálfir lesa þetta mikla skrafelsi um list eða ger.a sér það ómak að reyna aíí ráða sjargon um list; óskandi að þeir gerðu það ekki, þei 1 gætu farið að halda að það væi . nóg að skrifa um list og þyrft . ekki að vera. að búa hana tii. Það vill við brenna að í lönd • um þar sem menn eru sérstak ■ lega fimir í listaheimspeki, þa vilji listin sjálf verða dálítið a : sama tagi og hið lærða orða • gjálfur. Við þurfum sem betu • fer ekki að kvarta yfir því a ' á íslandi drukkni listimar lærðri ónytjumælgi eða verð. samdauna henni; okkar vanda ■ mál eru önnur. Margur mun fagna því að : \ þessari fyrstu alþjóðlegu lista ■ hátíð íslands eigum við ekk . sjálfir að tala, né heyra aðr . menn tala um list, heldur verð ■ ur hér gengið beint að kjarn . hlutanna sem er listsköpuni . sjálf. Hér hafa þeir menn eini ■ verið til kvaddir sem mun . þyrma okkur við ofmiklu tal , Það er hamingja okkar núna ai i hafa. fengið hingað tii okkc. .' nokkra þá meistara heimslista : innar, sem hvert listrænt hjart , fer að slá örar af því einu a : heyra nöfn þeirra nefnd. Listii . er sköpun sem gerir orð mark • laus. Ég vona að hér iái Iisti . að tala beint við sálina. Blóm er svo sterkt að það n. i upp frá dauðum og svo veik j að barn getur plokkað það sundur. Það er ekki þörf a< ■ segja fleira um blóm í einu; þó mætti bæta því við að blom e : umfram allt. raunverulegt. Aít. ■ ur á móti hættir blómið að vera til um leið og á að fara að út • skýra það. Sama máli er a-! gegna mn myndlistina, sem e.-.’ (Framhald á blaðsíðu 7). Austurþýzkur skuttogari í Akureyrarhöfn. (Ljósm.: E. E J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.