Dagur - 05.08.1970, Blaðsíða 7

Dagur - 05.08.1970, Blaðsíða 7
7 © | I- ' I S I s I- I © I I fö * -f- © I © I Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á sjö- f tugsajmæli minu, 10. júlí, með heimsóknum, f gjöfum og slieytum. f Góður Guð blessi ykkur öll, það er min einlceg t ósk. t STEINN JÓNASSON, Ránargötu 22. f Alúðarkveðju og lijartans þahkir sendum við öll- um þeim, er glöddu okkiír á gullbrúðkaupsdegi okkar, 24. júlí, með heimsóknum, skeytum og § gjöfum. Guð blessi ykkur öll. SIGRÚN GUÐMUNDSDÖTTIR, JÓN JÓHANNSSON, Skarði Dalsmynni. % t I £ I © ■*• t © i <- t s\'- <r © t © -)• © í ? © f f a t B-fs&-!-a-f-*-i-a-f'*-!-a-í-*-4-®-f-*-^©-f-#-!-a-f'*-s-a'f'w'!-©-f^«s-a-f*í!!-i-a-f-*- Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem minnt- ust min á 75 ára afmceli mínu, 24. júli s.l. Guð blessi yrkkur öll. KRISTJÁN SIGURJÓNSSON, Eyri, Glerárliverfi. Innilegar þakkir flyt ég öllu þvi skilningsrika og góðviljaða fólki, sem vottaði mér samúð og vinar- hug með heimsóknum, gjöfum og margháttaðri fyrirgreiðslu í sambandi við clvöl mina á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Öllu þessu góða fólki óska ég gœfurikrar framtiðar og gleðistunda. ^ Með vinarkveðju, 4 * I | I I i I- I ? HALLUR JÓHANNESSON. ELÍAS GISLASON, sem andaðist í Fjórðungssjú'kraírúsinu á Akureyri 30. júlí, verður jarðsunginn frá Laufásikirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 2 eftir hádegi. Aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför INGIBJARGAR SIGURHJARTARDÓTTUR á Skeiði. Systkinin. Þöikkum hjartanlega auðsýnda samúð við jarðanför PÉTURS GUÐJÓNSSONAR, Brávöllum. Sérstaklega þökkum rvið hjúkrunarkonum, lækn um og þeim, sem heimsóttu hann í veikindum hans. Vandamenn. Þökkum iijartanlega auðsýnda samúð við andlát | og jarðarför BRYNJÓLFS PÁLMASONAR frá Teigi. Eiginkona og aðrir vandamenn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURGEIRS BJARNA JÓHANNSSONAR, Arnstapa. Beztu þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Anna Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. - Munur á syefóníu (Framhald af blaðsíðu 5). partur af> sköpun náttúrunnar, það fæst ekki við hana sam- band nema gegnum augað. Orð hafa þar enga stoð. Kvak fugla er tónlist að sínu leyti. Þrír eða fjórir tónar í stefi fugls, ein trilla, eða bara einn hrapandi tónn, glissandó, eins og ég hlusta á núna á hverjum degi í hneggi hrossa- gauksins, það er sama hvort maður á að dæma um það frá sjónarmiði lags, ásláttarleikni, guðmóðs af því tagi sem átt er við með inspírasjón, þetta er fullkomin tónlist. Munurinn á synfóníu og stefi fugls er mun- ur á magni en ekki gæðum. Fyrir nú utan það að fuglar leika einnig stundum langar synfóníur, þó sálarlausir menn iheyri aldrei annað en arg og tíst. Af persónulegri reynslu minni um tónlist skal ég nefna tvö dæmi. Það var fuglinn sem kvakaði uppi í tré á Stiklar- stöðum einn bjartan sumardag, ögn golukaldan, þegar ég kom þar. Hann þagnaði ekki allan tímann sem ég stóð við og ég heyrði ekkert annað á Stiklar- stöðum. Sami fuglinn og kvak- aði þar daginn sem Ólafur kon- ungur hinn helgi féll; tónlist Noregs; sál Noregs. Ég sat dag- stund í Delfí og var að virða fyrir mér brotnar súlur vésins þar sem goðfréttin hafði búið. Fugl kvakaði óaflátanlega úr háu tré undir hamrinum í mið- degiskyrrðinni. Tónlist véfrétt- arinnar, sami fuglinn, sama tón- listin og þegar véfréttin var. Við skulum vona að það sé náttúran, sköpunin sjálf sem ' kemur til móts við okkur í listinni. □ MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn kem ur. Sálmar: 378 — 671 — 139 — 264 — 379. — Hólahátíðin verður sunnudaginn 16. ágúst. — P. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudag- inn kemur. Sálmar: 378 — 671 — 139 — 264 — 379. Bíl- ferð úr Glerárhverfi kl. 1.30 eins og venjulega. — P. S. ENDURKOMA KRISTS. Hvern ig, hvenær, hvers vegna? Opinber fyrirlestur sunnu- daginn 9. ágúst kl. 16 að Þing vallastræti 14, II hæð. — Vottar Jehóva. FÍLADELFfA, Lundargötu 12. Almennar samkomur verða á laugardag og sunnudag (8. og 9. ágúst) kl. 8.30 e. h. — Ræðumaður Garðar Ragnars- son frá Færeyjum. Allir hjart anlega velkomnir. — Fíladel- fía. AKUREYRARDEILD Rauða krossins: Frá N. N. kr. 25.000, frá Mána, Katrínu og Þóru kr. 270, frá Rögnu Karlsdótt- ur o. fl. kr. 260, — Með þakk- læti. GJAFIR og áheit: Hjálparstofn- un kirkjunnar kr. 1.000 frá J. J. og fjölskyldu, Strandar- kirkja kr. 500 frá J. Á. M. og kr. 1.000 frá J. Á. Akureyrar- kirkja kr. 1.000 frá ónefndri konu og kr. 500 frá L. S. — Beztu þakkir. — Birgir Snæ- björnsson. UM miðjan síðasta mánuð var þess minnzt, að 20 ár voru liðin frá því flugvélar Flugfélags Ís- lands hófu fyrstu ferðirnar til Grænlands. Grænlandsflug hef- ur síðan verið veigamikill þátt- ur í starfsemi F.í. í sumar eru farnar eins dags skemmtiferðir til Kulusuk á austurströnd Grænlands og verða þær um 20, auk leiguferð anna. Oft er Grænlandsflug mörg- um erfiðleikum bundið. íslenzk ir menn eru taldir flugmanna færastir til þessara starfa. Á meðfylgjandi mynd er Katalínuflugbátur lentur við Grænland og landsmenn koma um borð. Q SMATT & STÓRT í Laxá í S.-Þing. Segir það, að margra annarra kosta sé völ f virkjunarmálum og „þetta mál er ekki sérmál Þingeyinga, held ur mál allrar íslenzku þjóðar- innar, sem ekki mun þola það, að náttúrufari verði spillt.“ (Mbl. 21. júlí). Þótt í þá grein, sem hér er til vitnað, vanti þau úrræði, er telja verður eðlilega forsendu fyrir slíkri afstöðu Mbl., er af- staðan ákveðin og hefur þegar ruglað suma af áhangendum sín um í ríminu í virkjunarmálum. Lausn á raforkuþörf í þessum landshluta verður auðvitað að finna. En hins vegar kallar hin mikla deila um Laxá fremur á hollráð viturra og víðsýnna heimamanna, en lögfræðinga og dómara. BÍLAINNFLUTNINGURINN Talið er, að búið sé að selja 2500 nýjar bifreiðar, það sem af er þessu ári, fyrir 750 milljónir/ króna, og þá var benzínið hækk1 að. Þessi bílainnflutningur er langtum meiri en síðustu árin, og andvirði þeirra jafngildir verði 5—6 nýrra skuttogara. Mest er flutt inn af Ford Cortina þetta árið. ER RANNSÓKN HAFIN? Iðnaðarmálaráðuneytið skýrði frá því í vor, að hafist yrði fljótt lianda um rannsóknir á Skjálf- andafljóti og Jökulsá. Margir velta því fyrir sér, hvort þessar rannsóknir séu hafnar, og ef ekki, hvað tefji? Blaðinu er ekki kunnugt um hvað þessum rann- sóknum líður, en þær eru alger forsenda skynsamlegra fram- kvæmda í raforkumálum. MARGIR ÚTLENDIR SJÓMENN Til Akureyrar komu í fyrradag tveir Austur-Þýzkir togarar, ei* leita þurftu hafnar vegna bil- unar, og einn slíkur var hér fyrir með bilað spil. Var því margt u*n útlenda sjómenn austan fyrir tjald í bænum. Til viðbótar var hér líka rússneskt skip og fóru skipverjar í hópuml um bæinn í fylgd yfirmanna. MIKIÐ SYKURAT lslendingar borða þjóða mest af sykri, miðað við fólksfjölda, eða 50 kg. til jafnaðar og er það meiri sykumeyzla en tíðkast í flestum öðrum löndum. Tann- skemmdir hér á landi em meiri en á nokkrum öðrum stað jarðkringlunnar. BRÚÐHJÓN. Hinn 11. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Guðrún Arnfinnsdóttir og Gunnar Reynir Bæringsson bankamaður. Heimili þeirra verður að Pólgötu 6, ísafirði. Hinn 12. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Sigrún Guðmunda Jósteinsdóttir og Stefán Steinai' Vilbertsson verkamaður. Heimili þeirra verður að Norðurgötu 3, Akur eyri. Hinn 18. júlí sl. voru geifin saman í hjónaband í Akur- eyrai'kirkju ungfrú Elínborg Björnsdóttir kennari og Lars Erik Schilling vei'kfræðingui'. Heimili þeirra verður að Sjö- bladsvag 43, Malmö, Svíþjóð. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Aðalbjörg Hjör dís Arnardóttir og Jón Grétar Ingvason stúdent. Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 47, Akureyri. Hinn 25. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Guðný Guðlaugsdóttir og Daníel Björn Björnsson landbúnaðar verkamaður. Heimili þeii'ra verður að Merkigili, Hrafna- gilshreppi. Hinn 26. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband á Akur- eyri ungfrú Stella Hjálmars- dóttir og Árni Árnason sjó- maður. Heimili þeirra verður að Gránufélagsgötu 21, Akur- eyri. Hinn 1. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Svanborg Stefanía Magnúsdóttir og Haraldur Hannes Iiákonar- son vélavörður. Heimili þeirra verður að Aðalgötu 25, Sauð- árkróki. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið alla daga, nema laugar- daga, sem hér segir: Sunnu- daga kl. 2.00—4.00, mánudaga kl. 4.00—7.00, þriðjudaga, mið vikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 2.00—3.30. Skrif stofa og bókasafn er opið mánudaga kl. 4.00—7.00. Sýn- ingarvörður er Sigurlaug Skaptadóttir, sími 1-21-87. MATTHfASARHÚS — Sigur- hæðir — er opið daglega kl. 2.00—4.00. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið alla daga kl. 1.30—4.00. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72. NONNAHÚS er opið daglega kl. 2.00—4.00 e. h. Sími safn- varðar er 1-27-77. DAVÍÐSHUS — Bjarkarstíg 6 — er opið daglega kl. 5.00— 7.00. LYSTIGAEÐURINN er opinn daglega frá kl. 9.00 árd. til kl. 10.00 síðd. - DEILURNAR ... (Framhald af blaðsíðu 4) sem fara með umboð al- mennings, að afstýra fram- haldsdeilum og málaferlum milli héraða, sem þuríai á samstöðu að halda til að njóta sín, m. a. í leit að orku lindum og til að nýta þær til aukinna liagsælda. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.