Dagur - 19.08.1970, Page 2
2
A Hópur kylfinga á e'.zta velii G. A. Þarna þekkja gamlir Akureyringar sjálfsagt rnarga, en fyrir ®
f miðju (á hvítri pcysu) er Gunnar Schrarn, fyrsti formaður klúbbsins. %
Vigður nýr golfvöllur é Akureyri
Schram, fyrsti formaður klúbbs er velkomið að koma upp á
ins, slá fyrsta höggið. Jaðar á meðan keppnin stendur
Bent skal á, að áhorfendum yfir. □
Vinna kvenna kreíst menntunar
'HINN 19. ágúst árið 1935 var
Golfklúbbur Akureyrar stofn-
aður. Fyrstu stjórn skipuðu:
Gunnar Schram, formaður,
Svanbjörn Fiímannsson og
Jakob Frímannsson. Fyrsti völl-
ur félagsins var þar sem nú er
athafnasvœði Slippstöðvarir.nar,
en 1945 keypti klúbburinn land
sunnan og ofan Menntaskólans
á Akureyri og þar hefur verið
leikið fram á þennan dag.
Laugardaginn 22. ágúst verð-
ur vígður nýr völlur klúbbsins
að Jaðri við Akureyri. Er það
nú 9 holu völlur, en ætlunin er
að stækka hann í 18 holu völl.
Keppnin nú verður 3G holu
'höggleikur, og er það opin
keppni fyrir alla kylfinga lands-
ins. Búizt er við töluverðri þátt-
töku utan af landi. Vígsla vall-
arins fer fram á laugardaginn
kl. 13.30, og mun Gunnar
Fyrr á ]>essi: ári tóku flugfreyj-
ur F. í. upp búning þann, er hér
geíur að líta og þykir fallegur,
og sýnist klæða hina fríðu konu
vel.
HINN síaukni þáttur, sem kon-
ur í vanþróuðum löndum eiga
bæði í landbúnaðarstörfum og
efnahagslífinu 'yfirleitt, krefst
menntunar, sem geri þeim kleift
að takast á hendur þá ábyrgð
sem á þær er lögð í sambandi
við efnahags- og félagsmála-
þróunina í landbúnaðarlöndum.
Þetta er eitt þeirra atriða, sem
lögð er áherzla á í skýrslu um
faglega menntun í sveitum, sem
lögð var fram á alheimsráð-
stefnu um menntun sveitafólks
í Folkecentret í Kaupmanna-
höfn dagana 28. júlí til 8 ágúst.
Ráðstefnan var 'haldin og skipu-
lögð af Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (FAO), Menningar- og
vísindastofnun Sameinuðu þjóð
anna (UNESCO) og Alþjóða-
vinnumálastofnuninni (ILO).
í skýrslunni er ennfremur
bent á hið útbreidda ólæsi með-
al kvenna — einkanlega í hita-
beltislöndum — þar sem það er
algengara en meðal karlmanna.
Eigi að síður er lögð á konur
vaxandi ábyrgð í sambandi við
landbúnaðarstörf, og það eru
þær sem nálega alls staðar bera
ábyrgð á fjárhagsafkomu fjöl-
skyldunnar. í skýrslunni er
lögð áherzla á, að nauðsynlegt
sé að veita konum betri upp-
lýsingar um heilsuvernd og tak
mörkun barneigna.
Flóttinn úr sveitunum.
í skýrslunni er einnig fjallað
um eitt mesta vandamál fátæku
landanna í heiminum, sem sé
flóttann úr sveitum til borga og
bæja. Það eru einkum ungt
fólk sem yfirgefur landbúnað-
inn og heldur til borganna. Það
tekur sig upp af margvíslegum
orsökum — að nokkru vegna
þess að jörðin veitir ekki nægi-
legan afrekstur, að nokkru
vegna þess að jarðarskikarnir
eru ekki nógu stórir til að fram
fleyta allri fjölskyldunni, og að
nokkru vegna þess að þvLfinnst
tilveran úti á landsbyggðinni
ömurleg og finnst það vera ein-
angrað, bæði andlega og efna-
lega.
Eftir því sem menntunarskil-
yrðin batna, eykst straumurinn
til borganna. Þess vegna er ofur
eðlilegt, að ýmis ríki telji, að
betri menntun orsaki flóttann
úr sveitum til bæja og þar af
leiðandi atvinnuleysi í þéttbýl-
inu. Það hefur víða komið á
daginn, að ungt fólk af báðum
kynjum, sem lýkur skólagöngu
um 16 ára aldur, lítur á það sem
fullkomna niðurlægingu að
snúa aftur heim til foreldrahús-
anna til að stunda landbúnaðar-
störf.
í skýrslunni er þó lögð
áherzla á, að þéttbýlismyndun
sé eðlilegt fyrirbæri í landi þar
sem efnahagskerfið er að breyt-
ast. í stað þess að leitast við að
stöðva þessa þróun eru hlutað-
eigandi lönd hvött til að horf-
ast í augu við hana og færa sér
hana í nyt með því að veita því
sveitafólki, sem er fastákveðið
að flytjast í þéttbýlið, faglega
grundvallarmentun, sem búi
það undir vistaskiptin og hina
nýju lífshætti. Fyrir þá, sem
búa áfram í sveitunum, er fag-
leg menntun einnig nauðsynleg,
svo þeir geti gert landbúnaðinn
nýtízkulegri og arðbærari.
Einn helzti þröskuldur þess
að veita sveitafólki í vanþróuðu
löndunum faglega tilsögn er
ólæsið, sem er algengara í sveit
um en í þéttbýli.
D AUÐ AREFSIN G AR eru að
hverfa úr sögunni nálega um
allan heim. Fjöldi afbrota, sem
leiða til dauðadóms minnkar,
eða þeim er ekki fullnægt.
Á einum stað er þessi þróun
í gagnstæða átt og það er í
Suður-Afríku, samkvæmt upp-
lýsingum alkirkjuráðsins þar.
Samkvæmt þeim eru í S.-
Afríku framkvæmdar jafnmarg
ar aftökur og í öllum öðrum
löndum heims, samanlagt.
Frá 1911—1966 var 2107 dauða-
dómum fullnægt fyrir morð,
nauðganir, rán, innbrot og
skemmdarverk, og flestar þess-
ar aftökur hafa farið fram á síð-
ustu 15 árum. En í skýrslunni
kom einnig fram, að hvítir
menn hlutu sjaldan slík örlög
vegna morða á hörundsdökku
fólki, né heldur fyrir nauðganir
á svörtum. Hins vegar var flest-
um dauðadómum fullnægt, ef
sakamaður var svartur en fórn-
arlambið af hvíta kynstofnin-
um. Sameinuðu þjóðirnar hafa
samþykkt magar ályktanir, þar
sem dauðarefsingarnar eru vítt-
ar. En engar breytingar eru enn
sjáanlegar í þessu efni í Suður-
Afríku.
í rnörgum löndum vex þeirri
stefnu fylgi, að breyta mjög
refsingum þeirra manna, er
brjóta reglur samfélagsins á
Umf. Haríi vann sundn£! UMSE
HIÐ árlega sundmót Ungmenna
sambands Eyjafjarðar fór fram
í Sunglaug Hríseyjar 25. júlí sl.
Umf. Narfi í Hrísey, yngsta fé-
lagið innan UMSE, vann mótið
að þessu sinni. Sundá'hugi er
mikill í Hrísey. Halldór Gunn-
arsson íþróttakennari hefur ver
ið þar að undanförnu við sund-
og aðra íþróttakennslu. Þess
skal getið að sundlaugin í Hrís-
ey er aðeins 12.5 m. að lengd.
Helztu úrslit urðu þessi:
100 m. bringusund. mín.
Frímann Guðmundss., M. 1.22.1
Árni Hjartarson, Þ.Sv.A. 1.23.5
200 m. bringusund. mín.
Frimann Guðmundss., M. 3.08.4
Árni Hjartarson, Þ.Sv.A. 3.13.3
100 m. frjáls aðferð. mín.
Þórarinn Hjartars. Þ.Sv.A. 1.13.8
Árni Hjartarson, Þ.Sv.A. 1.19.7
50 m. baksund. sek.
Þórarinn Hjartars., Þ.Sv.A. 42.5
Sævar Sigmarsson, N. 46.8
4x50 m. boðsund. mín.
Sveit Umf. Þorsteinn
Svörfuðar og Atla 2.19.1
Sveit Umf. Narfa 2.20.5
Kvennagreinar.
50 m. bringusund. sek.
Sigríður Stefánsdóttii', Sv. 44.9
Hrönn Ottósdóttir, N. 46.4
100 m .bringusund. mín.
Dóroþea Reimarsd., Sv. 1.41.4
Hrönn Ottósdóttir, N. 1.44.6
50 m. frjáls aðferð. sek.
Hrönn Ottósdóttii', N. 38.4
Steinunn Hjartard., Þ.Sv.A. 39.0
50 m. baksund. sek.
Dóroþea Reimarsdóttir, Sv. 47.2
Steinunn Hjartard., Þ.Sv.A. 48.0
Hrönn Ottósdóttir, N. 48.0
4x50 m. boðsund. mín.
Sveit Umf. Narfa 2.50.9
Sveit Umf. Svarfdæla 3.00.0
eru að hverfa
hverjum stað, milda þær, en þó
fyrst og fremst að koma afbrota
mönnum til hjálpar, fremur en
refsa þeim, nema viðkomandi
sé 'beint hættulegur umhverfi
sínu, en þá er um andlega eða
líkamlega sjúkdóma að ræða,
sem ekki hverfa á mönnum í
fangelsi, heldur á sjúkrahúsum.
Stig félaga. stig
Umf. Narfi (N) 42.0
Umf. Þorsteinn Svörfuður
og Atli (Þ.Sv.A.) 39.5
Umf. Svarfdæla (Sv.) 23.5
Umf. Möðruv.sóknar (M) 10.0
Umf. Skriðuhrepps 7.0
Umf. Narfi van nú í fyrsta
skipti Sundskjöld UMSE. Móts-
stjóri var Halldór Gunnarsson
íþróttakennai'i.
(Fréttatilkynning)
Umf. Svarfdæla vann
handknattleikskeppni
KVENNAMÓT UMSE í hand-
knattleik var haldið nýlega.
Fjögur lið tóku þátt í því. Umf.
Svarfdæla vann mótið, fór með
sigur af hólmi í öllum sínum
leikjum.
Stigin skiptust þannig: stig
Umf. Svarfdæla.............. 6
Umf. Ársól og Árroðinn .... 3
Umf. Reynir..................2
Umf. Narfi ................. 1
VINNINGASKRÁ
Happdrætti H. I.
Vinningar í 8. flokki 1970
Akureyrarumboð
Þessi númer hlutu 10.000 kr.
vinning hvert: 8049, 8846, 9178,
14388, 53823.
Þessi númer hlutu 5.000 kr.
vinning hvert: 3153, 12183,
13264, 13963, 18466, 21732, 23012,
23555, 29014, 44814, 49127, 53933.
Þessi númer hlutu 2.000 kr.
vinning hvert: 540, 1550, 2940,
2949, 3170, 3351, 3374, 5205,
5672, 5675, 6007, 6024, 6559,
6894, 7030, 7135, 7141, 7514,
8517, 9835, 10093,10137,10209,
10224, 11879, 11999, 12083,12200,
12430, 12681, 12693, 13268, 13395,
13961, 14934, 15566, 16913, 16947,
17629, 17946, 18204, 18224, 18471,
19053, 19070, 19351, 19427,19583,
19596, 19911, 19919, 19923, 20721,
21265, 21760, 22150, 22229, 22408,
22416, 23230, 23590, 23857, 24025,
24774, 25960, 26316, 28676, 29293,
30506, 30559, 31559, 31565, 33193,
33406, 33419, 35057, 35585, 36470,
37018, 40592, 41162, 42001, 42615,
43078, 43305, 44744, 44885, 48297,
49094, 51709, 51899, 52139, 53221,
53240, 53244, 53808, 53829, 53912,
53941, 54084, 54093, 57911, 58033,
59765.
(Birt án ábyrgðar)
Þessi mynd er frá 17. júní í sumar er Björg Baldvinsdóttir flutti
fornt spekimál á úíihátíðinni á íþróttaleikvangi Akureyrar.