Dagur - 14.10.1970, Side 8

Dagur - 14.10.1970, Side 8
s SMÁTT & STÖRT Hér hefur slökkviliðið yfirunnið eldinn í þaki BSA-verkstæðisins. (Ljósm.: F. Vestniann) Eitt og annað frá bæjarstjórn — Mengun. Nefnd sú á Akureyri, sem .'itofnuð er á vegum bæjarins til :að semja reglugerð ryn varnir gegn mengun, er þannig skipuð: PÓroddur Jónasson, dr. Hörður ÍKristinsson og Valur Arnþórs- son. A’arssak. Bréf hefur borizt frá bæjar- stjórninni í Narssak á Græn- fandi, þar sem tilkynnt er, að bæjarstjórnin hafi einróma sam pykkt vinabæjarsamband við Akureyri og þakkar boð bæjar- stjornar Akureyrar um að senda nefnd til Akureyrar af þessu tilefni í vor. AheyrnarfuIItrúi. Lagt var fram bréf dagsett 3. sept. sl. frá Alþýðubandalaginu a ^Akureyri, þar sem því er oeint til bæjarráðs, að það heimíli Alþýðubandalaginu að senda áheyrnarfulltrúa á fundi bæjarráðs með tillögurétti og málfrelsi og gildi sú heimild yrir allt árið. Við atkvæðagreiðslu um arindið féllu atkvæði þannig: /á sagði Sigurður Oli Brynjólfs son. Nei sögðu Jón G. Sólnes, Gísli Jónsson og Ingólfur Árna- oon. Stefán Reykjalín sat hjá • /ið atkvæðagreiðsluna. 'Ú. A. og Súlur. Lagt var fram bréf dagsett 22. .sept. sl. frá Súlum h.f. Bréfinu ylgir ljósrit af bréfi til Sjávar- MAGNÚS Jónsson fjármálaráð herra hefur sett Ólaf Benedikts son útsölustjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins á Akur eyri. Meðal umsækjenda, sem voru 9 talsins, voru tveir ríkisstarfs- menn. Og annar þeirra var Ævar K. Ólafsson póstfulltrúi á Akureyri og trúnaðarmaður ÁTVR hér í bæ sl. 6 ár. Hann var settur til að gegna þessu embætti í vor, tók við því fyrir- varalaust og skilaði af sér nú um helgina. Var því af flestum sjálfsagt talið, að hann hreppti þetta embætti, þar sem hann gegndi því á þann veg, að Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR gaf honum, einum umsækjanda, útvegsráðuneytisins, þar sem fyrirtækið sækir um annan þeirra 1000 tonna skuttogara, sem smíðaðir kynnu að verða í Slippstöðinni h.f. fyrir ríkis- stjórn íslands skv. lögum nr. 40 frá 11. maí 1970. í bréfinu sækja Súlur h.f. um sömu fyrirgreiðslu til bæjar- stjórnar Akureyrar og veitt mun verða Ú. A. h.f. til skut- togarakaupa. Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn, að Súlum h.f. verði veitt sem lán samkvæmt sér- AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri var haldinn 8. okt. sl. í skýrslu stjórnar kom m. a. fram, að meginverkefni félags- ins á síðasta starfsári hafi verið vinna við undirbúning og fram- kvæmd prófkjöra fyrir bæjar- stjórnar- og alþingiskosningar, svo og bæjarstjórnarkosningar er fram fóru á sl. vori. Kvaðst formaður hafa orð eldri félaga fyrir því að vinnubrögð og áhugi yngri manna hefðu verið mjög góð við framangreind verkefni. Þá urðu á fundinum miklar umræður um framtíðarstarf fé- lagsins, en það var eitt aðalmál efni fundarins. Er nú ríkjandi mikill áhugi innan félagsins á að efla starfsemi þess. Bæði mjög sterk meðmæli, og telur hann röggsaman stjórnanda. En þetta fór á annan veg. Ráðherra setti annan m.ann í starfið, braut með því viðtekn- ar reglur og hirti í engu ákveðn um meðmælum yfirmanns ÁTVR. En bæjarbúar vita, að Ævar K. Ólafsson er traustur og röskur starfsmaður, vinsæll í.starfi póstfulltrúa í nær ára- tug, og að rekstur áfengisútsöl- unnar hefur gengið mjög vel í sumar undir hans stjórn. Það braut því alla hefð í embættaveitingu, að gang.a fram hjá honum nú. Almenn- ingur sættir sig að vonum illa við pólitíska misbeitingu valds af þessu tagi og telur hana ósamboðna ráðherra. □ stöku samkomulagi 7.5% af byggingarkostnaði eins 1000 tonna skuttogara, sem Súlur h.f. hafa í hyggju að kaupa og smíð aður yrði hjá Slippstöðinni h.f., enda leggi Súlur h.f. fram til kaupanna af eigin fé eigi lægri uppliæð. Fyrirtækið hafi búsetu á Ak- ureyri og skipið verði skrásett hér, og, eftir því sem aðstæður í bænum leyfa, landi skipið þeim afla sínum á Akureyri, sem landað verður hérlendis. (Framhald á blaðsíðu 2) innan félagsins, svo sem með auknum fundarhöldum, aukinni umræðu, svo og að beita sér (Framhald á blaðsíðu 2) FYRSTA frumsýning Leik- félags Akureyrar á þessu leik- ári verður á laugardagskvöld, en þá sýnir félagið „Drauma- sónötuna“ eftir August Strind- berg og „Skemmtiferð á víg- völlinn" eftir Fernando Arra- bal. Leikstjóri er Sigurður Örn Arngrímsson. Leikrit eftir Strindberg hefur aðeins einu sinni áður verið flutt af L. A. eða 1932—33 er „Fröken Júlía“ var sýnd í leik- stjórn Ágústar Kvaran. Með hlutverk í „Drauma- sónötunni11 fara Helga Thor- berg, Sigurveig Jónsdóttir, Jón Kristinsson, Arnar Jónsson, Guðmundur Gunnarsson, Jó- hann Ögmundsson, Anna Tryggvadóttir, Björn Eiríksson, Einar Haraldsson, Þórhalla Þor steinsdóttir, Guðlaug Ólafsdótt- ir o. fl. Þýðinguna gerði Einar Bragi. Fernando Arrabal er fæddur í Spönsku Marokkó, en býr nú í París og skrifar á frönsku. Skemmtiferðin er skrifuð 1952 og er háðleikur um stríð og hernaðaranda. Gamanyrði hans leiða þó hugann að borgara- styrjöldum sem enn geysa í heiminum í dag. Með hlutverk í „Skemmti- ferðinni11 fara Þórhalla Þor- steinsdóttir, Jóhann Ögmunds- son, Gestur Jónasson, Arnar Jónsson, Einar Haraldsson og BIÐRAÐIR Biðraðir hjá læknum eru svo algengar, að margir taka þeim með jafnaðargeði og jafnvel sem sjálfsögðum hlut. Blaðamaður Dags hefur horft á þetta eins og aðrir, séð fólk, sumt langt að komið, bíða og bíða, jafnvel sitjandi í stigatröppum. Og upp úr kl. 5 á morgnaua má stund- um sjá fólk í biðröð hjá augn- lækni, svo dæmi sé tekið. Mað- ur einn hringdi sl. mánudag til blaðsins, sagðist hafa gert þar þrjár tilraunir án árangurs, að láta skoða au-gu sín og færi þvf suður. Því miður er læknaþjón ustan hér í bæ, almennt séð, ekki eins góð og vera ætti, og virðist skipulag vanta í læknis- þjónustunni, sem bæta þarf. BALLETTSKÓLI Um næstu helgi tekur til starfa hér á Akureyri ballettskóli, sem Þórliildur Þorleifsdóttir stend- ur fyrir. Þórhildur stundaði nám við Ballettskóla Þjóðleik- hússins og síðan framhaldsnám við Konunglega enska ballett- skólann í London. Eftir að hún/ lauk námi kenndi hún við Ballettskóla Þjóðleikhússins, en rak auk þess eigin skóla í Reykjavík og víðar. í ballett- skólanum hér, verður ekki ein- ungis lögð áherzla á ballett, heldur og látbragð o. fl., þar sem nemendur vinna sameigin- lega að vérkefnum og nota þar til eigið ímyndunarafl. Kennsla fer fram í skátaheimilinu að Hvammi og er innriíun þegar liafin. — Sjá auglýsingu. HELDUR AÐ SÉR HÖNDUM Launþegar eiga rétt á að fá vísitölubætur á laun sín, ef verð lag hækkar, en hins vegar voru engar ráðstafanir gerðar til bjargar atvinnuvegunum í nýrri óðaverðbólgu. Ríkisstjórn in lofaði auðvitað traustri for- ystu í þessum málum, eins og öllum öðrum. En hún hefur bókstaflega ekkert gert til að hindra verðbólguna, sem óhjá- kvæmilega myndaðist af nýj- um kauphækkunum, og því flæðir nú ný verðbólgualda yfir, og hinar stórkostlegu verð liækkanir eru að eta upp kaup- hækkanirnar frá í vor. Og þessi innlenda óheillaþróun torveld- ar sámkeppni okkar á erlend- um mörkuðum, auk alls annars. ATVINNULEYSH) er ÓÞOLANDI Framsóknarflokkurinn telur, þótt liann sé fylgjandi bæði einkarekstri og félagsrekstri í atvinnulífinu, að í ýmsum til- vikurn verði sjálft líkisvald/# að grípa inn í þróunina, .til að örva atvinnulífið, einkúm þar sem einstaklingar, ■ félög, þar með talin sveitarfélögin, þurfa á aðstoð að halda. En atvinnu- leysi má ekki þola á Islandi, þar sem næg verkefiji eru að vinna og fólkið fátt, ogvþað á að vera fyrsta boðorð hverrar ríkisstjórnar að fyrirbyggja það með öllu. Það mistókst ríkis- stjórn okkar herfilega, þegar lítilsháttar sveiflur í fiskveiðum og verðlagi gerðu vart við sig eftir eindæma góðæri, og ætti það að verða víti til varnaðar. VINNUDEILURNAR OG VERÐBÓLGAN Þegar vinnudeilurnar miklu- á síðastliðnu vori stóðu sem hæst, var því lýst yfir af ábyrgum mönnum allra stjórnmálaflokka í landinu, að verulegar kjara- bætur launþega Væru ekki að- eins nauðsynlegar og réttlátar, heldur gætu atvinnuvegirnir líka borið þær. Því miður liefur ísland verið láglaunasvæði und anfarið, og hverri kjarabót mætt, af liálfu ríkisvaldsins, með verðbólgu, sem gleypt hef- ur kjarabæturnar á skömmum tíma. . Framsóknarflokkurinn studdi í vor kröfurnar um kjara bætur til handa láglaunafólk- inu, en lagði um leið áherzlu á, að jafnhliða yrði að tryggja kaupmátt launanna, því annars væri til einskis barist og jafn- (Framhald á blaðsíðu 5) Frumsýning LA á laugardaginn Tryggvi Jakobsson. Þýðinguna gerði Jökull Jakobsson, og dans atriði æfði Þórhildur Þorleifs- dóttir. í sambandi við fyrstu frum- sýningu vetrarins, hefst sala áskriftarskírteina en þau veita 25% afslátt og gilda á næstu fjórar kvöldsýningar félagsins. Fyrirkomulag þetta var tekið upp í fyrra og notfærðu sér margir þessi hlunnindi. Æfingar standa nú yfir á öðru verkefni félagsins, „Lysistrata11 eftir Aristófanes, en það verð- ur frufrisýnt í byrjun nóvember. Fastir frumsýningargestir eru vinsamlega beðnir að vitja miða sinna fcL 31—5 miðvikudag og fimmtudág í Leikhúsinu, sími 1-10-73, Nokkrum sætum er enn óráðstafað á frumsýningar vetrarins. (Fréttatilkynning) Dansinn stiginn í „Skemmtiferð á vígvöllinn,“ sem frumsýnt ver ur á laugardaginn. (Ljósmyndastofa Pál Frá aðalfimdi FUF Nýr úfsöSusijóri ÁIVR á Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.