Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Arnar Jónsson, Jón Kristinsson og Þórhalla Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum. (Ljósm.st. Páls) Draugasónatan og Skemmtiferð á vígvöllinn v LAUGARDAGINN frum- rýndi Leikfélag Akureyrar tvo únþáttunga í Samkomuhúsinu, : yrstu verkefni sín á þessu leik 'iri, undir leikstjórn Sigmundar , vrnar Arngrímssonar. Vleð hlutverk í „Drauga- önötunni“ fara Helga Thor- verg, Sigurveig Jónsdóttir, Jón ' Cristinsson, Arnar Jónsson, iuðmundur Gunnarsson, Jó- íann Ogmundsson, Anna Tryggvadóttir, Björn Eiríksson, Einar Haraldsson, Þórhalla Þor teinsdóttir, Guðlaug Olafsdótt- : r o. fl. Þýðinguna gerði Einar Bragi. Þessi einþáttungur er eftir vgúst Strindberg, hið fræga ,.káld Svíanna. Og þótt verkið ,,é nær 70 ára gamalt, er það á msan hátt nýtízkulegt, eins og löfundur þess væri jafnaldri Laxness og Stromleiksins. Draugasónata Strindbergs er nargslungið og fjallar að veru- , egu leyti um sekt mannsins. ' Ivernig illar hvatir flétti ein- •taklingum, fjölskyldum og heil ím þjóðum ill örlög, sem eigin- ' ega engin ræður við. Sú ein 'eið sé fær, að viðurkenna sekt VIINKUR OC TÓFA 1 SÍÐUSTU viku var minkur •íkotinn í Innbænum og tófa norðan við Skíðahótelið. □ sína, bera hana og iðrast. Og eru hér auðvitað gömul sann- indi á ferð, færð í flókinn bún- ing og . t. v. framúrstefnulegan, eða m. ö. o. sérstæðan. í þessu verki gerist fátt yfir- náttúrlegra hluta, en atburðirn ir eru þó naumast á ytra borði raunveruleikans, heldur hið innra, í mannssálinni. Leiksýningin er vel unnin og samvizkusamlega, og leikend- urnir skila sínu vel og jafnvel mjög vel. En Draugasónatan krefst góðra leikara, ef allt á að komast vel til skila. Hinn einþáttungurinn, Skemmtiferð á vígvöllinn, er miklu styttri, einfaldari og mót mælir vitfirringu styrjalda. Hann er skopleikur, bæði létt en einnig napurt háð um stríð, en hverfist skyndilega, og á síð- ustu mínútum yfir í sáran harm leik. Boðskapurinn er sá, að það sé svo vitlaust athæfi að berj- ast, að það væri aðeins til að- hláturs, ef það væri ekki jafn sár harmleikur og það er. Höf- undurinn er Fernando Arrabal og býr nú í París. Með hlutverk í „Skemmti- ferðinni" fara Þórhalla Þor- steinsdóttii’, Jóhann Ogmunds- son, Gestur Jónasson, Arnar Jónsson, Einar Haraldsson og Tryggvi Jakobsson. Þýðinguna gerði Jökull Jakobsson, og dans Barnaverndardagurinn Á FYRSTA vetrardag á ári !iverju leitar Barnaverndarfélag Akureyrar til bæjarbúa um að styrkja starfsemi sína. Að þessu sinni munu bæjar- börn bjóða til sölu barnabókina „Sólhvörf11 og merki dagsins. Þetta er 20. hefti af „Sólhvörf- um“ og er ritað að þessu sinni af Höllu Backmann. Þá hafa kvikmyndahús bæjarins sýnt félaginu þá velvild að gefa því tvær barnasýningar. Sýning FRÁ SKÁKFÉLAGINU AÐ loknum þrem umferðum í Haustmótinu er Guðmundur Búason efstur með 3 v., í 2.—3. sæti eru Ármann Búason og Margeir Steingrímsson með 214 v. hvor. Þátttakendur eru alls 22 og verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fjórða umferð verður tefld á fimmtudagskvöld kl. 8. Teflt er í Landsbankasalnum og viljum við hvetja menn til að koma og sjá spennandi keppni. atriði æfði Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikarar skiluðu sínu með sóma. Vel hefur verið unnið að þessum sýningum og til þeirra vandað. Hitt er svo annað mál, hvort vel hefur að þessu sinni tekizt að velja viðfangsefni. □ KAUPIIÆKKUN f BÆJAR- STJÓRN Það liefur vakið umtal, að bæj- arstjórn Akureyrar hefur sam- þykkt verulega launauppbót fyrir störf sín, nefnda og ráða, og miðist liún við hámarkslaun í 22. launafl. bæjarstarfsmanna. Þannig á bæjarráðsmaður nú að fá 740 krónur á mánuði. Aðal- menn í framtalsnefnd 2870 kr. á mánuði og formenn í öðruml nefndum, samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hverju sinni, fá 1435 kr. á mán., auk launa fyrir hvern setinn fund. Greiðslur fyrir hvern setinn fund til bæj- arfulltrúa, varafulltrúa og vara menn í bæjarráði er 1435 kr. Fulltrúar og varamenn í öðrum nefndum fá 717 krónum fyrir hvern fund. Formenn nefnda fá 1435 kr. föst mánaðarlaun, auk 717 krónur fyrir hvern fund, sem liann situr. VAR ÞETTA NAUÐSYN- LEGT? Samkvæmt þessu eru laun fyrir nefnda- og stjórnarstörf hjá hænum töluverð. Til dæmis munu 5 bæjarráðsmenn fá 350 þús. krónur í laun á ári fyrir störf sín í ráðinu. Til er, að bæjarfélög greiði Iiærra en hér liefur verið ákveðið. En þó ei1 Kísilgúr fyrir 120 milljónir króna KÍSILIÐJAN við Mývatn er eina verksmiðjan sinnar tegund ar í heiminum, sem tekur hrá- efni sitt undir vatni. En þar bætir hinn gífurlegi jarðhiti úr, því með honum er kisilleðjan þurrkuð. Mest af kísilnum, sem er ljóst duft, er selt til nokkurra Mið- Evrópulanda og þykir góð vara. Á síðasta ári námu sölutekjur Kísiliðjunnar 120 milljónum króna. Nokkrar holur hafa verið bor aðar í nágrenni verksmiðjunn- ar, fyrii’ hana og einnig til raf- orkuframleiðslu. Hið gífurlega gufumagn og hiti, sem náðzt hefur upp úr jörðinni, og einnig austan við Námafjall, gefur fyrirheit um, að á því svæði sé mikil og enn lítt notuð auðlind. HÓTEL ESJA in í Borgarbíói verður laugar- daginn 24. þ. m. kl. 5 og sýning- in í Nýja Bíói á sunnudaginn 25. okt. kl. 3. Barnaverndarfélag Akureyr- ar er aðeins fámennt áhuga- mannafélag og rekur núna leik skólann Iðavelli. í undirbúningi er að byggja nýtt dagheimili í bænum og verður það væntan- lega uppi á Brekkunni. í vetur getur leikskólinn ekki fullnægt eftirspurninni um gæzlu barna að deginum og er full þörf að fleiri slíkar þjónustustofnanir rísi upp í bænum, enda mun skilningur á því máli vera fyrir hendi í bæjarstjórn og þar til umræðu. Hins vegar er vel fyrir þessum málum séð að sumrinu meðan Pálmholt starfar. Barnaverndarfélagið átti 20 ára afmæli á þessu ári. Með nýjum áratug vonast það til að geta stuðlað að meiri hjálp fyrir heimili bæjarins við barna- gæzlu. — Ég vænti þess að merkjasölubörnunum verði tek ið vel á laugardaginn. Eiríkur Sigurðssou. Á MIÐJU sumri opnaði nýtt hótel að Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík — Hótel Esja —. Fimm af 9 hæðum hótelsins hafa verið teknar í notkun en unnið er að því að fullgera hin- ar 4 hæðirnar og áætlað að því verki verði lokið í apríl 1971. Gestamóttaka, Búnaðarbank- inn, blaða- og minjagripasala eru á fyrstu hæðinni. Hótelher- bergin eru á 6., 7. og 8. hæð. 60 hex-bergi eru með sturtu, 9 stærri með baði og ein tveggja herbergja íbúð. (70 viðbótar- herbergi koma á 3., 4. og 5. hæð). Á níundu hæðinni er veitinga salur og bai’, opinn fyrir gesti hótelsins jafnt sem aðra utan- aðkomandi gesti. Salui’inn er opinn frá 7 til 23.30 og geta gest ir notið þar úrvals fjölbreyttra rétta og fagurs útsýnis yfir Reykjavík og Faxaflóa. Á annarri hæð er unnið að því að fullgera 2 fundarsali, ann an 40 manna, hinn 150—180 manna sem einnig má skipta í 3 minni sali. Þessu verki mun LEITAÐ AÐ RJÚPNASKYTTU RJÚPNASKYTTA, Viktor B. Hansen, er var á sjúpnaveiðum í Bláfjöllum á laugardaginn, kom ekki aftur og var ófundinn í gær. Hátt á þriðja hundrað manns tóku þátt í leitinni í gær og fyrradag og um tvö hundruð strax á sunnudag. Notaðar voru flugvélar við leitina að hinum týnda manni. □ vera lokið um ái’amótin 1970— 1971. Mikil aðsókn hefur verið að hótelinu í sumar og hafa flestir gestanna verið Bandaríkjamenn og Norðurlandabúar. Verður hótelið opið áfram í vetur og starfrækt með sama hætti og fyrr. Byggingarverktaki er Skélja- fell h.f. en af íslenzkum fyrir- tækjum er stóðu að innréttingu á hótelinu má nefna: Kaupfélag Árnesinga, Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa, Gamla komp- aníið, Vefarinn, Húsgagna- verzlun Kristjáns Siggeirssonar og Húsgagnaverzlun Helga Ein- arsson. (Fréttatilkynning) kauphækkunin veruleg. Hún er livorki í anda sparnaðar eða þegnskapar. Flestir þeirra, sem nú fá aukna þóknun fyrir störf í nefndum bæjarins, fá full laurt á öðrum stöðum, og selja því vinnu sína á tveim stöðum sam túnis, að einliverju leyti að minnsta kosti. Ýmsir leggja þó mikla i'innu í störf sín, og meirl en goldin verður með þessuni launahækkunum, óg vel sé þeim. Að öllu samanlögðu, virð ist mikið vafamál, hvort launa- hækkanir þessar séu skynsam- legar. ÞAR OG HÉR í Danmörku og Svíþjóð hafa verjð sett verðstöðvunarlög vegna vaxandi verðbólgu í þeim löndum. Verðbólgan þar er þó næstum broslega lítil, þegar hún er borin saman við verð- bólgu á íslandi, ef liægt er að hrosa að lienni. En sú verö- bólga tekur allri verðbólgu fram, enda kölluð óðaverðbólga og kafnar ekki undir nafni. fs- lenzk stjórnarvöld liafa þó hvorki brosað að danskri eða íslenzkri verðbólgu, og heldur ekki gert neitt annað. VERÐBÓLGAN A ÍSLANDI f ræðu á Alþingi nýlega, sagði Ólafur Jóhannesson prófessor, að á tímabilinu 1950—60 hefði vísitala vöru og þjónustu liækk að um 123 stig, en á tímabilinu 1960 og þangað til í ágúst 1970 liafði hún hækkað um 250 stig. Núverandi ríkisstjórn lofaði að stöðva verðbólguna. Svona tókst lienni það. Nú er rætt um verðstöðvun, og liefði stjórnin fyrr mátt taka það mál á dag- skrá, eins og liún virðist ætla að gera nú. Og vonandi er það ekki einungis vegna alþingis- kosninganna í vor. DÚFNAVEIZLAN Dúfnaveizlu Laxness á að frum sýna í Árósum í Danmörku í kv’öld, 21. október, og verður höfundur viðstaddur. Árhús Teater hefur sýnt Ieikinn í Berg en, þar sem yfir stóðu „norræn ir dagar“ og voru það einskonar lokaæfingar og var þeim frá- bærlega tekið þar. fSLENZK LEIKRIT Tilkynnt hefur verið, að í vetur verði sýnd íslenzk leikrit í sjón varpi í hverjum mánuði. Hefur hið fyrsta þeirra, Skeggjaður engill, verið flutt, og þykir sum um það torskilið. En meðal næstu leikrita verða: Viðkomu- staður eftir Svein Einarsson, Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson, Baráttusætið eftir Agnar Þórðarson og Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín. Helztu heimslréttir 1969 er nýútkomin. Er þetta fimmta árbókin á íslenzku en sú fyrsta kom út 1965. Er hún sem hinar fyrri framúrskarandi vönduð að öllum frágangi og prýdd 476 myndum, og þekja sumar þeirra heila síðu eða jafnvel alla opn- una, þar af 126 litmyndir. í bók inni er sérkafli um helztu við- burði á íslandi þetta ár, og fylgja 78 myndir, nokkrar í lit- um. Kemur árbókin 1969 sam- tímis út á 16 tungumálum í 2(4 milljón eintaka upplagi og þyk- ir hvarvetna hinn mesti kjör- gripui’. Bókin er árangur af starfi þúsunda ljósmyndara um allan heim, sem allir keppa að sama markinu, að ná sem beztum ljós myndum af atburðum þeim sem eru að gei’ast. Úr þessu mikla myndasafni eru síðan valdar beztu myndirnar sem birtast síðan í þessari bók. Útgefandinn er Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjueig- andi og bókaútgefandi í Reykja vík, en hann er löngu þjóð- kunnur fyrir mikla smekkvisi og listfengi í bókaútgáfu, enda hafa bækur hans og frágangur þeirra vakið athygli bæði hér heima og ei’lendis. Árbókin 1969 er 320 blaðsíður að stærð í stóru broti, prentuð á vandaðan myndapappíi’. Um- boðsmaður á Norðui’landi er Árni Bjai’narson, Akureyri. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.