Dagur - 17.02.1971, Side 4

Dagur - 17.02.1971, Side 4
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. VitnisburSur Úlafs Björnss. STJÓRNARÞINGMAÐUR hefur boðað nauðsyn stjórnarskipta. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Bjömsson hagfræðiprófessor, flutti í vikunni sem leið stóq>ólitíska ræðu á Alþingi, skorinorða ádeilu á stjómleysið í landinu. Hann ræddi um verðbólguþróunina og sagði að hún hefði orðið örari hér en í nokkru öðm Evrópulandi. Hvað eft- ir annað hefði hún valdið lialla- rekstri útflutningsatvinnuveganna, halla í utanríkisviðskiptum, skulda- söfnun og gjaldeyrisskorti. Urræði hefði þá verið „síendurteknar gengis lækkanir.“ Eru honum minnisstæðar gengislækkanirnar f jórar á níu árum í tíð núverandi stjómar. Ólafur sagð ist vera búinn að segja það innan flokks og utan allt síðastliðið ár, að þessi „hefðbundnu úrræði,“ séu bú- in að ganga sér til húðar og leita verði nýrra til að „forðast algera upplausn efnaltagskerfisins." Hann virðist telja, að nú verði að fara „hina leiðina,“ og er hér í rauninni! verið að boða nauðsyn stjómarskipta og stefnumörkun með nýjum hætti. „Hvað á að taka við að loknu verð stöðvunartímabilinu?“ spurði Ólaf- ur Björnsson. Hann sagði, að ekki væri gert ráð fyrir niðurgreiðslum nema til 1. september, enda féllu verðstöðvunarlcigin þá úr gildi. A þá að fara að reka ríkissjóð með halla, eða taka niðurgreiðslulán í Seðlabankanum? spurði Ó. B. Hann vakti athygli á því, að kjarasamning- ar væru lausir á næsta hausti. „Það er hrollvekja,“ sagði hann, „að hugsa til þeirra vandamála, sem blasa við, þó að sennilega verði eftir föngum reynt að taka upp léttara hjal í þeim efnum, a. m. k. fram yfir næstu kosningar.“ Hingað til virðist gagnrýni Ólafs Bjömssonar innan flokks, ekki hafa haft önnur áhrif en þau, að nafn hans er horfið af framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. En vegna fylgismanna Ólafs, sá Morgun blaðið sér ekki annað fært en að birta kafla úr ræðunni. Mikill órói er í Sjálfstæðisflokkn- um út af þessari ræðu Ó. B. og hef- ur Dagur m. a. frétt, að Magnús Jóns son liafi vikið að henni og heldur kuldalega á flokkssamkomu hér á Akureyri. □ JONAS JONSSON RAÐUNAUTUR: „AÐ DUGA EÐA DREPAST” ÉG BENTI á það í grein fyrir nokkru hér í blaðinu að land- helgismálið hlyti á næstu miss- irum og árum að verða annað höfuð baráttumál þjóðarinnar í viðleitni hennar til að tryggja sér sjálfstæði og fi-amtíðarvel- ferð. Þetta er öllum Ijóst og þarf ekki um að deila, enda færist nú aftur líf í umræður um það eftir þá töf, sem það hefur legið í nærfellt áratug. Slíka lömun fékk málstaður okkar við undanlátssamninginn við Breta 1961. Ég geri enga tilraun til að gera á þessu stórmáli fræðilega úttekt, enda ekki fær til þess. En á þessu máli, er öllum skylt að skapa sér ákveðnar skoðanir. Því hefur víð’a verið haldið fram og er reyndar almennt viðurkennt að í þessu lífsbjarg- armáli þjóðarinnar, verði að skapast sem fullkomnust þjóð- areining, bæði um það mark- mið, sem sett verður og þær leiðir sem valdar verða til að ná því. Ef einhver kynni að draga mikilvægi slikrar sam- stöðu í efa, nægir að minna á að í deilunni um útfærsluna 1958 nærðust og fitnuðu and- stæðingarnir okkar eins og púk- ar á fjósbita, á úrtölum, og tor- tryggnisskrifum Morgunblaðs- ins, sem fram á síðustu stundu gerði allt til að gera okkur tor- tryggilega og læða því inn hjá andstæðingunum ag ekki væri samstaða um málið, þó að það sæi að sér á síðustu stundu, hafa andstæðingarnir ábyggi- lega verið minnugir þessa, enda gengu þeir fljótlega á lagið hjá sömu öflum og komu nauðung- arsamningunum á, þó að þeir væru þá raunverulega búnir að tapa sti'íðinu. En það er slæmur misskiln- ingur sem komið hefur fram í stjómarblöðunum nú, að ekki megi ræða málið opinberlega, og að þjóðareiningin eigi að koma fram í samþykkis þögn allra aðila við aðgerða og dáð- leysi núverandi stjórnvalda. Slík þögn um málið á næstu mánuðum og misserum, á með- an það er í undirbúningi, mundi engum vera til góðs nema and- stæðingum okkar í málinu. Með henni skapast ekki sú sterka þjóðarsamstaða sem nú er þörf fyrir. Nú ríður raunar mest á því að hver stappi stál- inu í annan þannig að mörkuð vei'ði sú djarfasta stefna á þessu máli, sem að vitrustu manna dómi er mögulegt að framfylgja. Eðli þessa máls er slíkt að það verður að tefla djarft og fylgja fast eftir. Engin alþjóðalög finnast. Það vh'ðist öllum bera samian um að engin alþjóðalög gildi um víðáttu landlrelgi eða fiskveiði- marka. Þeir sem helzt bera við að tala um slík alþjóðalög eða reglur eru þeir, sem nú vilja festa 12 mílna mörk sem há- mark með alþjóðasamþykktum. En þetta eru einmitt sömu þjóð- ir og fyrir ái-atug streyttust við að halda 3 eða 4 mílna mörkum fram sem alþjóðalögum. Þessar fornu yfirgangsþjóðir á hafinu m. a. við strendur okkar, sjá sér það nú vænst til ráða að hopa að þeim mörkum, sem þeir áður börðust harðast gegn. En lengra verða þeir hrakth', það mun reyndin sýna. Það sem hefur gerzt á þess- ur tíma síðan við færðum út í 12 mílur, er a. m. k. 38 þjóðir hafa fært landhelgi sína í 12 mílur — og 5 eða 6 þjóðir hafa fært hana í 200 mílur. Ef ekki finnast nein lög að dæma eftir, er þá ekki tómt mál að tala um að leggja málið fyrir alþjóðadóm? Eða vildu menn leggja þetta fjöregg þjóð- arinnar í hendur hins íhalds- sama Hagdómstóls, á meðan stöðugt er verið að brjóia meir og meir á bak aftur þau sjónar- mið sem áður hafa ráðið í þess- um efnum. Sagan sýnir, að það hefur alltaf verið og er enn, aðalregl- an að þjóðir ákveða landhelgi sína sjálfar, ýmist svo stóra sem þær treysta sér að verja hana, ef það eru þjóðir sem mest veiða heima við eigin strendur, eða svo þrönga sem þær, vilja Jónas Jónsson. að aðrar þjóðir hafi hana þegar um þær þjóðir er að ræða sem meiri hag sjá sér í því að sækja að ströndum annarra landa. Er það þá hnefarétturinn einn sem ræður? Þar sem hnefarétturinn virð- ist hér öllu ráða, hvað getum við þá gegn þeim risum sem að okkur sækja úr öllum áttum, Bretanum og öðrum gömlum nýlenduveldum að sunnan, „Verndurunum" okkar blessuð- um að vestan, og „málssvörum smælingjanna“ sósíalisku ríkj- unum, með Rússann í broddi fylkingar, að austan. Allir vilja þessir „kærleiksríku" risar kremja okkur á milli sín eins og lús á milli nagla. Við getumi ekkert gegn þeim annað en ver ið til. En staðreynd er að Ijónið á ekki alltaf svo létt með mús- ina. Og minnumst þess að aldrei hefur floti „hennar hátignar“ beðið háðuglegri ósigur en í „Þorskastríðinu“. Og því betur er til annar réttur í þessum heimi en hnefarétturinn eða lagaréttur. Það er hinn „sið- ferðilegi réttur“ og hér er hann það sama og „tilveruréttur“ smáþjóðar. Þróunin er okkur í vil. Oft er reynt að spá fram í tímann um þróun næstu ára eða áratuga. Flestir reynast þessir spádómar marklitlir, nýj- ar uppgötvanir sem umbylting- um valda verða ekki séðar fyr- ir. Einu tel ég þó óhætt að spá: Mannkyninu heldur áfram að fjölga, þannig að stöðugt verður að nýta betur alla fæðuöflunar- möguleika, á yfirborði jarðar. Sjórinn þekur meira en 7/10 af hnettinum og er þó enn, sem ónuminn til fæðuöflunar borið saman við þurrlendið. Þýðing hafsins hlýtur því að fara vax- andi eftir því, sem um þrengist. Ekki verður heldur séð annað en að hlutverk þeirra þjóða farí vaxandi, sem búa við hann, nytja hann, og hvað helzt ef þær bera gæfu til að vernda . hann fyrir rányrkju og hvers- konar eyðingu. Þær þjóðir sem hafa forystu mn að vernda fisk stofna fyrir ofveiði, og hafið fyrir mengun ættu skilið, og fá að lokum lof alls mannkyns, þó síðar verði. Því á íslenzka þjóð- in ekki að fyrirverða sig fyrir, það að vera fyrst og fremst matvælaframleiðandi, og í viss- um skilningi veiðimannaþjóð. Að sjálfsögðu þurfum við að fullkomna svo meðferð okkar á öllum sjávarafla að hann færi allur til manneldis, og allur full unninn úr landi. Beri þjóðin svo gæfu til að nýta rétt miðin, og vernda þau, gæti svo farið að henni yrði síðar þakkað það af þeim sem eru okkur andsnúnir, að hafa haft forystu um vernd- un og skynsamlega nýtingu hafsins. Við hverja er að etja? Við ættum að gera okkur það að fullu ljóst við hverja við eig- um í höggi, og hvar vð eigum helzt bandamenn. Verstu and- stæðingar okkar eru tvímæla- laust gömlu nýlenduveldin: Bretar, Frakkar, Hollendingar og Belgar, auk fleiri Evrópu- ríkja. En Bandaríkjamenn og svo sósíalisku ríkin undir for- ystu Rússa eru engu betri. Þannig sameinast þessi ríki sem vilja hvert í sínu lagi láta líta á sig sem sérstaka verndara, frelsis og sjálfstæðis smærri þjóða í því að leggjast gegn okkur. Með okkur standa vegna að* stöðu sinnar, Suður-Ameríku- ríkin og flest hinna nýju ríkja í Afríku og mörg Asíuríki, þ. á. m. Indland og Pakistan, þetta er að miklu leyti gamli heimur- inn gegn þeim nýja (frá sjónar- miði Evrópumanns). > Er rétt að binda sig fastar þess- um ríkjum. Nú dettur mér ekki í hug að við eigum ekki að hafa sem vin samlegast samskipti við öll þessi ríki í fyrri flokknum. Þau standa okkur í ýmsu tilliti nær en hin síðartöldu. En sú spurn- ing hlýtur að vera áleitin, hvort landhelgismálið eitt nægi ekki til að vara okkur við því að bindast þeim fastari böndum? Hvað stoðar okkur „Nato“? Hvað stoðar okkur „hervernd“ Bandai'íkjanna, er brezkir ösl- uðu með ofbeldi inn í landhelgi okkar? Hvað stoðar okkur Evrópuráð og hvað aðild að „EFTA“? Hefur eitthvað af þessu breytt afstöðu þessara „bandalagsþjóða" okkur til land helgismálsins? Ég held ekki. Þvert á móti býður EFTA-aðild og hugsanleg tengsl við EBE einmitt hættunni heim. Þessar þjóðir gefa ekkert fyrir ekkert, það eitt er víst. Og er ekki rök- rétt að álykta að því meir sem við einskorðum viðskipti okkar við þær, því örðugra verði okk- ur að reisa rönd við ágengni þeirra, og því auðveldara ættu þær með að svelta okkur með viðskiptatakmörkunum eða bönnum, ef við setjum okkur upp gegn vilja þeirra. En það verðum við að gera. Við náum aldrei viðunandi útfærslu með fullu samþykki þessara þjóða í upphafi. Enn mætti spyrja, hvoi-t hugdeigja núverandi stjórnai'valda í þessu máli og öðrum í alþjóðasamskiptum stafi ekkj meðal annars af þeim böndum, sem þeir hafa flækt sig í, í hinu svokallaða „vest- ræna samstarfi"? Eitt er víst, að hin endemis fræga þversögn Gylfa Þ. að ráðið til að tryggja sjálfstæði smáþjóða sé að fórna því (eða mátulega miklu af því) er hin hættulegasta fals- kenning sem vitað er að fram hafi verið sett á síðai'i tímum. Oft er meiri maður barinn þræll en feitur þjónn. Nýtíng hafsbotnsins. Nýting gæða af hafsbotni fer mjög í vöxt, þar hafa stóru iðn- aðarþjóðirnar forystu. Þær líta því enn á það sem sinn hag að hafa sem allra víðust yfirráð yfir botninum út frá löndum sínum. Því bregður svo við að mörg ríki, sem eru á móti víðri fiskveiðilandhelgi hika ekki við að teygja sig margfaldar land- helgisfjarlægðir til að helga sér hafsbotninn. Bretar hafa geng- ið fram með öðrum þjóðum sem skipt hafa með sér öllum Norð- ursjó að miðlínu milli landa. Kanadamenn sem hafa 3ja mílna landhelgi og 12 mílna fiskveiðimörk hafa leyft boran- ir í allt að 400 mílna fjarlægð frá ströndum sínum. Sama gera Bandaríkjamenn, sem hafa sömu landhelgi og fiskveiðimörk þau telja sig þess umkomin að veita fyrirtækjum leyfi til borunar í yfir 100 mílna fjarlægð frá ströndum sínum. Þessum þjóðum dettur því auð- sjáanlega í hug að það muni líðast í alþjóða samskiptum að hafa mjög víðtæka lögsögu yfir hafsbotninum en jafnframt þröng fiskveiðimörk. Þetta mun þó að dómi sumra færustu þjóð- réttarfræðinga ekki ganga jtil lengdar. Þeir telja að hvenær, sem strandríki fái yfirráðarétt, til vinnslu á einum efnahags- legra gæða úr hafinu eða botn- inum muni þau þegar til lengd- (Framhald á blaðsíðu 2) vnS' ^ VoS' ''b' * s t V & t Íic I 1 s i w © ± e> t w t vp •fr .t Ö T I I t I t -s ■t & HINZTA KVEÐJA FRÁ ASTVINUM Þótt tárin falli finn ég, Drottínn minn, þann frið, er veitir náðar kraftur þinn. Er sorgin mætir sjálfur ertu nær. Þú sefar harma, Drottinn Jesús kær. Ó, elsku vina, öllum varst þú kær, þig ætíð munum meðan hjartað slær, við munurn bros og blíðuhótin þín, þig burtkallaði Drottinn heim til sín. Við vitum, að þú dvelur Ðrottni hjá. í dýrðarriki hans við munum fá að sjá hið blessað, bjarta auglit þitt er ber hann okkur heim í ríki sitt. Nú hvílir þú í faðmi frelsarans og færð um eilífð vist í ríki hans. Nú blessuð, fögru, blindu augun þin í birtu Drottins öðlast nýja sýn. Þ. H. J. © ■5- t Júlía Stefansdóftir , , . . FÆDD 7. AGUST 1962. - DAIN 29. JANUAR 1971. f I f í 1 t 1 1 J t t s t I f $ t a •i * <■ © 4 © V t f © 4 4 <■ © TRIMM - íþróttir fyrir alla r r ISI hvetur almenning til líkamsræktar ÞRÁTT fyrir mikinn fjölda þátt takenda í skipulögðum keppnis- íþróttum hér á landi, hreyfa flestir landsmenn sig minna en hollt er. Nú hefur ÍSÍ í sam- ráði við íþróttasamtök á Norð- urlöndum undirbúið fræðslu og aðstoð handa almenningi, til að fleiri stundi íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Hér er ekki einungis átt við hefðbundn ar iþróttagreinar, heldur hvers konar líkamsæfingar, sem reyna meira á vöðva, öndun og blóð- rás en háttbundin hreyfing í daglegu lífí'. Orðið trimm hefur verið valið til bráðabirgða sem heiti á slíkum iðkunum, þar sem engum hefur komið í hug viðunanlegt íslenzkt orð. Orðið er notað á Norðurlöndum í sömu merkingu, en er komið úr ensku, þar sem „trum“ þýddi sterkur til forna. Hægt er að trimma á marga vegu: í knattleikjum ýmiss kon Húsavík 16. febrúar. Svo mikill snjór er á Húsavik, að ófært er bílum um bæinn. Lítið barst hingað af mjólk í gær vegna snjóa. Þó virðist snjókoman hafa verið langmest hér norður við flóann. Strax sunnan við Laxamýri er snjór minni. Búið er að leggja hi ognkelsa- net, og afla örlítið. - Náttúrugripasafnið (Framhald af blaðsíðu 8). Á þessum merku tímamótum Náttúrugripasafnsins er ástæða til að' fagna stöðugt vaxandi starfsemi þess, og aukins skiln- ings almennings á að nota það sér til ánægju og fróðleiks. P. ar, sundi, skíðaferðum, skauta- hlaupi, fimléikum, fjallgöngum, róðri, veiðiskáp o. s. frv. Ein- faldasta aðferðin é‘r ef Til vill ag skokka eða ganga rösklega innanbæjai' - éða a viðavangi. Hver og einn velur það, sem hann á hægast með og hefur mest yndi af. Aðalati'iðið er að venja líkamann við meiri áreynslu en nauðsynleg er við daglég störf. Þau Teynast þá auðveldari óg skemmtilegri. Hvort menn lifa miklu lengur en ella, er auðvitað undir ýmsu öðru komið, en svo mikið er víst, að mönnum líður betur, meðan þeir lifa, eins og einn þekktur trimmari hefur komizt að orði. Hvar og hvernig bezt er að ■ trimma á Akureyri, verður smám saman kynnt í blaðafrétt- um, auglýsingum, bæklingum, kvikmyndum bg umræðum. (Frá Trimmnefnd) Nú er tími árshátíða og þorra blóta. Kvenfélag Húsavíkur efndi til - þorrablóts í félags- heimilinu laugardaginn 6. febr. Þar var hangikjöt á borðum, svið, hákarl og harðfidcur. Á þriðja hundrað manns blótaði þorra, vlð mikla gleði gesta. Starfsfólk Kaupfélags Þingey- inga hélt 'sína árshátíð laugar- daginn 13. februar í félags- heimilinu. Þá var komið hríðar- veðui': Hljómsveft frá'Akureyri átti að leika fyrir dansi en komst ekki. En hljómsveitin Haukar hér á Húsavik átti að leika frammi í sveit og komst ekki heldur. Lék hún svo heima hjá sér. Nú stendur yfir sveiiakeppni í bridge hér áHúsavík. Þ. J. - Mörg snjóflóð féllu á Siglufirði (Framhald af blaðsíðu 1) Margar kindur eru auk þess lemstraðar. Þrjú hross, er voru í húsum þessum, lifðu, þar af varð eitt undir snjóflóðinu en var grafið upp. Hænsn drápust. Norðanvið kaupstaðinn stóðu fjárhús, er Stefán Friðriksson átti. Snjóflóð tók hluta af því og fórust þar 11 kindur. Þannig fórust samtals yfir 80 fjár. Víðar höfðu flóð fallð, alveg að efstu húsum, t. d. undan Hvanneyrarskál. Snjólag var þannig, að á föstu dag var nær enginn snjór, en klaki yfir allt og freðin jörð. Svo snjóaði óhemju á laugar- dag og fram á sunnudag. Þá hvessti og komu þá skaflar. Frostlaust varð en síðan frysti og þá fóru snjóflóðin að falla. Þar sem sett var upp snjóflóða- vörn að norskri fyrirmynd, féllu engin snjóflóð. Þetta var 50 metra girðng. Margt fólk flutti úr húsum sínum vegna snjóflóðahætt- unnar. J. Þ. Til sölu VOLKS- WAGEN, árg. 1955. Ódýr. MOSKVITS, árg. 1960. Einnig rnikið af varahlutum í Vauxhall, árg. 1954. Þórólfur Þorsteinsson, Sunnuhvoli, Svalbarðs- eyri, sími 02. Til sölu LANDROVER diesel, árg. ’67, klæddur. Sverrir Tryggvason, Víðihlíð, Mývatnssveit. Tími þorrablófanna og ársháfíða I Lára Agústsdóttir miðill FRÚ Lára Ágústsdóttir, miðill á Akureyri, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu hér í bæ að kveldi hins 6. febrúar, eftir stutta legu þar. En hún átti við vanheilsu að stríða síðustu misserin. Hún var nær 72 ára, fædd 15. apríl 1899 að Eystri- Hellum í Gaulverjarbæjar- hreppi í Árnessýslu. Faðir henn ar var Ágúst Jónsson en móðir Júlíana Árnadóttir. Foreldrar hennar stofnuðu þó ekki heim- ili, en dóttirin ólst upp hjá Ingi- björgu Einarsdóttur, móður- móður sinni og Árna Símonar- syni manni hennar á Eystri- Hellum og síðar Arnarhóli, fram yfir fermingu. Fósturfor- eldrum sínum unni Lára til ævi loka og hjá þeim naut hún þess í uppvextinum, að kynnast dýr- um og jurtum, vinna ákveðin skyldustörf og treysta á æðri forsjón. Frá þeim tíma var hún einstakur dýravinur og náttúru unnandi, listelsk og sjálf var hún mikil hagleikskona, sem ýmis verk hennar votta. Lára Ágústsdóttir fór út í heiminn að fermingu lokinni til að vinna fyrir sér, fyrst í kaupa vinnu og var afburðarösk. Snemma varð hún hinn glæsi- legasti kvenkostur, fríð sýnum og spengileg, og ólgandi af æskufjöri. Atvikin höguðu því svo, þeg- ar leið hennar lá til Reykja- víkur, að henni bauðst vist hjá Einari H. Kvaran og Gislínu konu hans og fór hún til þeirra hjóna. Þá urðu þáttaskil í lífi hennar. Hún hafði skyggnigáfu frá barnsaldri, lék sér þá við börn, sem aðrir sáu ekki og lifði þá þegar að nokkru í þeim heimi, sem flestum er hulinn. Hjá Einari H. Kvaran kynntist hún miðilsfyrirbærum í fyrsta sinn, en hann stóð þá fremstur hérlendra manna í rannsóknum sálrænna fyrirbæra og leiddi hina ungu stúlku fyrstu skrefin í þá átt, sem hinir miklu, dul- rænu hæfileikar hennar gáfu tilefni til, og síðar gerðu hana landskunna um áratugi. Ekki er það ofmælt, að frú Lára hafi verið dáð af fjölda- mörgum, einnig öfunduð og jafnvel ofsótt um árabil. En um hæfileika hennar á hinum dul- rænu sviðum efaðist enginn, enda mun hún hafa staðið þar fremst hér á landi um sina daga, og slíkar gáfur munu jafn vel vandfundnar í veröldinni, að þvi er fróðir menn um þau efni telja. Frú Lára Ágústsdóttir talaði við framliðna eins og maður tal- ar við mann og slíkur kraftur fyllti þá stundum litlu stofuna heima hjá henni í Bjarmastíg 3, er hún hafði skyggnilýsingar fyrir gesti sína yfir kvöldkaff- inu, að hlutir færðust úr stað, högg heyrðust og umgangur, jafnvel byssukost, og „næmir“ menn fundu glöggt hina ýmsu „strauma“. Sjúkir og sorgmæddir leituðu hennar í raunum sínum, og má óhætt fullyrða, að við það hafi flestum orðið hughægra, marg- ir hlotið þá reynslu, er þeir telja dýrmæta, aukinn trúar- styrk og þrek til að bera þá erfiðleika, sem lífið lagði þeim á herðar. Óteljandi eru þeir, sem notið hafa lækningamáttar hennar og þakka henni bata. Þúsundir bréfa sýna hve marg- ir leituðu ráða hennar og hjálp- ar, bæði íslenzkir menn og er- lendir. Er þar að finna hina merkustu vitnisburði, einkum er bréfritarar skrifuðu oftar en einu sinni og lýstu þá því, sem gerzt hafði. Mun það verða mikið rannsóknarefni þegar farið verður fyrir alvöru að kanna ýmsa þætti sálarlífsins, andlega orku manna og hæfi- leika og hin ýmsu fyrirbæri, og svo sambandið milli heimanna tveggja. Gegn um símann sá Lára oft- ast umhverfi þess, sem hún tal- aði við, greindi sjúkdóma, sagði hvar týndir munir voru o. s. frv. Fjarlægðir skiptu engu rnáli í þessu efni. Hún lýsti herbergja- skipan og húsbúnaði í fjarlæg- um löndum og heimsálfum með svo mikilli nákvæmni að furðu sætti. Einnig fólki, er viðstadd- ir höfðu aldrei séð og vissu engin deili á, en þær lýsingar reyndust siðar jafn nákvæmar og þegar þeim er lýst, sem sitja við sama borð.. Stundum, er hún fékk gamlan hlut í hendur, svo sem úr eða vasahníf, rakti hún æviþætti eigendanna. Mjög oft sagði hún meiri- háttar viðburði fyrir. Var sem henni opnaðist sérstakt svið um áramótin, þar sem hún fékk að skyggnast inn í frámtíðina. Nokkur síðustu árin á. m. k. skrifaði hún það niður og sendi mér. Þegar ég nú les spá frú Láru fyrir árið 1970, er þar allt rétt og engin villa finnanleg. Tónleikarnir SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 14. febrúar fóru fram þriðju tón- leikar T. A. á þessu starfsári. Komu þar fram Ruth Magnús- son söngkona, Jósef Magnússon flautuleikari, en Guðrún Krist- insdóttir lék undir á píanó. Þau höfðu sett saman sérlega vand- aða efnisskrá og fjölbreytilega og er kunnara en frá þurfi að segja, að þau eru öll hvert á sínu sviði hið færasta listafólk. Ruth Magnússon er afburða söngkona og hefur m. a. hlotið þau ummæli, að hún sé ein af þeim fáu söngvurum, sem fátt eða ekkert sé hægt að finna að. Það held ég að allir geti tekið undir, sem átt hafa þess kost að njóta listar hennar. Við hér á þessu landi eigum henni skuld að gjalda fyrir fleira en óvenju listilegan söng, því að jafnhliða tónleikahaldi og þátttöku í upp- færslum meiri háttar tónverka hefur hún starfað ósleitilega að tónlistarmálum á öðrum vett- vangi, stundað kennslu og æft kóra með árangri, sem athygli hefur vakið. Hér er ekki ætlun- in að fjölyrða frekar- um þessa frábæru tónleika, heldur er annað ofar í huga. Á sunnudagskvöldið voru að- eins um hundrað manns í Borg arbíói og er deginum ljósara, að engin leið er að halda svona Um sama leyti sagði hún mé 1 einnig um Heklugosið og meng’ unarmálið, en skrifaði hvorugt, Ég minnist þess þegar J. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur, að þá sagði frú Lárt. mér, að sér hefði tvisvar verio sýnt það, eins og á kvikmynda- tjaldi, hvernig sá atburður varð. Ekki var það í samræmi við það, sem opinberlega var urr. það sagt. Þannig var um fleiri atburði. í dásvefni talaði hún ýmsum tungum. Ævi frú Láru var mjög séi • stæð. Lífsþorsti hennar og suð- rænn skaphiti, hreinskilni henr. ar, hrifnæmi og hinar sjald’ gæfu dularhæfileikar, soguði. hana inn í hringiðu mannlífs- ins, lyftu henni hátt og drógL. hana í djúpa öldudali. Hún va.v húsmóðir og móðir sex barna, fátæk en stolt, gaf sig alla á vald augnabliksins, var fljót ti. gráts og gleði, lærði í raun og' veru aldrei þau hyggindi sem :i hag koma í hinu margvíslegc. veraldarvolki. En hún brás': aldrei þeim, sem minnimáttæ.’ voru og reyndist þeim bezt, serr. dýpstu sárin bár. Fyrr á árun. hafði hún miðilsfundi og; skyggniýsingar daglega, eru engin dæmi um slíka aðsókn og; voru mörg hundruð manns á. biðlista er hún flutti hingao norður fyrir tveim áratugum, Þannig lifði hún alla ævina í tveim heimum, skipti sér milli hins hversdagslega og yfirskil- vitlega nær daglega. Um hir. dulrænu svið og miðilsstörí: Láru ritaði séra Sveinn Víking- ur merkilega bók fyrir nokki ■ um árum. Sjálfur kynntist ég henni nokkur síðustu árin, sannfærðist um hina ótrulegu hæffleika hennar, er ég dvaldi kvöldstundir heima hjá henni og síðari manni hennar, Stein- grími Sigursteinssyni, í Bjarma stíg 3 á Akureyri, naut gestrisnt þeirra og þess, að fylgjast með lifi og starfi merkilegasta miðils samtímans. E. D. í Borgarbíói starfsemi áfram með svo dræmri þátttöku. Nú er spurningin, sem ég vildi leyfa mér að varpa fram. Vilja menn setja Tónlistarfélag Akureyrar á eða er réttast ao leggja það niður og líta á þad sem hverja aðra staðreynd, ao hér sé ekki grundvöllur fyri.' reglulegu tónleikahaldi? Nú kynnu þeir að fyrirfinnast héi' í bæ, sem svara þessari spurr:- ingu játandi og vilja að T. A, haldi áfram að klóra ögn í bakk ann. í því sambandi vildi ég skora á áhugafólk, að það láti álit sitt í Ijós og hefur ritstjóri Dags tjáð sig fúsan að Ijá hug- leiðingum um tónlistarmál a Akureyri rými í blaðinu. Ég gæti hugsað mér að eftir- farandi atriði yrðu tekin til um- ræðu: Hvaða fyrirkomulag telja menn vænlegast, á að miða ton leikahald við mjög fámenn-an hóp, eða reyna að efla áhuga fólks á tónlist og stækka þannig áheyrendahópinn? Hvernig lík- ar fólki hið hefðbundna form tónleika? Hvað vill fólk heyri., hvernig verk og hvaða hljóð’- færi? Væri lítill salur aðgeng - legri til tónlistarflutnings? Vii'. fólk skýringar? Að sjálfsögðu kemur fleir'. til, en ég vildi einungis hvetjn til almennrar umræðu. g q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.