Dagur - 17.02.1971, Síða 8
'§
SMÁTT&
!rELAG viSskíptafrœðinema við
’Jáskóla íslands gekkst fyrir
■áðstefnu á Akureyri dagana
12.—14. febrúar sl. Ráðstefnan
íjallaði um framtíðarþróun
byggðar á Islandi.
Föstudagsmorgun, 12. febrú-
ar, komu til bæjarins 37 nemar
isamt tveim prófessorum Við-
skiptadeildar, þeim Olafi Björns
.-yni og Guðlaugi Þorvaldssyni.
Hér í bæ skoðuðu þeir nokkrar
af verksmiðjum KEA, Sam-
landsverksmiðj urnar, Gefjun,
ideklu og Iðunni, einnig Slipp-
..töðina, Lindu og Amaro.
Kl. 14.00 á laugardag hófst
nvo ráðstefnan, en henni stjórn-
iði prófessor Guðlaugur Þor-
mldsson. Framsöguerindi
: luttu: Lárus Jónsson, framkv,-
stjórl um fólksflutninga og
-innig um félagslega aðstöðu,
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri
im samskipti sveitarfélaga og
l íkis, Sveinn Ólafsson, Reykja-
/ík um samgöngur, og Ólafur
Geirsson, viðskiptafræðingur
um vanda atvinnurekstrar í
strjálbýli. Ráðstefnunni var síð-
an skipt í 5 umræðuhópa, sem
síðan ræddu hver sinn mála-
flokk og skiluðu áliti, er ráð-
stefnunni var fram haldið eftir
hádegi á sunnudaginn. Henni
var svo slitið sarna dag kl. 16.30.
Viðskiptafræðinemar höfðu
lagt mikla vinnu í að kynna sér
fyrrnefnda málaflokka áður en
þeir komu til Akureyrar, en
hér tók nokkur hópur heima-
manna þátt í ráðstefnunni.
KEA og SÍS munu hafa veitt
nemendum mestan stuðning til
þessarar farar, auk nokkurra
fyrirtækja í Reykjavík, en áður
nefnd fyrirtæki á Akureyri auk
Akureyrarbæjar buðu til máls-
verða.
Myndina tók G. P. G. er við-
skiptanemarnir skoðuðu Efna-
verksmiðjuna Sjöfn. Q
REFIR OG MINKAR !
Á ári hverju eru hér á landi
drepnir 950 refir og 1200 yrðl-
ingar. Og fast að 3000 minkar
eru árlega drepnir á víðavangi.
Deilt er uni það á Alþingi um
þessar mundir, hver verðlaun
séu hæfileig fyrir að vinna
meindýr þessi.
RAFORKA OG OLÍA
Raflínur liggja nú orðið að flest
um hæjum og húsum á landi
hér, og raforkan er notuð til
ljósa og suðu. En öestar íhúðir
manna eru þó hitaðar með
rússneskri olíu. í landinu er.
margföld orka fallvatna til að
leysa olíuna af hólnú, og þar
með mengunarhættuna af
henni. Og sú orka myndi sparai
ótaldar fjárhæðir, er nú renna
til olíukaupanna, út úr Landinu.
OLÍULEIT Á LAND-
GRUNNINU
Shell International hefur fengið
leyfi íslenzkra stjórnvalda til
vísindalegra rannsókna á land-
grunninu við ísland. Mun sú
leit fara fram á næsta sumri o&
fylgist íslenzkur vísindamaður
með leitinni og niðurstöður
verða látnar íslenzku ríkis-
stjóminni í té. Jafnframt hefur
ríkisstjórnin hafnað beiðni
amerísks fyrirtækis um gas og
olíuleit á landgrunninu.
NÆST ER ÞAÐ TÓPAZ
Lína langsokkur lijá' Leikfélagi
Akureyrar fær hiha heztu dóma
og ágæta aðsókn. Leikstjóri eir
Þórhildur Þorleifsdóttir. Næsta
viðfangsefni L. A, er gáman-
leikurinn Tópaz . efíir . Marcel
Pagnol í þýðingu. Bjarna Guð-
mundssonar. Þarf náumast að
efa, að menn bíði þeirrar sýn-
ngar með nokkurri eftirvænt-
ingu.
HVER ERU DÁGGJÖLD
SJÚKRAHÚSA?
Frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðinu kom nýlgga frétt.
um daggjaldamál: sjúkrahúsa.
En þær tölur, er ináti skipta,
eru ekki birtar.; Nú/©r sþurL
Hver eru daggjöld sjúkrahúsa
í landinu, á himun ýmsu stöð-
um?
Isinn viS
á Akureyri 20 ára
Á ÖNDVERÐU ári 1951 urðu
þeir tveir atburðir á Akureyri,
að dýraverndunarfélag efndi til
náttúrufræðilegrar sýningar í
barnaskólanum, og litlu síðar
afhenti Jakob Karisson Akur-
eyrarbæ með gjafabréfi ágætt
safn stoppaðra fugla og eggja,
vísi að því náttúiiugripasafni,
er menn nú þekkja hér í bæ.
Afmæli safnsins er í dag, 17.
Plaslpokaframleiðsla á Ak.
HÉR á Akureyri hefur í ára-
tug starfað lítil en þörf verk-
smiðja er framleitt hefur ein-
. ingrunarplast í hverskonar hús
aæði. Verksmiðjan heitir Plast-
únangrun h.f., er í eigu KEA
og fjögurra annarra aðila og
hefur haft sömu þrjá fastráðna
larfsmenn frá byrjun, þá Pál
A. Pálsson verkstjóra, Ingólf
Pálsson og Pál Garðarsson, og
■ ausráðna menn eftir þörfum.
Mikið íshraf!
Grímsey 16. febrúar. í gær rak
mikið af ís undan norðanátt-
ínni bæði austan og vestan við
eyna, í átt til lands. En í dag
sést lítið af ís. Snjór er mikill
og má segja, að allt sé komið á
kaf í Sandvíkinni. En höfnin er
auð.
Ekkert hefur gefið á sjó og
er alveg óvenjulega óstillt tíð-
>n. G. J.
Nýtt 800 ferm. verksmiðjuhús
var byggt fyrir þessa fram-
leiðslu fyrir tveim árum við
Óseyri 3, en var áður í eldri
húsakynnum við Sjávargötu.
Verksmiðjan hefur fengið vél
til plastpokagerðar og getur
framleitt 80 stærðir af þeim
pokum. Og nú er hún byrjuð á
sínu fyrsta stóra verkefni á því
sviði, en það eru 50 þúsund
plastpokar fyrir sorphreinsun-
ina í Kópavogi, sem er að
skipta á gamalli aðferð og
nýrri, fær plastpoka á grindum
í staðinn fyrir tunnurnar. Fleiri
bæjarfélög hafa hið sama í
hyggju.
Að sjálfsögðu hlýtur plast-
pokaframleiðslan hér á Akur-
eyri að beinast einnig að verzl-
un og iðnaði, sem hefur mikla
og vaxandi þörf slíkia umbúða
um hinar margvíslegustu vörur.
Efni plastpokanna eða plast-
dúkurinn, er framleitt í Reykjia
lundi. □
Sýning á náttúrufræðibókum
og ritum verður opnuð í mynda
sal safnsins kl. 5 síðd. á mið-
vikudag, 17. febrúar. Á sýning-
unni er að finna flest það, sem
ritað hefur verið um náttúru
íslands, en auk þess fjölmargar
erlendar bækur.
Sýningin verður framvegis
opin daglega kl. 5—7 síðd. og á
sunnudögum kl. 2—7 síðd.
Sunnudaginn 21. febrúar
verður kynning á allri starfsemi
safnsins. Þann dag verða sýn-
ingar, vinnustofur og geymslur
opnar fyrir almenning frá kl.
10 f. h. til kl. 10 e. h., en starfs-
menn safnsins munu veita upp-
lýsingar hver á sínum stað.
Ennfremur verða sýndar lit-
skuggamyndir og kvikmvndir
3, 5 og 9 síðd. sama dag.
Starfsemi Náttúrugripasafns-
ins á Akureyri hefur aukizt
mjög, og hefur það haft bæði
fastar sýningar og umferðasýn-
ingar, veitt nemendum skól-
anna sérstaka þjónustu, auk
þess að vera opið öllum almenn
ingi. Þar og á vegum þess eru
einnig unnin rannsóknarstörf,
svo sem í jarðvegslíffræði,
vatnalíffræði og grasafræði.
Náttúrugripasafnið er í senn
sýningarstaður og rannsóknar-
stofnun. Grasasafnið er senni-
lega merkilegasta deild safns-
ins, en dýrasöfnin eru þó mörg-
um kærari, enda meira fyrir
augað. Þá eru steina- og berg-
tegundir mjög athyglisverð
deild safnsins, svo og bóka- og
myndasafn.
Forstöðumaður aafnsins er
Helgi Hallgrímsson, sem verið
hefur eini fasti starfsmaðurinn.
Nú hefur dr. Hörður Kristins-
son verið ráðinn að safninu að
hálfu. (Framhald á blaðsíðu 5)
og
Norðurland
Út AF Vestfjörðum er allmikill
ís, mismunandi þéttur og var
þó opin siglmgaleið í gær. Nær
hann suður á móts við Kóp,
sunnan við Arnarfjörðinn en
stakir- jakar ná suður undir
Látrabjarg. Það'an og austur
fyrir Húnaflóa er töluvert ísrek
á siglingaleið og ísinn er kom-
inn lahgt inn á Húnaflóa. Mikil
ísbreiða sást frá Hrauni á
Skaga í gærmorgun og stefndi
inn í flóann, ennfremur inn á
Skagafjörð.
Við Drangey og Málmey var
áður eitthveyt jakahrafl og
nokkrfr jakar voru í gær orðnir
andfasfir á Sauðárkróki, ísrek
við fjö'rur á Siglunesi, nokkrir
jakar reknir í land við Dalvík
og frá Hrísey sáúst jakar á ferð.
Mikið ísrek var við Grímsey á
mánudaginn. □
Snjórinn eins og dúnsæng
Ólafsfirði 15. febrúar. Hér hefur
kyngt niður snjó síðan á föstu-
dagskvöld og er nú jafnfallinn
snjór orðinn á annan metra.
Veður hefur verið kyrrt og
snjórnn því hrúgaat upp eins
og þykk dúnsæng yfir jörðina.
í morgun komust aðeins tveir
bílar með mjólkina í bæinn en
hinir urðu að snúa við eftir
mikið þóf.
Bátar hafa ekki getað sinnt
veiðum af fullum krafti vegna
ógæfta, og trillubátar alls ekki
í lengri tíma og bíða góðviðris.
í síðíistu vikú var afli tog-
báta með bezta móti. Sigur-
björg kom með 38 tonn, Stíg-
andi 27,' Ólafur bekkur 26, Sæ-
þór 23/og Guðbjörg 18 tonn.
Netabátar hafa lítið sem ekkert
aflað.
í síðustu viku veiddust fyrsta
rauðmagarnir.
Á laugardag hélt kvenfélagið
Æskan mikinn fagnað í Tjarn-
arborg fýrir eldra fólk. Var það
hin bezta skemmtun. B. S.
Einn bátin* er byrjaðnr með net
Hrísey 16. febrúar. Nú er kom-
inn mikill snjór á skömmum
tíma og hefur rennt í stóra
skafla. Það hefur ekki verið
hægt að stunda trimmið í þrjá
daga!
Ógæftir eru svo miklar, að
nær ekkert hefur verið hægt að
stunda sjóinn. Einn bátur hefur
lagt þorskanet og adilað um 2
tonn í umvitjun, og er á sjó í
dag. ísinn er að byrja að reka
inn, en aðeins fáir, litlir jakar
ennþá.
Við höfum haldið hér spila-
kvöld og lieppnaðist það vel.
Við reiknum tmeð því að fá
Maliorkaferð fyrir konu héðan.
Menn bíða eftir því að kom-
ast á sjóinn. Og menn bíða
einnig eftir því, að verð á grá-
sleppuhrognum verði látið uppi.
Stöðugt er unnið við frysti-
húsið og miðsu' veá, S. F.
Lína langsokkur hefur nú verið sýnd 8 sinnum og hefur verið uppselt á þær allar. Athygli skal vak-
in á því að forsala á næstu fjórar sýningar hefst á miðvikudag kl. 3—5, en þær sýningar verða á
íinuntudag kl. 8.00, laugardag kl. 3.00 og sunnudag kl. 3.00 og 5.00. — Myndrn er af Línu og lög-
regluþjónunum. (Ljósmyndastofa Páls)