Dagur - 24.02.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.1971, Blaðsíða 4
4 5 Skri&tofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Pitentverk Odds Bjömssonar h.f. Nýff sjúkrahús á Akureyri SVO sem áður hefur verið greint frá í blaðinu, liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um nýtt og fullkomið sjúkrahús á Akureyri. Flutnings- menn frumvarpsins eru þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. í frumvarpinu er sú stefna mörk- uð, að reisa skuli viðbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á árabilinu 1972—1977. Og er sú skylda lögð á ríkisstjórnina, sam- kvæmt frumvarpinu, að gera nauð- synlegar ráðstafanir til undirbún- ings og fjáröflunar í því sambandi. Ekki liggur ljóst fyrir hver stofn- kostnaður slíks sjúkrahúss verður, en víst er, að hann hleypur á mörg- um hundruðum milljóna. Að dómi flutningsmanna frum- varpsins, er það ofviða bæjarfélag- inu, að ráðast í slíka byggingu, án sérstakrar fyrirgreiðslu og aukinnar hlutdeildar ríkisins. I»ess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að ríkið leggi meira til Fjórðungssjúkra hússins á Akureyri en nú er almennt/ lögákveðið. Alkunna er, að sjúkra- húsið á Akureyri hefur mikla sér- stöðu, umfram flest önnur sjúkraliús í landinu. Má með sanni segja, að Fjórðungs- sjúkrahúsið hafi þjónað landinu öllu, a. m. k. Norður- og Austur- landi í ríkum mæli og þannig tekið að sér þjónustu langt út fyrir bæjar- takmörk Akureyrar. Af þeini reynslu, sem þegar er fyrir liendi, getur engum blandast hugur um að þörf er fyrir fullkomið sjúkrahús utan höfuðborgarsvæðisins, og verð- ur varla um deilt, að slíkt sjúkrahús er bezt staðsett á Akuieyri. Flutningsmenn gera ráð fyrir sér- stakri fimm manna stjóm fyrir hið nýja sjúkrahús og skulu tveir kosnir af Alþingi og tveir af bæjarstjóm, en ráðherra skipi fimmta manninn. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram, að stjómarmenn yrðu allir valdirúr hópi Akureyringa. Má í því sam- bandi minna á kosningu í stjóm Laxárvirkjunar, sem eðlilegt for- dæmi um slíkar stjórnarkosningar. Stefnt skal að því, segir í frum- varpinu, að liagnýt kennsla og starfs- þjálfun geti átt sér stað í sambandi við sjúkrahúsið á Akureyri með sér- stöku tilliti til sérmenntunar héraðs- lækna og aðstoðarfólks þeiiTa. Kostn aður, sem leiðir af efni þessarar greinar, greiðist úr ríkissjóði. BJÖRN SIGFÚSSON: rrNú er dimmt um Norðurver..." i UNDIR þorralok 1971, eftir ára langt þóf, mun í hæglæti fast- lega unnið aS vopnahléi, með lokaákvörðun um deilukjarna, á norðausturskikum tveggja smálanda Atlantshafs. Greinar- Ihéitið að ofan gæti minna skoð- ana vegna átt við landshom beggja þessara frændþjóða; önnur er Irar. Merking stefs þessa, sem er nýort vísuupphaf, er samt þrengri, því í og með samheitinu Norðurver = norð- urbyggðir — er nafngáta fólgin = Gljúfurver, eftir aðferð, sem Snorra-Edda nefnir tækniheit- inu að kveða ofljóst. Norður þar fær vísan gegn sér þau last- yrði ein, sem stafa af tilfinning um, og mun hún gerð á þing- eysku héraðsskólasetri. Innan- héraðsraddir, sem krafizt hafa skynsamlegra loka á þófi, þannig að hver hafi nokkuð til síns máls, eru fleiri nú en fyrr, ég get nefnt Káia Arnórsson skólastjóra á Húsavík, en til eru aðrir, sem finnst áhættusamara nú en áður að semja nokkurn hlut. Um leið og ég slæst í þeirra hóp, sem telja úrslit um deilu- kjarnann enga bið þola og að semja beri, en gera enga íhlut- un í samningsatriðin sjálf, er skylt, að ég geri mér og öðrum þess grein, hví Laxárdeilur eru nú orðnar landsmál fremur en einkadeila milli landeigenda- og þeirra, sem stækka þurfa Glj úf urversvirkj un. Lesendur trúa því margir, að eitt smæsta aukaatriði viðburða sögunnar, sprenging Miðkvíslar stíflu, hafi breytt þessu í lands- mál. Rétt er það, að sprenginin var fyrirtaks auglýsing, verður fyrirgefin af almenningsáliti alla tíð og ætti að fá að gleym- ast sem afleiðingaminnst fyrir báða málsparta, jafnskjótt og auglýsingastríð er afstaðið (sá, sem þetta ritar, kann ekki stakt orð í lögum). Auglýsing neikvæðrar verk- unar, spellvirki á vinnutækjum við Gljúfurver, án þess land- eigendur geti borið ábyrgð á tiltækinu, vekur upp saman- burðinn við írland, og er nóg komið. Stórt landsmál er deilan vegna tvenns: Nú er hún loks búin að sýna, að svo alger inn- ankjördæmishagsmál, sem þetta var, eiga ekkert það vald yfir - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). sérstök tæki, sem skilja gufuna frá vatninu. Vatnið, 120 gráðu heitt, er notað til húsaupphit- unar, en gufan fer í tvær túrbíal ur, sem hvor um sig er um 2.5 þúsund kilóvött. Rafmagn frá þessari gufuaflstöð er næstum fjórum sinnum ódýrara heldur en rafmagn frá díselrafstöð. — (APN). SKARÐUR HLUTUR Haustið 1968 skertu stjórnar- fokkarnir aflahlut sjómanna og hafa þrjóskazt við að leiðréttai þau hlutaskipti. Til þessa er fyrst og fremst að rekja sex vikna stöðvun togaranna nú. Milljónatjón á degi hverjum, af þessum sökum, er augljóst. Fjórir togarar Ú. A. skiluðu til jafnaðar á síðasta ári á níundu millj. kr. á mánuði í vinnulaun til landverkafólks og sjómanna. Býr því margt fólk við skarðan hlut vegna aðgerða stjórnar- flokkanna á þessu sviði. sér í kjördæmi neinu (nema Reykjavík), sem jafnað geti ái-ekstur né knúið fram lausn, og enn fjarstæðara er, að sýsla út af fyrir sig ráði við slíkt. Af- leiðing mistakanna fyrh- lands- hlutasjálfstæði er djúptæk, og kemur seinni hluti greinar að henni. í öðru lagi er ríki og Alþingi skylt, í ljósi heildar- sýnar um náttúruvernd, efling atvinnugreina og búsetu, enn- fremur réttargæzlu, að láta mál til sín taka meira en hingað til. Tólfta öld landsbyggðar er sögð hefjast innan 3 ára og er landnámsöld ný. Hún mun skipta ítökum í náttúruöfl og landsgæði annan veg með börn um vorum en kaup og sala milli Péturs og Páls á jarðar- skikum hefur hingað til skipt, og eru völd Alþingis þar mikil og þurfa að vera það. Afrás frá Mývatni er ekki framar Laxá með gæði þau ein, sem löngu eru metin inn í verð jarða á bökkum hennar. Önnur afrás er straumur kísilgúrs á leiðina um Húsavíkurhöfn, og eftir um- breyting í gjaldeyri streymir þaðan í þjóðarbú eftir vonum. Þriðja afrás, fallorkan úr ánni, streymir sem rafmagn um allt kjördæmið. Þetta er eitt dæmið um nýskipt ítök í náttúruöflin, og án nýskipta yrðu engar framfarir. Við sættir 1971 þarf hver af fjórum aðilum að ávinna nokk- uð og finna, að hann sættist skammlaust: orkuþegar, sem fyrir eru, Laxárbændur, aðrir viðriðnir einstaklingar, sem telja sjálfsvirðing sína við liggja, þó peningahliðin á mál- um sé ekki það, sem mest komi þeim við, óg loks þeir aðilar í kjördæminu, sem eiga atvinnu- framför undir raforkuaukningu komna. Hæpið er, að það borgi sig í blöðum að. fjölyrða vand- ann, hvemig jafnsættistilraunir megi fram fara og handsöl öll haldist þaðan af, ef nást. Urgur mun haldast með sumum mönn um, en mér dettur í hug, að frá ómunatíð hefur streymt öðru hverju frá Mývatni fjórða afrás in, sem ég kalla: skopvísur og önnur hálfgróf gamansemi, sem gerði menn sambúðarhæfari en án hennar gæti orðið. Eftir þessu vonast ég enn. II Landshlutafóstrun. — Vel mælt af skáldkonungi. Náttúra móðir þarf meira liðsinni og stjórnun við okkar hráköldu aðstæður en virzt hef- ur þurfa, umfram afskiptalausa friðun, hjá þeim vestrænu há- skólabæjum og náttúrurann- sóknarstöðvum, sem fóstrað hafa þorrann af beztu náttúru- unnendum vorum og „ekólóg- um“. Fóstrun er hins vegar markvissari og nýtilegri björg alls gróðurs og lífs, einnig mann lífs, heldur en hið þokukennda vasabrots-darvínska sjálfþróun- arhugtak „nóttúruvemd11 tákn- ar yfirleitt. Auk almenm'ar jarð ræktar og fiskiræktar, sem ríða talsvert í bága við „náttúru- verndina", eru sandrækt frá fjörum allt til jökla og barr- skógarækt í nokkrum hlýsveit- um íslenzk dæmi um fóstrun, sem náttúra alls okkar hnatt- beltis vill, en er hvergi nærri einfær um. Uppblástur Þingey- inga og Norðmýlinga í hálendi og við sjó og feysking strjálustu byggðarlaganna þarf ýmist að stöðva með valdi, eins og mannahöndum tókst, er í óefni var komið á Hólssandi, eða ávinna margföld endurgjöld hins feyskna í nýjum lífsskil- yrðum landshlutans. Þorrasamkoma, sótt af rúmu þúsundi höfuðstaðarbúa í bíó Háskólans í Reykjavík, var á vegum „almannasamtaka“ um náttúruvernd, og svo sundur- leitar velviljastefnur þurftu að freista þar einingar um ályktun sína, að innleiða þurfti málin með hásætisræðu. Hásætisræðu flytja konungar, og er lögfræði í henni á ráðgjafans ábyrgð eingöngu, en haukskyggn sjón yfir eðli og umfang vandans er konungsins. Skáldkonungurinn Gunnar Gunnarsson var til fenginn, og ræða hans, Þorra- þula, birtist í Mbl. 9. febrúar. Eigi skorti Þorraþulu glæsi- leik (að útdrætti réttarskjala- málþófs fráteknum). Þeim Mý- vetningum er þar brigzlað um bleyði, sem ætlað höfðu að bíða sem haldbezts árangurs vænt- anlegs samkomulags um Mið- eyjarkvís, fremur en sprengja. Tilfinningasamasti hluti áheyr- endaskarans í bíóinu fékk líka það, sem hann þurfti, móður- sýkisvarasjóð sinn fengu þeir nú brúk fyrir, geta framvegis losað stíflu hans. Eitthvað er þetta gleðilegra en móðursýkis- varasjóðurinn hinn, sem skáld- ið þakkaði Mývetningum fyrir að vilja ekki hafa. Ég finn ekki að fleiru. Gunnar konungur Atlakviðu kemur mér þó í hug. Hart kvaddi hann menn sína trega með sér að þyrja yfir fjöllin, sást naumt fyrir: kvaddi þá Gunnar sem konungur skyldi mær í mjöðranni af móði stórum. Niðurstaða af naumt forsjálli hreysti og skjótræði til afreka (sem báðir málspartar Laxár- deilu eru kunnir að) varð þessi dapurvitri úrskurður Gunnars konungs Gjúkasonar á bana- dægri, að engir aðilanna skyldu njóta arfs, sem nægt hefði beggja börnum: Rín skal ráða rógmálmi skatna, svinn áskunna arfi Niflunga, í veltanda vatni... Vitu þér enn eða hvat? — Um rýrnun á hag og á getu til sjálfdæmis handa Norður- landi um eigin efni vil ég sízt flytja hrakspár, með þessum orðum. Slysum má afstýra. En ræðum ekki hér, hve sumum þætti óvandur eftirleikurinn, ef nú þokar engu saman, og mig langar í léttara hjal. Landshlutafóstrun sú, sem Gunnar skáld ann af heitu hjarta og ber samnorrænna, evrópskara skyn á gamall en velvilj uðustu vinstraafturhalds- menn í ungri kynslóð eru færir um, þarfnast forystu fyrir meiri hlutavaldi, sem brýnt væri að geta framleitt innan norður- og austurhelftarinnar á landinu, eina landsvæðisins, sem fóstrar arftekinn vilja til mótvægis við höfuðstaðarvald, þjóðríkinu til styrks og auðgunar. Því vill Þorraþula mæla með fylkjum, fyrirbyggja undirokun á lítil- magna eða hugsanlegum inn- fluttum verkalýð og það, að þegnar geti sagt sig úr lögum hverjir við aðra; þar talaði kon- ungurinn. (Framhald í næsta blaði). INGI TRYGGVASON: ÞUNGASKATTURINN OG DREIFBÝLIÐ KINDUR FINNAST, EN AÐRAR TÝNAST HVER sem verða eftirmæli þessa vetrar um það lýkur, verð ur hans minnzt, sem eins hins snjóléttasta á þessari öld — til janúarloka. Fé fennti til fjalla sl. sumar, og svo hefur eflaust orðið um einstaka skepnu bæði í haust og vetur, en fleiri lifað en löngum fyrr og allt til þessa dags. En það mun óvenjulegt að nokkur kind sé uppistand- andi og í fullum færum á alger- um útigangi í janúarlok hér í útsveitum sýslunnar. Skammt er síðan fregnh' bárust af fundi 3ja kinda úr vetrarvíti Leirdals heiðar og 4ra lamba úr löndum Keldliverfinga. Síðan hafa 8 Frá Húsmæðraskóla Akureyrar HÚ SMÆÐR ASKÓLANEFND- IN gengst fyrir fræðslufundum í skólanum. Fyrsta erindið verð ur n. k. fimmtudagskvöld 25. þ. m. kl. 9 og r það Aðalsteinn Jónsson efnafræðingur, sem talar um þvottaefn og meðferð gerviefna. Einnig svarar hann fyrirspurnum. Allir eru vel- komnir á fundinn og er aðgang- ur ókeypis, og er óskað eftir, að sem flestir sjái sér fært að koma. (Fréttatilkynning) -LAXÁRMÁL Á (Framhald af blaðsíðu 1) fara fram á Dettifosssvæðinu, sumarið 1969, hafi enn farið fram. Hins vegar hef ég hlerað, að á vegum Orkustofnunar hafi farið fram á síðasta ári rann- sókn á Jökulsá á Fjöllum, ekki um virkjun þar heldur á þvi, hvaða möguleikar væru á að veita þessu fljóti austur á land. Og engin athugun hefur farið fram á Skjálfandafljóti, svo ég viti til. Þannig er unnið að þess- um málum og á þessu sést hvernig forysta þjóðarinnar er í reynd, og hvernig fjármunum hennar er varið. Á þessu sézt, að hér er fyrst og fremst um að kenna forystu þjóðarinnar í þessum málum, hvernig nú er komið um raf- orkuskortinn í Norðurlandskjör dæmi eystra. Það er sjálf yfir- stjórnin, sem hefur brugðizt í þessu máli, eins og mörgum öðrum á liðnum árum, og þang- að er fyrst og fremst að leita orsakanna fyrir því, hvernig þessum málum er komið. Við þingmenn Framsóknar- flokksins vorum ekki spurðir ráða eða til okkar leitað í þessu máli, fyrr en það var komið í harðan hnút og ríkisstjórnin þarf ekki að ganga þess dulin, að ég tel að hún hafi fyrst og fremst bundið þessa hnúta, sem valdið hafa Laxárdeilunni og Félagsvist hjá ungmennafélögunum UNGMENNAFÉLÖGIN fram- an Akureyrar hafa ákveðið að koma á þremur spilakvöldum nú í vetur. Fyrsta spilakvöldið verður í Freyvangi augardag- inn 6. marz, hið næsta í Sól- garði 27. marz og lokakeppnin verður í Laugaborg laugardag- inn 3. apríl. — Veitt vrða kvöld verðlaun hverju sinni og einnig góð heildarverðlaun. p kindur fundizt hér um slóðir og skal að því vikið nokkrum orðum. — 20. þ. m. fóru 3 menn á tveim vélsleðum austur í Þeistareykja land og fundu þar tvær ær úr Kelduhverfi, voru þær í sand- græðslugirðingu í Þeistareykja- hrauni, vel á sig komnar. í öðru lagi fundu þeir þrjú lömb — tvær gimbrar og einn hrút — í sandgræðslugirðingu, sem kennd er við Bóndhól; vestan af Gæsafjöllum, öll frá Gríms- stöðum við Mývatn, eigandi Haukur Aðalgeirsson. Þau voru talin í fullum færum. Þakka má mannshöndinni að mestu hvað þessar kindur voru vel á sig komnar, en í meðalsnjóavetri hefðu þær sennilega verið fenntar. Tveim dögum síðar en þetta gerðist bar það við er mörgum þykir mestri furðu gegna. Þá fundust þrjár veturgamlar ær frá Helgastöðum í Reykjadal bæja í milli í utanverðum Aðal- dal, er eigi höfðu í hús komið á þessum vetri. Þetta var í Hafralækjarlandi og víst að þær voru þar eigi þegar fé var tekið þar í hús á gjöf og inni- stöðu. Líkur eru til þess að þær hafi annað tveggja, dulizt í skóg inum vestan í Fljótsheiði, elleg- ar lent út í Aðaldalshrauni, en þar er mjög vandleitað, úfnir hraunkambar og skógavíðátta, sumar jarðir sauðlausar er eiga ALÞINGI . ■ . beri því höfuðábyrgðina á því, hvernig nú er komið, og að henni beri að leysa þá deilu, enda ekki á annarra færi. Hvað sem um framhald á virkjun á Laxá verður, þá á að reisa næstu virkjun fýrir norð- an, en ekki fyrir suhnan. Þar er nú tilfinnanlegur raforku- skoifur, eins og margdft hefur komið fram í þessum umræð- um. Fyrir því munum við Fram sóknarflokksmenn í Norður- landskjördæmi eystra hefja harða baráttu að fá þetta fram, sé þess nokkur kostur. Ég ætlast ekki til þess, að neinn dmgi þær áætlanir af því, sem ég hér hef sagt, að ég slái því föstu að ekki megi virkja meira en orðið er í Laxá eða þar sé' óhætt að virkja að einhvei-ju vissu marki. Ég hef ekki þekkingu á því atriði. En um hitt ættum við að geta orð- ið sammála um, að eíns og í öllum málum veí-ður að fara að lögum og ekki sízt hæstvirt rík- isstjórn. En hefur það verið gert? Bendir úrskurður. Hæsta- réttar til þess? Er ekki sá úr- skurður byggður á því, fyrst og fremsfc, að undirbúningur hafi verið of skammt á veg kominn þegar ráðherraleyfið var gefið? Þrátt fyrir öll mistök Vona ég, að það sé ekki miklu hætt, þó að takmörkuð virkjun, sem miðuð væri vig þær sérstæðu aðstæður, sem þarna eru fyrir hendi, væru gerðar í Laxá á meðan veriö væri að undirbúa aðra virkjun í 'Skjálfaridafljóti eða Jökuísá á Fjöllum. Hitt undirstrika ég alveg sérstak- -lega, að ekkert slíkt verði gert nema með fullu samkömulagi við landeigéndur, því að ég lít svo á, að þó að menn séu fátæk- ir, og eignir þessara landeig- enda séu e. t. v. ekki metnar hátt, eftir mælistiku valdhaf- anna, þá er þetta þeirra land, þeirra eign og fátæki maðurinn hefur líka sinn rétt □ land að því, og fénaðarferð víð- ast minni en áður. Þetta dæmi sýnir þörf at- hafna er engum mun hafa kom- ið til hugar fáum áratugum fyrr. Stofna þai'f einskonar slysavarnafélög til tryggingar því að sauðfé hrekist ekki von úr viti og farist bæja í milli þegar vetrar. Sveitarstjórnir annast göng- ur og eftirleitir og hafa nóg á sinni könnu, og þó ábúanda hverrar jarðar beri að smala land sitt, og eigendum lönd eyði býla, þá verður því aldrei full- treyst. Þótt þetta varði ekki' fjárhag nema fárra manna, þá er miskunnsemin óðal allra. Búnaðarfélög og sambönd virð- ist helzti aðili þessa máls að því er tekur til fjárhagsins, en ann- ars er hér meir komið undir mannúð en nokkru öðru. Skipu- lags þarf hér við og sveitafólki ætlandi öðrum fremur. Því nefni ég búnaðarfélögin. Þessar þrjár Helgastaðaær hefðu fund- izt mörgum vikum fyrr ef sam- tlaka gætti og dálítill hópur bjargast er nú mun farast ár hvert verði ekki aðhafzt. Fjalli 30/1 1971. K. Indriðason. Á SÍÐASTLIÐNU sumri voru settir gjaldmælar í dísilbifreiðar 5 tonn eða meira að eigin þyngd. Þá var einnig ákveðin gjaldskrá, þar sem kveðið er á um upphæð þungaskatts fyrir hvern ekinn kílómetra, mismun andi eftir þyngd bifreiðarinnar. Sýndist mörgum sanngjarnt, að þessi háttur væri á hafður um þungaskattsgreiðslur, enda mönnum á þennan hátt auð- veldað að eiga dísilknúnar vöru bifreiðar án þess að um mikla árlega notkun væri að ræða. Nú hefur komið í ljós, að bif- reiðar þær, sem annast vöru- flutninga allt árið, greiða háar upphæðir í þungaskatt, og hafa greiðslur þessara bifreiða stór- hækkað frá því, sem áður var. Á þetta m. a. við um mjólkur- flutningabifreiðar og bifreiðar þær, sem annast flutninga til og frá aðalinnflutningshöfn landsins, Reykjavík. Komi til framkvæmda 50% hækkun á þungaskatti þessara bifreiða, sem samþykkt var á Alþingi nú fyrir jólin, hljóta flutningsgjöld að hækka verulega á næstu mánuðum. Hlýtur það að valda hækkandi verðlagi ýmissa nauð synjavara og auknum rekstrar- kostnaði atvinnufyrirtaekja úti á landsbyggðinni og torvelda samkeppnisaðstöðu þeirra, sem búa fjarri Reykjavíkursvæðinu. Gerðar hafa verið nokkrar Ingi Tryggvason. athuganir á þeim hækkunum þungaskatts, sem urðu á sl. sumri vegna breyttra aðferða við álagningu hans og svo af- leiðingum þeirrar hækkunar, sem ákveðin var í vetur. Sem dæmi má nefna, að þungaskatt- ur á 6 tonna vörubifreið var kr. Úr Laxárdal frá áriiiu 1970 LIÐIÐ ÁR var óhagstætt af- komu bænda hér í Laxárdal svo sem viðast hvar annars staðar, þó án stór áfalla. Veturinn var gjafafrekur, innistaða á fé var 22—24 vikur, þó voru ekki snjó þyngsli á móti mörgum öðrum hörðum vetrum. Gróður kom seint, fyrstu lambám ekki sleppt fyrr en í maílok. Kýr á gjöf framundir júnílok. Hey entust. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en um Jakobs messu. Spruttu víðast heldur lé- leg, kal þó ekki stórfellt borið saman við aðrar sveitir, þó nokkuð land allt í allt. Heyskap artíð misfellasöm, en nýting við hlýtandi á mestu af heyjum. Snjór 3 fyrstu daga í septem- ber svo ekki var hægt að slá. Svo vont veður var 9. október að fé var smalað og hýst. Fé tekið í hús 12.—13. nóvember. Fé rýrara en undanfarin ár, og átti hin sérlega kalda og úr- komusama tíð í júlí og frá 25. ágúst sinn þátt í því. Bústofn minnkaði hjá-flestum, en hvergi mikið. Byggingar voru engar á ár- inu, en eru ráðgerðar á þessu ári hjá tveim til þremur bænd- um. Vegaviðhald sama sem Frá aðalfundi Iðju á Akureyri AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, var haldinn sl. sunnudag í Al- þýðuhúsinu. Starfsemi félagsins hefur verið með mesta móti á árinu og í skýrslu formanna kom fram að atvinna fyrir iðn- verkafólk hefur verið mikil, aðallega vegna tilkomu hinnar nýju Sútunarverksmiðju og al- menn fjölgun starfsfólks í öðr- um starfsgreinum. í stjórn voru kosnir: Jón Ingi marsson formaður, Hallgrímur Jonsson varaformaður, Páll Ólafsson ritari, Þorbjörg Brynj- ólfsdóttir gjaldkeri og Ingiberg ekkert, en von um úrbætur á því á þessu ári. Mikilli möl ýtt upp en ekki notuð nema lítið. Jóhannesson meðstjórnandi. — Varastjórn: Páll Garðarsson, Guðbjörn Pétursson, Margrét Jónsdóttir og Sigurður Ólafs- son. Trúnaðarmannaráð: Adam Ingólfsson, Árni Ingólfsson, Gestur Jóhannesson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Indriði Hannesson og Hrefna Svanlaugsdóttir. — Varamenn: Skúli Sigurgeirs- son, Margrét Lútersdóttir, Bjarni Sigurðsson og Krist- björg Halldórsdóttir. Endurskoðendur fólagsreikn- inga Árni Ingólfsson og Sveinn Kristjánsson. Til vara Sigurður Hinn 13. nóvember varð Pét- ur Jónsson bóndi í Árhvammi bráðkvaddur að heimili sínu, og var jarðsettur að Þverá 23. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Pétur var fæddur að Auðn- um 28. febrúar 1900 og því á 71. aldursári er hann lézt. 1. janúar 1926 kvæntist hann eftir lifandi konu sinni Régínu Frí- mannsdóttur og eignuðust þau 11 börn, eru 8 þeirra á lífi. Þau bjuggu fyrst 2 ár á Þverá en fluttu á hálfan Kasthvamm 1928 og bjuggu þar til 1939 er þau reistu nýbýlið Árhvamm á þeim hluta af jörðinni sem þau höfðu búið á og bjuggu þar síðan. Þar er nú vel byggt yfir fólk, fénað og hey og rætkun mikil. Péturs var minnzt í tilefni af sjötugs- afmælis hans í fyrra af kunnug- um manni. Einnig var hér í Degi birt skemmtilegt viðtal sem ritstjórinn átti við Pétur í sumar, einnig verðui' hans minnzt nú við andlátið. Ég bæti ekkj um fyrir þessum mönnum, en þakka nú að leiðarlokum ára tuga sambýli og samvinnu á mörgum sviðum. G. Tr. G. 17.250.00 fyrstu 6 mánuði ársinu 1970. Með óbreyttum reglum hefði slík bifreið greitt kr. 34.500.00 á árinu. Mjólkurflutn- ingabifreið, sem ekur 110 km. dag hvern, eða ca. 40.000 km. á ári, ætti með 50% hækkun frá síðustu áramótum að greiða ca. 75.000.00 í þungaskatt árið 1971, og er það miðað við 6—7 tonna þyngd. Mun meiri verður hæki: unin á lengri akstursleiðum. Reiknað hefur verið út, aÖ þungaskattsgreiðsla þeirra bii* reiða, sem flytja mjólk úr Vest- ur-Skaftafellssýslu á Selfosu hækki úr ca. kr. 140.000.00 árið 1969 í kr. 520.000.00 árið 1971, ef hækkunin frá í vetur kemur að fullu í framkvæmd. Tíu tonna bifreið, sem fer 75 ferðir milli Reykjavíkur og Akureyi ■ ar á ári, greiddi árið 1969 kr. 44.500.00 í þungaskatt, en greiðsla slíkrar bifreiðar ætti að vera um kr. 235.000.00 árið 1971. Nú má á það benda, að mikliii vöruflutningar með þungum bit reiðum auka álagið á vegina, og; vissulega þurfa vegirnir mikiíi fé bæði til viðhalds og uppbygg' ingar. Eðlilegt er, að fjármagn til þessa komi af þeim gjöldum, sem lögð eru á bifreiðainnflutn- inginn og notkun bifreiðanna. Stór átök verða þó ekki gerð i vegamálum nema með erlendu lánsfé. En kostnaður við gerð þjóðvega á ekki að hvíla með mestum þunga á herðum þeirra, sem búa fjærst aðalmarkaði og innflutningshöfn. Eins og fyrv segir, hefur flutningskostnaður mikil áhrif á framfærslukosnaci og rekstrarafkomu atvinnufyrir tækja. Það þarf því að finna leiðir til að létta þungaskatts- byrði þeirra vöruflutningabif-. reiða, sem leysa af heridi nauð- synlegustu þjónustu við larids- byggðina og miða flútriings- gjöld sín við stöðuga notkun allt árið eftir því sem færð og' veður framast leyfa. Ef okkuj.’ er alvara með að viðhalda byggð og auka hana til dæmis á Norðaustur- og Austurlandi, þá er fátt brýnna en að bætá samgöngur og deila eftir föng- um kostnaðinum af því að búa í stóru landi sem jafnast niður á alla landsmenn. Örar og ör- uggar samgöngur við innflutn- ingshafnir og milli markaðs og framleiðslusvæða, hvort sem er á sumri eða vetri, eru algjör grundvallarskilyrði fyrir eðll- legri atvinnuþróun í landi okk- ar. Og það mun sýna sig, ad verði þessi aðstöðumunur fólks- ins í landinu enn aukinn frá þv.i sem nú er, verður það engra hagur en ailra tjón. □ FRÉTTABRÉF AUSTAN ÚR REYKJADAL Verðlaunum heitið AÐFARANÓTT aðfangadags jóla sl. var snjókeðjum stolið úr mjólkurbíl Fnjóskdæla á bíla- stæði sunnan Strandgötu á Ak- ureyri. Þetta voru tvær tvö- faldar keðjur sem nýjar, og tvær einfaldar keðjur með þétt- um þverböndum af tveimur gerðum, og voru sum þverbönd in af gadda-gerðinni, grennri en hin. Mjókurdeild Fnjóskdæla heit ir 10.000 kr. — tíu þúsund krón- ur — launum hverjum þeim, sem fyrstur getur veitt lögregl- unni á Akureyri vitneskju, sem leitt gæti til þess að þjófnaður þessi yrði uppvís. □ Karlsson. Auk hins venjulega starfs, kaupgjaldsbaráttu o. fl„ voru samkomur haldnar á vegum fé- lagsins og var þátttaka allgóð. Þá efndi félagið til þriggja skemmtiferða, þar með talin 6 daga orlofsferð um Vestfirði. Iðjublaðið var gefið út 6. árið í röð, og margt fl. Úr sjúkrasjóð- um félagsins voru greiddar kr. 582.260.00 á árinu. Hagnaður fé- lagsins á árinu nam alls kx. 1.916.039.43. Hrein eign félags- ins í árslok var kr. 8.622.255.08. Félögum fjölgaði á árinu um 192 og eru nú alls 871 félags- maður. Aðalfundurinn var afar vel sóttur. (Fréttatilkynning ) (Framhald af blaðsíðu 8). er komu fram, ágætar viðtökur. Fimmtugsafmæli átti sl. sunnudag Ingi Tryggvasóri bóndi og kennari á Kárhóli í Reykjadal. Hann er borinn og barnfæddur Reykdælingur, lauk kennaraprófi 1942 og stund aði síðan framhaldsnám í Dan- mörku og Englandi. í rúma tvo áratugi hefur hann gegnt kenn- arastarfi við Laugaskóla og jafn framt reist nýbýlið Kárhól, þar sem nú er eitt stærsta bú hér í sveit. Ingi hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í sveit og hér- aði, var t. d. 3 ár formaður Hér- aðssambands S.-Þing„ í hrepps- nefnd sl. 5 ár og veitti forstöðu Sparisjóði Reykdæla síðan 1952 og var forgöngumaður að stofn- un hans. Fulltrúi á þingi Séttar- sambands bænda er hann síðan 1963 og í stjórn þess síðustu 2 ár. í yfirnefnd verðlagningav landbúnaðarvai’a var hann 1967 og 1968. Nú í vetur hefur hann leyfi frá kennslu og starfar á vegum búnaðarsamtakanna með búsetu í Reykjavík. Kona hans er Anna Þorsteinsdottr:.' húsmæðrakennari og eiga þaa 5 syni. Ingi Tryggvason vai’ heima á afmælisdaginn og heim, sóttu hann margir. i Á gamlárskvöld opinberúðu trúlofun sína Hjördís Stefáns- dóttir frá Húsavík, kennari vii> Húsmæðraskólann og Haukur Tryggvason á Laugabóli :I Reykjadal. G, C4,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.