Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 1
/ FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Frá ársþinginu. Sveinn Jónsson í ræðustóli. Ársþing Ungmennasamb. Eyjafjarðar DAGAR líða og ár, og enn er kominn 1. maí. Að þessu sinni telja verka- lýðssamtökin á Akureyri það höfuðnauðsyn að vara við þeirri óheppilegu þróun, sem orðið hefur í kjaramálum og leitt hef- ur til þess, að mikið bil er að verða milli einstakra stétta vegna tekjuskiptingarinnar í landinu. Þau benda á, að það virðist orðin viðtekin regla við hverja kjarasamninga, að þeir, sem hæst laun hafa fyrir fái mestar launahækkanir. Þetta veldur því, að laun sjómanna, almenns verkafólks, iðnverka- fólks og fleiri starfshópa fara hlutfallslega lækkandi ár frá ári, en ýmsar aðrar stéttir, og þá ekki sízt fjöldi embættis- manna hins opinbera, fá marg- faldar kauphækkanir og verða forréttindastéttir í landinu. Ríkisvaldið lítur þessa þróun með velþóknun og stuðlar að henni, en verkalýðssamtökin hafa til þessa ekki reynzt nógu sterk til að sporna gegn henni. UIINIMUIIillllillHIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIimmillUHIiillHIJ I Innheimtar ríkistekjur j 1 (skattar og einkasölu- [ jgróði) voru áætlaðar [ 16.241 millj. árið 1968. j |En 11.535 milljónir ór-j jið 1971. Hækkun á 3| [árum: 5.294 milljónirj | króna. | ÓuUHHUIIIIIUHUHHUUIUIIHIHIUIUIinUIHHIIIMII >* Heiðraðir KURT Sonnenfeld ræðismaður á Akureyri og Jón Sigurgeirs- son skólastjóri voru heiðraðir af sendiráðsfulltrúa ambassa- dors V.-Þýzkalands hinn 17. apríl sl. Fór athöfnin fram á 10 ára afmæli Þýzk-íslenzka félagsins hér í bæ. Á myndum er sendiráðsfull- trúinn, dr. G. Weber, ásamt heiðursgestunum. □ Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum neitar verkafólk að vinna yfirvinnu nema sér- stök nauðsvn sé á til að bjarga verðmætum frá eyðileggingu. Hjá okkur er rifizt um að fá að vinna yfirvinnu, vegna þess að það er eina leiðin til að geta lát- ið launin nægja fyrir nauðsyn- legum útgjöldum. Við segjum, að hér sé vinnuvikan 44 stundir, en hún er yfirleitt miklu lengri nema aðeins á pappírnum. Enn eru auðug fiskimið við land okkar, þó að þau séu í stöðugri hættu vegna ásóknar fjölda þjóða, og við segjum hreykin frá því, að sjómenn okkar færi margfaldan afla að landi miðað við sjómenn ann- arra þjóða. Samt eru sjómenn okkar láglaunamenn miðað við fiskimenn nágrannalanda, og vegna lélegra kjara fækkar þeim ár frá ári, sem vilja gera sjómennsku að atvinnu sinni. Á hótíðastundum heyrast menn tala um, að hér sé komið velferðarþjóðfélag og verkalýðs félögin þurfi jafnvel ekki leng- ur að leggja megináherzlu á lífs kjarabaróttuna, heldur geti þau snúið sér að öðrum verkefnum. Við lítum svo á, að því miður sé þetta ekki rétt. Ofugþróun í kjaramálum (Framhald á blaðsíðu 7) TALIÐ er, að 3—5000 fuglar hafi fengið olíu í fiðrið úr brezka togaranum Cesari, er strandaði fyrir skömmu á Arn- arnesi við ísafjarðardjúp. En þeir fuglar eru allir dauðir eða dauðadæmdir. Talið er þó, að meiri olía renni ekki í sjóinn úr togaranum nema að hann brotni. En um borð eru 150— 160 tonn af svartolíu. Tvö norsk björgunarskip eru á leið til íslands og ætla að reyna að bjarga hinu strandaða skipi og verður hið fyrra komið á strandstað annað kvöld. En björgun er háð því, að veður haldist gott næstu daga, og á veðrinu veltur það líka, hvort meiri olíumengun verður vest- ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar, hið fimmtugasta, var haldið í Barnaskóla Sval- barðsstrandar 24. og 25. apríl sl. Forsetar þingsins voru Hauk- ur Halldórsson og Sigurður Sig mundsson, en ritarar Haukur Steindórsson, Magnús Kristins- son og Friðrik Friðriksson. Að- komnir gestir voru: Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFI, Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri UMFÍ, Sveinn Björnsson varaformaður ISÍ og Hermann Guðmundsson framkvæmda- ur frá og enn fleiri þúsundir æðarfugla og fleiri sjófugla falla í valinn vegna þessa at- burðar. Æðarfuglinn kemur nú senn til varpstöðva sinna og bjarg- fuglinn vitjar sinna hamra- stalla. □ stjóri ÍSÍ. Fluttu þeir allir ávörp, ræddu m. a. málefni sinna samtaka og svöruðu fyrir- spurnum. Einnig afhenti vara- formaður ÍSÍ þeim Sveini Jóns- syni og Þóroddi Jóhannssyni, þjónustumerki ÍSÍ, sem viður- kenningu fyrir störf þeirra T þágu íþróttasamtakanna. I skýrslu stjórnar UMSE, sem lögð var fram á þinginu, kom 'í ljós, að starfsemi sambandsins hafði verið margþætt. Mest var starfað á sviði íþrótta. Má þar nefna mikla íþróttakennslu, staðið var fyrir fjölda íþrótta- móta og keppendur sendir á mörg mót utan héraðs, oft með góðum árangri. Komið var á sumarbúðum fyrir börn, farið í landgræðsluferð, unnið að bindindismálum og staðið fyrir skemmtanahaldi. — Reikningar sýndu fremur lélegan fjárhag UMSE. íþróttamótum með svipuðum hsétti og áður, og standa fyrir sumarbúðum. Lögð var áherzla á, að gera þátttöku UMSE í Landsmóti UMFÍ á Sauðár- króki nú í sumar, sem glæsileg- asta og átak skyldi gert til að efla starfsíþróttir í héraðinu. Á þessu þingi var rætt um „Trimmið“. Var m. a. samþykkt áskorun til forráðamanna skól- anna á sambandssvæðinu, um að koma á sérstökum útivistar skokktímum fyrir nemendur á hverjum kennsludegi. Einnig var skorað á forráðamenn sveit- arfélaga, að sjá til þess, að íþróttamannvirki, svo sem sund (Framhald á blaðsíðu 6) DauSðslys Blöðin komð Gunnarsstöðum 30. apríl. Nú hlýtur vorið að vera að koma. Að minnsta kosti hefur ekki verið svona vorlegt í lofti hér í mörg ár. Það er sunnangola og 6—8 stiga hiti. Af aflabrögðum Þórshafnar- báta er það að segja, að bát- arnir eru hættir með þorska- netin og farnir á grásleppu, en hún er heldur treg. Rauðanesið kom í vikunni með 40—50 tonn. Vegirnir eru blautir og hol- óttir, en þó færir jeppunum okkar, við ökum ekki á fólks- bílum hér. Sauðburður hefst víðast hvar í sveitinni um miðjan mánuð- inn, en í þorpinu eru komin nokkur lömb. Eina konu veit ég um, sem á nokkrar kindur sér til dægrastyttingar og hjá henni eru þrjár ær bornar og það sjö lömbum. Þá er vert að minnast á póst- inn. Haan er ajax lengi á leáð- Ársþingið gerði starfsáætlun í stórum dráttum fyrir yfir- standandi ár, én hér verður stiklað á stóru. Ákveðið var að halda uppi íþróttakennslu eftir því sem tök væru á, koma á 3ja vikna inni til okkar, blöðin eru iðu- lega orðin 3 vikna gömul, þegar við fóum þau og fundarboð koma aldrei fyrr en löngu eftir að fundurinn er búinn. Ekki er það vel gott. Ó. H. Um 1300 bílar HAGSTOFA íslands hefur látið frá sér fara skýrslu um fjölda bifreiða, sem tollafgreiddar hafa verið fyrstu þrjá mánuði árs- ins og einnig af hvaða tegund- um þær eru. Meðtaldar eru þá einnig bifreiðar, sem Sölunefnd varnarliðseigna hefur látið frá sér til skrásetningar hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins. Alls hafa verið fluttar inn 1.276 bifreiðar á þessu tímabili. Bílarnir skiptast niður, sem hér segir: Nýir bílar eru 1.051, motoðir 99, mýir sendiferðabfiar SÍÐUSTU fimmtudagsnótt varð það slys í Leirhöfn, að þrítugur maður, Jóhann V. Kristjánsson, drukknaði. Var hann, ásamt tveimur öðrum, að fara fram í bát, á lítilli skektu, er hvolfdi með fyrrnefndum afleiðingum. Jóhann var ókvæntur. Þessi sorglegu tíðindi sagði Kristján Ármannsson kaup- félagsstjóri á Kópaskeri. Enn- fremur, að 7 bátar stundi nú grásleppuveiði frá Kópaskeri og væru þeir farnir að afla vel. Vegirnir eru sæmilegir ennþá, en flutningar þó háðir þunga- takmörkunum. □ frá áramótum 67 og notaðir 8, vörubílar 45 og notaðir 22 og bílar af öðrum tegundum eru 3 — eða samtals 1.276. Séu bílarnir flokkaðir eftir tegundum er Cortina hæst eða 256 bílar, þá Volkswagen 1300 112 bílar, Volkswagen 1302 75, 58 Volvo 144, 34 Fiat 125, 28 Volkswagen 1200, 26 Fiat 850, 24 Land Rover, 23 Vauxhall Viva, 22 Sunbeam Hunter og 21 Volkswagen 1600. Aðrar teg- undir voru innan við 39 ian- flluitte biia. ö Þúsundir fugla drepast af völdum olíu fyrir vesfan Ávarp verkalýSssamfaka á Akureyri 1. maí 1971

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.