Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 6

Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 6
- Barnaskóli Akureyrar 100 ára (Framhald af blaðsíðu 5). 1 Sá hluti byggingarinnar sem tekinn var í notkun 1930 full- nægði þá vel þörfum. bæjarins og sá stórhugur sem fólst í allri byggingaráætluninni er aðdá- unarverður, og geri ég ráð fyrir að Steinþór Guðmundsson hafi átt þar hlut að máli, þótt hann léti af skólastjórn árið 1929. Árið 1930 tók Snorri Sigfús- son við skólastjórn. Þrátt fyrir kreppu í atvinnumálum var mikil grózka í skólamálum á fjórða tug aldarinnar, og þá ekki sízt undir stjórn Snorra. Árið 1931 voru nemendur skólans 339, þá hélt skólinn í fyrsta skipti „skólaskemmtun" fyrir almenning og hefir sú venja haldizt síðan. Árið 1932 var Árdalssjóður stofnaður til styrktar námsferð um skólabarna sem farnar hafa verið á hverju ári síðan, að einu undanteknu. Sparifjársöfnun hófst í skól- anum árið 1932 og var hún snið- in eftir erlendri fyrirmynd og var undanfari þeirrar sparifjár- söfnunar skólabarna, er Lands- bankinn stendur nú fyrir. Árið 1932 hófust mjólkur og lýsisgjafir í skólanum og var ekki vanþörf á því. Við skóla- skoðun árið áður kom í ljós að 10% af nemendunum höfðu létzt á skólatímanum. Barna- skóli Akureyrar er brautryðj- andi hér á landi hvað þetta snerti. En hvernig hefir þá heil- brigðisþjónustu verið háttað í skólanum? Sennilega hafa skólabörn fyrst fengið tannlækningar árið 1915. Eftir að skólinn flutti upp á brekkuna var um skeið að- staða til tannlækninga í skóla- húsinu en nú fara þær fram á tannlæknastofum bæjarins. Árið 1928 starfaði Sigríður Bachmann hjúkrunarkona hér í bænum á vegum Rauða kross- ins og hafði hún þá einnig í hendi nokkurt eftirlit í skólan- um og síðan var það aukið. Ljósböð hófust í skólanum árið 1938 en hafa nú verið lögð nið- ur. Hjúkrunarkona er daglega í skólanum, og svo hefir það ver- ið undanfarna áratugi. Hin síð- ari ár hafa nemendur verið heyrnar- og sjónprófaðir með tækjum sem Lionsfélagar á Ak- (Framhald af blaðsíðu 1). laugar yrðu opnar almenningi til „Trimm“-æfinga. Þeirri ábendingu var beint til viðkomandi ráðamanna í hérað- inu, að þeir gættu þess við byggingu íþróttamannvirkja að þau verði þannig úr garði gerð, að unnt verði að nota þau til löglegrar íþróttakeppni. Þingið lagði áherzlu á aukna bindindisfræðslu og fagnaði banni á tóbaksauglýsingum. Samþykkt var að auka starf við landgræðslu og landvernd. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt samhljóða: „50. þing UMSE fagnar heimflutningi handritanna og þakkar öllum þeim, sem studdu að farsælli lausn handritamálsins. Jafn- framt heitir þingið á alla ung- mennafélaga að standa traustan vörð um íslenzk þjóðarverð- mæti og fornan menningararf.11 Á næsta ári verður UMSE 50 ára. Á þinginu var kosin 5 manna afmælisnefnd, sem und- irbúi, í samráði við stjóm sam- bandsins, hátíðarhöld af því til- efni. Var rætt um að athuga möguleika á að koma á Eyfirð- ingavöku í sambandi við afmæl ureyri gáfu barnaskólum bæjar ins sameiginlega. Auðvitað hef- ir svo héraðslæknir eftirlit með þessum skóla eins og öðrum skólanemendum. Hvað er að segja um tónlist og söng í skólanum? Aðal söngkennarar skólans frá upphafi hafa verið þessir menn: Magnús Einarsson, org- anisti, Áskell Snorrason, tón- skáld, Björgvin Guðmundsson, tónskáld, Björgvin Jörgensson og Birgir Helgason. Þessi nöfn ættu að nægja til að sanna að meiri rækt hefir verið lögð við söng og tónlist heldur en gert er ráð fyrir í þröngum ramma laganna. Enda er söngur ómissandi þáttur í skólastarfinu, eins og raunar í öllu daglegu lífi. Auk venju- legra söngtíma hefir ætíð verið starfandi barnakór í skólanum, sem oft hefir komið fram á skólaskemmtunum, við guðs- þjónustur og í útvarpi og sjón- varpi. Árið 1954 fór kór skólans til Noregs og söng þar á nokkrum stöðum við mjög góðar undir- tektir. Stjórnandi var Björgvin Jörgensson. Þetta var fyrsta söngför íslénzkra barna til út- landa. 1 Lúðrasveit drengja var stofn- uð hér 1958 og naut hún ágætr- ar þjálfunar Jakobs Tryggva- sonar í 4 ár. Sveitin lék innan og utan b'æjar við góðar undir- tektir, ineðal annars í Reykja- vík. Árið 1958 eignaðist skól- inn 15 fiðlur og fiðluleikur var kenndur á vegum skólans í nokkur ár, en síðar færðist starfsemi lúðrasveitarinnar og fiðlukennslan til annarra aðila. Árið 1946 var mikil breyting á fræðslulögunum. Þá var skóla skyldan lengd í 8 ár og efsti bekkurinn tekinn af barnaskól- anum og fluttur í Gagnfræða- skólann. Árið 1947 hvarf Snorri frá skólanum og Hannes J. Magnús son tók við skólastjórn. Skólaárið 1955—1956 voru nemendur í skólanum 921 og haustið 1957 hóf Oddeyrarskól- inn starf með 230 nemendum. Síðustu árin sem öll börn bæjarins sóttu Barnaskóla Ak- ureyrar fór kennslan fram á þremur stöðum. ið. Þá var einnig ákveðið að gefa út vandað afmælisrit. Umf. Æskan á Svalbarðs- strönd hafði veg og vanda af, að taka á móti þinginu. Var öll fyrirgreiðsla félagsins veitt af mikilli prýði. I þinglok bauð félagið öllum fulltrúum til ágætrar veizlu og stýrði for- maður félagsins, Haukur Hall- dórsson, þeim fagnaði. Við það tækifæri var umf. Svarfdæla, Dalvík afhentur „Sjóvábikar- inn“ til eignar, en félagið hefur orðið stigahæst á mótum UMSE sl. þrjú ár. Umboð Kristjáns P. Guðmundssonar, Akureyri, gaf þennan grip. Innan UMSE eru nú 15 félög, með rúmlega 1000 félagsmenn. Stjórn sambandsins var öll endurkosin, en hana skipa: Sveinn Jónsson formaður, Haukur Steindórsson ritari, Birgir Marinósson gjaldkeri, Páll Garðarsson varaformaður og Sigurður Jósefsson með- stjómandi. í varastjórn em: Sigurður Sigmundsson, Hauk- ur Halldórsson og Vilhjálmur Björnsson. — Framkvæmda- stjóri er Þóroddur Jóhannsson. Árið 1949 var tekin í notkun ný viðbótarbygging við gamla skólahúsið, en ekki var hún gerð samkvæmt teikningunni frá 1930. Við þessa byggingu batnaði mjög aðstaða til ljós- baða og annarar heilsugæzlu auk þess sem í henni eru fjórar kennslustofur. Hvað vilt þú segja um sam- band heimilanna og skólans? Árið 1932 hóf hér göngu sína blað er Boðberinn nefnist. Hann kemur enn út þegar ástæða þykir til og flytur heim- ilunum upplýsingar frá skólan- um. Foreldrafundir fara fram þar sem tiltekin atriði í skóla- starfinu eru kynnt og rædd, for eldrar heimsækja skólann og ræða við kennarana á svonefnd um „foreldradögum" og einka- samtöl fara fram, auk þess sem sumir kennarar fara í heimsókn ir til nemenda sinna. Nú á síðustu árum hafa sum- ar bekkjardeildir boðið foreldr- um á bekkjarskemmtanir, þar sem allir nemendur bekkjarins flytja skemmtiefni. Er nokkuð sérstakt að segja um félagslíf nemenda? Skólinn reynir eftir mætti að styrkja félagsstarfsemi barna og unglinga hér í bænum, án þess að ganga inn á verksvið æskulýðs- og íþróttafélaga sem fyrir eru. Félagslíf bekkjar- deilda er oft ágætt og margt þroskavænlegt tekið til með- ferðar. Flokkakeppni í sundi, fimleikum, skíðaíþrótt og knatt leikjum er fastur liður í skóla- starfinu og eru þá bekkjardeild irnar keppnisaðilar. Leikstarfsemi er stundum góð, og fjöldin allur af bekkjar- blöðum hefir komið út í skól- anum, málfundir fara stöku sinnum fram, foreldraheimboð hefi ég áður nefnt, og þrír dans leikir fara fram á hverjum vetri. Auk þessa efnir hver bekkjardeild 12 ára barna til einnar kvöldvöku með veizlu- sniði. Ég hefi séð að hér eru nýstár leg vinnubrögð í teikningu og handavinnu. Getur þú gert grein fyrir þeim í stuttu niáli? Tauprent og stálskipasmíði, eins og við köllum þessa báta- gerð úr blikkinu, er nú ekki nýung. Þetta hefir verið gert hér og víðar um nokkur ár. Aftur á móti koma stöðugt fram nýjar gerðir af bátum o. fl. eins og eðlilegt er, þegar tímarnir breytast og kennararnir eru vakandi. Um teikninguna er það að segja að mér er ekki kunnugt um að gerðar séu annarsstaðar myndir úr plasti eins og hér má sjá. Annars hefir skólinn hérna sent teikningar á alþjóð- legar sýningar á barnateikning um m. a. til Japan og hlotið við- urkenningar fyrir, svo ég held að hér sé vel að verki staðið í þessum efnum. Hafa nokkrar nýjar fram- kvæmdir verið á döfinni í sam- bandi við skólabygginguna eða í skólastarfinu hin síðari ár? Já, sem betur fer hafa á und- anförnum árum ferið fram gagngerðar breytingar á skóla- húsnæðinu og þótt þetta gamla hús geti aldrei fullnægt öllum kröfum, sem gerðar eru til nýrra, góðra skólahúsa þá held ég að þær lagfæringar sem gerðar hafa verið hafi gjör- breytt allri vinnuaðstöðu til stórbóta, en mikið er ennþá ógert. Það yrði of langt mál að rekja hér þær breytingar, sem fram hafa farið, en margir bæj- arbúar þekkja þessa byggingu frá fornu fari og þeim er sjón sögu ríkari. - ÁRSÞÍNG UNGMENNASAMBANDS EYJAFJ. Um nýjungar í skólastarfinu hefir líka verið að ræða. Meðal annars má nefna að sálfræði- þjónusta hefir aukizt og að fyr- ir forgöngu þessa skóla voru skólaþroskapróf tekin upp hér vorið 1968 og vettvangsskóla- starfið sem hófst haustið 1970. Margt annað mætti nefna, en þetta fer nú að verða æði langt viðtal. Já, en 100 ára afmæli skeður aðeins einu sinni, svo mig lang- ar til að spyrja hvort skólinn geymi einhverjar heimildir um sögu liðinna ára? Ekki ber á öðru. Á Amtsbóka safninu eru til skjöl og fundar- gerðir er snerta skólann og í stofnuninni eru geymdar próf- bækur allt frá 1908 og prófverk efni eru til frá ýmsum árum frá 1922 til þessa dags. Ég hefi hót- að sumum ráðamönnum bæjar- ins að sýna „afreksverk" þeirra frá bernskuárunum ef þeir ekki stuðla að ríflegum fjár- framlögum til skólans á kom- andi árum! Þetta er nokkurs konar fjár- kúgun? Aðferðin er í tízku.'Fjárfram lögin fara hækkandi. Við skul- um ekki fara nánar út í þetta. Það varðar líklega við lög. Að lokum langar mig til að vita á hvern hátt þessa afmælis verður minnzt? í haust kemur út lítið rit, sem helgað verður barnafræðslunni í bænum síðastliðin 100 ár. Eiríkur Sigurðsson fyrrv. skóla stjóri skrifar bókina. Þetta verður í stuttu máli saga þeirra þriggja barnaskóla er starfa í bænum. Skólinn mun á næst- unni efna til samkomu þar sem söngur og tónlist verður uppi- staðan í dagskránni. Einnig eru ráðgerðar mjög fjölmennar leik fimisýningar í maí og svo venjuleg skólasýning. Síðar í sumar er gert ráð fyrir að setja upp yfirlitssýningu frá sögu skólans og mun hún væntan- lega verða opin í nokkra daga, segir Tryggvi Þorsteinsson að lokum, og þakkar Dagur svörin. HERBERGI til leigu. HAGLABYSSA til sölu. Uppl. í Hafnarstræti 88 að sunnan, austari dyr. RÁÐSKONA óskast fámennt sveitaheimili við Eyjafjörð. Má hafa með sér barn. Uppl. gefur Vinnumiðl- unarskrifstofa Akureyr- ar. TAPAÐ PENINGABUDDA tap- aðist á Ytri Brekkunni 23. apríl. Símanúnrer er skrifað í eitt hólfið. Fundarlaun. Júdit Jónbjörnsdóttir. Tapazt hefur PEN- INGAVESKI með 2.400 kr. — Finnandi skili því á afgr. Dags eða hringi í síma 2-14-47. Tapazt hefur Damas KVENÚR, sennilega í miðbænunr. Finnandi vinsamlega skili því á lögreglustöðina eða til Magnúsar í Raforku. BARNAKERRA með sikýli og svuntu óskast til kaups. Uppl. í síma 1-14-21 eða 1-21-22. Lítill SUMARBÚ- STAÐUR eða stór skúr, sem hægt er að flytja, óskast til kaups. Einnig Solo eldavél. Uppl. í sxma 2-12-42 kl. 16-17. Barnlaus hjón óska eftir ÍBÚÐ til leigu. Vinna bæði úti. Algjör reglu- semi. Uppl. í síma 1-10-92 á matmálstímum. Tveggja herbergja ÍBÚÐ eða herbergi með eldunarplássi óskast til leigu. Uppl. í síma 2-10-75 eftir kl. 19. Vil kaupa tveggja her- bergja ÍBÚÐ í Glerár- hverfi. Góð útborgun. Þeir, sem vilja selja slíka íbúð, gjöri svo vel að leggja inn á afgreiðslu Dags: nafn, heimilisfang og síma. — Merkt „Tvö herbergi“. . j ji j; . i l «• T |. . þ j að Ulugastöðum er nú opið allt árið til móttöku dvalargesta, en þar sem aðsókn er jafnan langmest mánuðina júlí og ágúst, hafa undirrituð félög ákveðið, að fram til 15. maí skuli þeir félagar, sem ekki hafa áður fengið afnot af orlofshúsum félaganna, hafa forgangsrétt til að sækja um dvöl þar í framangreindum mámuðum. Orlofsheimilið Móttaka umsókna hefst mánudaginn 3. maí á skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strandgötu 7 á Ak- ureyri, og skrifstofu Einingar í Ólafsfirði. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING, SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.