Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 7
7 Frá Bókmenniaklúhbi Akureyrar AÐALFUNDUR Bókmennta- klúbbs Akureyrar var haldinn í Amtsbókasafninu á Akureyri þann 28. marz sl. Eiríkur Sigurðsson, formaður klúbbsins, skýrði frá störfun- um á árinu. Gengist var fyrir bókasýningu í Amtsbókasafn- inu frá 15.—30. marz á bókum núlifandi rithöfunda á Akur- eyri og í Eyjafirði. Fjórar bók- menntakynningar höfðu farið fram. Árni Kristjánsson mennta skólakennari og Þóroddur Guð mundsson skáld frá Sandi höfðu flutt fyrirlestra um bók- menntir. Þá hafði farið fram kynning á ljóðum, sem félags- menn önnuðust sjálfir. Og nú nýlega fór fram kynning á ljóð- um Tómasar Guðmundssonar, þar sem skáldið las úr ljóðum sínum og Kristján Karlsson flutti erindi um ljóð Tómasar, en nemendur M. A. lásu úr Þeir Eiríkur Sigurðsson, for- maður klúbbsins, og Kristján frá Djúpalæk, ritari hans, báð- ust undan endurkosningu. í stjórn voru kosnir: Þórar- inn Guðmundsson formaður, Árni Kristjánsson, Magnea Magnúsdóttir, Lárus Zophonías son og Tómas Ingi Olrik. Vara- menn: Sverrir Pálsson og Gísli Jónsson. Á fundinum kom það fram, að menn væntu þess, að Höf- undarmiðstöðin gengist fyrir stofnun fleiri bókmenntaklúbba en þeirra tveggja hér og á (Framhald af blaðsíðu 4) Það er hrein fjarstæða, eins og ég hef vikið að áður. Að minnsta kosti er ég víst bæði fædd og alin með þeim „ósköp- um“, að hafa áhuga á opinberu stjórnmálalífi í landinu. Hins vegar er það öllum ljóst, að konur utan af landi hafa fæstar tök á því, þótt þær hefðu áhuga á, að sitja á Alþingi svo mánuð- um skiptir, jafnvel hálft árið, fjarri heimilum sínum. Það er eiginlega alveg fráleitur hlutur. En það eru fleiri stjórnmála- störf til en þingmennskan. Og þar geta konur lagt sitthvað af mörkum, því að heima í héraði eiga þær ekki að standa körlum að baki í pólitísku lífi. Allir vita, að þar sem konur leggja sig fram, munar um þær og má færa sterk rök að happasælli baráttu þeirra í ýmsum málum, einkum þar sem þær starfa í sérfélögum vegna einstakra málaflokka. En þetta þarf að breytast á þá leið, að konur taki virkan þátt í almennum félags- málastörfum hvar sem er með karlmönnunum, og á síðari ár- Sauðárkróki, sem hér eru starf- andi, svo að hægt verði á næsta ári að framkvæma samþykkt um verðlaunaveitingu með Davíðspenna fyrir beztu ís- lenzka bók ársins að dómi klúbbfélaga. um hefur raunar verið stefnt í þá átt, svo sem í stjórn sveita og bæja. Konur mega alls ekki loka sig alveg inni á heimilun- um, eins og of algengt er og engum til gagns. Og í samræmi við þessar skoðanir tókst þú sæti á lista okkar Framsóknarmanna? í samræmi við þetta hef ég unnið ofurlítið að félagsmálum, og í samræmi við þetta hafnaði ég ekki því boði, að taka sæti á framboðslista þess stjórnmála flokks, sem er sprottinn upp úr jarðvegi ungmennafélaganna og samvinnuhreyfingarinnar, set- ur manngildið ofar peningum, vill vinna að framförum lands- ins alls, að jafnvægi milli byggða og bættri afkomu fjöld- ans, en ekki aðeins fárra út- valdra, og hefur auk þess óvenju trausta forystu. Vegna þess, að flokkurinn hefur verið þessari stefnu trúr, vil ég vinna með honum á stjórnmálasvið- inu, og það munu margir vilja í þessum kosningum, segir frú Valgerður að lokum og þakkar blaðið svör hennar. E. D. - Konur eiga að ganga fram til félagsstarfa Akureyri síllti 21400 Samband isl.samvínnufélága Véladeild Ármúla 3, Hvíh. sími 38000 Eybír abeins Slítrum á 100 km tíl fafnaðar en véíin þó stœrrí og hraftmeiri en n&khru sínni fyrr! Vaúxhall Viva kemur nú á 13 tommu felgum. Övenju falleg og vönduð innrétting. Tvöfalt hemlakerfi. Frá- bærir aksturseiginleikar. Viva er framleidd af Generai Motors, stærzta bilaframleiðanda heims. Leitið nánari upplýsinaa. VELADEIU) ORÐ DAGSINS SÍMI 2-18-40. SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra- bíllinn — Brunaútkall, sími 1-22-00. SJÖTUGUR. Veturliði Sigurðs- son húsasmiður, Oddeyrar- götu 30, er sjötugur í dag, 1. maí. Hann er að heiman. — Dagur sendir honum árnaðar- óskir. AUGLÝSIÐ í DÉGI GJAFIR. Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hafa borizt þessar gjafir til minningar um Guðmund Karl Pétursson kr. 3.000 frá Önnu Björns- dóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Birni Jónssyni. Minningar gjöf um Kristjönu Jónsdóttur Syðra-Holti kr. 5.000 frá vin- konu. Áheit frá Margréti Magnúsdóttur kr. 2.000. Frá N. N. kr. 5.500. — Stjórn sjúkrahússins sendir gefend- um beztu þakir. — Torfi Guð laugsson. r - Avarp verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí (Framhald af blaðsíðu 1) verður að hætta, launajöfnuð- ur að verða miklu meiri, og þeim launajöfnuði verður að ná með stórbættum kjörum lág- launastéttanna. Það er grundvallarkrafa, að allir hafi það góð laun, að þeim nægi dagvinnutekjur til eðli- legs eyðslueyris. Yfirvinna á að verða ill nauðsyn en ekki eftir- sóknarvert fyrirbæri. Þar sem meginhluti allrar fjármunamyndunar í þessu landi grundvallast á sjósókn, ber að búa það vel að sjómönn- unum, að sjómennskan verði eftirsóknarverð atvinnugrein, en ekki starj, sem því aðeins sé sinnt, að enga vinnu sé að hafa í landi. Á þessu ári verður að gera stórátak í Iaunamálum. Stefna ber að því, að vinnuþrældómur verði úr sögunni, en stytting vinnuvikunnar raunhæf. Jafn- framt verði unglingum, öldruðu fólki og öryrkjum gefinn kost- ur á vinnu hluta úr degi. Ríka áherzlu ber að leggja á það að varðveita náttúrleg auð- æfi landsins og nýta þau, þar með talin miðin umhverfis land ið, fyrir fslendinga eina. Kappsamlega ber að vinna að eflingu iðnaðar og þannig, að höfuðáherzla sé lögð á upp- byggingu þess stóriðnaðar, sem byggist á fullnýtingu landbún- aðar- og sjávarafurða. Kröfur dagsins í stuttu máli: Vinnu fyrir alla, sem unnið geta, en burt með vinnuþrælk- un. Stórhækkað kaup fyrir lág- launastéttirnar. 40 stunda vinnuvika gefi líf- vænleg laun. Tryggt sé, að allir eigi þess kost að njóta orlofs. Betri tryggingar fyrir sjúka og aldraða. Alhliða eflingu innlendra at- vinnugreina. Stækkun fiskveiðilögsögu í a. m. k. 50 mílur fyrir 1. sept. 1972. Göngum heil til hátíðar, og strengjum þess heit að standa vel saman um þessar kröfur og aðrar þær, sem verkalýðshreyf- ingin verður að bera fram til sigurs. 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri 1971. - ÚR VÍTAHRINGNUM (Framhald af blaðsíðu 4) yrðu teknir upp í t. d. launa málum samvinnufélaganna og starfsmanna þeirra. Gæti orðið um jákvæða þróun að ræða, sem tæki vissulega sinn tíma, en ef að yrði, yrði hún áreiðanlega til mikilla bóta fyrir alla aðila. Það er fyrir löngu tími til þess kom inn að leiða kjaramál á ís- landi út úr þeim vítahring, sem þau eru í. Aukinn skiln- ingur — annars vegar á getu atvinnurekstrarins til að greiða laun og hins vegar á nauðsyn þess að láta laun- þegana njóta bættrar af- komu hans á hverjum tíma er líklegra en flest annað til raunverulegra úrbóta í þess- um efnum. Það er félagsleg skylda samvinnuhreyfingar- innar að taka þessi mál hið fyrsta föstum tökum. Það væri í samræmi við sögu hennar og markmið. □ HELGI STEFÁNSSON, bóndi, Þórustöðum, verður jarðsunginn frá Kaupangskirkju þriðju- daginn 4. maí kl. 14. o Vandamenn. Hjartans þakkir til allra þéirra, sem auðsýndu okíkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Skógarnesi. Sérstakar þakkir færum' við læknum og starfsliði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða hjúkrun og umönnun. Þórey Einarsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Svanhvit Jónsdóttir, Rósa Guðrún Jónsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.