Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 01.05.1971, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ur vítðhringnum FYRIR skömmu var hér í blaðinu vakið máls á „bonus“-fyrirkomulag- inu og bent á þá leið til atliugunar fyrir samvinnuverksmiðjurnar, í grein eftir Heimi Hannesson. I>ar segir m. a.: Oft gætir tortryggni í skiptum vinnuveitenda og launþega. Hefur þetta m. a. komið þanníg fram, að gjarnan hefur óskum launþega um kjarabætur verið þegar í stað svarað með þeim rökum, að atvinnuvegirn- ir þyldu ekki kauphækkun, en síðan hefur verkalýðshreyfingin gripið til ýmissa þeirra aðgerða, er ásamt af- stöðu vinnuveitenda hefur of oft leitt málin inn í vítahring verkíalla og sundurlyndis, sem skapað hafa öllum aðilum tjón. Það er ljóst, að það mundi mjög verða til þess að skapa bætt andrúms- loft í skiptum launþega og atvinnu- rekenda, ef fyrir lægi, að sú megín- stefna yrði höfð í fyrirrúmi, að laun- þegar fengju að njóta á einn eða annan hátt batnandi afkomu við- komandi atvinnurekstrar, um leið og kröfum yrði stillt í hóf þegar lak- ar gengur. Aðild launþega að stjórn fyrirtækja gæti verið einn þátturinn af ýmsum öðrum til að koma slíkum skilningi á, jafnhliða því sem hlut- lausar upplýsingar væru veittar um hag atvinnurekstrarins. Og slíkur skilningur myndi að sjálfsögðu leiða til kjarasamninga til lengri tíma en nú tíðkast. Spuming er, hvort ekki væri rétt fyrir samvinnuhreyfinguna að eiga frumkvæði í þessum efnum og að ýmsu leyti eru þegar fyrir hendi hjá samvinnuverksmiðjunum á Akur- eyri aðstæður til að kanna þessi mál í fullri alvöm. Það væri t. d. eðlilegt, að iðnverkafólkið í samvinnuverk- smiðjunum fengi að njóta þess, t. d. eftir áramótauppgjör, ef hagur verk- smiðjanna hefur farið verulega batn- andi. Mætti hugsa sér, að iðnverka- fólkið fengi greidd viðbótarlaun í samræmi við vinnu viðkomandi aðila á árinu, og hluta af liagnaði varið beinlínis í því sambandi. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um hversu slíkt skipulag mundi hafa hvetjandi áhrif á störfin og yrði til þess að skapa nýtt og hressandi andrúmsloft í skiptum stjórnenda og launþega. Að sjálfsögðu eru á þessu máli margar hliðar, sem þarf að ræða og kanna, en það væri vel, ef forystumenn samvinnulireyfingar- innar könnuðu þetta mál og hreyíðu því við iðnverkafólkið. Ef vel gengi, mætti hugsa sér, að svipaðir hættir (Framhald á blaðsíðu 7) Konur eiga að ganga fram til félagsstarfa segir frú Valgerður Guðmundsdóttir á Hrísum Barnaskóli Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) Barnaskóli Ak. 100 ára Rætt við Tryggva Þorsteinsson, skólastjóra ÞEGAR ekið er, sem leið liggur norður með Eyjafirði að vestan og til Dalvíkur, er bærinn Hrís- ar á hægri hönd og sá síðasti áður en farið er yfir Svarfaðar- dalsána. Bæjarstæðið er sér- kennilegt og hallar lítilsháttar frá bæjarhúsum niður að all- stóru vatni, Hrísatjörn, þar sem silungur vakir á kyrrum kvöld- um. En gengt vatninu og bæn- um eru bogadregnir melhólar, sem veita skjól og gefa landinu svip. Munu hólar þessir leifar ísaldar, og svipaðir álíka háum hæðum við Hörgá og Melgerðis melunum í Eyjafirði. En fyrr- um hefur Eyjafjörður verið lengri og svo allstórar víkur víða þar, sem nú er láglendi, svo sem í Svarfaðardal og við neðanverða Hörgá. Frá Hrísum blasir Svarfaðar- dalurinn við, háfjöllum girtur og greinist þegar framar dregur í Svarfaðardal og Skíðadal. Eftir þeim renna árnar tvær, sem sameinast og renna til sjávar við Böggvisstaðasand, ekki langt frá Dalvík. En til austurs frá Hrísum og skammt frá er Eyjafjörðurinn og Hrísey á honum miðjum. Húsfreyjan á Hrísum er frú Valgerður Guðmundsdóttir, gift Ingva Birni Antonssyni bónda þar, myndarkona, og skipar tólfta sæti á lista Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra við kosningar þær til Al- þingis, sem framundan eru í vor, en það hefur jafnan verið einskonar heiðurssæti á listan- um en ekki fyrr skipað konu. Þegar fundum okkar frú Val- gerðar bar saman nú fyrir skömmu, datt mér í hug að birta fyrst viðtal við hana, af þeim sem á listanum eru og færði það í tal. Tók hún því vel og kvaðst aldrei hafa vanizt því að fara í felur með skoðanir sín- ar á opinberum málum eða mál efnum kvenna. Þú ert ættuð að sunnan? Já, ég er fædd og uppalin í Mosfellssveit, bóndadóttir, og átti þar heima þangað til ég gifti mig og fór að búa. Faðir minn er Guðmundur Þorláks- son og móðir mín Bjarnveig Guðjónsdóttir. Hjá þeim ólst ég upp á Seljabrekku. f nágrenni við Halldór Lax- ness? Á næsta bæ. Hann er fæddur í Laxnesi en byggði svo Gljúfra stein, sem síðan varð frægur af skáldinu. Það er svona hálftíma gangur frá Seljabrekku að Gljúfrasteini. Er skáldið góður nágranni? Já, svo sannarlega og þau hjónin bæði, hvert öðru betra. Faðir minn er Mosfellingur og þeir Laxness þekkjast því vel og ræða margt er þeir hittast og þeir hafa alltaf verið kunn- ingjar. Halldór Laxness kemur oft heim, þegar hann er á sínum daglegu gönguferðum um ná- grennið. Oftast gengur hann við staf og oft er hundur með hon- um. Það þótti okkur hin ágæt- asta gestkoma þegar Laxness kom. Jafnan sagði hann eitt og annað, sem gaf manni umhugs- unarefni löngu eítir að hann var farinn, og stundum var hann svo kátur, að hann kom öllum í gott skap með fyndni sinni og frásögum. Og hann var aldrei eins og aðrir, mælti margt spaklega og sagði hlut- ina á allt annan hátt en bænd- urnir í kring og gat alltaf kom- ið manni á óvart í samræðum. Þú undir heima við algeng sveitastörf? Já, enda er gott að eiga heima í Mosfellssveit og ég undi ágætlega hag mínum, gerð ist einnig ljósmóðir í sveitinni, og ég gat ekki hugsað mér að eiga heima á öðrum stað. En þó fórstu í Svarfaðardal- inn? Það vildi nú svo til, að ég gift ist ráðsmanninum á Bessastöð- um, Ingva Birni Antonssyni, og fluttist þangað. Þar áttum við svo heima til 1968, að við flutt- Valgerður Guðmundsdóttir. um norður í fæðingarsveit hans og fórum að búa, á Hrísum, en þar var hann alinn upp, og þar eru börnin okkar fjögur að alast upp. Og hvernig unir þú þér á Norðurlandi? Ég kann vel við mig og miklu betur en ég nokkurn tíma þorði að vona, þótt einhvers sé að sjálfsögðu að sakna að heiman. Og ekki datt mér það í hug þeg- ar ég flutti norður og yfirgaf bæði Álftanes og mína heima- byggð, þar sem ég starfaði enn sem ljósmóðir þar til ég fór norður, að ég ætti eftir að fá heitt vatn í bæinn á Hrísum. En hitaveita Dalvíkur liggur rétt við bæinn hjá okkur og við fengum auðvitað strax heita vatnið til afnota. Mosfellshrepp urinn er mesti jarðhitahreppur EKKI getur hjá því farið, að menn sjái í svip nýliðins ára- tugar augljósa drætti, sem ein- kenna hann öðrum tímum frem ur. Þess vegna er freistandi að gefa þessu .tímaskeiði ákveðna einkunn, lýsa því með einföld- um, orðum. Winston Churchill kallaði árin 1930—1940 „árin, sem engispretturnar átu.“ Með sama rétti gætum við íslend- ingar kallað árin 1960—70 „ár hinna glötuðu tækifæra.“ Ég held, að flestir geti orðið sam- mála um það, að sjaldan eða aldrei hafi fslendingum boðizt fleiri né gullnari tækifæri til þess að búa í haginn fyrir fram- tíð sína sem frjáls og fullvalda þjóð en nú hin síðustu 10—12 ár. En höfum við notfært okkur þessi tækifæri? Því miður verð ur að svara þeirri spurningu neitandi. Á allt of mörgum svið um höfum við glatað tækifær- unum, stundum óafvitandi, en oftast fyrir afglöp þeirra, sem valdir voru til þess að standa á stjórnpalh þjóðarskútunnar. ís- lendingum gafst mikið, en þeim hafa ekki notazt gjafirnar að sama skapi. Aðalkeppikeflið virðist hafa verið að halda uppi einhvers konar sýndarvelmeg- un í ytri háttum, en minna hirt á íslandi, þó hafði ég ekki heitt vatn heima hjá mér þar, og ekki fyrr en ég kom norður í Svarfaðardal, og svona getur ýmislegt skeð, sem mann sízt grunar. Hvernig fellur þér við snjó- inn og hina norðlenzku veðr- áttu? Það var nú einmitt það, sem ég ætlaði að minnast á. Veður- farið er svo miklu betra og skemmtilegra hérna fyrir norð- an en syðra, oft svo stillt og fagurt, og snjórinn hlífir jörð- inni á vetrum og hann gefur líka marga möguleika, alveg heima við bæjarvegginn, eink- um fyrir æskuna og unnendur vetraríþrótta og þá skautasvell- in ekki síður. Og fólkið og mannlífið? Ég hef nú þegar kynnzt mörgu fólki og sérstaklega dug- legu og traustu fólki. Unga fólkið er líka einstaklega mann vænlegt, yfirleitt og það mun koma í ljós, að það verður ekki eftirbátur þeirra eldri. Svo þú telur ekki „spillingu“ unga fólksins vandamál? Ungt fólk hefur sjálfsagt ætíð verið vandamál, vegna áhuga hinna eldri á því, að það kom- ist til manns, eins og kallað er og sé þess umkomið að heyja sína hörðu lífsbaráttu með sóma. Ég neita því ekki, að ungt fólk sé í meiri hættu nú en fyrrum var og sú hætta verði einhverjum að fótakefli. En hinu megum við þá heldur ekki gleyma, að nú eru tæki- færi unga fólksins svo mildu fleiri en áður og hverjum vel gerðum og áhugasömum ungl- ingi er fær vegur til fleiri átta og er það ómetanlegt. Og mann- lífið, svona almennt séð, virðist mér einkennast af almennri velmegun, svo sem öll ytri skil- yrði bera vitni um, og ég held að fólkið sé yfirleitt hamingju- samt. Og það vil ég segja sveit- ungum mínum og margir aðrir mættu líka hugleiða það, að hér um slóðir líður fólkinu ekki verr, ég held betur, en syðra, þar sem ég þekki til, og á ég um að haga málum þannig, að atvinnuvegirnir væru efldir til frambúðar og gerðir færir um að rísa undir því, sem á þá er lagt. Verðbólga hefur leikið lausum hala og tíðar gengis- fellingar hafa verið taldar til sérstakra bjargráða í efnahags- málum. Launamismunur hefur farið vaxandi, sem merkir ein- faldlega, að þjóðartekjunum er nú skipt ójafnar en áður var. Það er líka einkenni þessa tímabils, hversu seint miðar í þá átt að hefja almannatrygg- ingakerfið upp úr staðnaðri skriffinnsku og niðurlægjandi nefndavaldi. Eftiröpunarhncigð. Eitt hið gleggsta tímanha tákn er heimskuleg eftiröpunar hneigð gagnvart erlendum skoð unum og kenningum. Það hefur verið rauði þráðurinn í pólitík núverandi valdaflokka að stjórna í samræmi við erlendar fyrirmyndir án þess að gæta þess, að aðstæður allar hér á landi eru í flestum aðalatriðum gerólíkar því, sem gerist í stóru iðnaðarlöndpnum í Evrópu og Ameríku. í því sambandi skipt- ir mestu máli, að atvinnulífið hér á íslandi er allt öðru vísi þar við höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Skólamálin eru ckki vanda- mál á Dalvík? Ég er svo hamingjusöm yfir því hve góðan barnaskóla við höfum, og að þar er einnig ungl ingaskóli, sem skiptist í gagn- fræða- og landsprófsdeild. í undirbúningi er, að byggja heimvistir við skólann fyrir stærra svæði. Mikið af tómstundum á Hrís- um? Sem betur fer er alltaf nægi- legt að gera, þó ég sé nú kannski ekki mikil búkona. En tómstundirnar nota ég mest til að lesa. Ég les eiginlega allt, sem ég kemst yfir. Áttu ekki einhvcr uppálialds- skáld? Jú, og þar er Halldór Lax- ness efstur á blaði hjá mér, en margir aðrir höfundar eru mér einnig mjög hugstæðir. Þið aukið ræktunina á Hrís- um með ári hverju? Fólk verður að hafa allmikið ræktað land og bú af þeirri stærð, sem getur skilað við- unandi tekjum, og að því stefn- um við. Jörðin er góð og getur borið mikið bú. Og þú situr í sveitarstjórn Dalvíkurhrcpps. Ilvcrnig fellur þér það? Ég kann vel við mig meðal karlmannanna í sveitarstjórn Dalvíkurhrepps. Konur eiga að standa jafnfætis karlmönnum í félagsmálum og í stjórnmálum og þær eiga ekki að draga sig í hlé í þeim málum, sem þær hafa áhuga á. Atvinnulífið í kauptúninu? Það er of einhæft, útgerð og fiskvinnsla að mestum hluta. Það er að sjálfsögðu gott, svo langt sem það nær, en skapar þó ekki nægilega trygga at- vinnu. Á Dalvík er líka nokkur iðnaður, en hann þyrfti að vera mun meiri og fjölbreyttari og að því ber að vinna. Margir hafa þá skoðun, að konur eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum? (Framhald á blaðsíðu 7) HUNDRAÐASTA starfsár Barnaskóla Akureyrar er-senn á enda. í tilefni þess sneri blað- ið sér til skólastjórans, Tryggva Þorsteinssonar, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um sögu þessarar stofnunar. Það mun hægt að rekja sögu þessarar stofnunar frá upphafi? Já, það er auðvelt að rekja liana í stórum dráttum, en vit- anlega verður það ekki gert í stuttu blaðaviðtali. Snorri Sig- fússon fyrrum skólastjóri Safn- aði efni til sögu barnafræðsl- unnar á Akureyri og er handrit hans í vörzlu bæjarins. Það nær yfir 80 ár og geri ég ráð fyrir að þar finnist flestar upplýsing- ar er máli skipta um það tíma- bil. Síðustu árin eru auðrakin. Um og eftir 1865 var farið að hreyfa málinu í blöðum en_ekk- ert varð úr framkvæmdum þar til Friðbjörn Steinsson, bóksali flutti tillögu um að stofna barna skóla á Akureyri, sem sam- þykkt var á bæjarstjórnarfundi 7. janúar 1870 en skólinn tók þó ekki til starfa fyrr en tæpu ári síðar. Hver varð þá skólastjóri og hverjir hafa verið það síðan? Þessir menn hafa verið skóla- stjórar: 1871—1884 Jóhannes Halldórsson, guðfræðingur. 1884—1901 Páll J. Árdal. 1901— 1908 Kristján Sigfússon. 1908— 1918 Halldóra Bjarnadóttir. 1918—1929 Steinþór Guðmunds- son. 1929—1930 Ingimar Eydal. 1930—1946 Snorri Sigfússon. 1947—1965 Hannes J. Magnús- son. 1965 og síðan Tryggvi Þor- steinsson. Árið 1871 voru um 20 nem- endur í skólanum en íbúar bæj- arins rösk þrjú hundruð. Kennslan fór fram í húsi skóla- stjórans, Aðalstræti 2, en árið 1877 keypti bærinn verzlunar- hús Jóhanns Hafsteins og fékk skólinn þá tvær allstórar stofur til umráða, og starfaði þar til aldamóta. Það er eftirtektar- vert að í fyrstu reglugerð skól- ans er tekið fram að kenna skuli á íslenzku, eins og það væri ekki sjálfsagt í íslenzkum barnaskóla, en þess ber að geta að dönsk menningaráhrif voru afar sterk á Akureyri og ber bærinn þess glögg merki enn í dag. Eftir sögn gamals nemanda úr skóla þessum var aginn mjög strangur. Börnin urðu að sitja keyprétt og ef þau lögðu hend- urnar fram á borðin, þegar það átti ekki við, var barið á þær með reglustriku. Þær fimm klukkustundir er skólinn starf- aði daglega var eins gefið eitt fimm mínútna hlé og kennslu- aðferðir voru vitanlega eftir þeirra tíma venju. Eitthvað hef- ir þó lifnað yfir skólalífinu þeg- ar kennarar skólans, séra Matt- hías Jochumsson og Páll J. Ár- dal, gripu korða og æfðu skilm ingar í skólatímanum. Þá gekk gólfið í bylgjum og eggjunarorð krakkanna glumdu í stofunni, segir Jóhannes Jósepsson glímu kappi í æviminningum sínum. Þegar frá leið tóku Oddeyring- ar að gera kröfur til sérstaks skóla fyrir þann bæjarhluta og starfaði hann frá 1879—1900. Á fyrstu árum Barnaskóla Akureyrar mátti aðeins taka við læsum börnum en fljótlega kom í ljós að sum heimilin gátu illa séð um lestrarkennsluna. Var þá samþykkt að ráða ,,lag- legan kvenmann" til að kenna lesturinn og átti að greiða henni 25 aura á klukkustund fyrir kennsluna. Það tók svo tvö ár að finna þennan kven- mann, og kennsla þessi mun hafa staðið í önnur tvö ár. Ekki Var nú ástandið glæsilegt. Ekki bætti það úr skák að skólagjöld nemendanna voru til finnanleg fyrir fátæklinga og þeir sem ekki áttu börn í skól- anum vildu alla hluti til hans spara svo bæjarstjórnarsam- þykkt þurfti til, ef kaupa átti gólfsóp eða mottu. Undir aldamótin fer skilning- ur á öllum framfaramálum vax- andi og skólamálin urðu ekki útundan. Fyrir forgöngu Páls Briem amtmanns, Klemensar Jónssonar sýslumanns og ann- arra menningarfrömuða var ráð ist í að byggja „Gamla barna- skólann“ undir brekkunni og var hann vígður 18. okt. 1900 og sameinaðist allur bærinn um þann skóla. LEIKLISTARSTARFSEMI á Húsavík hefur lengi verið mikil, eins og raunar önnur félags- starfsemi á þeim stað. Þessa dagana er verið að sýna þar gamanleikinn „Er á meðan er“ og sitthvað mun vera á prjón- unum. Á ferð um Húsavík ný- verið hittum við að máli for- mann Leikfélags Húsavíkur, ungan mann, Einar Njálsson að nafni, og inntum hann eftir Leikfélaginu og störfum þess. ' — Jú, þetta er gamalt félag, sagði Einar. — Það var stofnað um aldamótin og hét þá því virðulega nafni „Sjónleikafélag Húsavíkinga.“ Það hefur starf- að að kalla óslitið síðan, en ein- hverntíma um 1930, að ég held, var skipt um nafn á félaginu og Hvað voru margir neniendur í skólanum um aldamótin og hvað er að segja um skóla- gjöldin? Nemendur voru 66 árið 1899 og skólagjöld sem hér segir: í efsta bekk kr. 2.25 á mánuði. í mið bekk kr. 1.75 á mánuði. í neðsta bekk kr. 1.00 á mánuði. Þegar fleira en eitt barn frá sama heimili sótti skólann voru greiddir 25 aurar á mánuði með hverjum nemanda. Þetta fyrir- komulag hélzt þar til fræðslu- lögin tóku gildi árið 197 og komu þau til framkvæmda á Akureyri haustið 1908. Hvaða breytingar urðu á skól anum við setningu þessara laga? Þar til fræðslulögin gengu í gildi skipti ríkið sér ekki af því hvenær, hvað eða hvernig börn um var kennt, en með lögunum urðu öll börn fræðsluskyld á aldrinum 10 til 14 ára og við próf áttu þau að sýna vissa kunnáttu í tilteknum náms- greinum. Fræðsluskyldan var óbreytt í landslögum til 1936 en hér á Akureyri hófst skóla- ganga barna við 8 ára aldur árið .1930. Árið 1908 voru þeir kosnir í skólanefnd séra Geir Sæmunds son, Stefán Stefánsson skóla- meistari og séra Jónas frá Hrafnagili. Fröken Halldóra Bjarnadóttir var þá ráðin skóla stjóri en hún hafði verið kenn- ari í Noregi um 11 ára skeið. Vegna nýju fræðslulaganna og fyrir tilstilli Halldóru og ann arra góðra starfskrafta voru þá teknir upp nýir þættir í skóla- starfinu, t. d. hófst þá handa- vinnukennsla er fröken Hall- dóra annaðist sjálf ásamt Aðal- björgu Sigurðardóttur og I.árus Rist hóf leikfimiskfennslu við skólann. Halldóra innleiddi líka nýja skólasiði, sem hafa haldizt til þessa dags, t. d. Litlu jólin sem nú heitir það Leikfélag Húsa- víkur. — Hvernig er leikhússaðstað an hér? — Hún er ágæt fyrir óhorf- endur, en ekki nógu góð fyrir leikarana. Við leikum í Sam- komuhúsinu og það tekur 147 manns í sæti, en sviðið er of lítið. — Hvað eru margir í Leik- félaginu? 1 — Við höldum enga félaga- skrá og hér eru engin félags- gjöld greidd en það eru fjölda- margir, sem starfa í félaginu, bara þeir, sem vilja og geta á hverjum tíma. — Hvernig er svo aðsóknin? — Hún er yfirleitt mjög góð og fólkið úr nærsveitunum kem ,M\\ SEM ENGISPRETTURNAR ATU” EFTIR INGVAR GISLASON ALÞINGISMANN upp byggt en í öðrum vestræn- syn að nóta vel menntaða starfs um löndum, Frumatvinnuvegir krafta hvar sem þeir geta brðið okkar, sem afkoma þjóðar- að liði, en jafnvel háskóla- heildarinnar hvílir á, verða menntun getur gert menn ekki reknir með sama öryggi heimskari en þeir þyrftu að og stóriðnaðurinn í Evrópu og vera, ef þeir gera sér ekki Ijósa Ameríku. Við eigum allt undir þá staðreypd, áð háskólaménnt- aflabrögðum, veðráttu og öðr- un á sér takmörk. Hættulegast um duttlungafullum náttúru- er .þó að misskilja þau fræði, öflum. Við getum hvenær sem sem menn hafa lagt stund á eða er orðið fyrir áföllum, sem ætla þau meiri en þau eru í mannlegur máttur ræður ekki raun og veru. Það mætti kalla við nema að takmörkuðu leyti. að misskilja fræðin, eða ,>ætla Þetta færir okkur sérstakari þau meiri en þau eru, þegar vanda að höndum í stjórn efna- ríkisstjórn í landi bænda og hagsmála. Af þessu leiðir m. a., fiskimanna hagar efnahagsað- að ekki er unnt fyrir ríkisstjórn gerðum sínum og annarri póli- íslands að sækja fyrirmyndir í trk í samræmi við efnahags- þessum efnum til háþróaðra aðgerðir stóriðnaðarþjóða, sem iðnaðarþjóða né hafa allt vit ráða yfir tryggum mörkuðum sitt úr kenningum erlendra og skammta sér sjálfar verð- fræðimanna og stjórnmála- lagið á hráefnum og framleiðslu manna, sem miða fræði sín og vörum sínum. efnahagsaðgerðir við gerólíkar Það má tylja núverandi ,ríkis aðstæður þeim, sem hér eru. stjórn til ávirðinga, að hún hef- Erlend háskólaménntun í hag?: ui framið -efnahagsleg og .póli- fræði og viðskiptafræðimennt- tísk afglöp í nafni hagfræðivís- im, sem byggist á'mjög einhliða indanna og þar af leiðandi á og ófullkomnum innlendum þeirra kostnað. Þó er hagfræði rannsóknum, er síður en svo í sjálfu sér mjög merk fræði- trygging fyrir skynsamlegri grein, pg .-ýmsir hinna fremstu stjórn efnahagsmála, enda eru hugsuða heims hafa verið hag- hagfræðikenningar hvorki al- fræðingar. Það er því harms- gildar né ætlaðar til flutninga efni, liversu margir verða til milli landa. Til þess eru aðstæð- þess að mistúlka kenningar ur of ólíkar í hinum ýmsu lönd- hennar og misnota hana í þágu um. Það er út af fyrir sig nauð- skammsýnna stjómmála. Q Iðunn Steinsdóttir og Védís Bjarnadóttir í hlutverkuin sínum í gamanleikpum „Er á meðan er.“ Ljósmyndastofa Péturs, Ilúsavík. allir Akureyringar kannast ío o. fl. í tíð Halldóru myndaðis:; í skólanum bókasafn til útlána fyrir börn, sem síðar var sam- einað lestrarstofusafni skólans þegar það tók til starfa árið 1932. Einnig varð þá til vísir aö handbókasafni fyrir kennara. Á síðustu árum Halldóru voru keypt til skólans eðlisfræði- áhöld er notuð voru við eðlis- fræðikennslu, þar til hún lagð- ( ist niður í barnaskólanum viö setningu nýrra fræðslulaga ariö 1946. Er þér kunnugt um fleiri námsgreinar, sem kenndar voru í þessum gamla barnaskóla, og síðar lögðust niður? Já, ég var nemandi í skólan- um frá 1920 til 1925 og þá var kennd þar mannkynssaga, steinafræði, nótnalestur og danska. Danskan var ekkl skyldunámsgrein en við lasun. hana lítilsháttar í tvo vetui . Nokkrar breytingar urðu á námsgreinunum frá ári til árs, t. d. fengu drengir mjög stopula kennslu í handavinnu en þega.c ég hugsa til skólans á þein. tíma er ég var þar nemandi, og ber hann saman við þá oarnr • skóla sem ég hefi síðar kynnzv, finnst mér að hann hafi verio ágætur, bæði hvað snerti up[ ■ eldi og fræðslu. í fundargerðum frá kennart- félagi skólans á þeim tímun. má sjá að starfslið skólans hafð '. vakandi áhuga fyrir kennslu og uppeldismálum og Ný lesbók, sem það gaf út árið 1921 ber þvi gott vitni. Iivenær tók skólinn til starfa í því húsi sem hann hefir nu: Það var 19. okt. 1930. f þvr húsi var í upphafi gert ráð fyrii' yfirbyggðri sundlaug, leikfimis- sal og stórri lesstofu auk venju- legs kennslurýmis. Einnig átti byggingin að ná um 16 m, lengra til suðurs. i (Framhald á blaðsíðu 6). á Húsavík ur mjög mikið til að fara í leik> húsið. Svo förum við líka új um nágrennið stundum og til Akureyrar og sýnum þar. Þ.’i má minnast á það, að við flutt- um ,,Volphone“ í útvarpið, en ekki veit ég aðsóknina að því. — Hvaða leikrit heldurðu, ad flestir hafi séð hjá ykkur? — Líklega „Þið munið hann Jörund,“ sem við sýndum 14 sinnum hér á Húsavík og það er alveg sérstakt, því venjulega eru sýningar ekki margar h’já okkur. Annars sáu margi:: „Puntila og Matta" því við fero uðumst um með það. — Hvernig gengur „Er á meðan er?“ — Prýðilega, það hefur veriö' uppselt fram að þessu. Þetta e : gamanleikur og leikendur ern 19 manns, allt áhugafoik auc- vitað. — Hafið þið íeikstjóra a Húsavik? — Já, við höfum SigurÖ Halí- marsson og hann bregður þ' i við að mála leiktjöldm líka. „Er á meðan er“ er 7. verkefmo, sem hann stjórnar her, annarfl höfum við fengið leikstjora víoa að, frá Reykjavik og Ákureyrþ svo eitthvað sé nefr.t. Einar vildi lítið segja um, hvað væri næst á leikskránni, en gaf í skyn, að það yrði eitt- hvað mikið og stórt. Gg þar sem Einar leikur lika, spyrjui.r við hann að lokum, hvernig ss að leika fyrir Þingeyinga! — Það er mjög ánægjulegt að leika fyrir Húsvíkinga op; Þingeyinga, þeir eru þakklátir? leikhúsgestir. j S. B. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.