Dagur - 15.05.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 15.05.1971, Blaðsíða 2
2 t í ARA * SMÁTT & STÖRT TVEIMUR ágætum drengjum var fagnað með hófi að Hótel KEA sl. miðvikudagskvöld. Höfðu þeir báðir átt raerkis- afmæli nýlega, en þá annar „að heiman í dag-“ og- hinn þeim böndran bundinn, að viðhöfn og atför varð að fresta. En með tangarsókn tveggja kóra o. fl. aðila tókst nú að ná ])essum köppum saman að veizluborði — sem fyrr segir. Safnaðist þarna að þeim mik- ill hópur (þó færri en vildu) vina, þakklátra félaga og aðdá- Steingríniur Eggertsson. enda, með ræðum, gjöfum og heillaóskum. Þeir Áskell Jónsson frá Mýri og Steingrímur Eggertsson eru meðal þekktust Akureyringa, og því lítil þörf á að kynna þá nánar og hér enda ekki getið nema fárra atriða. En þar sem mér tókst ekki að vera með á nefndri fagnaðarstundu, hvar ég hefði átt að vera og þakka mikið og ágætt samstarf, hripa ég þessar línur af góðum hug. Þessir ágætu heiðursmenn eru þeim kostum búnir, sem nú virðast æ sjaldgsefari, þ. e., m. a. tryggð og þjónustuvilja við hugsjónir, — og félags- hyggju, sem oft gleymir eigin hag fyrir annarra þörf. Áskell Jónsson var söngstjóri Karlakórs Akureyrar tvo tugi ára — eða meira — og vann þar stórvirki án teljandi launa. Eng inn„ sem ekki reynir, gerir sér Ijóst hve óhemju mikið og erfitt starf liggur að baki, er komið er fram með fjölmennan og sam æfðan kór. Þá var Áskell stjórnandi Kantötukórs Akureyrar, er hann hlaut frægðarorð og heið- ursmerki á norrænu söngmóti í Stokkhólmi 1951. Á afmælismóti Karlakórs Alc- ureyrar í fyrravor stjórnaði Ás- Sex sóffu um Hólasfað FYRER skönamu er útrunninn frestur til að sækja um skóla- stjórastöðuna á Hólum. Þessir sóttu una: Haraldur Árnason, settur skólastjóri, Hjörtur E. Þórarins son, bóndi á Tjörn í Svarfaðar- dal, Pétur Sigtryggsson, kenn- ari, Hólum, Sigfús A. Olafsson, kennari, Reykjavík, Stefán Seh. Thorsteinsson, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, og Sveinn Hallgrímsson, ráðu- kell hóp fyrri kórfélaga og frétti ég til Reykjavíkur, að þeir hefðu „sungið eins og englar“ (enda sumir í hópnum farnir að nálgast aldursskeið englanna!). En nú er Áskell — og hefur lengi verið — stjórnandi Kirkju kórs Lögmannshlíðarsóknar, sem um mörg undanfarin ár hefur — bæði í kirkju og utan — bætt og glatt marga sál með ágœtum söng. Þá hefur Áskell lengi, þótt ungur.. sé, verið. eftirsóttur og annálaður söng- og gleðistjórn- andi á hjónaböllum, þorrablót- um o. v. Með.jQllU þe.ssii hefur hann sinnt erfiðu kennslustarfi í G. A. og stjórnað — með góðri hjálp, vitanlega — stóru heimili og uppeldi. margra mannvæn- legra barna — hvar elzti sonur nú hefur tekið við fyrra hlut- verki föður: að stjórna Karla- kór Akurevrar. En talið.er, að sá verði að hafa „bein í nefi'1 sem á að stjórna hóp þessara „allskonar manna“ — eins og maðurinn sagði, a. m. k. að stjórna svo, að S. G. líki! En við sjáum nú til. Tónlistinni hefur Áskell Jóns son helgað krafta sína og unnið á hennar vegum ómetanlegt starf til gleði, fegrunar og lífs- bóta ótal manna, kvenna og barna í sínu umhverfi og hvar, sem farið hefur. Og sum lögin hans láta vel í eyrum. Steingrímur Eggertsson hefur verið starfandi í Karlakór Akur eyrar frá upphafi og nú gjald- keri kórsins um áratugi. Við hans fjármálastjórn hefur kór- inn á erfiðum tíma eignazt all- gott húsnæði og farið umfangs- mikla söngför um Norðurlöndin öll. Enginn var þá bjartsýnni á möguleikana og fundvísari á úrræðin en Steingrímur. Þegar aðrir berja lóminn og hrista tóm veskin er hann ódeigur að sýna sitt og segja: „Ég hefi alltaf nóga peninga!" Og mér er nær að halda að svo sé. Engum, nema honum var trúandi til að afla nægra peninga til hinnar kostnaðarsömu utanfarar kórs- ins. Úrræði Steingríms voru furðuleg til að útvega og svo að endurgreiða allt, sem þurfti — og því nú lokið að fullu með miklum sóma. Umsjón Steingríms með húsi kórsins (og Lúðrasv. Akureyr- ar) er í bezta lagi; mikið og erilsamt verk, en bara sjálfsögð þegnskylduvinna í huga þessa einstaka, óeigingjarna félags- hyggjumanns. Aðalstarf sitt síðustu ár við Hótel KEA rækir Steingrímur þó af óbilandi trúmennsku. Má vera,. að persónulega hefði hann kosið annað starf fremur, en að vera þar birgðavörður eða áveitustjórij en nauðsyn brýtur lög. Og fáir myndu leysa það af hendi af meiri samvizkusemi og drengskap en Steingrímur Egg- ertsson, Á þessum tímum, þegar flest- ir miða allt við peninga og hafa ekki einu sinni tíma til að koma á aðalfund í sínu aðalfélagi er gott að vita af mönnum sem þessum, sem ekki hugsa um uppmælingu á neinu sviði og eiga alltaf nógan vilja til hjálp- ar. Hér er alls ekki minnzt á öll stór hlutverk þessara félaga okkar, heldur fyrst og fremst það, sem snertir söng og störf í sambandi við hann. Þeir, Áskell og Steingrímur, hafa nú ekki alltaf gengið heil- ir til skógar, eru víst bæði „negldir" og „saumaðir“. En þótt út af beri um stund eru þeir skjótt uppi á ný og draga þá ekki af sér. Mér sýnist þeir, með nútíma tækni og framsókn (ekki pólitík!) á leikvelli lífsins vel geta — samanlagt fyllt í 200 árin, hvernig, sem þeir skipta með sér þessum 70, sem á vanta! — Ég veit, að mér er óhætt að óska þess, fyrir liönd fjölda vina og aðdáenda, innan og utan aðstandandi kóra, að þeir báðir, Áskell og Steingrím- ur, fái enn um mörg ár haldið sitt strik, sinnt sínum hugðar- efnum, og þar með kennt mörg- um að meta hinar fornu dyggð- ir: viljann til að bjarga, hjálpa og gleðja, viljann til að þjóna, án þess að ætlast til launa. — Sjálfur á ég þeim ótalmargt að Áskell Jónsson. þakka og geri það hér með. Sendi ég þeim svo að lokum, og öllu þeirra ágæta fólki, inni- legustu heillaóskir með þessum síðbornu afmæliskveðjum. „Brekknakoti11 9. maí 1971 Jónas Jónsson. (Framhald af blaðsíðu 1) möguleikum. Ævintýraþráin er mörgum í blóð borin. Þú munt fá þeirri þrá svalað? Já, ég á von á, að mér verði boðið til Florida í Bandaríkj- unum og er það auðvitað til- hlökkunarefni að ferðast. En annars veit ég enn lítið um þetta. Þú hefur verið erlendis áður? Ég hef unnið um tíma á heimili fyrir aldrað fólk í Dan- mörku. Og ætlar að halda áfram námi? Já, en í Reykjavík. En ég hef ekki hug á háskólanámi. Hins vegar hef ég mjög gaman af (Framhald af blaðsíðu 8). NEFNDIR ÓTELJANDI Morgunbl. segir að framkvæmd fyrrnefndra tillagna myndi hafa haft í för með sér allmargar nýjar nefndir. Hins er ekki get- ið, að ýmsar núverandi nefndir hefðu þá jafnframt verið lagðar niður. En það er ekki nema von að Sjálfstæðismenn séu búnir að fá ofnæmi fyrir nefndum. Fyrir tveim árum var stjórnin spurð um það, hve margar nefndir væru starfandi á vegum ríkisbáknsins og hvað þær kost uðu. En talningu nefndanna er enn ekki lokið og virðast þær vera óteljandi eins og eyjarnar á Breiðafirði. STRÍÐSMAÐUR BREGÐUR A LEIK Hinn „margreyndi stríðsmað- ur“, sem Magnús Jónsson nefndi svo Jón G. Sólnes banka stjóra, hefur nú tekið upp létt hjal í Lesbók Mbl. 9. þ. m. Sól- nes hreyfir þar þeirri hugmynd, að íslenzkir bankar taki að sér að fela fé fyrir erlcnda auð- menn, líkt og gert er í Sviss- landi. Gerir hann ráð fyrir, að íslendingar þurfi ekki að borga vexti af þcssu fé en geti lánað það út með vöxtum á heims- markaðinum. A ÞESSU A AÐ GRÆÐA Sólnes segir, að á þessu geti þjóðin stórgrætt og sjálf orðið skattfrjáls, en krónan alþjóð- legur gjaldeyrir. Þetta er gott grín um ríkisstjórn, sem búin er að fella krónuna fjórum sinn um á einum áratug. Svisslend- ingar lýstu því nýlega yfir, að leikfimi og í höfuðborginni fæ ég fremur tækifæri til að stunda hana en hér. Þetta sýndust, samkvæmt myndum, vera hinar fríðustu stúlkur, sem með þér voru í fegurðarsamkeppninni? Já, já, en ég held nú, að þær fallegustu hafi verið svo skyn- samar að sitja heima, segir hin unga og fríða fegurðardrottning að lokum og réttir hönd til kveðju undan stóru prjónasjali, er hún ber á herðum. Dagur þakkar svörin og ósk- ar henni allra heilla, bæði með stóra vinninginn í þessari ár- legu lceppni skemmtiiðnaðarins og svo á ókomnum framtíðar- leiðum. □ þeir verði að halda g ;i sínu föstu vegna erlendra innstæðna ÖTTASLEGINN Alþýðumaðurinn er óttasleginn yfir því að fylgi Framsóknar- manna virðist víða vaxandi en Alþýðuflokksins þverrandi. Hann óttast, að það verði Jónas Jónsson, fjórði maður á lista Framsóknar, en ekki efsti mað- ur á lista Alþýðuflokksins í þessu kjördæmi, verði kjör- dæmakjörinn. Þessu er vert að veita athygli, en ósmekklegar og óviturlegar ábendingar .um nýtt starf handa Jónasi, lætur Dagur ósvarað, að öðru leyti en því, að vel vitiborinn og vel menntaður búvísindamaður eins og Jónas er, mun vera á réttri hillu sem ráðunautur. Hitt mætti Alþýðumaðurinn at- huga, hvar betur mætti fara í starfsvali ýmsra annarra. FLATEYJARBÓK OG SÆMUNDAR-EDDA Þjóðþing Dana samþykkti 1961 að skila úr Árnasafni og Kon- ungsbókhlöðu í Kaupmanna- höfn miklum liluta gömlu, ís- lenzku handritanna. Og sam- kvæmt áætlun nefndar beggja þjóðanna, er um málið fjallaði fyrir nokkrum árum, verða handrit þessi um 1700 að tölu. Eru tvö þeirra nú komin heim, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Þau fluttu Danir til Reykjavíkur á herskipi og afhentu síðasta dag vetrar með viðhöfn og við mikla gleði fs- lendinga. Handritin v.erða geymd í Árnagarði, þar sem Handritastofnun íslands hefur aðsetur. íslenzku handritin í Kaup- manna höfn hafa aldrei verið metin til verðs, en talið, að þau muni frcmur metin á milljarða en milljónir króna. Einu sinni var beðið um Flateyjarbók til að hafa á mikilli sýningu í Chicago í Bandaríkjunum. Buð- ust Bandaríkjamcnn til að senda sérstakt lierskip eftir bók inni en því var hafnað af öryggisástæðum. Það var Brynjólfur biskup Svcinsson í Skálholti, er færði Friðriki III Danakonungi Flat- eyjarbók að gjöf fyrir rúmum þrem öldum. VINNINGASKRÁ Happdrætti H. I. 5. flokkur 1971. Akureyrarumboð. ÞESSI númer hlutu 10.000 kr. vinning hvert: 2148, 11719, 22409, 31693, 49158. Þessi númer hlutu 5.000 kr. vinning hvert: 8827, 8834, 10080, 12555, 15013, 21729, 31129, 33200, 44820, 48294. Þessi númer hlutu 2.000 kr. vinning hvert: 1172, 2129, 2144, 3592, 3846, 4655, 5019, 5023, 5658, 6006, 7142, 7400, 8243, 8298, 8979, 10650, 11208, 11214, 12073, 12210,12223, 12698, 13776, 13963, 14041, 14184,. 14266, 14940, 15986,. 16937, 18033, 18204,19067, 19363, 21682, 21746, 21761, 28689, 28699, 20003, 29301, 30504, 30515, 31147, 31196, 35067, 37046, 42013, 42019; 42601, 46814, 46984, 49216, 49226, 49246, 49265, 49270, 52133, 52148, 53228, 53828, 53845, 53847, 53947, 54079, 56203, 56219, 57877, 57895, 57919, 59560, 59578, 59580. (Birt án ábyrgðar) ■^!'í'^©'^&'!-©'^r-J-©'^r^©'^fr-!-©^*-J-©'í'íi'r'!-©'5--».J.©'i'3!'-'í.©'i--:!W.©-í-S!W-©'*--:i'rt- © Æ A S I 1- © HEFIR ÞU TEKIÐ AFSTÖÐU? 4- Y ý NOKKUR þúsund manns hér á landi, einkum í þéttbýli, ý eru „fangar flöskunnar“, líða óbærilegar kvalir, leiða óham- e t t ingju yfir heimili sín og ástvini. Tugir manna deyja ölvunar- t dauða á ári hverju. Ölvaðir menn valda slysum og vinna % é , óhappaverk. Almenningsálitið er fært um að sporna veru- 1 % lega við ógæfu ofdrykkjunnar. Á hverjum og einum hvílir « ý ^ v sé siðferðislega skylda og samfélagslega ábyrgð, að forða ^ meðbræðrunum frá ógæfu og að styðja þá, sem veikir eru. f I Hefur þú tekið afstöðu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.