Dagur - 15.05.1971, Blaðsíða 6
6
J |
§ Steindór Pálmason |
I- HÚSVÖRÐUR - SJÖTUGUR !
TRAUSTUM undirstöðum er
sjaldnast veitt athygli, né þeim
hljóðlátu einstaklingum, er á
langri ævi hafa unnið af natni
og nýtni, landi og þjóð, án lúðra
blástrar um eigin ágæti. Margir
þeirra eiga aldur að rekja til
upphafs tuttugustu aldar og
hafa lagt sitt að mörkum til
þjóðfélagsbyltingar í atvinnu-
rekstri og verðmætasköpun.
Flestir hafa eflt kraftana með
orfi eða ár, en aflað sér mennt-
unar hjá þeim er þekkingu
höfðu, en þó oftar á stolnum
stundum við bóklestur. Brauð-
stritið kenndi þeim meðferð
fengins fjár og fullan vilja til
þess að miðla æskunni þeirri
reynslu. En það sem í dag er
króna, er að kvöldi minjagripur
myntsafnara, og árslaun fyrri
daga er nú skiptimynt unglinga
í sælgætiskaupum. Þekkingar-
öflunin er orðin sumum að
ímyndaðri byrði, matvælaaf-
gangar að sorpeyðingarvanda-
máli, en auðæfin að almennings
eign. Þannig hefur tæknin skap
að tvær ólíkar kynslóðir, er báð
ar njóta hvor á sinn hátt. Þeir
öldnu þess, að hafa hrakið
hungurvofuna á dyr, en hinir
ungu allsnægtanna.
Steindór Pálmason, húsvörð-
ur við Oddeyrarskólann, er
einn hinna öldnu. Hann fæddist
að Garðshorni á Þelamörk 19.
apríl 1901, sonur hjónanna
Pálma Guðmundssonar, bónda
þar, og konu hans Helgu Gunn-
arsdóttur. Ungur lærði hann
smíðar, og starfaði við bygg-
ingarvinnu, en stundaði jafn-
hliða búskap með foreldrum og
síðar Frímanni bróður sínum í
Garðshorni. Nokkuð við aldur
fluttist hann til Akureyrar og
vann þar við trésmíðar. Haustið
1966 var hann ráðinn húsvörður
við Oddeyrarskólann og tók
þar við verkum hæfra manna,
er lagt höfðu metnað sinn í að
inna starfið vel af höndum.
Brátt varð sýnt, að einnig að
þessu sinni, hafði skólinn öðlazt
trúan og dyggan starfskraft.
Marga morgna, mæti ég honum
á tröppunum, þar sem hann
mokar burt nýföllnum snjó svo
litlir fætur eigi greiða leið. Á
kvöldin lokar hann gluggum og
lítur eftir miðstöð. En allt frá
fótaferð að háttatíma starfar
hann í skólanum eða í tengsl-
um við hann á einn eða annan
hátt.
Steindór Pálmason.
Samskipti hans við börnin,
hafa þó bezt sýnt mér, hvern
mann hann hefur að gevma.
Stundum koma drengir til mín
á morgnana og segja: „Gamli
maðurinn tók boltann11. Þegar
spurt er atvika, líta þeir hver
á annan og segja hægt og hik-
andi: „Við vorum heldur ná-
lægt skólanum í gærkvöldi“.
Drengirnir fá boltann og gamli
maðurinn kímir. Hann er að
kenna þeim takmörk gerða
sinna. Reglur þekkja ekki tíma-
skil og birtumörk, það er
drengjanna að læra. Ég hef séð
hann taka boltann. Þá eru
hreyfingarnar snöggar og
ákveðnar, og í göngulagið frá
leikvellinum, er hvert spor mót
að af réttlæti. Þetta finna dreng
irnir, því að börn hafa mjög
næma réttlætiskennd. Þeir vita
að hann blaðrar ekki við vind-
inn og taki hann boltann fæst
hann ekki fyrr en í fyrsta lagi
næsta dagr-Ég hef aldrei heyrt
þá kalla á eftir honum eða
klaga fyrir ósanngirni og af-
skiptasemi. Grunur minn er, að
þeir sem aðrir finni að orð og
athafnir koma frá traustum
vini, er vill þeim allt hið bezta.
Steindór hefur lengi verið
efnaður, án þess að vera þræll
fjármunanna. Það sýna stór-
mannlegar gjafir til þjóðþrifa-
mála. Hann hefur unnið mönn-
um og málefnum án klukku og
krafa um fullar launagreiðslur,
eins og verk hans í Ferðafélagi
Akureyrar sanna. í viðtölum
hef ég fundið trú hans á æsk-
unni og hversu tamt honum er
að hugsa um framtíð hennar.
Fyrir nokkru tjáði ég honum,
að ég hefði beðið börnin, að
troða ekki á viðkvæmri gras-
rótinni, meðan klaki væri að
þiðna. Þá stóð hann augnablið
hljóður, en sagði svo: „Þau gera
það. Þetta eru góð börn“.
Skólanum er traust starfsfólk
EINBÝLISHÚS á Ytri
Brekkunni til sölu (gólf-
flötur íbúðar ca. 150
fermetrar, auk kjallara).
Tveggja til þriggja her-
bergja íbúð óskast keypt.
Uppl. x síma 1-26-36
kl. 7—8 e. lx. næstu daga.
2ja—3ja herbergja ÍBÚÐ
óskast til leigu sem fyrst.
Uppl. í síma 1-25-71.
Lítil ÍBÚÐ óskast til
kaups nú þegar. Mikil
útborgun.
Uppl. í síma 1-29-20.
Einhleypur nraður óskar
eftir HERBERGI frá 1.
júní.
Uppl. í síma 6-12-56 eða
2-16-00.
v. ■ •* 2. • /. •»•»•»
■ ■ft't'F'R-'E-t ÖÍR:::
OPEL KADETT
Coupé, 1966, rauður —
mjög vel farinn —.
Uppl. gefur Vilhelm
Ágústsson, Álfabyggð 20,
sími 1-19-00 á kvöldin.
ÁTYINNA!
Fatagerð J.M.J. vill ráða mann við fatapressun
og stúlikur við saumastörf. Yngri en 20 ára korna
ekki til greina.
Uiipl. í síma 1-20-40.
Tilboð óskast í ZODIAC
bifreið, árg. ’56. Til sýnis
að Sólvöllum 19,, eftir
kl. 7 á kvöldin.
Til sölu AUSTIN
GIPSY, árg. ’62. Vél og
gírkassi nýupptekið og
nýtt Egilshús.
Uppl. í síma 1-14-22,
milli kl. 7 og 8 á kvölclin.
Til sölu RAMBLER
AMERICAN, árg. ’67.
Skipti á ódýrari bíl
koana til greina.
Ólafur Ásgeirsson,
Kxinglumýri 14,
sími 2-16-06.
SIÐIR FRAKKAR
LEÐURjAKKAR
mikils virði, og hljóðlátustu
störfin eru oft áhrifamikil. Um
leið og ég óska Steindóri til
hamingju með merk tímámót í
ævi hans, sendi ég honum beztu
árnaðaróskir starfsfólks og nem
enda skólans. Að mér læðist sá
grunur, að starfsárin við skól-
ann hafi verið honum nokkurs
virði, eins og mörgum þeim
sem hugsa með æskunni fram
á veginn, en minnast liðinna
ára og atburða sjálfum sér til
þroska og öðrum til lærdóms.
Þeim fækkar, er muna tvenna
tíma, en orðheldni og áreiðan-
leika eiga allar kynslóðir að
öðlast. Þá vegvísa hefur Stein-
dór haft í sjónmáli á langri ævi
og þess vegna vita menn, að orð
hans eru ætíð sá sannleikur, er
hann veit beztan.
Indriði Úlfsson.
Borðið
betri mat
Fullthúsmatar
Spariósnúninga
Verzlióhagkvæmt
KAUPiÐ IGNISÁ
LAGAVERÐINU
RAFTÆKNI
INGVI R. JÓHANNSSON,
símar: 11-22-3'& 1-20-72."
Akureyr.i,;
Til sölu er 22 hestafla
Kelvin diesel BÁTAVÉL
með skrúfuútbúnaði.
Uppl. gefur Karl Stein-
grímsson í sírna 2-11-44.
Til sölu er VOLVO
DRÁTTARVÉL rneð
sláttuvél, árgerð 1949.
Uppl. gefur Tryggvi
Jónsson, Fjólug. 5, Ak.
Til sölu vel með farinn
BARNAVAGN.
Verð kr. 5.000.00.
Uppl. í síma 1-11-78.
Vegna flutninga er til
sölu: nýr HÚSBÓNDA-
STÓLL og KLÆDA-
SKÁPUR. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 2-17-68,
til kl. 19.
Til sölu er tveggja vetra
FOLI.
Uppl. í síma 2-16-10.
Til sölu notað
BÁRUJÁRN.
Uppl. í síma 1-25-98,
á kvöldin.
Gallaðir TUNNU-
STAFIR til sölu.
Uppl. í síma 1-23-92,
eftir kl. 8 á kvöldin.
Góð ELDAVÉL til sölu.
Uppl. í síma 1-26-12.
REIÐHJÓL með gírurn
til sölu í Hafnarslræti 41,
miðhæð.
Jörð fil sölu
Jörðin STÓRI-DALUR í Saurbæjarhreppi, Eyja-
firði er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardög-
um. — Áhöfn og vélar geta fylgt.
Nánari upplýsingar gefur Daníel Sveinbjörnsson,
símstöðinni, Saurbæ.
Ný, fjölbreytt sending af vorvörum:
KÁPUR og DRAGTIR úr ull og fleiri efnum.
BUXNADRESS með stuttum og síðum búxum.
STUTTAR, STAKAR BUXUR - 10 tegundir.
VERZLUN BERNHARÐS1AXDAL
Framkvæmdasfjórðslaða
Staða framkvæmdastjóra við Sjúkrahúsið í Húsa-
vík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til
1. júní n.k. og skulu umsóknir sendar'formanni
Sjtikrahússstjórnar, Þórmóði Jónssyni, Húsavík,
sem veitir upplýsingar um starfið.
SJÚKRAHÚSIÐ í HÚSAVÍK S.F.