Dagur - 15.05.1971, Blaðsíða 7
7
Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar 71
1. ferð: 20. maí.
Jarðfræði- og fuglaskoðunar-
ferð um nágrenni Akureyrar.
2. ferð: 30. eða 31. maí.
Öxnadalur — Hörgárdalur;
gönguferð. Gengið frá Bakka-
seli um Gilsskarð og Víkingsdal
eða Grjótárdal í Hörgárdal.
I . !
3. ferð: 4.-6. júní.
Herðubreiðarlindir — Askja;
vinnu- og skemmtiferð.
Kjarabætu
Á ÞINGINU í vetur fluttu al-
þingismennirnir Ingvar Gísla-
son og Jón Skaftason athyglis-
vert frumvarp til laga um kjara
bætur aldraðra. í frumvarpinu
var gert ráð fyrir, að bætt yrðu
sérstaklega kjör þess fólks, sem
minnstar hefur tekjur í ellinni,
þ. e. a. s. verður að láta sér
nægja ellilífeyrinn frá almanna
tryggingum, sem er 4900 kr. á
mán. fyrir einstakling. .
Tillögur Ingvars og Jóns sam-
kvæmt þessu frumvarpi voru
aðallega þrjár:
1. Sérstakur skattfrádráttur
fyrir 70 ára og eldri, enda sé
hlutaðeigandi ekki í lífeyris-
sjóði. — Þetta ákvæði var hugs-
að sem stuðningur við sjálfs-
bjargarviðleitni aldraðs fólks,
sem vinnur fyrir sér á almenn-
um vinnumarkaði langt fram á
ellidaga. í stað þess að skatt-
leggja þessi gamalmenni að
fullu er þeim gefinn kostur á
því að spara, leggja fyrir til
síðustu æviáranna, þegar starfs
ævi hlýtur óhjákvæmilega að
ljúka.
2. Fullur hjónalífeyrir verði
greiddur hjónum, sem svo
stendur á um, að miseldri er
með þeim, einkum á þann veg,
að fyrirvinnan, eiginmaðurinn,
er eldri og e. t. v. þrotinn að
heilsu. Samkvæmt gildandi lög-
um þurfa bæði hjónin að hafa
náð 67 ára aldri til þess að þau
fái hjónalífeyri.
3. Felld verði niður bein skipt
ing á uppbót á lífeyri milli
4. ferð: 19.—20. júlí.
Grímsey; miðnætursólarferð
með skipi.
5. ferð: 26—27 júlí.
Ólafsfjörður — Héðingsfjörð-
ur — Siglufjörður; gönguferð.
Gengið upp frá Kleifum við
Ólafsfjörð og gist í tjöldum eða
sæluhúsi í Héðinsfirði. Gengið
um Hestskarð til Siglufjarðar.
Heim með bíl um Lágheiði.
r aldraðra
sveitarfélags og ríkissjóðs. —
Hér er um réttlætis- og hag-
kvæmnismál að ræða. Eins og
nú er, veldur ákvæðið um beina
skiptingu uppbótarinnar milli
sveitarfélags og ríkissjóðs
óþarfri skriffinnsku og ómann-
úðlegu ráðslagi um einkahagi
fólks. Hér er um að ræða leifar
frá þeim tíma, þegar umkomu-
lausir fátæklingar urðu að leita
á náðir lireppsyfirvalda um
sveitastyrk.
Því miður náði þetta frum-
varp þeirra Ingvars og Jóns
ekki fram að ganga, og ekki
tókst að fá viðurkenningu á
þessum sjónarmiðum við endur
skoðun almannatryggingalag-
anna. — Þess er þó vert að geta,
að eftir nokkur orðaskipti milli
flutningsmanna og málsvara
ríkisstjórnarinnar, féllst fjár-
málaráðherra á, að tekinn
skyldi upp tiltekinn ellifrádrátt
ur frá sköttum til ríkisins. En
eftir sem áður er hægt að of-
skatta vinnufús gamalmenni
með útsvarsálagningu og brjóta
niður sjálfsbjargarviðleitni
þeirra og vilja þeirra til þess að
standa sem lengst á eigin fót-
um. Við afgreiðslu almanna-
tryggingarlaganna stóð stjórnar
liðið eins og veggur gegn hug-
myndum Ingvars Gíslasonar og
Jóns Skaftasonar. í því efni er
Alþýðuflokkurinn ekki barn-
anna beztur. Mannúðleg sjónar
mið virðast ekki eiga greiðan
aðgang að hjörtum þeirra, sem
þar ráða um þessar mundir. □
6. ferð: 2.—4 júli.
Jökuldalur — Laugafell;
vinnu- og skemmtiferð. Tæki-
færi mun gefast til að ganga á
Laugafellshnjúk eða Tungna-
fellsjökul.
7. ferð: 3.—9. eða 10. júlí.
Snæfellsnes — Breiðafjarðar-
eyjar — Barðaströnd. Ekið um
Borgarfjörð fyrir Snæfellsnes
til Stykkishólms. Á leiðinni
verða ýmsir hinir fegurstu stað-
ir skoðaðir svo sem Búðahraun,
Hellnar, Lóndrangur, Dritvík,
Búlandshöfði, Grundarfjörður
og Helgafell. Frá Stykkishólmi
verður farið (væntanlega á
mánudag) um Breiðafjarðar-
eyjar á báti, síðan ekið um
Barðaströnd, á Rauðasand og
út á Bjargtanga að Látrabjargi.
Síðan verður farið um Þorska-
fjarðarheiði út í Kaldalón.
Heim um Tröllatunguheiði eða
Laxárdalsheiði.
8. ferð: 11. júlí.
Skipapollur — Ullarfoss —
Þingey; með gúmbát FFA.
9. ferð: 17—18. júlí.
Þeistareykir — Víti á Þeista-
reykjarbungu. Heim um Hóla-
sand og Mývatnssveit.
10. ferð: 24.-25. júlí.
Náttfaravíkur.
11. ferð: 30. júlí — 2. ágúst.
Gæsavatnsleið. Ekið um Vest
urdal í Laugafell, þaðan í
Tungnafell og að Gæsavötnum.
Síðan Gæsavatnaleið um
Dyngjuháls, Urðarháls, Dyngju
fjalladal og Suðurárbotna í
Svartárkot.
12. ferð: 12.—15. ágúst.
Hvannalindir — Kverkfjöll.
Ekið í Möðrudal um Hvannár-
dal, yfir Arnardalsá og nýja
brú á Kreppu og upp í Hvanna
lindir. Farið upp að Kverkfjöll-
um og íshellar skoðaðir.
13. ferð: 27.-29. ágúst.
Miklafell í Hofsjökli. Ekið um
Vesturdal í Laugafell. Ekið
þaðan að jökulröndinni og geng
ið á Miklafell (eða Klakk, ef
vill).
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinanhug
við andlát og útfðr
ARA ÞORGILSSONAR, Sökku.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Halldór Arason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
KRISTÍNAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Hróarsstöðum.
Sigurður Davíðsson
og aðrir vandamenn.
Hjartkær fo'wturmóðir og fóstursystir okkar,
SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Stóru Brekku,
lezt í Fjórðungssj úkrah úsinu á Akureyri 10. maí
síðástliðinn.
jarðarförin fer fram að Moðruvöllum í Hörgár-
dal þriðjudaginn 18. maí ki. 2.
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir.
14. ferð: 5. september.
Flateyj ardalur (herjaferð ).
15. ferð: 17.—19. setpember.
Jökuldalur — Laugafell.
Skemmti- og vinnuferð, eins og
ferð nr. 6.
16. ferð: 1.—3. október.
Herðubreiðarlindir — Askja.
Skemmti- og vinnuferð.
17. ferð: 7. nóvember.
Vaðlaheiði, gönguferð.
18. ferð: 21. nóvember.
Hólavatn — Leyningshólar.
Göngu-, skíða- eða skautaferð.
Ferðanefnd áskilur sér rétt
til breytínga á áætlun, ef þörf
krefur. Geymið áætlunina og
fylgist með auglýsingum í dag-
bók blaðsins. □
HIÍKOmÍð)
SUNDBOLIR - BIKINI
— á 6—12 ára. — Ó d ý r t .
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61.
SJÓNARHÆÐ. Almenn sam-
koma n. k. sunnudag kl. 17.00.
Jógvan Purkhús talar um
„GUÐSRÍKIГ. Umræður á
eftir. Allir velkomnir.
sAUa HJALPRÆÐISHERINN
Sunnudag kl. 20.30 al-
menn samkoma. Allir
velkomnir.
SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra-
bíllinn — Brunaútkall sími
1-22-00.
KURT SONNENFELD tann-
læknir verður fjarverandi til
1. júní.
SAMHJÁLP, félag til varnar
sykursýki, heldur aðalfund
fimmtudaginn 20. maí (upp-
stigningadag) kl. 3 e. h. að
Hótel Varðborg (uppi) —
Ásgeir Jónsson, læknir, flyt-
ur erindi. — Nýir félagar vel-
komnir. — Stjórnin.
ORÐ DAGSINS SÍMI 2-18-40.
Samstarfsmenn
sumars og gróðurs
TIL skógræktarfrömuðanna
Jóns Rögnvaldssonar og Ár-
manns Dalmannssonar frá forn-
vini.
Þjóðin undir þeirra tekur
þýðan söng, er unað vekur,
vottar ykkur virðing sína,
verkin móti sólu skína: —
Góðu vinir — gróðrarvinir,
„gamla landsins" traustu hlynir!
Þakkir ykkar þúsund munnum
þrestir syngja í skógarrunnum.
LEIIvFÉLAG
AKUREVRAR
TÚ SKILDIN GS-
ÓPERAN,
leikrit með söngvum,
eftir Bertliold Brecht.
Tónlist: Kurt Weill.
Leikstjóri:
Magnús Jónsson.
Frumsýning laugardag
kl. 8. Önnur sýning
miðvikudag kl. 8.
Aðgöngumiðasalan í
Leikhúsinu opin kl. 3—5
daginn fyrir sýningu, og
3—5 og 7—8 sýningardag-
inn. — Sími 1-10-73.
Gróðurprúðir, grænir lundir
glitra tignum fjöllum undir,
foldarsárin gömlu græða,
glæstum skrúða landið klæða.
Ekkert fegra um ævidaga,
engin stærri lífsins saga,
en með sumri í sál, á grundu,
samleið eiga að hinztu stundu.
Richard Beck.
BIFREIÐASKOÐUN hefur nú
staðið yfir í hálfan mánuð og
eiga margir að vera búnir að
láta skoða. Nokkur misbrestur
hefur þó orðið á því, að sögn
Gísla Olafssonar, að menn komi
á réttum tíma með bifreiðar sín
ar til skoðunar. Lögreglan er
nú farin að líta í kring um sig
eftir óskoðuðum bifreiðum, sem
eiga að vera skoðaðar og verða
þær innan skamms teknar úr
umferð, hvar sem til þeirra
næst. - □
Reykjaskóli í Hrútafirði 40 ára
REYKJASKÓLI var vígður og
settur í fyrsta sinn 7. jan. 1931
að viðstöddum mörgum gestum
úr nágrenninu, og er því 40 ára.
Nemendur þennan fyrsta vet
ur voru 15, flestir úr Stranda-
sýslu og V.-Húnavatnssýslu.
Ekki var pláss fyrir fleiri. Starf
aði skólinn í einni deild.
Á næstu árum er svo smám
saman bætt við húsakost skól-
ans. 1933—34 er byggt leikfimi-
hús úr timbri og 1935 er bætt
við aðalbyggingu skólans. Síðan
verður nokkurt hlé á um bygg-
ingar og skólinn er hernuminn
fyrst af Bretum og síðan Banda
ríkjamönnum frá hausti 1940 til
vors 1943. Féll skólahald þá nið
ur og voru hús skólans og land
mjög illa farið £ftir hernámið.
En þá var hafizt handa um úr-
bætur, byggð stór og góð úti-
sundlaug, lokið við aðalbygg-
ingu skólans eins og hún upp-
haflega var teiknuð. Einnig
byggt rúmgott smíðahús og
geymslur. Þessu var lokið 1947.
Rafmagn frá héraðsveitu fékk
skólinn í des. 1958.
Árið 1963 tók ríkissjóður við
rekstri skólans þar sem sýslu-
félögin höfðu ekki fjárhagslegt
bolmagn að standa undir bygg-
ingakostnaði og rekstri skólans.
Á árunum 1960—1970 hefur
verið byggt leikfimihús, heima-
vist fyrir 60—70 nemendur og
fjórar íbúðir fyrir kennara og
starfsfólk.
Núverandi skólanefnd skipa:
Þorvaldur Böðvarsson, hrepp-
stjóri, Þóroddsstöðum, Sæmund
ur Guðjónsson, hreppstjóri,
Borðeyri, Benedikt Grímsson,
hreppstjóri, Kirkjubóli, Þor-
steinn Jónasson, bóndi, Odds-
stöðum og sr. Gísli H. Kolbeins,
sóknarprestur, Melstað.
Skólastjórar hafa verið: Sr.
Jón Guðnason 1931—32, sr. Þor
geir Jónsson 1932—34, Jón Sig-
urðsson 1934—37, Guðmundur
Gíslason 1937—54, sr. Þorgrím-
ur Sigurðsson 1955—56 og Ólaf-
ur H. Kristjánsson frá 1956.
Skólinn var ekki starfræktur
veturinn 1954—55 auk hernáms
áranna 1940—43.
Kennarar við skólann eru nú
auk skólastjóra: Bjarni Aðal-
steinsson, Gunnlaugur Sigurðs-
son, Jón Júlíusson, Páll Ólafs-
son (í fríi í vetur, en í hans
stað kennir Ebenezer Jensson),
Ragnar Þorsteinsson og Sólveig
Kristj ánsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu)