Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. TlMAMÓT UM þetta leyti hugleiða menn venju fremur atburði liðins árs, sem heild, og í öðru lagi hvað nýbyrjað ár kann að bera í skauti sér. Liðið ár var viðburðaríkt á inn- lendum vettvangi. Það var góðæri til lands og sjávar og það var einnig markaðsgóðæri fyrir aðalútflutnings- vörur landsmanna, og atvinnulífið stóð víðast nteð blóma. Alþingiskosningar og stjórnar- skipti að þeim loknum eru flestum í fersku niinni. Þrír núverandi stjórn- arflokkar undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar birtu stefnu stjórnar sinnar við stjórnarmyndunina, og samkvæmt henni mun árið verða tal- ið tímamótaár, vegna breyttrar stefnu og djarflegra áætlana. Ber landhelgismálið þar liæst, ennfremur endurskoðun varnarsamningsins, en þessi mál bæði lét fyrri stjórn kyrr liggja í tólf ár. I atvinnumálum er sú meginstefna mörkuð, að stefnt skuli að skipulögðum áætlunarbú- skap án hafta, í stað liandaltófsins áður. Þá ætlar stjórnin að beita sér fyrir jöfnun lífskjara, efla vinnu- vernd og endurskoða bæði trygginga- kerfið og skattakerfið frá rótum. Hér er fátt talið af mörgu, en á þeim fáu mánuðum, sem stjórnin hefur setið að völdum, hefur hin nýja stefna verið framkvæmd á ýmsum sviðum. Leiðrétting vísitölunnar var gerð, verðstöðvunin var framlengd, kjör sjómanna bætt, vinnuvikan stytt og orlof lengt, og afurðalán voru liækk- uð. Stórhækkaðar voru almanna- tryggingar og afnumin sjúkrasam- lagsgjöld og tryggingarsjóðsgjald, og er þetta án efa merkasta breytingin á þeirri löggjöf, sem lengi liefur ver- ið gerð í tryggingamálum aldraðra og öryrkja. Sett hafa verið lög um Framkvæmdastofnun ríkisins, lögð fram frumvörp um tekjuskatt og eignaskatt, svo fátt eitt sé talið. Þá hefur stjórnin boðið nýja stefnu í raforkumálum, sem felur í sér sam- tengingu raforkuvera, og sama raf- orkuverð um land allt til sömu nota. Einn fyrsta dag desembermánaðar gerðist sá ánægjulegi atburður, að afstýrt var allsherjarverkfalli, sem yfirvofandi var, en þess í stað var samið um kaup og kjör til tveggja ára. Skapar sá vinnufriður eflaust meiri festu í efnahagsmálum, en skammtímasamningar, eins og tíðk- azt hafa. GLEÐILEGT ÁR. Á AÐALFUNDI S.V.F.Í., sem haldinn var á Akureyri í júní í sumar, var samþykkt, að félagið leitaði eftir heimild til að efna til happdrættis á þessu ári, og verði ágóða af því eingöngu varið til björgunarsveita félags- ins. Félagið telur brýna nauðsyn bera til að efla björgunarsveitir félagsins, enn frekar, en orðið er, með því að endurnýja og auka tækjabúnað þeirra, svo og húsnæði, og bæta enn þjálfun sveitanna. Þetta kostar meira fé en svo, að félagið ráði við það án frek- ari tekjuöflunar. Það er von félagsins, að al- menningur vilji styrkja þessa starfsemi og leggja nokkuð af mörkum til, að hún geti sem bezt þjónað tilgangi sínum. Félagið hefur nú fengið heim- ild til að efna til happdrættis, og hefur stjórn félagsins kjörið þau Björn Jónsson, flugmann, frú Gróu Jakobsdóttur, for- mann slysavarnadeildarinnar „Björg“, Eyrarbakka, Loga Run ólfsson úr stjórn slysavarna- deildarinnar „Ingólfur“, og til vara frú Huldu Viktorsdóttur úr stjórn kvennadeildar S.V.F.Í. Reykjavík, og Eggert Jónsson, slysavarnadeild Selfoss, í nefnd til að hafa á hendi stjórn happ- drættisins, en Sig'mundur Jóns- son, bókari félagsins mun verða starfsmaður nefndarinnar og annast framkvæmdir. Happdrættinu verðuúr hagað þannig, að verð hvers miða verður kr. 100.00, og við hvern miða verður fest eyðublað fyrir inntökubeiðni í félagið, sem þeir, er þess óska, geta notað. Vinningar verða 9, að verð- mæti um 1 milljón krónur: Bifreið af gerðinni Range Rover og 8 hálfsmánaðar ferðalög (þ. e. flugferð, hótel og fæði) fyrir tvo til Kanaríeyjanna. Dregið verður í happdrættinu 15. janúar, 15. marz, 15. maí og 15. júní 1972, í þrjú fyrstu skipt in um 2 ferðir í hvert sinn, en í síðasta skiptið um bifreið, en auk þess eru aukavinningar 2 ferðir til Kanaríeyja fyrir tvo. Hver miði hefur þannig fjóra vinningsmöguleika. Miðarnir verða til sölu hjá deildum félag'sins um allt land. Heitir félagið á landsmenn að styrkja þessa starfsemi og kaupa happdrættismiðana. □ ICELAND REVIEW hefur gef- ið út safn íslenzkra Ijóða eftir tuttugu og fimm Ijóðskáld í enskri þýðingu Alan Boucher. Er þetta fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, sem nefnist ICE- LAND REVIEW LIBRARY. Ber hún heitið POEMS OF TODAY, From Twenty-five Ice- landic Poets. Bókin er 96 blað- síður og eru ljóðin 64, valin af þýðandanum sjálfum, en hann hefur um árabil fengizt við þýð- ingu íslenzkra ljóða, og er þetta ekki í fyrsta sinn að þýðingar Alan Boucher birtast á prenti. Sjálfur er hann rithöfundur og' hafa 20 bækur hans verið gefn- ar út í Bretlandi. Eftirtalin skáld eiga ljóð í Frá Skákfélagi Ak. HIÐ árlega jólahraðskákmót fé- lagsins var haldið þriðjudaginn 28. des. Þátttaka var góð, eða 23 þátttakendur. Sigurvegari varð Jón Björg- vinsson, hlaut 19V2 v., í öðru sæti varð Halldór Jónsson með 18 v. og í þriðja sæti Guðmund- ur Búason, hlaut 17% v. Ákveðið hefur verið að Skák- þing' Akureyrar hefjist sunnu- daginn 9. janúar og verða tefld- ar tvær umferðir á viku, á sunnudögum og miðvikudögum, og reiknað með að tefla alls 7—9 umferðir. — Sjá auglýs- ingu í blaðinu. Þá er reiknað með að Skák- þing Norðurlands verði haldið hér um mánaðamótin febrúar— marz og verður það nánar aug- lýst síðar. □ bókinni: Jóhannes úr Kötlum, Jón Helgason, Tómas Guð- mundsson, Guðmundur Böðvars son, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Hörður Grímsson, Einar Bragi, Jón Ósk ar, Hannes Sigfússon, Gunnar Dal, Sigfús Daðason, Matthías Johannessen, Ólafur Haukur Ólafsson, Hannes Pétursson, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Þuríður Guð- mundsdóttir, Nína Björk Árna- dóttir og Jóhannes Björn. Næsta bók ICELAND REVIEW LIBRARY verður væntanlega smásagnasafn. □ Islenzk Ijóð í enskri þýðingu HVAÐ GENGUR AÐ HONUM HALLDÓRI? Háskólastúdentar hafa gefið út blað, Stúdentablaðið, í tilefni 1. des. hátíðahalda. í blaðinu eru m. a. lagðar nokkrar spum- ingar fyrir allmarga góðborg- ara. Þar á meðal er þessi spurn- ing lögð fyrir Halldór Laxness, Frá Tónlistarfélagi Akureyrar NÆSTU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar verða í Borg- arbíói hinn 6. janúar n. k. og hefjast kl. 21. Vladimir Aszken- azy leikur verk eftir Haydn, Chopin og Rachmaninoff. Aszkenazy hefur tvisvar áður leikið hér á Akureyri, í síðara skiptið um áramót 1968—1969 og í bæði skiptin við mikla hrifn ingu áheyrenda. Forsala aðgöngumiða er þeg- ar hafin í Bókabúðinni Huld. Einnig verða seldir miðar við innganginn, ef til verða. □ KA og ÞÓR leika á sunudag N. K. SUNNUDAG, 9. janúar, leika KA og Þór í íslandsmót- inu í handknattleik, 2. deild, og er það fyrsti leikur Þórsliðsins. KA-liðið hefur leikið einn leik við Gróttu fyrir sunnan og tap- aði þeim leik með 6 marka mun. Leikurinn fer fram í íþrótta- skemmunni og hefst kl. 2 e. h. Á eftir leik Þórs og KA leika Ólafsfirðingar og KA í yngri flokkum. □ frægasta rithöfund þjóðarinnar: „Eigum við að miða útflutnings framleiðslu okkar við barfir þeirra, sem líða skort, eða hinna, er geta borgað hæsta verðið?“ Nú er vonlegt, að fákænn al- múginn bíði svars skáldsins með nokkurri eftirvæntingu, því í einlægni er spurt og mál- efnið alvarlegs eðlis. Svo kemur svarið og hefst á þennan gáfu- lega máta: „Framleiðsla okkar, svo sem smjörfjallið og „horket með fitu lopa“ af sauðfé sem hér er aliö mestan part vannært og lítt kyn bætt, er ekki fæða við hæfi húngurþjóða í Afríku og Asíu frcmur en annarra útlendínga. Það er best fyrir okkur að éla það sjálfir.“ Og svo snýr skáldið sér að sjómetinu og ónotast líka út í það. Og nú er von, að maður spyrji: Hvað gengur eiginlega að þessu blessaða skáldi okkar? Hefur eitthvað komið fyrir þennan mann í frumbernsku hans í sambandi við sauðfé, eitt- hvað, sem því veldur, að hann missir stjórn á sér, þegar orðið sauðkind kemur upp í huga hans. Eða hvernig á að skýra það sefasýkilega ofstæki, sem fram kemur í þessari tilvitnun og raunar ótal öðrum dæmum úr skrifum hans bæði fyrr og síðar. Það er sennilega til of mikils vonazt, að Halldór Laxness fari nú að hætta þessu heimskulega og ósæmilega stríði sínu gegn sauðfé og sauðbúskap á íslandi, en æskilegt væri það nú samt, ekki sízt fyrir mannorð hans sjálfs. H. E. Þ. SPA DAGS AÐ þessu sinni er spámaður okkar Oddur Árnason prentari í POB. Hann reiknar með frekar mörgum jafn teflum, enda lenda mörg jöfn lið sam- an á þessum seðli. Leikir 8. janúar 1972 1 X 2 Chelsea — Huddersfield /I Everton — West Ham X Leeds — Ipswich / - Leicester — Liverpool / ’■ Manch. Utd. — Wolves X ; ý,: Ar Newcastle — Coventry X Nott'm For. — Crystai P. z Southampton — Derby . X Stoke — Arsenal / ■ Tottenham — Man. City / W.B.A. — Sheffield Utd. z Millwall — Q.P.R. -Á. r ekslur Slippslöðvarinnar fryggðor Undarleg afstaða tveggja bæjarfulltrúa UNDANFARNA mánuði hefur stjórn og skipulagningu fyrir- ÓLAFUR JÓNSSON: Minningaþættir. Fyrra bindi. Prentsmiðjan Leiftur h.f., Reykjavík, prentaði og gaf út 1971. Og villunótt mannkyns um 1 veglausa jörð, svo voða löng orðin mér finnst. ÞESSAR Ijóðlínur komu mér í hug að loknum lestri fyrra bindis af æviþáttum Ólafs Jóns- sonar. Þetta er þróunarsaga Ólafs og veraldarsaga hans um leið. Þegar henni lýkur er Ólaf- ur nærri þrítugur að aldri, hef- ur nýlokið námi við landbún- aðarháskóla Danmerkur, og fengið veitingu fyrir starfi fram kvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands, en í því starfi var Ólafur allan sinn starfsaldur, og bjó lengst af í Gróðrarstöð fé- lagsins á Akureyri, enda oft við hana kenndur. Þetta eru því ekki aðeins bókaskil, heldur og þáttaskil í lífi Ólafs. Undirbún- ingstíminn er að baki, fram- undan er starfstíminn. Ekki svo að skilja, að Ólafur hafi ekki starfað að ýmsu á þessum þrem- ur fyrstu áratugum ævinnar. Kemur það vel fram í bókinni, að hann hefur lagt gjörva hönd á flestar þær atvinnugreinar, sem þá voru stundaðar í land- inu og tekið þeim með stökustu þolinmæði, enda jafnan þótzt vaxa nokkuð af hverri, þótt ekki væru þær beinlínis í leið- inni að því marki, er hann síðar setti sér, með einni undantekn- ingu þó: hjásetunni. „Hjásetan var mér þyngsta raun. ... “ og „alltaf var það mér sama plág- an“. Eftirá finnst Ólafi þetta skrítið, og telur helzt að þetta hafi verið tóm fyrirtekt. í þetta má þó leggja dýpri merkingu: Ólafur er runninn upp úr umhverfi, þar sem allt snerist um sauðkindur, a. m. k. í heimi karlmanna. Um hana snerist önn dagsins, eða fyrir hana, um hana var hugsað og rætt, við öll tækifæri, og sum- part var réttur hennar meiri en réttur manna. Að rísa gegn sauð kindinni var það sama og að rísa gegn umhverfi sínu, en í slíkri uppreisn síns unglingar manndóm sinn. Ólafur er að vísu enginn uppreisnarmaður í venjulegri merkingu þess hug- taks, en samkvæmt eðli sínu og upplagi hlaut hann þó að lenda í einhvers konar andstöðu við það mannfélag, sem allt skildi svo jarðneskum skilningi. Kannske var það gæfa Ólafs, að hann slitnaði snemma upp úr þessu umhverfi heimabyggðar sinnar og kynntist fljótlega nýj- um verkum og nýjum viðhorf- um, sá hlutina og mannfélagið í nýju ljósi og eygði nýja mögu- leika til þroska. En Ólafur er engin Pallas Aþena, sem stekkur alsköpuð fram í öllum herklæðum. Örlög- in voru ekki á því að sleppa honum próflausum inn í aldin- garðinn. Per ardua ad astra, segir latneskt máltæki, sem ef til vill má þýða með íslenzka máltækinu, enginn verður óbar- inn biskup, þótt orðin merki annað. Ólafur stritar í vinnu- mennsku, fyrst í Útmannasveit á ýmsum bæjum, síðan á Egils- stöðum, því mikla myndarheim- ili, en þar kynnist hann einnig stórbúskap, eins og hér gerist beztur, og mun það einhverju hafa valdið um val ævistarfsins, því næst á eftir fer Ólafur í Hvanneyrarskóla og uppfrá því eru örlög hans ráðin. Þótt lífið í Útmannasveit á Fljótsdalshéraði væri augsjáan- lega enginn leikur á þessum ár- um — enda er sveitin ólíkt harð býlli en gósenlandið Skógar —, þá öðlast Ólafur þar sinn fyrsta félagslega þroska 1 Starfi ung- mennafélagsins þar. Þættirnir frá Útmannasveitardvöl Ólafs eru bæði fróðlegir og skemmti- legir, einkum þeir sem segja frá vinnumennsku hans hjá Hall- dóri Þorkelssyni í Ðölum og síðar á HrafnabjörgUm. Sjálfs- bjargaruppátæki Halldórs þessa verða að srijöllum gamansögum í penna Ólafs, þótt þáú séu raun ar í hæsta máta alvarleg og í mörgum tilfellum lífshættuleg, eins og t. d. sjóferðin og viður- eignin við björninn. Sýnist mér þarna koma fram hæfileiki höf- undarins til smásagnagerðar, sem hann telur sjálfur að hafi jafnan blundað með sér. Þetta er þó ekkert einsdæmi í bók- inni, því öll er hún full af gam- ansömum og smáskrýtnum atvikum, og sannltallaður skemmtilestur á köfltim. Sparar höfundur það ekki að gera grín að sjálfum sér og hygg ég að fáir íslendingar hafi náð lengra í því efni, nema ef til vill meist- arinn Þórbergur. Til samstarfs- manna sinna og samferðamanna liggur Ólafi gott orð í hvívetna, og leitast jafnan við að draga fram þeirra betri mann, og þótt hann segi af þeim gamansögur er það græskulaust. Af flestum þeirra taldi hann sig hafa lært nokkuð, jafnvel af fjósamann- inum Bauga, sem mokaði flór- inn á Hvanneyri, en um hann segir Ólafur svo: Ég held að Baugi hafi fyrst vakið mig til umhugsunar um þau sannindi, að varla mun til svo aumt starf, eða ekki megi hefja það til nokkurrar fullkomnunar. Höfundur nefnir bók sína: Á tveim jafnfljótum, sem bæði má skoða, sem staðréynd og tákn. Staðreynd að því leyti, að Ólaf- ur ferðast mikið gangandi, að þeirrar tíðar sið. Tvisvar geng'- ur hann yfir þvert ísland, og tvisvar í eins konar pílagríms- ferðir frá Hvanneyri á Þingvöll. Fyrir utan allar ferðirnar frá ÚÚtmannasveit til Borgarfjarð- ar eða S.eyðisfjarðar. Einu sinni gengur hann jafnvel í kapp við strandferðaskipið, en tapar þó þeirri raun. En ganga Ólafs er ekki síður táknrænt fyrirbæri: hið eilífa dæmi um leit mannsins að sjálf um sér, viðfangsefni og um- hverfi sínu. Þótt Ólafi sé ekki villugjarnt í sínum xaunveru- legu ferðum, hygg ég þó — eða hef.það öllu fremur á -tilfinning- unni — að Ólafur hafi lengi farið villur-vegar á .lífsleið sinni, og' ekki þekkt sinn vitjunartíma fyrr en seint-og gíðar meir. Bók hans er því enn eitt klassískt dæmi um „villunóii.mannkyns um veglausa jörð“, .sem Stefán kvað um í Andvöku.ainni. Flest- ir verðum vér. að ganga þessa krákustigu til að ná settu marki, og flestir villumst vér í völundarhúsi heimsins, áður en markinu er náð. í bókarlok er Ólafur loksins kominn á.veginn, eftir að hafa jafnan farið vegleysur. Hann hefur fundið starf, þar sem með fædd athafnasemi hans og út- sjónarsemi fá að njóta sín í rík- um mæli. Iljá mörgum embættismann- inum er einstaklingsþróuninni lokið um leið og hann tekur við embætti sínu. Hjá Ólafi var þessu ekki svo farið, en frá því mun hann væntanlega skýra í síðara bindi ævisögunnar, og skal það ekki frekar rætt hér. Helgi Hallgrímsson. Séra Pétur Sigurgeirsson: Prentsmiðjan Leiftur. Reykjavík 1971. TIL er þjóðsaga um það, að eitt sinn er prestur í Grímsey gekk í fullum skrúða til embættis- gerðar í Miðgarðakirkju vildi svo til, að hann mætti á leið sinni birnu með nokkra húna í eftirdragi. Laut dýrið prestinum í virðingarskyni og lét alla fjöl- skylduna gera slíkt hið sama, en gekk síðan kurteislega á braut án þess að gera af sér hið minnsta mein, og skildi þannig með þeim. Ef ekki fylgdi það sögunni, að þetta hefði gerzt fyrir langa- löngu, gæti ég eins vel trúað því, að sagan væri alveg ný af nálinni og væri presturinn eng- inn annar en séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup á Akur- eyri, sem annazt hefur prests- þjónustu í þessari norðlægu byggð um margra ára bil og er einmitt höfundur þessarar ágætu bókar. Meðan við vorum nágranna- prestar við Eyjafjörðinn skrapp ég stöku sinnum með honum til Grímseyjar í embættiserindum. f fyrsta skipti fór ég að sumar- lagi, að því er virtist í sæmilegu veðri. En þegar kom út í fjarðar mynnið, gerði svo mikla ylgju í sjóinn að varla hélt nokkur maður höfði á skipinu fyrir sjó- veiki. „Leiður er mér sjávarsorti og súgandi bára,“ hugsaði ég. Aumingja séra Pétur, hann á ekki sjö dagana sæla að þurfa að hrekjast þetta margar ferðir á ári, kannske í svartasta skammdeginu og haugasjó, til að þjóna þessari tröllabyggð þarna lengst úti í Dumbshafinu, meðan særokið gengur yfir eyna og hvítabirnir ganga á land, sæmenn og bjargslæðing- ar gera alls konar skráveifur. Er’ þetta ekki hreinn lífsháski? Brátt varð ég þess þó var, að séra Pétur lét sér þetta ekki minnstu vitund fyrir brjósti brenna. Aldrei var hann glað- ari en þegar hann skýrði mér frá því, að nú þyrfti hann að bregða sér á annexíuna og bauð mér að verða samferða ef eitt- hvað sérstakt stóð til, og fór mér líka fljótt að þykja gaman að þessum ferðum, Að minnsta kosti tvisvar var ég viðstaddur helgar tíðir í Miðgarðakirkju og fór síðan í húsvitjun með sókn- arprestinum um eyna á eftir, og hafði af því óblandna ánægju. Sambandið milli prests og safn- aðar var óvenju hlýtt og sterkt. Innilega fögnuðu sóknarbörnin presti sínum og var auðséð að milli hans og þess ríkti gagn- kvæmt traust og virðing, enda unni honum þar hver maður. Undrar það reyndar engan, sem staðið yfir gagnger endurskoð- un á hag og rekstri Slippstöðvar innar h.f. á Akureyri. Þessar athuganir hafa leitt í ljós, að fyrirtækið hefur stórlega skort fjármagn, styrka stjórn og sitt- hvað fleira, til þess að rekstur þess gæti gengið eðlilega. Hins vegar gáfu þessar athuganir til kynna, að ef vel tækist til um þekkir vígslubiskupinn, glað- lyndi hans, alúð og ljúf- mennsku. Mér datt í hug, að séra Pétur mundi vera líkastur Guðmundi biskup hinum góða, sem vígði þar björg og brunna og kvað niður bergtröll og for- ynjur, enda þekkjast þar ekki framar sæmenn eða illir slæð- ingar, og draugar eru næstum því að fullu úr sögunni og galdramenn orðnir sárafáir. Fólkið er yfirleitt þróttmikið og gervilegt, alúðlegt í viðmóti og skemmtilegt og einkennist af þeim ferska dugnaðarblæ, sem löngum fylgir þeim, er lifa í náinni snertingu við náttúru- öflin og stæla daglega kraftana í fangbrögðum við erfið lífsskil- yrði og óblíða veðurátt norðurs- ins. Hvort heldur þeir síga í bjarg eftir fugli og eggjum eða sækja á reiðan sjó, eflir það vaskleik þeirra og æðruleysi, svo að þeir láta sér lítt bregða við voveiflega hluti, og vex þeim þannig þrek og hugrekki. Jafnframt þrýstir erfiðið fólk- inu saman í þessari fámennu byggð til betra og innilegra fé- lagslífs svo að það verður eins og ein fjölskylda. Þetta fann ég einna bezt, er ég kom á söng- æfingu með safnaðarfólkinu kvöldið fyrir hundrað ára af- mæli kirkjunnar. Sungið var af hjartans lyst, enda höfðu marg- ir góðar söngraddir, og hefur söngmennt legið þarna í landi frá dögum séra Matlhíasar Egg- ertssonar og afkomenda hans. Hin aldna kirkja var skreytt eftir föngum fyrir afmælishátið ina og hafði ég það á tilfinning- unni, að þetta hús var andlegt heimili allra sóknarbúa, sem laðaði til sín unga sem aldna, enda sótti svo að segja hvert mannsbarn guðsþjónustuna dag inn eftir, jafnvel færeyskir sjó- menn af skipum er lág'u við eyna, og var þeim fagnað eins og öðrum. Ekki fer hjá því að þeim, sem átt hafa slíkar sam- verustundir með Grhnseying- um, fer að þykja vænt um þá og gleyma þeim aldrei. Skildi ég nú betur en fyrr hvílík ítök þetta fólk átti í hjarta prest.sins síns. Þessi Grímseyjarbók séra Péturs er frábærlega skemmti- lega skrifuð. Hún flytur mikinn fróðleik um þessa nyrztu kirkju sókn á íslandi jafnframt því, sem hún hann lýsir náttúru- fari eyjarinnar og lífsbaráttu fólksins fyrr og nú, menningu þess og daglegu lífi. Bókin er sérlega vönduð í alla staði bæði frá höfundarins og útgefandans hendi og prýdd mörgum ágætum myndum, hin ákjósanlegasta jólabók. Við þökkum vígslubiskupinum fyrir lesturinn! Benjamín Kristjánsson. tækisins og útvegun fjármagns, ættu að vera sæmilegir mögu- leikar á því að halda rekstri þessa mikilsverða fyrirtækis gangandi, og vinna að áfram- haldandi uppbyggingu þess. Ríkisstjórn og' bæjarstjórn Akureyrar hafa á þessum grund velli ákveðið að koma í veg fyrir kollsteypu fyrirtækisins, sem hefði orðið mikið áfall fyrir alla aðila. Fyrir bæjarsjóð Akur eyrar hefði orðið um nokkurra tuga milljóna kr. tap að ræða, því að hann hefur á undan- förnum erfiðleikaárum gengið í miklar ábyrgðir vegna Slipp- stöðvarinnar. Um þetta hefur bæjarstjórn yfirleitt verið sammála. Það vakti því mikla furðu þegar full trúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn, að höfðu samráði við leið toga sinn, greiddi atkvæði gegn eftirfarandi tillögu, sem borin var fram í bæjarstjórn, að höfðu samráði við alla flokka, nú rétt fyrir áramótin: í framhaldi af ákvörðun ríkis- stjórnar íslands um að auka hlutafé ríkissjóðs í Slippstöð- inni h.f. um 35 millj. kr., sam- þykkir bæjarstjórn Akureyrar, (Framhald af blaðsíðu 8) DALVÍKINGUR DOKTOR Dalvíkingurinn Jóliann Páll Árnason varði nýlega doktors- ritgerð við liáskóla í Frankfurt, en fyrir ári eða svo hafði hann hlotið doktorsnafnbót við há- skólann í Prag. Jóhann er þrí- tugur að aldri, snennna nánis- garpur. BARNEIGNIR Hæfileiki fólks til að viðlialda mannkyninu, og kunnáttan að eignast ekki börn eru meiri- háttar vandamál og stöðugt á dagskrá. Út er komin brezk bók eftir bandarískan prófessor, þar sem segir, að í framtíðinni verði ýmiskonar hagræðing í barn- eignum og ekki barneignum aukin mjög. Tekið verði sæði úr piltum og egg úr stúlkum til geymslu, eftir það komið í veg fyrir þunganir þar til óskað er, og verði þá farið í geymsluna eftir sæði og eggjum, eggið frjóvgað og látið í kvið móður- innar eða annarrar konu eftir óskum. Þægilegt það. 1600 FJÁR FÓRUST Talið er, að bændur í Vopna- firði, sem ekki eru þó mjög margir, Iiafi misst um eða yfir 1600 f jár í liinu mikla og kunna hausthreti, sem var óvenjulega mikið, og svo veðurhart, að fé lnakti í ár og læki, en sumt fennti. Geta menn af þessari tölu fjár, sem bændur misstu, ímyndað sér þann ógnar skaða, er þeir hafa orðið fyrir. En í mörgum öðrum sveitum norðan lands og þó einkum norðaustan lands, urðu miklir fjárskaðar, svo að tjónið skiptir milljónum, samanlagt. EYFIRZKU KÝRNAR f nýútkomnu hefti Freys segir Ólafur E. Stefánsson, að árið 1969 hafi 853 kýr á landinu skil- að yfir 20 þús. fitueiningum, þar af 229 kýr yfir 23 þús. fituein- ingum. Þar segir ennfremur, að svo afurðaliáum kúm hafi fækk að nema í Eyjafirði hafi þeim stórfjölgað. Er það góður vitnis- burður um eyfirzku kýrnar, að auka hlutafé bæjarsjóðs um allt að 15 millj. kr., enda falli. rekstrarábyrgðir bæjarsjóðs nið ur og samið verði um fullnaðar • uppgjör á skuldum fyrirtækis’ ins við bæjarsjóð og stofnaniv bæjarins. Eins og sjá má á þessari til ■ lögu, leiðir samþykkt hennar ti., þess, að áhætta bæjarsjóðs stór ■ minnkar, auk þess sem bæjai ■ sjóður stuðlar að áframhald- andi rekstri stöðvarinnar. Þar sem fulltrúi Alþýðuflokksin;, bar ekki fram neinar tillögur í þessu máli, verður að ætla, acJ hann telji réttast að Slippstöð- in h.f. verði gjaldþrota fyrir - tæki. Það telst víst til minni tíðinda þótt fulltrúi frjálslyndrt í bæjarstjórn hlypi út undai'. sér í fljótfærni og sæti hjá vio atkvæðagreiðsluna, enda þóti; hann væri áður búinn að lýsa sig samþykkan efni hennar. Allir bæjarbúar bera þá von í brjósti, að aðgerðir þær, sen: nú hafa verið gerðar í Slipp- stöðvarmálinu, beri þann árang • ur, sem þeim er ætlað. Q DAGUR kemur næst út á miðvikudaf. inn, 12. janúar. sem orðnir eru miklir og veí ræktaðir kostagripir. SÆÞÖRUNGAR í grein Sigurðar V. Hallssonar.’ í Víkingi, segir, að í Frakklandi , íslandi, Skotlandi og Noregi. hafi sæþörungar verið nýttií’ um langt skeið til manneldis, eins og fyrrum var einnig geri: á íslandi, en einnig til efnaiðji! í 220 ár. í Japan hafi þeir verifj nýttir til manneldis í aldaraðir, vissar tegundir beinlínis rækt' aðar og efnavinnsla úr sæþöi ■ ungum hafi þar verið í 300 ár. Talið sé, að fjórðungur íæðti þorra fólks í stórum landshlut- um Japans hafi verið sæþörung ar, ferskir, þurrkaðir eða krydt aðir. í mörgum öðrum löndum en nefnd liafa verið, sé nú blóm legur iðnaður rekinn þar sem lífræn efni séu unnin ur þöj > ungum. 20 TEGUNDIR Þar segir ennfremur, að hér viti land vaxi 20 nytjaþörungar, ei’ eflaust mætti vinna og gera ad verðmætri vöru. Greinarhöfund ur bendir á ýmsar leiðir tii þör ■ ungavinnslu og telur mikla •nauðsyn á að kanna nýtingai • möguleika hinna ýrnsu tegunda, er til greina gætu komið. KEMST ÞÓTT ÓFIMIÆG SÉ Byrjað er að merkja hrognkelsí, sem á síðustu árum liefur verio mikill nytjafiskur og mikio veiddur. Enn er flest á huldn um göngu þessa fisks og hvai.’ hann dvelur á vetrum, hverstl oft liann hrygnir eða hversvi gamall liann verður. Ekki ev heldur vitað um stærð stofnsins, Á næstu árum munu fást svöi.’ við ýmsu af því, sem nú er leib að svara við. Merktar voru grá’ sleppur á Breiðafirði og Latr&’ grunni. Af þeim veiddist eiia við Skaga og önnur við Fiatey á Skjálfanda. Kom í Ijós, aÖ grásleppa hafði synt 220 mdu.i á 35 dögum, og má um þessti sveru og ófimlegu skepnu segja., að hún sé sæmilega sundfær og fljótari í förum en ætla mættá, GRÍMSEY BYGGÐ VIÐ NORÐURHEIMSKAUTSBAUG SMÁTT & STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.