Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 8
joml SMÁTT & STÓRT KIRKJUKOR Akureyrar held- ur hljómleika í kirkjunni 9. janúar og hefjast þeir kl. 5 síð- degis. Flutt verður Helgikantatan Til komi þitt ríki, eftir Björgvin Guðmundsson og minningu hans til heiðurs. Söngstjóri kórs ins er Jakob Tryggvason. Sjá aug'lýsingu í blaðinu. □ Við hittum þá á förnum vegi með blaðburðartöskurnar. — Erum við þá aðalkallarnir, sögðu þeir, er þeir sáu mynda- vélina. Drakk kaplamjólk ylir allt sumarið AAÐ slys varð í Garðshorni í Kræklingahlíð í vor, að hryssa :nissti folald sitt nýkastað. Urðu ;,úgur hennar full af mjólk svo að hún var mjög ókyrr og leit- aði afkvæmis síns. Ólafur bóndi tók þá bolakálf, uýfæddan, og lét hann sjúga iryssuna. Líkaði báðum vel og vnáttu síðan hvorugt af öðru sjá. Gekk kálfurinn undir hryss- unni í sumar og dafnaði hann vel. í haust, er tíð kólnaði, vildi kálfurinn gjarnan njóta hús- vistar með kúnum um nætur. En er honum var, ásamt þeim, hleypt út á morgnana baulaði hann hátt og þar til fóstra hans hneggjaði á móti. Hljóp hann þá Bannað að auglýsa tóbak NÚ UM áramótin tekur gildi iagabreyting, sem óheimilar all- ar auglýsingar á tóbaki í blöð- um, útvarpi, sjónvarpi, kvik- nyndahúsum og utandyra. Hef- ur fjármálaráðuneytið vakið atbygli forráðamanna fjölmiðla og þeirra, sem verzla með tóbak á þessum lögum og á skvldu auglýsenda til að fjarlægja úti- auglýsingar um tóbaksvörur strax og lögin hafa tekið gildi. Sn tóbaksauglýsingar hafa ver- : ð drjúg tekjulind margra blaða, einkum í Reykjavík. Hvað sem ím auglýsingarnar og nú aug- lýsingabannið má segja, er hitt víst, að Dagur hefur þar ekki verið þátttakandi og ekki aug- lýst tóbaksvörur nema sem und antekningu. En sú undantekn- ing olli gremju margra kaup- enda, sem töldu tóbaksauglýs- ingar ekki við hæfi og afbáðu þær í Degi. Þrátt fyrir þessar lagabreyt- ingar má búast við, að tóbak verði auglýst á margvíslegan hátt, þótt með öðrum hætti verði, en verið hefur fram til þessa. □ Nokkrar hækkanir á búvörum FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún- aðarins tilkynnti nýtt verð á ;tvmsum landbúnaðarvörum. — /erðhækkanir þær, sem nú verða, stafa bæði af minni niður greiðslum til neytenda og af auknum vinnslu- og dreifingar- kostnaði. Helztu breytingar eru þær, að súpukjöt, sem áður kostaði 1112 kr. kílóið kostar nú 131.30 kr. kílóið og er það hækkun, sem nemur 17.4%. Kótelettu- kílóið, sem áður kostaði 150 kr. kostar nú 170 kr. og nemur hækkunin á kótelettunum til hennar og var vel fagnað og kaplamjólkin vel þegin. í haust var hryssan felld en boli settur á vetur og er hann fallegur gripur, og ber þess merki, að hafa átt góða fóstru í sumar, sennilega eini kálfur- inn á þessu sumri hér á landi, sem hryssa lagði ást á og annað- ist sumarlangt. í sömu sveit bar það til tíð- inda á öðrum bæ í sömu sveit 18. desember, að fullorðin hryssa kastaði og eignaðist svart hestfolald. Sýndist eig- anda þann morgun hundur standa í haganum, í hrossahóp hans, enda áttu hryssur hans ekki að kasta fyrr en í vor. Næsta morgun var annað folald fætt í haganum. Voru bæði fol- öldin færð í hús, ásamt mæðr- um sínum. Q INGIMAR OSKARSSON Svarfdælingurinn, hinn sjálf- menntaði náttúrufræðingur og vinsæli útvarpsfyrirlesari, Ingi- mar Óskarsson, hlaut heiðurs- laun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wrigt, fyrir vísindastörf og rannsóknir. Hann er 79 ára, og er þriðji vísindamaðurinn, sem hlýtur viðurkenningu þessa sjóðs. JÓL OG ÁRAMÓT Jólasnjórinn var hvítur og lireinn um land allt að þessu sinni, nýfallinn og víða jafn- fallinn og mestur á landinu vestanverðu. Vegir urðu þung- færir og ófærir með öllu er jólin höfðu gengið í garð. En jörð var víðast snjólaus í byggð á landinu þegar árið kvaddi, enda óvenjuleg hlýindi, upp í 10 stiga hiti dag eftir dag, og að sjálfsögðu urðu vegir snjó lausir, en vatnavextir töfðu um- ferð á ýmsum stöðum, einkum í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. 1972 Þegar gamla árið var að kveðja birtist ártalið 1972 í vestan- verðri Vaðlaheiði. Þökk sé þeim, er þá kindla kveiktu. Þar skemmtu fáir mörgum og ekki í fyrsta sinn. LÆKNAR FENGUST Á ÞRJÁ STAÐI í október leitaði ráðunevtið til lækna í Reykjavík í því skyni að fá þá til að gegna læknislaus- um héruðum skamman tíma hver. Árangur hefur orðið þessi: Djúpavogshéraði hafa þeir gegnt Frosti Sigurjónsson og Gunnar Guðmundsson. Vopna- fjarðarhéraði hafa þeir gegnt Guðmundur Viggósson, Krist- ján Eyjólfsson og Úlfur Ragnars son, sem er þar nú. í Ólafsfjarð- arhéraði tókst ekki að fá lækni, þar til nú að Ólafur Ólafsson íslandsmótið hefsf á laugardag 14.4%. Aðrar kjöttegundir hafa breytzt hlutfallslega, hins vegar hafa kaupmenn ekki fengið neina hækkun á sölulaununum. Verð á rjóma í Vi lítra hyrn- um, sem kostaði áður 27 kr. kostar nú 30.90 kr. og er það 14.4% hækkun. Skyrið hækkar mest og verður það nú selt á fullu verði, skyrkílóið kostaði áður 24.50 kr., en núna kostar það 38 kr. og er það hækkun, sem nemur 55%. Þá hækkar smjörið úr 130 kr. í 138 kr. pr. kíló og ostur hækkar úr 142 kr. kílóið í 167.20 kr. Q FYRSTI leikur íslandsmótsins í körfubolta fer fram í íþrótta- skemmunni á Akureyri n. k. laugardag og hefst kl. 4. Verða það lið íþróttafélags stúdenta (ÍS) og Þórs, sem leika þennan fyrsta leik mótsins. Keppnin í 1. deild verður nú umsvifameiri en nokkru sinni fyrr, þar sem fjölgað hefur ver- ið í deildinni, og eru félögin nú alls átta, sem sæti eiga í deild- inni. Stúdentar unnu 2. deild í fyrra og fluttust því upp í 1. deild, en Njarðvík (UMFN) féll í 2. deild. Borgnesingar, sem Laxveiðibann r ■ r i sjo urðu í 2. sæti í 2. deild, sigruðu UMFN í aukaleik og fluttust því líka upp í 1. deild. Lið stúdenta hefur einu sinni náð að verða íslandsmeistari í körfuknattleik, eða skömmu fyrir 1960. Þá var lið þeirra að mestu skipað stúdentum frá Menntaskólanum á Laugarvatni en nú hefur þetta breytzt, því nú eru aðallega MA-stúdentar, sem skipa liðið. Lið Þórs varð í 4. sæti í síð- asta íslandsmóti, á eftir ÍR, KR og Ármanni. 2. flokkur félags- ins tapaði þá með einu stigi úrslitaleik við KR eftir fram- lengdan leik. Sýnir það að efni- viðurinn er nógur og því ætla margir að liðið muni standa sig vel í vetur og blanda sér jafn- vel í baráttuna um þrjú efstu sætin. Q fór til starfa þar. — Ýmsir lækn ar hafa gefið ádrátt um þjón- ustu I héruðum eftir áramót. ENGIN HROSSAKAUP Einar Ágústsson utanríkisráð- herra flutti ræðu á fundi Evrópuráðsins í París 16. des. Kvaðst hann harma að Efna- hagsbandalagið hefði ákveðið að íslenzkar fiskafurðir mundu ekki njóta sömu tollfríðinda inn an stækkaðs EBE og þær hefðu notið innan EFTA. Ráðherrann tók það fram, að íslendingar létu þetta ekki liafa nein áhrif á áform sín um útfærslu land- helginnar, og mundu þeir ekki eiga nein hrossakaup um þau mál. Viðskipti íslendinga við EBE yrði að byggjast á frjálsum innflutningi á íslpnzkum fisk- afurðum til EBE-Janda, gegn frjálsum útflutningi iðnaðar- vöru til íslands. VERÐSKYN í ofboðslegu flóði auglýsinga um hinar ýmsu vörutegnndir, sem birtar eru í blöðum, út- varpi og sjónvarpi, er sjaldan getið verðsins. Hagstætt verð, hvergi ódýrara, bezt og ódýrast o. s. frv., er gjarnan sagt í aug- lýsingunum. Hvers vegna ekki? Og hvers- vegna eru vörurnar ekki verðmerktar betur í búðar- gluggum en raun cr á? Hvers vegna þennan hálfgerða felu- leik með verðið? Er það vegna ótta við aúkið verðskyn almenn ings? Verðlagseftirlit og hámarks- álagning má ekki slæva verð- skyn og leit fólks að því bezta og ódýrasta, er það vill kaupa á frjálsum.markaði. Hinn vökuli neytandi er sjálfur bezta verð- lagseftirlitið, og því á hann að halda vöku sinni. SENDA BÚÐAÞJÓFA TIL PRESTSINS Danska verzlunarkeðjan IRMA á í stríði við búðaþjófa, segir í Norges kjöpmannsblad. í stað þess að tilkynna þjófnaðina lög- reglunni, krefst IRMA að þjóf- arnir fari til prests síns og játi syndir sínar, eða að fara til læknis síns og skýra honum frá því hvað fyrir hafi komið. Framkvæmdastjóri IRMA, Börge Olsen, segir að liugmynd þessi sé bandarísk, og þar hafi fengizt jákvæður árangur af að- ferð þessari. SELVEIÐI VIÐ KANADA Kanadíska. stjórnin leyfir að veiddir séu á ári 50 þús. selir, en utan landhelginnar eru þó engar takmarkanir. Talið er, að tvær millj. vöðusela haldi sig við Labradorskaga og strendur Nýí'undnalands. Kópaveiðin á þessum slóðum hefur verið um- deild mjög undanfarin ár, vegna þess að kópar séu kvaldir að þarflausu. Skinn kópa og full- klæðnað og skraut á klæðnað. orðinna sela er allt notað í (Framhald á blaðsíðu 4) Fuglarnir faldir í bænum Mogginn baS afsökunar SÍÐASTA sunnudag hvers árs eru fuglar taldir á allmörgum stöðum á landinu, á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands. Að þessu sinni var hér á Ak- ureyri nokkur, jafnfallinn snjór, fjörur frosnar og Pollurinn að mestu undir þunnum ís. Taln- inguna á Akureyri önnuðust: Jón Sigurjónsson, Árni Björn Árnason, Friðþjófur Guðlaugs- son, Grétar Ólafsson og Sigur- jón Jónsson, og sáust þessir fuglar: Auðnutittlingar........ 2 Bjartmávar ............ 12 Gráþrestir ............. 3 Hrafnar ............... 64 Hettumávar.............. 2 Músarindill ............ 1 Smyrill................. 1 Svartbakar............ 107 Snjótittlingar.........912 Stokkendur ............257 Silfurvávar............ 30 Skógarþrestir ........ 140 Hávellur ............... 2 Toppönd ................ 1 Æðarfuglar ............ 40 Alls 15 tegundir. □ EINS og kunnugt er af fréttum, hefur forseti Bandaríkjanna undirritað lög, sem heimila hon- um að stöðva innflutning fisk- afurða frá Danmörku, ef Danir virða ekki bann við laxveiðum í sjó. Þessi innflutningur nemur um 150 milljónum danskra króna á ári. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Kanada hafa einnig sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem segir, að ríkisstjórnirn- ar hafi miklar áhyggjur af því, að fiskveiðiþjóðir við Norður- Atlantshaf hafi ekki náð sam- komulagi um algjört bann við laxveiðum í sjó, og hvatt til úr- bóta á því sviði. □ FYRIR áramótin bað Morgun- blaðið opinberlega afsökunar á fréttaflutningi sínum um ræðu Einars Ágústssonar í Briissel á dögunum. Er afsökunin á þessa leið: „Utanríkisráðuneytið hlutað- ist til um það í gær, að blaða- maður Morgunbl., sem fylgdist með ráðherrafundi NATO í Brussel fyrir nokkru, fengi að sjá texta skjals þess, sem hann fékk afhent á skrifstofu ís- lenzku sendinefndarinnar hjá Atlantshafsbandalaginu, sem ræðu Einars Ágústssonar. Við samanburð á textanum, sem kom á fjarrita frá skrifstofu sendinefndarinnar í Briissel og eintaki af ræðu Emils Jónssonar á ráðherrafundi í Lissabon í júnímánuði sl. kom í ljós, að skjal það, sem blaðamanninum var afhent, var þessi ræða Emils Jónssonar. Morgunblaðið fagnar því, að mál þetta hefur verið upplýst og biður velvirðingar á þessum mistökum, að svo miklu leyti, sem þau eru sök blaðsins.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.