Dagur


Dagur - 16.02.1972, Qupperneq 5

Dagur - 16.02.1972, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Nútíð og fortíð KUNN er sú saga, er fylgdarmenn af svonefndum frumstæðum þjóðflokki sögðust þurfa að bíða eftir sálu sinni, þegar greitt hafði verið farið. Sagan hefur verið sögð sem skrýtla, en hún getur þó verið merk dæmisaga á okk- ar tímum. Margar þjóðir liafa reynt það á umbrotatímum, og á örum frainfaraskeiðum sínum, að eitthvað varð eftir, eitthvað af þjóðarsálinni. Víst er, að við mættum liugleiða þessa dæmisögu, ekki síður en marg- ir aðrir á okkar framfara- og breyt- ingatímum í atvinnu- og þjóðfélags- liáttum. En þá er þjóðarsálinni hætt, ef bönd fortíðar og nútíðar slitna eða á þeim verða bláþræðir. Allar fram- farir, efnalegar og félagslegar, eiga sér rætur í fortíð og sögu. Flestir finna hin sterku bönd sögunnar, og tungu okkar og sjálfstæði eigum við fornum bókmenntum okkar að þakka. Með pennan einan að vopni og sjóð sögunnar tókst frelsishetjum okkar að vinna fullkominn sigur í sjálfstæðisbaráttunni, og síðan hófst mesta framfaraskeið þjóðarinnar, sem enn stendur. Þjóðsögur og þjóðfræði af marg- víslegum toga, eru meðal dýrmæt- ustu bókmenntaerfða okkar, en mest- ur liluti þeirra er skráður seint og um síðir. Á hverju byggðu bóli á landinu gerast sögur og ævintýri, sem framtíðin verður þakklát fyrir, að haldið sé til liaga á meðan þeir geta frá sagt, sem atburðina lifa. Hér á Akureyri sýndi maður úr kennara- stétt þann kjark, að bera f járhagslega ábyrgð á nýju tímariti, Súlum, sem tvö hefti eru komin út af og það þriðja í prentun. Án teljandi aug- lýsinga hefur þetta rit þegar hlotið umtalsverða útbreiðslu og vinsældir. En það flytur einmitt sögulegan fróðleik, dulræn efni, ferðaþætti, dýrasögur og margt annað, ritað af leikmönnum eða eftir þeim skráð. Þetta er björgunarstarf, ritið varð- veitir ýmiskonar fróðleik er styrkir tengslin milli þess, sem var og er. 1 Dagur beinir því til lesenda sinna, að halda góðu efni til haga, með birt- ingu fyrir augum, í þessu nýja tíma- riti, og blaðið hvetur fólk, sem ann sögulegum fróðleik og frásögnum, að kynna sér ritið Iijá útgefanda, Jó- hannesi Óla Sæmundssyni, Akureyri, og tryggja sér fyrstu heftin áður en þau ganga til þurrðar. □ Þörf áminning í Barnaskóla Akureyrar i ákvæðisvinnu mófmælf Hið frjálsa starf skólanna þarf að auka FYRIR skömmu sá ég blaðið Boðberann, en það gefur Barna- skóli Akureyrar út þegar ein- hverjum sérstökum upplýsing- um eða tilkynningum þarf að koma til heimilanna. Yfirskrift greinarinnar, sem þetta blað flutti, var „Hvað ung- ur nemur,“ og tilgangur skólans með henni var sá, að leita sam- starfs við heimilin, um að rifja upp með nemendum algengustu umgengnisvenjur, o gað vekja athygli þeirra á nauðsynlegri nærgætni og tillitssemi í sam- skiptum við annað fólk. Átak í þessu efni átti að gera samtímis í öllum skólanum dagana 7.—11. febrúar en vinnuaðferð, samtöl og annað átti að miða við aldur og þroska nemendanna. Þessi aðgerð nær því til rösklega 800 barna. Umræðuefni daganna voru í stórum dráttum skipu- lögð og skal hér telja nokkur þeirra: Skólinn og meðferð á eignum samfélagsins, Fram- koma í búðum og á opinberum stöðum, Að heilsa og kveðja, Símtöl, Greiðvikni og hjálpsemi, Að virða og taka kurteislega til- mælum foreldra, kennara, um- sjónarfólks, lögreglu og ná- granna, Stundvísi, skilvísi og orðheldni, Umferðarlög og úti- vistarreglur, Að vera ábyrgur gerða sinna. Eins og sjá má á upptalning- unni falla þessi umræðuefni (Framhald af blaðsíðu 1). fremur að leggja sig fram um að kynna grundvallarrök fyrir sam einingarþörfinni í ræðum og riti, m. a. með fundahöldum um allt land, og stefna að því að flokksþingin geti tekið afstöðu til sameiningarmálsins við fyrstu möguleika. Sterk samtök, byggð á hugsjón jafnaðar og samvinnu, er krafa dagsins.“ Fundurinn á Húsavík var haldinn á sunnudaginn í Félags heimili Húsavíkur. Hann sóttu um 100 manns. Fundinn setti Guðmundur Bjarnason, en fundarstjóri var Einar Njálsson. Frummælendur þar voru þeir sömu og á Akur- & 'BJÖRN Þórðarson skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri er sjötugur um þessar mundir og gaf hann sér og konu sinni, Sigríði Guð- mundsdóttur, farmiða suður til sólarlanda, og munu þau dvelja þar á þessum tímamótum hús- bóndans. Björn er Svarfdælingur, nam ungur búfræði, síðar verklegt búnaðarnám á Jótlandi og fim- leika á Ollerup. Hann hefur verið starfsmaður KEA í 40 ár. Að ýmsum félagsmálum hefur hann unnið, svo sem ferðamál- um, skógræktarmálum, leik- félagsmálum, og ennfremur að málefnum starfsmannafélags KEA og Framsóknarfélagi Akur eyrar, og hvarvetna reynzt góð- ur liðsmaður í forystusveit þess- ara samtaka. Björn Þórðarson er jafn gam- all Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Hann fæddist á Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902, sama dag og kaup- félögin stofnuðu samband sitt í ekki undir neina námsgrein skólanna og blaðið lagði því nokkrar spurningar fyrir skóla- stjórann, Tryggva Þorsteinsson, varðandi þessa starfsemi. Er hér uni einhverja nýjung að ræða í skólastarfinu? Nei. Þetta er aðeins aðferð til að stuðla að uppeldi barnanna og ég vona að allir sem við skóla starfa telji skyldu sína að sinna uppeldinu ekki síður en fræðslunni. Hefir skólinn áður reynt svip- aða aðferð og nú til þess að fá heimilin til samstarfs um bætt- ar umgengnisvenjur? Já. Við sendum heimilunum bréf um sama efni árið 1969, og þessi mál hafa auðvitað ætíð verið á dagskrá, bæði á heimil- um og í skólanum. Þessi síðasta tilraun okkar er aðeins ný vinnuaðferð til að leysa gamalt og stöðugt viðfangsefni, sem alltaf verður vi ðað glíma. Ilvernig tókst þessi aðferð? Ákaflega vel. Það gátum við bæði heyrt og séð hér í skólan- um. Þetta tiltæki okkar vakti þarft umtal á heimilunum, sem ekki létu sinn hlut eftir liggja. Ég þakka þeim sérlega góðar undirtektir við þessa tilraun. Ákveður námsskrá skólans eyri nema að Ólafur Ragnar Grímsson lektor kom í stað Frið geirs Björnssonar lögfræðings. Að framsöguræðum loknum hófust frjálsar umræður og var áhugi ekki minni þar en á Akur eyrarfundinum. En eftirtaldir menn tóku til máls, auk frum- mælenda: Hjörtur Tryggvason, Freyr Bjarnason, Einar Njáls- son, Guðmundur Bjarnason, Friðgeir Björnsson, Haraldur Gíslason, Þráinn Kristjánsson, Gunnar Páll Jónsson, Guð- mundur Hákonarson og Sigurð- ur Jónsson. Ályktun frá Húsavíkurfund- inum var efnislega samhljóða þeirri, er birt er hér að framan. Yztafelli í S.-Þingeyjarsýslu. Fór vel á því, að hinn svarf- dælski sveinn helgaði samvinnu hreyfingunni meginhluta starfs- ævi sinnar, og af jafn heilum huga og raun hefur borið vitni. Dagur sendir afmælisbarninu árnaðaróskir í tilefni sjötugs- afmælisins. □ einhvern sérstakan tíma til upp eldis og félagsstarfa? Nei. I námsskrá frá 1960, sem enn er í gildi, er þó ein stund á viku ætluð til frjálsra nota. í nokkur ár var hún notuð til félagsstarfa, leikstarfsemi, fönd urs o. s. frv., en þegar nýjar námsgreinar voru teknar upp í skólanum svo sem danska og eðlisfræði, þá féll „frjálsi tím- inn“ niður og enginn sérstakur tími er nú ætlaður til uppeldis- eða félagsstarfa í bamaskólum. Þó má skilja á námsskránni og erindisbréfi kennara að skólarn ir eigi að vera uppeldisstofnan- ir, ekki síður en fræðslustofn- anir og ég hefi aldrei þekkt skóla, sem vill skjóta sér undan þeirri skyldu. 27. ÁRSÞING ÍBA var haldið dagana 9. nóv. og 8. des. 1971 að Hótel KEA. Mörg mál voru tek- in til umræðu á þinginu. Stjórnarskipti urðu, Hermann Stefánsson lét af formennsku en við tók ísak Guðmann. Framkvæmdastjórn er þann- ig skipuð: Formaður ísak Guð- mann, gjaldkeri Leifur Tómas- son og ritari Ellert Guðjónsson. Formenn sérráða: Kristján Kristjánsson form. Knattspyrnu ráðs og Frímann Gunnlaugsson form. Skíðaráðs. Önnur ráð starfa ekki. Gestir þingsins voru: Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, Her- mann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ og Ármann Dalmannsson, fyrrverandi for- maður ÍBA. Samþykkt var tillaga þess efnis að fara fram á 1 milljón króna styrk frá Akureyrarbæ (Framhald af blaðsíðu 8) Lega aðalvegar í norður frá Akureyri. Vegna yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Ak- ureyri beinir skipulagsnefnd því til vegamálastjóra að hann láti gera samanburðarathugun á kostnaði og hagkvæmni við lagningu þjóðvegar norður úr bænum, annars vegar með ströndinni, sem komi inn á Dal- víkurveg norðan Hofs í Arnar- neshreppi og hins vegar á hlið- stæðum stað og nú er sbr. upp- drátt Vegagerðar ríkisins um til lögur að legu Dalvíkurvegar norðan Akureyrar. Framhaldsathuganir á flugvall- arstæði norðan bæjarins. Vggna yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Akureyr ar beinir skipulagsnefnd því til flugmálayfirvalda að fram fari athuganir á hugsanlegu flug- vallarstæði norðan bæjarins. í því sambandi verði kannaðir möguleikar á tækiaaðflugi (ILS) til hlítar, vindhraði og vindáttir svo og annað það sem athuga þarf áður en ákvarðanir eru teknar í málinu. Athuganir þessar miðist við að flugvöllur- inn fullnægi kröfum, sem gerð- ar eru til millilandaflugvalla. Samstarf um skipulagsmál. Með vísun til íundargerðar skipulagsnefndar frá 21. júní 190, bendir skipulagsnefnd á, að nauðsynlegt er að náið samstarf í þessum efnum fara kröfur almennings til skólanna vax- andi eins og eðlilegt er, en á sama tíma versnar aðstaða þeirra til að verða við þessum kröfum. Blaðið þakkar svörin, um leið og það vill vekja athygli á þess- ari nýbreytni í starfi fyrir skóla Harðnar á NÆSTUM alger stöðvun vofir nú yfir iðnaði Bretlands sökum þess, að ríkisstjórnin vill ekki semja við námumenn, sem til íþróttahreyfingarinnar, og mundi framkvæmdaráð ÍBA deila því milli félaga, enda féllu þar með niður smærri styrkir til einstakra félaga frá Akur- eyrarbæ. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að hvetja bæjarstjórn að láta áætlanir um byggingar íþróttahúsa standast. DRÁTTARVÉLAR H.F. FLYTJA AÐ SUÐURLANDS- BRAUT 32. Stórbætt aðstaða til vélasölu. Hinn 1. febr. opna Dráttar- vélar h.f. skrifstofur sínar á annarri hæð í nýlega keyptri húseign Sambandsins að Suður- landsbraut 32. Flytjast þær þaðan af Suðurlandsbraut 6, þar takist vi ðnágrannahreppa bæj- arins um skipulagsmál. Beinir nefndin því til viðkomandi hreppsnefnd og skipulagsstjórn- ar ríkisins, að nauðsynlegt hlýt- ur að teljast, að auk Hrafnagils- hrepps verði Glæsibæjarhrepp- ur, Öngulsstaðahreppur og Sval barðsstrandarhreppur gerðir skipulagsskyldir og síðan verði stofnuð samstarfsnefnd Akur- eyrar og hreppanna um skipu- lagsmál. Nefndin samþykkir að halda við fyrstu hentugleika fund með oddvitum hreppanna og skipulagsstjóra ríkisins. Ný gjaldskrá. Bæjarstjórn hefur samþykkt nÝja gjaldskrá fyrir Rafveitu Akureyrar. Er þar um að ræða mismikla hækkun raforkuverðs, en til jafnaðar er hækkunin um 14%. En eftir er að fá þessa hækkun samþykkta hjá verð- lagsyfirvöldum. Lón, æskulýðsheimili. Um þessar mundir er starf- semi æskulýðsráðs bæjarins að hefjast í Lóni, og verður fyrst um einskonar tilraunastarfsemi að ræða. Bókavörður. Samþykkt hefur verið að ráða Árna Kristjánsson yfirkennara í bókavarðarstöðu við Amts- bókasafnið á Akureyri, en þar til hann tekur við starfi annast Lárus Zophoníasson áfram það starf, svo sem verið hefur um skeið. í BLAÐINU Finmark dagblad, sem gefið er út í útgerðarbæn- um Hammerfest í N.-Noregi, birtist eftirfarandi hinn 8. janú- ar sl. undir fyrirsögninni „Hætt ið tímamælingum“: „Verkalýðssambandið í Hammerfest hefur skrifað LO (Alþýðusambandinu í Noregi) bréf, þar sem þess er krafizt, að það geri það sem í þess valdi stendur til að horfið verði frá vinna við kolanámur ríkisins, en þeir hafa nú átt í verkfalli í nær fimm vikur. Námumenn vinna erfiðari og áhættusamari störf en flestir aðrir, en til þess vill ríkisstjórnin ekki taka tillit. Þessi afsta'ða er í fullu sam- ræmi við þá stefnu stjórnarinn- ar að láta sig engu gilda, þótt atvinnuleysingjar í Bretlandi séu nú á aðra milljón. Hún er líka í samræmi við stefnu henn ar í málum Norður-lrlands og Rhodesíu. Stjórnin fylgir þann- ig fast íhaldsstefnu frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Það er þessi ríkisstjórn, sem margir forystumenn Sjálfstæðis flokksins telja nú mest til fyrir- myndar og fylgi sem bezt fram þeim hugsjónum, er flokkur sem fyrirtækið hefur haft að- setur frá 1965. Varahlutaverzlun Dráttarvéla h.f., sem var að Snorrabraut 56, flutti að Suðurlandsbraut 32 í desember sl., þar sem hún er nú til húsa á fyrstu hæð í sama hluta hússins og skrifstofurnar. Þá er og búið að útbúa þar hús- næði fyrir vélalager fyrirtækis- ins, sem flyzt þangað næstu daga, og sömuleiðis aðstöðu fyr- ir standsetningu nýrra véla og tækja. Að þv íer Arnór Valgeirsson framkv.stj. tjáði SF, þá eru allir þættir í starfsemi fyrirtækisins, sem snerta vélasölu, nú komnir á einn stað, sem skapar stór- bætta aðstöðu til að veita við- skiptavinum góða þjónustu. Lagði Arnór áherzlu á það, að öll aðstaða til reksturs fyrirtæk- isins væri mjög góð á þessum stað, og einkum yrði það við- skiptavinum til mikils hagræðis að g'eta sinnt öllum erindum sín um varðandi véla- og tækja- kaup á sama staðnum. Raftækjasala Dráttarvéla h.f., bæði heildsala og smásala, verð- ur hins vegar áfram í núverandi húsnæði sínu í Hafnarstræti 23. Innlánsdcild Svf. Fljótamanna yfirtekin. Frá og með 1. jan. sl. yfirtók Samvinnubankinn og innláns- deild Samvinnufélags Fljóta- manna á Haganesvík. Var hún færð til útibús bankans á Sauð- árkróki, og við yfirtökuna námu innstæður í henni 1,2 millj. kr. KAUPFÉLAGSSTJÓRA- SKIPTI. Nokkrar breytingar hafa oi'ð- ið á mannaskipan í stöður kaup félagsstjóra síðustu mánuðina. Hjá Kf. Stykkishólms lét Jónas Hólmsteinsson af störf- um, en við tók Sigfús SigurÖs- son. — Hjá Kf. Tálknafjarðar á Sveinseyri tók Björn Sveinsson við af Svavari Júliussyni, sem nú er kf.stj. Kf. Patreksfjarðar. tímamældri ákvæðisvinnu. — Bréfið í heild fer hér á eftir: „Á stjórnarfundi 3. janúar 1972 fjallaði stjórn Verkalýðs- sambands Hanunerfest um notk un tímamældrar ákvæðisvinnu til ákvörðunar launa, og lýsir fullum stuðningi við þau verka- lýðsfélög, sem hafa krafizt þess að hætt verði að nota þetta kerfi til að knýja fram hámarksafköst verkafólksins. þeirra berst raunverulega fyrir. En Bretar framleiða raforku sína með kolum. Ef verkfallið leysist ekki innan hálfs mánað- ar, verður algert neyðarástand - Sögulegur atburður um við landið, og settar, eftir því sem nauðsynlegt reynist, reglur og friðun þeirra, ein- stakra fiskimiða til þess að koma í veg fyrir ofveiði. 5. Að haldið verði áfram sam starfi við aðrar þjóðir um nauð- synlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengun sjávar og heimilar ríkisstjórninni að lýsa einhliða yfir sérstakri mengunarlögsögu á hafinu um- hverfis ísland.“ Q — Hjá Kf. Dýrfirðinga á Þing- eyri lét Rögnvaldur Sigurðsson af störfum, en við tók Páll Andreasson. — Þá lét Valtýr Kristjánsson af störfum sem kf.stj. Kf. Svalbarðseyrar, en við tók Karl Gunnlaugsson. — Loks lét Kári Einarsson af störf um hjá Kf. Arnfirðinga á Bíldu dal, en við af honum tók Ey- steinn Jónsson. Q Fáein kveðjuorð FÖSTUDAGINN 11. febrúar var til moldar borin frá Hóla- kirkju í Eyjafirði frú Indiana Sigurðardóttir, Ártúni. Langar mig til að minnast hennar hér í fáum orðum. Þó að ég sé þess fullviss að ég getl ekki túlkað hinar réttu og sönnu tilfinningar sem hugur minn var til hennar, en senni- lega eru beztu og sönnustu til- finningar mannsins bezt geymd- ar í þögninni og með sjálfum sér. En Indiana frænka mín kær er okkur horfin sjónum að sinni. Söknuður er mikill að- missa svo góða og kærleiksríka konu, sem hún var. Ég og bræð- ur mínir vorum öll búin að vera Við erum sannfærð um, að auknar fjarvistir vegna veik- inda, sem mjög hafa verið á dag skrá, bæði á vinnustöðum og í fjölmiðlum, standa í nánu sam- bandi við hið aukna álag á vinnustöðunum. Hjartabilanir, magasár og fleiri sjúkdómar, er stafa af sliti og taugnspennu, eru að okkar dómi nútímafyrir- bæri, sem einnig stendur í sam- bandi við umgetin vinnuskil- yrði. Annað atriði, sem einnig er tengt tímamældu ákvæðisvinn- unni, er að verkafólkið er arð- rænt í ríkara mæli en áður. Með því að glepja fólkið með hærri launum, sem oítast eru ekki mikil miðað við hið aukna vinnuálag, auka fyrirtækin hagnað sinn verulega. Þriðja röksemdin, sem mjög mælir með því, að þetta fyrir- komulag verði lagt niður, er að það kemur mjög illa við eldra verkafólkið, sem eðlilega er ekki fært um að fylgja eftir þeim sífellt aukna vinnuhraða, sem krafist er, og afleiðingin verður verri lífskjör fyrir þetta fólk. Verkalýðssamband Hammer- fest gerir því þá kröfu til Al- þýðusambandsins, að það hefj- ist hið fyrsta handa um að fá það afnumið, að tímamæld ákvæðisvinna sé notuð til að ákvarða launin.“ Bréfið er undirritað af stjórn sambandsins.“ Sama dag birtist í Fnm. D. viðtal við forstjóra Findusfisk- iðjuversins í Hammerfest. Þar tekur hann undir þá skoðun, að ákvæðisvinnan hafi marga agnúa, og skýrir frá því, að við sumar starfsgreinar á vegum fyrirtækisins hafi ákvæðisvinn- an verið lögð niður og fast tíma kaup tekið upp í staðin. (Aðsent) aðnjótandi elsku hennar og heimilis í ríkum mæli. Margar eru minningar frá bernskuárum þegar við fengum að skreppa í Ártún, og aldrei verðum við svo gömul að við munum ekki vel gömlu konuna góðu, sem átti svo mikið og margt að gefa öðr- um, þó hún kannski segði fátt. Eftir að móðir hennar, frú Sig rún Sigurðardóttir, amma okk- ar, lézt, fannst okkur einhvern veginn að hún hefði tekið sæti hennar í hjörtum okkar og var það stór sess, sem hún átti þar. Börnin mín þrjú voru svo hepp- in að fá að njóta návistar Indiönu síðustu ár hennar og fundu þau strax að henni var hægt að treysta, og hún hafði það til að bera, sem börn ein finna og ekki er hægt að lýsa. Hefur það komið skýrt fram hversu hamingjusöm þau eru með dvöl sína í Ártúni, og eru kynni þeirra af þessari heiðurs- konu þeim meira virði en orð fá lýst. Eftirlifandi manni hennar, Finni Kristjánssyni, börnum hennar, barnabörnum og öðrum ættingjum, sendum við hugheil- ar samúðarkveðjur í þeirri trú að allt sameinist að lokum á æðri stöðum. í guðs friði. i s. S. G. - Fundir um sameiningu vinstri flokka . . . j Björn Þórðarson sjöfugur 1 27. ársþing í. B. A. - Frá bæjarstjórn Akureyrar . . æskuna. □ dalnum hjá Bretum SAMBANDSFRÉTTIR Indíana Sigurðardóttir Þorgeríor Eiriksdóffir „Höndin, sem þig hingað leidd . himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vaki .■ daga og nætur yfir þér.“ (S. K. P.) Foreldrum hennar, systkinuni og öðrum ættingjum, sendi ég innilegustu samúðarkveðjur, og ég óska þess, að allar minning- arnar, sem þau eiga um hana megi nú og ætíð verma þau, sem bjartir og hlýir sólargeisl- ar. Sigurlína. VEGIR almættisins eru okku óskiljanlegir, en kannske er okkur ekki ætlað að skilja þá, Það kann einhverjum að finn- ast undarlegt. En það fyrsta, sem mér datt í hug, þegar ég heyrði lát Þorgerðar, var þetta Nú kemur hún ekki oftar til mín á æfingum og spyr mig, hvort ég eigi vel heitt te með sítrónu útí. Hvers vegna hún, sem annars drakk aldrei te, vildi helzt mitt te, veit ég ekki, En hitt veit ég, að ég gleymi ekki indælu brosunum, þegar hún kom til að skila glasinu, þakkaði fyrir og sagði: „Þetta var hressandi,“ og gekk síðar. til sætis síns við píanóið. Prúð, ung stúlka, svo algjörlega laus við alla tilhneigingu til að trana sér fram. Elskulega unga vinkona. Þú þurftir ekki að olnboga þig áfram á þeirri braut, sem þú hafðir valið þér. Hæfileikar þín- ir voru svo ótvíræðir að allii, sem til þekktu vissu að sætið við píanóið var þitt sæti. Ég e:- glöð yfir því að þrátt fyrir þína’1 miklu framfarir seinni árin, undir handleiðslu þíns ágæta kennara, og þrátt fyrir hinn aug ljósa frama, sem beið þín hér, varst þú alltaf sama prúða, yfir • lætislausa stúlkan. Söknuð finn ég sárt þær stundi.’ er söngur ómar Gígjum frá. Ei þú leikur oftar undir yngismeyjan hýr á brá. F. O. ■B——BM——i; Þorgerður Eiríksótfir Kveðja írá Söngfélaginu Gígjunni. Harpan er hljóðnuð, rökkur sveipast um sviðið, svartnætti er fallið á. Fyrr en varði er fegursta vorið liðið og f jólunnar lokuð brá. Harpan þín grætur — nú snerta ei fimir fingur fagnandi nótnanna svið, og glaðvær hópur lengur ei sólarljóð syngur sanihljóma hennar við. Um liraðfleyga tíð var æviþáttur þinn ofinn í okkar vonir og starf. Nú sveigurinn er af örlagarökum rofinn og rísandi geisli hvarf. En minningin vakir svo fögur um f jólu bjarta — hún færir himninum nær. Frá liðinni stundu leggur ylinn að lijarta og ljósi á veginn slær. Þær yndisstundir verða ei tölum taldar, er tónarnir luifu sál. Við færum þér, vorperla þakkir þúsundfaldar og þökkin er hjartans mál. Við heimanför þína tregahljómarnir titra og tóm er meira en fyr. En liimininn brosir og árdagsgeislar glitra er gengurðu um Fögrudyr. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. KVEDJUORÐ Ljúft er gleði og leikja að minnast. Seint fyrnist ómur af æskuhlátrum. En sorgin er helg, og við hennar vé hnýtt eru bönd, sem bresta eigi. (K. S.) MIG skortir orð til að lýsa til- finningum mínum, er mér barst hin hörmulega andfátsfregn skólasystur minnar og vinkonu Þorgerðar Eiríksdóttur. Það er erfitt að skilja af hverju hún var kölluð burt frá okkur í blóma lífsins, einmitt þegar nýr áfangi á námsbraut- inni var að hefjast, undirbún- ingur fyrir það starf, sem hún hafði valið sér. — Ég kynntist Gerðu um það leyti sem við hófum nám í Tón- listarskólanum á Akureyri. Stra'x fyrsta veturinn, sem við vorum þar, bundumst við vin- áttuböndum, sem með hverju árinu hafa orðið sterkari. Við áttum svo mörg sameiginleg áhugamál og svo margar undis- legar samverustundir, bæði í skólanum okkar og utan hans. Fyrir þær og vináttu hennar vil ég af heilum hug þakka henni, því góður vinur er gulli betri. Ég vil einnig nú óska henni fararheilla, eins og þá er við kvöddumst í síðasta sinn, því ég trúði því að:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.