Dagur - 12.04.1972, Síða 1

Dagur - 12.04.1972, Síða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. apríl 1972 — 19. tölublað TIL LESENDANNA BLAÐIÐ vill vekja athygli hinna mörgu viðskiptavina sinna á því, að vegna breyttra vinnuhátta þess og í prent- smiðju þurfa öll handrit að vera vélrituð og ekki þéttara en í aðra hvora línu. Einnig er áherzla lögð á, að öll handrit berist svo snemma, að unnt sé að taka á móti þeim til birtingar á þeim tíma, sem óskað er eftir, eftir því sem rúm blaðsins leyfir. Eins og oft hefur hér verið tilkynnt, þurfa auglýsingahand- ritin að berast blaðinu fyrir há- degi á þriðjudag, eigi þær að komast í miðvikudagsblaðið, en fyrir hádegi á föstudag, eigi þær að birtast í aukablöðum á laug- ardag. Gjaldskrá auglýsinga er mið- uð við staðgreiðslu, nema á annan hátt sé um samið. Blaðið tekur þó auglýsingar í gegnum símann, en innheimtukostnaður bætist þá við auglýsingaverðið, og er fólk beðið að athuga þetta. Þá vill blaðið nota tækifærið og fagna enn stórum hópi nýrra áskrifenda, og þakka mikil og vaxandi samskipti á mörgum sviðum. ' Q Fjárdráffarntal í rannsókn á Ak. UM þessar mundir er í rann- sókn hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri, fjárdráttarmál Komdu kiðlingur ÞEGAR Friðrik Eyfjörð á Finna stöðum á Látraströnd fór á sjó á sunnudaginn, sá hann kiðling á Grímsnesi á Látra- strönd, eyðibýli, fór í land og sótti hann. Þannig stóð á þessu, að Ingólfur Benediktsson rak geitur sínar þangað norður í sumar. Var þá ein óborin og bar hún síðar um sumarið. í haust týndist þessi síðborni kiðlingur í rekstri, er geiturnar voru sótt- ar. Var hann talinn af, en kom nú í leitirnar og var allvel á sig kominn, hornaprúður hafur, og kann hann vel við sig meðal manna og dýra. □ tveggja starfsmanna embættis- ins, sem við það eru riðnir. Er talið, að um verulegar fjárupp- hæðir sé að ræða, Eru báðir þessir menn nú hættir störfum hjá embættinu, sagði annar upp starfi sínu um síðustu áramót, en hinn hefur verið látinn hætta störfum. Blaðið leitaði umsagnar bæjar fógetans á Akureyri, Ofeigs Eiríkssonar, um mál þetta. Sagði hann, að fjárdráttur þessi hefði komizt upp fyrir nokkru og unnið hefði verið að því að kanna, hve umfangsmikill hann væri. Á þessu stigi vildi hann engar ákveðnar tölur nefna, en sagði menn þessa hafa unnið við tollafgreiðslu og dregið sér fé frá embættinu, en væntan- lega ekki frá viðskiptavinum, sagði bæjarfógeti að lokum. □ Ungl fólk heldur lónleika BÚIÐ er að stofna „músik- grúbbu“ á Akureyri, sem kallar sig Kirkjutónlistarsveitina á Akureyri og er sveit ungra kvenna og karla. Meðal þeirra eru átta blásarar úr Lúðrasveit- Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi. inni. Þetta fólk heldur tónlistar- kvöld í Akureyrarkirkju n. k. sunnudagskvöld kl. 9. Auk blásaranna kemur fiðlu- leikarinn M. Clarke frain með tveim nemendum sínum. Enn- fremur er einsöngur hans og Jóns Hlöðvers Áskelssonar, Gígja Kjartansdóttir leikur ein- leik á orgel. En sá, sem fyrir þessu stendur og stjórnar, er norski lúðrasveitarstjórinn, Roar Kvam. Þótt hér séu til- nefndir kennarar Tónlistarskól- ans á Akureyri, eru þessir tón- leikar ekki á neinn hátt á veg- um Tónlistarskólans, heldur er hér að verki áhugafólk um tón- list. Leikin verða og sungin verk nokkurra gömlu meistaranna, er uppi voru á sextándu og seytjándu öld. Væntanlega verður framhald á frjálsu tónlistarstarfi þessa unga áhugafólks. □ Fundur um íjárhagsáællumna Á MORGUN, fimmtudag, halda Framsóknarfélögin ó "Akureyri fund um fjárhagsáætlun bæjar- ins, sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, og er sagt frá henni á öðrum stað í blaðinu í dag. Frummælandi á þessum fundi verður Sigurður Óli Brynjólfs- son bæjarfulltrúi. Félagsmenn eru hvattir til að sækja fund þennan og kynnast fjórhagsáætluninni. Frummæl- andi svarar fyrirspurnum fund- armanna. □ t ¥ Akureyri. (Ljósni.: Eðvarð Sigurg.) © 5'^*->-©'^*-V©'>-*'>-©'>-*«>-<^*'í.<©->-*'í'©'Hrc*©'í-í-*->.©'^*->.©')-*->.©'^*->.©'H|t'>4^**->-©'**'í^'*HS'M^*'>-©'H|i'W&'H|S' Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs til fyrri umræBu FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrarkaupstaðar var til fyrri umræðu á bæjarstjórn- arfundi í gær. En fjárhagsáætl- unin er seinna á ferðinni en áður vegna breytinga á tekju- stofnalögum sveitarfélaga, svo sem alkunnugt er. Helzta breytingin er sú, að nú eru útsvör reiknuð beint af brúttótekjum í stað þess að vera stighækkandi. Nú getur útsvar mest orðið 11% af brúttótekjum en gat orðið um 30% áður. Við samanburð á tekjum bæjarsjóðs á þessu ári og sl. ári, kemur í ljós, að útsvör verða hlutfalls- lega mun minni hluti af tekjum bæjarsjóðs en áður. Hins vegar hækka fasteignaskattar og tekj- ur af fasteignum verulega. Að- stöðugjöldin nema nú aðeins 65% af því sem þau hefðu orðið, að óbreyttu. Tekjuöflunarleiðir bæjarsjóðs sýnast ekki hafa verið skertar mjög með hinum nýju lögum, þótt erfitt sé um samanburð vegna gífurlegra tekju- og verð- gildisbreytinga milli ára. Og að þessu sinni hækka niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunarinnar verulega, eða úr 211 millj. kr. í 262 millj. kr. Til fróðleiks má minna á, að 1950 var niðurstöðu tala fjárhagsáætlunar bæjar- sjóðs tæpar 8 milljónir, en 1960 rúmar 20 milljónir, og síðan hef- ur þessi þensla haldið áfram. Svo sem sjá má á fjárhags- áætluninni, hefur ríkið tekið að sér greiðslu almannatrygginga, þannig, að gjaldaliður til trygg- inga lækkar úr 38 millj. kr. nið- ur í 16 millj. kr. Og hlutur bæj- arsjóðs í löggæzlukostnaði fell- ur niður, en báðir þessir kostn- aðarliðir hefðu að óbreyttu stór hækkað. Þá er vert að geta þeirrar stór breytingar á framlagi til Fram- SVONEFNDIR Miðkvíslarmenn efndu til fundar í Skjólbrekku á laugardaginn. En svo kalla sig miklu fleiri en þeir, sem dæmd- ir voru vegna þess að þeir rufu Miðkvíslarstíflu, og þeir 113, sem lýstu sig samábyrga í því máli. Fundurinn var allvel sótt- ur. Þar voru samþykktar tvær ályktanir og eru þær svohljóð- andi: „Fundur Miðkvíslarmanna, haldinn í Skjólbrekku 8. apríl 1972, lýsir ánægju sinni yfir stað festingu Hæstaréttar á þeirri skoðun Þingeyinga, að Miðkvísl arstífla hafi verið ólögleg. Heitir fundurinn á Þingeyinga og aðra kvæmdasjóðs bæjarins, að í stað þriggja milljóna krónu framlags í fyrra, er nú gert ráð fyrir fimmtán milljónum króna. Staf- ar þetta einkum af fram- lagi bæjarins til smíði tveggja stórra togara og vegna hluta- bréfakaupa í Slippstöðinni. Verður þetta að skoðast veru- legur stuðningur bæjarstjórnar við atvinnuuppbygginguna í bænum. Sjá nánar rekstraráætlun bæj arsjóðs á blaðsíðu 4. náttúruverndarmenn, að fylgja fast eftir þeim sigri, sem unnizt hefur með þessari opinberu við- urkenningu.“ Samþykkt sam- hljóða. Hin ályktunin er svohljóð- andi: „Fundur Miðkvíslarmanna haldinn í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit 8. apríl 1972, beinir þeirri eindregnu áskorun til Laxárvirkjunarstjórnar og raf- orkuráðuneytisins, að þessir aðilar láti á komandi vori, á sinn kostnað, hreinsa burt úr Laxá leyfar Miðkvíslarstíflu, svo og steinbákn það, í miðri á, er silungastigi er kallaður. Það kemur ekki til mála, að Mið- kvíslarstífla verði reist að nýju, enda hefur reynslan skorið ótví- rætt úr um gagnsleysi stíflunn- ar fyrir rennslisöryggi Laxár. Er það hagsmunamál allra, að það verk, sem hafið var við Miðkvísl 25. ágúst 1970, verði lokið. Ofangreindum aðilum er skyldast að kosta slíka fram- kvæmd, enda hafa Miðkvíslar- menn litlar þakkir hlotið af hálfu opinberra aðila fyrir fram takssemi sína í þessu nauðsynja- máli.“ □ Lézt af slysförum I FYRRADAG lézt af slysförum á Akureyri Uvve Möller, Bjarma stíg 4. □ YÍÐSKIINAÐURINN VAR EKKÍ GOÐUR Á AÐALFUNDI miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem fyrir skömmu var haldinn í Reykjavík, var m. a. þetta að finna í ályktun fundarins um stjórnmál: „Fundurinn vekur athygli á því, að viðskilnaður ríkis- stjórnar Jóhanns Hafstein var með þeim hætti, að vald- ið hefur og valda hlýtur veru legum erfiðleikur í efnahags- málum þjóðarinnar. Arfur- inn frá fyrrverandi stjórn er meðal annars fólginn í þessu: Viðskiptahalli sl. árs nam 4000 milljónum króna. Fyrirfram ráðstafað fé af ríkistekjum þessa árs nam á þriðja þúsund milljónum króna. Vantalin útgjöld á fjárlög- um síðasta árs námu þúsund milljónum króna. Skuldahalli vegna opin- berra framkvæmda nam hundruðum milljóna króna. Óhjákvæmilegum verð- hækkunum hafði með verð- stöðvuninni verið skotið á frest um skeið. Slík var hrollvekjan.“ □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.