Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 2
 2 Sönqur Eiísebetar Er TÓNLISTARFÉLAG Akureyr- ar efndi á uppstigningardag 11. maí til fjórðu og síðustu tón- leika yfirstandandi starfsárs. Elísabet Erlingsdóttir söng við píanóundirleik Kristins Gests- sonar verk eftir Mozart, Brahms, Alban Berg, Pál ísólis- son, Eyþór Stefánsson, Jón Þór- arinsson og Fjölni Stefánsson. Elísabet Erlingsdóttir: stund- aði nám í Miinchen og lauk prófi frá tónlistarháskóianum þar í borg árið 1968. Hún hefur síðan komið fram á tónleikum og sungið í útvarp, en þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar henn ar. Elísabet starfar sem söng- kennari við Tónlistarskóla Kópa vogs og kennir einnig söng við Kórskóla þjóðkirkjunnar. Ekki leyndi sér við þessa frumraun Elísabetar á tónleika- palli nokkur óstyrkur, sem hindraði, að hún nyti sín eins og efni standa til, en engum gat dulizt góð kunnátta og meðfædd raddgæði. Að vísu skorti nokkuð á eftir þessum tónleikum að dæma, að röddin sé jöfn í hljómi upp eftir tónsviðinu, og e. t. v. nyti hún sín öllu betur á mezzosviði en í sópran hæð, ef söngkonan legði sig meira eftir því. Elísabet hefur með góðum árangri gert nokkuð að því að kynna verk eftir nútímahöfunda íslenzka og erlenda, og voru lög in eftir Alban Berg með því sem bezt tókst til um á þessum tón- leikum. Það er sannarlega ekki á allra færi að koma þeim svo vel til skila og hefði verið gam- an að fá meira að heyra. Elísabet er ágætlega tónvís og gædd næmum smekk í flutningi. Hún hefur ósvikið músíkblóð í æðum. Henni eru hér með flutt- ar beztu þakkir fyrir komuna norður og óskað góðs gengis. Það sakar ekki rétt einu sinni að geta þess, að aðsókn var í dræmara lagi. Eflaust má finna ýmsar frambærilegar ástæður fyrir því, en nú í lok þessa starfsárs væri vel, ef mcnn vildu koma með vinsamlegar ábend- GEFUR GOÐAN ARÐ GÓÐ AUGLÝSLNG - ingar varðandi tilvist Tónlistar- félags Akureyrar. Á að leggja það niður og hætta að efna til tónleika á þess vegum eða telja menn rétt, að haldið sé áfram að klóra í bakk- Ennfremur, hvernig á að haga starfseminni þannig, að grund- völlur skapist fyrir sæmilegri og stöðugri aðsókn? Við þessum spurningum væri fróðlegt að fá nokkur svör. S. G. NÆSTU daga munu margir verða á ferðinni á þjóðvegum landsins, ef vel viðrar, svo sem nú lítur út fyrir. Vegir eru orðn- ir þurrir og víða þegar heflaðir. En hins vegar eru lausir steinar hinna nýhefluðu vega jafnan mjög hættulegir og hafa valdið rúðubrotum og ótöldum alvar- legum slysum. Mikið er til af hraðskreiðum farartækjum, sem gaman er að aka hratt á, en margir verða sárri reynslu ríkari af því að aka óvarlega. Ætti það því að vera umhugsunarefni akandi vegfarenda, ásamt því að njóta þess, sem notið verður í helgar- ferðum, hve gott það er að aka heilum vagni heim í ferðalokin. NÝR tennisvöllur verður tekinn í notkun við Sundlaug Akur- eyrar þessa dagana, og af því tilefni hafði blaðið samband við formann Tennis- og badminton- félags Akureyrar, Örn Inga Gíslason, og lagði fyrir hann svo hljóðandi spurningar: Er þetta eini tennivöllurinn á landinu? Já, en við verðum að vona að svo verði ekki til lengdar. Tennis er mjög vinsæl íþrótt erlendis og sú verður raunin eflaust hér líka, það er hægt að sjá það strax af aðsókninni á völlinn, meiri hlutinn af þeim tímum er félagið hefur til ráð- stöfunar eru þegar pantaðir, og ættu þeir eða þær sem áhuga hefðu á að fá tíma, að snúa sér nú þegar til formanns Tennis- deildar, Harðar Þorleifssonar tannlæknis. Hvað um kennslu? Kennslu og þjálfun á vegum félagsins mun annast Tómas Ingi Olrich, sem stundað hefur SAMBANDSFRÉTTIR (Framhald af blaðsíðu 8) um 11.500 tonn árið 1971, en var 10.160 tonn árið áður. Sala fiskrétta gekk vel á árinu og vann verksmiðjan úr mest- um hluta þeirra fiskblokka sem Sambandsfrystihúsin fram- leiddu. Auk þess hefur reynzt nauðsynlegt að kaupa vaxandi ■ magn ýmissa fiskblokka frá ■ öðrum löndum til að mæta þörf ■yerksmiðjunnar. Ýmsar nýjar tegundir fisk- :rétta bættust við í framleiðslu verksmiðjunnar á árinu og nem um fjöldi þeirra fisktegunda, sem fyrirtækið hefur á boðstól- um, langt á annað hundrað. Á fyrstu 4 mánuðum þessa árs hefur orðið óvenjumikil aukning á framleiðslu og sölu verksmiðjunnar, eða um 50% miðað við sama tímabil árið áður. Frá Samvinnuskólanum, Bifröst. Samvinnuskólanum Bifröst var slitið mánudaginn 1. maí sl. íí vetur stunduðu þar nám í 1. bekk 40 nemendur og 39 nem- endur í 2. bekk. Allir nemendur 2. bekkjar luku burtfararprófi, þar af tveir með ágætiseinkunn, þeir Guðmundur Steinn Gunn- laugsson frá Hafearfirði með 9.03 og Gunnar Magnússon frá Akranesi með 9.00. Eólcfærslu- bikarinn hlaut Friðrik Ágúst Óskarsson frá Laugum í Reykja dal, verðlaun Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur fyrir beztan árangur í vélritun fékk Kristín Ása Einarsdóttir frá Hafnarfirði og viðurkenningu frá þýzka sendiráðinu fyrir hæfni í þýzku hlutu Áslaug Pétursdóttir frá Reykjavík, Pétur Friðrik Péturs son frá Hafnarfirði og Ólafur G. Sigurðsson frá Hnífsdal. Mokka-kápur frá Heklu vinsæ’ar. Nú í marzmánuði tók Iðnaðar deild þátt í tveimur vörusýning um í Kaupmannahöfn og Múnchen, og í apríl í þeirri þriðju í Frankfurt. Þar sýndi deildin fyrst og fremst skinna- vörur verksmiðja sinna, og að því er Jón Arnþórsson sölustjóri útflutnings sagði SF, náðist mjög góður árangur á þessum sýningum að því er varðar sölu á Mokka-kápunum, sem fram- leiddar eru í Fataverksmiðjunni Heklu úr mokkaskinnum frá Skinnaverksmiðjunni Iðunni. Hafa þegar verið gerðir sölu- samningar fyrir rúmar 15 milljónir króna. þessa íþrótt um árabil í Frakk- landi er hann var við nám þar. Kennslu fá allir þeir er ganga í félagið í fyrstu æfingatímum sínum á tennisvellinum. Hvað viltu segja um starf fé- lagsins í vetur? Um starf félagsins í vetur er það að segja, að það hefur mót- azt nokkuð af því hve slæma æfingaaðstöðu við höfum átt við að búa, þar sem badmintonmenn fá alltof fáa tíma í íþróttaskemm unni og hver maður fær aðeins 1 tíma á viku og segir það sína sögu. Borðtennismenn höfðu mjög slæma aðstöðu til æfinga og verður að finna einhverja lausn á þessum vandamálum næsta vetur. Fyrir skömmu kom landslið Færeyinga í badminton hingað til Akureyrar og keppti við T.B.A. í íþróttaskemmunni og var það mjög skemmtileg og jöfn keppni, en Færeyingar voru þó öllu sterkari. Borðtenn- ismenn fóru í fyrsta sinn á ís- landsmót er háð var í Reykja- vík 1. maí o gvar árangurinn vel viðunandi. Áhugi er mjög vaxandi á þessum íþróttum hér í bæ og lítum vi ðþví með bjart- sýni á framtíðina. □ Til sölu tvíburavagn á kr.5000,00 og tvö burð- arrúm á kr. 900,00 hvort. Uppl. í Lundargötu 7. NÝJAR TEGUNDIR. P R J Ó N A G A R N í barnaföt. HEKLUGARN í dúka. Mjög fallegt. Verzlun Ragnheiðar 0. BJÖRNSSON Hef tekið upp mör.kin Hvatt og biti aftan hægra og sneitt framan vinstra. Hvatt og biti aftan hægra og gat vinstra. Brennimark er Þ—688. Björn Gunnarsson Illugastöðum Fnjóskadal. Bensínmiðstöð. Vil kaupa 12 volta bensínmiðstöð í bíl. Sími 1-27-77. Talstöð. Vil leigja eða kaupa tal- stöð. Sími 1-27-77. Vil kaupa góða mjólkurkú. Gylfi Baldvinsson, Engihlíð sími um Dalvík Ungan mann vantar her- bergi í miðbænum. Uppl. í síma 1-23-04. Herbergi óskast til leigu. Uppl. í síma 1-23-00. Vantar lierbergi sem fyrst. Uppl. í síma 2-11-88. H u N t H U D S O N SOKKAR OG SOKKABUXUR 20 0» 30 den., 6 stærðir. Sölnumboð á íslandi: DAVÍÐ S. jÓNSSON og CO hf. ÞINGHOLTSSTRÆTI 118 REYKJAVÍK. SÍMI 91-2-43-33.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.