Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 1
FILMUhúsið akureyri Hass-sendingin kom fyrst til Ák. f Á DAGSKRÁ er hass-smyglið, sem nú er í rannsókn í Reykja- vík og á fleiri stöðum syðra. Nokkrir karlar og ein kona sitja þar í varðhaldi. Smyglvarning- urinn er talinn meira en milljón króna virði, og að þar séu að verki samtök um innflutning og sölu eiturlyfja. NÝIR IÍLERKAR PRESTKOSNINGAR fóru fram í Söðulsholtsprestakalli í Snæ- fellsnes- og Dalaprófastsdæmi 7. maí sl. og í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi 11. maí sl. Atkvæði voru talin í presta- köllunum í skrifstofu biskups að venju. Um Söðulsholt var einn um- sækjandi, Einar Jónsson, cand. theol. Á kjörskrá voru 224 kjós- endur, þar af kusu 140. Umsækj andinn hlaut 127 atkvæði en 13 seðlar voru auðir. Kosningin var lögmæt. Um Mælifell var einn um- sækjandi, séra Ágúst Sigurðs- son, prestur í Ólafsvík. Á kjör- skrá voru 189 kjósendur, en 143 kusu. Umsækjandi hlaut 139 at- kvæði en 4 seðlar voru auðir. Kosningin var lögmæt. Q Hassið kom frá Hollandi til Akureyrar með skipi, að því er næst verður komist. Líklegast er talið, að sendingin hafi farið í land hér og flutt eftir öðrum leiðum suður, þótt enn sé það ekki vitað með vissu. Rannsókn þessa máls beinist ekki að nein- um aðila hér fyrir norðan, enda eingöngu í höndum yfirvalda syðra. Hér á Akureyri hefur ekkert eiturlyfjamál komið til rann- sóknar ennþá, þótt öðru hverju heyrist sögur um notkun eitur- lyfja, vonandi úr lausu lofti gripnar. En nú má álykta, að þar sem tugir mála, viðkomandi eiturlyfjasölu, eru í rannsókn í Reykjavík og nágrenni, sé það aðeins tímaspursmál hvenær þau verða hér á dagskrá. Búið er að merkja ýmsar göt- ur á Akureyri, til að auðvelda umferðina, mála gangbrautir, merkja akreinar o. s. frv. En stundum má sjá menn leggja bílum sínum á merktar akrein- ar, sem er algerlega bannað og þarf lögreglan að hafa betra eftirlit með því, ásamt borgur- unum, að reglum sé fylgt. f gærmorgun urðu tveir bifreiðaárekstrar í bænum og nóttina áður var maður tekinn ölvaður við akstur. Q Þessi reiötiross biöu útílutnings þegar þessi my nu var tekin í vor, og voru á þjálfunarnámskeiði ® | hér á Akureyri. Hér eru þau viðruð og nota tækifærið til að vclta sér, grípa niður og jafnvel að fara í eina bröndótta. (Ljósm.: E. D.) alfundur Kaupiélags Langnesinga Góður hásetahiiftiir á Haferninum Hrísey 18. maí. Veðrið er alveg ljómandi. Hér drepa menn ekki fisk, hættir að veiða grásleppu og bíða þess svo að fiskur gangi á miðin, en á þeim hefur verið hin mesta ördeyða um lengri tíma, jafnvel svo, að við sport- menn erum að uppgefast. Menn eru að útbúa báta sína áður en handfærafiskurinn kemur, því að menn bíða og vona, að fiskur- inn komi. Fyrir rúmri viku kom bátur- inn Haförn af vertíð frá Rifi. Var báturinn vestra í tvo mán- uði, fiskaði 430 tonn og háseta- hlutur mun vera um 370 þúsund krónur. Þykir þetta með mikl- um ágætum. Formaður er Jó- hann Sigurbjörnsson. Einn báturinn héðan, Frosti, er farinn á humarveiðar til Hornafjarðar. Rjúpan er nú loksins komin og þótt hún geri sig ekki ennþá verulega heimakomna, vitum við af henni og sjáum hana hér í næsta nágrenni. Og svo fer Finnur fuglafræðingur líklega að koma líka. S. F. Gunnarsstöðum 18. maí. Aðal- fundur Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn var haldinn fyrsta sumardag. Heildarvelta félags- ins var á síðasta ári 85 milljónir króna. Heildar vörusala 51.4 millj. kr. Söluaukningin var 3.6%. Afkoman var svipuð og árið áður. Afskriftir voru að vísu meiri en áður en hagnaður minni. En afskriftir urðu meiri vegna þess, að keypt var verzl- un á árinu og farið út í miklu meiri járn- og raftækjaverzlun en verið hefur og vörulagerinn jókst verulega af þeim sökum. Úr stjórn áttu að ganga Egg- ert Ólafsson í Laxárdal og Aðal- björn Arngrímsson á Þórshöfn, og voru þeir báðir endurkjörnir. Ennfremur var Grímur Guð- björnsson, Syðra-Álandi endur- kjörinn endurskoðandi og Lárus Jóhannsson á Hallgilsstöðum varaendurskoðandi. Stjórnarfor maður ' er Sigurður Jónsson, Efra-Lóni, en aðrir í stjórn Magnús Jóhannesson, Bakka- firði, Óskar Guðbjörnsson, Þórs höfn. Kaupfélagsstjóri er Bjarni Aðalgeirsson. Upp úr mánaðamótunum verð ur tekin í notkun vélaverkstæð- isbygging sú, sem í smíðum var í vetur og þá getið í fréttum. Vélaverkstæðinu veitir forstöðu Höskuldur Guðmundsson. Ó. H. Gífurleg! tjón á Gunnarssföðum Á VORÞINGI Umdæmisstúku Norðurlands, sem haldið var í Varðborg, félagsheimili templ- ara, þann 13. maí síðastliðinn, var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: Vorþing Umdæmisstúku Norð urlands lýsir ánægju sinni yfir aukinni fræðslustarfsemi um skaðsemi sígarettureykinga og viðvörunum gegn hættulegum fíknilyfjum. Hins vegar lítur þingið svo á, að meira þurfi að gera en gert er til að vinna gegn þeirri gífurlegu áfengisnautn, sem er eitthvert stærsta vanda- mál þjóðarinnar. Skora rþað á VII) JÖKULRÖND ÁRIÐ 1942 fórst hér á landi lítil flugvél úr brezka flughernum og liggur flakið enn á slysstað, sunnan undir Hofsjökli. Bretar hafa hug á að hirða flakið, þar sem þetta er ein fárra flugvéla, sinnar tegundar, og á að endur- byggja hana í upphaflegri mynd og varðveita hana á safni flug- hersins. Þetta vélarflak er af Fairey-Battle-gerð, og þótt það hafi legið við Höfsjökul í 30 ár, er enn ýmislegt eftir. En því miður hefur mörgu verið stolið úr vélinni á þessum árum, jafnt dýrum tækjum sem ómerkileg- ustu hlutum. Q Samband bindindisfélaga í skól- um að stofna deildir í sem flest- um framhaldsskólum, þar sem æskilegt er, að framtak í þessu efni komi frá ungu fólki. Þingið lýsir fullu trausti á þeirri stefnu Góðtemplararegl- unnar að leitast við að fyrir- byggja áfengisnautn t. d. með starfi í æskulýðsdeildum sínum, barnastúkum og ungtemplara- félögum. En þingið telur ekki nægilegt að fara fyrst að sinna þessu vandamáli fólks, þegar það er orðið alkóhólistar, þó auð vitað sé nauðsynlegt, að það geti þá fengið viðeigandi læknismeð- ferð. Fyrirbyggjandi starfsemi bindindissamtakanna er enn sem fyrr í fullu gildi. Q DAGUR kemr næst út fimmtudaginn 25. Gunnarsstöðum 18. maí. Veðr- áttan er framúrskarandi, svo að ég man hana ekki betri, enda ekki hægt að bera hana saman við neitt á síðari árum. Helzt jafna ég þessu við 1939. Góður sauðgróður er kominn og allir vegir eins og þeir eru beztir á sumrin. Vegavinna er hafin hér og er það alveg óvenjulegt á þessum tíma. Og heyrt -hef ég, að eftir hvítasunnuna verði byrjað að byggja upp Hálsa- veginn. Hér á Gunnarsstöðum hafa um 200 ær og veturgamlar gimbrar látið lömbum, á félags- búi okkar Gunnars bróður míns. Bændur telja, að slíkan skaða eigi Bjargráðasjóður að bæta, en tvennum sögum fer af þátt- töku hans og liggur ekkert fyrir um það. Tjón af lambalátinu má lauslega reikna á 6—700 þúsund krónur á félagsbúinu. Svo er þá hitt ótalið, að maður nýtur ekki vorsins, sem hefði verið óvið- jafnanlegt nú um sauðburðinn, ef allt hefði gengið vel hjá okkur. » Ó. H. Þrpur cg LúBrasveiíin í úivarpi Húsavík 18. maí. Ákveðið er, að Ríkisútvarpið taki á segulband söng- og hljóðfæraleik Karla- Sameinmgarmál VIÐRÆÐUR hafa, sem kúnnugt er, staðið yfir um sameiningu vinstri flokkanna í landinu. Hér á Akureyri hefur nýlega verið komið á fót viðræðunefnd til kynningar á þessu máli, og eiga sæti fulltrúar frá flokksfélögum Framsóknarmanna, Frjálslyndra vinstri manna, Alþýðubanda- lagsmanna og Alþýðuflokks- marina. Nýlega var fyrsti fundur við- ræðunefndarinnar haldinn og var sameiningarmálið reifað þar. Q kórsins Þryms og Lúðrasveitar Húsavíkur. Upptakan mun fara fram á Húsavik um hvítasunn- una. Fyrstudeildarlið frá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur kem- ur í heimsókn til íþróttafélags- ins Völsungs á Húsavík um hvítasunnuna. Munu sunnan- menn leika við heimamenn einn eða tvo gestaleiki í knattspyrnu. Um 140 nemendur voru í Gagnfræðaskóla Húsavíkur í vetur og gang'a nú tii þrófs. Til landsprófs ganga 16 nemendur, til gagnfræðaprófs 14 nemendur og undir unglingapróf ganga 58 nemendur. Afli Húsavíkurbáta var ágæt- ur í vor og allt fram í'síðustu viku, en þá datt hann niður og er hann nú mjög lélegur. Þ. J,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.