Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-6G og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentvcrk Odds Björnssonar h.f. Vinnum með vorinu EITT af því fáa, sem um þessar mundir reynist erfitt að reikna í krónum, er veðráttan. Við höfum notið betri veðráttu á þessu ári, en oftast áður á síðustu áratugum, og ef við viljum reyna að meta þau lífsins gæði á hinn almenna mælikvarða, færir hver góðviðrisdagur okkur milljónir króna og ómælda lífsham- ingju. Þegar undan er skilin reiknis- kúnst og henni má stöku sinnum víkja til hliðar, finnum við til þakk- lætis í hjarta, hamingju yfir því að vera til, lifa og eiga enn á ný samleið með vorinu, njóta þess að minnsta kosti. Og trúlega finna margir hjá sér þá þörf, að þakka skapara sínum dýrð þessa vors, að gömlum og góð- um sið kristinna manna. En mesta hamingjan er sú, að geta gengið í lið með vorinu og gróandanum, og marg ir bæði geta það og vilja. Á allra síð- ustu tímum hafa orðið straumhvörf í viðhorfi landsmanna til landsins okkar, til gróðurmoldarinnar og gróðursins, til náttúrufegurðarinnar og þeirra gæða, sem stórt, hreint og fagurt land er þegnum sínum. Þús- undir manna bjóða nú fram ókeypis vinnu við landgræðslu, einkum þeir, sem ungir eru. Alþingi er að ljúka störfum. Ný stjóm hefur setið við völd í tíu mán- uði og stefnubreytinga hefur orðið vart á mörgum sviðum í stjórn lands- ins og löggjöf þess. Mál hafa nú náð fram að ganga, sem fyrri ríkisstjórn áður stöðvaði, sum um margra ára skeið. Hinn 24. marz árið 1971 fluttu þrír þingflokkar í þáverandi stjómar- andstöðu tillögu til þingsályktunar um útfærslu íslenzkrar fiskveiðilög- sögu í 50 mílur, eigi síðar en 1. sept. 1972. Stuðningsmenn þáverandi stjómar felldu þessa tillögu. Síðan varð landhelgismáli ðhöfuðmál kosn- inga, er í hönd fóru og stjórnin féll. Nú hefur þjóðin, og allir þingflokkar sameinazt til sóknar um útfærslu fisk veiðilögsögu, undir nýrri stjórnar- forystu Ólafs Jóhannessonar. Sú sam- staða þjóðarinnar er alger forsenda farsælla málaloka í landhelgisdeil- unni við Breta og V.-Þjóðverja, og sú samstaða færir þjóðinni einnig heim sanninn um það, að þegar mest ríður á, geta íslendingar staðið sam- an. Mættu þess oftar sjást merkin. þjóðmálabaráttunni. En eins og hið eindæma góða vor vekur bjartsýni um góða afkomu fólksins í landinu, á eining lands- manna í landhelgismálinu að vekja þær vonir, að innan tíðar vori á fiski- slóðum á landgrunni íslands, þegar innlendir verða bæði veiðimenn og verndarar fiskistofnanna út að fimm- tíu mílum. □ LITIÐ YFIR LÝÐRÆÐISÁR AFI MINN, sem bjó í sveit og var greiðamaSur, sagðist aldrei hafa tekið borgun fyrir hestlán, en það hefði komið við hjartað í sér að fá meiddan hest úr láni. Aðsendar greinar í blöðum eru einskonar lánshestar hjá blöð- unum, ýmist umbeðnar eða framboönar. Hvað sem um það er, fór fyrir mér eins og afa mín um, að gjarnan vildi ég fá láns- hestinn heim ómeiddan. Þegar næst síðasti klárinn minn kom úr vistinni hjá Degi, þótti mér illa á honum útleikinn bakhlut- inn, þ. e. tölurnar, sem ég að gamni mínu tók upp úr lista- mannaþætti fjárlaga. Rétt er þetta svo: Listamannalaun eru alls rúmlega 10.7 millj. kr., þar af heiðurslaun 1925 þús. kr., starfslaun 1.5 milljónir og út- hlutað af hinni þingkjörnu nefnd .3 millj. kr. Eitthvað brenglaðist líka það sem ég sagði um mannfall í Móðuharð- indunum. En þá urðu, sam- kvæmt heimildum, dauðsföll rúmlega níu þúsundir fleiri en fæðingar á tveim árum. Var fólksfjöldinn í landinu innan við 40 þúsund, en nú yfir 200 þús- undir og hefur fjölgað þetta á tæpum tveim öldum. Ekki er það þó ætlun mín að fara að fjölyrða um prentvillur í blöðum. Þær eru orðnar mjög algengar, allvel fastur fylgi- kvilli sunnanblaðanna. Sagt er, að á öldinni sem leið, hafi verið lítið um prentvillur, en það er nú svo með þessa fornu dyggð, trúmennskuna, að hún er víða á undanhaldi í starfi, og jafnvel einnig í meðferð sannleikans, gæzlu fjármuna o. s. frv. Nú eru þeir t. d. taldir miklir rausnarmenn, sem eru örlátir á almannafé. En rausn fyrri tíma var í því fólgin, að gefa af því fé, sem þeir áttu sjálfir, og þá var rausnin mest, þegar af litlu var a ðtaka. En ég ætla að bæta við nokkrum orðum um blöðin. Margt er læsilegt í þeim nú á tímum og víst eru þau mennt- andi á margan hátt, og í Reykja vík er risin upp talsvert fjöl- menn blaðamannastétt, með Silfurhest og verkföll. Blaða- mennirnir kunna sitt fag með prýði, nema þá helzt móðurmál- ið, sumir hverjir, eins og mála- liðarnir í hernaði fyrri tíma. En málaliðar létu sig það ekki miklu skipta, hvaða konungi þeir þjónuðu, ef þeir fengu mála sinn vel goldinn og refjalaust. í Reykjavík eru hvorki meira né minna en fimm dagblöð, og hvert um sig margfalt í roðinu. Þetta er áreiðanlega heimsmet í hlutfalli við fólksfjölda. Maður, sem að sunnan kom og fullur af vísdómi, sagði mér, að þessi fimm reykvísku dag- blöð kostuðu um 300 milljónir í útgáfu á þessu ári, samtals. Ferðaáæflun Ferðafélsgsins 1. ferð: 20.—22. maí. Hvíta- sunnuferð um Borgarfjörð og Dali. 2. ferð: 8.—10. júní. Melrakka- slétta. Gönguferð meðfram Orm arsá, fyrir þá sem óska. 3. ferð: 25. júní. Skessukatlar við Aldeyjarfoss — Hrafna- bjargafoss — Krossárgljúfur. 4. ferð: 30. júní — 2. júlí. Málmey — Þórðarhöfði — Skagi — Vatnsnes. 5. 'ferð: 7.—9. júlí. Vatnajökull á snjóbíl (og/eða skíðum). 6. ferð: 15.—23. júlí. Sumar- leyfisferð um Suðurhálendið. Ekið verður um Sprengisand í Veiðivötn. Þaðan farið í Land- mannalaugar, Eldgjá, að Laka- gígjum og í Þórsmörk, þar sem dvalizt verður 1—2 daga. Síðast verður stanzað í Kerlingafjöll- um og ekinn Kjölur til Akur- eyrar. 7. ferð: 30. júlí. Eilífsvötn — Hrafntinnuhryggur — Krafla. 8. ferð: 4.—7. ágúst. Hvanna- lindir — Kverkfjöll. 9. ferð: 13. ágúst. Laxárdalur í Þingeyjarsýslu. 10. ferð: 20. ágúst. Gönguferð úr Svarfaðardal um Dranga til Ólafsfjarðar eða um Hvarfdals- skarð vestur í Stíflu í Fljótum. 11. ferð: 26.-27. ágúst. Þor- geirsfjörður — Hvalvatnsfjörður — Svínárnes. Gönguferð fyrir þá, sem þess óska, um Kefla- víkurdal og Uxaskarð að Látr- um og síðan suður í Svínárnes. Hinir eyða fyrri hluta sunnu- dagsins í Fjörðunum og fara síð- an með bílnum í Svínárnes. 12. ferð: 2.—3. sept. Ólafsfjörð- ur — Héðinsfjörður — Siglu- fjörður (gönguferð). Ferðanefnd áskilur sér rétt til breytinga á áætlun, ef þörf krefur. Skrifstofa félagsins að Skipa- götu 12 verður í sumar opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 6—7 e. h., sími 1-27-20. Fólk er minnt á að tryggja sér far með góðum fyrirvara og taka miðana í síðasta lagi á fimmtu- dagskvöld fyrir ferð. Einkum má búast við, að pantað verði upp fyrirfram í sumarleyfisferð og um verzlunarmannahelgina. í lengri ferðum verður heitur matur svo og mjólk og kaffi innifalið í fargjaldi, eins og ver- ið hefur. Viðleguútbúnað þurfa farþegar sjálfir að leggja sér til. Ferðanefnd skipa eftirtaldir: Svandís Hannesdóttir formaður, Magnús Kristinsson, Sigurpáll Vilhjálmsson, Sigríður Karls- dóttir, Hanna Lísbet Jónmunds- dóttir, Hallmundur Kristinsson, Hólmfríður Svala Jóhannsdótt- ir og Jóhann Sigvaldason vara- maður. Auk þessara ferða sér skála- nefndum vinnuferðir í skála félagsins vor og haust. Leita má upplýsinga um þessar ferðir á skrifstofunni eða hjá formanni skálanefndar, Aðalgeiri Páls- syni. □ Fjögur af þessum blöðum eru búin að koma sér upp sameigin- legri prentsmiðju og hafi ríkis- sjóður ábyrgzt lán til hennar. En væri þá ekki hægt að sam- eina þessi dagblöð með einhverj um hætti? Spyr sá, sem ekki veit. Vera má, að hin nýja Fram kvæmdastofnun ríkisins komi svona hagræðingu til leiðar. Vel á minnst. í fjárlögum rík- isins fyrir yfirstandandi ár, þeirri merkisbók, sem ég komst yfir í vetur, og les stundum und ir svefninn, stendur, að úr. ríkis- sjóði skuli greiða á þessu ári 13 eða 14 milljónir til þessara blaða. Ekki hef ég um það frétt, að neitt hafi dropið af þessu fé í tóma peningakassa blaða hinna dreifðu byggða. Sú saga er mér sögð, að Morg unblaðið í Reykjavík, sem er gróðafyrirtæki, hefði, a. m. k. um skeið látið sinn hluta af ríkisaðstoðinni ganga til flokks- blaðs síns norður á Akureyri til að forða því frá dauða. En lík- lega hefur eitthvað komið uppá með þá aðstoð, því að hún hrökk ekki til og blaðið dó. En það er þeirra mál og ekki meira um það að sinni. Svo minnist ég þess að lok- um, að á þessu ári verður dr. Kristján Eldjárn búinn að vera húsbóndi á Bessastöðum í fjög- ur ár og kjósa þarf forseta. Flestir munu telja, að forseti okkar verði sjálfkjörinn, enda mun hann njóta almennrar hylli, ekki aðeins hér norðan- lands, heldur um land allt. En völd hans mættu, að minni hyggju, vera mun meiri en þau eru, samkvæmt stjórnarskránni, og má vera að ég minnist á þessa síðar, ef ég læt oftar til mín heyra. Og þá dettur mér það enn í hug, að tveir þingmenn eru bún ir að leggja fyrir Alþingi tillög- ur um endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Ef þær verða enn svæfðar á Alþingi, sting ég upp á því, að Fjórðungssambandið á Norðurlandi taki sig til og kjósi sjálft nefnd til að semja nýja lýðveldisstjórnarskrá. Sjáum svo til hvort þeir geta ekki sam- þykkt hana í hinum fjórðung- unum, eins og þeir samþykktu tillögu Einars Þveræings forð- um, en hann var, sem kunnugt er, Norðlendingur. Apríl 1972. Lýður Lýðsson. Þcssa mynd tók Páll ljósmyndari í gærmorgun inni í nýja húðunarverkstæðinu. SANDBLÁSTUR og málmhúð-, un s.f., Hjarteyrargötu, Akur- eyri, var stofnað árið 1960, af bræðrunum Jóhanni og Aðal- geiri Guðmundssonum. Aðal starfræksla fyrirtækisins hefur verið sandblástur og málmhúð-, un, þ. e. kaldhúðun, ásamt ýmis- konar stálsmíði, svo sem ljósa- stau raf ramleiðslu. í gær, 19. maí, opnaði fyrir- tækið heithúðunarverkstæði, þ. e. galvaníseringu á sama stað, sem gerir því fært að húða jafnt innri sem ytri fleti framleiðslu sinnar. Þétta heithúðunarverkstæði er fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og af þeirri stærð og bún- aði, að geta hafið samkeppni við erlerida aðila á þessu sviði. Tæki og búnaðurer frá Þýzka landi og þýzkur sérfræðingur hefur annazt niðursetningu i landsins þeirra og prófun. Útbúnaðurinn samanstendur af fjórum körum, sem í eru mismunandi hreinsi- vökvar og fimmta karinu, sem notað er undir 73 tonn af 450 stiga heitu zinki, húðunarefni, og er hitað upp með rafmagni. Unnt er að húða allt að 14 metra löng stykki. Um þessar mundir starfa 10 menn hjá fyrirtækinu. □ Smjörne 7,7 kg á mann Á SL. ÁRI jókst smjörneyzla hérlendis mjög verulega, og var til jafnaðar 7.7 kg. á mann, og er það svipað og á hinum Norð- urlöndunum. Neyzla smjörs og smjörlíkis nam á sl. ári samtals 20 kg. á mann til jafnaðar. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Óskars Gunnarssonar forstjóra Osta og smjörsölunnar, á fundi Ota og smjörsölunnar og Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, með mjólkursamlagsstjórum á föstudaginn. Alls sátu fund þennan 30—40 manns, og var til- gangur hans að ræða markaðs- og framleiðslumál mjólkuriðn- aðarins. Flugfélag á Aiisturlani Útsöluverð á smjöri kvað Ósk ar yera mjög svipað hér og í Noregi og Danmörku, eða alls staðar milíi kr. 160 og kr. 170 pr. kg. Ostásalan jókst nokkuð á sl. ári og varð um 5 kg. á mann. Er þetta svipuð neyzla og t. d. í Bretlandi, en 3—4 kg. -minna en á hinum Norðurlöndunum. Þróun mjólkurframleiðslunn- ar í landinu á undanförnum ár- um hefur verið með þeim hætti, að ostaframleiðslan hlýtur í auknum mæli að flytjast til mjólkurbúanna á Norðurlandi. Enn eru sum mjólkurbúin var- búin þess að taka að sér aukna ostaframleiðslu, en í undirbún- ingi er nú nýbygging Mjólkur- samlags á Akureyri og bygging nýrrar ostagerðar á Húsavík. Er þess því að vænta, að innan fárra ára verði betur fyrir að- stöðu til ostaframleiðslu séð en nú er og þar með möguleikum til aukinnar fjölbreytni í osta- gerð. Ostur var á sl. ári fluttur aðal lega til Bandaríkjanna, Svíþjóð- ar og Bretlands lítillega. í vetur hefur verið fluttur út ostur í til- raunaskyni til Tékkóslóvakíu og Japan. í erindi Péturs Sigurðssonar, cand. lac., fulltrúa hjá Fram- leiðsluráði, kom m. a. fram, að á 4 sumarmánuðum koma til sölumeðferðar um 45% af heild- armagni mjólkur. Horfur eru á 5—6% aukningu mjólkurfram- leiðslu á næstu mánuðum miðað við sl. ár. Birgðir osta og smjörs eru nú mjög litlar. Aðalfram- leiðsluvörur næstu mánaða verða því ostur, smjör og undan rennuduft. Ekki er gert ráð fyr- ir smjörútflutningi það sem eftir er ársins, en ostaútflutningur ætti að verða svipaður og sl. ár. Auk þeirra fyrirlesara, sem þegar hafa verið nefndir, eru Sævar Magnússon, cand. lac., Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, Guðbrandur Hlíð ar, dýralknir og Ásgeir Einars- son, dýralæknir. □ Álfa bæklinpr, sexlán uppskriftir Sauðburður stendur yfir og gengur víðast vel. (Ljósm.: E. D.) AKRA-smjörlíki, sem framleitt er af Smjörlíkisgerð Akureyrar, hefur nú tryggt sér sess meðal stóru nafnanna á smjörlíkis- markaðnum. Vinsældir AKRA-smjörlíkis hafa farið sívaxandi, sem bezt má sjá af því, að á síðastliðnum 3 árum hefur sala þess þrefald- ast, enda stenzt það allar þær kröfur, sem gerðar eru til fyrsta flokks smjörlíkis. Smjörlíkisgerð Akureyrar tek ur nú upp nýja þjónustu við neytendur og sendir á markað- inn 8 bæklinga með 16 köku- uppskriftum. Ráðgert er að einn bæklingur komi út um hver mánaðarmót út þetta -ár og er sá fyrsti þegar kominn. Bæklingarnir munu liggja frammi í þeim verzlunum er selja AKRA-smjörlíki og fást þeir endurgjaldslaust. Einnig er hægt að gerast áskrifandi og fá þannig bæklingana senda í pósti jafnóðum og þeir koma út. Þær uppskriftir sem hér um ræðir hefur Sesselja Kristins- dóttir valið og búið til fyrir Smjörlíkisgerð Akureyrar sér- staklega. Bæklingarnir eru gefnir út í 10.000 eintökum. 12. maí 1972. Smjörlíkisgerð Akureyrar, Strandgötu 31, Akureyri. (Fréttatilkynning) HugleiSingar um garSyrkjuskóla á Ak. HÉR á landi hefir garðyrkja jafnan verið nokkrum erfiðleik- um bundin og sem fyrst og fremst má rekja til hins stutta sumars með lágu og sveiflóttu hitastigi. Þeir sem stunda garð- yrkju hér á okkar landi geta ekki vænst viðunandi árangurs í þessu tiltölulega erfiða starfi nema að þeir beiti þekkingu og nákvæmni við garðyrkjustörfin, en á það hefir, því miður, oft viljað skorta hjá okkur, svo sem mörgum er kunnugt. Ræktun og neyzla ýmiskonar matjurta er mikil hjá öllum menningarþjóðum heimsins og fer sízt minnkandi. Þetta er mikilvægt atriði bæði með tilliti til fæðuöflunar, án þess að þurfa að nota búpening fyrir millilið, en einnig með tilliti til þess, að jurtafæðan er, af sér- fræðingum í heilbrigðismálum, talin vera mjög nauðsynleg og holl næring fyrir alla. Þótt garðyrkjan hér á landi sé ekki jafn auðveld og í. sumum öðrum löndum, þá höfum við íslendingar átt, bæði fyrr og síðar, marga áhugamenn, sem hvatt hafa til aukinnar garð- yrkju og hafa sýnt það í verki með góðum árangri, að slík mat- jurtarækt er ekki einungis fram kvæmanleg hér á landi heldur og hagkvæm, ef þekking og ná- kvæmni er viðhöfð. í þessu sambandi skal hér látið nægja að benda á, að áhugamenn um búnaðarmál og aukna þróun í þeim efnum hér á Norðurlandi stofnuðu Rækt- unarfélag Norðurlands árið 1903. Forgöngumenn þessa fé- lagsskapar voru þeir Páll Briem amtmaður og Sigurður Sigurðs- son skólastjóri. í lögum og stefnuskrá Ræktunarfélagsins var þegar í upphafi lögð áherzla á, að vinna bæri að stóraukinni grasrækt, matjurtarækt margs- konar ásamt gróðursetningu á runnum og trjám o. fl., og í því sambandi var þá þegar fengið landsvæði hjá Akureyrarbæ þar sem Gróðrarstöð Ræktunarfé- lags Norðurlands var komið fyr- ir og þar sem hún var starfrækt á vegum félagsins í nærfellt hálfa öld. Þó að Ræktunarfélag Norður- lands væri fyrstu áratugina til- tölulega fjárvana ef miðað er við hin margþættu viðfangsefni, sem vinna þurfti að, þá gat það með leiðbeiningastarfi, tilraun- um og ýmiskonar hvatningu þokað stefnumálum sínum veru lega áleiðis. Til hvatningar og leiðbeiningar í garðyrkju var á árunum 1915 og fram yfir 1940 haldin garðyrkjunámskeið í Gróðrarstöð félagsins á Akur- eyri. f fyrstu stóðu þessi nám- skeið yfir í 6 vikur að vorinu og var tala nemenda, er sóttu nám- skeiðin oft um 20, aðallega stúlk ur, bæði úr þéttbýli og úr strjál- býli víðsvegar að af landinu. En árið 1917 var fyrir áskorun frá Sambandi norðlenzkra kvenna þessi námskeiðstími lengdur í um 20 vikur, eða frá 14. maí til 30. sept. eða lengur á sumar- námskeiðununi gátu þó að jafn- aði ekki verið nema fáir nem- endur. Til að kenna á þessum námskeiðum var ráðin vel lærð garðyrkjukona auk fram- kvæmdastjóra félagsins. Þessi námskeið voru bæði verkleg og bókleg, og þeir sem nutu kennsl unnar voru yfirleitt mjög ánægð ir með þessa skóladvöl, þó að námstíminn væri ekki langur. Reynslan af þessum námskeið- urnir ekki nema fáir þegar mið- að er við það stóra landsvæði, sem leiðbeiningar þessa náms- fólks náði til, en eigi að síður virtist áhrif frá námskeiðunum gæta allvíða og ekki sízt að því er varðaði ræktun berjarunna, blóma og trjáa til prýðis við hús og heimili bæði í bæjum og sveitum á félagssvæði Ræktun- arfélagsins og víðar. Hér var einnig komið á mikilvægri kynningu um ræktun matjurta svo sem kartafla, gulrófa, gul- róta og káltegunda og annars grænmetis, en ræktun græn- metis var, og er enn, mikil nauð syn á að kenna með það að markmiði, að geta aukið til mikilla muna neyzlu almenn- ings á ýmiskonar jarðargróða. Aukin garðrækt var frá upp- hafi einlægt stefnumál Ræktun- arfélags Norðurlands. Á seinni árum hef ir, sem kunnugt er, tekið hér gildi ný löggjöf og stefna varðandi fyrir- komulag ræktunartilrauna. Þessi þróun varð þess valdandi, að árið 1963 seldi Ræktunar- félag Norðurlands og afsalaði til ríkisins eignum sínum í Gróðrar stöðinni á Akureyri, en þessar eignir voru, auk nokkurra húsa, um 25 ha. land, sem ýmist var eign eða erfðafesta, en til við- bótar var allmikið lausafé, er fylgdi með í kaupunum. Til- raunaráð ríkisins í jarðrækt tók þegar við þessum eignum svo og framkvæmd tilraunanna, sem áður höfðu verið framkvæmdar á vegum Ræktunarfélags Norð- urlands. Sá hluti eignarinnar, sem nefnist Galtalækur ásamt erfðafestulandinu, hefir að und- anförnu aðallega verið notaður í þágu ýmsra tilrauna, en hinn hluti eignarinnar, sem nefnd hefir verið Gróðrarstöðin, virð- ist lítið hafa verið nýttur á und- anförnum árum, og möguleikar ættu því að vera fyrir því, að nota þennan hluta eignarinnar til nýrra og þarflegra viðfangs- efna, svo sem til reksturs garð- yrkjuskóla. UNGMENNASAMBAND Aust- ur-Húnvetninga hefur árlega gefið út vandað rit, Húnavöku, og hefur blaðinu nýlega borizt 12. árgangur, en út mun rit þetta hafa komið um það leyti sem Húnavakan svonefnda var haldin á Blönduósi í vor. Rit- stjórn annaðist Stefán Á. Jóns- son, Kagaðarhóli, en fréttir og útbreiðslu Jóhann Guðmunds- son, Holti. Rit þetta er yfir 200 blaðsíður, auk auglýsinga, og kennir þar margra grasa, ræður, ritgerðir, ljóð, fréttir og gaman- mál. Af efni má nefna ræðu sr. Guðmundar Þorsteinssonar í Húsafellsskógi 1969, ljóð Hall- dórs Jónssonar, Leysingjastöð- um, ort í tilefni vígslu Húna- vallaskóla 1971. Viðtal er við ALÞINGI AD LJÚKA ALÞINGI á að ljúka störfum í dag, laugardag. Mikið annríki hefur verið í þingsölum að und- anförnu, samkvæmt venju fyrir þiglok, mörg mál afgreidd, sem hér er ekki rúm að rekja eða dóm á að leggja að sinni. En þingskjöl eru talin nærri því að fylla þúsundið, þótt það segi raunar lítið um störf og stefnu- löggjafarþingsins. □ Margir menn, bæði karlar og konur, sem búsettir eru hér á Norðurlandi, hafa áhuga og full an skilning á nauðsyn fyrir auk. inni garðyi'kju og telja, að nauð ■ synlegt sé að komið verði upp garðyrkjuskóla hér norðanlands og sem rekinn yrði á vegum ríkisins með líkum hætti og Garðyrkjuskólinn í Hveragerði, þó að ekki verði hér um að ræða aðstöðu til ylræktar. Skóli þessi gæti verið mjög nytsöm stofnun, þó ekki væri nema um einsársskóla að ræða og þó hann tæki ekki nema 10—15 nemend- ur árlega. Þeir nemendur, sem þar lykju námi gætu t. d. haft á hendi verkstjórn á ungmenna- hópum í þéttbýlinu, sem vætu látnir vinna að garðyrkju ýfir sumartímann, en í dreifbýlinu mundi ekki síður þörf fyrir gart yrkjumenn til að leiðbeina. og starfa á sveitabýlunum. Þegar velja ætti stað fyrir slíkan garðyrkjuskóla, sem hér hefir verið rætt um, þá virðisí gamla Gróðrarstöðin með til- heyrandi eignarlandi vera hag- kvæmur og á ýmsan hátt til- valinn staður fyrir slíka start' Til þess að vinna að fram- kvæmd þessa máls væri mjög; æskilegt að Samband norð- lenzkra kvenna vildi taka að sér forustuna um að afla málinu ai- menns fylgis, en fá síðan bún- aðarsamböndin í Norðlendinga - fjórðungi svo og Búnaðarfélag íslands til að veita máli þessu nauðsynlegan stuðning. Nú þegar þarf að hefjasi; handa um að vinna að fram- gangi þessa skólamáls. Telja má alveg víst, að þeir alþingismenn, sem falið hefir verið4 að fara með umboð almennings í þess- um landshluta, muni vera mjög fúsir til að styðja mál þetta svo framarlega að áhugi sé hjá fólk ■ inu sjálfu hér að lútandi. hjónin á Hveravöllum, þau Hauk Ágústsson og Hildi Torfa- dóttur, en Hveravellir er af ■ skekktasta byggt ból í Húna- vatnssýslu. Björn L. Jónsson ritar um sönglíf á Ásum á fyrsta tugum aldarinnar og Magnúu Ólafsson kennari við Reykja- skóla, segir í viðtali frá sérstæðu bókasafni sínu, en það eru biblíur og gizkað á, að hvergi sé að finna annað eins safn þeirra í eigu einstaks manns. Er þaö viðtal einkar skemmtilegt. Guð ■ mundur Einarsson ritar sjofert • ina Suðvestanátt og Eyfirðingu: inn, Sigrún Hjálmarsdóttir, bú- sett í Vatnsdalnum á þarna kvæði, ennfremur Sigurðu:.1 Björnsson á Örlygsstöðum. Jón- björn Gíslason, sem andaðisj 1969 og hafði þá lengi átt heima á Akureyri, á þarna þáttinn Fyrsta staupið, sem aldrei vai' drukkið, og Bjarni Jónasson, Eyjólfsstöðum, ritar greinina Villa á Grímstunguheiði. Hoi • landspistil ritar Jóhannes Torfa son og Hólmfríður Daníelsdóttiv segir sögur frá Nýja íslar.di, ea Halldór Guðmundsson skrifa p ferðasöguþátt frá Tyról og tvö kvæði á Bjarni Kristinsson frá Hofi, ennfremur Sigríður Sigfúri dóttir, Forsæludal og Birna Helgadóttir á stökur í ritinu. Þannig mætti lengur telja og e ritið Húnavaka hið fróðlegasta aflestrar og fjölbreytni þet:] mikil. Húnavaka 1972 fæst hjá Jónl A. Jónssyni húsverði í Utvegs->' bankanum á Akureyri. Q Garðyrkjuunnanch HÚNAVAKA1972

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.