Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 20.05.1972, Blaðsíða 8
r ... ........................... ■■■ • -•■•■ ™ ~ ■ ¥’■' ■■ J Frá Dróttarbraut Akureyrar. Viðgerð hennar er um það bil lokið og bíða þá mörg verkeíni í skipaviðgerðum, en önnur liafa eflaust fallið ö Srurn en Akureyringum í skaut, þar sem við- gerðin var elcki framkvæmd fyrr. (Ljósm.: E. D.) SAMBANDSFRÉTTIR Aðalfundur fiskframleiðenda. Nýlokið er í Reykjavík aðal- : undi Félags Sambands fisk- .ramleiðenda, SAFF. í félaginu eru fiest þau frystihús, sem selja rarr.ileiðslu sína í gegnum Sjáv- arafurðadeild Sambandsins. í skýrslu Árna Benediktsson- ar kom m. a. eftirfarandi fram: Afkoma frystiiðnaðarins var dlgóð á árinu 1971, meðaltals- ragnaður hefur sennilega num- :ð 5—6% af tekjum, áður en skattar eru lagðir á, og er það svipað og árið áður. Jafnframt ■irðist afkoman hafa verið jafn- ari en oft áður. Á fyrri hluta yfirstandandi árs mun væntanlega verða um lokkurn hagnað að ræða í frysti ðnaöinum, en frá vertíðarlok- um nú í vor verður um almenn- ar, hallarekstur að ræða, miðað ið þau markaðsverð, sem nú gilda, og þann innlenda kostnað, :;en, vitað er að verður. Frysti- ðnaðurinn er því kominn inn í aýtt hallarekstrartímabil. Allt mánuði fyrr Siglufirði 18. maí. Hér er ein- nuna góð veðrátta, og til marlcs rm það er hinn ágæti sauðgróð- ur, sem kominn er. Er gróður- nn oft mánuði seinna en hann sr nú, og kartöflurnar komust íka mánuði fyrr í jörðina en >ftast áður. Búið er að sleppa geldfénu og járeigendur bíða þess að ærnar oeri, svo að hægt sé að sleppa peim líka. Á hvítasunnu á að ferma hér 34 börn, 17 stúlkur og 17 drengi. Aflabrögðin eru treg á öll veiðarfæri, og grásleppuveiðinni er lokið. J. Þ. UNDANFARIN ár hefur staðið yfir leit að gömlu skipi á Skeið- arársandi, er þar strandaði 1667 og var með dýrmætan farm inn- anborðs, jafngiidi 43ja tunna gulls, að því er fréttir herma. Skipið hét Het Wapen van Amsterdam og var að koma frá Jövu, er það lenti í hafvillum og hafnaði á Skeiðarársandi. Með því fórust á annað hundrað manns. Síðan sökk skipið í sand inn og hefur legið þar síðan. Bergur Lárusson frá Klaustri og Kristinn Guðbrandsson hafa leitað mikið í vor, og nú með nýjum leitartækjum og hafa Vinnuaflskostnaður frystiiðn- aðarins mun hækka um nálega 70% frá því í nóvember sl. til ársloka 1973 að öðru óbreyttu, og er þá ekki reiknað með hækk un á vísitölu vegna erlendra verðhækkana, sem verða kunna. Á næstu tveimur til þremur árum þarf að gera mjög veiga- miklar og kostnaðarsamar breyt ingar á húsnæði og búnaði frysti húsanna, bæði vegna þess að fyrir dyrum eru auknar kröfur frá mikilvægustu mörkuðunum erlendis og einnig vegna þess að mjög stór hluti frystihúsanna er orðinn úreltur. Áætlað er, að endurbyggingar o gbreytingar á Sambandsfrystihúsunum einum muni kosta nálægt 700 milljón- um kr. o ger þá miðað við verð- lag haustið 1971. Frystiiðnaður- inn hefur ekki bolmagn til þess að leysa þetta verkefni nema með lánsfé að langmestum hluta. Stjórnarvöld hafa sýnt þessu máli fullan skilning, en ennþá er það óleyst, hvar lánsfé verður að hafa. Það er bjart yfir íslenzkum sjávarútvegi í dag hvað allar ytri aðstæður snertir. Verðlag afurða hefur aldrei verið eins hátt og nú. Víða hillir undir hagstæðari rekstur með tilkomu nýrra togara á næstu árum. Allir vona, að sú útfærsla fisk- veiðilögsögunnar, sem verður nú í haust, muni smátt og smátt færa okkur aukið aflamagn með minni tilkosnaði. Aðrar aðstæður eru aftur á móti ekki eins hagstæðar. Vinnu afl sogast frá sjávarútvegi, svo að til vandræða horfir. Fjöldi báta var ekki fullmannaður í vetur, og verkun aflans bjargaði það eitt, að vertíð var fremur léleg. Eins og áður sagði er þeir notið aðstoðar sérfróðra varnarliðsmanna í þessu efni. Leitinni varð að hætta fyrir skömmu, þar sem kópaveiði er að hefjast við órnar á söndun- um, en talið er líklegt, að henni verði fram haldið að selveiði lokinni. Margskonar sögusagnir ganga um það, að skipið sé loks fundið, eða talið líklegt að svo sé, vegna ýmsra dularfullra um- mæla leitarmanna. Er vonandi að hið gamla, hollenzka skip komi innan tíðar í leitirnar og svari þá hinum mikla kostnaði, sem þegar er orðinn við margra ára leit. Q frystiiðnaðurinn nú kominn inn í hallarekstrartímabil, og á það sennilega einnig við um aðrar greinar útflutningsiðnaðar. Ljóst er, að brátt kreppi enn meira að, ef þeirri verðbólgu, sem nú gengur yfir, linnir ekki. Aðalfundur Iceland Products, Inc. Að loknum aðalfundi SAFF, var haldinn aðalfundur Iceland Products, Inc., sem er fram- leiðslu- og sölufyrirtæki fyrir frystar fiskafurðir í Bandaríkj- unum í eigu Sambandsins og frystihúsa, sem selja afurðir sín ar í gegnum Sjávarafurðadeild Sambandsins. Stjórnarformaður Iceland Products, Inc., Erléndur Einars- son forstjóri, setti fundinn og stýrði honum. Heildarsala á árinu 1971 var 20.685.000 dollarar, eða sem næst 1820 millj. króna, sem er um 45% aukning frá fyrra ári. Framleiðsla ýmissa fiskrétta í verksmiðju fyrirtækisins var (Framhald á blaðsíðu 4) SMATT EKKERT DÝRA- VERNDUNARFÉLAG Öðru hverju er um það spurt, hver sé formaður Dýraverndun- arfélags Akureyrar, og hefur fólk yfir ýmsu að kvarta, er það félag myndi telja í sínum verka- hring að sinna. En nefnt félag er ekkert til á Akureyri, var það, en er löngu dautt, svo sem staðfest var af síðasta formanni þess. Og þá veit maður það. DÝRAVINIR Flestir bæjarbúar eru dýravin- ir og bera húsdýrin yfirleitt vitni um það, að eigendur þeirra láta sér annt um þau. Gildir það jafnt um sauðfé og hross, þótt undantekningar kunni að finn- ast. En að því er varðar hrotta- lega meðferð á skepnum, ef til er, mun hún standa í sambandi við drykkjuskap eða óvitahátt, og er ekki afsökun. Hins verður þá einnig að geta, að þegar hross eru tamin, er svipan nauðsyn. En það er líkt með svipuna og vöndinn, að beita verður þeim af skynsemi, og að yfirlögðu ráði. HVAÐ BER AÐ GERA? Hvað ber að gera? Þannig er spurt í bréfi, er rætt hefur verið þar um illa meðferð á skepnum. Svarið væri auðvelt ef hér væri félagsskapur, sem vinna vildi að dýravernd. Það félag fyrirfinnst ekki, og þá er reynandi að snúa sér beint til þeirra, sem „sekir“ eru, eða þá að gera lögreglunni aðvart. Látum við svo útrætt um þessi mál í dag. KLÖGUMÁL Tvö bréf liggja hér á skrifborð- inu, er fjalla um illa meðferð á hestum. Er í öðru bréfinu hroða leg lýsing á viðskiptum manns og hests, en um sama efni liefur blaðið fengið upphringingar. Ekkert verður birt úr þessum bréfum, af því að þau eru nafn- laus, en sé í þeim sagður sann- leikurinn, eiga viðkomendur, er vitni geta borið, að snúa sér til lögreglunnar, að athuguðu máli. &STORT GIFTIN G AR ALDUR I Frumvarp til nýrra sifjalaga er í meðförum Alþingis og sam- kvæmt því er gert ráð fyrir að giftingaraldur karla færist nið- ur í 18 ár, eða lækkaður um tvö ár. Þá vérða niður felldar festar og lýsingar, hjónaskilnaður rýmkaður. SENDIRÁÐ KÍNA Fréttir herma, að Kínverjár muni innan tíðar setja á lagg- irnar sendiráð í Reykjavík. Ilins vegar er óvíst, hvenær íslenzkt sendiráð verður opnað í Peking. Hitt er þó staðreynd, að nú taka þessi lönd upp stjórnmálasam- band. Sendifulltrúi Kínverja verður maður að nafni Lin Hua og með: honum verða nokkrir aðstoðarmenn. HREINDÝR DREPAST Sagt er, að hreindýr falli eystra eða séu sjúk, einkum ung dýr. Ekki er það þó vegna bjargar- skorts, svo sem tíðast áður í liörðum árum, heldur er hér um að ræða einhvern sjúkdóm. Lík- legt er einnig talið, að þegar hreindýr ganga á láglendi, svo sem þau hafa gert liin síðari ár, geti vöntun vissra efria skort í fæðuna. , KRUMMI Austur í Kelduliverfi, á bæ þeim, sem Arnarnes hejtir og er í eyði, stendur enn turn gamall- ar vindrafstöðvar. Þar bjó krunnni sér hreiður í vor og verpti. Þótti þetta einkcnnilegt, því að krummar forðast. manna- bústaði og velja sér ekki varp- staði nálægt þeim, nenia þá í ógengum klettum. En þar sem Arnarnesið er yfirgefinn staður, hefur krummalijónum fundizt óhætt að nota hin gömlu mann- anna verk til að gera sér hreið- ur. En hætt er við, að sá staður hafi ekki verið vel. valinn, því að eigendur varps í nágrenninu vilja ekkert með krununa hafa. AFLINN GLÆÐIST Dalvík 18. maí. Lionsklúbbur Dalvíkur færði nýlega læknis- héraðinu augnþrýstimæli, en hafði áður gefið sjónprófunar- tæki. í síðustu viku lönduðu báðir togbátarnir, Björgvhi og Björg- úlfur, annar rúmum 60 tonnum og hinn 70 og er það mesti afli þeirra á vertíðinni. Svo landaði Björgvin hér 30 tonnum í gær. Er því nóg, að gera eins og er í frystihúsinu. Loftur Baldvins- son er að búa sig á síldveiðar í Norðursjó og hættur togveiðum. Hjá litlu bátunum hefur verið fremur lélegt til þessa. En Bliki, einn af miimi bátunum okkar hér á Dalvík, fór á vertíð til Suðurlands. Var þar í tvo mán- uði og varð liásetahluturinn um 180 þús. krónur. Grásleppuvéiðinni er að ljúka og munu hrognin fara í þessari eða næstu viku. Ur sveitinni fær maður þær fréttir, að þar gangi allt að; ósk- um. Sauðburður gengur vel og bændur eru í óða önn að béra á túnin. Víðast mun lokið að setja niður kartöflur, Vegirnir eru að verða sæmilegir, en slæm hvörf voru lengi erfið og leiðinleg. Akureyrartogaramir KALDBAKUR landaði 10. mai 133 tonnum, er á veiðum. Svalbakur landaði 5. maí 60 tonnum. Hann'landar eftr hátíð- Harðbakur landaði 12. maí 178 tonnum og er á veiðum. Sléttbakur landaði 8. maí 150 tonnum, landar í næstu viku. Sólbakur landaði 18. maí 173 tonnum. □ Þegar holræsin stíflast þurfa ötulir menn að vera til taks, og lentu þessir því sem næst óvart fyrir myndavélinni. (E. D.) Guiarmur 43 tunnur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.