Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 25. maí 1972 — 28. tölublað FYRSTA EITURLYFJAMÁLID FYRSTA fíknilyfjamálið á Akur eyri er nú í rannsókn, sam- kvæmt frásögn yfirlögreglu- þjónsins, Gísla Ólafssonar, á þriðjudaginn. Frá því á laugardaginn stend- ur yfir hjá lögreglunni rann- sókn á fíknilyfjamáli. Lögreglan komst yfir pakka til manns eins hér í bænum, sem líom að sunn- an, framhjá pósti. X pakkanum reyndust fíknicfni, hass, og var viðtakandi þá handtekinn. Mun hér vera um að ræða anga af máli því, sem nýlega var mest í hámæli haft syðra og unnið er að rannsókn á þar. Málsrannsókn er skamnit á veg komin ennþá og því ekki meira um það að segja á þessu stigi. | • Til viðbótar því sem að fram- an segir í gær: Yfirheyrslur hafa staðið yfir hjá lögreglunni, standa enn og er ekki lokið. Þegar hefur verið upplýst, að nokkur hassneyzla hefur átt sér stað hér í bænum, þó í fremur þröngum hring, bæði nú og ennfremur áður. Almenningur er flemtri slég- inn yfir sögusögnum um eitur- lyfjaneyzluna hér á Akureyri, og mjög að vonum. Hins vegar þarf engum slíkt að koma á óvart, þar sem nokkur tími er síðan eiturlyf fóru að berast til landsins. □ Að létta á beitilandi afréttanna í VIÐTALI blaðsins við Guð- mund Jónasson bónda á Ási í Vatnsdal á þriðjudaginn kom m. a. fram: Umræður eru um það í héraði hvernig hlíft verði beitilandi heiðanna. Eru uppi raddir um, að reka búfé, einkum þó hross- in, síðar til afréttar en venja er. En ekki eru allir á einu máli um það, hversu með á að fara, þótt ofbeit, hvar sem hún er, sé í allra augum alvörumál. Mál þetta verður nú rætt á fram- haldi aðalfundar sýslunefndar, sem hefst 1. júní n. k. Skepnuhöld eru hvarvetna mjög góð, sauðburðartíð eins og allra bezt verður kosið, og gróðri fleygir fram, þótt jörð sé að verða heldur þurr. Bændur keppast við vorverk- in, bera á tún, setja niður kart- öflur o. s. frv. Eiginlega leikur allt í lyndi, góða tíðin og svo betra stjórnarfar í landinu. Bændur þurfa ekki að kvarta núna, enda heyrist það naumast nú. f kvöld ætla Lionsmenn frá Blönduósi að heimsækja okkur í Flóðvang, svona til kynningar og tilbreytingar. Fögnum við komu þeirra, sagði Guðmundur að lokum. □ Áæflun um gatnagerð á Akureyri NÝLEGA hefur verið ákveðin skipting fjármagns til gatna- gerðar á Akureyri, sem er að upphæð 37 milljónir króna. Verður 9 milljónum kr. varið til undirbyggingar eldri gatna, en stærstu verkin þar eru Þórunn- arstræti frá Þingvallastræti að Hrafnagilsstræti 3 millj. kr., og Hjalteyrargatan 2.7 millj. kr., og eru þetta fjárfrekustu verk- efnin í undirbyggingunni. Tii gatnagerðar í nýju hverf- unum er áætlað að fari 10 millj. kr., til ýmissa verka í gatnagerð 3.2 millj. kr. En sjálfsagt hafa flestir áhuga á malbikuninni. En til hennar eru áætlaðar 9.2 millj. krónur á þessu ári. Samanlagt er lengd hinna malbikuðu gatna, sam- kvæmt áætluninni, 2400 metrar, samtals 20.500 fermetrar. Stærstu verkefni malbikunar er Hjalteyrargata, Oddeyrargata, Skarðshlíð, Mýrarvegur að hluta, Akurgerði og Hamars- stígur. Til malbikunar gangstétta er áætluð rúm milljón króna, sem á að endast til að malbika nær 2 km. vegaleng. Enn er þó óróðstafað 4.5 millj. kr., en búast má við að veruleg- ur hluti þess fjár gangi til hol- FYRSTU UNGARNIR HINN 23. maí voru fyrstu ung- arnir komnir úr eggjum í hreiðri tjalds nálægt flugstöð- inni — kannski ungakóngur og ungadrottning. □ ræsagerðar að nýju iðnaðar- hverfi, norðan Glerárhverfis, auk þess sem óhjákvæmilega þarf til viðhalds gatnanna. Q Tíu stórir Haganesvík 23. maí. Þeir Her- mann Jónsson í Vík, gamall maður, fyrrum vanur hákarla- veiðum, og Alfreð Jónsson á Reykjarhóli hafa undanfarið stundað hákarlaveiðar og eru búnir að fá tíu stóra hákarla. Er hákarlinn kæstur í kössum og fást allt að 300 „beitur“ af þeirri veiði, sem þegar er feng- in. En veiðimennirnir létu bænd ur hafa lifrina til skepnufóðurs. Heilsufar er gott hjá mönnum og skapnum. Sauðburðurinn gengur ágætlega og er margt af tvílembingum. Enginn man aðra eins veðurblíðu og nú hefur verið. Töluvert er farið að grænka í úthaga og bændur bera um þessar mundir á tún sín eða eru búnir að því. Enn- fremur er jarðabótavinna hafin. Verður töluvert mikið ræktað af grænfóðri í ár. Talsvert verður um bygging- ar útihúsa hjá bændum, og enn- fremur eru íbúðahúsabyggingar ó dagskrá. Yfirleitt má segja, að mikill framfarahugur sé í mönn- um hér um slóðir. Undirbúin er bygging nýrrar sundlaugar við Sólgarð, í Barðs- landi. Verður það verk hafið Silungsá, bátur og Laxárvirkjun í baksýn. Og senn gengur láxinn. (Ljósm.: E. D.) Átta þúsund milljóna vegaáætlun 1972-1975 RÉTT áður e nAlþingi var slitið, var afgreidd þar hin svonefnda vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár, þ. e. árin 1972—1975 að báð- um meðtöldum. í áætlun þessari eru tilgreindar og sundurliðað- ar þær fjárupphæðir, sem varið verður til vegamála á þessum fjórum árum. Samtals er hér um að ræða nálega 8 þús. milljónir króna á þessum fjórum árum. Þar af nær 1800 millj. kr. á ár- inu 1972. Af þessum 8 þús. millj- ónum kr. koma ca. tveir þriðju hlutar úr Vegasjóði, sem hefur tekjur af benzínskatti, gúmmí- gjaldi, bifreiðaskatti og að nokkru frá ríkissjóði, en rúmur þriðjungur verður tekinn að láni innanlands og utan. innan skamms og reynt að koma því sem lengst áleiðis í sumar. Sundlaug þessi verður 14.5x7 metrar. Silungurinn er kominn að landinu og eru menn farnir að veiða hann á stöng við fjöruna. En ekki mun hann þó genginn í árnar eða vötnin ennþá. Hér er Hófsvatn og Flókadals- vatn og Flókadalsá. Þetta vatna- Skagaströnd 23. maí. Fyrir helg- ina tóku ungir menn upp á því, að heimsækja bóndabæ einn, tóku þar áburðardreifara, óku með hann um 20 km. leið og köstuðu honum þar fyrir björg. Er þetta grátt gaman, og margir eru orðnir leiðir á skemmdar- verkum nokkurra ungmenna, sem ýmislegt hafa vafasamt gert, en ekki hlotið þá refsingu, sem að gagni hefur orðið. Við vitum vel, hverjir tóku áburðar- DAGUR kemur næst út á miðvikudag- inn, 31. maí. ari fjögurra ára vegaáætlun virð ast ýmsar helztu upphæðirnar samanlagðar vera sem hér segir: ca. millj. kr. Vegaviðhald..........1540 Hraðbrautir ........ 1340 Þjóðbrautir og lands- brautir ............. 980 Skeiðarársandsvegur . 640 Þjóðvegir í kaupst. og kauptúnum ...... 500 Brýr ................ 370 Norðurlandsáætlun . . 600 Austurlandsáætlun . . 300 Afborganir og vextir af vegalánum, áður teknum............... 800 Halli umfram- greiðslur frá árunum 1970—1971).............. 320 svæði hefur nú verið tekið á leigu af mönnum að sunnan og mun reynt að aulca veiðina. En löngum hefur verið silungsveiði í þessum vötnum og ennfremur laxveiði, sem eflaust má auka stórlega. Þá er Miklavatnið hér í Fljót- um, sem kunnugt er, og Fljótaá. í vatninu og ánni er bæði sil- ungs- og laxveiði. E. Á. dreifarann, ennfremur, hverjir tóliu brúsapall á öðrum bæ, og olckur finnst lítið gert í málum, sem þessum. Annars er hér allt með kyrr- um kjörum og veðurblíðan slík, að næstum er hægt að sjá grasið gróa. Jörðin er döggvuð á morgnana og það er reglulega gaman að vakna til daglegra starfa. Vinna er nokkur í frystihús- inu en ekki nægilega stöðug, enda aflalaust að kalla á nálæg- um slóðum. Sjóbirtingurinn er genginn að landinu og er byrjað að veiða hann. X. Til sýsluvega er gert ráð fyrir a ðgreiða úr Vegasjóði samtals um 130 millj. kr. á þessum fjór- um árum og til girðinga og upp- græðslu (til að græða land- spjöll) rúmlega 50 milljónir kr. Alls er þjóðvegakerfið, að fjallvegum frátöldum, rúmlega 8500 km .Þar af eru hraðbrautir, einkum syðra, nær 400 km. og þjóðvegir í kaupstöðum og kaup túnum eru nær 100 km. Megin- hluti þjóðvegakerfisins, þjóð- brautir (aðalvegir) og lands- brautir, eru þá um átta þús. km. Til uppbyggingar á þessum 8 þús. km. er nú, eins og að fram- an segir, ætlaðar 980 millj. kr. á næstu fjórum árum, en auk þess lánsfé, samkv. Norðurlands- og Austurlandsáætlun. En í Norð- urlandsáætlun er, að sögn, ekki aðeins vegir á Norðurlandi, í sex sýslum, heldur einnig í Strandasýslu og tveim nyrztu hreppum Austurlands. Virðist því fremur smátt skorið, einkum á fyrsta ári áætlunarinnar (120 milljónir). □ Frystihúsið á Vopna- firði stækkað verulega Vopnafirði 23. maí. Ákveðið hefur verið að hefja í sumar framkvæmdir við frystihúsið á Kolbeinstanga. Verður það stækkað til mikilla muna, en notuð aðstaðan, sem þar er fyr- ir. Þessi framkvæmd verður miðuð við hinar nýju og ströngu kröfur, sem til frystihúsanna eru gerðar, bæði úti og inni. Tveir 12 tonna dekkbátar hafa verið keyptir hingað og verða þeir gerðir út héðan í sumar. Sauðburðurinn stendur yfir og gengur vel, enda tíð með ein- dæmum hagstæð og verulégur gróður kominn. Frjósemi ánna er meiri en oftast áður. Aldrei þessu vant spilltust vegir ekki neitt í vor, og eru þeir eins góðir nú og þeir eru beztir. Þ. Þ. Við lauslega athugun á þess- hákarlar veiddust r ■ r I SfO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.