Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 5
4 3 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-60 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. STJÓRNARSKRÁIN TVEIM dögum áður en Alþingi var slitið, samþykkti það með samhljóða atkvæðum tillögu til þingsályktunar um endurskoðun stjórnarskrárinnar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skipa skuli sjö manna nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Nefnadrmenn skulu kosnir af Alþingi. Forsætisráðherra kveður nefndina saman til fyrsta fundar, en hún skiptir sjálf með sér verkum. Nefndinni ber að leita álits sýslunefnda og bæjastjórna, lands- hlutasambanda svetarfélaga og lands sambanda stéttarfélaga. Hún skal leita álits lagadeildar Háskóla ís- lands og Hæstaréttar um lögfræðileg efni. Með opinberri tilkynningu skal þeim, sem þess kynnu að óska,-gef- inn kostur á að koma á framfæri við nefndina, skriflegum, rökstuddum breytingartillögum við núgildandi stjórnarskrá fyrir þann tíma, sem nefndin tiltekur.“ í nefndina, sem á að endurskoða stjórnarskrána, og gera frumvarp að nýrri lýðveldisstjórnarskrá, voru svo þessir menn kjörnir: Jóhannes Elías- son, bankastjóri, Sigurður Gizurar- son, lögfræðingur, Hannibal Valdi- marsson, ráðherra, Ragnar Arnalds, alþingismaður, Emil Jónsson, fyrrv. alþingismaður, Gunnar Thoroddsen, alþingismaður og Ingólfur Jónsson, alþingismaður. Sú ákvörðun Alþingis, að hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar og að kjósa til þess milliþinganefnd, er búin að hafa langan aðdraganda. Endurskoðunarnefnd 20 manna var skipuð 1945 og önnur 7 manna árið 1947, en hvorug skilaði áliti. Liðu svo fram tímar, en á Alþingi 1966 flutti Karl Kristjánsson, þáverandi alþingismaður, tillögu um að endur- skoðun yrði hafin. Þar var gert ráð fyrir, að meirihluti endurskoðunar- nefndar yrðu fræðimenn, utanþings, en minnihlutinn frá þingflokkum, og mælt fyrir um hið helzta, er skoða skyldi. Gísli Guðmundsson alþingis- maður flutti síðan endurskoðunartil- lögu með svipuðu sniði á fjórum þingum og síðast nú á síðasta þingi. Þá flutti Gunnar Thoroddsen einnig tillögu um endurskoðun. Var tillög- um þeirra Gísla og Gunnars vísað til allsherjarnefndar í sameinuðu þingi, en G. G. er forinaður í þeirri nefnd. Tókst þar samkomulag allra nefndar- manna um að mæla með endurskoð- un. Komst þá skriður á málið á þingi, sem vænta mátti, en niður- staðan varð sú, að Alþingi valdi alla nefndarmennina og má segja að all- vel liafi verið til þess vandað. Mun þjóðin vilja fylgjast vel með fram- vindu þessa stórmáls. □ m. ■ -í,w- *■-> ©-7- ©-> -*-> © é I $ 1 4 SEXTUGUR ^ ® ^ ® 'z-- ® 0 £ SigurSur G. Jóhannesson kennari FRÆÐARARNIR hafa ekki val- ið sér auðveldustu lífsbrautina og sjá aldrei alla uppskeru starfa sinna. Þeir eru máttar- stoðir, sem á miklu veltur að riði ekki til falls, þótt á reyni. Sigurður G. Jóhannesson kenn- ari, er einn þeirra manna, sem í áratugi hafa miðlað þekkingu og stjórnað af festu. Hann fæddist að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 22. maí 1912, sonur Jóhannesar Bjarnasonar bónda á Glerá í Glæsibæjarhreppi og konu hans Bergrósar Jóhannesdóttur Benjamínssonar frá Stóradal í Saurbæjarhreppi. Tæplega tvítugur að aldri fór Sigurður í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, síðan í Kennaraskóla ís lands og lauk þaðan kennara- prófi 1936. Við kennslustörf hef- ur hann síðan starfað í Skaga- firði og sveitum Eyjafjarðar, en þó lengst af á Akureyri, fyrst við Glerárskóla og Barnaskóla Akureyrar, en síðan samfellt við nýja Oddeyrarskólann frá því að hann tók til starfa haust- ið 1957. Mér hefur ætið virst Sigurður fremur hlédrægur og skarta færru í viðræðum en efni standa til, því að hann er óvenju lega fróður um menn og mál- efni. Saga héraðsins að fornu og nýju á sterk tök í huga hans og ættfræðin snar þáttur í tóm- stundastörfunum, enda á hann Sigurður G. Jóhannesson. orðið viðamikla ættfræðiskrá, er síðari tímar munu efalaust sækja ómetanlegan fróðleik til. í skólanum miðlar hann úr þekk ingarbrunnum af iðni og natni. Hann gerir sig ekki ánægðan með hálfvelgju í vinnubrögðum, því að trúmennska hefur verið undirstaða í öllu hans kennara- Áðalfundur Ferðafélags Ak. Bjöni Þórðarson heiðraður fyrir félagsstörf AÐALFUNDUR Ferðafélags Akureyrar var haldinn að Hótel Varðborg 26. apríl síðastliðinn. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Á árinu kom út 30. árg. „Ferða“, rits félagsins. Aðalefni þess voru greinar um Þorvalds- dal ritaðar af Jóhannesi Óla Sæ- mundssyni, Ólafi Jónssyni og Helga Hallgrímssyni. maður Björn Þórðarson og til- kynnti þá ákvörðun stjórnarinn- ar, að velja hann kjörfélaga fé- lagsins og afhenti honum skraut ritað heiðursskjal af því tilefni. Björn Þórðarson er einn af stofn endum Ferðafélags Akureyrar og hefir átt sæti í stjórn og vara- stjórn félagsins í 25 ár alls og verið aðalritstjóri „Ferða“ um árabil, auk margra annarra starfa fyrir félagið. Við Þorsteinsskála í Herðubreiðarlinduni. Efnt var til 8 skemmtiferða á árinu og voru þátttakendur í þeim samtals 265. Auk þess voru farnar vinnu- og eftirlitsferðir í sæluhús félagsins, en félagið á nú þrjú sæluhús, Laugafell, Þor steinsskála og Drega. Félagið lét á árinu merkja leið um Dyngju- háls og Urðaháls norðan Vatna- jökuls (Gæsavatnaleið) fyrir Vegagerð ríkisins. Ein kvöldvaka var haldin með myndasýningum úr ferðum lið- ins sumars og fleiri skemmti- atriðum. Efnahagur félagsins er góður. Hrein eign samkvæmt efnahags- reikningi er 558.082.00. Félagmenn eru um 500 tals- ins. í lok aðalfundar ávarpaði for- 1 f starfi. Þeirrar sömu trúmennsku ætlast hann til af öðrum og finni hann þar nokkra meinbugi á, má búast við, að hann lýsi skoð- un sinni óhikað. Hið sama má segja, ef mislíki honum við aðra en nemendur sína, því að Sigurð ur fer ekki í manngreinarálit og stöður í þjóðfélaginu eru honum aðeins skilgreining starfa. Skólunum og raunar öllu þjóð félaginu er traust fólk þess meira virði sem á öldina líður, því að hálfvelgja í uppeldi og námi virðist fara í vöxt. Kennar- ar eins og Sigurður G. Jóhannes son munu aldrei skorast úr leik, heldur með föðurlegri fyrir- hyggju og nákvæmni leiða vax- andi æsku til þroska, tengja hana uppruna og sögu lands og þjóðar, og kenna henni að staldra við, beita kröftum til vaxtar andlegra verðmæta, næm ari skilnings og sjálfsögunar. í kennarahópnum er Sigurður gamansamur, heldur á lofti forn um og nýjum fróðleik og til hans er gott að leita, ef á reynir með sjálfboðastörf. Hann er fé- lagshyggjumaður og næmur fyr- ir yfirtroðslu þeirra, er ætla fjöldanum lítt sæmandi kjör og nota hann sem stiklur til valda og áhrifa, þá rís Sigurður til varnar af fullri einurð. Með auknum kynnum okkar í milli hef ég betur og betur fund- ið hjá honum þessa jafnræðis- hugsjón, sem ég orða svo, og tel að hafi verið honum sú kjöl- festa, að aldrei muni hann öðru tjalda en því trausta og tiltæka. Sigurður er kvæntur Maríu Ágústsdóttur frá Geiteyjar- strönd við Mývatn, og eiga þau þrjú börn, sem nú eru upp Ég sendi Sigurði og fjölskyldu hans beztu kveðjur og heilla- óskir okkar samstarfsmanna hans við Oddeyrarskólann um leið og ég þakka gott og ánægju- legt samstarf á liðnum árum. Indriði Úlfsson. LITIÐ YFIR LÝÐRÆÐISÁR Hin nýja Skóbúð KEA er að miklu leyti í nýbygg ingunni, falleg og vel búin. (Ljósm.: G. P. K.) Ný skóverzlun K.E.A. í Hafnarstræti ÞRIÐJUDAGINN 23. maí sl. opnaði Skóbúð KEA í nýjum húsakynnum, sem er að megin hluta í nýbyggingu Kaupfélags Nemendatónleikar NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag verða nemendatón- leikar hljóðfæranemenda Tón- listarskóla Akureyrar í skóla- salnum, Hafnarstræti 81. Á laugardaginn koma fram yngri nemendur skólans og leika á píanó, fiðlur og orgel. Á sunnudaginn koma fram eldri nemendur, þar á meðal einn burtfararprófsnemandi. Tónleikarnir á laugardaginn hefjast kl. 5 síðdegis, en tón- leikarnir á sunnudaginn verða kl. 9 um kvöldið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Frá Tónlistarskólanum. Eyfirðinga við Hafnarstræti 95. Stærð verzlunarinnar er tæp- lega 100 fermetrar, gólf eru teppalögð og innrétting öll og lýsing með nýju sniði, sem ekki héfir áður sézt hér í bæ. Þá kemst viðskiptavinurinn ekki hjá þ.ví, að taka eftir hinni skemmtilegu litasamsetningu, sem verzlunina prýða. Inngangur í hina nýju Skóbúð KEA er úr Herradeildinni, en öll norðurhlið henna rhefir ver- ið opnuð, og er því mjög greiður samgangur milli þessara tveggja verzlanadeilda. Smíði loftgrindar og uppsetn- ingu innréttinga önnuðust Aðal- geir og Viðar h.f., málningu Jón A. Jónsson málarameistari og raflögn Ljósgjafinn h.f. Deildarstjóri Skóbúðar KEA er Björn Baldursson. Starfs- menn deildarinnar eru fjórir og sér Rafn Sveinsson um daglegan rekstur. (Fréttatilkynning) HVARVETNA gætir pólitískra sárinda hjá hinum óbreyttu Sjálfstæðismönnum, sem rætt er við um stjórnmál. Þeir áttu örðugt með að átta sig á því, að þeirra stjórn, sem setið hafði við völd með Alþýðuflokknum á annan áratug, skyldi verða fyrir áfalli af nýjum straumum í ís- lenzku þjóðlífi og falla í síðustu kosningum. Hin gömlu slagorð flokksins um frelsið og einstakl- ingsframtakið, mátt samkeppn- innar, rétt fjármagnsins o. s. frv. eru farin að steinrenna og tapa hljómi í eyrum kjósendanna, og hin einstöku stórmál, sem alla landsmenn varðar og vanrækt voru í tíð fyrrverandi stjórnar, var ekki unnt að fela fyrir al- menningi um kosningarnar. Jafnvel þeir, sem auk skoðana áttu einnig trúna á forystuhæfi- leikum íhaldsins, höfðu það fyr- ir augunum í þrettán ár, að ekk- ert gerðist annað markvert í landhelgismálinu en að gerður var hinn illræmdi nauðungar- samningur við Breta og V.-Þjóð verja, sem er nú haldreipi þeirra þjóða í baráttu þeirra gegn okk- ur og útfærslu landhelginnar. Landsmenn höfðu það líka fyrir augunum á valdatímum við- reisnar, og fengu á því að kenna, hvernig launþegar voru hlunn- farnir og þrengdir kostir almenn ings. Stöðnun, síðan samdráttur á flestum sviðum atvinnulífs og framfara og síðast það neyðar- ástand, að á sjötta þúsund manns fluðu land, eru enn tal- andi tákn um lélega stjórn og er harður dómur, sem engin slag orð geta breytt yfir. í sjávarút- Sngvar Gíslason varaforseli Ráðgjafarþingsins RÁÐGJAFARÞING Evrópuráðs hélt áríega vorfundi sína í Strassborg í síðustu viku. Ráð- stefnuna sóttu tveir íslenzkir fulltrúar, Jóhann Hafstein fyrr- verandi forsætisráðherra og Ingvar Gíslason alþingismaður, sem er formaður sendinefndar- innar. Á setningarfundinum var kos- inn aðalforseti þingsins og átta varaforsetar, þ. á. m. Ingvar Ferðaáætlun sumarsins hefir nú verið samin og send blöðum bæjarins til birtingar. Formaður ferðanefndar er Svandís Hannes dóttir. í athugun er nú að reisa lítið sæluhús í Glerárdalsbotni fyrir göngumenn, sem þangað vildu leggja leið sína. f árgjaldi til félagsins er auk „Ferða“ innifalin Ásbók Ferða- félags íslands, sem að þessu sinni fjallar um Eyjafjallasveit og nágrenni. Stjórn félagsins skipa: Val- garður Baldvinsson, formaður, Aðalgeir Pálsson, varaformaður, Anna Jónsdóttir, gjaldkeri, Jón D. Ármannsson, ritari og Tryggvi Þorsteinsson, meðstjórn andi. □ Dagur, Akureyri. Út af frétt „Frá Iögreglunni“ í 23. tbl. yðar 4. maí sl., dettur mér í hug, að skýra nokkuð frá því ástandi, sem ríkt hefir und- anfarin ár, og ríkir enn, hér á Raufarhöfn, um siðferði og yfir- gang ungmenna, sem í langflest- um tilfellum má til glæpa telja. En sá er munurinn, að á Akur- eyri fer lögreglan að lögum, tek- ur málin til rannsóknar, og upp- lýsir þau, eftir beztu getu, og lætur þau ganga löglegar leiðir, til varnaðar, bæði þeim sem segir reynast, og öðrum ung- mennur, að feta ekki í þau spor. Hér er annar háttur á hafður. Hér ríkis fullkomið öryggisleysi, um eignir manna, hús og muni. Innbrot hafa verið framin í flest þau hús, sem mannlaus eru, að jafnaði, svo og verzlun kaup- félagsins, hús gamla kaupfélags- ins, sem ekki eru í notkun sem stendur, bókabúð mína og geymsluhús, auk margra fleiri húsa, þar með gamla Prestshús- ið, sem er opinber eign. Umturn að er, svo sem föng eru til, í þessum húsum, sem þessir of- beldisseggir ganga um, og rúður hafa verið brotnar, í stórum stíl, jafnvel þótt fyrir gluggana hafi verið neglt, og svo getur hver sem vill, tekið það sem hann vill hafa af því sem þessi hús svo er það raunar á fleiri svið- hafa að geyma. Ég hef oft kært þessar yfirtroðslur, fyrir lög- regluþjóni þorpsins, hreppstjóra og lögreglustjóra, sýslumannin- um á Húsavík, og óskað rann- sóknar, en án árangurs. Allt hef- ir verið látið koðna niður, og timinn svæft málið. Ég hef tal- fært þetta ástand við sýslu- mann, á tveimur manntalsþing- um, að hreppstjóra og lögreglu- þjóni hreppsins áheyrandi, og einnig skrifað embættinu bréf, til áréttingar, í þeim málum, sem mig hafa snert. Sýslumaður hefir haldið því fram, í áheyrn hreppstjóra og lögregluþjóns, að lögreglunni kæmu ekkert við, afbrot unglinga, innan sakhæfn- isaldurs, það heyrði undir barna verndarnefnd. Hann hefir vafa- laust ekki kynnt sér, eða haft í huga 19. gr. Barnaverndarlaga frá 30. apríl 1966. Lögsagnarumdæmi Þingeyjar- sýslna, með Húsavík, er nokkuð mannmargt og umfangsmikið, fyrir eina sýsluskrifstofu, sem þá heldur ekki er liðuð, sem skyldi, og þyrfti að vera, svo sinna mætti, til hlýtar öllu svæði umdæmisins. Vilja þá frekast verða útundan, um þjón- ustu, þeir staðir, sem langt, eða lengst liggja frá aðalstöðvunum, um. En þegnar þjóðfélagsins eiga að vera jafnir fyrir lögum og rétti, án tillits til búsetu, og eiga jafnari rétt á lögregluvernd fyrir eignir sínar og persónu, gegn ofbeldi og óknyttum ann- arra, eins þótt um sé að ræða ósakhæfa unglinga. Og ekki ber sízt á það að líta hversu það er þessum afbrotaunglingum sjálf- um fyrir beztu, aðstandendum þeirra og þjóðfélaginu í heild, að lögregluvaldið taki í taum- ana, og geri ráðstafanir til úr- bóta, þegar forráðamönnum þeirra og uppalendum virðist vera það um megn. Þessi unglingaflokkur, sem hér hefur mestum spellvirkjum valdið, og eignatjórii, virðist haga sér, að nokkru leyti, á svip aðari hátt, og sagt er frá, um „Mafíuna" á ítalíu óg í Banda- ríkjum N.-Ameríku, að ráðast fyrst og fremst, á eignir þeirra, sem gert hafa tílráunir til að kæra þetta framferði, reyna að hefna sín á þeirm ’Svo hælast þeir um, í sinn hóp, og þeir sem yngri eru, líta upp til þessarra forsprakka, og finnst þeir hafa verið dáð að drýgja. Þannig sýk- ir þetta ástand frá sér, þegar ekkert er að gert, af þeim, sem (Framhald á blaðsíðu 2) Ingvar Gíslason. Gíslason. Forseti og varaforset- ar mynda forsætisnefnd, sem fer með yfirstjórn þingsins. Forseti og varaforsetar eru kosnir til eins árs í senn. Alls eiga 17 ríki aðild að Evrópuráðinu, en á Ráð gjafarþinginu eiga sæti samtals 140 fulltrúar. Ymis mál lágu fyrir þinginu. M. a. urðu mikla rumræður um framtíðarstarfsemi Evrópuráðs- Hrafnagilsskóla sliliS HRAFNAGILSSKOLA í Eyja- firði var slitið 19. maí sl. í vetur voru í skólanum 64 nemendur í tveimur bekkjardeildum, 31 í 1. bekk og 33 í 2. bekk unglinga- stigs. AUir nemendur voru í heimavist. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Baldur Friðriksson 9.38, og í 2. bekk Kristinn Örn Krist- insson 9.50. Skólinn veitti verðlaun fyrir vegsmálum bera togararnir gleggst vitni um niðurlæging- una og aumingjaskapinn. Tog- araflotinn minnkaði um helming og engir tilburðir uppi hafðir um endurnýjun þeirra veiði- skipa. Nú eru þegar keyptir eða í undirbúningi kaup á þrjátíu togurum erlendis og raðsmíði minni togara undirbúin innan- lands. í stjórnartíð Jóhanns Haf- steins og Gylfa var sú kenning í hávegum höíð, að koma upp ál- bræðslum, helzt einum tug eða enn fleiri, virkja fallvötn og selja útlendingum orkuna við vægu verði, jafnvel langt undir kostnaðarverði. Við iðnað er- lendra manna hér á landi áttu svo íslendingar að fá að vinna. Þar átti að vera vaxtarbroddur nýrrar iðnþróunar á íslandi! Auðvitað ætlaði íhaldið, með hjálp krata,. að varðveita ís- lenzku krónuria og halda verð- bólgu niðri. Fjórar gengisfelling ar, óðaverðbólga og ringulreið á flestum sviðum efnahagsmála, voru efndir þeirra loforða. Þ'að er meira en von, að fylgismenn íhalds og krata séu sárir, en til þess ætti að mega ætlast af þeim, að þeir viti,. hvert þeir eiga að beina gremju sinni. Hér á mið-Norðurlandi kynnt- ust menn vinnubrögðum íhalds- ráðherranna í viðreisnarstjórn- inni. Sana, Valbjörk, Laxárvirkj un eru nöfn, sem minna á fyrr verandi stjórnaraðgerðir í fjár málum þekktra fyrirtækja og sýna ljót spor. Svipuð spor sjás' um land allt, og í þeim getu ekkert gróið. Gamla ríkisstjórn- in var jafnvel svo langt leidd a< níðast á gamalmennum og ör yrkjum, ásamt því að marg- svíkja gerða kjarasamninga við vinnandi fólk. „Hæfilegur1 kaup máttur og „hæfileg“ atvinna var hagstjórnartæki íhaldsins í okk- ar landi á dögum viðreisnar, eins og meðal annarra þjóða, sem lúta íhaldsstjórn og eru þjakaðar af auðhyggju og arð- ráni. Þjóðarmetnaður íslend- inga var að lamast, vonleysið hafði haldið innreið sína, en for- ysta þjóðarinnar einblíndi á er- lenda auðhringa, sem hina einu og sönnu úrlausn íslenzkra efna hags- og atvinnumála. Nú er sem innlendir kraftar hafi verið leyst ir úr læðingi. Um land allt er kallað á framfarir, ekki á er lenda stóriðju, heldur á atvinnu tæki. Fólk vill hefja útgerð, bú ■ skap, koma upp innlendum iðm aði, í stað þess að flýja land eðr, að vinna hjá útlendum á inn • lendri grund. Ein af skemmtunum fólks un land allt í vetur hefur verið su að fylgjast með upphlaupun. stjórnaradstöðunnar á Aiþing (Framhald á bls. 6) V! Sigríður Guðmundsdóftir ins í ljósi þess, að senn munu 10 Evrópuráðsríki verða aðiljar að Efnahagsbandalagi Evrópu, en 7 munu standa utan við. Nokkrir ræðumenn töldu, að starfsemi Evrópuráðs hlyti að breytast við stækkun Efnahagsbandalagsins, en allir voru sammála um mikil- vægi Evrópuráðsins eftir sem áður. Ingvar Gíslason, formaður ísl. sendinefndarinnar, tók þátt í umræðum um þetta efni, lýsti m. a. afstöðu íslendinga til sam- vinnu Evrópuþjóða og minriti á, að íslendingar óskuðu ekki eftir inngöngu í Efnahagsbandalagið. Lét Ingvar í ljós þá skoðun, að Evrópuráðið væri nauðsynlegt nú sem jafnan áður sem sam- starfs- og umræðuvettvangur um sam-evrópsk málefni. Hann lauk máli sínu með því að vara við ákafa í áróðrinum fyrir stækkun Efnahagsbandalagsins. Kvað hann aðstæður svo mis- munandi í hinum ýmsu löndum, bæði stjórnmálalegar, menning- arlegar og efnahagslegar, að ekki ætti vi ðað fylgja neinni rétttrúarstefnu í sambandi við það mál. Haustfundir Ráðgjafarþings- ins verða að líkindum haldnir í byrjun októbermánaðar. □ MINNING „TIL góðs vinar liggja gagnveg- ir, þótt hann sé fyrr farinn.“ Leiðin heim í Þríhyrning er öllum kær, þeim er hana þekkja, og þeir eru margir. Hugur minn flýgur heim til þeirra, er þar sitja nú með sökn góða umgengni í heimavist og fyrir hæstu einkunn í íslenzku á unglingaprófi. Við mötuneyti og ræstingu störfuðu 4 stúlkur auk ráðs- konu. Fjórir fastráðnir kennarar eru við skólann og tveir stunda- kennarar. Skólastjóri er Sigurð- ur Aðalgeirsson. Mikil ánægja er í héraðinu með hinn nýja skóla. (Fréttatilkynning) uð í hjarta, þegar hún er horfin, sem prýddi það heimili í rúm sextíu ár. Sigríður Guðmundsdóttir var fædd 12. desember 1908 og lézt 19. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Pálsdóttir, bónda í Þríhyrningi og síðar í Auðbrekku, og Guðmundur Jónsson frá Skriðu í Hörgárdal. Sigríður var því afkomandi hins alþekkta merkismanns Þorláks Hallgrímssonar í Skriðu í báðar ættir. Sigga, eins og hún var oftast kölluð af vinum og ættingjum, var hógvær, hjartahlý og glað- lynd sem og öll hennar systkin, en þau voru Lára húsfreyja á Björgum, Steindór bóndi í Þrí- hyrningi og Páll, sem var elztur, dó í blóma lífsins aðeins rúm- lega þrítugur. Steindór dó og um aldur fram sextíu og eins árs að aldri. Einn bróðirinn, Jón Sigursteinn, andaðist á fyrsta ári. Lára er enn ern og glöð, þót’i veikindi mikil hafi þjáð hana, en eigi ber hún þjáningar sínar og söknuð á borð fyrir aðra. Mjög var kært með þeim systrum, og var Sigríður ávallt reiðubúin ae rétta systur sinni hjálparhöncl og hennar heimili, þegar mes á reið. Til þeirra systkina, sem ég va. svo lánsöm að eignast samleic með, sótti ég ávallt gleði, þrel. og vináttu, og svo munu margir mæla. Þau voru gjöfulir og góð • ir veitendur, sómi sveitar sinna:. og ættar. Sigríður var yndi foreldra sinna og systkina. Ljúf og glöð og sístarfandi eyddi hún ævi • árum sínum í fagurri sveit mec ástvinum sinum og hlynnti a? öllu og öllum, sem hún komst snertingu við. Móður sína stunc. aði hún í erfiðum veikrr.duir. hennar, en hún lézt árið 1929, Eftir það stóð hún fyrir bú föður síns um árabil og síðai bróður síns, þar til hann kvænt ■ ist, og bættist henni þá hjartkær systir, þar sem mágkona hennai' var. Vinátta þeirra var djúp og sterk, enda átti Sigga enga hálf ■ velgju til. Það var mikil han - ingja að eiga hana að vin. Seinni ár ævi sinnar átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en hugrökk og óbuguð stóð húr . til hinztu stundar. Heimilisfólk ■ ið í Þríhyrningi stóð sem einn maður við hlið hennar í erfið- leikunum. Það var örugglega þess mesta gleði að sjá bros fæi ■ ast yfir andlit hennar. Húr. endurgalt allt með návist sinn. , og börnunum á hemilinu va:: hún sem skjöldur og skjól. — Tryggð hennar við æskuheimil- ið var söm og jöfn til hins síð* asta. Ástvinum hennar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og fæ seint fullþakkað að hafa feng ið að deila vináttu Sigríðar með þeim. Þorbjörg Pálsdóttir,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.