Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1972, Blaðsíða 8
■«■ & I- ? C3* I I I ? $ I é t f i ^ Húsmæóraskólancmnar voru í heimsókn hjá K ^A 1 sioustu viku. (Ljósni.: G. P. K.) Aðalfundur sýslunefndar Suður-Þing. \ÐALFUNDUR sýslunefndar S.-Þing. var haldinn í Húsavík dagana 24.—28. apríl sl. Tekjur sýslusjóðsins voru áætlaðar >.052 millj. kr. Tekjur sýsluvega sjóðsins 3.2 millj. kr. Helztu fjárveitingar voru bessar: Til menntamála kr. 1.048 millj. kr., til safnahúsbyggingar kr. 600 þús., til heilbrigðismála '<r. 420 þús., til búnaðarmála kr. 430 þús., til nýbyggingar sýslu- vega kr. 2.150 þús. kr. og til /egaviðhalds kr. 800 þús. Samin var ný fjárskilareglu- aerð fyrir héraðið. í raforkumálum var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: Sýslunefnd Suður-Þingeyinga ekur undir hugmyndir ríkis- stjórnarinnar um endurskipu- j agningu á umráðum, byggingar aðild og samtengingu raforku- vera, og álítur, að þar sé rétt stefnt í höfuðatriðum. Ætti það að geta tryggt hagkvæmari nýt- :ngu ,aukið öryggi í rekstri og ;iafna verð á raforku til neyt- anda, hvar sem þeir eru búsett- ir. Þá telur sýslunefndin vinn- : ng að því, að héraðsstjórn gef- ..st kostur á þátttöku í ákvörð- anum um byggingu og rekstur orkuveitanna. Ennfremur bend- r hún á, að nauðsynlegt er að ■dreifa framkvæmdum um land- : ð til öryggis vegna náttúruham- iara og vegna þeirra fjölbreyttu atvinnuuppbyggingar, sem íylgja kostnaðarsömum fram- -ívæmdum. Kasthvammi á hvítasunnudag. Líklega hef ég aldrei lifað þrjár íyrstu vikurnar af maí svona góðar, en ekki munar miklu nú og 1939. Gróður er hálfum mán- uði til þrem vikum fyn- á ferð en síðastliðin 12 ár. Sauðburður stendur sem hæst hér í dalnum Frá sumarbúðunum að Vestmannsvatni INNRITUN í Sumarbúðirnar hefur staðið yfir að undanförnu. Fullbókað er í 1., 2. og 3. flokk, en ennþá er laust í blandaða flokkinn, sem hefst 17. ágúst. Enginn aldraður hefur sótt um dvöl, og hefur því verið ákveðið að hafa stúlkur eða blandaðan hóp 8—10 ára frá 22. júlí til 2. ágúst. Dvalargjald verður kr. 3.000. Sími 12351 tekur á móti um- sóknum og veitir nánari upp- lýsingar. Varðandi Aðaldalsflugvöll gerði sýslunefndin svohljóðandi ályktun: Sýslunefnd Suður-Þingeyjar- sýslu skorar á Framkvæmda- stofnun ríkisins og ríkisstjórn, að við gerð samgönguáætlunar fyrir Norðurland verði Aðaldals flugvöllur yiðurkenndur, sem einn af aðal flugvöllum landsins og veitt verði nægilegt fjármagn til þess á næstu árum, að lengja flugbraut og leggja á hana var- anlegt slitlag, búa flugvöllinn öryggistækjum og viðeigandi farþegamóttöku, svo að völlur- inn geti þjónað jöfnum höndum, innanlandsflugi, og millilanda- og leiguflugi og tekið á móti þotum af millistærð. Jafnframt vekur sýslunefnd- in athygli á nauðsyn þess, að komið verði upp alþjóðlegum varaflugvelli þar sem geti lent flugvélar af stærstu gerð, sem ryðja sér æ meira til rúms í NÝLEGA hefur áætlun Vatns- veitu Akureyrar, við fram- kvæmdir og vatnslögn frá Vagla eyrum, verið endurskoðuð. Kem ur þar fram, að heildarkostnað- ur er 43.7 millj. kr. Nú þegar hefur 13 millj. króna verið varið til þessara framkvæmda. Áætlað er að verja 23.7 millj. og hefur gengið með afbrigðum vel, einnig með flesta móti tví- lembt. Það hefur sannarlega verið gaman að vera við sauð- burð undanfarna daga. Mér sýnist, að endur séu með fleira móti á Laxá nú í vor, nema minna af straumöndinni. Það verður að banna alla eggja- töku í nokkur ár. Straumandar- eggin eru mjög eftirsótt til út- ungunar erlendis og eru þau keypt háu verði. Straumöndin er eitt af djásnum Laxár og má ekki fækka., Búið er að leigja Laxá frá Gljúfrum og að merkjum Skútu staðahrepps og er leigan 800 þús. krónur fyrir veiðitímabilið. Ef lax hefði verið á þessu svæði hefði áin verið leigð á jafn marg ar milljónir og 100 þúsundin nú. Einn maður skrapp í ána í dag í tvo tíma og veiddi 9 úrvals silunga, hér suður í dalnum. Enga rjúpu hefi ég séð hér niðri í dalnum. G. Tr. G. Atlantshafsfluginu. Það er öll- um ljóst, að ef stefnt er að auk- inni flugumferð um Keflavíkur- flugvöll og aukinni þátttöku ís- lenzkra aðila í alþjóðafluginu, er nauðsynlegt, að næsta stór- átakið, eftir lengingu þverbraut- ar á Keflavíkurflugvelli, verði gerð varaflugvallar. í þessu sam bandi bendir sýslunefndin á, að staðsetning alþjóðlegs varaflug- vallar verði að ákveðast af sér- fróðum mönnum, sem taka fyrst og fremst tillit til flugskilyrða og kostnaðar við gerð flugvallar- ins, og ekki hafa blandað sér í deilur milli landshluta um stað- setningu flugvalla. Sýslunefndin leggur á það mikla áherzlu, að þeir innlendir aðilar, sem hafa hagsmuna að gæta í alþjóðaflug inu, hafa eindregið mælt með Aðaldalsflugvelli, bæði vegna góðra flugskilyrða og hve flug- vallargerð er ódýr í Aðaldals- hrauni, og telur, að ekki sé hægt að sniðganga þessi sjónarmið. □ króna til framkvæmdanna á þessu ári, ef fjármagn fæst til þeirra. En samkvæmt fjárhagsáætlun Vatnsveitunnar, sem nú hefur verið lögð fram til fyrstu um- ræðu, þarf að afla 26 millj. kr. að láni, til framkvæmda við að- veituna og til framkvæmda inn- an bæjarins. Bæjarstjórn hefur farið fram á það við ríkisstjórn, að hún heimili 50% álag á vatns skatt vegna þessara kostnaðar- sömu framkvæmda. Nú eru tekj ur Vatnsveitunnar áætlaðar að- eins rúmar 15 millj. kr. Þegar hafa verið keypt vatns- rör frá Reykjalundi og búið að flytja þau á notkunarstað og Vatnsveitan hefur þegar keypt gröfu til að koma þeim í jörð. □ Synpr á Siglufii UM síðastliðin mánaðamót efndi Karlakór Akureyrar til tveggja samsöngva hér í bæ, við frá- bærar undirtektir áheyrenda. Laugardaginn 27. þessa mán- aðar hyggst kórinn syngja í Nýjabíói á Siglufirði kl. 4 síðd. og í Tjarnarborg, Ólafsfirði sama dag kl. 9 síðd. Söngskrá er s úsama o gá tónleikunum á Akureyri, en á henni eru 12 lög, auk 11 laga syrpu af sænskum lögum af léttara taginu. Æði mörg lög á söngskránni Utlendir kaupa straumandaregg Miklar vatnsveituframkvæmdir SMÁTT & STÓRT FAGUR FISKUR í SJÓ Þeir, sem nú eru aldraðir orðn- ir, niuna þá tið þegar karfanum var mokað í sjóinn á togurun- um, því að ekkert var með þann fisk að gera. Á síldarárunum varð oft vart við kolmunnatorf- ur og þótti liið versta óhapp að fá kolmunna í nótina. Líklegt er, að liér fari eins og með karfann, að kolmunni verði eftirsóttur nytjafiskur, eins og hann hefur raunar verið hjá öðrum þjóðum, svo sem Rússum, og verði hann þá, eins og aðri rnytjafiskar, tal- inn fagur fiskur í sjó. LEITAÐ AÐ KOLMUNNA Nú eru gerðir út leiðangrar til að finna og rannsaka kolmunna. Rannsóknarskipið Árni Friðriks son er að hefja þær rannsóknir og Eldborg frá Hafnarfirði liyggst veiða kolmunna í síldar- nót. Þessi Iitli fiskur, kolmunn- inn, er 30—40 cm. langur, verð- ur feitur á liaustin og er nú einkum athugað að veiða hann til bræðslu. Hins vegar mun hér vera um góðan matarfisk að ræða, að vísu vandmeðfarinn, en eflaust verðmikinn, þar sem markaðir finnast. Markaðsleit og verkunaraðferðir þurfa að lialdast í hendur, við veiðarnar, ef svo fer, sem margir spá, að kolmunnaveiðar verði framtíðar þáttur veiðiskapar í sjó. EITURLYF Því miður er Akureyri ekki lengur laus við eiturlyfjavanda- málið og er fyrsta þess háttar mál nú í rannsókn liér í bænum. En tugir mála vegna eiturlyfja- sölu og neyzlu hafa komið til kasta lögreglu og dómsvalds í liöfuðborginni og nágrenni henn ar, svo sem blöð og útvarp hafa hermt. Nú er hver og einn grun aður um meðferð eiturlyfja tek- inn og yfirheyrður, sem rétt er og skylt. Hins vegar má barátt- an við áfengið ekki falla þar í skuggann og einblína eingöngu á eiturlyfin. Það er lítið sam- ræmi í því, að horfa fram hjá áfengisnotkun 100 ungmenna á einum dansleik og látast ekki sjá, en beina allri athygli að hassi. NÝIR BÍLAR Á þessum vordögum kaupa; margir nýja og dýra híla, fyrir sparifé og lánsfé. Þeir eiga að veita eigendum sínum yndi í sumar og miklu lengur, auk þeirra bíla, seni gegna þýðingar- meiri hlutverkum. Og svo er lagt út á vegina í vorblíðunni. Ryk liinna þurru moldar- og malarvega þyrlast upp, bíllinn heggur á grjóti og í holum, og jafnvel í fyrstu ökuferðinni heyrir ökumaðurinn ný og óæskileg hljóð í farartækinu, sem byggt er fyrir sæmilega vegi en ekki íslenzka vegi. Mörg orð eru látin falla um vegagerð- armenn og vegaviðhald, en það er lítið gagn að því. En mættú bíleigendur samt sem áður gera þá kröfu til vegagerðarinnar, að hún sjái betur um vegaviðhald- ið en undanfarin ár. VÍKURSKARÐ Um helgina var farið yfir Víkur skarð á jeppa og þurfti ekki að setja framdrifið á, svo þurrt var þar og gott yfirferðar, miðað við vegleysu þó, því að þarna hefur aldrei verið lagður vegur. Víkur skarð er 200 metrum lægra yfir sjó en núverandi vegur yfir Vaðlaheiði . Vaðlaheiðarvegur hefur verið bannaður nema jeppum. En tug- ir, ef ekki hundruð bíla, aðrir en jeppar fara þar daglega ura, Annað livort ætti að sjá um, að bannið hefði gildi eða að upp- hefja það. STRÓKUR UPP AF HVERRI EYJU Á hvítasunnudag stóðu strókar miklir upp af eyjum í Mývatni. Sumir héldu að þar væri kvikn- að í, svo tnikill var mökkurinn. En ekki var þarna eldur, heldur mýflugur. Hefur ekki annað eins sézt um fjölda ára. Menn leiða getum að því, að-hin mikla mergð flugna standi í sambandi við það, að vatnsborð Mývatns var lækkað. Silungurinn í vatn- inu er feitur og góður, sem jafn- an þegar mikið er uin fluguna. Stangaveiði í Laxá, bæði í Mý- vatnssveit og norðar, þ. e. í Lax- árdal norður að virkjun, á að hefjast í júníbyrjun og er talið Iíklegt, að þar verði góð veiði. Frá lögreglunni UM helgina var bifreið skilin eftir við Fnjóskárbrú. Litlu síð- ar var af henni stolið toppgrind og úr henni segulbandstæki. Segulbandið er nú komið í leit- irnar, að því er lögreglan tjáði blaðinu á þriðjudaginn og búin er liún einnig að hafa upp á toppgrindinni, en hún hafði ver- ið falin á víðavangi. Ungur mað- ur frá Akureyri mun valdur að þessum verknaði. Á föstudaginn varð það slys á §i cg Ólafsfirði hafa sjaldan eða aldrei verið flutt áður af hérlendum karla- kórum og má þar meðal annars nefna lög eftir Sigursvein D. Kristinsson, Kódaly, Caspar Ottmayr, Siegfried Merath og fleiri. Söngstjóri Karlakórs Akur- eyrar er Jón Hlöðver Áskelsson og undirleikari Áskell Jónsson. Einsöngvarar eru þau Helga Alfreðsdóttir og Hermann Stef- ánsson. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Q Akureyri, að Ásmundur Þor- steinsson, Strandgötu 29, klemmdist fnilli bílpalls og girð- ingarstólpa og meiddist mikið. Hann liggur í sjúkrahúsi. Á hvítasunnudag var aðkomu bíl síolið af tjaldstæði í bænum. Þar var maður úr öðrum lands- hluta, bráðvanur, að verki og handtók lögreglan manninn, ölvaðan við akstur í bílnum í bænum og færði bak við lás og slá. Barn varð fyrir bíl við Glerár brú á þriðjudaginn. Ekki var slysið talið mjög alvarlegt. Á laugardaginn óskaði Þórólf- ur hreppstjóri Guðnason í Lundi eftir aðstoð lögreglu- manna á Akureyri, vegna ung- menna í Vaglaskógi. Voru þá hundruð manna komin í skóg- inn og ölvun talsvert mikil. Fóru lögreglumenn á staðinn. Fátt gerðist þar tíðinda og ekk- ert stórra, nema að á nokkrum draup blóð úr nösum. Lögreglan hirti bílfarm (um 16 manns) og ók með hópinn til Akureyrar, ýmist útúr drukkin ungmenni eða á annan hátt hjálparvana. Ekki var nein opinber sam- koma í Vaglaskógi þennan dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.