Dagur - 07.06.1972, Page 4

Dagur - 07.06.1972, Page 4
I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. SAMVINNA AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn hinn 5. juhí, að viðstöddum fulltnium af öllu fé- lagssvæðinu, ásamt stjóm og fram- kvæmdastjóra og margra gesta. Þessi samtök sex þúsund samvinnumanna við Eyjafjörð með meginaðsetur á Akureyri, er stærsta viðskiptafyrír- tæki á Norðurlandi, fjölþætt í verzl- un, þjónustu og framleiðslu og skilar nú hagfelldasta rekstraruppgjöri um langt árabil. Afköst rekstursins mæld í fyrningum og ágóða eru meirL en dæmi eru til, segir í skýrslu stjórnar. Ástæðan fyrir hinni góðu niðurstöðu er að sjálfsögðu sú helzt, að veruleg sölu- og framleiðsluaukning varð í flestum verzlunardeildum og fyrir- tækjum, sem nemur meira en fimrnt- ungi miðað við næsta ár á undan, enda komst nú heildarveltan upp fyrir tvo milljarða króna. I>etta f jöl- þætta og stærsta fyrirtæki fóksins hér nyrðra, sem byggt er á bjart- sýni á mátt samvinnu og samhjálpar, hefur notið farsællar forystu frá upp- hafi. Hallgrímur Kristinsson, Vil- hjálmur Þór og Jakob Frímannsson fyrrverandi kaupfélagsstjórar voru engir miðlungsmenn í starfi. Eyfirzk- ir samvinnumenn hafa einnig staðið fast saman um kaupfélag sitt, og þess ber þá einnig að geta, að samvínna samvinnumanna í sveitum og höfuð- stað Norðurlands hefur jafnan verið með ágætum og án togstreitu og tor- tryggni. Síðast en ekki sízt ber svo að þakka starfsfólki KEA fyrr og síðar fyrir dyggilega unnin störf. En fast- ráðið starfsfólk er hátt á sjötta huúdr að talsins og launagreiðslur til þess og lausráðins fólks voru á síðasta ári 230 milljónir króna, að meðtöldum launagreiðslum á Dalvík og í Hrísey. Að sjálfsögðu krefjast nýir tíöiar nýrra viðhorfa í vinnubrögðum og menntun starfsfólks, og fer nú fram sérstök athugun á þeirn málum inn- an samtakanna. í sveit og bæ munu samvinnu- menn gleðjast yfir hagstæðu ári í verzlun og viðskiptum félags síns, þakka þeim manni mikil störf, er í áratugi stjórnaði Kaupfélagi Eyfirð- inga af festu og hagsýni, Jakobi Frí- mannssyni, og á þessum aðalfundi skipaði sæti fundarstjóra, og fagna um leið nýjum forystumanni, Val Arnþórssyni kaupfélagsstjóra. Um leið er holt að minnast þess, að sam- vinnustarfið er þrotlaust, vettvangur þess víðfeðmur, og að enn og ætíð verður samvinna og samhjálp aðals- merki hinnar vökulu alþýðu í borg og sveit, og baráttutæki til bættra lífskjara. □ 'Nökkrir fulltrúar á aðalfundi kaupfélagsins. (Ljósm.: E. D.) Eilf bezta viSskipiaár K. E. A. 1971 (Framhald af blaðsíðu 1) og flökunarvélar o. fl. í írysti- hú^iti á Dalvík og í Hrísey, nýtt ketilBús við Kjötiðnaðarstöðina, nýbyggingin Hafnarstræti 95, .stórgripaslóturhúsið, húsakaup- in við Glerórgötu, og bygging þar til viðbótar, svo að nokkuð sé nefnt. Af fyrirhuguðum fjárfesting- arframkvæmdum á þessu ári má nefna: Framhald á framkvæmd- um í Hafnarstræti 95, ný skó- deild, sem þegar hefur tekið til starfa, haldið áfram byggingum Sjafnar við Glerárgötu, byggt við frystihús félagsins á Dalvík, endurbætur gerðar á sláturhúsi þar og væntanlega hafist handa um nýja aðstöðu fyrir fóðurvöru verzlunina. Valur Arnþórsson, sem nú flutti skýrslu um rekstur og hag KEA í fyrsta sinn, sem nýr kaup félagsstjóri, þakkaði viðskipta- vinum og starfsfólki ánægjulegt og árangursríkt samstarf ó liðnu ári og jafnframt gat hann þess, að nú yrði „þunnur þrettánd- inn“ hvað snerti veitingar, vegna verkfalls matreiðslu- manna. Síðan rakti hann stærstu drætti í verzlun og við- skiptum, sagði, að ýmsar vöru- söludeildir hefðu aukið sölu sína um 23% og iðnfyrirtæki og verksmiðjur svipað, þjónustu- fyrirtæki um 18% og umboðs- söluvara hefði aukizt um 28%. Afurðasölur félagsins hefðu auk izt um tæp 20% og framleiðsla hlutafélaga og fyrirtækja um nálega jafn mikið. Heildarvelta Kaupfélags Ey- firðinga og fyrirtækja þess hef- ur að meðaltali aukizt um 22% í samanburði við árið 1970 og varð _þetta reiknisár, eða árið 1971, tímamótaár í sögu félags, ins, því að heildarvelta félagsins ög fyrirtækja þess fór í fyrsta sinn yfir 2 milljarða króna, eða nám 2.225.673.000.00 krónum. Og enn sagði kaupfélagsstjór- inn, að sala landbúnaðarvara hefði gengið vel, smjörbirgðir minnkað og bændur fengið kr. 16.25 fyrir mjólkurlítrann, að meðtöldum sjóðagjöldum. Og enn benti kaupfélagsstjórinn á það með rökum, að vöruverð í Kaupfélagi Eyfirðinga er hag- stætt fyrir hina mörgu viðskipta vini, og að vörurýrnun í hinum ýmsu deildum svonefnds vöru- reiknings (nokkrar helztu sölu- deildir) hefði verið nær útrýmt, væri aðeins 0.32%. í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra segir svo um end anlega niðurstöðu m. a., að rekstur ársins 1971 hafi afkastað nær 62 milljónum króna. Aðal- fundurinn samþykkti að af inn- stæðu ágóðareiknings í árslok 1971 úthlutist og leggist í stofn- sjóð félagsmanna 4% af ágóða- skyldri úttekt þeirra, að við- bættri fóðurbætisúttekt, en 6% af úttekt þeirra í lyfjabúð félags ins. Formaður félagsins, Brynjólf- ur Sveinsson, sem átti að ganga úr stjórn baðst undan endur- kosningu. í stjórn félagsins til þriggja ára voru kosnir Hjörtur E. Þórarinsson bóndi, Tjörn og Sigurður Óli Brynjólfsson kenn ari, Akureyri. Tveir varamenn í stjórn til þriggja ára voru kosn ir Jón Hjálmarsson bóndi, Vill- ingadal og Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri, Akureyri. Endurskoðendur voru kosnir Ármann Helgason kennari, Ak- ureyri og Guðmundur Eiðsson bóndi, Þúfnavöllum. Varaendur skoðandi var kosinn Ármann Dalmannsson fyrrv. skógarvörð ur, Akureyri. f stjóm Menningarsjóðs var kosinn Árni Kristjánsson amts- bókárvörður, og varamenn í stjórn sjóðsins voru kosin Hólm fríður Jónsdóttir menntaskóla- kennari og Hjörtur E. Þórarins- son bóndi. Að fundi loknum kom stjórn- in saman og skipti með sér verk um. Formaður var kosinn Hjört ur E. Þórarinsson bóndi, Tjörn, en varaformaður Sigurður Óli Brynjólfsson kennari, Akureyri. Samþykkt var á fundinum eftir áskorun frá samvinnufólki á Siglufirði að opna þar á staðn- um verzlunarútibú frá félaginu, með það fyrir augum, að stofnuð yrði deild úr Kaupfélagi Eyfirð- inga á Siglufirði'eftir tvö ár. Um jslenzka vesðlinga rr „SJÁLFSBLEKKINGIN tröll- ríður öllu, er snertir áfengi og meðferð þess. Munurinn á drykkju og ofdrykkju, munur- inn á neyzlu áfengis og drykkju skap felst í árvekni og aðgæzlu. En sú aðgæzla þarf að vera svo margþætt, í svo mörgum mynd- um, á svo mörgum tónum, að hér rúmast skilgreining hennar ekki, — enda kann ég hana ekki til hlítar. Ég fer ekki út í þá sálma að sinni, — bækur dygðu ekki, — bækur og leiðsögn kannski.“ Þannig kemst Steinar Guð- mundsson að orði á bl. 13 í bækl ingi sínum („íslenzkir vesaling- ar“) um áfengisvandamál þjóð- arinnar. Ég mæli eindregið með lestri bæklingsins, hann er stutt ur (48 bls.), kjarnyrtur og fljót- lesinn, ef maður lætur ekki prentvillur og málvillur fara í taugarnar á sér. Sjóndaprir, illa læsir og menn í tímahraki geta sleppt seinni hlutanum án þess að missa af miklu; mér finnst honum bezt lýst sem skemmti- lega orðuðu röfli í skammardúr með sannleikskornum hér og þar, svo ég gerist það djarfur að líkja eftir stílbrögðum bæklings höfundar. >ú ert maður óragur, Steinar, og ræðst vígreifur að geðlækn- um okkar. Ekki er laust við, að hreysti þín sé aðdáunarverð, a. m. k. er reitt myndarlega til höggs, og vonum nú, að þetta verði aðeins byrjunin á opinni umræðu um áfengisvandamálin, er leitt gæti til nýrra hug- mynda, nýrra aðferða, nýrrar sóknar á landinu öllu. Svo finnst mér þú megir láta um stund af vorkunnsemi þinni og snúa þér að því að lýsa nánar erlendu vinnubrögðunum góðu. Við, lesendur þínir, bíðum spenntir eftir gagnlegum ráðum og upplýsingum. Þú nefnir „slysavarnastöðvar ofdrykkju- manna“ og „The Andrew Dun- can Unit“ í Edinborg. Vildirðu vera svo vænn að gera grein fyrir þessum fyrirbrigðum á opinberum vettvangi, svo að al- menningur geti kynnt sér og dæmt um ágæti þeirra? Að lokum nokkur orð um önn ur fíkniefni: Auðvitað þarf að gera mun á áhrifum hassins og annarra fíkniefna. Hass er í dag talið hættuminna en t. d. LSD og morfínbasi. Og þótt fullvax- inn, sjálfráður einstaklingur vilji prófa á sjálfum sér eitur- áhrif hasss (ef.) „til að skerpa sjálfsskilninginn“, er ekki ástæða til að ganga af göflunum þess vegna. Óskum þeim frekar til hamingju með merkan áfanga, er svo langt hafa náð í hagnýtri sjálfsblekkingu. Aðrir prófa þessi áhrif eins og nýjan rekkjunaut eða nýja tegund á matvælamarkaðinum og enn aðrir til að komast hjá óvinsæld um félaga sinna, er prófað hafa og vilja láta eitt yfir alla ganga, enda sé það þá talið öruggt merki um góðan félagsanda og -þroska. Ástæður og afsakanir eru fjölmargar, en forvitni og hugsunarleysi eða einfeldni e t. v. alltaf með í för sem orsaka- þættir. En maður kemur hins vegar þar, sem fíkniefnaneytendur hafa náð hámarki eða lokastigi misnotkunarinnar, —t. d. ung- menni á tvítugsaldri, sem sprauta sig í æð með morfínbasa 3svar til 4 sinnum á dag, — og sér fram á örvæntingu og von- leysi þeirra, sem reynt hafa allt, bókstaflega talað allt, sem í mannlegu valdi stendur, til hjálpar, verður maður óneitan- lega fyrir vissum áhrifum. Þannig var t. d. ástatt í Kaup- NÆSTKOMANDI fimmtudags- kvöld leikur hinn heimsþekkti gítarleikari John Williams í Sjálfstæðishúsinu á vegum Tón- listarfélags Akureyrar. Tónleik- arnir fara fram kl. 21, og eru fyrstu tónleikar John Williams á íslandi, en hann leikur tveim- ur dögum síðar á vegum Lista- hátíðar í Reykjavík, og þykja tónleikar ha'ns þar meðal þess bezta sem þar gefur að heyra. Mikillar fjölbreytni gætir í efnis skránni en þar ber sérstaklega að nefna verkið sem tónskáldið Stephen Dodgson tileinkaði Williams. Aðgöngumiðasala er í bókabúðinni Huld. John Williams fæddist í Ástralíu árið 1941. Hann byrjaði að leika á gítar sjö ára gamall undir handleiðslu föður síns. Þegar fjölskyldan fluttist til Lundúna árið 1952, kynntist hann spænska gítarsnillingnum Segovia, sótti tíma til hans og samkvæmt meðmælum hans hlaut Williams fimm ára styrk við Accademia Musicale Chigi- ana di Siena á ítalíu. Fyrstu opinberu tónleika sína hélt John Willióms í Wigmore Hall árið 1958. Þá skrifaði Segovia: „Gítarinn hefur eign- azt prins í tónlistarheiminum.“ Þar með hófst frægðarferillinn með tónleikum í París og Madrid 1960. í Bandaríkjunum hefur hann leikið inn á hljóm- plötur nær öll helztu gítarverk- in, þ. á. m. alla gítarkonserta. Auglýsing frá Rammagerðinni Gránu- félagsgötu 4 Akureyri. Rammagefðin er flutt. Afgreiðsla fyrst um sinn í Gránuíélagsgötu 4, (Verzlunarmannafélags- húsinu) kl. 15—18 alla virka daga nema laugar- daga. O . Verð fjarverandi næstu 2 mánuði. Staðgengill, Árni Þórsson, læknir yerður á stofu minni, Skipagötu 18. Viðtalstími er sömu daga og áður kl. 15,00 til ’ 16;ÖÖ. Símaviðtalstími kl. 14,30 til 15,00. Sírni á stofu 1-13-89. Sími heima 1-11-47. Eiríkur Sveinsson, læknir. g fleira mannahöfn í vetur, að eina nýja úrræðið, sem til framkvæmda kom, var, að „staðir götuungl- inga“ fengu útbúnað með dauð- hreinsuðum sprautum og nálum á snyrtiherbergin, svo að ungl- ingarnir smituðu síðan hver annan af sjúkdómum, er berast á milli við notkun óhreinna nála og sprauta. Allir vissu þó, að neyzla fíkniefna er stranglega bönnuð á „stöðum götuungl- inga,“ sem eru kostaðir af al- mannafé, og má af þessu ráða í hvert óefni er komið í „höfuð- borg Norðurlanda.“. Reynum að fyrirbyggja slíkt hér á landi. Eflum tollgæzlu og löggæzlu. Herðum eftirlit með atvinnusmyglurum. Það kostar fé, — ekki síður en rekstur varnarstríðs gegn Bakkusi, — en „prevention is better than cure“; Það er betra að fyrir- byggja sjúkdóma en lækna þá. Reykhúsum, 28. maí 1972. Brynjólfur Ingvarsson. - Aðalfundur ÚA (Framhald af blaðsíðu 8) krónu tap, Svalbakur með 1148 þús. kr. hagnað, Harðbakur með 1674 þús. kr. hagnað, Sléttbakur með 900 þús. kr. tap, hraðfrysti- húsið kom út með 5.397.000.00 kr. hagnað, skreiðarverkunin kom út með 371 þús. kr. hagnað og saltfiskverkunin með 332 þús. kr. hagnað. Vinnulaunin sl. ár voru: Til landfólks 54.8 millj. krónur og til sjómanna 52.9 millj. kr., sam- tals rúmar 107 milljónir króna. Á sjónum starfa 140 manns og í landi um 200. Stjórn félagsins skipa nú: Jakob Frímannsson, Steindór Jónsson, Tryggvi Helgason, Kristján P. Guðmundsson og Sigurður Óli Brynjólfsson. □ Óskat fltii .sumardvöl á góðu sveitaheimili fyrir 10 ára dreng. Meðgjöf í boði. Uppl. í síma 2-16-23 og á vinnumiðlunarski ifstof- unni s-ími 1-11-16. Tjl sölu Volksvagen ’65. Einnig hnakkur lítið notaður og Rafha elda- •vél í góðu lagi. Uppl. í síma 1-29-63. Volksvagen 1300 árgerð ’68 til sölu. Uppl. í síma 2-11-05 frá kl. 7—8 á kvöldin. Til sölu Moskvitch fólksbifreið árg. 1959. Aguar Þórisson, Hjalteyri. A—'4227. Ford Zepliyr 4, til sölu í gúðu lagi. Upplýsingar hjá Bílasölu Norðuílands. Til sölu Taunvis 12m árg. ’63. Nýskoðaður. Uppl. í síma 2-17-88 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Opel Record ’55 (sélzt til niðurriís) og Opel Record árg. ’64 til sölu á sama stað. Uppl. í síma 1-24-05. TIL SÖLU Einbýlishús á Ytri-Brekk- unni. Einbýlishús við Odd- eyrargötu. Einbýlisihús í innbæn- urn. Tvíbýlishús við Gránu- félagsgötu. O O 5 herbergja sérhæð við Ásveg. 5 herbergja sérhæð við Ránargötu. 3ja herbergja íbúð í fitnmbýlishúsi í Glerár- hverfi. 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Glerár- hverli. 2ja og 4ra herbergja íbúðir í innbænum. FASTEIGNASALAN FURUVÖLLUM 3 SÍMI (96) 1-12-58. INGVAR GÍSLASON, HD LÖGMAÐUR. TRYGGVI PÁLSSON SÖLUSTJÓRI. OPIÐ 9 F. H. — 7 S. D. Til sölu tvenn karlmanns jakkaföt og frakki. Nýleg no. 50. Selzt ódýrt. Uppl. í síma 1-15-38 eftir kl. 17. Barnavagn til sölu. Uppl. í síma 2-14-31. Bamakerra til sölu. Uppl. í síma 2-17-57 á kvöldin. DÖMUBUXUR stærðir 48-50-52. Köflóttir UNG- LINGAJAKKAR að koma. Amaro DÖMUDEILD SÍMI 1-28-32. 13 til 15 ára stúlka óskast í vist frá >M. 8—2 alla virka daga. Uppl. í síma 2-16-44. Stúlka með stúdentspróf óskar eftir sumaratvinnu Margt kemur til greina. Tilboð leggist inn á af- greiðslu Dags fyrir 15. júní mérkt sumaratvinna. Vön skrifstofustúlka ósk- ast til Vegagerðar ríkis- ins í sumarafleysingar. Umsóknir sendist í póst- hólf 38, Akureyri. Tvær stúlkiur á 16. ári óska eftir vinnu, barn- gæsla kæmi til greina. Uppl. í síma 1-19-37. ATVINNA: Mann vanan sveitastörf- um vantar á heimili í Eyjafirði yfir júní mán- uð. Uppl. í síma 1-18-94 fyrir hádegi á daginn og eftir kl. 9 á kvöldin. Ráðskona óskast. Ráðskona óskast í sveit, má hafa börn. Einnig kæmi til greina að ráða hjón. Uppl. í síma 2-10-26 eftir kl. 18. Hý sending DRAGTIR með pilsum, BUXNADRAGTIR. TERYLENEKÁPUR verð, frá kr. 2.3S0., stærðir 38-48. STAKAR BUXUR stærðir 34-40. BLÚSSUR, húfur, hattar, slæður, hanzkar og regnhlífar. Höfum einnig KJÓLA STUTTA OG SÍÐA í öllum venjuleguin stærðum. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Bifreiðarstöð Öddeyrar h. f. vantar starfsfótk til Upplýsingar um starfið verða veittar á B. S. O. n.k. fimmtudagskvöld og föstudagskvöld kl. 20.30 til 22. Knatfspyrnuæfingar K. Á. veraða haldnar í sumar á þriðjudögum og íöstu- dögum sem hér segir. 5. fl. kl. 5—6 (KA völlur). 6. fl. kl. 6—7 (KA völlur) 4. fl. kl. 6,30—7,30 (Sanavöllur). 3. fl. kl. 7,30—8,30. (Sanavöllur). Ibúð - Tilboð Tilboð óskast í mjög glæsilega íbúð í 5 íbúða húsi við Þórunnrstræti, teppalögð með góðum skápum, Tilboð sendist Fasteignasölunni h. f., sem gefur allar nánari upplýsingar. Tilboð þurfa að berast fyrir 13. júnírn, k...... Áskilinn er réttuf til að taka livaða itilboði sem er eðá hafna öllum. Fasteignasalan h. f., Glerárgötu 20. SÍMI 2-18-78. - OPIÐ KL. 17-19. 13 til 14 ára telpa óskast til að gæta 3ja bama frá kl. 5 til 10 á 'kvöldin alla virka daga. Uppl. í síma 1-29-45. í hestamennsku hefst um miðjan júní fyrir böm og unglinga. Þátttökugjald kr. 1000.00. Námskeið í siglingum hefst 19. júní við Höpfnersbryggju. Kennari Stefán Tryggvason. Innritun í námskeiðin em á skrifstofu æskulýðs- ráðs Hafnarstræti 100 sími 1-27-22. ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR. TIL SÖLU. Til sölu er stór Westing- haus ísskápur. Uppl. í síma 1-16-11 í eftir kl. 7 á kvöldin. I BRYNJOLFUR SVEINSSON HF. í SUMARLEYFIÐ | Tjöld, svefnpokar, vindsængur, bak- ‘pokar, Gastæki, [pottasett, tjaldhús- !gögn, gúmmíbátar. i SÓLBEDDARNIR EETIRSPURÐU. VEIÐITÆKI f ÚRVALI. PÓSTSENDUM.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.