Dagur - 07.06.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1972, Blaðsíða 1
Hér eru kaupfélagsmenn á leið til kaupfélagsfundarins, fyrstur formaður félagsstjórnar og þá hver af öðrum. (Ljósm.: E. D.) Eitt bezta viðskiptaár hjá KEfl, 1971 AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey firðinga hófst árdegis á mánu- daginn og lauk þann dag. — Þetta stærsta viðskipta- og fram leiðslufélag sex þúsund sam- vinnumanna skilaði arði og góð- um afskriftum á liðnu ári — var eitt hagfelldasta rekstursár um langt árabil. Aðalfundurinn, sem haldinn var í Samkomuhúsinu, var mjög vel sóttur og voru flestir kjörn- ir fulltrúar hinna mörgu félags- deilda á kaupfélagssvæðinu mættir í fundarbyrjun. En sam- tals voru þeir 197. Þá var þar að sjálfsögðu stjórn KEA, fram- kvæmdastjóri, endurskoðendur, ýmsir starfsmenn og gestir, svo að samkomusalurinn var full- skipaður að heita mátti. Brynjólfur Sveinsson, stjórn- arformaður KEA, setti aðalfund inn, bauð fulltrúa og aðra vel- komna, gerði síðan grein fyrir fulltrúum og minntist einnig lát inna félaga og starfsmanna. Risu fundarmenn úr sætum í virðing arskyni við þá. Jakob Frímannsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, var kjör- inn fundarstjóri, og kaus hann sér síðan Stefán Halldórsson að- stoðarfundarstjóra. Ritarar voru kjörnir Árni Bjarnarson og Jón- mundur Zophoníasson. Stjórnarformaður tók aftur til máls og rakti í stórum dráttum skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra, sem að öðru leyti er birt í Félagstíðindum KEA, er fulltrúar fengu í hend- ur í upphafi fundarins. En meðal þeirra atriða í skýrslunni má nefna fram- kvæmdastjóraskiptin hjá Kaup- félagi Eyfirðinga og einnig hjá Útibúi KEA á Dalvík. Af starfi lét Jakob Frímannsson en Val- ur Arnþórsson tók við kaup- félagsstjórastarfi frá síðasta aðal fundi að telja. Af starfi á Dalvík lét Baldvin Jóhannsson en við starfi útibússtjóra tók Kristján Olafsson. Nýtt stórgripaslátur- hús var tekið í notkun á Akur- eyri 17. ágúst sl. Stjórn KEA samþykkti í ágúst að ábyrgjast að hálfu á móti Dalvíkurhreppi víxillán fyrir allt að 8% kaup- verðs nýs skuttogara fyrir Út- HINN 17. júní verður haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og undanfarin ár. Aðalhátíðahöldin fara fram á íþróttasvæðinu og við Ráðhústorg. Lúðrasveitin leikur á Ráðhús- gerðarfélag Dalvíkur. KEA keypti ásamt SÍS húseign í Glerárgötu 28 fyrir starfsemi Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Þá Valur Arnþórsson. 17. júní torgi frá kl. 1.30. Þá er ávarp Fjallkonunnar og síðan helgi- stund. Síðan er skrúðganga út á íþróttasvæðið. Þar eru þessi atriði helzt: Ræða dagsins, Barði Friðriksson lögfræðingur úr Reykjavík, ræða nýstúdents, fimleikar og íþróttir. En síðast en ekki sízt verður flugsýning og fallhlífastökk. Sviffluga lend- ir, lítil vélfluga sýnir og tveir fallhlífastökkmenn úr Reykja- vík sýna í fyrsta skipti á Akur- eyri. Klukkan 5 er barnaskemmtun á Ráðhústorgi. Sýna leikarar úr L. A. þátt úr „Dýrunum í Hálsa skógi“. Síðan er dansað við und- irleik „Hunangs“. Um kvöldið eru aðalatriðin þessi: Lúðrasveitin leikur, Karla kór Akureyrar syngur, söngtríó- ið landsþekkta „Þrjú á palli“ syngur, hinir frægu leikarar Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja gamanþátt. Síð ast verður dans stiginn við und- irleik hljómsveitarinnar Hun- angs. Eru þetta helztu atriði dag- skrárinnar, en að þessu sinni sér Knattspyrnufélag Akureyr- ar um hátíðahölain. MÁLVERKASÝNING Á AKUREYRI Á laugardaginn opnar ungur niálari frá Akranesi sýningu í Lands- banknsalnum á Akureyri. Hann lieitir Hjálmar Þorsteinsson og er hér niynd af honum við eitt málverka sinna. Á sýningunni verða 25 vatnslitamyndir og 20 olíumálverk. samþykkti stjórn KEA að fá vél ar til Mjólkursamlagsins til fernupökkunar á mjólk, en stefnt verði að því að leggja flöskurnar niður. Hinn umfangsmikli rekstur Kaupfélags Eyfirðinga kallafr á gífurlega fjárfestingu, ekki sízt vegna þess, að margar starfs- deildir hafa náð mikilli veltu- aukningu á umliðnum árum og þurfa því aukið húsrými og tæki, auk þess sem húsakostur þarf sífelldrar endurnýjunar með. Heildarfjárfesting KEA árið 1971 varð 59.8 milljónir króna. Meðal þeirra eru frysti- (Framhald á blaðsíðu 4) Bezfu ræðarar kvenna frá Kjöfiðnaðarsföðinni S J ÓM ANNAD AGURINN er víða mikill hátíðisdagur en reisn hans er ekki slík, sem vera ætti, og áður var. Hér á Akureyri lék Lúðra- sveit Akureyrar undir stjórn Roars Kvam tónlistarkennara, skemmtileg lög við Torfunefs- bryggju. En síðan fór fram'kápp róður og hafði þá safnazt mann- fjöldi þangað til að heyra lúðra- ^blástur og sjá róður karla og kvenna. Sex sveitir kvenna keppju og varð sveit KjötiðnaðarstÖðvar- innar hlutskörpust en næst konur frá Fataverksmiðjunni Heklu. Átta voru sveitir karla og varð þeirra hlutskörpust sveit Vatnsveitunnar. Veðmál voru hin líflegustu. Ágóði, ef einliver hefur orðið, rann til Elliheimilis Akureyrar. Leó Sigurðsson og kona hans gáfu sjómannadeginum 50 þús. krónur til minningar um þá, er fórust með Súlunni 1963. Dansleikir voru á tveim stöð- um á vegum sjómannadagsráðs- ins hér í bæ, en formaður ráðs- ins er Björn Baldvinsson hafnar vörður. Heiðraðir voru Þorsteinn Sig- urbjörnsson matsveinn frá Fagrabæ og Bergur Sveinsson vélstjóri í Hraðfrystihúsi Ú. A. Veður var gott, norðan and- vari, þurrt en fremur kalt. Poll- urinn var kolmórauður vegna úrhellisrigningar og vatnavaxta daginn áður. (Samkvæmt upplýsingum Björns Baldvinssonar). Q Háflðahöld og sprengiefni AKUREYRINGAR, sem söfnuð- ust saman á og við Torfunefs- bryggju á sunnudaginn, til að fylgjast með kappróðri og heyra lúðrablástur, vissu ekki, að þeir voru á hættusvæði. Á Torfunefsbryggju voru hundrað tunnur af mjög hættu- legu og eldfimu efni, sem notað er til iðnaðar. Af tilviljun las slökkviliðsmaður áletrun á einni tunnunni og sá þá, að hér var um stórhættulegt „sprengiefni“ að ræða. Slökkviliðsstjóri og hafnarvörður létu þá loka bryggjunni og var þar vörður þar til efnið var fjarlægt á mánu daginn. Þess má geta að nokkur skip lágu við bryggjuna og þar voru áður járniðnaðarmenn búnir að vinna með sín logsuðutæki, en var auðvitað stranglega bannað, eftir að uppvíst varð um hætt- una. Atvik sem þetta getur fengið hárin til að rísa á höfði manns, og menn spyrja: Hver ber ábyrgð á athæfi sem þessu? Q Norðurlandaferð F.F.N.E. hefst á morgun, fimmtudag, og brottfarar- tími er kl. 2.15. Farþegar mæti kl. 1.30. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.