Dagur - 07.06.1972, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1972, Blaðsíða 6
6 FRÁ AKUREYRARKIRKJU. Messað verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 530 — 201 — 137 — 315 — 326. — B. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 á sunnudaginn. Sálmar: 4 — 131 — 137 — 136 — 97. Bílferð úr Glerárhverfi kl. 1.30. — P. S. SJÓNARHÆÐ. Almennar sam- komur falla niður í sumar. MÓT Votta Jehóva mun hefjast föstudaginn 9. júní kl. 19.45 í Samkomuhúsinu, Hafnar- stræti 57. Dagskráin verður fróðleg, þar sem margir taka þátt í henni. Laugardaginn 10. júní um kvöldið verður einnig margt á dagskránni, og sunnudaginn 11. júní kl, 15.00 flytur, Kjell Geelnard fyrir- lestur, sem er nefndur: „Get- ur þú lifað að eilífu? Munt þú gera það?“ Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. UNDIRBÚNINGUR að stofnun félags áhugamanna um mynd list verður haldin að Varð- borg miðvikudaginn 7. júní kl. 9 e .h. Allt áhugafólk vel- komið. RAKARASTOFAN í Strand- götu 6 verður lokuð á laugar- dögum í júní, júlí og ágúst. AÐALFUNDUR Bókmennta- klúbbs Akureyrar. Fundar- dagur: Fimmtudagurinn 8. júní kl. 8.30 e. h. Fundarstað- ur: Amtsbókasafhshúsið. AÐALFUNDUR söngfélagsins Gígjunnar verður haldinn í kirkjukapellunni fimmtudag- inn 8. júní kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. ÁHEIT á Strandarkirkju kr. 300 frá G. G. — Hið íslenzka Biblíufélag kr. 1.000 frá Kr. R. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. SJÁ auglýsingu frá Skákfélagi. Akureyrar á öðrum stað í blaðinu. DAVÍÐSHÚS, Bjarkarstígur 6, verður opið í sumar frá og með sunnudeginum 11. júní alla daga nema mánudaga, kl. 5—7 e. h. Sími húsvarðar 1-14-97. SIGURHÆÐIR — Matthíasar- hús, verður opið í sumar frá ; og með sunnudeginum 11. júní alla daga nema mánu- daga, kl. 2—4 e. h. KVENFÉLAG Akureyrarkirkju efnir til skemmtiferðar n. k. laugardag 10. júní. Farin verð- ur hringferð í Eyjafjörð og kaffi drukkið að Hólavatni. Lagt verður af stað frá bif- reiðastæði við Kaupvangs- stræti kl. 1.30. Þátttökutil- kynning óskast fyrir fimmtu- dagskvöld til eftirtalinna: Frú Sólveigar Ásgeirsdóttur, sími 11648, frú Rósu Garðarsdótt- ur, sími 12210, frú Patrieiu Jónsson, sími 12406 og frú Guðrúnar Kristjánsdóttur, sími 11750. FERMIN G ARBÖRN Akureyri athugið! Mótið á Freyvangi er á fimmtudag 8. júní. Lagt verðúr af stað frá Akureyrar- '■ kirkju kl. 9.30 ‘f. h. (Sjá til- kynningu um mótið í seinasta tölublaði Dags). Áríðandi er, að þeir, sem hafa skrifað sig á lista, en ekki geta mætt, til- kynni forföll. — Sóknar- prestar. BRÚÐHJÓN. Hinn 13. maí sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Þórhalli Höskuldssyni á Möðruvöllum, ungfrú Ólöf Konráðsdóttir og Halldór Árnason, Sauðárkróki. FILMAN, ljósmyndastofa. TRÚLOFUN. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Helga Theo dórsdóttir, Tjarnarlandi, Eyja firði og Guðmundur Logi Lár- usson, Goðabyggð 10, Akur- eyri. 2—3 herbergja íbúð ósk- ast til leign frá og með 1. j.úJí. UppL í síma 1-12-51. Oska eítir að taka 1—2 herbergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-17-43 eftir kl. 8 á kvöldin. 3ja herbergja íbúð til sölu. Ennfremur ísskáp' ur og eldhúsborð. Uppl. í Víðilundi 18C á kvöldin. Herbergi óskast til leigu. Uppl. í síma 2-13-32 milli kl. 1 og 3. Til sölu er tveggja herb. íbúð í Strandgötu 3.9, neðstju hæð, getur verið láus ura íniðjan mánuð- inn. - Uppl.'eftír kl. 6 á kvöldin. Ung hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 1-23-45 milli kl. 20 og 22. Til sölu 4ra herbergja íbúð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Uppl. í síma 1-15-47. íbúð óskast til leigu. Húshjalp ketntir til greina. (Tvennt í lreim- ili). Uppl. í síma 2-12-68. TIMBUR Vill einhver, senr er að hefja byggingu gera til- boð í timbrið, senr er 1 j/2x4 um 60 stk., borð og plankar. Ebenharð, Hamragerði 4, Akureyri. Sem nýtt sófasett til sölu með góðum skilmálum. Sími 1-22-26. Saumavél til sölu, Singer. Uppl. í Glerárgötu 18, uppi. Til sölu nýlegur Peggy barnavagn, eldavél og stór fataskápur. Uppl. í síma 1-20-33. Ný rúskinnsskápa til sölu nr. 40. (lítið nr.). Einnig hvítir skór nr. 38, selzt ódýrt. Uppl. í síma 117-02. Nýlegt skrifborð og skrifborðsstóll til sölu. UppL í síma 1-14-79. Dual ka 20, sem nýtt, (sambyggt útvarp og plötuspilari) til sölu. Verð ca. 50.000.00. Uppl. í síma 1-20-27 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Barnavagn til sölu. Uppl. í síma 1-12-51. Dúkkuhús óskast til kaups. Vinsamlega hringið í síma 1-27-52. Trillubátur IV2—2 tonna til sölu. Uppl. í síma 1-13-02 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Viljum kaiupa góða dráttarvél, Massey Fergu- son eða hliðstæða vél. Einnig góða fjölfætlu, (4ra stjörnu). Uppl. í síma .1-28-44 í vinutíma og 1-24-09 á kvöldin. T A P A Ð | . ■ Armband tapaðist annan dag hyítasunnu í Borgar- bíó merkt María. Vinsamlegast skilist í Oddeyrargötu 24, (að austan). Skákfélðg Akureyrar heldur almenan félagsfund fimmtudaginn 8. júní kl. 20,30 að Bifreiðastöðinni Stefnir. FUNDAREFNI: Skemmtiferð félagsins í sumar og eru þeir sem áhuga liafa á henni sérstaklega hvattir til að mæta. STJÓRNIN, Mót Votta Jehóva hefst föstudaginn 9. júní kl. 19,45 í Samkomuhús- inu Akureýri, Opinberi fyrirlesturinn „Hefur þú lifað að ei- lífu? — Munt þú gera það? verður sunnudaginn 11. júní kl. 15.00. Ræðumaðúr er Kjell Seelnard. Ókeypis aðgangur — Allir velkomnir. Frá I. F. A. Starf uppmælingamanns hjá Trésmíðafélagi Ak- ureyrar er laust til umsóknar. Umsóknum ásamt launakröfum sé skilað á skrif- stofu félagsins að Hafnarstræti 107 fyrir 15. þ. m. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem ep eða hafna öllum. Upplýsingar veittar á skrifstofunni kl. 10,30 til 12 sími 1-28-90. STJÓRN T. F. A. Frá lónskólanusn á Akureyri Innritun nýnema í fyrsta bekk fer fram á skrif- stoiiu skólans. laugardaginn 10. júní n. k. kl. 1—3 síðdegis. Jafnframt verður kannað hvort þörf er á að starfrækja á næstunni námskeið í íslenzku, dönsku, cnsku og reikningi fyrir 18 ára og eldri, sem skortii: iniðskólapróf en hyggja á iðnnám. Akureyri 7. júní 1972 SKÓLASTJÓRI. Vanur skrifstofumaður óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 1-28-50. Olíufélagið Skeljungur h. f. Hjalteyrargötu 8, Akureyri. Móðir okkar STEFANÍA PÉTURSDÓTTIR Strandgötu 29, Akureyri lézt að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. maí s. 1. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. júní kl. 1,30. Dætur hinnar látnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.