Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 1
ÞRiFUR ALLT Dagur LV. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 13. júlí 1972 — 35. tölublað Nægilegt heiti vatn er í Hrísey Hrísey 12. jiilí. Lokið er jarð- borun og hitavatnsleit, sem hófst hér í Hrísey á síðasta hausti og átti raunar að ljúka um áramótin. Borað var 103 metra og rennsli er með dæl- ingu 14—16 sekúndulítrar. Vatn þetta, sem virðist mjög hreint, er nú 68 stiga heitt. Nægir það til að hita upp öll hús á eynni og raunar miklu meira og er þetta sem fundið fé, þótt dýrt sé að leggja nýja hitaveitu. Kostn- aðaráætlun þar um frá fyrra ári var 10 millj. kr. fyrirtæki. Hald- ið verður áfram að undirbúa framkvæmd hitaveitunnar, hvort sem þær geta hafizt á þessu ári eða því næsta. Borstaðurinn er örskammt frá sjó, norðan við Saltnes. En þar kom áður upp heitt vatn í flæð- armáli. Verður því að dæla vatn inu upp. Handfærafiskur er nú sæmi- legur og allir bátar á handfæri. En á föstudagskvöldið má byrja með snurvoðina og fara ein- hverjir bátar þá með hana. Snæfellið er að landa hér 40 lestum. Atvinna er ágæt eins og er. S. F. Myndina af ferðafólkinu og nýja sæluhúsinu tók Jón Jóhannesson. Nýtt sæluliús í Krepputungu Húsavík, 27. júní'1972. EINS og áður liefur koinið fram, sameinuðust 3 ferðafélög í fyrrasumar um byggingu sælu húss í Krepputungu eða í nánd við Kverkfjöll, en það voru Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Ferðafélag Húsavíkur og Ferða- félag Vopnafjarðar. Nú um sl. helgi var unnið við að fullgera GEFIN hafa verið út bráða- birgðalög um efnahagsmál. Vill ríkisstjórnin tryggja verkafólki óbreyttan kaupmátt launa, svo og kaupgjaldsvísitöluna óbreytta til næstu áramóta. Meginefni hinna nýju laga er eftirfarandi: 1. Fram til 31. desember 1972 verða ekki leyfðar neinar verð- hækkanir á vöru og þjónustu, sem háð er verðlagsákvæðum, nema því aðeins að allir við- staddir nefndarmenn verðlags- ráðs greiði þeim atkvæði. í þessu felst, að á þessu tímabili fengjust yfirleitt ekki samþykkt ar verðhækkanir vegna þeirra launahækkana, sem urðu 1. júní sl. umfram það, sem þegar hefur verið samþykkt. 2. Fjölskyldubætur verða greiddar með 37.5% álagi frá 1. júlí til ársloka 1972, þannig að bæturnar hækka á ársgrund- velli úr kr. 8.000 í kr. 10.900 á hvert barn. Tekur þessi breyt- VILHJÁLMUR ÞÓR LÁTINN VILHJÁLMUR ÞÓR andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík í fyrri- nótt, þá nýlega heim kominn frá útlöndum. En hann hafði um nokkurt skeið verið sjúkur maður. Vilhjálmur var Eyfirðingur, fæddur 1. sept. 1899. Foreldrar hans voru Þórarinn Jónas Jónas son bóndi á Æsustöðum og kona hans, Ólöf Margrét Þorsteins- dóttir Thorlacius. Með foreldr- um sínum flutti hann til Akur- eyrar 1904. Sendisveinn varð hann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1912 og litlu síðar fastráðinn starfsmaður. En framkvæmda- stjóri félagsins varð hann 24 ára gamall, en lét af því starfi árið 1940. Fyrsti ríkisstjórnarfulltrúi í Vesturheimi, verzlunarerind- reki í New York varð hann 1939, bankastjóri Landsbankans 1940, utanríkis- og atvinnumálaráð- herra varð hann svo 1942—1944 og forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga var hann 1946 til 1954, en aðalbankastjóri Seðlabankans 1957. Kosinn var hann í aðalstjórn Alþjóðabank- ans árið 1964. Þetta eru stærstu drættirnir á litríkri og frábærri atorkuævi Vilhjálms Þórs, sem hér verður ekki rakin frekar að þessu sinni. En íslendingar og þó alveg sér- staklega Eyfirðingar og Akur- eyringar, munu lengi minnast þessa manns, . sem eins hins mikilhæfasta í sveit beztu for- ystumanna sinna fyrr og síðar. ing gildi 1. júlí og gildir til ára- móta. Mun þetta kosta ríkissjóð um 105 milljónir króna á árinu. 3. Ríkisstjórnin mun auka nið urgreiðslur vöruverðs sem svar- ar 1V2 stigi í kaupgreiðsluvísi- tölu. Þetta þýðir lækkun á mat- vælalið framfærsluvísitölunnar um 4.5 stig og mun kosta ríkis- sjóð um 115 milljónir króna. Verður einkum um að ræða nið- urgreiðslu á mjólk og kjöti frá og með gildistöku laganna. 4. Samingum um verðlags- grundvöll búvara, sem koma átti til framkvæmda 1. septem- ber n. k., er frestað til áramóta. Framreikningur gildandi verð- lagsgrundvallar skal fara eftir þeim reglum og venjum, sem gilda þar um. 5. Til þess að standa straum af útgjöldum vegna ráðstafana þessara, heimila þráðabirgðalög in, að ríkisstjórnin lækki út- gjöld ríkisins allt að 400 milljón- ir króna. Gildir þessi heimild um alla fjárlagaliði, þ. á. m. þá fjárlagaliði, sem bundnir eru í öðrum lögum. Hins vegar verð- ur ekki um að ræða nýja tekju- öflun með nýjum álögum til (Framhald á blaðsíðu 2) húsið. Var gengið frá innrétt- ingum og þak o. fl. málað. Á sunnudag var húsið síðan vígt prestlegri vígslu, sem sr. Björn H. Jónsson á Húsavík framkvæmdi. Húsið hlaut nafn- ið ,,Sigurðarskáli“ til minningar um Sigurð heitinn Egilsson frá Laxamýri, er lengi var formað- ur Ferðafélags Húsavíkur. Milli 70 og 80 mans voru viðstaddir vígsluna. Húsið er hið vandaðasta að frágangi. Á neðri hæð eru svefn kojur fyrir 26 manns, en á lofti geta a. m. k. 30 manns sofið. Yfirsmiður var Völundur Jó- hannesson, Egilsstöðum. Sigurðarskáli stendur í um 900 m. hæð undir Virkisfelli en skammt norðan Kverkjökuls. Vígsla skálans fór fram sunnu daginn 25. júní. Þorm. J. Fjoigisn 1,27% ÍSLENDINGAR voru nákvæm- lega 207.174 þann 1. desember sl. samkvæmt endanlegum töl- um frá Hagstofu íslands. Karlar voru 2.280 fleiri en konur, en þó voru konur 1.846 fleiri í Reykja- vík en karlar. í Reykjavík voru íbúar alls 82.892 og næstur kom Kópavog- ur með 11.218. Loðmundarfjarð- arhreppur var sem fyrr fámenn asti hreppur landsins, því þar er aðeins 1 íbúi. Fjölgun á árinu 1971 varð 1,27% miðað við aðeins 0,56% fjölgun árið áður. 0 FRA LOGREGLUNNIA AKUREYRI 1f-rilhjálmur Þór, fyrrverandi ráðherra. Á SUNNUDAGINN valt bíll frá Austurlandi út af véginum við Þelamerkurskóla. Ætlaði öku- maðurinn að aka fram fyrir tvö farartæki, sem á undan voru, en lenti þá í lausamör með fyrr- greindum afleiðingum. Fólk slapp ómeitt en bíllinn skemmd ist mikið. Talsvert harður árekstur varð norðan í Moldhaugahálsi sl. föstudag. Ein kona úr hvorum bíl var flutt í sjúkrahús og ligg- ur önnur þeirra þar ennþá sjúk. Nokkrum erfiðleikum í um- ferð valda hraðbrautarfram- kvæmdir hér innanvert við bæ- inn. En nú er þeim að verða lokið, og eftir tvo daga eða svo vænta menn þess, að hraðbraut- in nýja frá Höphner að flugvall- arafleggjara verði opnuð til um ferðar og greiðist þá væntanlega mjög úr allri umferð í bænum innanverðum. Q TANNVERNDARSYNING DAGANA 12.—16. júlí verður opin tannverndarsýning í Gagn fræðaskólahúsinu á Akureyri. Sýningin „Tönnin“ var fengin leigð frá sænska Rikismuseet í Stokkhólmi og var sýnd í Reykjavík í sambandi við Nor- ræna tannlæknaþingið. Tann- verndarnefnd Tannlæknafélags- ins hefur nú, samkvæmt ósk bæjarstjórnar Akureyrar, kom- ið sýningunni upp í Gagnfræða- skólanum, þar sem hún verður opin almenningi milli kl. 14—22. Sýningin er mjög fróðleg, getur ótvírætt komið almenn- ingi að mjög miklu gagni. Enn- fremur verða sýndar tvær fræðslukvikmyndir, sem hafa ýmislegt fróðlegt til síns ágætis. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.