Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT Hinni nýju Boeing' 727 þotu Flugfélags íslands gerið nafn við komuna til Reykjavíkur. Margrét Jolin- son sagði: „GULLFAXI skalt þú heita. Heill og liamingja fylgi þér, áliöfn þinni og farþegum, hvert sem leiðirnar kunna að liggja.“ Á myndinni eru: Birgir Kjaran formaður Flugfélags íslands (t. v.), Vlargrét Johnson og Orn O. Johnson. ÍSLENZKT ÞOTUFLUG 5 ÁRA !HINN 1. júlí voru fimm ár síðan "slendingar gengu inn í þotu- oldina. Þann dag fór hin nýja 3oeing 727 þóta Flugfélags ís- ar.ds, sem við heimkomuna rokkrum dögum áður hlaut rafnið „GULLFAXI", fyrstu aætlunarferðirnar til Kaup- :nannahafnar og London. IVIeð þessum fyrstu ferðum . GULLFAXA" breyttu íslenzk 'lugmál um svip. Flugfélag fs- ’ adns bauð nú farþegum sínum pað bezta fáanlegt í farþega- lugi, og stóð þar jafnfætis stærri erlendum flugfélögum. Islendingar höfðu tekið þotu- æknina í þjónustu sína. F ugtíminn milli Kaupmanna- lafnar og Keflavíkur þennan yrsta þotuflugdag var tæplega 2% klukkustund. Fyrrum tók ferðin rúmar 11 stundir. Áætl- jnarflug milli landa hóf Flug- elag íslands vorið 1946. Kaup flugfélags Islands á . yrstu þotunni átti sér nokkurn iðdraganda og margslungnar ithuganir og rannsóknir á því hvaða tegund þota hentaði félag inu bezt fóru fram. Um margar gerðir þota var að ræða og sér- stök rannsóknarnefnd innan fé- lagsins, sem naut einnig tækni- legrar aðstoðar erlendra sér- fræðinga, starfaði um skeið. Sex gerðir þota komu til álita. Niður stöður urðu hins vegar þær, að Boeing 727 þotan hentaði bezt á flugleiðum félagsins, og í kaup á slíkri þotu var ráðist. Áður en þotuflug Flugfélags íslands hófst 1. júlí 1967 fór fram víðtækur undirbúningur innan félagsins, því hér var um mikla breytingu að ræða. Tekið var á móti þessum nýja farkosti með viðhöfn á Reykja- (Framhald á blaðsíðu 4) 600 KG. Á HEKTARA f DANMÖRKU er talið, að í góðu ræktarlandi séu ána maðkar á aðra milljón og um 600 kg. samanlagt. Þeir taka þyngd sína af fæðu á dag og skila nálega jafnmiklu, hálf- meltu. Þeir eta bæði mold og jurtaleifar og veita lofti um jarð ,veginn, flýta fyrir rotnun og eru hin mestu þarfaþing í rækt- unarlegu tilliti. Víða eru hinir stóru ánamaðkar ræktaðir, bæði í vermireitum og vermihúsum, og á því mun einnig byrjað hér á landi. ÓNÆÐISSAMT Sífellt berast kvartanir yfir margskonar ónæði um nætur, jafnvel við þær götur bæjarins, sem kallaðar eru fáfarnar. Sum- ir eru svefnstyggir og þola illa að vakna, því að þá sofna þeir ekki aftur fyrr en seint og um síðir. Aðrir eru veikir og þurfa næði. Til er það, en þó fremur sjaldgæft, að bílstjórar liggja á flautunni til að gera vart við sig að næturlagi. Skellinöðrur þjóta um, hljóðdunkslausar og stund- um margar saman. Þá blandast stundum saman vein kvenna, öskur karla og breim katta. Fólki, sem hringir til blaðsins þeirra erinda að biðja um birt- ingu skammarpistla, er vísað á yfirvöldin. VESTMANNAEYINGAR FYRSTIR Hér á landi urðu Vestmanna- eyingar fyrstir til að fluorblanda neyzluvatn sitt og ber þeim heið ur fyrir það framtak sitt. Hér á .Nvtt aðalskipulag af Akureyri Einbýlishús er draumurinn. Einn af mörgum mikilvægum þáttum, sem ráða vexti og við- gangi þéttbýliskjarna, er skipu- lag byggðarinnar. Veltur því á miklu að það sé vel unnið og við það haldið af nokkurri festu, svo að menn geti af öryggi reist mannvirki með tilliti til væntanlegrar þróunar, en þurfi ekki að eiga yfir höfði sér alla þá óvissu, sem skipulagsleysi fylgir. VANN 48 MINKA Ytri-Nýpum 11. júlí. Hér hefur eiið rigningartíð, en sam- ívæmt fréttum hefur úrkoma jó verið meiri á ýmsum öðrum stöðum. Hér er sláttur víðast aafinn og er spretta góð og purrkflæsur öðru hverju. F rétt frá landlnmaðar- r áðunejtiíiu ^ANDBÚNAÐARRÁÐHERRA lefur skipað Magnús B. Jóns- ' son, licenciat, skólastjóra við Bændaskólann á Hvanneyri, frá I. september 1972 að telja. Umsóknarfrestur um stöðuna : ann út 1. júní sl. og voru um- sækjendur sjö talsins. Auk Magnúsar sóttu þessir um stöð- una: Agnar Guðjónsson, ráðu- jiautur, Gunnar Bjarnason, kennari, Jóhann Eiríksson, ráðu nautur, Jón Viðar Jónmunds- son, sérfræðingur, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, sérfræðingur og dr. Stefán Aðalsteinsson, deild- arstjóri. Landbúnaðarráðuneytið, < 4. júlí 1972. Þetta lítur vel út, og nú sprettur gras á fyrri kalblettum, sem áður voru aðeins vaxnar arfa. Anton Guðmundsson á Búa- stöðum í Vopnafirði hefur í vor unnið 40 minka hér í sveit og um eina helgina náði hann til viðbótar 8 minkum á Hólsfjöll- um. í fyrra vann hann 60 minka. Af þessu er auðséð, að mikið er til af þessum dýrum. Anton hef- ur tvo góða veiðihunda. Minkur sást í hólma einum í Selá á dögunum. Er það varp- hólmi. Anton kom fljótt á vett- vang með veiðihunda sína, sem drápu minkinn og annan litlu neðar við ána. Þokkalegur fiskafli hefur ver- ið hjá Vopnafjarðarbátum nú að undanförnu, jafnvel rétt utan .. við kauptúnið á Kolbeinstanga og þar hafa trillubátarnir verið að fá hann. Fremur treg veiði er ennþá í Selá, svo sem oftast er þangað til verulega tekur að líða á júlí- mánuð. í fyrra fengust 237 lax- ar úr ánni neðan við laxastig- ann, en að minnsta kösti 80 ofan við stigarm. Þ. Þ. Hér á Akureyri hafa nokkrir höfuðþættir skipulagsstarfsins verið vanræktir um alllangt skeið. Má segja að ekkert aðal- skipulag hafi verið gert síðan fyrir 1930. Á því hafa þó verið gerðar ýmsar breytingar og við það prjónað til að leysa brýnan vanda og nýjar þarfir. Oft hefir þó skort heildaryfirsýn við þess ar ákvarðanir og þess vegna hafa ýmiss mistök verið gerð og á vissan hátt dregið úr vaxtar- hraða bæjarins. Nú um nokkurt skeið hafa smærri og jafnvel stærri iðnrekendur átt í erfið- leikum með að fá lóðir undir geymslur og verkstæði og drátt- ur á ýmsum öðrum skipulags- ákvörðunum hefir dregið úr framkvæmdum. Vonir standa þó til að þessi mál komist í betra horf áður en langt um líður, vegna þess að nú um nær tveggja ára skeið hefir verið unnið að nýju aðal- skipulagi Akureyrar og á það að duga fyrir næstu 20 ár eða svo. Síðar eða eftir því sem þörf krefur, verður svo unnið að útfærslu þess í smáatriðum (deiliskipulagt). Mjög mikilsvert er að.þekk- ing á „innri gerð“ bæjarins og þróunarmöguleikum hans liggi fyrir við gerð slíks aðalskipu- lags og þess gætt að tekið sé nægilegt tillit til veðurfars og annarra staðhátta, sem hér liljóta að vera talsvert öðruvísi en í flestum löndum öðrum og jafnvel allmikið frábrugðnir því sem er á Suðurlandi. Er því mikilsvert að ungir skipulagsfræðingar leggi sig fram um að hafa heimamenn „með í ráðum“ ef það mætti verða til þess að þeim yrði ljós vandamál og aðstæður, sem þeir þekkja ekki annars staðar frá. Auk þess verða þeir að hafa í huga að þeir eru að starfa fyrir aðra, en ekki nema að litlu leyti fyrir sjálfan sig. Þeirra hlutverk er að nokkru leyti í því fólgið að nota mennt- un sína til að fella óskir íbúanna og bæjaryfirvalda í sem hag- kvæmastan og skemmtilegastan ramma. Gestur Ólafsson arkitekt, sem hefir aðalumsjón með þessu skipulagsstarfi í samráði við skipulag'snefnd bæjarins og Skipulag ríkisins, hefir lagt tals- vert ríka áherzlu á „að hafa sam ráð við“ heimamenn og jafn- (Framhald á blaðsíðu 4) ÞANN 3. júlí lauk umsóknar- fresti um stöðu Þjóðleikhús- stjóra. Umsækjendur eru sex: Halldór Karlsson háskólastúd- ent, Halldór Þorsteinsson bóka- vörður, Jón Þórarinsson dag- skrárstjóri, Sigmundur Örn Arn grímsson leikari, Sigurður A. Mag'nússon ritstjóri og Sveinn Einarsson leikhússtjóri. □ Akureyri stendur svo á, að tæki færið til að feta í fótspor eyjar- skeggja syðra, hefur borizt upp í hendur Akureyringa, sem nú eru byrjaðir á að leggja nýja vatnsveitu frá Hörgáreyrum til Akureyrar. SKEMMDAR TENNUR Dagur birti nýlega tölur urn tannskemmdir Akureyringa, samkvæmt rannsóknum á skóla fólki. Tugir þúsunda skemmdra tanna fólks á öllum aldri, tann- pínan illræmda og hin ómældu peningaútlát á tannlækninga- stofum eru staðreyndir, sém eng inn dregur í efa. Ef unnt er að minnka tannskemmdir um 50% með fluorblöndun vatns, er til nokkurs að vinna til framtíðar- lieilla fyrir hina yngstu og þá óbornu. FLUORBLANDAÐ VATN Þar sem náttúran liefúr verið svo örlát að gefa fólki drykkjar- vatn, sem inniheldur ofurlítið af fluor, eru tannskenundir langt- um minni. Þetta er löngu vitað og því hefur verið Jíkt eftir þessu. ágæta. vatni með íblönd- un. Yfir 50 milljónir manna í Bandaríkjunum, eða um fjórði hver íbúi, nýtur nú fluorbland- aðs vatns og fer ört/f jöjgandi. BUÐUTVEIM KVENFÉLÖGUM HINN 19. þ. m. varð frú Laufey Þorleifsdóttir húsfreyja-í Hrafn staðakoti 70 ára. í tilefni af þeim tímamótum efndu þau Hrafn- staðakotshjón, Magnús Jónsson og Laufey, til fjölmenns mann- fagnaðar í Víkurröst á Dalvík, buðu þau þangað öllum félags- konum tveggja kvenfélaga, þ. e. úr Svarfaðardal og Dalvík, ásamt eiginmönnum sínum, auk margra fleiri gesta, stóð gleði (Framhald á blaðsíðu 2) Norræna húsið STJÓRN Norræna hússins hef- ur á fundum sínum 4.—5. júlí 1972 fjallað um ráðningu nýs forstjóra Norræna hússins. Um- sækjendúr voru 23 frá öllum Norðurlöndunum. Stjórnin réði forstjóra til fjögurra ára mag- ister Maj-Britt Imnand.er, Stokk hólmi. Maj-Britt Imnander er 37 ára gömul og er deildarstjóri við bókaforlagið LT í Stokk- hólmi. Hún lauk magisterprófi frá Uppsalaháskóla árið, 1960 í landafræði, norrænum málum og bókmenntasögu. Hún stund- aði nám í íslenzku við Háskóla íslands 1963-—1964 og tók þátt í námskeiði í íslenzku fyrir norræna stúdenta sumarið 1959. Forstjórinn tekur við starfi sínu hinn 9. október n. k., en fram til þess tíma gegnir frú Else Mia Sigurðsson bókavörður áfram starfi íorstjóra. Q í GÆR kom um hundrað manna hópur Vestur-íslendinga til Reykjavíkur. Eru þeir frá ýms- um borgum og bæjum á Kyrra- hafsströndinni, en flestir frá Vancouver í Kanada. Hér í landi mun hópurinn dveljast fram í ágústmánuð og ferðast mikið um. Koma 50 þeirra til Norðui’lands 20. júlí og ferðast um Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð. Hér á Akureyri verða þeir laugardaginn 22. júlí og skoða bæinn, söfnin og koma í kirkjuna, þar sem sóknarprest- naar á feri urinn, séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup, ávarpar hina Vest ur-íslenzku gesti og segir sögu kirkjunnar. Akureyrarbær býð- ur til hádegisverðar í Skíða- hótelinu og fleira verður gert hér til að auka ánægju ferða- fólksins. Nánar verður sagt frá heim- sóknum í næsta blaði. Þeir, sem óska eftir frekari upplýsingum um heimsóknina, geta snúið sér til einhvers úr stjórn Þjóðræknisfélagsins hér í bæ. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.