Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 2
Frá Mennfaskólanum á ísafirði ÖÐRU starfsári Menntaskólans á ísafirði lauk fimmtudaginn 1. júní sl. Alls stunduðu 75 nem- endur nám í skólanum á sl. skólaári, í 1. og 2. bekk mennta- skóla. 73 nemendur gengu undir próf, og stóðust allir utan 2, en 2 eiga ólokið prófum. í ræðu skólameistara kom fram m. a., að næsta haust verð- ur tekin í notkun ný heimavist, er hýsir um 50 utanbæjarnam- endur. Heimavistin er að því leyti með nýju sniði, að nem- endur munu búa þar í smáum einingum, 6, 12 og 18 manna og er hver eining út af fyrir sig, með eigin setustofu og eldhúsi. Gert er ráð fyrir um 50 nýj- um nemendum næsta haust og verður nemendafjöldinn þá orð- inn milli 120 og 130 talsins. Námstilhögun er á þá leið, að upp úr 1. bekk greinast nem- endur í tvö megin kjörsvið: fé- lagsfræðikjörsvið og raungreina kjörsvið, en það síðarnefnda greinist milli eðlisfræði- og náttúrufræðilínu. Samkvæmt framkvæmdaáætl- un skólans áttu í vor að hefjast byggingarframkvæmdir við II. áfanga, þ. e. mötuneyti og við- bótarheimavistarrými. ísafirði, 1. júní 1972. Skólameistari. - VERÐSTÖÐVUN TIL NÆSTU ÁRAMÓTA (Framhald af blaðsíðu 1) þess að standa undir ráðstöfun- um. 6. Til áramóta skal verðlags- uppbót vera sú hin sama og nú, 17 stig, en reynist reiknuð kaup greiðsluvísitala 1. september og 1. desember hærri en 19Y2 stig, skal einnig bætt það, sem um- fram er. Um bráðabirgðalögin sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráð herra á blaðamannafundi: „Bráðabirgðalög þessi eru sett til þess að freista þess að stöðva þá þróun víxlhækkana verðlags og kaupgjalds, sem nú virðist blasa við, ef ekkert verður að gert. Eins og kunnugt er hækk- aði kaupgreiðsluvísitalan og þar með verðlagsuppbót á laun um nær 8 stig (úr 109.3 í 117.0) hinn 1. júní sl. Samkvæmt síðustu áætlunum Hagstofu íslands má búast við, að kaupgreiðsluvísi- talan myndi að öllu óbreyttu 'hækka um 5.5 til 6 stig hinn 1. september n. k. Þær kostnaðar- breytingar, sem þessu fylgja, yrðu útflutningsatvinnuvegun- um þungar í skauti, enda benda áætlanir til þess, að afkoma sjávarútvegsins standi í járnum þegar við núverandi kostnaðar- lag (K-vísitala = 117) án þess að tillit sé tekið til þeirrar afla- minnkunar frá fyrra ári, sem nú /irðist líklegust. Auk þess myndu slíkar breytingar launa án efa kalla fram frekari verð- hækkunarkröfur hjá þeim at- /innugreinum, sem eiga sér einkum markað innanlands; og þar með héldi áfram sá varhuga verði vixlgangur verðbólgunn- ar, sem fyrr eða síðar hlyti að grafa undan afkomu atvinnu- veganna, valda vaxandi halla í viðskiptum þjóðarinnar út á við og tefla atvinnuöryggi og þar með frambúðarhagsmunum al- mennings í tvísýnu. Ríkisstjórnin hefur að undan- förnu rætt leiðir til lausnar þessa gamalkunna og marg- slungna vandá og hefur í því sambandi tekið upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins, enda er ljóst, að án samráðs og samvinnu við þá er vart hægt að búast við árangri. Ör vöxtur tekna og eftirspurn ar hefur einkennt þróun efna- hagsmála undanfarin misseri og á síðustu mánuoum hefur gætt mikils þrýstings á allt verðlag og framleiðslukostnað. Hér flétt ast margt saman: ört vaxandi eftirspurn heima fyrir í kjölfar mikilla grunnkauphækkana í árslok 1971, gengishækkanir helztu viðskiptalanda okkar í Evrópu, skattabreytingar o. fl. Öll þessi atriði hníga til verð- hækkunar, sem svo magnast í núgildandi kerfi vísitölubinding ar kaupgjalds. Hér er um flókið samhengi að ræða og mikil þörf á að kanna allar aðstæður og horfur svo rækilega sem frekast er kostur, ef leita á varanlegri úrræða en til þessa hafa fund- izt. Af þessum sökum þótti ríkis stjórninni rétt að grípa íil tíma- bundinna efnahagsráðstafana meðan á ítarlegri könnun vand- ans stæði. Hugmyndir þær um bráðabirgðaráðstafanir, sem hér fá ákveðið form í bráðabirgða- lögum, höfðu áður verið kynnt- ar samtökum laurþega, bænda og vinnuveitenda.“ Q Verð FJARVERANDI til 25. júlí. KURT SONNENFELD, tannlæknir. PÓSTHÓLF 246 . SÍMI (96)21300 . AKUREYRI Ný sending KÁPUR - DRAGTIR og SLÆÐUR. Höfum fallega SUMARKJÓLA - verðið mjög hagstætt. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Hafnarstræti 94. Tannverndarsýning TANNLÆKNAFÉLÁGS ÍSLANDS verður í Gagnfræðaskólanum næstu daga. Sýningin hefst miðvikud. 12. júlí kl. 14. Opin daglega frá kl. 14—22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 16. júlí. Fræðslukvikmyndir sýndar daglega kl. 17 og 21. TANNLÆKNAFÉLAG ÍSLANDS. Lágvöxnu og fyllu DAHLÍURNAR tilbún- ar til afgreiðslu. Pantan- ir sóttar sem fyrst. Gísli Guðmarin, Hamragerði 11. BARNAVAGN með stólkerru til söltt á kr. 5.000.00. Uppl. í síma 1-23-20. RENNIBEKKUR! L í t i 11 j á rn renn ibek k u r til SÖlll. Járnsmiðjan Mjölnir s.f., sími 1-27-10. Sem nýr RÚSKINNS- JAKKI til sölu, stærð 42-44. Uppl. í síma 1-25-14. KARTÖFLUR, út 1 itsga 11 aðar, gu 11 a uga og helga, fást fyrir lítið verð á Amarlióli. BARNAKOJUR til sölu í Eiðsvallagötu 32, að vestan. Sími 1-24-67. Mjög góður VINNU- SKÚR til sölu í Beykilundi 5. MALLORCAFERÐ! Ef einhver hefur hug á að lara til Maliorca, þá getur hann fengið ferð að verðmæti kr. 20.000. 00 fyrir kr. 16.000.00. Uppl. í síma 1-16-61, eftirkl. 19. Nýlegur BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1-17-49. Þriggja manna TJALD með útskoti til sölu. Sími 1-23-70. Til sölu IIEYBYSSA með 10 ha rafmútor, þriggja fasa. Uppl. gefur Steinþór Stefánsson, sími um Grenivík. BARNAKERRA til sölu. Uppl. í síma 1-24-63. Til sölu FARMALL GUB með sláttuvél. Uppl. gefur Þorsteinn eða Jóhann, Stóra-Dal, sími um Saurbæ. Til sölu HJÓNARÚM með dínu, rúmfatakassi, þvottapottur, taurúlla, bússur o. fl. Uppl. í síma 1-15-85. - Buðu kvenfélíwum vj (Framhald af blaðsíðu R) þessi með mikilli rausn og al- mennri ánægju lengi kvölds. Við þetta tækifæri afhenti frú Laufey kvenfélögunum eitt hundrað þúsund krónur er þau skyldu leggja í Elliheimilissjóð Dalvíkur, kvað Laufey þetta gert til minningar um foreldra sína, þau Þorleif Rögnvaldsson og Jónínu Jónasdóttur. Nýlátinn er hér Valdimar Sig tryggsson afgreiðslumaður, áður hafnarvörður á ísafirði, mætur félagshyggjumaður, og um skeið meðlimur í stjórn Alþýðu- sambands íslands, vinmargur og vammlaus. Heyskaparhorfur eru góðar ef þurrka gerir því grasspretta er þegar næg, og bíða menn þerris með óþreyju. Til sjávarins eru aflabrögð með lélegasta móti svo ekki sé meira sagt. J. H. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 1-11-13. Vi'l leigja fullorðnum hjónum 3ja herbergja ÍBÚÐ. Uppl. í síma 1-13-18. Stúlka óskar eftir HERBERGI sem fyrst, nálægt miðbænum. Uppl. ísíma 1-11-56, milli kl. 7 og 8 e. li. ÍBÚÐ óskast til leigu, 3—4 herbergi. Sími 2-19-88. Óska eftir HERBERGI á leigu sem fyrst. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 2-13-32, milli kl. 13 og 17. ÍBÚÐ óskast til leigu sem fyrst. Má vera í gömlu húsi. Tilboðsend- ist á skrifstofu Dags, merkt „Reglusöm kona“. Stúlka óskar eftir HER- BERGI til leigu frá og með 16. ágúst. Helzt ná- ilægt Heklu. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 2-13-68, eftir kl. 5 á föstudag. Óska eftir HERBERGI sem næst miðbænum. Uppl. í síma 2-19-51, Möðruvöllum, Hörgár- dal. ÁKUREYRÁR Eftirfarandi greinargerðir um aðalskipulagið liggja nú frammi á tæknideild bæjarins, Geislagötu 9: ÞJÓÐFFLAGSKÖNNUN, GRÓDUR OG LANDSLAG, VARÐVFIZLA BYGGINGA o<> FERÐAMÁL. -Þessar greinargerðir verða seldar á kostnaðarverði og cru þeir sem vilja hafa álirif á gerð aðalskipulagsins lwattír til að kynna sér efni þeirra. BÆJARSTJÓRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.