Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 13.07.1972, Blaðsíða 5
4 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sumarferðir FLESTIR munu búnir að átta sig á því, hvert þeir ætla að fara í sumar, sem aðalferð sumarsins. Þar er um margar leiðir að velja og flestar góð- ar ef góða veðrið og gæfan er með. Þakka ber ágæta þætti um þetta efni út gefna og aðra í útvarp flutta. Kunnugir telja, að ferðavenjur breyt ist smám saman. Fyrir nokkrum ár- um kepptust flestir við að komast sem allra lengst á sem skemmstum tíma, nú kjósi margir að fara skemmra og gefa sér meiri tíma til hvers konar skoðunar, og þreyta sig ekki á „þeysireið“ um landið. Bíil, tjald og annar viðlegubúnað- ur er nú í eigu fleiri manna en áður, og hvers vegna ekki að nota hann? Það er að vísu ekki ákjósanlegt fyrir hótelin, að fólk fari þar hjá garði, en þó vel skiljanlegt fjárhagsatriði, einkum þegar veðurguðimir em ferðafólki hliðhollir. En það er einnig önnur breyting á orðin og hún áberandi. Fólk geng- ur nú betur um en áður, á áninga- stöðum, þakka ber árlegum áróðri um betri umgengnishætti við landið og umhverfið. Fyrir fáum árum vitn- aði nálega hvert yfirgefið tjaldstæði á hinum óteljandi fögru stöðum, um sóðaskap ferðafólksins og virðingar- leysi á umhverfinu og sjálfu sér. Land, atað msli, var einkenni slíkra staða. Nú er breyting á orðin og hún bæði umtalsverð og þakkarverð. Von andi þurfum við aldrei að setja þau lög í landi okkar, sem kveða á um ströng sektarákvæði við því að henda bééfsnifsi, t. d. tómum sigarettu- pakka út um bílgluggann. En þau lagaákvæði hafa þótt þörf í sumum öðrum löndum, enda þar liægt að fara dagleiðir án þess að verða var við þessliáttar sóðaskap, sem hér á landi er verið að reyna að uppræta. í sumar verðum við að aka á okkar vanþróuðu vegum og þurfum, eins og farartækin, á mikilli þolgæði að halda. Hæg ferð, styttri dagleiðir, meiri athugun á umhverfinu, tillits- semi við aðra vegfarendur og fyllsta virðing í umgengni við grjót og gróð ur, mun veita mesta ánægju og björt- ustu minningarnar. Auðvitað er vart hægt að koma í veg fyrir, að miður fögur orð falli í garð vegaverkstjóra og ríkisstjórna, þegar bíllinn hljóðar á holóttum vegum. En í von um betri vegi er ástæða til að minnast þess, að í landi okkar eru þó 8.800 kílómetra langir bílvegir, og fslend- ingar leggja meira til vegamála, miðað við fólksfjölda, en flestir aðrir. □ Akureyriiigar sýna myndlist ÞAÐ hefur stundum verið talað um myndauðn í akureyrsku menningarlífi og ekki að ósekju, þó hefur myndlista- mönnum þótt gott að koma hér sem gestir. Og við höfum vitað um nokkra myndlistarmenn hér, t. d. Þorgeir Pálsson, Sig- trygg Júlíusson, Jósep Kristjáns son, Jóhann Ingimarsson og séra Bolla Gústafsson. En nú hafa áhuga- og mynd- listarmenn rekið af sér slyðru- orðið og stofnað með sér félags- HIN síðari af tveim Fokker Friendship skrúfuþotum, sem Flugfélag íslands keypti nýlega af AU Nippon Airways í Japan verður afhent í Osaka þann 8. júlí n. k., tveim dögum fyrr en upphaflega var ákveðið. Flug- vélin mun leggja af stað til ís- lands samdægurs og hafa við- komu í Taipei, Hong-Kong, Bankkok, Calcutta, Bombay, Karachi, Teheran, Istanbul, Munchen, Glasgow og koma til Reykjavíkur hinn 14. júlí. Eins og fram hefur komið í fréttum kemur þessi flugvél úr skoðun og mun því fara í farþegaflug sama dag og hún kernur til skap til framgangs listinni og ber sýningin í Landsbankasaln- um þessa dag'ana vott um frjórri myndsköpun í bænum en nokk- ur hafði grunað. Hér sýna 25 listamenn 66 myndir og vil ég eindregið hvetja bæjarbúa til að sjá þessa ánægjulegu og fjöl- breyttu sýningu, en henni lýkur að kvöldi 15. júlí. Komnir inn úr dyrunum og lítum til vinstri verða fyrir okk- ur myndir eftir Örn Inga Gísla- son og orðið skemmtilegt brýst Reykjavíkur. Þessi skrúfuþota hefir einkennisstafina TF-FIN. Farþegaflug til Norðfjarðar. Vegna aukins flugvélakosts mun Flugfélag íslands taka upp flugferðir milli Reykjavíkur og Norðfjarðar og verður flogið á fimmtudögum. Brottför frá Reykjavík er kl. 9:00 að morgni frá Norðfirði kl. 10:45, komið til Egilsstaða kl. 11:00 og brottför frá Egilsstöðum til Reykjavíkur kl. 11:30. Komutími til Reykja- víkur er kl. 12:45. Reykjavík, 3. júlí 1972. (Fréttatilky nning ) fram ó varirnar, sérkennilegt! En þar sem ég þekki ekki stíl- inn verða þessi orð að nægja. Þorgeir Pálsson stendur alltaf vel fyrir sínu, sem heiðarlegur myndlistarmaður. Jósep Krist- jánsson og Sigtryggur Júlíus- son eru samir við sig. Sigurjón Hauksson er frumlegur, snjall. Birta nr. 15 er athyglisverð. Þor gerður Árnadóttir, nett. Valgarð ur Stefánsson þungur, snjall dul hyggjumaður. Jón Geir Ágústs- son meira skáldskapur en tækni, sem maður bjóst við. Óli G. Jóhannsson rakinn listamað- ur, slær inn. Guðmundur K. Sig urðsson, teiknari. Ragnheiður Valgarðsdóttir, fjölvirki. Dröfn Friðfinnsdóttir, hugmyndaflug. Jón Gíslason og Gísli Guðmann sýna gifsmyndir. Ég lýsi aðdáun minni á báðum. Aðalsteinn Vest mann ætti að leggja frá sér „rúlluna“ og snúa sér eingöngu að pensli! „Guð hjálpi mér.“ Júlíus Jónsson merkilegt nokk, myndin er afbragð og enginn vissi neitt. Við þekkjum öll séra Bolla, hann er afburða teiknari og Jóhann Ingimarsson fer á kostum handverks síns gegnum atomöld. Sýningin vakti mér mikla undrun og gleði. Sjáið þið bara sjálf. Kristján frá Djúpalæk. Friendshipvél F.Í. á koma (Framhald af blaðsíðu 8) framt látið gera ýmsar athug- anir til að afla þekkingar á stað- háttum og skoðunum bæjarbúa. Nú nýverið hafa verið gefnir út fjölritaðar greinargerðir um nokkra þætti þessarar athug- ana: þjóðfélagskönnun, ferða- mál, varðveizlu eldri húsa og um gróður og landslag. Að þess- um athugunum og greinargerð- um hafa allmargir unnið og má nafna auk Gests Olafssonar þá Þorbjörn Broddason félagsfræð ing, Jóhann Sigurjónsson kenn- ara, Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúa, Reyni Vilhjálms son skrúðgarðaarkitekt og Þor- stein Gunnarsson arkitekt. Yms ir aðrir hafa þar einnig að unnið auk þeirra. fjölmörgu manna, sem á óbeinan hátt hafa lagt fram sinn skerf með því að veita svör við fjölþættum spurning- um athugenda. Má nefna að 127 einstaklingar á aldrinum 15—80 ára voru spurðir ýmissa spurn- inga í félagsfræðikönnuninni. Þar kom meðal annars fram að af 124 þátttekendum í þeirri könnun bjuggu 51 í einbýlis- húsi, 53 í tví- eða þríbýlishúsi, (Framhald af blaðsíðu 8) víkurflugvelli. Meðal þeirra, er fögnuðu komu þotunnar og þess um stóra áfanga í flugmálum ís- lendinga voru þáverandi forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, ráðherrar, fulltrúar er- lendra ríkja, stjórnmálamenn, embættismenn og þúsundir ann arra góðra gesta. Birgir Kjaran, formaður Flugfélags íslands, flutti ræðu. Þá gaf Margrét Johnson þotunni nafn: „GULiL- FAXI skaltu heita. Heill og hamingja fylgi þér, áhöfn þinni og farþegum, hvert sem leiðirn- ar kunna að liggja,“ sagði Mar- grét, og um leið sprakk kampa- vínsflaska og kampavínið flæddi um þotuna framanverða, en mannfjöldinn fagnaði. Daginn eftir var „GULLFAXI“ hinn 11 í fjölbýlishúsi og 9 í raðhúsi, en „draumur" 108 þeirra var að búa í einbýlishúsi, 9 vildu búa í tví- eða þríbýlishúsi, 5 í rað- húsi en aðeins 2 vildu búa í fjöl- býlishúsi. (Það getur því farið svo sem ein Akureyrarfrúin sagði í útvarpsþætti fyrir nokkr um árum, að 1 eða 2 Akureyr- ingar byggju í fjölbýlishúsi). Um þessa niðurstöðu segir Þorbjörn Broddason: „Það sem einfaldlega liggur að baki mörg um svaranna er vafalítið: Ég vil vera svo ríkur að ég geti m. a. búið í einbýlishúsi.“ Einnig kann óskin um öryggistilfinn- ingu að hafa talsvert að segja, þ. e. að mönnum líði illa að geta ekki haft húsið og garðinn alveg á eigin valdi.“ Um þetta segir hann enn- fremur, að betur þurfi „að graf- ast fyrir um, hvað það er, sem fólk sækist eftir hjá einbýlishús inu, hvaða eiginleikar þess geri það svo eftirsóknarvert“ og „auka þarf upplýsingar frá sér- fræðingum til almennings um kosti og galla hverrar húsagerð- ar frá skipulagslegum og öðrum sjónarmiðum. T. d. að gera vel nýi til sýnis á Reykjavíkurflug- velli og var þar margt manna saman komið. Síðan hófst þotu- flug hinn 1. júlí 1967. Á þessum fimm árum, sem liðin eru síðan íslendingar gengu inn í þotuöldina með fyrstu áætlunarflugferðum Boeing-þotunnar „GULL- FAXA“ hafa þotur Flugfélags íslands flutt 307.000 farþega og auk áætlunarflugs farið margar leiguferðir. Nú eru þotur félags- ins tvær, „GULLFAXI og „SÓL FAXI“, í stöðugu áætlunarflugi milli íslands og Evrópulanda, en að auki tíðir gestir í heim- skautaveðurfari Grænlands sem og á hinum sólbökuðu flugvöll- um Costa del Sol, Mallorca og Kanaríeyjum. (Fr éttatilky nning ) Ijóst, hversu erfiðara verður að sjá fyrir almenningsþjónustu, eftir því sem byggðin dreifist.“ Lengra verður ekki farið út í þessa könnun að sinni, en fólki bent á að þessar greinargerðir eru til sölu hjá Tæknideild Akureyrarbæjar. Kostir og gallar Akureyrar. I félagsfræðikönnuninni, sem fram fór í sambandi við aðal- skipulagið, voru menn meðal annars beðnir að nefna helztu kosti og galla Akureyrar. Algengustu svörin við spurning unni um kostina voru: Fegurð bæjarins (32), gott veðurfar (24), náttúrufegurð (21), frið- sæld (18), hve ástand er gott og tryggt (13), bærinn er mátu- lega stór (11) og hve Akureyri er vel staðsett á landinu (11). Af töflu yfir svörin sézt að atriði, sem flokkast undir nátt- úrufegurð og friðsæld eru nær helmingur svaranna. Svörin við spurningunni um helztu ókosti Akureyrar drefi- ast mun meira og 39 manns telja að enginn ókostur sé til staðar, sem ástæða sé að nefna og 20 aðrir svöruðu ekki spurning- unni. Helztu ókostirnir, sem nefndir voru eru: Brekkurnar (9), gatnakerfið (8), ómalbikað- ar götur (6), vetrarríkið—ófærð (6), Akureyri of lítill bær (6) og mengun—ryk (5). Annars voru svörin hin margbreytileg- ustu, t. d. skipulagsleysi í upp- byggingu, fjarlægja ætti gömul hús, skortur á varðveizlu gam- alla húsa, ruslahaugarnir, Krossanesfýlan, framkvæmda- semi bæjarstjórnar ónóg, útsvör in of há, molbúaháttur bæjar- stjórnar, heilbrigðisþjónustan slæm, endurnýjun togaraflotans of hægfara, verzlunarmöguleik- ar of litlir, erfitt að kynnast fólki, Akureyri of lítill bær og smábæjarbragur—slúður. Um þessi svör segir Þorbjörn Broddason: „Rétt er að taka fram, að ekki er víst að þeir ókostir, sem eru taldir upp, séu í öllum tilvikum mjög ofarlega í hugum þeirra, sem nefna þá.“ Kristinn Einarsson, fjögurra ára, í fyígd móður sinnar, tekur við verðlaunakörfunni af Brjáni Guð- jónssyni, Nýlenduvörudeild, (Ljósm.: G. P. K.) r DAGANA 21,—24. júní sl. efndu kaupfélögin og Samband ísl. samvinnufélaga til getrauna í í tilefni af 90 ára' afmælí sam- vinnustarfs í landinu og 70 ára ; afmælis SÍS. Á getraunaseðli voru 10 spurningar, er vörðuðu samvinnustarf á íslandi, og þrjú svör veitt við hverri spurningu, en þátttakendum var ætlað að setja x framan við rétta svarið. Spurningarnar og rétt svör voru: 1. Samband íslenzkra- sam- vinnufélaga var stofnað 20. febrúar 1902. Stofnfundurinn var haldinn í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið: Svar: Að Yzta- felli. 2. Fyrr á þessu ári varð elzta kaupfélag landsins 90 ára. Þetta félag er: Svar: Kaupfélag Þing- eyinga. 3. Kaupfélögin hafa í áratugi haft á boðstólum hveiti frá USA. Það heitir: Svar: Robin Hood. 4. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga á 9 kaupskip, þar af 2 í sameign við Olíufélagið h.f. Nýjasta skip samvinnuflot- ans er: Svar: M.s. Hvassafell. 5. Samvinnusamböndin á Norðurlöndum hafa innkaups- skrifstofur víða um heim. I Kaliforníu er skrifstofa, sem aðallega sér um kaup á ferskum, niðursoðnum og þurrkuðum ávöxtum. í kaupfélagsbúðunum fást rúsínur frá Kaliforníu. Þær -heita: Svar: NAF rúsínur. 6. Nyrzta kaupfélagsbúð lands ins er starfrækt af: Svar: Kaup- félagi Eyfirðinga. 7. Sambandið hefur einkaum- boð fyrir mörg heimþekkt fyrir- tæki. Eitt þeirrá framleiðir og selur tilbúinn fatnað og er í Bretlandi. Það selur vörur sínar undir vörumerkinu: Svar St. Michael., . -8. Sambandið starfrækir ýms- ar verksmiðjur á Akureyri, þ. á. m. skóverksriiiðju. Hún heitir: Svar: Iðunn. 9. Sænskir samvinnumenn standa framarlega í iðnaði. Þeir framleiða meðal annars LUMA ljósaperur og sjónvörp, HUGIN peningakassa, GISLAVED hjól- barða og skótau, svo nokkuð sé nefnt. Hér hafa hreinlætistæki framleidd af sænska samvinnu- sambandinu notið mikilla vin- sælda. Þau heita: Svar: Gustavs berg. ..- 10. 'Það kaupfélag landsins, sem hefur hæsta félagsmanna- tölu, er: Svar: Kaupfélag Reykjavfkur og nágrennis. Til verðlauna gaf hver verzl- un, sem afhenti getraunaseðla, körfu með ýmsum varningi fyr- ir um kr. 3.000.00. Fimmtudaginn 29. juní sl. var svo dregið í hverri verzlun um, hver hljóta skyldi körfuna. Nöfn þeirra lánsömu fara hér á eftir. Herradeild: Jón Lárusson, Akurgerði 1 c. Vefnaðarvörudeild: Valgerð- ur Eiríksdóttir, Eyvindarstöð- um, Saurbæjarhreppi. Járn- og glervörudeild: Elín Friðfinnsdóttir, Aðalstræti 20 B. Kjötbúð: Skjöldur Guðmunds son, Einholti 6 c. Nýlenduvörudeild Hafnar- stræti 91: Kristinn Einarsson, Gránufélagsgötu 29. Utibú Nýlenduvörudeildar. Útibú Byggðavegi 98: Guðný Sigurhansdóttir, Þórunnar- stræti 93. Útibú Grænumýri 9: Sóley Kristjánsdóttir, Byggðavegi 115. Útibú Hlíðargötu 11: Björgvin Jónsson, Hlíðargötu 3. Útibú Brekkugötu 47: Sigríð- ur Benjamínsdóttir, Byggða- vegi 143. Útibú Höfðahlíð 1: Guðmund- ur Pétursson, Stórholti 4. Útibú Strandgötu 25: Ingi- björg Halldórsdóttir, Strand- götu 17. Útibú Ránargötu 10: Valborg Ingimundardóttir, Ægisgötu 5. Útibú Eiðsvallagötu 6: Mar- grét Jónsdóttir, Glerárgötu 8. Útibú Brekkugötu 1: Ásgeir Adamsson, Mýrarvegi 120. Útibú Hafnarstræti 20: Hall- dóra Kristjánsdóttir, Aðal- stræti 12. Útibú KEA við Eyjafjörð: KVENFÉLAGEÐ Hildur í Bárð- ardal sendir sínar innilegustu þakkir og kveðjur til allra þeirra mörgu, nær og fjær, sem gefið hafa í minningarsjóði fé- lagsins á undanförnum árum, Eru það bæði minningargjafir, áheit og aðrar gjafir, sem allar' hafa borið vitni um hlýhug gef- enda og ræktarsemi við sveit og sóknarkirkju. Hafið öll hjart ans þökk. Nú hefur þessum sjóði, ásamt viðbót frá kvenfélaginu Hildi, verið varið til kaupa á skírnar- fonti í Lundarbrekkukirkju, sem afhentur var og vígður 4. júní sl. og þá voru skírð þrjú börn. Fonturinn er úr eik, smíð aður og útskorinn af bræðrun- um Kristjáni og Hannesi Vig- fússonum, Litla-Árskógi. Efst á honum, hringinn í kring, eru útskornar hendingarnar: Ó, fað- ir gjör mig lítið ljós, um lífs mins stutta skeið. Gripurinn er fagur og útskurð urinn listaverk. Skálina fengu ' kvenfélagskonur að gjöf frá Glit h.f. í Reykjavík. Er það blá keramikskál, með svörtum kanti, látlaus og smekkleg, og fyrir þá gjöf viljum við einnig koma á framfæri innilegasta þakklaéti. Við munum halda áfram að veita viðtöku gjöfum í minn- ingarsjóðinn og væntum þess, að hann gleymist ekki þeim, sem hafa í huga minningar- gjafir eftir þá, sem héðan eru ættaðir eða vilja sýna heima- byggð vott um hlýju og tryggð. (Aðsent) ÚKE Dalvík, Matvörudeild: Elín Guðjónsdóttir, Skíðabr. 3. ÚKE Dalvík, Skíðabraut 3: Halldór Gunnlaugsson, Melum. ÚKE Hrísey: Vaidís Kristins- dóttir, Bjargi. ÚKE Grenivík: Rósa Árna- dóttir, Þengilbakka. ÚKE Hauganesi: Bergþóra Jóhannsdóttir, Hóli. ÚKE Grímsey: Bjarni Reykja lín, Sveinagörðum. Áhugi almennings fyrir get- rauninni var mikill. í fyrrnefnd um 15 verzlunum KEA á Akur- eyri var dregið úr samtals 8885 seðlum og í útibúunum 5 við fjörðinn úr 2752 seðlum. Eftir er að draga hjá SÍS einn getraunaseðil úr hópi allra vinn ingshafa kaupfélaganna á land- inu og hlýtur eigandi þess seðils að verðlaunum ferð fyrir tvo með sambandsskipi til Evrópu- landa. t (Fréttatilkynning) SKÁKIN er hin hljóðláta íþrótt, þar sem tveir menn keppa um sigur eftir ákveðnum .reglum. Orð eru óþörf, en einbeiting hugans nauðsynleg. Skákeinvígi aldarinnar, eins og farið er að kalla það, fer nú fram í Reykja- vík milli heimsmeistarans Boris Spasskýs og áskorandans Ro- bert Fischers, en undirbúningur þessa einvígis á sér engin for- dæmi hvað vanda snertir og á áskorandinn þar stóran hlut að máli og reyndist örðugur í samn ingum. Verður það ekki rakið hér, enda um fátt meira rætt daglega í fréttum síðustu vikur. Einvíginu var frestað en hófst þó á þriðjudaginn. Eftir 40 leiki þann dag, í Laugardalshöllinni og að viðstöddum miklum fjölda þögulla áhorfenda, var þessi fyrsta skák jafnteflisleg, er hún að skáktíma loknum fór í bið. Það er víst óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir margar hnútur, sem hinn bandaríski skáksnill- ingur hefur fengið vegna fram- komu sinnar við undirbúning skákeinvígisins, hafi hann þó mest alira átt þátt í því, að „all- ur heimurinn“ fylgist með ein- víginu af brennandi áhuga, keppt er um mjög stórar pen- ingaupphæðir, og íþróttin hefur með vissum hætti færzt til og um leið til meiri umsvifa. Fyrir nær 40 árum birtist þáttur um skák í bókinni íslend ingar eftir Guðmund Finnboga- son. Þar segir: fslendingar hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera góðir skákmenn, svo sem fjöldi ferðabóka sýnir og má vera, að eitthvað sé hæft í því. Allmargir málshættir og orð- tæki sýna, að taflið hefur verið ofarlega í huga almennings og mönnum eðlilegt að líta á lífið frá sjónarhóli skákborðsins. „Teflir hver um tvo kosti, að tapa og vinna.“ „Treyst ei tafli hálfunnu.“ „Oft fær sá mót, sem menntina ber hærri.“ „Auður- inn bætir alla skák, ef ekki er mát á borði.“ „Það er skák og jafntefli ef báðir bera minnkun úr málunum." „Að tefla um líf og dauða, að tefla á tvær hætt- ur“ og svo framvegis. Þar sem íslendingar hafa þannig litið skákmannsaugum á lífið, mun mega gera ráð fyrir því, að þeir hafi hins vegar litið á taflið frá sjónarmiði mann- lífsins og að skákreglur þær, sem þróazt hafa hér á landi og sérstakar eru fyrir íslendinga, hafi dregið einhvern dóm af lífs- skoðun þeirra. íslendingar hafa sérstakar reglur um uppkomu peða. Þegar peði er komið upp, láta þeir það verða að manni þeim, sem stóð á reit þeim í taflborðinu, sem því er komið upp á. Það peð, sem kemur upp í kóngssætið, er kallaður lalli, kóngslalli eða öðrum óvirðuleg- um nöfnum. Það er oftast talið ódræpt og sumir láta það hafa allan gang. Þessar reglur benda í þá átt, að íslendingar hafi litið líkt á málin og Sverrir konungur, er hann hvatti Birkibeina til orustu í Feginsbrekku forðum: „Þess kyns tignarmaður skal hver vera, sem hann sjálfur ryð ur sér til rúms.“ Virðing íslend- inga fyrir kóngstigninni kemur fram í því, að þeir láta kóngs- lallann fá svo frjálsan gang, en þeir gleyma ekki, að hann er uppskafningur. Það sýna hin óvirðulegu nöfn, sem þeir velja honum. Þá eru hrókunarlög ís- lendinga miklu margbreyttari en annars staðar tíðkast. Kemur þar enn fram virðing fyrir kóng inum, að ekki má flytja hann úr liásætinu í sæti ótignari manns, nema eftir flóknum hirðsiðum. íslendingar hafa ekki látið sér nægja einfalt mát, heldur leyft að máta hvað eftir annað, láta hvert mátið dynja á annað ofan, e. t. v. níu eða fleiri, en þá mátti ekki leika neinurn öðrum leik milli mátanna. Ella varð allt ónýtt. Mátin voru nefnd ýmsum nöfnum, sumum hæðilegum. Allt vottar þetta viðleitni að gera stigsmun á sigrinum, svo að hann verði því veglegri, sem hann er vandasamari, og ósigur inn sem smánarlegastur. Það sýnir, að mönnum hefur ekki aðeins þótt mikið undir sigrin- um komið, heldur og því, með hverjum hætti hann var unninn. 1 því sambandi má minria á það, að íslendingar hafa lítið gert að því að leggja fé undir tafl. Þeir hafa teflt vegna íþróttarinnar sjálfrar, en ekki til fjár. í öllum séríslenzkum skák- reglum kemur fram hneigðin til að gera íþróttina sem erfið- asta, svo að sigurinn verði kom- inn undir gjörhygli um flókin lög, segir höfundur í grein sinni um skákina, eins og hann rann- sakaði hana og hér er birt lítið eitt stytt. Nú tefla íslenzkir skákmenn eftir alþjóðareglum íþróttarinn- ar en ekki eftir séríslenzkum skákreglum, sem hér var þó minnt á, í tilefni einvígisins. Q Boris Spasský. Itobert Fischer. MINNING [ GiÉmindur Halldór Sfefánsson Stóru-Seylu, Skagafirði Fæddur 25. júlí 1915. — Dáinn 10. apríl 1972. GUÐMUNDUR HALLDÓR hét hann fullu nafni og var hann fæddur að Hólanesi á Skaga- strönd. Foreldrar hans voru Stefán Árnason og Teitný Jóhannes- dóttir, bæði af húnvetnskum ættum, en mig brestur kunnug- leika til að rekja þær. Ekki naut Guðmundur for- eldra sinna nema 3—4 fyrstu árin, sem hann var hjá móður sinni, en fór þá í fóstur að Brattahlíð í Svartárdal til Jón- asar Illugasonar og Guðrúnar konu hans. Þar leið Guðmundi vel og dvaldist hann hjá þeim heiðurshjónum til 15 ára aldurs, en þá brá Jónas búi og fluttist til Blönduóss. Guðmundur fór þá í vistir, fyrst áð Steiná í Svartárdal og síðar að Vala- björgum á Skörðum. Árið 1942 fluttist hann að Stóru-Seylu og þar átti hann lögheimili til dánardægurs. Árið 1947, hinn 17. júní, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur, bónda og hreppstjóra Jónssonar á Stóru-Seylu, og hóf búskap það ár á hluta af jörðinni a mót:. mági sínum. Hann veiktist ai: berklum einu ári síðar og fór þá á Kristneshæli, fékk nokkurn bata eftir 2ja ára veru þar og þá fór hann heim að Stórv Seylu og hélt áfram búskapn- um næstu 10 árin. Árið 1960 veiktist hann aftur og fór þa aftur á Kristneshæli. Dvaidisi hann þar síðan næstum til ævi- loka, en andaðist hinn 10. apríl sl. á Fjórðungssjúkrahusmu ú Akureyri. Alla tíð fylgdi Ingibjörg hon- um og gerði allt sem hún gat ti: að létta honum sjúkdómsbyrö ■ ina. Guðmundur var hambieypss, til allra verka, jafnlyndur og hvers manns hugljúfi og engar: átti hann óvildarmann. Hann var skepnuvinur mikill og fór ætíð vel með þær. Mikið yndi hafði hann af hestum og va:: laginn að temja þá og náði fljót j sálrænu sambandi við þá. Barngóður var Guðmundu: með afbrigðum og mikið eign systkinin á Stóru-Seylu honun. að þakka. Um þau öll þótti hon ■ um vænt, og ekki sizt um litla drenginn, sem hvílir við hliii hans í kirkjugarðinun- í Glaun: ■ bæ. Ég þakka þér vinur fyrir sani fylgdina og öll gæðin, sem þú sýndir mér og fjölskyldu nrinr.i, Við söknum þín og misstum mikið. En við hittumst braðurn aftur. Farðu í friði, friður guðs þig blessi, jj hafðu þökk fyrir allt og ali . 28. júní 1972. jl Ilalldór Björnssen, jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.