Dagur - 25.10.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1972, Blaðsíða 1
AGUR LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 25. okt. 1972 — 49. tölublað Veiraráætlun Flugíélags Islands FRÁ og með næstu mánaðamót um gengur vetraráætlun milli- landaflugs Flugfélags íslands í gildi. Nú eru áætlaðar ferðir milli íslands og annarra landa á hverjum degi og tvær á fimmtu dögum. Nýr viðkomustaður er Frankfurt. Frá og með 1. nóv. eru milli- landaferðir ,,Faxanna“ áætlað- ar sem hér segir: Til Kaup- mannahafnar verður flogið á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Til Glasgow verða ferðir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til London verða beinar ferðir á þriðjudögum. □ BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkir lántöku hjá Ham- bros Band Ltd., London, að upphæð US $ 360.000,00, með skilmálum þeim og kjörum, sem nánar eru tilgreind í láns- tilboði bankans dags. 3. október 1972. Jafnframt veitir bæjar- stjórn Bjarna Einarssyni bæjar- stjóra fullt og ótakmarkað um- boð til þess að undirrita nauð- synleg lánsskjöl vegna lántök- unnar. Þessi upphæð er um 31 millj. íslenzkar krónur. Bæjarstjórn hefur ekki endanlega ákveðið hvernig þessu fé verður ráð- stafað, en þó er nokkuð ljóst að meginhlutinn rennur til Sá fvrsii í 12 ár Vatnsveitunnar en nóg lán vegna vatnsveituframkvæmda fengust ekki innanlands. Auk þess mun hluta fjárins varið til afborgunar á eldri lánum. □ Útivistarsvæðið nýja. (Ljósm.: E. D.) Útivistarsvæði í Kjarnalandi FYRSTI nýsmíðaði togarinn, sem íslendingar hafa eignazt í 12 ár kom til landsins í gær. Hér er um að ræða togarann Vigra RE, sem er í eigu Ögur- víkur h.f. Vigri er 800 lestir að stærð samkvæmt nýju mæling- unni og rétt um 1000 lestir sam- kvæmt gömlu mælingunni. Síðustu togararnir, sem voru smíðaðir fyrir íslendinga eru Sigurður, Maí, Víkingur og Freyr, sem seldur var til Eng- lands og heitir nú Ross Revenge og stundar um þessar mundir veiðiþjófnað í íslenzkri land- helgi. □ Aðallundiir F ramsóknarf élaganna AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar verður hald- inn í félagsheimili flokksins, Hafnarstræti 90, þriðjudaginn 30. október og hefst klukkan 8.30. — Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. □ UMGERÐ Akureyrar og ná- grenni er af þeirri gerð frá náttúrunnar hendi, sem bezt mundi fullnægja óskum og nú- tímakröfum þéttbýlismanna hvar sem væri í heiminum. Milljónaborgirnar myndu setja þetta umhverfi ofarlega á lista lífsgæðanna og kaupa ef unnt væri. Þetta kemur ellefu þús- und manns á Akureyri e. t. v. ekkert við, en vel mætti þó hug leiða þetta mál á breiðari grund velli og skyggnast í því efni til framtíðar, og hafa þá meðfram það gildismat í huga, að um- SAMNiNCAR UNDIRRITAÐIR í STEINAGERÐI hverfið er manninum miklu mikilvægara en talið hefur ver- ið. Og þar sem svo hagar til, sem hér, er hægt að njóta þess í mun ríkara mæli en gert er. Við eigum eða höfum aðgang að fjölbreyttu og fögru lands- lagi hvert sem litið er, en eig- um þess jafnframt kost, að varð veita og auka gróður þess lands, sem er sameign bæjar- búa. Land það, sem í daglegu tali LÝÐHÁSKÓLINN í Skálholti var settur .sunnudaginn 15. októ ber síðasliðinn. Lýðháskólinn í Skálholti starfar í vetur í húsakynnum sumarbúða þjóðkirkjunnar, og rúmar skólinn 16 nemendur í heimavist. Aðsókn að skólanum var mikil, og varð fjöldi um- sækjenda frá að hverfa. Skólastjóri lýðháskólans í Skálholti er sr. Heimir Steins- son, en auk hans er einn fastur kennari ráðinn að skólanum, Auðunn Bragi Sveinsson. Þá starfa og nokkrir stundakenn- arar við skólann. Starfsemi skólans greinist í vetur í tvennt. Annars vegar eru sameiginlegar námsgreinar, ætlaðar öllum nemendum. Hins vegar eru í boði allmargar val- frjálar greinar, og skiptast nem endur þar í bekkjardeildir í nokkru. □ er kallað Kjarnaland, liggur frá Eyjafjarðarbraut til fjalls við suðurtakmörk bæjarlandsins, og er um 130 hektarar að stærð. Skógræktarfélag Akureyrar átti þetta land nema 18 hekt- ara, en Skógræktarfélag Eyfirð- inga átti og kom þar upp upp- eldisstöð trjáplantna og fjöl- ærra garðplantna árið 1947 und ir stjórn Ármanns Dalmanns- sonar. Þessi uppeldisstöð starf- ar enn, en var síðasta ár í eigu og umsjá Skógræktarfélags Akureyrar. En á föstudaginn urðu þátta- skil. Þá afhenti Skógræktar- félag Akureyrar bæjarstjórn allt þetta land, með það í huga, að þar yrði útivistarsvæði Akur eyringa, sjálf uppeldisstöðin þó undanskilin, því að þar á að halda áfram plöntuuppeldi með BÆJARBRUNII KOLLAVÍK Þórshöfn 23. október. Á ellefta tímanum í morgun varð eldur laus í Kollavík í Svalbarðs- hreppi, og var þá þegar hringt í slökkviliðið, bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn. í Kollavík er gamall bær úr torfi og timbri, sem ekki hefur verið búið í í tuttugu ár, áfastur við íbúðar- húsið. Var verið að reykja kjöt í gömlu hlóðaeldhúsi. Þar kviknaði í. Þegar slökkviliðin komu á staðinn var eldurinn mjög magnaður og komst í íbúðarhúsið, sem einnig brann. Lítið eða ekkert bjargaðist úr húsinu. Engin slys urðu á mönnum. f Kollavík búa Ketill Björgvinsson og Karolína Jakobsdóttir og börn. Ó. H. w I ismálinu LANDHELGISDEILAN við Breta er nú að harðna og er komin á nýtt stig. íslenzk skip fá nú enga afgreiðslu í brezkum höfnum. Ljósafoss átti að losa frystan fisk í Grimsby um helg- ina, en Dettifoss kom til Felix- stowe á mánudag og átti að lesta vörur þar. Hvorugt skip- anna fékk afgreiðslu og urðu frá að hverfa. Það er stjórn Sainbands flutningaverka- manna á Bretlandseyjum, sem fyrir þessu afgreiðslubanni stendur, og nær afgreiðslubann ið til allra íslenzkra skipa, hvort sem þau koma til lestun- ar eða losunar. En ástæðan er talin árekstur veiðiþjófa og ís- lenzks varðskips út af Hraun- hafnartanga á dögunum. Þessi nýju þáttaskil, sjálft af- greiðslubannið, valda ekki mikl um áhyggjum hér á landi vegna þess, að í því efni eru útflutn- ingshagsmunir okkar ekki svo veigamiklir að neinum úrslit- um ráði í landhelgisdeilunni. Munu þessar nýju aðgerðir þjappa íslendingum enn betur saman til sóknar og varnar þVí að ekki munu þeir láta kúga sig. Verkalýðsleiðtogar í Bret- landi, sem standa fyrir hefndar- aðgerðum gegn fslendingum, fá engan hljómgrunn hjá stéttar- bræðrum sínum hér á landi, sem hafna algerlega átjándu aldar kúgunaraðferðum. Þeir vilja ekki gera sér ljóst, að fiski fræðingar telja fiskistofna of- veidda í Norður-Atlantshafi, einkum við ísland, og að innan fárra ára yrði engan fisk að fá á íslandsmiðum, með sama vexti sóknar á þessi sömu fiski- mið. Að sjálfsögðu er skipa- afgreiðslubannið í Bretlandi óvænt og báðum deiluaðilum óhagkvæmt. En svipað hefur áður skeð af hendi Breta og þá var einnig deilt um fiskveiði- lögsögu. En að dómi sendiherra íslands í Bretlandi, er þetta nýja bann Bretum mun óhag- stæðara en okkur, og mun ekki valda neinum verulegum þátta- (Framhald á blaðsíðu 4) fullum krafti. Um þetta voru samningar undirritaðir í Steina gerði, sem er eitt hinna gömlu býla, en þar var trjáplöntuupp- eldinu einmitt valinn staður í upphafi. Og í Steinagerði voru bæjarstjórnarmenn, ásamt (Framhald á blaðsíðu 5) HAFNA AÐSTOÐ VIÐ LANDHELGISBRJÓTA TILMÆLUM samgönguráðu- neytisins um afgreiðslubann til landhelgisbrjóta, barst hafnar- stjórn Akureyrar föstudags- kvöldið 20. október. Hafnar- stjórnin samþykkti kl. 10 næsta morgun, að verða við þessum tilmælum og að höfnin veiti landhelgisbrjótum og aðstoðar- skipum þeirra enga fyrir- greiðslu nema hvað snertir sjúka menn og slasaða. Þetta var samþykkt með öllum at- kvæðum. Formaður hafnar- stjórnar er Stefán Reykjalín. Samþykkt þessi mun sú fyrsta hjá hafnarstjórnum við- komandi framangreindum til- mælum ráðuneytisins. Hjá hafnarnefnd Húsavíkur var efnislega samþykkt sam- hljóða ályktun á mánudaginn. SAUÐFJÁRSLÁTRUN OC RJÚPNAVEIÐI Þórshöfn 23. október. Sauð- fjárslátrun er lokið. Slátrað var 9637 kindum. Meðalvigt var 16.61 kg, sem er aðeins lakari en í fyrra, en vigtin var þá 16.80 kg. Þyngsta meðalvigt hjá ein- um eiganda var hjá Guðjóni Hallssyni, sem er smábóndi á ÞórshÖfn. Lagði hann inn 29 dilka, sem jöfnuðu sig með 20.30 kg. Á Gunnarsstöðum var lógað 73 dilkum og var meðal- vigtin 18.33 kg. í Tunguseli var lógað 410 dilkum og var meðal- vigtin 18.10 kg. Þyngsta dilkinn átti Jóhann Lúther Grímsson, Tunguseli, 28.9 kg. Slátrað var 70 nautgripum er sauðfjár- slátrun lauk. Menn koma með allt að 40 rjúpur eftir daginn, en ekki borða ég blessaða rjúpuna hvítu. Ó. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.