Dagur - 25.10.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1972, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VETRI HEILSAÐ UM leið og vetri er heilsað, sam- kvæmt tímatali, er eitt gjöfulasta sumar á Norður- og Austurlandi kvatt, mikið heyskaparsumar og sumar mikillar atvinnu og fram- kvæmda. Bændastéttin er nú betur undir vetur búin en mörg fyrri ár og fjárliagur hennar hefur eflaust vænk azt við gjafmildi jarðar og búpen- ings. Og bændur horfa bjartari aug- um til komandi tíma en áður. Hið sama verður ekki sagt um útgerð og aflabrögð, því að á þessu ári er þorsk afli landsmanna þriðjungi minni en hann var fyrir tveim árum. Veldur þetta erfiðleikum í útgerð og fisk- vinnslustöðvum. Á Islandsmiðum liefur verið ofveiði undanfarin ár, að áliti fiskifræðinga og annarra, er bezt mega um það vita. Nú er loks gripið til þeirra ráða, sem fela í sér nýtingu og vernd fiskistofna á ís- landsmiðum og er þar átt við út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Það er nokkrum árum of seint, en á meðan íhaldið hélt um stjórntauma fór það dauðum og aðgerðarlausum hönd- um um landhelgismálin, eins og al- kunnugt er. Hin skelegga barátta í landhelgismálinu nú, undir forystu Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra, hefur sameinað þjóðina á þann veg, að það eru í almennings- álitinu nánast landráð, að skerast þar úr leik. En það hefur reynzt stöku íhaldsmanni um megn, að hefja sig í þessu mikla ])jóðar- baráttumáli, upp yfir hin gömlu og þrengstu flokkssjónarmið, samanber einn í bæjarstjóm Akureyrar, og fleiri af sama sauðahúsi í Vest- mannaeyjum. Nú í vetrarbyrjun er mikil at- vinna, með stöku staðbundnum und antekningum, og vegna hinnar hag- stæðu veðráttu em framkvæmdir enn í fullum gangi og vantar víða fólk til starfa, enda nær þriðjungur þjóðarinnar á skólabekk um þetta leyti árs og í þeim hluta þúsundir manna, sem nú á haustnóttum hverfa úr atvinnulífinu. Ivaupgeta almennings er mjög mikil, bæði vegna stöðugrar vinnu og einnig vegna orðinna kauphækkana. Vandi stjómvalda og verkalýðsfélaga er sá, að láta hið ahnenna kaupgjald í landinu, sem nú er hærra en áður, halda kaupmætti sínum og hafa nýj- ar efnahagsráðstafanir verið boðað- ar, svo sem löngum hefur verið á liðnum árum. Hæst ber þó baráttan fyrir yfirráðum þjóðarinnar til lög- sögu á landgrunninu og senn hefj- ast viðræður við Bandaríkjamenn um endurskoðun vamarsamningsins og brottför hersins. Q Nýtt mjólkursamlagshú Óska eftir 2ja—3ja her- bergja ÍBÚÐ. Uppl. í síma 1-23-41. Herbergi til leigu. Uppl. í síma 1-26-84 eftir kl. 19. Vil kaupa 2—3 herb. ÍBÚÐ. Útborgun ca 700 þúsund. Tilboð leggist inn á ALÞJÓÐLEG samtök mjólkur- iðnaðarins hafa efnt til sérstaks kynningardags fyrir mjólk og mjólkurvörur, nefndur Alþjóð- legi mjólkurdagurinn. Hér á landi var ákveðið, að halda hann 24. október, eða í gær. Gerð hefur verið kvikmynd um framleiðslu, dreifingu og vinnslu mjólkur. Efnt er til verðlaunasamkeppni um upp- skriftir að skyrréttum og notk- un skyrs í matargerð, og gefinn hefur verið út bæklingur um skyrgerð, efnainnihalds skyrs og notkun. Þetta og margt fleira er til kynningar gert á mjólkurdeginum hér á landi. En frá ómunatíð hefur mjólk verið einn mestur heilsudrykk- ur þjóðanna og vörur úr mjólk þótt meðal ágætustu matvæla hjá flestum menningarþjóðum — og svo er enn. Hér á landi starfa 19 mjólkur samlög og þau tóku á móti 105 milljónum kg mjólkur frá rösk- lega 3600 framleiðendum. Svar- ar það til þess, að mjólkursalan frá meðal-framleiðaonda hafi verið um 30 þús. kg. En sú meðaltala er þriðjungi hærri en var í Noregi 1969, aðeins lægri en í Svíþjóð og fjórðungi lægri en í Danmörku. Hér á landi starfa 460 manns í mjólkursam- lögunum og allt að því 100 manns við akstur með mjólk á vinnslustað. Tankvæðing nær nú til 40% af mjólkurframleiðsl unni. tankvæðing VALUR ARNÞÓRSSON KAUPFÉLAGSSTJÓRI SVARAR SPURNINGUM BLAÐSINS En þegar rætt er um mjólk og mjólkurvörur almennt, er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar staðreyndir þeirra mála, sem hér hafa orðið við Eyjafjörð. Mjólkursamlag KEA er elzta mjólkursamlag landsins, og hóf starf 1928. Þar átti Vilhjálmur Þór frumkvæði, en fyrsti sam- lagsstjórinn var Jónas Krist- jánsson, og hafði hann það starf á hendi til ársloka 1965. Fyrsta heila árið, sem samlagið starf- aði, tók það á móti 975 þús. lítrum, en síðasta ár 20.4 milljónir. Um 400 framleiðendur skipta við Mjólkursamlag KEA og er því meðalfreimleiðslan rúmir 50 þús. lítrar. Einn hreppur var þó síðasta árið með 82 þús. lítra Blaðið hitti að máli Val Arn- þórsson kaupfélagsstjóra og spurðist fyrir um málefni mjólk uriðnaðarins hér við Eyjafjörð. Verður ráðist í byggingafram kvæmdir á næsta ári? Hjá því verður ekki komist lengur. Núverandi byggingar eru orðnar þrjátíu og fimm ára gamlar. Þá var tekið á móti 3—4 millj. lítra á ári en síðasta ár var tekið á móti 20.4 millj. lítra. Núverandi mjólkurstöð getur ekki sinnt þeim kröfum, sem til hennar þarf að gera, vegna takmarkaðs húsnæðis. Ný vinnslustöð fyrir mjólk verð ur að hafa algeran forgang hjá okkur, hvað framkvæmdir snertir. En við þá framkvæmd Valur Arnþórsson. móttöku mjólkur á nýja staðn- um verði jafn auðvelt að taka á móti brúsamjólk og tank- mjólk. í sambandi við tankvæð inguna verður sú breyting á, að bændur kaupa heimilistanka til að geyma mjólkina í. Hins vegar er gert ráð fyrir, að mjólk ursamlagið eigi tankbíla til að flytja mjólkina, í stað bess að afgreiðslu blaðsins fyrir helgi, merkt „ÍBÚÐ.“ Mjólkursamlag KEA. (Ljósm.: E. D.) Herbergi óskast, helzt sem næst MA. Tilboð merkt Herbergi, leggist inn á skrifstofu Dags. Herbergi til leigu ásamt aðgangi að eldhúsi. Uppl. í síma 2-17-07 eftii' kl. 5. Lítil íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-11-82. Lítil íbúð óskast til leigu fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Uppl. í síma 2-16-75 á kvöldin. 2 herbergi og eldhús til leigu fyrir barngóða konu, sem getur veitt töluverða heimilisað- stoð. Upplýsingar í Þingvalla- stræti 12 eftir kl. 5. meðalframleiðslu. Þróunin hef- ur verið sú á undanförnum ár- run, að framleiðendum hefur fækkað en búin hafa hins vegar stækkað. Aðdráttarsvæði samlagsins er Eyjafjarðarsýsla og vestasti hluti S.-Þingeyjarsýslu, allt austur í Ljósavatnsskarð. í Olafsfirði er mjólkursamlag fyr ir það svæði. En sölusvæði mjólkur frá Mjólkursamlagi KEA nær allt til Siglufjarðar miðað við reglu bundna sölu. Á Akureyri einni eru 15 útsölustaðir mjólkur. Á hinu norðlenzka sölusvæði dregst Ólafsfjörður að sjálf- sögðu frá. En sala margvíslegra mjólkurvara er þó auðvitað ekki bundin við Norðurland né heldur innanlandssölu ein- göngu. Um 50 manna starfslið starf- ar nú hjá Mjólkursamlagi KEA undir stjórn Vernharðar Sveins sonar samlagsstjóra. En aðal verkstjóri er Árni Jóhannesson. Núverandi húsakostur samlags ins var byggður á árunum 1937 —1939. Þar er ekki unnt að taka á móti vaxandi framleiðslu eða svara kalli tímans í fram- leiðslu- og markaðsmálum vegna þrengsla, þótt vélakostur sé mikill og góður. verða lánasjóðir og fram- kvæmdasjóðir að sýna skilning í verki og veita rnálinu það brautargengi, sem dugar. Án þeirrar aðstoðar verður nýrri mjólkursamlagsbyggingu ekki fram komið, svo fjárhagslega stór er þessi framkvæmd í snið- um. Ætlunin er, að hefja fram- kvæmdir með næsta vori. Ilvað tekur byggingin langan tíma? Nú eru sænskir • tæknimenn að hanna bygginguna. Þær teikningar, sem fyrir lágu, um það leyti sem byrjað var á þess ari miklu byggingu, eru nú all- ar í endurskoðun. Þessu á að ljúka nú um áramótin, svo og kostnaðaráætlun. Stefnt verður að þyí að samlagið verði tilbúið veturinn 1975—1976 og að snemma á árinu 1976 verði byrjað að taka á móti mjólk- inni til vinnslu í nýrri vinnslu- stöð vestan við Lund, þar sem bygging hófst 1965 og áður er að vikið. En í það sinn var hluti af kjallara steyptur á stórri lóð. En tankvæðingin? Hún er einnig á dagskrá, en þessi tvö mál þurfa þó ekki nauðsynlega að fylgjast að. Gert er ráð fyrir því, að við flutningafélög bænda annast mjólkurflutningana nú. Eru framleiðslunýjungar á döfinni? Ný ostategund, Óðalsostur- inn, er nú í mun hærra verði erlendis en aðrar tegundir mjólkurosta. Þá má nefna yoghurt, rjómaís og ýmislegt annað verður einnig athugað og nýjungum ætlað rúm í nýju stöðinni. Mjólkursamlag Kaup- félags Eyfirðinga liefur ætíð verið í fararbroddi og hlotið viðurkenningu fyrir góðar vör- ur. Eyfirzkir bændur hafa einn- ig verið í fararbroddi í sinni framleiðslu, þannig, að nú berst samlaginu fitumeiri mjólk en nokkru öðru samlagi landsins. Hér fer því saman góð fram- leiðsla og góður iðnaður, og verður þetta tvennt að haldast í hendur eftirleiðis. Annað mega menn ekki sætta sig við. Bændur þurfa að standa vel saman um hina nauðsynlegu framkvæmd og gera það ef- laust, þó að hún muni um skeið íþyngja mjólkurverðinu að ein- liverju leyti. Málinu er ekki unnt að skjóta lengur á frest, segir framkvæmdastjórinn að lokum og þakkar blaðið svör hans. Q Frá Bridgefélagi Akureyrar TVÍMENNINGSKEPPNI B. A. er hálfnuð. Þar spila tveir tólf para riðlar. Röð efstu spilara er þessi: stig 1. Ármann H. — Jóh. H. 208 2. Alfreð P. — Baldur Á. 191 3. Jóh. Gauti — Sigurbj. 188 4. Baldur Þ. — Baldvin Ó. 180 5. Júlíus Th. — Sveinn S. 177 6. Haki J. — Stefán R. 176 7. Hörður S. — Jón S. 169 8. Valdimar — Jóhann G. 166 9. Gissur — Gunnar Berg 162 10. Magnús A. Gunnl. G. 160 Meðalárangur er 160 stig. — Þriðja og næstsíðasta umferð verður spiluð n. k. þriðjudags- kvöld. Norðurlandsmótið í bridge hefst á Húsavík föstudaginn 7. október. Alls taka 10 sveitir þátt í keppninni, 2 frá Siglu- firði, 2 frá Dalvík og nágrenni, 2 frá Akureyri, 2 úr Mývatns- sveit og 2 frá Húsavík. Núver- andi Norðurlandsmeistari er sveit Guðmundar Guðlaugsson- ar frá Akureyri. Q Frá Skákfélagi Akureyrar HRAÐMÓTI Skákfélags Akur- eyrar lauk að Hótel KEA síðast liðið fimmtudagskvöld. Úrslit urðu þau að sigurvegari varð Haki Jóhannesson með 5 vinn- inga, í öðru sæti varð Hrafn Árnason með 4% vinning, og í 3.—4. sæti urðu Jón Björgvins- son og Bjarki Bragason með 3(4 vinning hvor. í unglingaflokki urðu jafnir og efstir þéir Albert Ragnars- son og Baldvin Þorláksson með 5 vinninga og í þriðja sæti varð Úlfar Ólafsson með 4 vinninga. Jón Björgvinsson tefldi fjöl- tefli á 17 borðum síðastliðinn mánudag. Hann vann 13 skákir og tapaði 4. Þeir sem unnu hann voru þeir Árni Jósteins- son, Níels Ragnarsson, Bjarki Bragason og Gylfi Þórhallsson. Hraðskákmót verður haldið að Hótel KEA næstkomandi fimmtudag kl. 8. Keppt verður um nýjan bikar, sem Húsgagna- verzlunin Einir hefur gefið. Stjórnin. Tilboð óskast í sam- byggða trésmíðavél. Uppl. í síma 1-24-05. Óskilaluoss. Á Svertingsstöðum í Öngulsstaðahveppi er í óskilum brún hryssa 1 til 2 vetra, mark, blaðstíft frajtnan haegra, aTheilt vinstra. Réttur eigandi gefi sig frám við Harald Tryggvason sem fyrst. í haust var mér dregið larnb, með mínu marki, alheilt h., sneitt f. v„ álmerkt. Lambið á ég ekki. Sá sem getur sannað eignarétt sinn fær and- virði þess greitt að frá- dregnum kostnáði. Ásvaldur Jónatansson, Múla, Aðaldal. Rækjuvinnsla HAFIN er á Skagaströnd rækju vinnsla og vinna þar um 20 kon ur og mun vaktavinna ráðgerð. Tveir þilfarsbátar eru byrjaðir rækjuveiðar og hafa aflað sæmi lega í vestanverðum Húnaflóa. Rækjuvinnslan er í gamla Hóla nes-frystihúsinu. Q Til sölu notað: ísskápur, barnaivagn og tveir dívanar. Uppl. í síma 1-23-15. Til sölu Benz diselvél 180. 30 ha, nýuppgerð, ágæt vél í jeppa, gæti fylgt skrúfa og gírkassi ef nota ætti í bát. Tækifærisverð. Hákon Pálsson, Sauðárkróki, sími 52-80. A. E. G. uppþvottavél til sölu. Greiðsluskilmálar. Uppl. í sírna 1-20-10. SALA! Hálfbelti á Ferguson og Everud vélsleði árg. 1968. Uppl. gefur Guðmund- ur Theodórsson, sími um Hafrafellstungu. Til sölu er trillubátur, 2,8 tonn. Uppl. í síina 51 Vopna- firði milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Heybindivél til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Ein kýr til sölu vegna þrengsla í fjósi. Ingólfur Lárusson Gröf. Þáttaskil í landhelgis- deilunni (Framhald af blaðsíðu 1) skilum í utanríkisviðskiptum okkar. Ekki er líklegt, að samninga- viðræður íslendinga og Breta um landhelgisdeiluna, ef af þeim verður, leiði til lausnar þessa máls. Bretar sýna íslend- ingum fáheyrða fyrirlitningu með því að stunda opinberan veiðiþjófnað hér við land, hóta ofbeldi, gera jafnvel tilraunir til ofbeldis á miðunum og ógna nú réttargæzlu íslendinga á miðunum með tveim herskip- um, gráum fyrir járnum, sem halda sig nálægt 50 mílna mörk unum. Q SKÝRING Á UMMÆLUM ATHYGLI blaðsins hefur verið vakin á því, að í viðtali við hinn geðþekka aflraunamann, Reyni Leósson, í 48. tbl. hafi verið sagt um barnaskólaár hans, að þá hafi Snorri Sigfús- son verið skólastjóri. Reynir er fæddur 1939, og mun því koma í skólann 1946, en á því kólaári lætur Snorri af skólastjórn, vorið 1947. □ Tilboð óskast í bifreið- ina A—1019, Chevrolet Impala, árgerð 1966. Uppl. veita Björn Mika- elsson, sími 1-29-09, og Mikael Jóhannesson,v sími 1-11-40. VOLVO 144 de luxe árg. 1971 til sölu. Uppl. gefur Magnús, Þórshamri. Volksvagen Varíant árg. 1964 til sölu. Uppl. í síma 1-22-93. FINNSK JAKKAFOT FINNSKIR ULLARFRAKKAR NY SNIÐ - NYIR LITIR. SÍMI 21400 ^HERRADEILD GOÐAR VÖRUR GOTT VERÐ KOMIÐ - FLEIRIME9! 1 NÚ ER aðeins ein vika eftir, til loka Norrænu sundkeppninnar 1972, og því skjótt hver síðast- ur, að komast með í sigurfylk- inguna. Og sigurganga verður það fyrir Akureyringa, ef vel er á haldið þessa síðustu viku. Skólar, verksmiðjur, bankar, skrifstofur og ýmis önnur fyrir tæki ættu að keppast um, að koma hraustu starfsliði sínu á flot, og synda 200 metrana þessa daga. Vel getur skeð, að ein sundferð verði til þess að framhald yrði, aftur leitað til laugar eftir unaði og heilbrigði, leitað í hlýjum öldum, heitum potti og svalandi steypiböðum. Það væri vel af stað farið. Kennarar, iðjuhöldar, banka- stjórar, skrifstofuformenn, verk stjórar aðrir o. fl.: hvetjið lið ykkar og sendið fram til aflögu, — ekki í stríð, heldur í hóp glaðra friðarsinna, hvað, sem Bretinn segir. Nú er álagið mikið í lauginni skólarnir að starfi og aðsókr. ágæt, en á stundum fum og fjör meira en rólegt, ákveðið sund En morgunstundin er ágæt, k , 7—8, og suma daga til kl. 9. Á. matartímum, bæði kl. 12—1, og aftur kl. 19—20, er venjulega góð aðstaða til að synda, m. l , 200 metrana! Nú hefur þessi umtalaði sprettur verið syntur 98 þús ■ und sinnum í Sundlaug Akur ■ eyrar. Hver verður sá 100 þús ■ undasti? Hann fær góð verð' laun. Fimm sundkort, þ. e. 50 sinnum frítt í sundlaugina! Akureyringar! Komið með og sýnið, að hjá okkur er „breidd' in“ mikil. Þótt afrekin á sund' mótum séu sjaldgæf, þa eru sundiðkendur rnargir í okka::‘ ágæta bæ. F. h. sundnefndar 24. okt. 1972, Jónas Jónsson. Frá lögr FRÁ lögregluvarðstofunni á mánudaginn: Á fimmtudaginn lenti starfs- maður í Skinnaverksmiðjunni með hendi í sköfunarvél og slasaðist. Aðfararnótt laugardags lenti bíll á kyrrstæðan bíl á Gils- bakkavegi og sá kastaðist á þriðja bílinn. Skemmdust allir bílarnir nokkuð. Sömu nótt varð harður árekstur á mótum - ÚTIYISTARSVÆÐI iglunni Þórunnarstrætis og Þingvallt ■ trætis. Urðu báðar bifreiðarnar óökufærar, en fólk slapp lít:; eða ekki meitt. Síðar sömu nótt lenti bíll á ljósastaur norðan við Glerá, í Glerárhverfi, kast- aðist út af veginum og laskaðis,; mjög. Ljósastaurinn brotnað.i en ökumaðurinn slapp ómeidd' ur. Kvartað er um ágang sauf • fjár, einkum í Glerárhverfi. Q KJARNALANDI (Framhald af blaðsíðu 1). stjórnarmönnum Skógræktar- félagsins og nokkrum gestum, við hin formlegu skipti eigenda, og nutu við það tækifæri rausn arlegra veitinga. Tryggvi Þorsteinsson, for- maður Skógræktarfélagsins, flutti ávarp, svo og skógarvörð- urinn, Hallgrímur Indriðason og Bjarni Einarsson bæjar- stjóri. En að því loknu var geng ið um hinn ört vaxandi skóg í Kjarnalandi, þar sem 600 þús- und tré eru að vaxa upp, sum orðin 5 metra há eða jafnvel meira. Næsta skrefið í þessu máli verður eflaust það, að skipu- leggja allt þetta land, yfir 100 hektara, sem útivistarsvæði. Brunnárgil liggur um svæðið að endilöngu, allt frá þjóðvegi og langt uppeftir. Þar er þegar orðið skjólgott og trén fögur. Brunná, sem þar rennur gefur óteljandi möguleika. Það hefur jafnvel komið til orða að fylla hana af fiski, búa til silunga- tjarnir og veiðiaðstöðu. En í framtíðinni og væntanlega í mjög náinni framtíð verða göngustígar gerðir, rjóð- ur, leikvellir og eflaust sam- komusvæði, enda þegar á orði, að hátíðahöldin næsta suma.’ 17. júní fari að einhverju leyt. fram í Kjarnaskógi. Nú þegar er fuglalíf orðið ali • mikið í hinu friðaða og skógi vaxna landi. Má þar nefna ug! ■ ur og grágæsir, fjölda vaðfugla, auk þrasta, auðnutittlinga oy rjúpna. Fólk, sem í framtíðinni ký:; að dvelja í Kjarnaskógi, á fyrs': og fremst að njóta friðar, hvíld ■ ar og skjóls. Þar á allt aö ver: . opið og frjálst, nema e. t. v. sjálí: plöntuuppeldisstöðin. Og land • ið allt, bæði útivistarsvæðið og gróðrarstöðin, verður í umsja Skógræktarfélag Akureyrar og undir stjórn Hallgríms Indriða- sonar. Nýr fólkvangur eða útivistar- svæði á að vera bæjarfcúum. kærkominn. □ Margir bílar Á ÞESSU ÁRI hafa 5333 bíla.- verið fluttir til landsins, þ. <, frá 1. janúar til 1. september, nýjar og notaðar. Volkswager. hefur vinninginn, hvað töluna snertir, en af þeirri gerð voru fluttir inn 592 umrætt tímabiL Næstir komu Ford og Fiat. Q ik TÓKUM UPP í GÆR glæsilegt úrval af kjólaefnum. Einnig damask gluggatjaldaefni. Bómullarefni með myndum í barnafatnað. Straufrítt sængurveraefni, sængur og koddar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.