Dagur - 09.12.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÉÖSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentvcrk Odds Björnssonar h.f. MIKILL ÁFANGI HVER einasti Islendingur beið þess með óþreyju að fá fregnir af þeirri tillögu íslendinga, Perúmanna og fimmtán annarra þjóða, sem efna- hagsnefnd Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna fékk til meðferðar um síðuslu helgi. Hún fjallaði um varan leg yfirráð ríkja yfir náttúruauðlind- um sínum, þar á meðal hafsbotnin- um og sjónum yfir lionum, lit frá ströndum. Miklar umræður urðu um tillögu þessa, sem Haraldur Kröyer frá Akureyri flutti af sinni kunnu háttvísi og rökfestu. í atkvæðagreiðslunni um málið hlaut tillagan einróma samþykki og ekkert mótatkvæði, en allmörg ríki sátu hjá, þeirra á meðal öll ríki Vestur-Evrópu, Norðurlöndin með- talin. En írland greiddi þó tillög- unni atkvæði. Þetta þykir umtalsverður sigur í landhelgisdeilu okkar íslendinga, sem unninn er á alþjóðavettvangi af fulltrúum okkar, sem þar standa saman eins og allir landar, hvar sem þeir eru og hvað sem þeir starfa. Því er ekki að neita, að í umræðum um nefnda tillögu komu fram nokkrar breytingartillögur og ennfremur hörð mótmæli, svo sem frá Bretum og Bandaríkjamönnum. En breyt- ingartillögurnar voru allar felldar og íslenzku fulltrúarnir mættu and- mælum andstæðinganna með ákveðn um rökum, og þar kom annar Akur- eyringur við sögu, Gunnar Schram, og kom til nokkurra orðaskipta, þar sem mjög greindi á. Fulltrúi Breta vitnaði til svokallaðs úrskurðar Haagdómstólsins, samkvæmt full- gildum samningi þeirra við íslend- inga 1961. Dómstólinn hefði síðan bannað fslendingum að áreita brezk skip á miðunum við ísland og væri Bretar því í fullum rétti. Þrátt fyrir þetta trufluðu íslenzk varðskip brezka veiðiflotann. Svör fslendinga við þessu voru þau, að samningur- inn frá 1961 væri úr gildi fallinn, enda var honum sagt upp með lög- legum fyrirvara. í öðru lagi hefði Haagdómstóllinn enga lögsögu í málinu, hann ætti meira að segja eftir að fjalla um það sjálfur, hvort svo væri. Brezkir togarar væru ekki að veiðum á úthafinu, heldur innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu, en þar væru þeir landhelgisbrjótar. f fyrradag var svo ákveðið í stjóm- málanefnd Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, að fyrirhuguð Haf- réttarráðstefna skuli hefjast með undirbúningsfundi í New York seint á næsta ári, en henni síðan fram haldið í Santiago fyrir mitt ár 1974. En á þessari ráðstefnu verður f jallað um forgangsrétt strandríkja til land- grunnsins. □ Fulltmafundur landsliluta Framhald á grein 53. tbl. IV. Jákvæð byggðaþróun. Til þess að knýja fram já- kvæða byggðaþróun leggur fundurinn áherzlu á eftirfar- andi aðgerðir: Stjórnkerfið. Vandamál byggðaþróunar eru meðal brýnustu verkefna hins opinbera stjórnkerfis, en eru þar olnbogabarn. Nauðsyn- legt er, að nægir starfskraftar af hálfu ríkisins starfi eingöngu að mótun og framkvæmd byggðastefnu ríkisstjórnarinnar hverju sinni, og að þessum mála flokki verði skipaður sérstakur sess í stjórnkerfinu. Komið verði á raunhæfu samstarfi milli landshlutasamtaka sveitar félaga og ríkisstjórnarinnar um mótun og framkvæmd byggða- stefnu. Fjármagn. Nauðsynlegt er að stofnun sú, sem falin er umsjá byggða- þróunar, hafi aðstöðu til áhrifa á ýmsa fjármagnsstrauma í þjóðfélaginu. Sérstaka áherzlu ber þó að leggja á eflingu Byggðasjóðs þannig að sjóður- inn geti á raunhæfan hátt ann- að því hlutverki sínu að stuðla að hagkvæmari þróun byggðar í landinu með skipulegum hætti. í því sambandi er lögð áherzla á eftirfarandi: 1) Sjóðnum verði tryggðar mun hærri fastar tekjur en nú er. 2) " Sjóðurinn verði einungis not'aður til að framfylgja byggðastefnu á hverjum tíma en ekki sem almennur stofn- láhasjóður til þess að létta á öðrum stofnlánasjóðum t. d. Fiskveiðasjóði og Iðnlánasjóði. • 3) Sjóðurinn verði hluti þeirr ar stofnunar eða deildar sem fjallar um byggðaþróun. 4) Haft verði fullt samráð við landshlutasamtök sveitarfélaga um lánveitingar úr sjóðnum, svo sem mælt er fyrir um í lögum. 5 Vestfirðir, Norðurland og Austurlnad njóti eðlilegs for- gangs um lánveitingar úr sjóðn um, þar sem röskun byggðar hefur verið þar mest og fyrir- sjáanlegt er að hún haldi áfram verði ekki að gert. Atvinnumál. Uppbygging atvinnuvega hvers landshluta verður að vera fjölskrúðug til þess að nægilegt úrval atvinnutækifæra bjóðist fólki með mismunandi hæfni, áhuga og menntun. Horfur eru á, að mest allt viðbótarvinnuafl þjóðfélagsins á næstu árum fari til úrvinnslu- og þjónustu- greina, en framleiðsluaukning frumgreinanna byggist fyrst og fremst á stórvirkari tækjum og vaxandi arðsemi lands og sjáv- ar. Við þessar staðreyndir verð- ur uppbygging atvinnulífs hinna strjálbýlli landshluta að miðast. Útilokað er að þeir verði hráefnaframleiðendur ein göngu eigi að stöðva áframhald- andi byggðaröskun. Áherzla er lögð á eftirfarandi: 1) Þróun hinna hefðbundnu atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs, á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, verður að vera í samræmi við það sem gerist í öðrum lands- hlutum. Þýðingarmikið er að sérkostir þessara landshluta nýt ist. Fagna ber fyrirhugaðri ræktun holdanautastafns. Nauð synlegt er að rannsaka mögu- leika á fiskirækt í öllum lands- hlutum. Fundurinn heitir á ríkisstjórnina að tryggja rekstr- argrundvöll hinna nýju togara, þangað til árangur landhelgis- útfærslunnar fer að segja til sín. 2) Við gerð þeirrar iðnþróun- aráætlunar, sem nú er unnið að verði fullt tillit tekið til þess hve gott tæki slík áætlun getur verið til áhrifa á þróun byggðar í landinu. Lögð er áherzla á, að í kjölfar hinnar almennu áætl- unar komi landshlutaáætlanir, sem geri ráð fyrir verulegri dreifingu iðnaðarins um landið. Ríkisvaldið beiti ýmsum aðferð- um, sem góð reynsla er fengin á erlendis, til að auðvelda fyrir- tækjum staðsetningu utan Reykjaness. Koma þar t. d. til greina sérstakar skattreglur ríkisins, hagkvæm lán, afskrifta framlög o. fl. 3) Við uppbyggingu orku- vinnslu landsins verði fullt til- lit tekið til þarfa iðnaðar í hin- um ýmsu landshlutum og áherzla lögð á framboð ódýrrar og öruggrar orku í hverjum landshluta. Við val virkjana verði hagkvæmni og öryggis- sjónarmið hvers landshluta lát- in ráða. 4) Ríkisvaldið beiti sér fyrir því að ytri aðstæður þjónustu- starfsemi á hinum ýmsu lands- hlutum batni, m. a. með aðgerð- um í samgöngumálum sem tryggi öruggar samgöngur inn- an landshlutanna allt árið á landi, sjó og í lofti. 5) Lögð er áherzla á, að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir flutningi opinberra stofnana út á land, staðsetningu nýrra stofnana þar og stofnun deilda ýmiskonar opinberrar þjónustu og stjórn- sýslu í hverjum landshluta. Ríkisstjórn og Alþingi hefur full umráð yfir þessum málum og reynsla nágrannaþjóða okk- ar sýnir, að hér er um mjög þýðingarmikið tæki að ræða til áhrifa á þróun byggðar, því (Framhald af blaðsíðu 8) BLESSAÐ VATNIÐ Síðan mengunin tók að ógna mannmörgum þjóðum, varð gott vatn bæði vandfundnara og dýrmætara. Á síðari árum hef- ur neyzluvatn verið flutt á milli landa og fara þeir flutningar ört vaxandi. Norðmenn flytja t. d. verulegt magn drykkjar- vatns til margra landa. Og hér á fslandi er nú undirbúinn út- flutningur vatns. Það er Rolf Johanson & Co., sem þessa dl- raun gerir og sendir bráðlega nokkur tonn tíl Þýzkalands og Niðurlanda. Verður vatnið sent í tveggja lítra fernum, sem húð- aðar eru innan með áli. En vatn í þessum umbúðum skemmist ekki við langa geymslu. BÆJARLÆKUR BÓNDANS Bóndi einn kom að máli við blaðið og gat þess, að bæjarlæk- ur sinn kæmi djúpt úr jörð skammt frá, og væri vatnið ís- kalt og framúrskarandi gott. Sjálfsagt er það rétt og geta menn tíl gamans reiknað út Vatnsverðið á ári og gefið sér áætlað söluverð á lítra í það dæmi, hver í sínum bæjarlæk. En á hitt má einnig líta, hve dýrmætt gott neyzluvatn er, án gróðahyggju. Við erum svo heppnir, að eiga nægilegt magn þeirra gæða víðast hvar á land- inu. MEÐALVERÐ 45 ÞÚSUND f fréttabréfi SÍS segir, að mark- aður fyrir íslenzka reiðhesta erlendis fari stöðugt vaxandi og með þessu móti er m. a. unnt að skapa atvinnutækifæri fyrir menntað fólk úti á landi. Bent skal á, að með deildarskiptingu opinberra stofnana eftir lands- hlutum verður þjónusta stofn- anna virkari og ódýrari fyrir þjóðarheildina. Rétt er að at- huga hvort hagkvæmt sé að rík- ið byggi, í samvinnu við lands- hlutasamtök sveitarfélaga opin- berar stjórnsýslumiðstöðvar í landshlutunum til þess að auð- velda flutning deilda ýmissa opinberra stofnana út á land. Menntamál. I. Jöfn aðstaða til menntunar hvar sem búið er á landinu er eitt af grundvallaratriðum sem þarf til tryggingar búsetujafn- vægi. II. Lágmark menntunarað- stöðu verður að vera, að hægt sé fyrir unglinga að ljúka gagn- fræða- eða landsprófi (grunn- skólastigi) í heimabyggð sinni. III. Menntaskóli í hyerjum landshluta er nauðsyn og vinna a ðþví að koma á fót mennta- skóla í öllum landshlutum. IV. Með síauknum kröfum hvað snertir hollustuhætti og úrvinnslu sjávarafurða eru fisk iðnskólar í hverjum landshluta nauðsyn, til að tryggja öryggi í meðferð útflutningsafurðanna. Heilbrigðismál. Með löggjöf í heilbrigðismál- um verður að koma sem allra fyrst. Staðsetning og uppbygg- ing heilsugæzlustöðva skal ákveðast í fullu samráði við landshlutasamtökin. Núverandi fólksfjöldi í hinum ýmsu sveitar félögum, er ekki raunhæfur mælikvarði hvað snertir stað- setningu heilsugæzlustöðvar, heldur skipta þar meginmáli vegalengdir með sjúka og slas- aða, veðurfar, samgöngur og önnur staðbundin skilyrði. □ áætlað, að hann nemi á þessu ári allt að 50 milljónum króna. Búvörudeild Sambandsins hafði í lok október í ár flutt út reið- hesta fyrir 38.5 millj. kr. Var meðalverðið 45 þúsund krónur. Hefur mörgum bóndanum orð- ið drjúg tekjulind að þessum útflutningi. BREYTT STEFNA Sú stefna er að verða ráðandi, að flytja út tamda góðhesta, í staðinn fyrir stóð áður. Má búast við, að enn fari verð slíkra hrossa mjög hækkandi, þótt kröfur aukist einnig um leið. Þessum kröfum má eflaust mæta með skynsamlegum kyn- bótum og „staðlaðri tanmingu“ að einhverju leyti. En á þessmn sviðum báðum eru breytíngar mjög auðveldar, þótt þær liljóti að taka sinn tínia. A LEH) TIL TUNGLSINS Þrír Bandaríkjamenn eru nú á leið til tunglsins í Apollo 17. og eru væntanlegir þangað á mánu dagskvöld. Þar munu tveir fara í tunglferjunni tíl lendingar en sá þriðji bíða í geimfarinu. Hraði farkostsins er sagður 38 þús. km á klukkustund. Fyrst var farið í þrjá hringi kring um jörðina en síðan stefna tekin tíl ákvörðunarstðar og farið á meiri ferð en upphaflega var gert ráð fyrir, til að vinna upp seinkun þá, er varð vegna bil- unar við flugtak. Hið mikla vísindalega afrek, að komast tíl tunglsins, var fyrr á hvers manns vörum. SMÁTT & STÓRT BLAÐINU hafa borizt nokkrar bækur frá bókaútgáfunni Örn og Örlygur í Reykjavík, og verður þeirra nú stuttlega getið. Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk sendir frá sér fyrstu bók sína: jNætursiaður — brot úii lífi borgarbama Það er ékki á hverjum degi, sem ung skáldkona kveður sér hljóðs og því munu án efa marg ir vera fofvitnir, bæði um höf- undinn sjálfan og framlag henn ar til íslenzkra bókmennta. Snjólaug lét þess getið nýlega í blaðaviðtali, að saga hennar væri fyrir venjulegt fólk, skrif- uð á venjulegu máli, og er það satt og rétt. Snjólaug Bragadóttír.' ! NÆTURSTAÐUR er sam- tímasaga úr Reykjavík. Þrjár ungar konur, með ólíkt uppeldi. og lífsviðhorf, leigja saman íbúð. Sagan greinir frá sambúð- inni, sorgum og gleði. Margs konar vandamál er við að etja, bæði félagsleg og persónuleg, sum leysast önnur ekki. Vinir og kunningjar koma við sögu og ekki má gleyma misjafnlega flóknum ástamálum. Snjólaug Bragadóttir fæddist á nýárdag 1945 á Skáldalæk í Svarfaðardal. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Hermannsdóttir frá Bakka á Tjörnesi og Bragi Guðjónsson frá Skáldalæk. Hún ólst upp á Akureyri hjá foreldr um sínum, fór snemma að vinna, lauk gagnfræðaprófi árið 1962, fluttist til Reykjavíkur og er í hópi blaðamanna hjá Tím- anum. Hún er skarpgreind kona og dugleg, svo sem Dagur getur með ánægju vottað, því að hér við blaðið vann hún nokkurn tíma, en þá þegar hafði einhver hvíslað því henni í eyra, að hún ætti að skrifa bók eða bækur. Þessi nýja bók Snjólaugar kem- ur því ekki mjög óvænt, og ekki kemur það heldur neitt á óvart, þótt þær yrðu fleiri og mikið lesnar. Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í Við- ey h.f. og bundin í Bókbindar- anum h.f. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason, en prentmót vann Litróf h.f. Þrautgóðir á rauiiastmid Steinar J. Lúðvíksson tók saman. Fjórða bindi þessa ritverks er komið á markaðinn. Það tekur yfir árin 1948—1952 að báðum árum meðtöldum. Bókin geym- ir að sjálfsögðu alla atburði á sviði björgunar og sjóslysa á 5 þessum árum, en þeim er gerð misjafnlega mikil skil eftir efni og atvikum. Meðal stærri kafla í bókinni má nefna frásögn af strandi brezka togarans Sargon við Hafnarmúla í Patreksfirði í desember 1948, tæpu ári eftir að brezki togarinn Dhoon fórst undir Látrabjargi, en þar kom sama björgunarfólkið við sögu. Nokkur hula hefur ætíð þótt ríkja yfir því sem gerðist um borð í Sargon, fyrir og eftir strandið. Til þess að svipta þess ari hulu á brott og fá sem sann- asta og réttast mynd af því sem gerðist um borð í skipinu fór hinn kunni útvarpsmaður, Páll Heiðar Jónsson, til Bretlands á vegum bókaútgáfunnar og leit- aði uppi þá af skipbrotsmönn- unum, sem enn eru á lífi. Frá- sögn þeirra var tekin upp á segulbönd og hún síðan ofin inn í atburðarásina af höfundi bók- arinnar, Steinari J. Lúðvíks- syni. Bókin er gefin út í samráði við Slysavarnafélag íslands, og í formála þakkar höfundurinn, Steinar J. Lúðvíksson blaða- maður, forráðamönnum félags- ins fyrir margvíslega aðstoð og fyrirgreiðslu. Bókin er 192 blaðsíður. Hún er sett í Prentstofu G. Bene- diktssonar, prentuð í Viðey h.f. og bundin í Bókbindaranum h.f. Hilmar Helgason gerði kápu- teikningu, en Litróf sá um myndamót. Meðan jörðin grær Höfundurinn, Einar Guð- mundson, er fæddur í Hergilsey á Breiðafirði árið 1931 og þar ólzt hann upp til 11 ára aldurs. Þá flutti faðir hans, Guðmund- ur J. Einarsson, að Brjánslæk. Ekki hefur Einar slitið mörg- um skólastólum. Hann lærði í farskóla frá 9 ára til 14 ára ald- urs, en stundaði síðan nám í bréfaskóla. Frá unga aldri stundaði Einar margs konar vinnu á sjó og landi, þar til hann einn góðan veðurdag gifti sig stúlku af sömu slóðum. Þau stofnuðu ný- býlið Seftjörn hjá Brjánslæk, og hafa búið þar síðan og eign- azt sjö börn. MEÐAN JÖRÐIN GRÆR er þjóðlífssaga að vestan og sunn- an. Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, en þess má þó geta,- að þetta er magnþrungin mann- lífssaga, sem engin leggur frá sér ólesna. Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í Við- ey h.f. og bundin í Bókbindar- anum h.f. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót. Brú milli heima þessi tæmir ekki það ómælan- lega verkefni að skrásetja merk ar frásagnir, sem eru í geymd víða um land, en hún bregður ljósi á merkan lækningamiðil og starf hans. í upphafi bókar segir m. a.: Hjálparstarf Einars er ekki bundið því fólki sem sækir hann heim. Fjarlægð skiptir engu og margir eru þeir, sem skrifa honum og höf skilja á milli og síminn er óháður eðli fjalla. Þegar dagurinn breiðir nóttina yfir höfuð, lokar Einar sig inni í lækningaherberginu og kemst þegar í samband við lækna sína. Hann gefur upp nöfn og heimilisföng sjúklinga, og óteljandi hjálparsveitir eru þegar að störfum. Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð í Viðey h.f. Bókbindarinn h.f. sá um bókbandið en Litróf h.f. um prentmót. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. Eyjan Iians Múmínpabba Jón Jónsson á Gýgjarhóli MINNING LAUGARDAGINN 11. þ. m. var borinn til moldar Jón Jóns- son fyrrverandi bóndi á Haf- steinsstöðum en síðar á Gýgjar- hóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Hann var jarðsettur í fjölskyldu grafreit í túninu á Hafsteins- stöðum, þar sem hátt ber og vel sér yfir eylendið skagfirzka. Jón var yngstur þeirra Haf- steinsstaðasyskina, barna merk- ishjónanna Jóns Jónssonar hreppstjóra og dannebrogs- manns ög Steinunnar Árnadótt- ur frá Yzta-Mói í Fljótum. Eru þau systkin þá öll látin, en þau voru auk Jóns, Valgerður lengst búsett í Reykjavík, gift Bjarna Sigurðssyni frá Stóra- Vatnsskarði, Árni Hafstað bóndi í Vík, kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur frá Geir- mundarstöðum og Sigríður Snæ land, gift Pétri Snæland, en þau bjuggu lengi í Hafnarfirði, en síðast í Reykjavík. Múmínálfar hinnar finnsku skáldkonu Tove Jansson, verða æ vinsælli meðal íslenzkra barna. Lesendahópurinn fer stækkandi og nú er komin út fimmta bókin um múmínálfana. Hún nefnist EYJAN HANS MÚMÍNPABBA. Þýðandi er Steinunn Briem. Vesalings múmínpabbi er orð inn hálfleiður á lífinu heima í múmíndal. Hann vantar ný og skemmtileg verkefni, því að hann er löngu búinn að gera allt sem þurfti að gera: leggja veg, smíða brú og bryggju, hús- gögn og annað sem fjölskyldan þurfti á að halda. Og nú finnst honum hann ekki vera til neins gagns lengur. Múmínpabbi og fjölskylda flytja til eýðieyjar langt úti í hafi, og setjast að í heljarstórum vita sem bíður þeirra, dimmur og galtómur. Vitavörðurinn er horfinn, og þau fá ekki orð upp úr gamla fiskimanninum um afdrif hans. Lífið er ekki alltaf auðvelt á eyjunni hans múmínpabba, en smám saman sigrast þau á öll- um erfiðleikum. Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í Við- ey h.f. og bundin í Bókbindar- anum h.f. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót.' Q Frá Bridgefélagi Akureyrar FIMMTA umferð í sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð sl. þriðjudag. Alls taka 9 sveitir þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit' Alfreðs 20 — sveit Valdimars 0. 2. Sveit Viðars 20 — sveit Þórarins 0. 3. Sveit Þormóðs 14 — sveit Páls 6. 4. Sveit Guðmundar 13 — sveit Sveinbjörns 7. Sveit Sigurbjörns sat yfir, en áður höfðu sveitir Alfreðs, Þor- móðs, Sveinbjörns og Viðars setið yfir. Röð sveitanna er þessi: stig 1. Sv. Páls Pálssonar 76 2. — Sigurbj. Bjarnasonar 69 3. — Alfreðs Pálssonar 66 4. — Guðm. Guðlaugssonar 58 5. — Sveinbj. Sigurðssonar 44 6. — Viðars Valdimarss. 43 7. — Þormóðs Einarssonar 42 8. — Valdimars Halldórss. 2 9. — Þórarins B. Jónssonar 0 Útverðir íslenzkrar menningar Einar Jónsson á Einarsstöð- um í Reykjadal hefur í kyrrþey unnið merkilegt líknar- og lækn ingastarf. Nafn hans hefur víða heyrzt, þótt þeir séu færri sem kynnzt hafa Einari náið. Einn þeirra manna, sem notið hefur hjálpar Einars er Jónas Jónas- son útvarpsmaður. Jónas hefur nú fært til bókar kynni sín af hinum merka lækningamiðli og nokkurra annarra karla og kvenna, sem telja Einar hafa komið sér til hjálpar þegar á reyndi. Á bókarkápu segir m. a.: í þessari bók er rætt við nokkra aðila sem kynnzt hafa af eigin raun lækningamætti Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Bók UM þessar mundir gefur Al- menna bókafélagið út bókina Útverðir íslenzkrar menningar eftir dr. Richard Beck. í bók- inni greinir höfundur frá nokkr um þeim mönnum úr hópi „and legra höfðingja enskumælandi“, sem öðrum fremur hafa borið hróður íslands fyrir brjósti og eflt hver á sínu sviði þekkingu heimsins á sögu hennar og menningu að fornu og nýju. Menn þessir eru George P. Marsh, bandaríski fjölfræðing- urinn og athafnamaðurinn; Henry W. Longfellow, skáld, Bayard Taylor, rithöfundur og sendiherra; Willard Fiske, pró- fessor; Arthur M. Reeses, bók- menntamaður; Charles Venn Pilcher, biskup í Ástralíu og síð ast en ekki sízt Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður. í stuttum formála að bókinni segir Tómas Guðmundsson: Jón Jónsson var fæddur. á Hafsteinsstöðum 21. maí árið 1888 og var því á 85. aldursári, er hann lézt. Hann stundaði bú- skap alla sína starfsævi, fyrst hjá föður sínum, þá bóndi í sam býli við hann, en síðan einn bóndi á Hafsteinsstöðum, lengst af á allri jörðinni, en síðar á hálflendunni, eftir að hann, laust fyrir 1940, seldi helming jarðarinnar Jóni Björnssyni söngstjóra. Hann varð búfræð- ingur frá Hólum 1908 og var því vel undir ævistarfið búínn, enda reyndist hann dugandi bóndi. Hann hafði eins og ýmsir fleiri beitarhús niðri á eylend- inu allt austur undir.bakka Hér aðsvatna, þar sem beibvar fyrir sauðfé í stör og kvisti.mýranna oft langt fram á .vetur,og ekki, síður á vorin. Þannig sparaðist líka sú fyrirhöfn, að þurfa að( flytja heim erigjaheyið langan og erfiðan heybandsveg’ 'neða'íi úr eylendinu á sumrin'. ‘Það kostaði hins vegar það, að fatra varð til gegninga dag hvern að vetrinum þessa drjúglöngu leið, hvernig sem viðraði. I En Jón lét sér það ekki fyrir brjósti brenna. Hann hafði jafn- an trausta hesta á járrium og reið á beitarhúsiri og kærði sig kollóttan, þótt svalan blési og norðanhríðin æddi inn héraðið. Sjötta og síðasta umférð fyrir jól verður spiluð þriðjudags- kvöldið 12. desember að Hótel KEA. □ „Ekki orkar það tvímælis, að það sé oss íslendingum sjálf- sögð ræktarskylda að vita deili á þeim ágætismönnum, sem á ýmsum tímum hafa borið hróð- ur þjóðar vorrar fyrir brjósti og eflt hver á sínu sviði þekk- ingu heimsins á menningu henn ar að fornu og nýju. Saga þeirra kemur oss öllum við, og vér eigum þeim þökk að gjalda. En það ætla ég, að lesendum þessarar bókar muni ekki síður verða tíðhugsað til höfundarins sjálfs, þess manns, sem flestum fremur á heima meðal þeirra útvarða þjóðar vorrar, er þar er sagt frá.... “ líkast því,. að ég sé úti í léttri þoku, og sól fyrir ofan. Og þetta voru ekki bara hreystiyrði hans. Það var auð- heyrt á orðræðum hans og vak- andi áhuga á mönnum og mál- efnum líðandi stundar, að hann taldi sig ekki dæmdan úr lífsins leik. Hann var vel sáttur við til- veruna og beið æðrulaus síns skapadægurs. Hann átti líka láni að fagna í sínu fjölskyldulífi. Hann eign- aðist ágæta eiginkonu, sém reyndist honum með prýði og þá bezt, þegar þörf hans var mest. Hún heitir Olga Sigur- björg Jónsdóttir bónda á Kimba stöðum í Skarðshreppi, kvenna fríðust og fínlegust einnig nú á efri árum, en hún var 15 árum yngri en bóndi hennar. Synir þeirra eru tveir, Jón Hafsteinn, kennari við Mennta- skólann á Akureyri, en hann er kvæntur Soffíu Guðmundsdótt- ur tónlistarkennara, og Ingvar Gýgjar, byggingarfulltrúi á Norðurlandi vestra, kvæntur Sigþrúði Sigurðardóttur frá Litlu-Giljá. Upp úr 1950 tóku þeir feðgar, Jón og yngri sonurinn, Ingvar, að byggja upp nýbýli á þeim helming Hafsteinsstaða, sem Jón átti. Var nýbýlið nefnt Gýgjarhóll og stendur á hól ofan þjóðvegarins, fallegt býli og snyrtilegt. Þar átti Jón heimili upp frá því. Hann vann að búi Ingvars, meðan getan leyfði, og þegar sjónin var þrotin naut hann umhyggju fjölskyldu sinnar, eiginkonu, sona og tengdadætra með þeim hætti, að á betra verð ur eigi kosið. Og hann átti því láni að fagna, að mega fylgjast með annarri kynslóð afkom- enda sinna vaxa úr grasi á jörð- inni, þar sem ættin stendur djúpum rótum. Hann var eftirminnilegur maður, sem vinir og kunningjar munu jafnan minnast með ánægju og þakklæti. j Bókin Útverðir íslenzkrar menningar er 198 bls. að stærð. Torfi Jónsson annaðist útlit bók arinnar, en setning, prentun og bókband fór fram í Prentsmiðj- unni Eddu. Q Jón var drenglundaður og raungóður í bezta lagi, og greið- vikni hans var við brugðið. Einnig var hann manna frænd- ræknastur 'og ntltu þess ekki sízt skyldmenni hans af ungu kynslóðinni, sem minnast þess oft með þakklæti. Framan af ævi var Jón hraustmenni hið mesta og sagð- ur mikill vinnuþjarkur. En á efri árum átti hann við mikla vanheilsu að stríða, en það var asthma, sem tímunum saman lagðist svo þungt á hann að hann var hvað eftir annað nær dauða en lífi. En alltaf komst hann aftur á fætur og tók upp þráðinn að nýju við sín venju- legu bústörf, eins og ekkert hefði í skorizt. En þá tók sjóndepra að ásækja hann og fór svo, að hann varð alblindur mörg síð- ustu árin. Ekki megnaði það mótlæti heldur að lama andlegt þrek og kjark Jóns. Reyndar vildi hann alls ekki kalla blind- una mótlæti. Hann sagði það fullum fetum, að hún væri ekk- ert böl að bera. Menn halda, sagði hann, að blindur maður sjái eintómt svartamyrkur. En það er ekki mín reynsla. Mér er alltaf bjart fyrir augum. Einna Sigríður Á. Hafstað. ' Hjörtur E. Þórarinsson. Frú Steinunn Sigurðardóttir frá Göngustöðum Gegnum lífsins storma stóð, stælt og hress í lundu. il Var hún flestum væn og góð^ vinir glöggt það fundu. Þétt á velli, þétt í lund, þræddi sóma brautir. Oft um langa ævistund, ótal leystí þrautir. II Hla þoldi undanhald, öðrum gaf heilræði. Er nú gengin guði á vald, gefst þar livíld og næði. Þakkir skaltu þúsund fá, , í þessum smáu línum, og lúnztu kveðju hafðu frá hjartans vinum þínum. Vertu í friði vina kær, l\ veginn guð mun bcnda. |) Vinkonumar tryggar tvær, |) tregakveðjur senda. H. E. \ „Hig Rev“ bílabrautir Leikfangamarkaðuriim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.