Dagur - 09.12.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1972, Blaðsíða 1
Samvinnumenn gerasf hSuthafar Á SÍÐASTA aðalfundi Sam- vinnubankans var ákveðið að auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. kr. í allt að 100 millj. Jafnframt var samþykkt að gefa öllum íélagsmönnurn., samvinnu félaganna kost á að eignast hlut í bankanum. Hlutafjárútboðið er hafið á 10 ára afmæli bankans, sem stofnaður var 17. nóv. 1962 og verða hlutabréfin til sölu í bank anum og útibúum hans svo og í kaupfélögunum um land allt. Starfsemi Samvinnubankans hefur vaxið mjög á liðnum ára- tug. Við yfirtöku Samvinnu- sparisjóðsins, sem starfað hafði frá 1954, nam innlánsfé 152 millj. kr., en nemur nú um 1400 milljónum. Það sem af er árinu 1972 nemur innlánsaukningin 350 millj. kr. eða 34%. Starf- semi bankans er dreifð um land allt og hefur hann á liðnum starfstíma yfirtekið 12 innláns- deildir kaupfélaga og 2 spari- sjóði með innlánsfé samtals 94 millj. Bankinn starfrækir nú 10 (Framhald á blaðsíðu 6) Miksð atvinnuleysi er nú í Vopnafirði, 8. des. Hér er ekki mikill snjór en breytusnjór og allt jarðlaust í sveitinni. Bílfært er áð kalla innan sveitar en Sandvíkurheiði ófær, svo og aðrar leiðir út úr Vopnafirði á landi. Prestkosning fór fram í Hofs- prestakalli á sunnudaginn, og var umsækjandi aðeins einn, séra Haukur Ágústsson, sem hingað vígðist í haust. Hann var kosinn lögmætri kosningu, hlaut 229 atkvæði. Hann býr á hinu forna höfuðbóli Hofi. Lækni höfum við einnig og heit ir hann Þengill Oddsson. Þótt seint sé, er e. t. v. ástæða til að minnast á það, að í haust var um þúsund kindum fleira slátrað en í fyrrá, og var meðal- þungi dilkanna 15.83 kg, eða heldur meiri en haustið áður. Var þó meira um tvílembinga en í fyrra. Þyngstu meðalvigt höfðu dilkar Hermanns Einars- sonar á Hámundarstöðum, 200 talsins eða fleiri og jöfnuðu þeir sig með 18.6 kg. Mun féð hafa gengið mest í Sandvíkurheiði. En þyngsta dilkinn átti Erling- ur Pálsson, Ljótsstöðum, og vóg hann 31.6 kg. Atvinna í þorpinu er nú lítil eða engin, þegar frá eru taldar hinar sístarfandi þjónustustofn- anir. Sjósókn er engin og fram- kvæmdir engar heldur á þess- um árstíma. Búið er að selja Bretting og nýr skuttogari kemur ekki fyrr en í vor. Þ. Þ. FRÁ LÖGREGLUNNI Á AIÍUREYRI FRÁ lögreglunni í gær: Tveir voru teknir úr umferð vegna meintrar ölvunar við akstur. Þykir það nú naumast tíðindum sæta að menn séu teknir ölvaðir undir stýri, svo algengt sem það nú er orðið. Það sem af er þessu ári hafa 109 manns verið teknir af þessum sökum, og þar ef eru nokkrar konur. Nú fer í hönd mikill verzl- unar- og umferðartími, ef að vanda lætur. Lögreglan hefur beðið bæjarverkstjóra að leggja áherzlu á að halda opnum al- mennum bílastæðum við helztu verzlunargötur og hefur hann tekið því vel. Er fólk nú beðið að nota þessi bílastæði sem allra mest til að greiða fyrir umferðinni. □ Tillaga um biskupsstól fyrir Norðurland KIRKJUÞING vill vekja at- hygli ríkisstjórnar og Alþingis á fyrri samþykktum sínum um biskupsdæmi þjóðkirkjunnar. Jafnframt lætur þingið í ljós þá eindregnu ósk sína, að biskups- stóll fyrir Norðurland verði stofnsettur þjóðhátíðarárið 1974. Þessi ályktun kirkjuþings, sem biskup íslands flutti, var samþylckt. □ i frá sér Hrísey, 7. des. Það var haft á orði hérna um árið þegar mest- ur snjórinn var, að þá hefðu menn þurft að ryðja frá með hökunni, er þeir voru á leið milli húsa í vinnu sína. Ekki er þetta nú svona slæmt núna, en þó er kominn mikill snjór og myndarlegir skaflar. Þetta er eiginlega alveg dauð ur tími hjá okkur og lítið að Yalgarður Stefánsson. |> Flestum þykir nú orðið nóg urn snjóinn, enda er hann mikill. En hreinleiki er yfir snjóbreið- ❖ unni og margskonar fegurð. (Ljósm.: F. Vestmann) lalsverf vefrarríki á Fljóts Egilsstöðum, 8. des. Við stönd- um vel upp úr snjónum ennþá, þótt ekki séu háir í lofti. Hitt er rétt og satt, að kominn er nokk- uð mikill snjór og líklega alls staðar orðið jarðlaust á Héraði. Krepjusnjór og storka er yfir allt, og umhleypingar hafa ver^ ið miklar að undanförnu. Sam- göngur hafa því verið erfiðar mjög og nú eru allir heiðavegir með hökunni gera nema að undirbúa jólin, en það gera nú konurnar okkar að mestu leyti. Enginn fer á sjó, enda ekkert sjóveður. Helzt má til tíðinda telja, að Björg Björnsdóttir frá Lóni er að kenna okkur söng og æfir hún kirkjukór sóknarinnar. Við erum um 20, karlar og konur, sem syngjum, og efa ég ekki að söngurinn sé góður. S. F. Á LAUGARDAGINN, kluklcan 4, opnar ungur Akureyringur, Valgarður Stefánsson, málverka sýningu í Landsbankasalnum og sýnir þar 30 myndir, sem allar eru til sölu. Sýning þessi er frumsýning hins unga málara, en myndir eftir hann voru sýndar á sam- sýningu hér á Akureyri fyrir nokkru. Sýningin stendur til 17. desember, og mun mörgum leika hugur á að kynnast henni og höfundinum, sem mun lítt skólagenginn í þessari grein og sækir viðfangsefni sín oft í gamlar sögur og ævintýri. En líklegt er, að eitthvað muni honum kippa í kynið, því að faðir hans er Veturliði Gunnars son listmálari í Reykjavík, og ef svo er, kynni það að vera ómaksins vert að sjá sýninguna. lokaðir nema reynt að halda opinni leið um Fagradal. Þar var rutt í gær en lokaðist strax aftur. Þá hafa flugferðir fallið niður öðru hverju vegna dimm- viðris en einnig vegna hálku og snjóa á flugbrautinni. Oft er hvasst og hefur þá fyllt í þær slóðir, sem reynt hefur verið að gera vegna allra nauðsynleg- ustu flutninga. Hætt er við, að mikill snjór og jafnvel storka sé til fjalla. Hreindýrin eru þó ekki komin hingað út en í Skriðdal eru þau komin, enda leita þau fyrst þangað að jafnaði. Loksins get ég gefið þér töl- urnar um slátrun hjá Kaup- félagi Héraðsbúa. Á félagssvæði þess var lógað 50.844 kindum í haust og er það 4 þús. fleira en í fyrra. Meðalfallþungi dilka var 14.69 kg, sem er aðeins meira en í fyrra, enda vorið og sumarið með afbrigðum gott. Féð gekk ákaflega vel fram í vor. Bændur kvíða engu nú, þótt taki fyrir jörð, svo vel eru þeir heyjaðir. Egilsstaðabændur hafa nokkra tugi holdanauta. Naut þessi eru svört eins og syndin og gefa ágætt kjöt. Þessi holda- naut eru hraust og harðgerð og ganga hart að beit, fram eftir á haustin og fram á vetur, gæf- Dalvík, 8. des. Nýlega gáfu hjón in Anna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Jóhannesson, Hafnar- braut 30, Dalvík, húseign sína Elliheimilissjóði Dalvíkur, ásamt bókasafni, allmiklu að vöxtum. Fasteignamat hússins er um 400 þúsund krónur, að lóð meðtalinni. Einstökum fé- lögum hér á Dalvík hafa borizt stórgjafir í sama augnamiði, og hefur þeirra verið getið áður. Leikfélag Dalvíkur er að hefja ioíiagar á sjónleiknum lynd eru þau og meinlaus við menn, en þó er fráleitt að ætla þeim að ganga af á vetrum, svo sem sumir álitu að takast myndi. En fóðurvönd eru þau ekki í húsi. Þótt útivinna hafi fallið nið- ur, hafa allir nóg að gera og er ekkert atvinnuleysi hjá okkur. Um 40 manns vinnur hjá prjóna stofunni Dyngju og eru þar næg verkefni framundan. Þá er skóverksmiðjan Agila, sem hef- ur 20 manna starfslið og hefur ekki undan að framleiða skó- fatnaðinn. Sú verksmiðja hefur bætt sinn vélakost og hefur auk ið sína framleiðslu verulega. Svo eru hér vélaverkstæði og trésmiðjur og hjá bygginga- félaginu Brúnás vinna 40—50 manns. V. S. jarðlaust í Fljótum TALIÐ er nú jarðlaust með öllu í austanverðum Skagafirði, allt frá Hjaltadal, þar sem allt er á kafi, og til Fljóta, þar sem einn- ig er kominn mikill snjór. Hest- um á þessu svæði öllu þarf að gefa, því að hvergi næst til beitar. En snjóalög eru misjöfn í Skagafirði og víða fremur lítill snjór og beit góð fyrir hross. Q Þrír skálkar. Leikstjóri er Jó- hann Ogmundsson. í ótíðinni að undanförnu hafa áætlunarferðir verið stopular milli Akureyrar og Dalvíkur, enda treyst á einn bíl til þeirra hluta, með öllu óhæfan til vetr- arferða. Áður var notuð bifreið með drifi á öllum hjólum og gafst það vel. En í vor var skipt um sérleyfishafa á þessari leið og virðist hann hafa litla til- burði í þá átt að bæta úr þessu ástandi. J. H. ir ferðir í velur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.