Dagur - 20.12.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1972, Blaðsíða 8
8 * SMÁTT & STÓRT JÓLATRÉN Borið liefur á því nú og einnig í fyrra, að fingralangir menn hafa tolið grenitrjám fyrir jólin, höggvið þau upp þar sem mannaferðir eru strjálar og haft þau heim með sér. Þessi þjófn- aður er þeirn mun vítaverðari en annar, sem eigendum þykir vænna um þessi tré en annan gróður, svo vart verður metið til fjár. En trúlega fylgir því hvorki gæfa eða mikil gleði, a. m. k. engin jólagleði, að afla heimilum sínuin jólatrjáa með þessum hætti. JÖLABLAÐ DAGS Jólablað Dags kom ekki út í fyrra, en að þessu sinni var ákveðið að gefa það út. Það var póstlagt í gær til kaupenda út um land, en verður einhvern næsta dag borið út hér á Akur- eyri. Blaðið er 32 síður að stærð í venjulegu broti, og í því eru engar auglýsingar, fremur en áður. Gömul Jólablöð Dags eru sum orðin vandfengin og væri okkur greiði gerður, hér á skrif stofum Dags, að gömul Jólablöð bærust fremur hingað en að þau lentu í glatkistunni. GEN GISFELLIN GIN tagi. En í viðræðum manna nú, má heyra, að þótt stjórnarliðar séu ósælir yfir því, að feta hina troðnu slóð, eru stjórnarand- stæðingarnir mun vansælli. En þeirra vansæla eru vonbrigðin yfir því, að stjórnin hélt velli gegn óskum og einnig hamför- um íhalds og krata. Gaman- samur maður, nýkominn frá Reykjavík, sagði að það hefði mátt sjá mun á ýmsum fyrir- mönnum Sjálfstæðisflokksins bæði í fasi og klæðaburði, er von þeirra stóð hæst um stjórn- arskipti. Nú geta þeir vart tára bundist. RJÚPNAVEIÐIN Nú er birtutíminn skammur og þeir búnir að skjóta sér rjúpur til jólanna, sem til þess höfðu tíma og tækifæri og höfðu heppnina með sér. Það nýjasta í rjúpnaveiðum er notkun vél- sleðanna, sem rjúpnaskyttur nota nú í vaxandi mæli. Rjúpna veiðin gengur betur en í fyrra og skytturnar telja ólíkt meira af rjúpu en í fyrra, liafa jafnvel séð mikla hópa, einkum á flugi. Og rjúpunum á eftir að fjölga næstu árin, segja fuglafræð- ingarnir. Fara á vélsleðiem í rjúpnalöndin Sárið í brekkunni, og armur vélskóflunnar að starfi. (Ljósm.: E. D.) vegsfyllur í FYRRINÓTT, í asahláku, féllu tvær jarðvegsfyllur í brekkum Akureyrar. Onnur féll úr brekkunni í Innbænum og fór norðan við húsið Aðalstræti 28, þvert yfir götu og staðnæmdist á húsinu austan götunnar. Með sér tók fylla þessi bifreið og færði hana með sér yfir götuna. Hann skemmdist vonum minna en honum var mikil þörf á þvotti. Hvorki vár grjót eða klaki í þessari skriðu, því að jörð er algerlega; klakalaus. Þessi vegar tálmi var fjarlægður í gær. Þá bilðai hár og brattur kant- ur norðan við kirkjuna og féll Varanleg gafnagerð á Husavík VEÐURFARIÐ hefur verið á þann veg, að ísing hefur tvisvar slitið rafmagnsloftlínuna út á Höfðann og ákváðum við þá að leggja kapal í jörð út að sorg- eyðingarstöðinni nýju. Hún átti að vera tekin til starfa fyrir nokkru, en þessar raflínubilanir töfðu. En nú er verið að leggja jarðstrenginn og gengur það vel því að jörð er klakalaus. Mun stöðin þá þegar taka til starfa er rafmagn er þangað komið. Eftirtektarvert er, að nágrannasveitir hafa beðið um brennslu á soipi hér í sorpeyð- ingarstöðinni, sagði Haukur Harðarson bæjarstjóri blaðinu á mánudaginn. Um helgina kom til Húsavík- ur nýkeyptur veghefill, sem til- hluti hans niður og lenti á húsa- kynnum Smjörlíkisgerðarinnar, sem eitthvað skemmdust. □ fslcndingar eru vanir árlegum efnahagslegum aðgerðum stjórn valda, sem fyrst og fremst stafa af verðbólguþróun og ótryggum atvinnuháttum, Að þessu sinni er gengi krónunnar fellt lítils háttar, og er það víst fáurn fagn aðarefni að enn þurfi að gera efnaliagsráðstafanir af þessu Regina Mares sendir jólatré finnanlega vantaði. Vegagerðin hefur verið fús til að lána okkur sín tæki, en hennar verkefni sitja í fyrirrúmi, sem eðlilegt er. Vegir í héraðinu hafa verið mis- jafnir, þó fært fram í miðjan Bárðardal, en þaðan og fram á enda liefur ekki verið hreinsað af vegum. Mjólkina flytja bænd ur ,á vélsleðum og dráttarvélum. Frá Krossi að Fosshóli hefur vegurinn ekki verið hreinsaður, enda snjór ákaflega mikill á því svæði. Búið er að gera hér drög að áætlun um varanlega gatna- gerð, þannig, að samkvæmt henni á að Ijúka því verki á tíu árum. Verður væntanlega byrjað að vinna eftir henni næsta vor. AKUREYRINGAR muna Reg- inu Mares, þýzka skemmtiferða- skipið, sem kom hingað þrisvar í sumar og lágðist við Torfunefs bryggju, en farþegar stigu á land, áttu góð viðskipti við bæj- arbúa og fóru í ökuferðir. Útgerð skipsins hefur nú sent Akureyringum stórt og fallegt jólatré, sem sett hefur verið upp á Torfunefsbryggju. Fylgja því hinar beztu jólakveðjur og árn- aðaróskir til bæjarbúa. Mun ráðgert, að skipið komi hingað enn í sumar. □ SELDU FYRIR 573 MILLJÓNIR SÍLDARSÖLUM íslenzkra fiski skipa í Danmörku og Þýzka- landi er nú lokið á þessu ári, en síðustu sölurnar voru 11. og 12. desember í Danmörku. Síðastliðna viku seldu níu bát ar síldarafla í Danmörku, alls 488 lestir fyrir 12.6 milljónir ísl. kr. og meðalverð var 25.10 kr. íslenzku síldarbátarnir seldu samtals 38 þús. tonn á þessu ári, fyrir 573 millj. íslenzkra króna, og er því meðalverðið rúmlega 15 krónur kílóið. Bátarnir, sem síldveiðar þess- ar stunduðu, voru 44 talsins. En vertíð þessi stóð frá því í júní. SKÍÐARÁÐ Akureyrar efnir til tveggja skíðamóta á milli jóla og nýárs í Hlíðarfjalli. Þau hefjast 28. desember og þeim lýkur 30. desember. Unglinga- flokkarnir keppa annan daginn en fullorðnir hinn, sagði ívar Sigmundsson blaðinu í gær. Hann sagði ennfremur, að mikill og ágætur skíðasnjór hefði verið í fjallinu að undan- förnu. Skíðahótelið verður opn- að um miðjan janúar og hefjast þá hóp-heimsóknir skólafólks og mörg skíðamót eru fyrir- huguð. Fyrsta opinbera skíðamótið verður 14. janúar. Nokkrir ungir menn eru er- lendis og æfa sig í skíðaíþrótt- um. Tveir eru í Frakklandi, Árni Oðinsson og Haukur Jó- hannsson, og Halldór Matthías- son hefur æft göngu bæði í Noregi og Svíþjóð, en er nýkom inn heim. Þrír piltar og ein stúlka eru ennfremur í Svíþjóð, þau Margrét Baldvinsdóttir, Ás- geir Sverrisson, Valur Jónatans son og Tómas Leifsson. □ JÓN Illugason í Mývatnssveit hefur orðið við þeim tilmælum að vera fréttaritari Dags þar í sveit í stað Péturs Jónssonar í Reynihlíð, sem nú er látinn. í samtali við hann á mánudag- inn, sagði hann efnislega meðal annars: Nú ér búin að vera asahláka síðan fyrir helgi og telcur snjó- inn ört. Bílfæri er gott innan sveitarinnar og kisilvegurinn ágætur og mest farinn þegar vegir spillast eitthvað, því að honum er haldið færum í lengstu lög vegna stöðugra og nauðsynlegra flutninga kísil- gúrsins. Þó urðu á þessum vegi nokkrar tafir dag og dag vegna feikna mikilla snjóa. Kísilfram- leiðslan hefur gengið mjög vel og framleiðslan mikil. Nægilegt hráefni á að vera fyrir hendi til vorsins. Mývatn er lagt að mestu leyti en bílfært er það ekki ennþá, enda ekki mikil frost það sem af er. Bændur mega hafa tvö net til að veiða í til heimilis- nota. Margir bændur nota sér þetta og silungurinn, sem nú veiðist er bæði vænn og vel feitur. Veiðin er bundin við ákveðin svæði og eru netin lögð undir ísinn. Menn hafa verið að fara til rjúpna, einkum á snjósleðum og hafa fengið allt að 40 rjúpur á dag. En birtutíminn mun nú orðinn helmingi styttri en hann var í byrjun rjúpnaveiðanna í haust, svo að tæpast er þess von, að veiðin sé mjög mikil, sagði fréttaritari að lokum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.