Dagur - 20.12.1972, Page 1

Dagur - 20.12.1972, Page 1
BLAÐ 1 LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 20. des. 1972 — 60. tölublað jaNelat m FILMUhúsið AKUREYRI ótvíræður U> £ TILLAGA íslendinga, Perú- manna og margra annarra þjóða um rétt strandríkja til landgrunnsins og auðlinda í því og sjónum yfir því, var endan- lega samþykkt í gær sem álykt- un allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 102 ríki greiddu þess- ari tillögu atkvæði sitt, en 22 sátu hjá. Meðal þeirra ríkja, sem sátu hjá, voru Bandaríkin og öll Evrópuríki, nema Irland, Júgó- Þjófnaðir upplýstir og skjalafals LÖGREGLAN í gær: Tvö mál, varöandi ávísanafals, sem lög- reglan hefur haft til meðferðar síðustu tvær vikur, eru nú upp- lýst. Voru þar ungir menn að verki. Hafði annar krækt í upp- hæð, sem nam á milli 50 og 60 þúsundum króna. Þá hafa sjö innbrot og þjófn- aðir verið upplýstir og voru þar einnig tveir ungir menn að verki, þó ekki í félagi. □ TANNLÆKNAVAKT FÓLKI er bent á auglýsingu á öðrum stað í blaðinu, um tann- læknavakt, sem áður hefur ekki verið um hátíðar. Er nú hægt að ganga að tannlækni vísum, samkvæmt því, sem auglýst hefur verið, og ætti það að vera báðum aðilum hagfellt. □ slavía og Rúmenía, en meðal þeirra, sem guldu henni jáyrði sitt, voru Kanadamenn, Ný-Sjá- lendingar og Ástralíumenn. Miklar og harðar umræður urðu um tillöguna og beittu bæði Bretar og" Bandaríkja- menn sér gegn henni af hörku. Breytingartillaga um að fresta afgreiðslu málsins, þar til liafréttarráðstefnan kæmi sam- an, var felld með 50 atkvæðum gegn 40 og 28 sátu hjá, og tillaga Hollendinga um að breyta orða- lagi á þann veg, að niður félli það, er mestur styrinn stóð um, var felld með 74 atkvæðum gegn 26, en 25 sátu hjá. Samþykkt þessarar ályktun- ar er stórsigur fyrir íslendinga og má fastlega vænta þess, að hún greiði mjög götu þeirra í landhelgismálinu. □ I I ‘i e> í I "t V.' 1 I I v.c ± & 1 Hér cr á ferðinni íslenzkur hcstur í Danmörku og uregur hann léttan sleða. Gengi krónunnar breytt Stefán Valgeirsson alþingismaður svarar nokkrum spurningum GEN GISBREYTIN G íslenzku krónunnar hefur farið fram og var gengið lækkað um 10.7%, og er það mál nú efst á baugi í umræðum blaða og útvarps. Blaðið ræddi þessi mál og önn- ur við Stefán Valgeirsson al- þingismann í gær Hann sagði þá meðal annars á þessa leið: Samkvæmt viðtali vestur í áðalstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í gær, ríkir mikil ánægja meðal íslendinga þar vegna sam þykktar þingsins við ályktunar- tillögu íslendinga, Perúmanna og fleiri þjóða um réttindi ríkja til auðlinda á hafsbotni og í sjónum yfir þeim. En umræður voru harðar og stórveldin, að Kína undanskildu, lögðust á móti tillögunni. Breytingartil- lögur voru felldar og ályktunin samþykkt með 102 samhljóða atkvæðum. Styrkir þetta mjög aðstöðu okkar. í landhelgisdeil- unni og aukast líkur á hagfelld- ari úrskurði Haagdómstólsins en ella myndi verða, okkur í hag, svo að þessi samþykkt er stórsigur, og er þetta eflaust mesti stórviðburðurinn í gær, þrátt fyrir aðra stóra viðburði dagsins. En gengisbreytingin? Já, hin svonefnda valkosta- nefnd skipuð sjö mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum benti á þrjár aðalleiðir og voru sam- mála um þær. Ríkisstjórnin valdi uppfærsluleiðina, öðru nafni gengisfellingu, sem kunn- ugt er og stendur öll að henni. Auðvitað verða margir fyrir vonbrigðum með gengisfellingu, og hefðu orðið með hverja aðra leið. Við lofuðum því að auka kaupmátt launa og höfum stað- ið við það. Við lofuðum einnig að bæta hlut þeirra öldruðu og þeirra tekjulægstu í fcamleiðslu greinunum og höfum einnig við það staðið. En auðvitað var í kaupgreiðslum teflt á tæpt vað, þannig að um leið og á móti blés, svo sem sökum minnkandi afla, gátu atvinnuvegirnir vart staðið undir auknum tilkostn- aði af háu kaupi samfara hækk- un erlendra rekstursvara. eftir En kaupmáttur launa gengisbreytinguna? Kaupmáttur launa, sem tal- inn var hafa aukizt um 20%, er SITUR' EKKI A ÞINGI VEGNA VEIKINDA GÍSLI GUÐMUNDSSON al- þingismaður hefur ekki setið á þingi síðan í desemberbyrjun, af heilsufarsástæðum. Sæti hans tók Jónas Jónsson, aðstoð- armaður • landbúnaðarráðherra. Gísli hefur verið heilsuveill síðastliðið sumar, en gegndi þingstörfum nær tvo fyrstu mánuði þingsins. Og hér birtum við nýja mynd af þingmannin- um, sem hefur látið sér vaxa alskegg. □ BRENNUR um áramótin munu verða álíka margar og í fyrra, en börn hafa undanfarið verið dugleg að safna saman brennan legu efni til þessa og flestum verður vel ágengt í því starfi og áhuga þeirra vantar ekki. Jafn- framt því, að þetta viðfangsefni er við hæfi, vinna börnin veru- legt gagn með beinu hreinsunar starfi sínu. En leyfi þarf til að búa til brennur og börnin þurfa einnig að hafa fullorðinn mann með í ráðum, sem lögreglan samþykkir og ber hann veru- lega ábyrgð á brennunum, þeg- ar þar að kemur. Vöntun er engin á brennustöðum, en hins vegar færast þeir ofurlítið til, ár frá ári, vegna vaxandi byggðar. Á laugardaginn var Hafnar- stræti lokað, enda rnjög mikil umferð vegna verzlunar. Svo verður aftur gert þegar þurfa þykir. Bílastæði eru mikil, ef þau eru rétt notuð, og má þar nefna bílastæði bæði norðan og sunnan við POB, einnig sunnan við BSO, sem sjaldan er að fullu nýtt, og bendir lögreglan sérstaklega á þessa staði. □ Stefán Valgeirsson. auðvitað mikilvægur. Við fyrri gengisfellingar tók viðreisnar- stjórnin kaupvísitöluna úr sam- bandi, svo að launþegar báru skerðinguna bótalaust. Nú er þetta ekki gert og er á því meg- in munur. Nú verða laun greidd samkvæmt vísitölu og vinnst því það tvennt, að atvinnuveg- irnir eiga að hafa traustari grundvöll og launþegarnir að fá vísitölubætur á kaup. Margs- konar hliðarráðstafanir þarf svo APPÖLLO 17 LENDIR f IÍVÖLD APOLLO 17. átti að lenda á Kyrrahafi kl. 19.24 í gærkveldi, með geimfarana þrjá, tæki þeirra margvísleg og á annað hundrað klíó af grjóti, möl og sandi frá tunglinu. Vonandi hefur ferðin gengið að óskum. □ að sjálfsögðu að gera, samhliða gengisbreytingunni. Einhverjar ráðstafanir þurfti að gera til að tryggja fullan rekstur atvinnu- veganna og næga atvinnu, án skertra lífskjara. Þetta er merg- urinn málsins. Og fleiri tíðindi frá Alþingi? Já, fleiri tíðindi gerðust á Al- þingi í gær. Bjarni Guðnason sagði sig úr þingflokki Frjáls- lyndra og vinstri manna, en styður áfram ríkisstjórnina. Hann sagði sig þó ekki úr sam- tökunum og tók það skýrt fram. Ursögn hans mun hafa byggzt á því, að Félag frjálslyndra í Reykjavík mótmælti harðlega gengisfellingarleiðinni, sem þingmenn flokksins voru með- mæltir. Verða fjárlög afgreidd fyrir jólin? Að því er stefnt að fjárlögin verði til -þriðju umræðu á fimmtudaginn og efalaust verða þau afgreidd fyrir jólin, og enn- fremur frumvarpið um benzín- skatt og fleira í því sambandi, svo sem þungaskatt og gúmmí- gjald. Kemur þú lieim fyrir jólin, Stefán? Nei, því miður hef ég ekki tíma til þess nú. Ég og mín fjöl- skylda búurn hér í vetur. Þótt hlé verði á þingstörfum, þarf ég mörgum erindum að sinna. En strax eftir áramótin kem ég norður. Við hjónin biðjum fyrir beztu jóla- og nýárskveðjur til lesenda Dags og annarra norð- an fjalla, sagði alþingismaður- inn að lokum og þakkar blaðið svörin. □ Daguk kemur út á föstudaginn, 22. desember.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.