Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 2

Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 2
2 Lið Þórs hefur verið sigursælt í handknattleik. Skemmtilegir leikir i 2. deild um sl. helgi ÍBK—KA 16:14. Keflvíkingar komu norður um sl. hhlgi og léku við Akur- eyrarliðin í 2. deild í handknatt leik. Á laugardag léku ÍBK og KA, og var sá leikur hinn skemmtilegasti fyrir áhorfendur og mátti ekki á milli sjá fyrr en á síðustu mínútum hvort liðið færi með sigur af hólmi, en Kefl víkingar skoruðu 2 síðustu mörkin og sigruðu 16:14. í leik- hléi var staðan 5:4 fyrir KA, en það er ótrúlega lág markatala í handknattleik. í byrjun síðari hálfleiks komst KA 4 mörk yfir 9:5, en Keflvíkingum tókst að jafna 10:10, þá mátti sjá á markatöflunni 11:11, 12:12, 13: 13, 14:14. Það vantar kjölfestu í KA-liðið, það hefur nú tapað 3 leikjum í 2. deild með tveg'gja marka mun. Þór—ÍBK 22:16. Leikur Þórs og ÍBK, sem fram fór á sunnudag, var einnig hinn skemmtilegasti. Það var ekki fyrr en undir leikslok að Þór seig fram úr og sigraði með 6 marka mun. Fyrri hálfleikur Hjálpum V estmannaey ingum ÞEGAR hafa margir brugðizt vel við og sent peninga til hjálp ar hinum nauðstöddu frá Vest- mannaeyjum. Næsta sunnudag munu félagar úr Æskulýðs- félagi Akureyrar taka á móti framlögum fólks á þrem stöðum í bænum frá kl. 1—7 e. h. Þessir staðir eru: Akureyrarkirkja, Minjasafnskirkjan og Barna- skóli Glerárhverfis (gamli). Gefst öllum tækifæri til að koma framlögum sínum á þessa staði. Einnig er hægt að hringja í síma 11665 og þá munu gjaf- irnar sóttar heim til gefenda. Æskulýðsfélag 1 Akurcyrarkirkju. - Á vélsleðum... var mjög jafn og mátti sjá þess- ar tölur á markatöflunni, 4:4, 5:5, 6:6, 7:7, 8:8, en staðan í leik hléi var 11:9 fyrir Þór. Síðari hálfleikur var einnig jafn lengi vel, og er tæpar 10 mín. voru til leiksloka var staðan 13:13, en Þór var sterkari aðilinn í lokin og sigraði með 22 mörkum ÞRIÐJUDAGINN 23. janúar sl. lauk sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar. Alls tóku 9 sveitir þátt í keppninni, sem var ein- hver sú allra tvísýnasta og skemmtilegasta í mörg ár. Akureyrarmeistarar í bridge 1973 varð sveit Alfreðs Pálsson- ar, en auk Alfreðs eru í sveit- inni Guðmundur Þorsteinsson, Baldvin Olafsson og bræðurnir Jóhann, Ármann og Halldór Helgasynir. Þessir sömu menn urðu einnig Akureyrarmeistar- ar í fyrra. Keppnisstjóri nú sem fyrr er Albert Sigurðsson. Úrslit í áttundu umferð urðu þessi: stig Sv. Alfreðs—Sigurbj. 20—0 — Þormóðs—Þórarins 20—0 — Guðmundar—Viðars 20—0 — Sveinbj.—Valdimars 20—0 Akureyrartogararnir FRÁ Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f. á mánudaginn: Kaldbakur landaði 25. janúar 86 tonnum. Svalbakur er að landa 130 tonnum. Báðir þessir togarar verða bundnir þar til verkfall leysist. Sólbakur landaði 21. janúar 128 tonnum. Sléttbakur landaði 18. janúar 93 tonnum. Harðbakur landaði 15. janúar 142 tonnum. Q gegn 16. Þórsliðið hefur nú leik- ið 5 leiki í 2. deild og alltaf sigrað, og hefur hlotið 10 stig. Liðið er nú efst í deildinni. Þór hefur enn sem komið er leikið alla leiki sína á heimavelli, en nsesti leikur þeirra í 2. deild verður syðra, og bíða Akureyr- ingar spenntir eftir því að vita hvernig þeim vegnar þar. Þór á nú eftir að leika 9 leiki í 2. deild, þar af 6 fyrir sunnan. Sv. O. Sveit Páls sat yfir í áttundu umferð. Röð sveitanna er því þessi í lok keppninnar: stig Sv. Alfreðs Pálssonar 127 — Þormóðs Einarssonar 117 — Guðm. Guðlaugssonar 108 — Sigurbj. Bjarnasonar 108 — Páls Pálssonar 95 — Sveinbj. Sigurðssonar 77 — Viðars Valdimarssonar 68 — Valdimars Halldórssonar 16 — Þórarins Jónssonar 6 Næstu keppnir félagsins, Firmakeppni og Einmennings- keppni, standa nú yfir. Spilað er að Hótel KEA. Q BINGÓ HALDIÐ f BORGARBÍÓI GÓÐTEMPLARAR á Akureyri hyggja á fjársöfnun fyrir Vest- mannaeyinga. Meðal annars verður bingó í Borgarbíói laug- ardaginn 4. febrúar kl. 4 e. h. Ráðgert er að reyna nýja teg- und af bingói, það eru blokkir fyrir 21 bingó og kostar kr. 350 blokkin. Verðmæti verðlauna er kr. 48.000, þar að auki verðmæt- ur vinningur dreginn úr að- göngumiðum. Að sjálfsögðu er öll vinna og húsnæði gefið og vænst er til að Akureyringar fylli Borgar- bíó og sýni þannig hug sinn til Vestmannaeyinga. Q Sveil Alfreðs Pálssonar varð Akureyrarmeislari (Framhald af blaðsíðu 8) ferjuðu okkur og vélsleðana yfir. Heim til Akureyrar kom- um við klukkan þrjú um nótt- ina, Frá Mýri að húsi Ferða- félagsins við Jökuldal er um 100 km og mun þessi leið ekki hafa verið farin áður á þessum árstíma. Kristján Grant, einn af ferða- mönnunum, sagði blaðinu frá för þessari í gær. Q DAGUR BLAÐBURÐARBARN ÓSKAST! Blaðið óskar eftir að ráða barn til að bera út blaðið í Hafnarstræti. DAGUR, Hafnarstræti 90, sími 11167. Frá Krabbameinsfélagi Ákureyrar Leitarstöðin vekur athygli kvenna á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu á eftirfarandi atriðum: LEITARSTÖÐ félagsins er opin miðvikudaga kl. 14-17. Pöntunum er veitt móttaka miðvikudaga kl. 17— 18 í síma 1-14-77. Allar konur á aldrinum 25 til 75 ára eru vel- komnar, og hvattar til að koma. IÍRABBAMEINSFÉLAG AKUREYRAR. ATVINNA! Okkur vantar 1—2 verkamenn. ULLARÞVOTTASTÖÐ S. í. S. SÍMI 1-14-70. Húsnæði óskast. 2ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu. Uppl. í síma 1-10-57 eftir kl. 17. Herbergi óskast sem fyrst. Uppl. í síma 2-12-22. 2ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 2-19-74 eftir kl. 19. Fallegir kettlingar gef- ins í Mýraveg 116. FÓTSNYRTIN G Tek að mér fótsnyrt- ingu. o Uppl. í síma 1-20-94. TAPAÐ Gleraugu töpuðust síð- astliðið föstudagskvöld frá Kaupvangsstræti að Byggðaveg. Finnandi vinsamlegast skili þeim á afgreiðslu Dags. LEIKFÉLAG AKUREYRAR AUGLÝSIR! Kardimommubærinn, sýning fimmtudag kl. 8, laugardag kl. 2 og 5, sunnudag kl. 2 og 5. Miðasalan opin frá kl. 3—5 og klukkutíma fyrir sýningar. SÍMI 1-10-73. Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa. Bílaþjónustan, Ti-yggvabraut 14. GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ GRÆN GÚMÍSTÍGVÉL STÆRÐIR 28-41. SÍMI 21400 SKÓDEILD SÍÐBUXUR með broti. svartar, dökkbláar, dökkbrúnar. ENSKAR ÚLPUR (ódýrar) ÍSLENZKAR ÚLPUR, stærðir 36—42. PEYSUR væntanlegar. MARKAÐURINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.