Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstrætí 90, Akureyri
Símar 1-11-68 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
I TiMA TALAÐ
ÞJÓÐÓLFUR á Selfossi birti 13.
janúar atliyglisvert viðtal við Ólaf
Ragnar Grímsson liáskólakennara,
en liann er formaður í nefnd, sem
ríkisstjórnin skipaði til að gera til-
lögur um það, hvernig dreifa mætti
ríkisstofnunum um landið, meira en
nú er gert. í nefndinni eru auk
Ólafs: Bjarni Einarsson, Magnús
Gíslason, Jón B. Hannibalsson,
Magnús E. Guðjónsson, Helgi Seljan
og Sigfinnur Sigurðsson.
í lok viðtalsins við Þjóðólf lætur
nefndarformaðurinn, Ólafur R.
Grímsson, hafa eftir sér ummæli,
sem margir Norðlendingar munu
vilja taka undir af heilum huga.
Honum farast orð á þessa leið:
„Mér er engin launung á því, að
ég tel að spumingin um byggðarösk-
un á íslandi, sé erfiðasta þjóðfélags-
vandamál, sem við emm að glíma
við og eigum eftir að glíma við á Is-
landi. Sá straumur, sem ber uppi
áframhaldandi flutning fólksins til
höfuðborgarsvæðisins, er svo þung-
ur, að það þarf gífurlega stórt þjóð-
félagslegt átak til að snúa honum
við. Og því miður lief ég ekki ennþá
séð þær framkvæmdir eða áform um
framkvæmdir, sem em það umfangs-
miklar, að það sé nokkur von til
þess, að þær megni að snúa þessum
straumi við. Ég held, því miður, að
menn hafi ekki enn sem komið er
áttað sig á því, hvað þeir þurfa að
vera stórtækir í ráðstöfunum gegn
þessum fólksflótta og ráðstafanimar
er ekki nægilegt að takmarka við eitt
hvert ákveðið svið, eins og t. d. stofn-
anaflutning, heldur verða þær að
vera tengdar inn í atvinnusviðið,
menningarsviðið, félagsstarfsemina,
heilbrigðisþjónustuna, samgöngur
og ótal margt annað. Ef bókstaflega
allar aðgerðir ríkisvaldsins eru ekki
tengdar þessum ráðstöðunum, þá
óttast ég það mjög, að þessi skugga-
lega þróun muni halda áfram út
þessa öld.“
Ólafur segir ennfremur:
„Ég ber í brjósti þá von, að þeir
sem stjóma landinu núna og þeir
sem munu gera það í næstu framtíð,
hafi pólitískan styrk og þor til að
grípa til þeirra ráða, sem megni að
snúa þessari þróun við. Það má ekki
bíða lengi enn, að finna þau ráð, sem
duga. En það sem gert hefur verið
hingað til og vissulega ber að þakka,
em ekki nema litlar stíflur, sem ekki
hafa megnað að spyma svo teljandi
sé, við því mikla flóði, sem byggða-
röskunin á íslandi er.“ □
Ymislegt um bæjarmálefni
AKUREYRINGAR eru nú orðn
ir á tólfta þúsund að tölu og
byggð bæjarins hefur teygzt í
allar áttir. Síðasta ár höfðu
menn mikla atvinnu og góðar
tekjur, fleiri voru aðfluttir en
brottfluttir, heimafjölgun eðli-
leg og bærinn því í örum vexti.
Á mörgum sviðum atvinnulífs-
ins hefur vantað starfsfólk,
bæði konur og karla, við arð-
bæra atvinnu. Akureyri er fyrst
og fremst iðnaðar- og verzlunar-
bær, í fögru umhverfi byggður
ög veðurfar löngum stillt við
innanverðan Eyjafjörð. Akur-
eyri hefur verið talinn í senn
menningarbær og skólabær,
bær gróðursins og mikilla and-
ans manna. íþróttaaðstaða er
mikil, menningarleg söfn efld,
samgöngur betri en víðast ger-
ist og næstu sveitir einar hinar
mestu framleiðslusveitir lands-
ins, þar sem bændur hafa lyft
'Grettistökum með samvinnu og
atorku, Akureyri talinn ein-
stæður samvinnubær. En svo
ágæt sem Akureyri er, þarf hún
að verða betri. I sameiginlegum
málefnum er yfirstjórnin í hönd
um kosinna bæjarfulltrúa stjórn
málaflokkanna, sem kallaðir eru
Akureyrarflokkurinn milli kosn
inga, en munu þó vilja halda
vöku sinni. Vandamálin eru auð
vitað óteljandi, en forsjónin hef-
ur um sinn gert þau lítil og jafn
vel ómerkileg, og er þá átt við
jarðeldana í Vestmannaeyjum
og þau vandamál, sem við þau
hafa skapazt. Getum við um
þessar mundir sagt, að við Akur
eyringar höfum viðfangsefni að
leysa, svo sem eðlilegt er, en
hin raunverulegu og alvarlegu
vandamál krefjist úrlausnar á
öðrum stöðum.
Dagur leggur nú nokkrar
spurningar fyrir Sigurð Óla
Brynjólfsson bæjarfulltrúa, því
að bæjarmálum Akureyrar þarf
að sinna að venju.
Stærstu viðfangsefni liðins
árs?
Á sviði verklegra fram-
kvæmda er það gatnagerð,
skólabygging og skipulagsmál,
ennfremur vatnsveita frá Hörg-
áreyrum.
Gatnagerðin?
Götur bæjarins eru taldar um
45 km, en þar af eru malbikaðar
götur nær 15 km. Á síðasta ári
miðaði gerð varanlegra gatna
nokkuð og álíka framkvæmdir
eru áætlaðar í ár. En þessar
gatnagerðarframkvæmdir eru
engan veginn nægilegar til að
fullnægja óskum og þörfum þar
um. Malbikunarstöðin, sem hef-
ur meiri framleiðslugetu en bær
inn hefur fjármagn til að nýta,
hefur annazt malbiksfram-
leiðslu fyrir Sauðárkrókskaup-
stað, Ólafsfjörð, Dalvík og flug-
málastjóm. Áætlaður kostnaður
við að malbika þær götur, sem
eftir eru, er nær 200 milljónir
króna, svo að þar er mikið verk
efni fyrir höndum, sem auðvitað
verður að leysa eins skjótt og
kostur er á. Auk þess bætast
árlega við nýjar götur í nýjum
íbúðahverfum. Eftir er að taka
endanlega ákvörðun um, hvaða
götur verða malbikaðar nú í
sumar. Sýnt er, að mikið fjár-
magn þarf í nýjar götur og hol-
ræsi, bæði í íbúðahverfunum
ofantil í bænum og í fyrirhug-
uðu iðnaðarhverfi norðan Gler-
árhverfis, austan Hörárbrautar.
Skólabyggingarnar?
í haust var tekinn í notkun
fyrri hluti fyrsta áfanga í Gler-
árskóla, sem ætlunin er að
ljúka á þessu ári. Ríkið greiðir
helming kostnaðar, sem er áætl-
Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi svarar
nokkrum spurningum blaðsins1 um bæjarmálin
aður að verði 50 milljónir kr.,
fyrsti áfangi. Glerárskólinn er
barna- og unglingaskóli og er
stærð hússins miðuð við 600
nemendur, en þessi fyrsti áfangi
er miðaður við 350 nemendur á
barna- og unglingastiginu.
í ár er áætlað að hefja bygg-
ingu álíka skóla í Lunds- og
Gerðahverfi, en ekki er þó enn
búið að ganga frá samningum
þar um við menntamálaráðu-
neytið. En á fjárlögum ríkisins
fyrir þetta ár, eru aðeins áætl-
aðar 3.5 millj. kr. til þessa skóla.
En svo mikið er enn óleyst í
málefnum skólahúsnæðis hér í
bænum, ekki sízt með tilliti til
íþróttaaðstöðu, að ekki má
verða nokkurt lát á framkvæmd
um næstu árin. í því efni legg
ég áherzlu á, að íþróttahús er
hluti af almennu kennslurými
skólanna.
Iðnskólahúsið hefur verið not
að síðustu árin, en lokafram-
kvæmdum hefur miðað heldur
hægt. Vonir standa til, að hægt
verði að ganga frá þeim hluta
hússins að fullu á þessu ári, sem
þegar hefur verið byggður, og
mikill áhugi er fyrir því, að
reist verði í tengslum við iðn-
skólann vélkennsluhús, þar sem
sýnt er, að á næstu árum færist
verkleg kennsla mjög inn í iðn-
skólana. Nú er verið að útbúa
verkstæði fyrir rafvirkjanema í
iðnskólahúsinu og má rifja upp,
að Rafveita Akureyrar gaf til
þess hálfa milljón króna á síð-
asta ári í tilefni 50 ára afmælis
síns.
Á síðustu árum hefur bærinn
kostað miklu til viðgerða á þeim
skólahúsum, sem fyrir voru í
bænum og þurftu lagfæringar
Frumvarp um fjárhagsáætlun hæjarsjóðs Ak. HÉR fer á eftir fjárhagsáætlun sú, fyrir 1973, sem er til meðferðar hjá bæjarstjórn Akureyrar. Til samanburðar er fjárhagsáætlunin 1972 og einnig hækkun eða lækkun í prósentun milli ára. TEKJU R
Fjárhags- Hækkun
áætlun Frumvarp milli ára
1972 1973 prósent
1. Útsvör 154.700 20.5
2. Aðstöðugjöld 30.800 , 25.7
3. Jöfnunarsjóður .. 32.100 37.000 15.3
4. Skattar af fasteignum .... .. 54.500 59.000 8.3
5. Tekjur af fasteignum .. 10.000 7.500 h-25.0
6. Gatnagerðargjöld 6.000 6.800 13.3
7. Hagnaður af vinnuvélum . 3.500 3.500 0.0
8. Vegasjóður 5.000 6.900 13.8
9. Vextir 500 700 40.0
10. Ýmsar tekjur 300 283 -f- 5.7
Samtals .. 264.800' 307.183 16.0
G J Ö L D
Fjárhags- Hækkun
áætlun Frumvarp milli ára
1972 1973 prósent
1. Stjórn og skrifstofur 9.370 11.650 24.3
2. Eldvarnir 7.730 9.400 21.6
3. Félagsmál .. 40.560 46.400 14.4
4. Menntamál 43.909 17.7
5. íþróttamál .. 10.328 11.444 10.8
6. Fegrun og skrúðgarðar ... 6.300 25.4
7. Heilbirgðismál 6.960 -f- 8.1
8. Hreinlætismál 21.650 22.7
9. Gatnagerð, skipulag o. fl. . .. 65.130 80.500 23.6
10. Fasteignir 6.650 7.150 7.5
11. Styrkir til félaga 2.595 3.375 30.1
12. Framkvæmdasjóður .. 16.000 15.000 H- 6.3
13. Vextir 4.390 4.790 9.1
14. Ýmis útgjöld 5.800 5.430 •f- 6.4
Rekstrargjöld samtals .... 273.958 16.0
Eignabreytingar .. 28.685 33.225 15.8
Samtals .. 264.800 307.183 16.0
Skipulagsmálin?
Eins og komið hefur fram oft
áður, er unnið að heildar skipu-
lagi Akureyrarkaupstaðar til
tuttugu ára. Til þess að vera
aðal ráðgjafi í skipulagsstarfinu
var Gestur Olafsson skipulags-
fræðingur ráðinn og hefur hann
og hans fyrirtæki unnið mikið
og kostnaðarsamt starf undan-
Sigurður Óli Brynjólfsson.
farin misseri. Ýmsir erfiðleikar
hafa komið í ljós við þetta mikla
skipulagsstarf, einkum í sam-
bandi við tengingu Brekkunnar
við Miðbæinn og er ekki enn
séð, hver niðurstaða verður í
því efni. Hins vegar veltur
mikið á að framtíðarmyndin
verði dregin, svo að unnt sé
að vinna skipulega að einstök-
um úrlausnarverkefnum. Þetta
starf er unnið í samráði við
skipulagsyfirvöld ríkisins, en
bæjarstjórn Akureyrar hefur á
undanförnum árum lagt á það
áherzlu, að komið yrði á fót
sjálfstæðri skipulagsdeild á Ak-
ureyri fyrir Norðlendingafjórð-
ung allan. Verið er að setja á
fót samstarfsnefnd um skipu-
lagsmál Akureyrar og næstu
sveitarfélaga. Allt skipulags-
starfið kostar feikna mikla fjár-
muni, sem bæjarsjóður og ríkið
eiga að greiða áð jöfnu.
Vatnsveitan?
Dagur hefur áður sagt frá því
máli, m. a. í viðtali við vatns-
veitustjórann, Sigurð Svan-
bergsson. En fjárhagserfiðleikar
Vatnsveitunnar eru meiri en
gert var ráð fyrir og fram-
kvæmdageta Vatnsveitunnar
innanbæjar er svo lítil, að hún
getur ekki sinnt þeim verkefn-
um, sem brýn eru vegna gatna-
gerðar. En vatnið, sem innan
tíðar verður leitt inn í vatns-
veitukerfi bæjarins, er talið
mjög gott, sótt um ellefu km
langan veg og tekið á Hörgár-
eyrum í landi Vagla á Þela-
mörk. Aðal vatnsleiðslan eru
plaströr frá Reykjalundi. Vatn-
inu er dælt upp á Moldhauga-
háls en rennur sjálft þaðan til
bæjarins. í framhaldi af um-
ræðum um vatnsveitu, sá ég í
Degi fyrirspurnir um hitaveitu
og þær boranir, sem gerðar hafa
verið til að afla heits vatns.
Væntanlega verður þessum fyr-
irspurnum svarað af starfs-
mönnum bæjarins og við fyrsta
tækifæri, enda eiga bæjarbúar
fullan rétt á þeim upplýsingum.
Sérfræðingar telja, að 200 lítrar
á sek. af 80 gráðu heitu vatni
þurfi til að hita bæinn. En á
Laugalandi á Þelamörk hafa
fengizt um 15 lítrar á sek. með
dælingu. Lítilleg athugun hefur
verið gerð á því, að nota þetta
heita vatn með því að leiða það
til Akureyrar og nota þar til að
hita upp bæjarhluta eins og
Glerárhverfi. Niðurstaðan varð
sú, að kostnaðarlega stæði það
mjög í járnum, en óvissu þættir
eru margir.
Hefur verið gerð könnun á
íbúðaþörfinni í bænum?
Könnun hefur farið fram á
íbúðaþörfinni í bænum. Hún
hefur leitt það í ljós, að 130
nýjar íbúðir á ári væri eðli-
leg tala, en þyrfti þó að vera
meiri nú, vegna þess, að það er
húsnæðisskortur í bænum. Á
síðasta ári voru 116 íbúðir full-
gerðar og er það hærri tala en
áður, en fullnægir þó engan veg
inn íbúðaþörfinni. En um síð-
ustu áramót voru 99 íbúðir fok-
heldar og 58 íbúðir skemmra á
veg komnar. Bærinn stendur að
byggingu verkamannabústaða
og er ein blokk með 27 íbúðum
nú í smíðum í Skarðshlíð. Og
nú hefði sannarlega verið
ánægjulegt að standa betur að
vígi í þessum efnum til að geta
boðið Vestmannaeyingum bæði
húsnæði og atvinnu. Hægt er að
bæta allmörgu fólki á vinnu-
markaðinn, en húsnæði virðist
því miður vera af of skornum
skammti. Hins vegar er hér sem
annars staðar áreiðanlega nokk-
ur hluti íbúðarhúsnæðis illa
nýttur. Nú fer fram könnun á
húsnæði og aukinni nýtingu
þess.
Það fer ekki milli mála, að
allir bæjarfulltrúar og starfs-
menn bæjarins vilja bænum og
íbúum hans vel. Um markmið-
in eru menn tæplega mjög ósam
mála, t. d. eins og í því að efla
atvinnu, bæta aðstöðu til mennt
unar og menningar, heilbrigðis-
þjónustu og að allir eigi þess
kost að búa í góðum húsum í
snyrtilegu umhverfi og við at-
vinnuöryggi. Hins vegar eru
menn ekki alltaf sammála um,
5
hvar sé brýnust þörf úrbóta.
Það sem mér finnst sérkenna
störf okkar Framsóknarmanna
í bæjarstjórn, er að gæta jafn-
vægis milli hinna ýmsu þátt,
sem við höfum afskipti af. Við
tökum ógjarnan einn þáttinn úr
samhengi við heildina, í fyrir-
greiðslu og framkvæmdum, en
mér virðist þess gæta hjá mönn-
um, að þeir mikli mikilvægi ein-
stakra mála, fram yfir önnur og
án samhengis við þau. Sem
dæmi má nefna það, að við höf-
um orðið að hafa forystu um að
innheimta skatta og álögur, sem
mörgum þykja miklar, en eru
að sjálfsögðu forsenda fyrir
framkvæmdum og félagslegri
aðstoð. En atburðirnir í Vest-
mannaeyjum gefa okkur tilefni
til að hugsa um, hve vel okkur
líður í þessum bæ og hvað á sig
er hægt að leggja, til að leysa
þau vandamál, sem brýnust eru,
segir Sigurður Óli Brynjólfsson
að lokum og þakkar blaðið við-
talið. E. D.
Frá Skákfélagi
Akureyrar
BÚIÐ er að draga úr réttum
lausnum er bárust á skákþraut
í Skákfélagsblaðinu. Sá sem
verðlaunin hlaut heitir Ármann
Hauksson, Boðaslóð 7, Vest-
mannaeyjum. Fyrsti leikurinn
og lykilleikurinn í skákþraut-
inni var Dg5xHg8 og leiðir það
óhjákvæmilega til máts.
Sl. mánudag tefldi Guðmund-
ur Búason fjöltefli við 17 manns
og urðu úrslit þau, að hann
vann 13 skákir, tapaði 3 og
gerði 1 jafntefli. Þeir sem unnu
voru: Bjarki Bragason, Hólm-
grímur Heiðreksson og Gylfi
Þórhallsson, en jafntefli gerði
Jóhann Sigurðsson.
N. k. sunnudag hefst Skák-
þing Akureyrar að Hótel KEA
kl. 2 e. h. Ollum er heimil þátt-
taka.
Skjalasafnið á Akureyri
ÞAÐ lætur ekki mikið yfir sér,
og ég býst við, að talsverður
hluti bæjar- og héraðsbúa viti
ekki einu sinni, að það er til,
hvað þá hvaða hlutverki því er
ætlað að gegna. — Ritstjóri
Dags bað því Árna Kristjáns-
son, sem veitir skjalasafninu
forstöðu, að svara nokkrum
spurningum því viðvíkjandi, og
vékst hann vel undir það.
Safnið heitir fullu nafni Hér-
aðsskjalasafn Akureyrarkaup-
staðar og Eyjafjarðarsýslu, en
um slík héraðsskjalasöfn gilda
sérstök lög. Héraðsskjalasafn er
eins konar útibú frá Þjóðskjala-
safni og telst ekki lögformlega
stofnað nema það hafi hlotið
viðurkenningu Þjóðskjalavarð-
ar, og honum gefur forstöðu-
maður héraðsskjalasafns
skýrslu um starfsemi safnsins
ár hvert. Til þessara safna er
ætlazt að renni til varðveizlu
skjöl og bækur frá stofnunum
og embættum, svo og félögum,
sem njóta styrks af opinberu fé
en starfa eingöngu innan þess
svæðis, sem héraðsskjalasafnið
tekur til. Má nefna sem dæmi
skjalagögn hreppstjóra, hrepps-
nefnda, bæjarstjórna, sýslu-
nefnda, bæjar-, sýslu- og hrepps
fyrirtækja, skattanefnda, fast-
eignanefnda, sóknarnefnda,
sóttanefnda, skólanefnda, bún-
aðarsambanda, ræktunarsam-
banda, búfjárræktar- og skóg-
ræktarfélaga, ungmenna- og
íþróttafélaga, lestrarfélaga og
annarra menningarfélaga o. fl.
Skjalagögn frá þessum aðilum
eru öll afhendingarskyld til hér-
aðsskjalasafns.
En hvað um einkaskjöl, t. d.
bréfasöfn, dagbækur, fróðleiks-
syrpur, ættfræðihandrit og þess
liáttar?
Hvorki héraðsskjalasafn né
Rætt við Árna Kristjánsson safnvörð
nokkurt annað safn á heimtingu
á því að fá slíkt afhent. Hins
vegar vil ég gjarnan nota þetta
tækifæri til að benda þeim á,
sem hafa slíkt efni undir hönd-
um, að Skjalasafnið tekur vissu-
lega á móti öllu slíku með þökk
um, hvort sem menn vilja af-
henda það til eignar eða aðeins
til varðveizlu, og slík söfn eru
einmitt sjálfsögðustu varðveizlu
staðir fyrir allt þess háttar efni.
— Sumir eru svo lítillátir, að
þeim finnst það, sem þeir hafa
undir höndum, ekki svo merki-
legt, að það geri neitt til, þó að
það misfarist. En þegar margt
smátt kemur saman, gefur það
oft hvað öðru gildi. Hér er til-
tölulega örugg geymsla, og hér
hafa menn aðgang að þeim
plöggum, sem safnið varðveitir,
hvern dag á afgreiðslutíma
Amtsbókasafnsins og geta feng-
ið þau léð niður á lestrarsal, en
ekki út úr húsinu.
Ég sé, að þú hefur hér þegar
heilmikið af bókum og skjala-
bögglum. Hvað er þctta aðal-
lega?
Það sem blasir hér mest við
augum eru verzlunarbækur frá
Gudmannsverzlun, og Höepfn-
ersverzlun, mjög heillegt og vel
varðveitt safn. Elzta bókin er
frá 1814. Ég býst við, að úr þeim
bókum mætti vinna margan
fróðleik um verzlunar- og fram-
leiðsluhætti í héraðinu á 19. öld.
— Þá er hér líka mikið safn af
verzlunarbókum og verzlunar-
skjölum Gránufélagsins, eink-
um frá Akureyrarverzluninni,
en hér voru höfuðstöðvar þess
félags, eins og kunnugt er. Hér
hafa líka varðveitzt fundabæk-
ur félagsfunda, fundabækur
HVERT STEFNIR?
Þeir, sem nú standa fyrir
verkfalli og stöðva þar með tog-
ara okkar hvem af öðrum, virð-
ast helzt ekki tilheyra hinni
stríðandi, íslenzku þjóð! Þeir
hefðu átt að „standa í eldinum“
við heimili sín við Helgafell, svo
að þeim skildist, að ástæða er
til að allir slái af kröfum sín-
um nú, til styrktar þeim, sem
þar voru og verða verst leiknir,
og til styrktar þjóðarbúinu, sem
af völdum þessara náttúruham-
fara, hlýtur að verða fyrir mjög
miklum áföllum og erfiðleikum.
Vélstjórar við frystihús í Rvík
og nágrenni virtust þó slaka til,
svo að úr þeirri deilu rættist í
bráð a. m. k. Og úr öllum átt-
um, frá einstaklingum, félags-
hópum og þjóðum nær og fjær,
berast stöðugt boð um margvís-
lega hjálp og aðstoð við Vest-
mannaeyinga og íslenzku þjóð-
ina. En svo berst okkur þessi
einstæða, hjáróma rödd um
óframhaldandi verkfall undir-
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
LANDNEMAR
Hinir 5300 Vestmannaeyingar
vita ekki fremur en aðrir, hver
örlög bíða byggðarinnar í
Heimaey, hvort þar hefst at-
liafnasamt mannlíf á ný eða allt
verði grafið í ösku og gjalli áður
en eldsumbrotum lýkur. Ennþá
er allt þctta fólk að nokkru vega
laust, þótt brýnustu þörfum
þess sé fullnægt frá degi til
dags og óteljandi hendur á loftí
til aðstoðar. Svo getur farið, að
allir eyjabúar verði að gerast
raunverulegir landnemar, með
aðstoð þjóðfélagsins, þar sem
lienta þykir. En flytjanleg at-
vinnutæki, það er að segja allur
bátaflotinn, er tilbúinn til veiða
og er það mikils virði, bæði
fyrir eigendur og þjóðfélagið í
heild.
SVARTSYNI ER GAGNS-
LAUS
Eldgos eru tíð á Islandi, en við
erum laus við styrjaldir og her-
kostnað. En náttúruhamfarir og
styrjaldir eiga það sameigin-
legt, að kalla alla til starfa á
hættunnar stund. Eldgosið í
Vestmannaeyjum sýnir mörg-
um það, ef að líkum lætur, að
lífskjör eru nú svo góð í land-
inu, að þau er unnt að skerða
þegar stórra átaka er þörf, án
þess að nokkur þurfi að sitja
við fátæklegt borð. Svartsýni er
gagnslaus, enda hefur liennar
ekki orðið vart. Forystumcnn
þjóðfélagsins hafa lýst því yfir,
að þjóðfélagið verði að taka á
sig byrðar vegna atburðanna í
Eyjum. Stjórnarandstæðingar
taka í sama streng og allur al-
menningur ætlast til þess, að
athöfn fylgi orðum.
stjórnarinnar og allmikið bréfa-
safn.
Næst má nefna skjalasafn
bæjarstjórnar og bæjarskrif-
stofu, og hefði þó líklega átt að
nefna það fyrst,- því að þáð er
langmest að vöxtum. Það er hér
auk heldur ekki allt. Það yngsta
er enn í ráðhúsi bæjarins, en
humt af því fyrirferðarmesta,
sem sjaldnast þarf til að taka,
manna á ísl. togurum, og þar af
leiðandi stöðvun þessara mikils-
verðustu björgunartækja þjóð-
arinnar á næsta óhagstæðum
tíma!
Hvað hugsa þessir menn? Eru
kjör þeirra slík, að ekki sé hægt
að una við um sinn? Það væri
fróðlegt að fá nokkra kynningu
á þeim, og þá líka, hvers kraf-
ist er. En vonandi sjá þeir skjótt
augljósa, siðferðilega skyldu
sína, að (a. m. k.) fresta verk-
fallinu og stuðla af beztu getu
að öflugri og árangursríkri tog-
araútgerð. Að öðrum kosti verð
ur þing og stjórn að taka í taum
ana, — eða hvað? Væri það
ekki þjóðarskömm, sem víða
myndi vitnast og lengi munað
eftir, ef verkfall stöðvar togara-
flota okkar á þessum neyðar-
tíma? Og gæfum við þá ekki
góðan höggstað þeim, sem varð-
skip okkar tefla við innan 50
mílna markanna? Gætu þeir
ekki með nokkrum rétti spurt:
Hvað hafa íslendingar að gera
með stækkaða fiskveiðilögsögu?
Þeir verða að sitja í landi til að
þrefa um nokkrar verðlitlar
krónur! Hætti togarar þeirra að
veiða, hverfa varðskipin líka.
Gott fyrir okkur, við stöndum
saman, deilum ekki og veiðum
vel!
En í hörmungum síðustu viku
var oft sagt: „Allir Islendingar
saman“! Látum það ekki bregð-
ast!
„Brekknakoti“ 29. jan. ’73.
Jónas Jónsson.
Árni Kristjánsson.
er í geymslu úti í bæ. Hér eru
t. d. gjörðabækur bæjarstjórnar
og ýmissa nefnda hennar, inn-
komin og send bréf, höfuðbæk-
ur, dagbækur, reikningar og
fylgiskjöl; skjöl Rafveitu, Vatns
veitu, Laxárvirkjunar, Tunnu-
gerðar, Vélasjóðs o. fl.:, kjör-
skrár, útsvarsskrár, ýmis skjala
gögn viðkomandi lóðum og fast-
eignum, og fleira mætti nefna.
í þriðja lagi eru hér ýmsar
bækur og skjöl, er varða sveita-
byggðir og bújarðir. Þegar safn-
ið var sett á laggirnar (1969),
afhenti Þjóðskjalasafn heilmik-
ið af hreppaskjölum og skjölum
sýslunefndar, sem þangað var
komið, einnig nokkuð varðandi
sögu Akureyrar á gamalli tíð.
Segja má, að mikið hafi borizt
að af hreppaskjölum síðan, en
því miður vantar samt inn í
röðina hjá æðimörgum hrepp-
anna, og er hætt við, að ein-
hverjar hreppsbækur séu týnd-
ar. Er það mikill skaði, því að
ekki er auðhlaupið annars stað-
ar að þierri vitneskju, sem þær
veita. Er hér með skorað á
hvern þann, sem veit af slíkum
bókum einhvers staðar eða hef-
ur þær undir höndum, að láta
vita um það eða koma þeim til
safnsins. Gildir það jafnt um
gjörðabækur hreppstjóra og
hreppsnefnda (oddvitabækur).
Má sú áskorun reyndar gilda
um hvers konar ritaðar heimild-
ir og ekki aðeins um bækur,
heldur einnig um lausaskjöl,
bréf og þ. h.
Lögð hefur verið jiokkur
stund á að afla afritá (ljósrita)
af hvers konar heimildaskjölum
um jarðir (kaupbréfa lögfesta,
landamerkjalýsinga, jai’ðabóka
og þ. h.). Er þar eingöhgu um
að ræða gögn í Þjóðskjalasafni,
sem Þjóðskjalavörður hefur góð
fúslega lánað okkur til að ljós-
rita hér. Þá hefur komið til
orða, að Þjóðskjalasafn mundi
vel til viðræðu um að lána hing
að skjalagögn um takmarkaðan
tíma, ef það væri til hagræðis
að vinna við þau hér frekar en
í Reykjavík. Þó mundi það fara
eftir því, um hvers konar skjöl
væri að ræða og hversu mikið
eftirspurð.
í fjórða lagi má nefna ýmis-
legt bókmenntalegt efni, s. s.
kvæða- og sagnasyrpur, rímna-
handrit, bæjavísur (sveitavís-
ur) og sveitablöð. Hefði vissu-
lega verið gaman, ef hægt hefði
verið að na í sem mest af slíku.
Þótt sumt af því efni, sem hér
um ræðir, sé e. t. v. fangalétt,
gefur það þó góða hugmynd um,
hvað menn dunduðu við sér til
dægrastyttingar og skemmtun-
ar, áður en kvikmyndir, útvarp
og sjónvarp hóf að drepa í
mönnum hæfileikann til að
skemmta sér sjálfir. —
í fimmta lagi mætti nefna
skjalagögn félaga, sem starfa og
starfað hafa í bænum og hérað-
inu. Heimildasöfn þeirra eru
mjög mismunandi mikil að vöxt
um eftir því hvert félagið er,
allt frá Gránufélaginu, sem
áður gat og á hér varðveitt
hundruð binda. Hitt er miklu
algengara, að hvert félag eigi
ekki nema eina gjörðabók varð
veitta, stundum kannske ekki
einu sinni hálfskrifaða. Alls
munu í safninu heimildir
(gjörðabækur) um milli 30—40
félög. Er mikill fengur að öllu
slíku. Ég nefni sveitarblöðin þó
sérstaklega. Þau voru flest gef-
in út af ungmennafélögum. Þau
spegla hug ungu kynslóðarinn-
ar þá. Það væri e. t. v. fróðlegt
að bera þau saman við hugar-
heim ungu kynslóðarinnar
núna.
Hafið þið svo ekki filmusafn?
í nánum tengslum við skjala-
safnið er svo filmudeild Amts-
bókasafnsins. — Eins og allir
sjálfsagt vita, létu frændur vor-
ir, Mormónar í Utah-ríki í
Bandaríkjunum taka allar ís-
lenzkar kirkjubækur á filmu,
og ekki nóg með það, heldur
einnig skiptabækur (skýrslu-
bækur um opinber skipti dánar-
búa), Ævisögur lærðra manna
eftir Hannes Þórsteinsson,
Prestaævir Sighvats Borgfirð-
ings, ættartölur þeirra Jóns
Espólíns, Steingríms Jónssonar
biskups og Ólafs Snóksdalíns,
ennfremur manntöl fram til árs
*
ins 1901. Þessari ljósmyndun er
haldið áfram, eftir því sem
kirkjubækur fallast til, og eru
allar þessar filmur í eigu Amts-
bókasafns og lánaðar hverjum
sem er til nokunar á lestrarsal
safnsins ásamt tækjum til að
lesa þær í. — Þá má einnig geta
þess, að bókaverðir safnsins láta
mönnum í té lögleg fæðingar-
og skírnarvottorð eftir þessum
filmum, og voru 85 slík vottorð
afgreidd á síðastliðnu ári, auk
margs konar ættfræðilegra upp-
lýsinga. Ymsir áhugamenn um
ættfræði nota filmusafnið mik-
ið.
Dagur þakkar þessar upplýs-
ingar Árna Kristjánssonar. □
Bingokvöld til hjálpar
Vestmannaeyingum
KIWANISKLÚBBURINN Kald
bakur á Akureyri ætlar að
halda bingókvöld í Sjálfstæðis-
húsinu hinn 4. febrúar og hefst
það kl. 8.30.
Heildarverðmæti vinning-
anna er 90—100 þúsund krónur,
ferðir utanlands og innan. Allur
ágóði af þessu skemmtikvöldi
rennur óskiptur í Vestmanna-
eyjasöfnunina. Ingimar Eydal
stjórnar bingóinu og hljómsveit
hans leikur fyrir dansi. Hús-
næðisaðstaða og hljómsveitar-
kostnaður er ókeypis.
Klúbbfélagar vænta þess, að
bæjarbúar og nærsveitamenn
fjölmenni í Sjálfstæðishúsið á
sunnudaginn, og styrkja á þann
veg gott málefni.
F ormaður Kiwanisklúbbsins
Kaldbaks er Gísli Bragi Hjartar
son. Q