Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÖRT ið út reglulega einu sinni í viku og er komið á 23. árið. Ritstjóri Bjarni Þórðarson. Biður hann Dag að geta þess, að Austurland sé vikublað, og að leiðrétta fyrri skrif Dags um, að hann sé eina vikublaðið utan höfuðborgarinn ar, sem því nafni geti kallast. Rétt er og skylt að gera þetta. En afsökunin er sú, að Degi hafði ekki verið sent Austur- land um skeið og vissi ekki um þessa vikulegu útgáfu þess. Nú hefur orðið breyting á þessu og blaðaskipti upp tekin. Sendir svo Dagur Austurlandi og Bjarna Þórðarsýni beztu kveðj- ur og árnaðaróskir. STÆRSTA VERSTÖÐ LANDSINS fslendingar voru á það minntir hinn 23. janúar, að þeir búa á eldfjallalandi, og nú á þann, að eldgos varð rétt hjá manna- byggð, í Heimaey í Vestmanna- eyjum. En þar áttu heima nær 5300 manns, er hafa fyrir löngu byggt upp stærstu verstöð lands ins. Þar eru skráðir nær 80 fiski rdemo bærinn sýndur EKKI þekki ég eftirsóttari barnabók en Kardimommubæ- inn eftir Thorbjörn Egner, sama höfund, sem einnig samdi Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi á sunnudaginn Kardi- mommubæinn í Samkomuhús- inu, undir leikstjórn Magnúsar Jónssonar, og nú munu börnin • þykjast eiga erindi í leikhúsið. Þau þekkja söguna og einnig söngvana, sem oft hafa heyrzt í útvarpi. Og mætti ég biðja foreldrana að leyfa börnunum að sjá Kardimommubæinn. Hulda Valtýsdóttir þýddi óbundið mál en Kristján frá Djúpalæk þýddi ljóðin. Hinir ungu áhorfendur í Sam komuhúsinu á sunnudaginn geisluðu af ánægju, er kunnar persónur sögunnar, svo sem Kasper, Jesper og Jónatan, skuggalegir náungar, sem höfðu ljón heima hjá sér og stunduðu rán og gripdeildir, sýndu sig á sviðinu. Eða Soffía frænka, sem þeir náungar rændu til að vinna eldhúsverkin. Bastían bæjar- fógeti og Tobías veðurspámaður koma einnig við sögu, svo og Tommi og Kamilla. En svo eru það öll dýrin, svo sem kamel- dýr, asni, margir hundar, jafn- vel köttur, sem taka þátt í sýn- ingunni. Leikararnir í sýningu þessari eru: Marinó Þorsteinsson, sem leikur Bastían bæjarfógeta, Elín Antonsdóttir leikur konu hans, Kjartan Ólafsson leikur Tobías, SigUrveig Jónsdóttir leikur Soffíu frænku, Hjördís Nanna Jónasdóttir leikur Kamillu, en Nökkvi Bragason leikur Tomma. Aðalsteinn Berg Vantar fólk í atvinnu á Húsavík Húsavík 29. janúar. Reytingsafli hefur verið hjá Húsavíkurbát- um síðari hluta janúarmánaðar, og gæftir góðar. Fólk vantar til vinnu í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur nú þegar, bæði karla og konur, og eftir því sem á líður veturinn og vorið nálgast, mun enn aukast þörfin fyrir fleiri vinnandi hendur þar. í gær fór fram á Húsavík og víða í Þingeyjarsýslu almenn fjársöfnun vegna atburðanna í Vestmannaeyjum. Fólk í ýms- um félögum annaðist söfnunina og voru undirtektir almennt mjög góðar. í dag er safnað fé hjá fyrirtækjum á Húsavík. Bæjarráð Húsavíkur hefur skipað nefnd, er leiti að leiðum til aðstoðar Vestmannaeying- um. Nefndin er meðal annars að rannsaka möguleika á húsnæði og atvinnu fyrir Vestmannaey- inga á Húsavík. Hún mun koma saman síðar í dag, og er þá gert ráð fyrir, að fyrir liggi nokkur Hús Ferðafélagsins við Jökuldal. SEX Akureyringar lögðu af stað á föstudagskvöldið á vöru- bíl að Mýri í Bárðardal og höfðu með sér sex vélsleða. Ætluðu þeir að koma sleðunum yfir Mjóladalsá, en urðu frá að hverfa. Gistu þeir á Bólstað. Næsta dag héldu þeir upp Mjóa- dal að vestan og upp á örævin, en Tryggvi Höskuldsson fylgdi þeim. En til skála Ferðafélags- ins við Jökuldal var ferðinni niðurstaða af þeim rannsókn- um. Vitað er, að fólk vantar í ýmsar stafrsgreinar hér á Húsa- vík. f Flatey á Skjálfanda eru auð hús, síðan fólk allt flutti þaðan fyrir nokkrum árum. En byggð- in þar var orðin svo fámenn, að ekki var hægt að halda þar uppi samfélagi. Á meðan fólkið var þar nægilega margt, búnaðist því vel. Þaðan var stunduð út- gerð með góðum árangri. En að líkindum hentar þar ekki svo mikilvirk veiðarfæri, sem Vest- mannaeyingar eru vanir. Þ. J. dal leikur Sörensen rakara og Páll Kristjánsson bakara. Guð- mundur Sveinbjörnsson leikur sporvagnsstjórann og Hörður Högnason lekiur Silíus. En sjálfa ræningjana( þá Kasper, Jesper og Jónatan, leika þeir Þráinn Karlsson, Viðar Eggerts son og Gestur Einar Jónasson. Auk þessara leikara koma marg ir fram í líki dýranna. Tónlistina annazt Reynir Jónsson og félagar. Leikmyndir gerði Þráinn Karlsson. Góð barnabók er bók fyrir unga og eldri, og hið sama má segja um gott barnaleikrit, og sannast það hér. Að endingu: Þökk fyrir skemmtunina og leyfið börnunum að sjá Kardi- mommubæinn. Athygli er vakin á því, að betra er fyrir skólabörn og aðra utanbæjar, að draga ekki lengi að sækja þessa sýningu, ef veð- ur leyfir, samkvæmt reynslunni í fyrravetur. E. D. bátar, þar eru fjögur hraðfrysti- hús og meðal þeirra þau stærstu og fullkomnustu á landinu, verk smiðjur til að taka á móti síld og loðnu til bræðslu, en einnig til að vinna loðnuna á annan hátt. BYGGÐIN YFIRGEFIN Þessi byggð var yfirgefin á einni nóttu, aðfararnótt þriðju- dagsins 23. janúar. Bátaflotinn, sem lá í höfn, flugvélar, flutn- ingaskip komu fólkinu heilu á húfi til Þorlákshafnar og sumu til Reykjavíkur. Eru þetta mestu fólksflutningar hér á landi. Og gosið heldur áfram, hraun rennur htöðugt austur í sjóinn. Hraunmagnið er sagt meira en tvisvar sinnum vatns- magn Laxár í S.-Þing., vikur, gjall og aska berst öðru hverju yfir byggðina, sjálfan kaupstað- inn og hefur fært hús í kaf en brennt önnur til ösku. (Framhald á blaðsíðu 5) MYNDARLEG SÖFNUN MYVETNINGA Mývatnssveit 29. janúar. Svip- aða sögu er að segja héðan af veðráttunni og á öðrum stöðum á Norðausturlandi. En veðrátt- an hefur verið einstaklega hag- stæð síðan um miðjan desem- ber. Yfirleitt er sumarfæri á vegum og í síðustu viku var vegurinn til Austurlands opn- aður. Sauðfé hefur verið beitt að undanförnu, enda ágætis jörð. Kvenfélag. Mývatnssveitar stóð fyrir myndarlegu þorra- blóti í Skjólbrekku laugardga- inn í þorrabyrjun. Þar var óvenju fjölmennt og komu all- margir frá Akureyri og Húsa- vík, og svo úr næstu sveitum, einnig frá Hólsfjöllum. Þó að snjór sé lítill við Mý- vatn, erum við svo heppin að hafa nægan skíðasnjó í hlíðun- ,um við Reykjahlíð. Nú um helg ina var skíðalyfta í gangi og notuðu margir hana og undu sér á skíðum, en í fyrra var aldrei skíðasnjór og lyftan því ekki notuð. Lítið hefur orðið vart við mink í vetur hér við Mývatn. Sannast enn, að það er hægt að halda honum í skefjum ef vel er að minkaveiðum Staðið. Guð- mundur Jónsson bóndi á Hofs- stöðum og Freysteinn Jónsson bóndi í Vagnbrekku sjá um minkaveiðarnar, og hafa gert svo síðustu árin. En hér í sveit er kjörlendi fyrir minka. Bæði er hér mikið af fugli og silungi, ennfremur víðáttumikil hraun, GIR ERU GJÚFULI! heitið og var þangað komið klukkan 10 um kvöldið. Um hádegi næsta dag var haldið heim á leið, en um nótt- ina var vont veður, hríð og renningur. Sást því hvergi til slóða. Á heimleiðinni lentum við austan Mjóadalsár, sem enn var ófær og ekki bússutæk. En bændur komu okkur til hjálpar með dráttarvél og lyftara og (Framhald á blaðsíðu 2) VÍÐA er nú safnað fé til hjálpar Vestmannaeyingum. Mývetn- ingar söfnuðu 1.2 millj. kr. í sinni sveit. En meðal þeirra fyrstu voru Grímseyingar. Þeir sendu 121.500 krónur, sem sam- svarar um 1.500 krónum á hvert mannsbarn í Grímsey. Ef allir aðrir landsmenn gæfu jafnt og Grímseyingar, mundu safnast með frjálsum samskotum um 300 milljónir króna frá almenn- ingi. Auk Grímseyinga hafa all- margir aðilar sent fé. Stæstur einstaklinga er Lúðvík Storr með 300 þús. kr. Stærsta upp- hæðin hins frá V.-Þýzkalandi, 3 milljónir röskar. Framlög til Vestmannaeyinga má leggja inn á gílóreikning Rauða krossins, nr. 90.000. En stöðugt eru að berast fregnir af gjöfum. Q DAGUR kemur næst út á miðvikudag- inn, 7. febrúar. jarðsprungur miklar og jarð- hiti. Um þessar mundir er til- hugalífið að byrja hjá þessum dýrum og rása þeir þá um stór svæði. Ekki er vafi talinn á því, að hingað koma minkar langt að, frá stöðum þar sem lakar virðist unnið að útrýmingu hans. Skautasvell hefur oft verið á Mývatni, en fáir fara á skauta. Heldur hefur silungsveiði ver ið dauf. Það er gamalla manna mál, að í snjóléttum vetrum sé lítil dorgveiði, en hún getur hafist eftir mánaðamótin. Fuglatalning fór fram í hluta Mývatnssveiatr milli hátíða. Þá sáust þessir fuglar: 14 álftir, 97 stokkendur, 228 húsendur, 106 gulendur, 2 fálkar, 20 rjúpur, 4 hrafnar, 1 músarindill, 43 snjó- tittlingar, 1 svartbakur, 1 grá- gæs og 1 svartþröstur. Sigfús Illugason annaðist fuglatalning- una og var talið á svæðinu milli Reykjahlíðar og Kálfastrandar. Með mesta móti virðist vera af öndum, enda lítið um mink. Til dæmis hefur verið óvenjumikið af húsöndum við Kálfaströnd nú í vetur. Vestmannaeyjasöfnun hér í hreppnum er lokið. Alls söfnuð- ust 1200 þúsund krónur. Hrepp- urinn lagði fram 500 þús. kr., Umf. Mývetningur 100 þús. kr., Kvenfélag Mývatnssveitar 100 þús. kr., Sparisjóður Mývetn- inga 50 þús. kr. og einstaklingar gáfu 450 þús. kr. J. I. Kjartan Olaxsson, Nökkvi Bragason, Elín Antons uóttir og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum sínum. MIKIÐ AF HASSI Fréttir licrma, að á síðasta ári hafi verðmæti smyglaðra eitur- lyfja verið meira en áfengis, samkvæmt upplýsingum yfir- valda um þessa vöruflokka er fundizt hafa hér á landi. Má af þessu marka, að eiturlyf jasmygl er orðið verulegt, og ætla má einnig, að eiturlyfjasmyglið fari ört vaxandi, ef marka má reynslu annarra þjóða, sem leng ur hafa þurft að berjast við þetta vandamál. Eiturlyfin eru mjög auðflutt, svo fyrirferðar- lítil sem þau eru. Mælt er, að yfirvöld landsins hafi fundið samtals 7 kg af hassi á árinu. AUSTURLAND Dagur liefur fengið dálítið skemmtilegt bréf frá ritstjóra Austurlands, en það blað er gef

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.