Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 6

Dagur - 31.01.1973, Blaðsíða 6
6 I.O.O.F. 2 = 154228V2 = sfk. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn, — slysa varnadagur kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Akur- eyri. Sálmar nr. 23 — 292 — 38 — 357 — 497. Félagar úr Kiwanisklúbbnum aðstoða fólk til kirkjunnar með bíla- þjónustu sinni. Hringið f. h. á | sunnudag í síma 2-10-45. Kon- i urnar sjá um kaffiveitingar að Hótel KEA eftir messuna til ágóða fyrir Vestmanna- i eyjasöfnunina. — P. S. SUNNUDAGASKÓLÍ Akureyrarkirkju er á sunnu- daginn kemur kl. 10.30 f. h. í kirkju og kapellu fyrir öll börn eldri sem yngri. Verið velkomin. — Sóknarprestar. HJÁLPARSJÓÐUR kirkjunnar Tekið verður á móti gjöfum í hjálparsjóð kirkjunnar til Vestmannaeyjasöfnunar á sunnudaginn kl. 1—7 e. h. í Akureyrarkirkju, Minjasafns- kirkjunni og gamla barna- skólahúsinu í Glerárhverfi. Verða æskulýðsfélagar kirkj- unnar á þessum stöðum til þess að veita gjöfunum mót- töku. — Sóknarprestar. MUNK AÞ VERÁRSÓKN: — Messa n.k. sunnudag kl. 13.30. Minnzt Vestmannaeyinga. GRENIVÍKURSÓKN. Messað í Grenivíkurkirkju n. k. sunu- dag kl. 2 e. h. Áður auglýstur safnaðarfundur verður hald- inn í kirkjunni eftir guðsþjón ustu. — Sóknarprestur og sóknarnefndin. FRÁ Möðruvallaklausturspresta kalli: Guðsþjónusta verður að Möðruvöllum n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Þá vil ég vekja at- hygli á beiðni Hjálparstofn- unar kirkjunnar um fjársöfn- un vegna Vestmannaeying- anna. Gjöfum mun ég veita viðtöku eftir guðsþjónustu á sóknarkirkjunum svo og á heimili mínu næstu daga. — Sóknarprestur. SAMKOMUR votta Jehóva að Þingvallastræti 14, II. hæð: Hinn guðveldislegi skóli fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.00. Fyrirlestur og spurn- ingaþáttur laugardaginn 3. febrúar kl. 20.30. Fyrirlestur með skuggamyndum: Góðar fréttir kunngerðar um allan heim. Ræðumaður Per B. Jen sen frá Keflavík, sunnudag- inn 4. febrúar kl. 16.00. Allir velkomnir. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 4. febr. Sunnu- . dagaskóli kl. 11 f. h. Sam- ! koma kl. 8.30 e. h. Ræðu- maður Reynir Hörgdal. Verið hjartanlega velkomin. SJÓNARHÆÐ. Almenn sam- koma n. k. sunnudag kl. 17. Unglingafundur n. k. laugar- dag kl. 17. Verið hjartanlega velkomin. GLERÁRIIVERFI. Sunnudaga- skóli verður n. k. sunnudag kl. 13.15 í gamla skólahúsinu. Öll börn velkomin. SKRIFSTOFA Áfengisvarnar- nefndar. Opin fimmtudaga kl. 5—7. MUNIÐ minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði j gengur til barnadeildar Fjórð i ungssjúkrahússins á Akur- eyri. Spjöldin fást í bókabúð- j'; inni Huld og hjá Laufeyju t»j. Sigurðardóttur, BRÚÐHJÓN: Hinn 24. janúar voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sólveig Björk Jóns- dóttir og Ólafur Jakobsson \ sjómaður. Heimili þeirra verð ur að Ásgarði, Þórshöfn. BRÚÐKAÚP, Þann 27. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Rípurkirkju ungfrú Pálína S. Jóhannesdóttir, Egg, Skaga firði og Bjarni E. Guðleifsson, tjlraunastjóri, Akureyri. BRÚÐHJÓN: Laugardaginn 20. janúar sl. voru gefin saman í hjónaband í Möðruvallaklaust urskirkju ungfrú Hulda Kristjánsdóttir, hjúkrunar- kona og Gestur Jónsson, bankastarfsmaður. Heimili þeirra er að Kotárgerði 7, Akureyri. BRÚÐHJÓN: Hinn 21. janúar voru gefin saman í hjónaband í Munkaþverárkirkju, ungfrú Fanney Hildur Bjartmars- dóttir, Syðra-Laugalandi og Steinólfur Arnar Geirdal Guð mundsson, iðnverkamaður, Akureyri. Heimili þeirra er að Lögbergsgötu 5, Akureyri. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8.30 e. h. í félags hiemili templara, Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða og önnur mál. Eftir fund: Kaffi? I.O.G.T. st. Brynja nr. 99. Fundur mánudaginn 5-. febr. kl. 9 e. h. í félagsheimili templ ara, Varðborg. Venjuleg fundarstörf. Kosning embætt- ismanna. Hagnefndaratriði. Kaffi eftir fund. — Æ.t. VESTM ANNAE Y J ASÖFNUN- IN: Guðfinna Jónsdóttir kr. 1.000, S. og G. kr. 1.000, M. F. kr. 5.000, Stefán Hólm og Sig- urlaug Pétursdóttir kr. 5.000, Sigrún Valdimarsdóttir kr. 1.000, kona kr. 1.000, Guðný Þórarinsdóttir kr. 1.000, Sig- rún Elíasdóttir kr. 500, Hall- grímur Stefánsson kr. 5.000, Guðmundur Stefánsson kr. 5.000, Pálína Jónasdóttir kr. 5.000, lítill drengur kr. 100, IJ. P. Á. kr. 500, frá föður og syni kr. 100. — Gefendum eru færðar beztu þakkir. — Birg- ir Snæbjörnsson. LIONSKLÚBBURINN » HUGINN. — Fundur fimmtudaginn 1. febrúar kl. 12 á Hótel KEA. — — Stjórnin. GJAFIR og áheit til Stærra- Árskógskirkju árið 1972: — Minriingargjöf, kross og tveir kertastjakar á altari, gefið til minningar um Marinó Þor- steinsson af systkinum hans. Gefið í minningu Marinós Þorsteinssonar af ekkju hans, Ingibjörgu Einarsdóttur, kr. 25.0Ó0. Minningargjöf um Jó- hönnu Margréti Sveinbjarnar dóttur og Rósu Elísabetu Stefánsdóttur gefin af eigin- manni þeirra, Jóni Einars- syni, og börnum kr. 25.000. ! Frá Sveinbirni Jóhannssyni og Kristínu Jóhannsdóttur minningargjöf um foreldra þeirra kr. 10.000. í gjafakassa kirkjunnar kr. 2450. Gjöf frá ungri stúlku kr. 550. Gjöf frá ónefndum kr. 400. Antonía Antonsdóttir kr. 500. Bára Sigfúsdóttir kr. 1.000. Sigfríð Valdimarsdóttir kr. 1.500. Björgvin Kjartansson kr. 1.000. Kristín H. Jónsdóttir kr. 1.000. — Gefendum færum við kærar þakkir fyrir hönd safnaðar. — Sóknarnefndin. ORÐ LÍFSINS. „Það eru syndir yðar, sem skilnað hafa gert milli yðar og Guðs yðar.“ (Jes. 59). „Ef vér játum synd- ir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrir- gefur oss syndirnar og hreins- ar oss af öllu ranglæti.“ (Jóh. 1. 9.). Hefir þú þegið þetta náðarboð Guðs? Frestaðu því ekki. Eldgosið í Vestmanna- eyjum ltom alveg óvænt. Þannig getur dauðinn komið. — S. G. J. STARFSFÓLK Sjálfstæðishúss- ins ákvað að láta andvirði vinnu sinnar sl. laugardag renna til Vestmannaeyinga. Ilúsið gaf aðgangseyrir og álitleg upphæð kom frá gest- um þetta kvöld. Frá starfs- fólki kr. 43.900,00. Samskot gesta og aðgangseyrir kr. 111.819.30. Samtals krónur 154.719.30. Þetta hefur verið afhent Rauða krossi íslands. ATHYGLI skal vakin á auglýs- ingu frá kvennadeild Slysa- vamafélagsins á öðrum stað í blaðinu. ÁHEIT á Munkaþverárkirkju frá Umf, Ársól kr. 500. — Beztu þakkir. — Sóknar- nefndin. GJAFIR í Vestmannaeyjasöfn- unina: Frá Tryggva Gunnars- syni kr. 2.000, frá Unni Frið- riksdóttur kr. 3.000, frá bif- vélaverkstæði Rafns Gísla- sonar og Sigurðar Stefánsson- ar kr. 10.000, frá Rannveigu og Freyju kr. 5.000, frá fjöl- skyldum Jónasar Kristjáns- sonar og Kristjáns Jónassonar kr. 5.000, frá Sigrúnu kr. 500, frá gamalli konu kr. 2.000, safnað af Sigríði Dóru Antons dóttur í 7. bekk Glerárskól- ans kr. 28.600. — Til Hafsteins Jósefssonar ffá Kristbjörgu og Jóhannesi Steingrímssyni, Ingu Garðarsdóttur og Erlu Hrönn Aðalgeirsdóttur kr. 2.352 (ágóði af hlutaveltu). —■ Innilegustu þakkir. — F. h. hjálparsjóðs kirkjunnar, Pét- ur Sigurgeirsson. PENNAVINIR: Atle Björkas, 8 ára sænskur drengur, óskar eftir bréfaskiptum við ein- hvern á íslandi, sem vill skipta á frímerkjum. Hann skrifar á sænsku. Heimilis- fangið er: Atle Björkas Rönnbergagt. 12 723 46 Vösterás Sverge Fimmtán ára Pólverji ósk- ar eftir pennavini á íslandi. Áhugamál hans eru að safna, merkjum, póstkortum, frí- merkjum o. fl. Hann skrifar á ensku. Heimilisfangið er: Zbígníez Jednich 53—341 Wrodaw ul. Wiclka 22/m27 Poland Átján ára pólskur drengur óskar eftir pennavini á ís- landi. Áhugamál hans er að safna póstkortum. Hann skrif ar á ensku. Heimilisfang hans er: Ryszard Kocan Swiolnica Sl. ul. Rynek 3/4 woj: Wroctaw Poland Frönsk kona óskar eftir að komast í bréfasamband við einhvern á íslandi, sem áhuga hefur á frímerkjasöfnun. Hún getur skrifað hvort sem er ensku eða frönsku. Heimilis- fangið er: Madame Jouanicot „La Cerisaic“ \ye Bel. Air. 42 — Saml Eticnnc France Sendum öllum þakkir er auðsýndu oklkur sainúð við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og bróður, GUNNARS KARLSSONAR, Helgamagrastræti 46, Akureyri. Sérstaklega þökkurn við Geysisfélögum, skóla meistara og nemendum M. A. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bergur Erlingsson, Ágúst Karl Gunnarsson, Geirdís Geirsdóttir, . . . Sigríður Helga Ágústsdóttir og systkyni liins látna. Jarðarför móður okkar JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 24. jan s. 1. fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13,30. Sigríður Jónsdóttir, Gísli Jónsson, María Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hermann Jónsson. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu sam- úð við andlát og jarðarför SÓLEYJAR STEFÁNSDÓTTUR, frá Ólafsfirði. Alúðar þakkir til allra þeirra er hjúkruðu henni síðasta árið. Ólafur Guðmundsson, Jón Ólafsson, Kristín Ólafsdóttir, Stefán B. Ólafsson, Stefanía Halldórsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Anna Gottlíebsdóttir, Sæmundur Ólafsson, Guðrún Hallgrímsdóttir. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og ainina HLÍN JÓNSDÓTTIR, Reynivöllum 6, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 27. janúar s. 1. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 6. febrúar kl. 1,30 e. h. Gústaf Jónasson, Ingibjörg Gústafsdóttir, Bolli Gústafsson, Matthildur Jónsdóttir og barnabörn. Útför KRISTJÁNS JAKOBSSONAR vélstjóra, Eyrarveg 29, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 1,30 e. h. •Þeir sem vildu minnast hins látna eru vinsamleg- ast beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Vandamenn. ! . Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför föður okkar og afa, GESTS HALLDÓRSSONAR. I Börn og barnabörn. Eiginköna mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA THORARENSEN, Ásgarði 1, Akureyri, sem lézt 24. janúar verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 1. febr. kl. 1,30 e. h. Valdimar Thorarensen, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.