Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 5
4 íl 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fræðslustörf BÆNDAKLÚBBUR Eyfirðinga á nú 25 ára sögu og var þess nýlega minnzt með fjölmennu skemmti- kvöldi á Hótel KEA. Tilgangur þessa óformlega félagsskapar var kynningar- og fræðslustarfsemi, og reynslan hefur ótvírætt sýnt, að bænd ur hafa talið sér nokkurn ávinning að þátttöku, því að aðsóknin hefur stöðugt aukizt og á allra síðustu tím- um eru hinir yngri menn mun fjöl- mennari en áður. Þótt Bændaklúbb- ur Eyfirðinga sé kallaður klúbbur, er hann það naumast og ekki Iieldur félag, því að enginn er skráður félagi, engin lög eða reglur hafa verið ákveðnar, engin árgjöld innlieimt, aldrei gerð samþykkt eða ályktun um eitt eða neitt, engin fundargerð skráð. Sá maður, sem fundi situr, er félagi á rneðan á fundi stendur, hlýt- ir fundarstjórn og auk þess er hon- um skylt að drekka kaffi eða te og greiða það. Svona er þetta óformlegt og laust í reypunum. En svo fróðleiks fúsir hafa Eyfirðingar verið, að þeir sækja fast Bændaklúbbsfundina. Þar flytur að jafnaði sérfróður maður í einhverri grein búskapar erindi, en á eftir eru frjálsar umræður og fyrir- spurnir. Hverskonar nýjungar eru kynntar á þessum fundum og sjálfir segja bændur frá dýrmætri reynslu sinni. Má e. t. v. með nokkrum rétti lialda því fram, að Bændaklúbbs- fundimir séu einskonar búnaðar- háskóli eyfirzkra bænda. En um leið og bent er á áhuga bænda á aukinni, frjálsri fræðslu, er vert að vekja atliygli á hliðstæðu fé- lagsstarfi kvenna liér á Akureyri, og eru það konur í Hraðfrystihúsi Ut- gerðarfélags Akureyringa, er beita sér fyrir henni síðustu árin. Hafa þær aðstöðu í félagsheimili Verka- lýðsfélagsins Einingar. Maigar hús- mæður, er viruia við fiskinn, liafa snemma stofnað heimili, em að ala upp böm og vinna margan dag fulla vinnu á tveim stöðum. Innra með sér eiga þær vakandi menntunarþiá. Hin frjálsa fræðsla þeirra fer þannig fram, að þær fá kunnáttumenn, svo sem í heilbirgðismálum, fræðslumál- um, lögreglumálum, íslenzkri tungu o. s. frv. til að ræða við sig kvöld- stund um þessi eða önnur ákveðin efni og svara fjölmöigum spuming- um. Það gæti verið rannsóknarefni, hvort lög og reglur og hefðbundin form séu ekki mörgum félögum fjötur um fót, gagnstætt því sem íakið hefur verið að framan. □ „Þjóðin jafni HINN 23. janúar hófst eldgos í Heymaey í Vestmannaeyjum og hefur gosið verið á dagskrá síð- an. Það varð aðeins stuttan spöl frá byggðinni á Heimaey, sem telur nær 5.300 íbúa. Hraun rennur þaðan í sjóinn, austur af eyjunni, en aska og þó einkum gjall eða vikur hefur öðru hverju borizt yfir byggðina. Á annað hundrað hús voru ýmist grafin undir vikurlaginu eða brunnin í lok janúarmánaðar. Á meðan eldsumbrotin vara í Vestmannaeyjum, er mörgum hugleikið að fræðast um þessa eyjabyggð og þessa mestu ver- stöð landsins. Landfræðileg einangrun, svo og sameiginleg afstaða í atvinnu málum, hefur sterk mótunar- áhrif á eyjabúa og bæjarbrag allan. Byggð er talin hafa verið í Vestmannaeyjum allt frá fyrsta landnámi. Eyjarnar voru í bændaeign fram á miðja tólftu öld en síðan í eigu Skálholts- stóls, en á fimmtándu öld urðu þær konungseign og konungur rak þar lengi alla útgerð og verzlun. Þá réru bændur á kon- ungsskipum og einokunarverzl- unin var þar fyrr upp tekin en á öðrum stöðum. Englendingar kepptu um yfirráð í Eyjum og leiddi það til átaka. Árið 1627 gerðist þarna sá hörmulegi atburður, að tyrk- neskir sjóræningjar komu þang að. Er talið, að íbúar hafi verið um 500 talsins. Þar af voru 242 teknir til fanga, fluttir utan og seldir í ánauð, en 36 voru líf- látnir á staðnum. Stuttu síðar var reist mikið mannvirki við innsiglinguna, vígi eða skansinn og stendur þar enn. Þar var um langa hríð varðstaða. í Eyjum starfaði um hríð heimavarðlið, vel vopnum búið, til að geta varist hugsanlegri innrás, en einnig til að halda uppi lög- gæzlu heima fyrir. Þegar manntalið var tekið hér á landi árið 1703 reyndust Vest- mannaeyingar 318 talsins en um aldamótin 1800 voru þeir 173. Árið 1874 komust eyjarnar í eigu Landssjóðs og voru ríkis- eign til ársins 1960, er bæjar- félagið keypti allt land eyjanna, 18 að tölu, af ríkissjóði. Um síð- ustu aldamót voru Vestmanna- eyingar um 600 talsins en hefur fjölgað ört síðan. Heimaey er 16 ferkílómetrar að stærð, 6 km að lengd frá norðri til suðurs og um 3 km frá austri til vesturs. Árið 1918 var stofnað Björg- unarfélag Vestmannaeyja, sem síðan keypti Þór, er síðar varð fyrsta varðskip Landhelgisgæzl- unnar, eða árið 1926. Árið 1908 var fyrsta frystihúsið tekið í notkun í Vestmannaeyjum og fimm árum síðar fyrsta fiski- mjölsverksmiðja landsins. Vest- mannaeyjaflotinn er 5 þús. rúm lestir að stærð, nálega 80 bátar. Viðlegupláss í höfninni er nú orðið um hálfur annar km á lengd. Árið 1966 réðist bæjarstjórn Vestmannaeyja í það stórvirki að leiða til Vestmannaeyja vatn, tekið úr lindum undir Eyjafjöll- um í 210 metra hæð yfir sjó, 22 km frá sjó. Leiðin öll til Eyja Nokkar helztu fjárveitinpr til framkvæmda í Norðurl.kjörd. e. Hafnarmannvirki og lendingarbætur. millj.kr. Ólafsfjörður ........................................... 3.1 Dalvík ................................................. 5.4 Hrísey ................................................. 0.3 Árskógssandur .......................................... 4.3 Sama (ferjubryggja) .................................... 0.5 Grenivík ............................................... 2.8 Grímsey ................................................ 7.3 Húsavik ................................................12.7 Þórshöfn ............................................... 7.5 Bygging sjúkrahúsa, læknaniiðstöðva o. fl. millj. kr. Akureyri ............................................... 5.8 Dalvík, læknamiðstöð................................... 3.0 Akureyri, læknamiðstöð, fyrri greiðsla.................. 1.5 Húsavíls ............................................... 7.0 Fyrirhleðslur. þús. kr. Hörgá hjá Möðruvöllum.................................. 100 1 Hörgá í Hörgárdal....................................... 200 Framlög til skólabygginga. millj. kr. Iðnskólinn á Akureyri................................. 4.0 Húsmæðraskólinn á Akureyri............................ 1.0 Húsmæðraskólinn á Laugalandi ........................... 0.5 Húsmæðraskólinn á Laugum............................... 0.3 Skóli í Svarfaðardal (skv. eldri lögum) ............... 0.3 Skóli á Svalbarðsströnd (skv. eldri lögum)............. 0.5 Kennaraíbúð á Svalbarðsströnd (skv. eldri lögum)........ 0.2 Skóli í Reykjadal (skv. eldri lögum)................... 0.3 Ólafsfjörður, gagnfræðaskóli............................ 2.0 Ólafsfjörður, heimavist................................. 1.0 Dalvík, sundlaug....................................... 0.08 Dalvík, heimavist ...................................... 2.0 Hrísey,- íbúð........................................... 0.6 Hrísey, skóli......................................... 1.0 Árskógshreppur, íbúð.................................... 1.2 Laugaland á Þelamörk....................................15.4 Akureyri, Glerárskóli................................... 9.9 Hrafnagil, gagnfræðaskóli ............................ 9.8 Stórutjamir ........................................... 12.5 Laugar, íþróttahús..................................... 9.8 Hafralækur ............................................ 10.7 Húsavík, íbúð........................................ 1.3 Húsavík, gagnfræðaskóli ............................... 2.0 Skútustaðahreppur....................................... 1.0 Lundur í Axarfirði, íbúð .............................. 0.2 Til skóla í Norður-Þingeyjarsýslu . .................... 6.0 Akureyri (nýr skóli í Lundshverfi) ..................... 3.5 tjóninu á sig 5?» er 36 km. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd, að meðtöldu dreifingarkerfi í Eyjum, var 250 millj. kr. , íbúar Vestmannaeyja um síð- ustu áramót voru nær 5.300 manns. Þar eru 5 frystihús, síld arbræðslur og beinaverksmiðj- ur, sem nýta afla bátaflotans. Að undanförnu hafa nágranna þjóðir okkar á Norðurlöndum og margar aðrar Evrópuþjóðir boðið eða sent stjórnvöldum landsins, Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnar að- stoð vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum, einnig Kína og Bandaríkjamenn. Hafa allar þessar gjafir verið þegnar og þakkaðar, en einnig standa yfir viðræður um það við ýmsa gef- endur, í hvaða formi gjafirnar verða, svo að þær notist sem bezt. Þá hefur söfnunum í sama skyni verið hleypt af stokkun- um í nokkrum löndum. Hér innanlands hafa atburð- irnir í Vestmannaeyjum þjapp- að þjóðinni saman í eina heild — til hjálpar. Berast daglega fréttir af gjöfum og annarri fyrirgreiðslu, • sem of langt mál er upp að telja. Sýna þessi við- brögð fólksins það betur en allt annað, að það fylkir sér óhikað undir það merki, sem núverandi ríkisstjórn reisti þegar í upphafi eldgossins, með virkum aðgerð- um og með þeirri yfirlýsingu forsætisráðherrans, að þjóðin yrði öll að jafna þessu tjóni á sig. □ SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) hópur notið fyrirgreiðslu lands- hátíðarnefndar og ætti sú mót- taka að vera auðveld, niiðað við það, að fóllti af öllu landinu sé steínt til Þingvalla í einu. Hér- aðahópar myndu betur njóta Þingvalla og allrar ferðar, svo og fróðleiks og fylgdar kunn- áttumanna í hóflegu fjöhnenni, en í martröð gífurlegs fjölmexm- is. Og kostnaður og áhætta væri hverfandi, miðað við nú- verandi áætlun. REISN YFIR ÞEIM ALDNA Eldgosið í Vestmannaeyjum hef ur snert viðkvæman streng í brjósti hvers íslendings og sam- einað alla landsmenn. Hingað á skrifstofu Dags kom gamall og lúinn sveitamaður nýlega, mjög fátækur. Hann lagði frá sér staf sinn, tók upp veski sitt og bað fyrir fimm þús. kr. í Vestmanna eyjasöfnunina. Vera má, að þessi gamli maður sé fátækastur allra í sinni sveit, af fimm þús- und króna seðlum og öðrum veraldarauði. En ef allir eiga jafn mikla eða meiri reisn og hann, og hafa auk þess lijartað á réttum stað, mun ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af and- legri heilsu fólks í lians heima- byggð eða minnkandi mann- kostum. KARDIMOMMUBÆR Hið ágæta barnaleikrit, Kardi- mommubærinn, er sýndur á Akureyri þessar vikurnar. Hér var verkefni svo vel valið, að það eitt á að vekja athygli, og meðferð efnisins er á þann veg að allri gerð, sem bezt má vera, við hæfi barna. Ekki er unnt með góðri samvizku að hvetja fólk ákaflega til að sjá hin ýmsu og misjöfnu leikhúsverk hjá Leikfélagi Akureyrar, þótt oft hafi vel tekizt. En Kardi- mommubæ eiga sem allra flest börn að sjá. Sagan um Kardi- mommubæinn er mjög góð, leik ritið ekki síður, með sínum skemmtilegu söngvum, dýrum og svo skemmtilcgu fólki. Ég minntist víst á það áður, að for- eldrar ættu að lofa börnum sín- um að sjá Kasper, Jesper og Jónaton, Soffíu frænku og alla aðra ágæta íbúa Kardimoniniu- bæjar, og minni nú á það á ný. Kiwaiiisbingóið gaf 140 þúsund kr. hagnað KIWANISKLÚBBURINN Kald bakur á Akureyri stóð fyrir bingói þann 4. febrúar sl. Þátt- taka var mjög góð og komust færri að en vildu. Vinningar voru: 4 utanlands- ferðir með Ferðaskrifstofunni Sunnu og 4 farseðlar Ak—Rvík —Ak. með Flugfélaginu. Vill klúbburinn þakka öllum þeim, sem aðstoðuðu liann á einn eða annan hátt við fjár- Yeruleg hækkun raforkuverðins á Ákureyri nu á þessu ári SEGIR SIGURÐUR JÓHANNESSON STJÓRNARFORMAÐUR RAFVEITUNNAR HINN 6. febrúar var til af- greiðslu hjá bæjarstjórn Akur- eyrar fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar fyrir árið 1973. í áætluninni er gert ráð fyrir 20% hækkun á gjaldskrá Raf- veitunnar frá 1. marz n. k. Blaðið fór þess á leit við Sig- urð Jóhannesson bæjarfulltrúa, Sigurður Jóhannesson. sem sæti á í stjórn Rafveitunn- ar, að hann segði í stærstu drátt um frá málefnum fyrirtækisins, og varð hann fúslega við því. Hann sagði: Gjaldaáætlun Rafveitu Akur- eyrar fyrir 1973 er rúmar 95 millj. kr. og auk þess færast á eignabreytingar taepar 24 millj. kr. Er þetta 16 millj. kr. hækk- un á gjöldum frá fyrra ári og 10 millj. kr. hækkun á eigna- breytingaliðnum. Veigamesta ástæða gjalda- hækkunarinnar er væntanleg hækkun á raforkukaupum, en Laxárvirkjun hefur rætt um 20—22% hækkun á heildsölu- töxtum sínum frá 1. jan. sl. að telja. Veldur þetta a. m. k. 12 millj. kr. hækkun í raforku- kaupum Rafveitu Akureyrar 1973. Þá eru fyrirhugaðar að venju miklar viðbætur við bæjarkerf- ið og götulýsinguna. Er mikillar fjárfestingar þörf í nýjum hverf um bæjarins og fara stærstu upphæðirnar í spennistöðvar, lágspennukerfin og götulýsingu í Gerðahverfum og Lundstún- inu. Þá þarf einnig að breyta Krossaneslínunni, sem er allt of veik fyrir þá miklu orkunotk- un, sem er í Glerárhverfinu. Þetta allt gerir það að verkum, að útilokað var að komast hjá að óska heimildar til hækkunar á orkutöxtunum um ca. 20%, sem tæki gildi 1. marz n. k. og gerir hún um 16% hækkun á ársgrundvelli. Þrátt fyrir þessa hækkun tel ég að Akureyringar búi við gott verð á raforku, mið að við aðra staði landsins. Það, sem miklum áhyggjum veldur er, ef raforka, sem við fáum frá Laxárvirkjun, yrði ekki nægjanleg, þannig að til skömmtunar þyrfti að koma lengri eða skemmri tíma. Hér er raforka mjög mikið notuð við upphitun íbúða, og mestur hluti atvinnulífs bæjarins er byggður upp á raforkunotkun. Munu fá byggðarlög landsins vera eins háð notkun raforkunnar til at- vinnureksturs og Akureyri. Það er því von mín, segir Sig- urður að lokum, að sem fyrst verði hægt að hefja starfrækslu á fyrsta verkstigi Laxár 3, svo komizt verði hjá þeirri truflun á atvinnulífi, sem skortur á raf- orku myndi hafa í för með sér. Satyricon” sýnd í Borgarbíói öflun þessa. Sérstaklega viljum við nefna Sjálfstæðishúsið, Sunnu og Flugfélagið. Hagnaður varð kr. 140.009 og hefur hann verið afhentur Rauða krossi íslands vegna Vest mannaeyj asöf nunar. Að síðustu viljum við þakka þátttakendum komuna og stuðn ing þeirra við Vestmannaey- inga. (Fr éttatilky nning ) ir BORGARBÍÓ hefur tekið til sýninga eina frægustu mynd ítalska snillingsins Fellinis, Satyricon. í „Satyricon11 greinir frá at- burðum, sem gerast í Rómaborg á stjórnarárum Neros keisara, en einn samtíðarmanna hans var rithöfundurinn Petronius (dáinn 65 e. Kr. burð), enda einn helzti vinur keisarans. Hann var eins konar dómari í smekkmálum um þær mundir SÓÐALEGT LEIKRIT Ymsir hafa látið í ljós andúð sína frá því á fimmtudaginn 25. janúar, ýmist hringt til blaðsins eða sent línu. Sem sýnishorn af þessu fer hér á eftir bréf frá „konu“ í bænum: „Fimmtudaginn 25. janúar var flutt leikrit í útvarpinu eins og venja er á fimmtudögum. Að þessu sinni var það Neðanjarðar lestin. Oftast hefur efni þessara leikrita verið frá hinum svört- ustu hliðum mannlífsins. Þó mun þetta síðasta leikrit vera eitt hið svívirðilegasta. Efni þess verður ekki rakið hér. Margir munu hafa hyert það, undantekningar og það eru ekki allir, sem leggjast svo lágt að selja þessar vörur. Æska lands- ins hefur ekki farið varhluta af því yfirleitt er mikið'hlustað á leikritin. Útvarpsstjóri og aðrir ráða- menn, gætið ykkar hvað þið eruð að gera. Áhrifin frá áður- nefndu leikriti eru mjög sið- spillandi. Er ekki hægt að velja til flutnings mannbætandi leik- rit, þar sem hið fagra og góða kemur fram, m. a. fagrar ástir og trygg og hamingjusöm hjóna- bönd? Hér á landi er af miklu kappi stunduð útgáfa klámrita og klámrita og oftast eru þar ósið- legar myndir. Margir sækjast eftir þessu efni, enda er auðvelt að fá það. Sjoppur og bóksalar sjá um það. Þó eru heiðarlegar þessari óheillastarfsemi fjárgráð ugra manna, sem sumir fela sig á bak við fögur nöfn í blöðun- um. Þið, sem stundið þessa spill- ingarstarfsemi, eigið mikinn þátt í unglingavandamálum þjóðarinnar, ásamt leynivínsöl- unum. Grísir gjalda, gömul svín valda, segir málshátturinn. Mál er fyrir ykkur, að iðrast ykkar vondu verka og að leggja Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? þau nið.úr. í Biblíunni stendur: Með því að gefa gaum að orði Drottins. Ungu vinir, piltar og stúlkur, athugið þetta svo að þið verðið gæfusöm.“ (elegantiae arbiter), þegar efnt var til samkvæma við hirðina. Petronius lifði miklu nautnalífi, en var jafnframt nákvæmur embættismaður. Sagnfræðingur inn Tacitus ritaði um hann: „Hann eyddi nóttunum í við- skipti og skemmtanir og hlaut frægð fyrir aðgerðarleysi sitt, eins og aðrir verða frægir fyrir dugnað, en þó var hann ekki talinn landeyða og slæpingi eins og flestir þeirra, sem sólunda eignum sínum, heldur snilling- ur á sviði munaðarlífs.“ Petronius féll síðar í ónáð og réð sér þá bana með því að opna sér æð. Fellini fékk þegar árið 1939 þá hugmynd, að rétt væri að segja þessa sögu í kvikmyndar- formi og beita því til að for- dæma og hæða fasistastjórn Mussolinis, en hann fékk því ekki framgengt þá. □ Pilturinn fundinn íslendingar rúm 210 þúsund ELLEFU TIL EYJA MEÐAL hinna mörgu, sem rétta vildu hjálparhönd í Vest- mannaeyjum, voru ellefu menn úr hjálparsveit skáta á Akur- eyri, sem héðan fóru á þriðju- dagsmorgun í síðustu viku og komu heim á sunnudaginn. Var mikið unnið og lítið sofið, því að þá voru enn mörg verkefni við björgunarstörf, er vinna þurfti. □ KONURNAR í FLSKINUM TVO undanfarna vetur hefur farið fram fræðslustarfsemi kvenna í félagsheimili Verka- lýðsfélagsins Einingar í Þing- vallastræti 14 á Akureyri. Áhugasamar konur, vinnandi í Hraðfrystihúsi Ú. A., áttu þessa hugmynd og hrundu henni í framkvæmd. Þar sem hér er um ýmiskonar almenna fræðslu að ræða en ekki innanfélags- eða flokksmál, þótti blaðinu ástæða til að kynnast þessu nánar, leit- aði frétta af starfsemi þessari og fékk þá til fundar þær Soffíu Gísladóttur og Freyju Eiríks- dóttur, er leystu greiðlega úr spurningum og gáfu m. a. eftir- farandi upplýsingar: Þessi fræðslu- og umræðu- kvöld, sem jafnframt eru skemmtikvöld, haldin í Þing- vallastræti 14, hafa verið öðru hverju tvo undanfarna vetur, að frumkvæði nokkurra áhuga- samra kvenna. Þau fara þannig fram, að fenginn er einhver sér- fróður maður til þess að ræða við okkur um fyrirfram ákveðin málefni hverju sinni. Og svo fær maður sér kaffisopa til að mýkja kverkarnar. Meðal þeirra, sem frætt hafa okkur eru: Magnús Ásmundsson, Þór- oddur Jónasson og Jón Aðal- steinsson læknar, Sverrir Páls- son skólastjóri, Herdís Ólafs- dóttir frá Akranesi, Guðrún Guðvarðardóttir, Reykjavík, Kristján Sigurgeirsson, vinnu- hagfræðingur, Jóhann Hannes- son fyrrum skólameistari og Hreiðar Eiríksson garðyrkju- maður. En allt þetta fólk hefur veitt okkur fræðsluna án endur gjalds. í vetur hafa þessir menn lofað að heimsækja okkur: Sverrir Pálsson, Þóroddur Jón- asson, Tryggvi Gíslason skóla- meistari, Bergur Sigurbjörns- son framkvæmdastjóri, Ólafur Ragnar Grímsson lektor, Gísli Konráðsson forstjóri, Sigfríð Einarsdóttir kaupmaður, Brynj- ólfur Ingvarsson læknir og Gunnar Randversson lögreglu- þjónn. Því er svo háttað hjá okkur, sem vinnum í hraðfrystihúsinu, að vinnutími er óreglulegur og getum við sjaldnast ákveðið stað og stund til fundarhalda með miklum fyrirvara, og hús- rúm takmarkar fundarsóknina. Því þurfa þeir, sem koma vilja, bæði konur og karlar, að láta vita um þátttöku á skrifstofu Verkalýðsfélagsins þegar fund- ur hefur verið ákveðinn. En all- ir eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Þessir fundir hafa tekizt svo vel, að okkur hefur stundum fundizt, að einn fundur væri á við hálfs mánaðar námskeið. Fundarsókn er misjöfn, frá 4 og upp í 40, segja konurnar. Þess verður oft vart meðal kvenna, sem í senn helga sig heimilisstörfum og vinnu í verk smiðjum eða á p.ðrum fjölmenn- um vinnustöðum, að þær finná hjá sér minnimáttarkend í þreyt andi starfi heima og heiman. Margar þeirra hafa stofnað heimili án þess að hafa búið sig undir önnur störf sérstaklega, og verða því að hlýta vinhti utan heimilis, þar sem sérmennt unar eða góðrar almennrar menntunar er vart krafist. En ef á það er jafnframt litið, að t. d. fiskiðnaðurinn er orðinn undirstöðuatvinnuvegur fyrir þjóðarbúið í heild, er minni- máttarkennd ástæðulaus og sú tilhneiging að bera ekki virð- ingu fyrir starfinu og fyrir sjálf um sér um leið er alveg fráleit, enda vandséð hversu færi, ef konur vildu ekki taka þátt í að auka útflutningsverðmæti fiskj- ar með starfi sínu í frystihúsum landsins. Hvort þeirra störf þar eru metin og borguð að verð- leikum, skal ósagt látið. En vel sé þeim, bæði körlum og kon- um, sem auka vilja menntun sína með fræðslukvöldum á borð við þau, sem konur hafa staðið fyrir og að framan er frá sagt. Mætti það verða öðrum til fyrirmyndar. Þekkingin, á hverju sviði sem er, eykur sjálfs traust fólks og dómgreind, eyðir tortryggni og óvild. □ Einbýlishús í smíðum til sölu Uppl. á Trésmíðaverkstæðinu PAN, SÍMI 1-22-48. Yélvirki - Járniðnaðarmaður Viljum ráða strax vélvirkja eða járniðnaðar- rnann til að veita forstöðu umbúðaframleiðslu fyrirtækisins. Hér er um vel borgað ábyrgðarstarf að ræða, og yrði viðkomandi sendur erlendis sér að kostnað- arlausu til að kynnast starfsemi hliðstæðra fyrir- tækja. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA K. JÓNSSON OG CO. h. f. - SÍMI 2-14-66. íbúð til sölu Til sölu er tveggja herbergja íbúð í fjölbýlishús- inu Skarðshlíð 8—10—12. Húsið er byggt í sam- ræmi við lög um útrýmingu heilsuspiliandi hús- næðis og gilda reglur þeirra laga um sölu íbúð- arinnar. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Umsóknir um kaup á íbúðinni sendist undirrit- uðuin fyrir 20. febrúar næstkomandi. Akureyri, 6. febrúar 1973. BÆJARSTJÓRI. VIÐ FYLGJUMST MEÐ TÍMANUM: Vorum að taka upp stórkostlega SANSUI sendingu. StutsuL Ódýru LP hljómplöturnar komnar aftur, Aðeins kr. 350. 17 GERÐIR FERÐAVIÐTÆKJA. tfotiuba TOSHIBA STERO SEGULBÖND í BÍLA. Áteknar spólur í hundraðatali. VERIÐ VELKOMIN VIÐG ERÐ ARSTOFA STÉFÁNS HALLGRÍMSSONAR . Glerárgötu 32 . Sími 11626 . Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.