Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 8
8 Ðaguk / Pósthólf 267 ■ Akureyri • Akureyri, miðvikudaginn 7. febrúar 1973 /_ ÞJOÐLEGT TÍMARIT Pósthólf 267 ‘ Akureyri • Sími 96-123-31 M- -J* va Frá vinstri: Halla Jónasdóttir, Rafn Arnbjörnsson, Ómar Ambjörnsson og Anton Angantýsson. (Páll) „Þrír skálkaf frumsýndir á Dalvík Dalvík 5. febrúar. Leikfélag Dal víkur frumsýndi „Þrjá skálka“ á laugardaginn undir leikstjórn Jóhanns Ogmundssonar frá Akureyri. Var leiknum mjög vel tekið. Onnur sýning var á sunnudagskvöldið og næstu sýn ingar verða í kvöld, miðviku- dag, og svo á föstudag kl. 21.00. Helztu leikarar eru: Bragi Jóns son, Halla Einarsdóttir, Jóhann Friðgeirsson, Omar Arnbjörns- son, Rafn Arnbjörnsson, Anton Angantýsson og Halla Jónas- dóttir. Bridgefélag Dalvíkur og ná- grennis keppti við starfsmenn KEA á Akureyri á sex borðum nýlega, og unnu með 75:45 stig- um. Keppnin fór fram í Víkur- röst á Dalvík. Um fyrri helgi bauð Lions- klúbbur Dalvíkur og kvenfélög- in á Dalvík og í Svarfaðardal öldruðu fólki til Víkurrastar og héldu því ágæta skemmtun, sem metin var að verðleikum. Þarna varð fjölmenni. Sjö bátar róa héðan, 5—30 tonn að stærð. Eru 4 með net og 3 með línu. Bátarnir hafa aflað 3—10 tonn í róðri og er það tal- ið sæmilegt, og betra en oft áður á þessum tíma árs. Björg- úlfur aflar hins vegar heldur lítið og Björgvin liggur hér við bryggju, er á söluskrá. Það slys varð á Hnjúki í Skíðadal, að vatnsleiðsla bilaði í fjárhúsi og drukknuðu um 20 kindur Kristins Rögnvaldssonar bónda þar. Síðustu sunnudagsnótt fór bíll út af veginum við Hálsá, sem er slysastaður. Fimm voru í bílnum og meiddust tveir, en ekki alvarlega. Bíllinn skemmd- ist mikið. J. H. Akureyrartogarar bjindnir við bryggju Bændaklúbbur TOGARAVERKFALLIÐ svo- nefnda var enn óleyst í gær. Fjórir Akureyrartogararnir höfðu þá þegar stöðvazt. Sá fimmti, Sólbakur, var væntan- legur til hafnar í gær. □ SÍÐASTA laugardag höfðu veiðzt rúm 44 þús. tonn af loðnu á móti 25—2G þúsund tonnum á sama tíma í fyrra. Síðan hefur verið aflahrota og í fyrrinótt veiddust 11 þús. tonna veiði í viðbót og fengu 40 bátar hana og er það mesta loðnuveiði á einni nóttu, sem um getur hér við land. Á laugardagskvöldið höfðu 50 bátar fengið afla. Mörg skip bíða nú löndunar á Austfjarðahöfnum og þrær fullar, þrátt fyrir bræðslu dag BJÖRN Brynjólfsson hjá Vega- gerðinni á Akureyri sagði blað- inu eftirfarandi í gær: Þorrinn minnir á sig núna með norðan stórhríð víða á Norðurlandi. Á Siglufirði er stórhríð en þó gott veður á morgun og óveðrið nær einnig inn í Ólafsfjörð. I gær fóru bílar í góðu færi Á MIÐVIKUDAGINN í síðustu viku hélt Bændaklúbburinn af- mælisfund á Hótel KEA. Minnt- ist hann þar 25 ára starfs. Þang- að kojjiu um 130 manns og undu vel við ýmiskonar skemmti- og nótt. Er þetta að verða eins og á síldarárunum frægu. Fyrsta loðnugangan er rúmar 20 sjómílur út af Eystra-Horni, sterk ganga. Önnur loðnugangan er 35—40 sjómílur út af Austfjörðum, mjög mikið magn. í gær var ekki gott veiðiveður. Spár fiskifræðinga um miklar loðnugöngur í ár, virðast hafa rætzt, hversu sem fer um fram- hald veiðanna. Q milli Akureyrar og Austur- lands, en í nótt varð ófært. Hjálpartæki eru á Öxnadals- heiði í dag og verður veginum haldið þar opnum til kvölds. Þar er vel fært en versta veður. Sæmilegt er enn til Húsavík- ur, um Dalsmynni, og einnig til Dalvíkur. En Múlavegur er ófær, lokaðist í nótt. □ atriði og við það að rifja upp þá sérstæðu starfsemi, sem við Bændaklúbbinn er kennd. Ármann Dalmannsson stjórn- aði þessu skemmti- og minning- arkvöldi. Eðvarð Sigurgeirsson sýndi gamla, eyfirzka kvik- mynd, en að henni lokinni var myndagetraun, sem ráðunautar búnaðarsambandsins önnuðust. Þá fór frú Sigríður Schiöt með gamanvísur og öldungarnir Jón- as Kristjánsson og Ólafur Jóns- son fluttu ávörp. Þá var borið fram kaffi, en að því loknu flutti Hjörtur E. Þórarinsson ávarp og einnig Ármann Dalmanns- son. En þessir menn allir áttu sinn þátt í störfum Bænda- klúbbsins frá upphafi. Þarna var einnig mættur Þorsteinn Davíðsson, einn af elztu klúbb- félögunum. Arnsteinn Stefáns- son bóndi í Stóra-Dunhaga flutti kvæði, sem að efni til var fundargerð síðasta Bænda- klúbbsfundar. Þá tók til máls Aðalsteinn Guðmundsson frá Flögu og að síðustu Jón Bjarna- son frá Garðsvík og flutti mál sitt að mestu bundið. Upphafsmaður að stofnun Pilturinn nú fundinn YFIRLÖGREGLUÞ J ÓNNINN, Gísli Ólafsson, skýrði blaðinu frá því síðdegis á mánudaginn, að piltur sá, er áreitti konur hér í bæ og fyrr er frá sagt, sé nú fundinn. Er hann 14 ára. □ lesla lccnuveioi s Færi að þy ngjast SMÁTT & STÓRT UM HEITA VATNIÐ Nýlega ritaði Akureyringur bréf, birt í Degi, og fór fram á greinargerð um heitt vatn í ná- grenni bæjarins, leit þess og árangur. Bæjarverkfræðingur hefur nú lofað blaðinu að gefa yfirlit um þessi mál, er birt verða. En margir, og einkum bæjarbúar, munu vilja vita meira um mál þessi en nefndur fyrirspyrjandi, og er nú beðið efitr greinargerð bæjarverk- fræðings. MISJAFNT HUGARFAR Stjórnvöld landsins brugðust fljótt og á myndarlegan hátt við margþættum vanda er fylgdi Vestmannaeyjagosinu. Forsætis ráðherra sagði þá, að vandi Vestmannaeyinga væri vandi þjóðarinnar allrar, og að hann yrði að leysa með sameiginlegri aðstoð landsmanna allra. Sam- kvæmt þessu hefur verið unnið. Stjórnarandstæðingar fylgdu stjórninni í þessu máli, en með misjöfnu hugarfari þó, að því er virðist. Þannig birti Morgun- blaðið eitraðar árásargreinar á stjórnvöld landsins og Vísir sýndi óvenjulega rætni í sínum skrifum. Sumir stjórnarandstæð ingar geta ekki, jafnvel í neyð- artilvikum, fylgt góðuin málum lieilshugar. Þau vinnubrögð for- dæma allir vitibornir menn. ÖNNUR KÝRIN FUNDlN Margar eru þær sögurnar, sem sagðar voru um hvarf tveggja kúa við Akureyri í haust. Margs var til getið, enda þótti kúa- hvarfið ekki einleikið. Og enn 25 ára Bændaklúbbsins, eða að þeim félagsskap er þetta nafn hlaut síðar, var Arnór Sigurjónsson og Helga Kristjánsdóttir kona hans. Búnaðarsamband Eyja- fjarðar annast nú fundina. Litlar skráðar heimildir eru til um þessa aldarfjórðungs gömlu starfsemi, því að í klúbbnum er engin gjörðabók, enginn skráður félagi og engar ályktanir gerðar. Starfsemi klúbbsins hefur frá fyrstu tíð verið fræðslustarfsemi, þar sem sérfróður maður eða menn hafa haft framsögu, einkum á sviði landbúnaðar, en á eftir hafa svo farið fram fyrirspurnir og um- ræður. En Dagur hefur fylgzt með þessum fundum og sagt frá þeim flestum og er þar að finna einskonar fundagerðir frá eldri og yngri tíma um þessa fræðslu- starfsemi eyfirzkra manna. □ eru sögur sagðar. En nú hefur önnur horfna kýrin fundizt, í lækjargili vestan við Ferða- nesti, og var hún frá Galtalæk. Hin kýrin, frá Hlíðarenda, hef- ur hins vegar ekki enn fundizt. ENGA ÞJÓÐHÁTÍÐ Opinberlega hefur komið fram tillaga um, að fella niður þá miklu þjóðhátíð árið 1974, sem verið hefur á dagskrá, og halda á í tilefni af ellefu alda hyggð í Iandinu. Tillögumenn, sem eru úr kennarastétt og ekki vilja hátíð halda, telja að þjóðin eigi nú við þau vandamál að stríða, er yfirskyggi nauðsynlegan hátíðaráhuga. Mun hér átt við Heymaeyjargos og væntanlega endurbyggingu þar. HÆTTUNNI BQÐIÐ HEIM Frá sjónarmiði þess, er hér skrif ar, er Þingvallahátíð með 60 þús. manns, svo sem rætt hefur verið um og ráðgerð var, alveg fráleit hugmynd eða ráðagerð og raunar háskalegt fyrirtæki af mörgum ástæðum. Hætturn- ar eru: Örtröð Þingvalla, um- ferðaröngþveiti, óheyrilegur kostnaður við undirbúning og alla framkvæmd og svo sú yfir- gnæfandi og óskilgreinda hætta, sem hér á landi er samfara fjöldasamkomum. Og að síðustu eru veður svo válynd hér á landi, að af þeim ástæðum er það mikil vogun, að stefna allt að þriðjungi þjóðarinnar saman á einn stað undir beru lofti. TILLÖGUR Vel mætti hugsa sér mikla og veglega liátíð í hverju héraði, og fer vel á því. En í stað þess að flykkjast til Þingvalla, á forn helgan og sögufrægan stað, ætti, að liéraðshátíðum loknum, að stefna þangað hópum, einum hóp í einu. Akureyringar og Eyfirðingar gætu skipulagt lióp- ferð til Þingvalla, síðan Skag- firðingar, þá Þingeyingar o. s. frv., hver hópur undir traustri fararstjórn. Syðra gæti hver (Framhald á blaðsíðu 5) GEFA TIL VESTMANNAEYJA HREPPSNEFND Svalbarðs- strandarhrepps gekkst fyrir söfnun þar í sveit og lagði fram úr hreppssjóði 120 þús. kr. Fé- lög og einstaklingar gáfu auk þess rúm 435 þús. kr. Þar af gáfu systkinin Sigrún og Guð- mundur BenediktsSOn frá Breiðabóli 100 þús. kr. fbúar hreppsins eru 232 talsins. Hreppsnefndaroddviti er Hreinn Ketilsson. □ STJÓRN Elliheimilis Akureyr- ar gerir um þessar mundir könn un á því, hve margir ellilífeyris- þegar og örorkulífeyrisþegar óska að fá hjónaíbúðir í væntan legum 16—18 íbúðum, sem í athugun er að láta byggja við Elliheimilið. En mjög margt fólk er jafnan á biðlista heimilis ins og þörf mikil á auknu hús- næði. Fyrirhugað er, ef nægar óskir berast, að stefna að því að við Elðiheimiiið hafa íbúðir þessar tilbúnar vor- ið 1974 og yrðu þær fast að 50 fermetrar og sér inngangur í hverja. Fólk getur tryggt sér þessar íbúðir með ákveðnu fjár framlagi, eftir þeim reglum, sem stjórn Elliheimilisins setur og Björn Guðmundsson veitir upp- lýsingar um. Hér er um svipað fyrirkomulag að ræða og hjá Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.