Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 07.02.1973, Blaðsíða 1
P1 Daguk LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. febrúar 1973 — 6. tölublað Er heitf vatn á Árskógssfrönd ? FYRIR um það bil tveim árum fundu piltar á Árskógsströnd heita uppsprettu í klöppum beint austur af gamla Syðri- Hagabænum. Fleiri hafa síðan sannfært sig um þetta. Þegar blaðið leitaði fregna af þessu nú um helgina, hafði bóndinn í Syðri-Haga þó ekki af þessu frétt, en hann heitir Ár- mann Rögnvaldsson, pýlega þangað fluttur. Hins vegar leit- aði blaðið fregna af þessu hjá Árna Olasyni, starfsmanni úti- bús KEA á Hauganesi, og stað- festi hann, að þetta væri rétt, og að heita vatnið væri undir sjó er hitnaði við Syðri-Haga- klöppina. Engar rannsóknir eða nánari athuganir hafa verið gerðar á þessu ennþá, og er tími til kominn að gera þær. Skammt frá þessum stað, en litlu norðar eru miklir berg- gangar við sjóinn, líkir þeim, sem finnast fram af Hámundar- staðahálsi, en þar eru volgrur, órannsakaðar. Haft er eftir jarð- fræðingi, sem það svæði athug- aði lauslega fyrir nokkrum ár- um, að þar væri forvitnilega til borunar eftir heitu vatni. Má vera, að finna mætti heitt vatn til nytja á báðum stöð.um. Q Keypf ferja og ráðinn maður Hrísey G. febrúar. Hér er orðið fremur vont veður af norðri. Drangur er á ferðinni í dag og óttaðist að hann kæmist ekki inn Olafsfjörð vegna óveðurs. Á föstudaginn var þorra blót- að í Hrísey. Þar var fjölmennt og allir kátir. Tveir bátar, Sigurveig og Haf rún, eru byrjaðir með net og fékk Hafrún 6—7 tonn fyrir helgina. Spáir það góðu. Nýi báturinn, Eyfell, er að búa sig á línu. Ákveðið er að koma upp hita- veitu í Hrísey og stefnt að því að gera það í sumar. Heita vatn ið er til, í borholu norðan við Saltnes, nægilega mikið fyrir kauptúnið og 67 stiga heitt. Svo á strax í vor að hefja byggingar vegna holdanautastöðvarinnar, sem hér á að rísa. Hreppurinn hefur nú keypt Hríseyjarferjuna, Sævar, sem er um 7 tonna bátur og ráðið Tómas Pálsson fyrir ferjumann. Ferðir til lands eru tvisvar í viku, en ætlunin að þær verði 3—4 í sumar. S. F. Myndin er af fyrstu kvenskátunum á Akureyri fyrir 50 árum. AFMÆLI KVENSKÁTA A AKUREYRI í ÁR eru liðin 50 ár frá því að kvenskátar hófu starfsemi sína hér á Akureyri. Það er því orðinn allf jölmenn- ur hópur kvenna á Akureyri, sem hefur tekið þátt í starfi HAAG-DÓMSTÓLLINN ANNAN dag febrúarmánaðar tilkynnti Haag-dómstólinn, að hann hefði lögsögu í máli því, sem Bretar og V.-Þjóðverjar höfðuðu gegn íslendingum vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við ísland, í 50 sjómílur. Mexikómaðurinn Nervos, einn af 15 dómurum, greiddi atkvæði gegn þessum úrskurði. Fyrr hafði sami dómstóll gert álykt- un um málið, svo sem kunnugt er og dæmt gegn okkur. En úrskurður sá, sem nú er felldur um lögsöguna, er byggð- ur á samningi frá 1961, hinum illræmda nauðungarsamningi, sem þá var gerður og íhald og kratar stóðu að á þeirri tíð. Tel- ur dómstóllinn þennan samning enn í gildi, þótt núverandi stjórnvöld hafi sagt honum upp og telji hann úr gildi fallinn. íslenzk stjórnvöld hafa harðlega mótmælt því, að Haag-dómstóll- inn hafi lögsögu í máli þessu, enda eru þess ekki fordæmi og hafa þó fjölmargar þjóðir fært út landhelgi sína einhliðá, svo sem íslendingar gerðu 1958 og svo aftur 1. september í haust. Virða því íslendingar ekki þenn an úrskurð. Framhald þessa máls, ef því verður fram haldið, verðiir á þá leið, að dómstóllinn tekur fyrir efnisleg atriði deilunr.ar og fell- ir sinn úrskurð um þau. Q kvenskátanna um lengri eða skemmri tíma. Nú hafa skátarnir hér í bæ í huga að bjóða upp á eitt og annað til skemmtunar, fróðleiks og þjálfunar í tilefni afmælisins. Má þar nefna, meðal annars, skemmtun fyrir almenning í vor, skátamót í sumar o. fl. Einnig munu skátafélögin í bænum sjá um hátíðahöldin 17. júní í ár. Er þar fyrirhugað að breyta nokkuð til frá þeim hefð bundnu hátíðahöldum, sem hér hafa tíðkazt, meðal annars með hliðsjón af þeim umfangsmiklu hátíðahöldum, sem fyrirhuguð eru árið 1974. Skátafélögin hafa fyrir nokkru skipað undirbúnings- nefnd, til að skipuleggja og hafa yfirumsjón með þessum verk- efnum. í nefndinni eiga sæti: Hallgrímur Indriðason, formað- ur, Gígja Möllcr, Guðný Stefáns mannaeymgar eru kommr AKUREYRI var fyrsta brejar- félagið á landinu, sem hófst handa, eftir að eldgos hófst í Eyjum, um að láta fram fara skipulega könnun á húsnæði og atvinnu til handa Vestmanna- eyingum. í nefnd er að vann voru skipaðir: Hermann Sig- ÍSLENDINCAR RÚM 210 ÞÚSUND SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar um mann- fjölda í landinu 1. desember 1972, teljast íslendingar nú 210.352, — 106.274 karlar og 104.078 konur. Þar af eru Reyk- víkingar 83.831. Kópavogur gengur næst Reykjavík með 11.434 íbúa, og er þó mjótt á mununum, því að íbúar Akureyrar eru 11.158. Næst kemur Hafnarfjörður með 10.694 íbúa, Keflavík með 5.846 og Vestmannaeyjar með 5.273. tryggsson, Hermann Árnason og Arnar Einarsson. Símar þeirra í Hafnarstræti 107 eru 21202 og 21601, Ennfremur sendi bæjarstjórn dreifibréf í hvert hús í bænum, með beiðni um falt húsnæði og aðra þá fyrir- greiðslu, er bæjarbúar vildu láta í té. f þriðja lagi gaf svo bæjarsjóður eina milljón króna í Vestmannaeyjasöfnunina og afhenti Rauða krossinum. í upplýsingum frá nefndri Vestmannaeyjanefnd kemur m. a. þetta fram: Nefndin hóf störf 25. janúar. Um eitt hundrað manna úr Eyj- um hefur leitað til þessarar nefndar. Skráningu húsnæðis mun að mestu lokið. Boðnar voru 14 íbúðir og á annar tugur íbúða hefur verið boðinn fram í hreppum Eyjafjarðarsýslu. Þá hafa 50 herbergi verið boðin. Hátt á annað hundrað vinnu- tilboð hafa borizt frá fyrirtækj- um og einstaklingum. Skráðir eru hjá nefndinni 72 Vestmannaeyingar, sem komnir eru í bæinn. Þess er óskað að allir Eyjabúar hingað fluttir og í Eyjafjarðarsýslu, láti skrá sig sem fyrst, en skrifstofan verður opin milli 5 og 7 í Utvegsbanka- húsinu, Hafnarstræti 107, þriðju hæð, næstu daga. Einnig er hægt að láta skrá sig á mann- talsskrifstofunni eða á skrifstof- um bæjarins. Enn er mikið spurt um hús- næði fyrir fjölskyldur, og nokk- uð er um laust húsnæði í ná- grenni bæjarins. Þá eru til íbúð ir, sem þarfnast viðgerða. Gamlir Vestmannaeyingar á Akureyri eru, ásamt nefndinni, að undirbúa samkomu fyrir Eyjamenn, þar sem þeir geta fengið fregnir af hingað komn- um vinum og kunningjum. Q dóttir, Níels Halldórsson, Nils Gíslason, Norma Mooney og Sigurður Davíðsson. Þá mun á næstunni haft sam- band við ýmsa þá, sem áður hafa starfað með skátafélögun- um og leitað eftir að styrkja tengsl þeirra við félögin. Hraunið nálgasf höfnina FRÁ syðri hafnargarðinum í Heimaey eru nú aðeins 250 metra að hraunbrúninni, sam- kvæmt fréttum síðdegis í gær. En hraunrennslið, sem áður rann austur af eynni, tók í fyrrinótt nýja stefnu og rann þá til norðurs og ógnar nú hraunið hafnarmannvirkjum á eynni. En nefnd vegalend er miðuð við vitann á syðri hafnargarð- inum. Gosið hefur minnkað síð- ustu dagana en hraunrennsli er þó enn mikið og nokkurt ösku- íall. Talið er, að björgunarstarfi sé nú lokið í Eyjum, þ. e. að búið er að flytja húsmuni úr öllum þeim húsum, sem óskað hefur verið eftir að fluttir væru úr þeim, annaðhvort til lands eða á aðra betri geymslustaði í kaup staðnum. f fyrradag unnu 500 manns við björgunarstörfin en verulegur hluti þess mannafla ætlaði að halda til Reykjavíkur í gær. Q Sfarfsfólkið gefur rausnarlega ]m f0garar UM 600 manns vinna í fjórum verksmiðjum Sambands ísl. sam vinnufélaga á Gleráreyrum á Akureyri, Gefjun, Heklu, Skinnaverksmiðju og Skógerð. Á laugardaginn vann þetta fólk í verksmiðjunni og gaf dags- verk sitt til Rauða krossins, vegna Vestmannaeyinga. Verk- smiðjurnar greiddu venjulegt dagvinnukaup, en bættu síðan annarri jafnhárri upphæð við í þessa söfnun, að því er Axel Gíslason tjáði blaðinu. Þá sagði Ingólfur Sverrisson, að samþykkt hefði verið í Slipp stöðinni, a, þar yrði unnið á sama hátt og vegna sama mál- efnis. Sjálf greiðir Slippstöðin mismun á vinnulaunum og út- seldri vinnu, og drýgir það söfn- unina. Skráðir starfsmenn Slipp stöðvarinnar eru um 200 talsins. SÁTTAFUNDUR í togaradeil- unni hófst klukkan 2 í gær og stóð enn þegar blaðið hafði síð- ast fregnir af. Var þá haft á orði, að eitthvað miðaði í sam- komulagsátt, en ekki var unnt að fá nánari upplýsingar Tíu togarar eru þegar stöðv- aðir af völdum þessarar deilu, á milli undirmanna á togaraflot- anum og útvegsmanna. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.