Dagur


Dagur - 21.02.1973, Qupperneq 4

Dagur - 21.02.1973, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SUF markar stefnu FORYSTUMENN Sambands ungra Framsóknarmanna, SUF, hafa sett sér stefnuskrá í byggðajafnvægismál- unr og birtist hún í Þjóðólfi, blaði Framsóknarmanna á Suðurlandi. Þessi stefnuskrá var einnig kynnt á ráðstefnu, sem SUF hélt hér á Akur- eyri um síðustu helgi. Stefnuskráin er í sjö köflum og er lengri en svo, að hún verði rakin liér í einstökum atriðum. En þarna er því yfir lýst, skýrt og skorinort, að byggðajafn- vægisstefnan eða landsbyggðarstefn- an, sé nú „meginatriði íslenzkra stjómmála“. Hinir ungu Framsókn- armenn vilja m. a. leggja 3% af þjóð artekjunum í byggðasjóð, auka lán- veitingar utan höfuðborgarsvæðisins, jafna flutningskostnað og orkuverð, og að landshlutasamtök sveitarfélaga verði lögskipuð í stjórnarkerfinu. Gera má ráð fyrir, að „byggða- stefna“ SUF komi til umræðu á aðal- fundi miðstjómar Framsóknarflokks ins síðar í vetur og er það fagnaðar- efni, ef hinir ungu og upprennandi flokksmenn ganga fram fyrir skjöldu þar sem þörfin er mest. Eins og kunnugt er fluttu þingmenn flokks- ins á síðasta áratug á Alþingi fmm- varp til laga um byggðajafnvægis- stofnun ríkisins og ráðstafanir til að stuðla að vemdun og eflingu lands- byggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. í því fmm- varpi var m. a. gert ráð fyrir, að leggja 2% a£ tekjum ríkissjóðs í byggðajafnvægissjóð. Svarar það til 3—400 milljóna króna, eins og fjár- lög eru nú. Og minna má á það, að í tíð gömlu vinstri stjórnarinnar fyr- ir fimmtán ámm, voru veittar 15 milljónir í svipuðum tilgangi, þegar fjárlagaupphæðin var aðeins 700 milljónir. Við setningu laganna um framkvæmdastofnun ríkisins í fyrra, vannst nokkuð á í þessuin efnum, en Jró er framlagið til byggðasjóða enn sem komið er ekki nema 100 milljónir á ári. Samstarfsflokkar Framsóknar í núverandi ríkisstjórn munu ekki enn hafa sýnt eins mik- inn áhuga á landsbyggðarmálum og ætla mátti, miðað við kosningaræð- ur, en það stendur eflaust til bóta, ef af kappi og með forsjá er að mál- um unnið af hálfu þeirra, sem lands- byggðina vilja efla, eins og ungir Framsóknarmenn liafa nú gert. Það merki er reist á traustum grunni, því að samvinnuhreyfingin í landinu hefur unnið að byggðajafnvægi í nær 100 ár og stefna Framsóknar- flokksins var frá upphafi byggða- stefna öðrum þræði. En vel sé þeim, sem nú reisa merkið hátt í byggða- málum, skilgreina þau og krefjast mikilla aðgerða. □ Svipmynd úr Þremur skálkum á Dalvík. ÞRlR SKÁLKAR Á DALVÍK LEIKFÉLAG DALVÍKUR sýn- i-r um þessar mundir gamanleik inn Þrír skálkar eftir danska leikritahöfundinn Carl Gand- rup. Leikrit þetta, sem fyrst var sýnt í Kaupmannahöfn árið 1929, hefur Þorsteinn Ö. Step- hensen þýtt, og hefur það fallið íslenzkum leikhúsgestum vel í geð og orðið vinsælt, hvar sem það hefur verið sýnt. Leikfélag Dalvíkur, sem á að baki sér allmerka sögu, hefur síðastliðin tvö ár ekki fært upp neinn sjónleik, en nú hefur það góðu heilli tekið upp þráðinn að nýju, fengið sér til fulltingis gamalreyndan leikhúsmann frá Akureyri, Jóbann Ögmundsson, og valið þetta fjöruga danska leikrit til að vekja upp mann- skapinn. Þessar línur eru ritaðar til að koma á framfæri þakklæti til Leikfélagsins og láta í ljós fögn uð yfir því, að þessi ómissandi þáttur menningarlífsins, leik- listin, skuli nú hafa verið hnýtt- ur saman að nýju hér í byggðar- laginu. Það er skemmst frá að segja,- að þessi sýning Leikfélagsins á Þrem skálkum hefur tekizt prýðisvel. Sjálft er leikritið frá höfundarins hendi bráðfjörugt frá upphafi til enda og slakar hvergi á. Það hefur reyndar engan boðskap að bera, nema ef það væri þetta sígilda, að sá góði fer með sigur af hólmi, en sá illi fær makleg málagjöld. Fyrir höfundinum vakir ekki annað en það að skemmta fólki með því að draga upp ýkta per- sónuleika og sýna næsta fjar- stæðukennda atburðarás, og honum tekst það með ágætum. Leikstjórinn hefur að sínu leyti tekið þá stefnu, sem sjálf- sagt er sú eina rétta, að undir- strika þessi einkenni leiksins með því að ýkja gervi leikar- anna og leggja áherzlu á hraða í hreyfingum og tilsvörum. Ekki myndi þetta þó nægja til að lyfta leiknum yfir meðal- mennskuna, ef leikararnir væru ekki vandanum vaxnir og kynnu ekki þá kúnst að gæða persónurnar holdi og blóði, svo að áhorfandinn geti tekið þær alvarlega þá stund, sem leikur- inn varir. En það er einmitt það ánægjulegasta við þessa leik- sýningu, að það sýnir sig nú enn einu sinni, að þegar á reyn- ir þá finnst á staðnum nóg af hæfileikafólki til að skipa í leik- hlutverk og skila þeim af sér með sóma, öllum með tölu. Skulu nú í stuttu máli nefnd- ar helztu persónur leiksins: Gömlu „skálkana“ tvo leika bræðurnir Ómar og Rafn Arn- björnssynir, og ferst þeim ágæt- lega úr hendi að sýna þessa brokkgengu en hjartahlýju flækingskarla, sem á sínum tíma höfðu fundið þriðja „skálk- Á SL. ÁRI, 1972, bárust Möðru- vallaklausturskirkju í Hörgár- dal eftirtaldar gjafir: Krónur 15.000 frá Hallfríði Guðjónsdóttur til minningar um eiginmann hennar, Sigurð Sveinbjörnsson. Krónur 30.000 minningargjöf frá gömlu sóknar bami. Krónur 15.000 frá Þórdísi Pétursdóttur til minningar um foreldra hennar, Sigríði Manasesdóttur og Pétur Frið- bjöm Jóhannsson. Krónur 10.000 til minningar um Nönnu Rósinantsdóttur frá vinum hennar. Þá barst kirkjunni að gjöf forkunnarfagur altarisdúk- ur frá Sigríði B. Sigurðardóttur, sem hún hefur sjálf unnið og gefur til minningar um fjöl- skylduna, sem bjó í Syðra- Brekkukoti, hjónin Rósinant Friðbjarnarson og Sigríði Jóns- dóttur, og börn þeirra: Stein- dór, Nönnu, Jón og Ólaf, svo og inn“ nýfæddann, yfirgefinn úti á víðavangi og alið hann upp. Sá er leikinn af Jóhanni Frið- geirssyni, og er það hlutverk, sem miklu máli skiptir að ekki mislukkist, ekki sízt af því að það útheimtir mikinn og góðan söng og glæsileika og æskuþrótt í persónuna. En það er fljótsagt, að Jóhann uppfyllir þessar kröfur með miklum ágætum, svo að sýnt er, að þar eiga Dal- víkingar mann, sem þeir mega mikils af vænta, ef þeim helzt á honum. Núri, falsspákonu af sígauna- kyni ,leikur Halla Jónasdóttir. Þetta er nokkuð vandmeðfarið hlutverk, ef persónan á að vera sannfærandi, m. a. af því að hún er með leikaraskap í leiknum, en á jafnframt að sýna ófalsað- ar, heitar tilfinningar. Höllu tekst þetta á eftirtektarverðan hátt, og er það þó ekki auðvelt verk innan um allan gauragang inn, sem oft fyllir senuna. Morten, ríki bóndinn og hinn raunverulegi skálkur í leiknum, er leikinn af Antoni Angantýs- syni. Morten er næsta ógeðfelld persóna frá höfundarins hendi, og er í honum eiginlega engin ærleg taug. Anton túlkar þenn- an leiðindakarl af mikilli kunn- áttu, svo vart verður á betra kosið. Þá er að nefna böðulinn, sem leikinn er af Hjálmari Júlíus- syni, þrautþjálfuðum liðsmanni úr leiklistarsögu Dalvíkur og víðar, manni sem auk bess hef- ur víst fæðzt með „bakteríuna“ í sér. Trúlega mun meðferð Hjálmars á böðlinum vera það atriði, sem flestir áhorfendur Ólöfu Jónsdóttur. Allar þessar gjafir eru færðar í Minningar- gjafabók kirkjunnar ásamt ævi- ágripi þeirra, sem minnzt er með þessum gjöfum, og skýrt var frá á aðalsafnaðarfundi í des. sl. Bókin er í varðveizlu sóknarprests. Þá eignaðist kirkjan tvær hag lega gerðar sálmabókahillur, sem standa á gólfi við hlið kirkjubekkja, og auglýsinga- hiUu í forkirkju, og eru þetta einnig gjafir. Auk þessa bárust kirkjunni nokkur áheit á árinu: kr. 300 frá J. S., kr. 500 frá J. D., kr. 1.000 frá N. N., kr. 6.000 frá N. N. og kr. 750 frá N. N. Fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðarins alls vil ég þakka þessar gjafir allar og þann hlý- hug, sem þeim fylgir og bið gef- endunum blessunar Guðs. Sóknarprestur. skálkanna skemmta sér hvað mest af, og er þá nokkuð sagt. Óla malara, skuldunaut ríka Mortens, leikur Bragi Jónsson af miklum trúverðugleika, og sama er að segja um Möllu, eldabuskuna hans, sem leikin er af Guðbjörgu Antonsdóttur. Svo er það nú Metta litla,- dóttir malarans, sem elskar og er elskuð af unga „skálkinum". Hana leikur Halla Einarsdóttir, og tekst henni vel að lýsa hinni heilbrigðu og blóðheitu sveita- stúlku, sem miklu heldur vill samrekkja unga, glæsilega flökkupiltinum heldur en karl- ófétinu honum Ístru-Morten, og lái henni hver sem vill. Nokkur smærri hlutverk eru í leiknum, sem þó skipta máli: aðstoðarböðull, leikinn af Jóni Halldórssyni, formanni Leik- félagsins, fógetinn, leikinn af (Framhald af blaðsíðu 8) niundsson skáld og Kristján skáld frá Djúpalæk. En þennan efri flokk skipa 54 og lilutu 90 þús. kr. hver. í neðri flokknum eru álíka margir og eru lista- mannalaun þeirra 45 þús. kr. Meðal þeirra, er ekki hafa áður hlotið listamannalaun, er Eirík- ur Sigurðsson fyrrum skóla- stjóri og rithöfundur á Akur- eyri, og eru laun hans og 25 annarra nýrra 45 þús. krónur. En auk þessa eru 12, sem Al- þingi ákvað 175 þúsund króna listamannalaun. Þeir eru: Ás- mundur Sveinsson, Brynjólfur Jóhannesson, Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guð- mundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Páll ísólfs son, Ríkarður Jónsson, Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson. VANTAR HÆKJUR Hér er ekki átt við „pólitískar hækjur“, heldur raunverulegar hækjur, sem haltir nota. Öðru hverju kemur það fyrir, að menn fótbrotna og þurfa á slík- um tækjum að halda um skeið. Bjarg, félagsheinúli lamaðra og fatlaðra, á nokkuð af hækjum. Þessar hækjur liafa verið lán- aðar út með eitt þúsund króna skilatryggingu. Hefur það kom- ið mörgum vel. En nú vantar hækjur tilfinnanlega og er til þess mælst, að fólk, sem fengið hefur tæki þessi að láni og þarf þeirra ekki lengur með, skili þeim, svo að aðrir, sem þurfa, megi njóta. Valdimar Bragasyni, og séra Kasper, leikinn af Rögnvaldi Friðbjörnssyni. Allir skila þeir sínu litla pundi með góðum vöxtum. Þá er að lokum hópur af „pilt um og stúlkum úr sókninni“ og enn fleira fólk, sem gegnir nauð synlegum hlutverkum í leikn- um og prýðir alla sýninguna. Er þá ógetið allra þeirra, sem vinna „að tjaldabaki“ og aldrei sjást, en eru þó jafnómissandi eins og þeir, sem í sviðsljósinu eru. Ég vil að lokum óska Leik- félaginu til hamingju með sér- lega vel byrjaðan, nýjan áfanga á leið sinni og láta þá von í ljós fyrir hönd Dalvíkinga og ann- arra Svarfdæla, að sá áfangi megi verða samfelldur og lang- ' ur og helzt engan enda taka, H. E. Þ. SNOGGSOÐNIR PRESTAR Víða eru háskólamenntaðir menn atvinnulausir. Svo er tal- ið vera í Svíþjóð. En þar vantar þó tilfinnanlega prestvígða menn til starfa. Sænska kirkjan með biskupana í broddi fylk- ingar hefur beitt sér fyrir því, að háskólamenntað fólk í hinum ýmsu greinum geti tekið prest- vígslu eftir eins árs náin í guð- fræði og nokkra verklega æfingu. Byrja á með 25 nem- endur en þrefalt fleiri umsókn- ir bárust. Þetta er e. t. v. athug- andi fyrir íslenzku kirkjuna, sem vantar presta, en eflaust finnst ýmsum hinir nýju prestar í Svíþjóð heldur snöggsoðnir. Hér hafa djáknar starfað með sóma, bæði fyrr og síðar. KVENNAÐEILD SLYSAVARNAR- FÉLAGSINS FUNDUR verður föstudaginn 23. febrúar í Skíðahótelinu ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá Kaupvangsstræti kl. 8 e. h. Einnig mun verða komið við hjá Sundlauginni og teknar með þær konur, er heldur vilja koma þangað. í hótelinu verður haldinn stuttur fundur, síðan sitthvað sér til gamans gert. Félagskonur hafi vinsamleg- ast samband við einhverja nefndarkvenna. Símar: 12296, 11343,12346, eða stjórn félagsins og fái nánari upplýsingar. Stjómin. CÓÐAR GJAFIR BERAST SMÁTT & STÓRT 5 Námskeið í Tónlisfarskólanum ATHYGLI skal vakin á auglýs- ingu á öðrum stað í blaðinu um námskeið á vegum Tónlistar- 'skólans á Akureyri. Fáist næg þátttaka er ráðgert að halda átta vikna námskeið, sem hefjist um mánaðamótin febrúar— marz. Hér er um nokkra nýbreytni að ræða, og er það von forráða- manna Tónlistarskólans, að áhugafólk um tónlist notfæri sér hana. Kennslu munu kenn- arar við Tónlistarskólann á Akureyri annast auk þess sem Michael Weiss frá Þýzkalandi hefur verið fenginn til að taka að sér flautukennslu. Náms- greinar verða fiðla, þverflauta og fleiri blásturshljóðfæri, radd- þjálíun, nótnalestur, tónheyrn og undirstöðuatriði í almennri tónfræði. Ekki er gert ráð fyrir neinum einstaklingstímum á þessu nám skeiði, heldur fari öll kennsla fram í hópum. Hver þátttakandi fær sem svarar tveim kennslustundum á viku, en kennslustundin miðast við klukkutíma. Skiptist þessi tími á milli kennslu á hljóðfæri eða í söng og þeirra greina, sem falla undir nótnalestur og tón- fræði. Námskeiðsgjald er tvö þús- und krónur og greiðist við inn- ritun. Allar frekari upplýsingar veit ir skólastjóri Tónlistarskólans. Sími er 21429. (Fréttatilkynning) ÚTBREIDDASTA fíkniefnið og það, sem auðveldast er að afla sér, er áfengið. Margir álíta, að áfengi verki lífgandi og örvandi, en það er vegna þess, að heilinn dofnar nokkuð, eftir að lítils magns af áfengi hefir verið neytt. Þegar búið -er að lama þessa meginþætti sálarlífsins með áfengi, færist yfir menn þægi- leg slökun og ró. Áhyggjur hversdagsins virðast fljúga burt. Það er sennilega vegna þess- ara áhrifa áfengisins, að menn hafa í þúsundir ára neytt þess, og smám saman tekið að neyta fleiri deyfi- og fíkniefna. HERMANNSMÓTIÐ fór fram í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Fyrirhugað var að keppa í svigi á laugardag og stórsvigi á sunnudag. Vegna óveðurs var keppni frestað á laugardag', en keppt í báðum greinum á sunnu dag við slæm veðurskilyrði. Til leiks voru skráðir um 45 keppendur, en vegna veðurs Kannski mótmæla einhverjir, að áfengi sé fíkniefni. Morfín og nokkur önnur lyf eru mjög sterk og hættulegri í notkun en áfengi. Áfengi er veikara efni og áhrif þess meira hægfara en morfín. Það getur tekið fáar vikur að verða morfínisti, en oft ár að verða alkóhólisti. Til fíkniefna teljast þau efni, sem hætta er á að myndi vana, þ. e. a. s. róandi lyf og örvandi lyf, sem menn krefjast í stærri og stærri skömmtum. Gunnar A. R. Lundquist, prófessor. (Áfengisvarnaráð) BATNANDI MÖNNUM ER BEZT AÐ LIFA Nú fyrir skömmu var þess getið í fjölmiðlum, að bæjar- stjórn Akureyrar hefði ákveðið að gefa nokkra fjárupphæð til hjálpar fólki úr Vestmannaeyj- um, sem orðið hefur að hverfa frá heimilum sínum, vegna náttúruhamfara, eins og alþjóð er kunnugt. Vel er þetta hugsað og ekki nema gott um það að segja. En óneitanlega virðast háttvirtir bæjarfulltrúar nú hafa breytt um hugarfar og það til hins betra, þar sem þessir sömu menn hafa til skammst tíma stutt með ráðum og dáð víðtæk áform nokkurra velhugsandi hugsjónamanna í Laxárvirkjun- arstjórn um að hrekja fólk í heilli sveit frá heimilum sínum og eignum og sökkva byggðar- laginu undir vatn. Eða finnst þessum háttvirtu bæjarfulltrú- um að það muni véra léttbærara fyrir fólk að sjá heimili sín og eignir hverfa undir vatn, en að missa hvorutveggja undir ösku og vikur? Að sjálfsögðu er það smekk’satriði þessara manna hvort betra er, en vonandi verð- ur þetta góða hugarfar áfram ráðandi hjá bæjarstjórn Akur- eyrar. Mætti þá ef til vill búazt við breyttum skilningi af hennar hálfu á málefnum Laxdælinga og má þá segja að betra er seint en aldrei. Og vissulega er batnandi mönnum bezt að lifa. Akureyri, 18. febrúar 1973. Gunnlaugur Torfason. ER IÐJA AÐ VERÐA GRÓÐ AF YRIRTÆKI ? Þann 11. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Iðju á Akureyri. Á fundinum kom fram tillaga, þess efnis, að félags gjald yrði 1% af föstum laun- um, í stað 1% af öllu kaupi. Miklar umræður urðu á fundin- um, og fahnst mörgum ósann- gjarnt að nokkrir greiddu allt að sjö þúsund krónur í félags- gjald. Og njóta sömu réttinda og aðrir. Formaður félagsins taldi að ekki mætti fella niður prósentuna af aukavinnu, því efla þyrfti félagið fjárhagslega, en eignir félagsins eru um 12 milljónir, og ábati á liðnu ári var 1.412.303,22 krónur. En for- maðurinn gaf loforð fyrir því, að prósentan af yfirvinnu yrði felld niður næsta ár ef hagur félagsins yrði betri. Hvað þarf hann að vera góð- ur svo forráðamenn félagsins verði ánægðir? Hefir formaðurinn leyfi til að gefa þesskonar loforð? Er það ekki mál aðalfundarins? Hugsum okkur að verkfall yrði og hver maður fengi greitt úr verkfallssjóði. (Ef hann er þá til, hann finnst hvergi sund- urliðaður í reikningum félags- ins). Maður sem vinnur hálfan daginn og greiðir u. þ. b. 1.200 krónur í félagsgjald, fengi sömu upphæð og sá er greiddi sjö þúsund krónur. Stjórn Iðju talar um mikinn kostnað. Það mætti ef til vill endurskoða ýmsa gjaldaliði fé- lagsins, t. d.: Er það satt að það fólk er sat Alþýðusambandsþing ið sem fulltrúar Iðju hafi hneykslazt á því að fulltrúar Einingar hafi orðið að leggja fram alla reikninga fyrir kostn- aði í sambandi við þingið? Iðju- fulltrúar hafi hins vegar fengið peninga að vild, án þess að sýna nokkra reikninga? (Heyrt eftir einum fulltrúanum). Er það satt að þegar farið var í leikhúsferðalagið, hafi Iðja gefið mönnum að borða á Hress ingarskálanum, og menn fengið að panta allt er þeir vildu, og sumir hafi pantað fyrir allt að 800 krónur? Sé þetta satt og allir hefðu borðað fyrir 800 krónur, þá hefir máltíðin kostað 80 þúsund krónur. Áttatíu þús- und krónur. Gott át það. Iðja efndi til fjögurra ferða á árinu, og eru sumar ferðaskrif- stofurnar farnar að óttast sam- keppni. Halli varð á öllum þess- um ferðum og greiðist auðvitað af eign félagsmanna. Og svo þarf Iðja að draga stórfé af þess um mönnum, sem vinna auka- vinnu, en flestir eru þeir ungir og eru að koma sér upp íbúðum og stofna heimili og þá munar um hverja krónu. Því ekki að lækka gjaldið og laga það er betur mætti fara í félaginu og skera niður ýmsa liði og spara fé verkafólksins. Að lokum. Iðjufélagar, er ekki tími til kominn að gefa þeim stjórnarmeðlimum, er lengst hafa setið í stjórn kost á því að draga sig í hlé og hleypa nýju og fersku blóði í stjórnina. Akureyri, 13. febrúar. Heimir Sigtryggsson. VINNAN EYKUR HAMINGJUNA Maður að nafni Amanuensis Edvard Befring hefur gert könn un á félagslegri samsetningu þeirra unglinga, sem menn mæta daglega á götum Osló- borgar, hvaðan þeir koma úr þjóðfélaginu, viðhorfum þeirra og hvað þeir hafa fyrir stafni. Það sýndi sig að hópurinn var nokkurs konar þverskurður af Oslóarunglingum, einna helzt skorti á fulltrúa menntaskóla- nema. Meðalaldur unglinganna á götunni var 17.3 ár hjá drengj um, en lítið eitt lægri hjá stúlk- um. Það kom í ljós að þeir, sem voru í föstu starfi, virtust kunna lífinu bezt og vera ánægðastir. Hinir atvinnulausu virtust eiga erfiðast og vera haldnir mestri óánægju, en skólafólk var ein- hvers staðar mitt á milli hinna tveggja fyrrnefndu hópa. 40% af unglingunum sem spurðir voru höfðu einhver tengsl við íþrótta- eða aðra tóm- stundaklúbba. Þessi tegsli urðu lausari eftir því sem aldurinn hækkaði. Það lítur út fyrir að fólk sem er tengt litlum félagslegum böndum taki helzt þátt í mót- mælaaðgerðum . þ. u. 1. og þeir sem tengdir eru atvinnulífinu taka einna sízt þátt í slíku. Þannig virðist þátttaka í at-. vinnulífinu skapa meiri festu hjá unglingum en skólarnir. Rannsóknin beindist nokkuð að kannabisnotkun og sýndist sem kannabisneyzla væri oft samhliða öðru ólöglegu atferli viðkomandi unglings. (Tíminn) HUDARFJALU komust hvorki Húsvíkingar eða ísfirðingar til leiks. Fyrirfram var vitað, að þarna mundi verða um enn eitt ein- vigið að ræða milli Hauks og Árna. Eftir svigkeppnina, sem var fremur tilviljanakennd vegna veðurs, hafði Haukur vinning- inn, en Árni rétti hlut sinn ræki lega í stórsviginu og sigraði þar með í tvíkeppninni. Viðar skilaði sér mjög örugg- lega í þriðja sæti og Gunnlaug- ur varð fjórði í sviginu nokkuð óvænt. Ef hann bara æfði eins og hann gerði fyrir tveim ár- um, þá værum við vel staddir með svigsveit í vor. Ef litið er á þetta mót í heild, held ég að segja megi, að getu- standard skiðamanna á landinu sé heldur lélegur, ef lindan eru teknir 2—3 menn. Ef til vill er þetta þó ekki rétt ályktað, þar sem margir ágætir skíðamenn komust ekki til leiks. Annað verður að segja um konurnar. Sá flokkur hefur ekki verið fjölmennari og betri í mörg ár. Áslaug sigraði í sviginu á meiri reynslu og hún hugsaði líka svolítið, nokkuð sem Akur- eyrarstúlkurnar gleymdu alveg. Það er nefnilega þannig með svigkeppni, að það þarf að nota höfuðið „stundum". Það er óeðli legt, að meirihlutinn skuli detta í sama portinu í sömu ferðinni. Hins vegar skiluðu Akureyrar- stúlkur sér vel í stórsviginu nema Svandís. Hún datt og missti skíði og hætti. Margrét Baldvinsdóttir sigr- aði örugglega í stórsviginu, en nafna hennar Þorvaldsdóttir sækir stöðugt í sig veðrið. Áslaug kemur bezt út úr mót- inu, sigrar líka í tvíkeppninni. Úrslit í mótinu urðu þessi: Svig karla. Tími Haukur Jóhannsson, A 85.36 Árni Óðinsson, A 85.91 Viðar Garðarsson, A 95.70 Gunnl. Frímannsson, A 100.27 Svig kvenna. Tími Áslaug Sigurðardóttir, R 118.23 Svandís Hauksdóttir, A 122.13 Margrét Þorvaldsd., A 125.25 Stórsvig karla. Tími Árni Óðinsson, A 87.32 Haukur Jóhannsson, A 87.86 Viðar Garðarsson, A 97.26 Arnór Guðbjartsson, R 98.11 Stórsvig kvcnna. Tími Margrét Baldvinsd., A 112.63 Margrét Þorvaldsd., A 11366 Áslaug Sigurðardóttir, R 114.56 Alpatvíkeppni karla. Stig Árni Óðinsson, A 3.63 Haukur Jóhannsson, A 4.21 Viðar Garðarsson, A 129.41 Alpatvíkeppni kvenna. Stig Áslaug Sigurðardóttir, R 13.45 Margrét Þorvaldsdóttir, A 34.20 Margrét Vilhelmsd., A 74.17 Fyrirlesfur um finska húsagerð NORRÆNA félagið á Akureyri hefur fengið hingað finnskan listfræðing, sem staddur er í Reykjavík, til þess að halda hér fyrirlestur um finnska húsa- gerðarlist frá aldamótum til nú- tímans. Fyrirlesturinn kallar hann — Úr bjálkakofum í mar- marahallir — Olof Falck er listfræðingur og blaðamaður og mun dveljast hér á Akureyri mánudag og þriðjudag og kynna sér iðnað og atvinnurekstur, en hann skrifar meðal annars í Elanto — blað finnsku samvinnuhreyfing arinnar, sem kemur út á sænsku og finnsku í stóru upp- lagi. Fyrirlestur sinn flytur Olof Falck á sænsku og sýnir skugga Frá Skákfélagi Akureyrar SKÁKÞING Akureyrar 1973 hófst að Hótel KEA sunnudag- inn 4. febrúar. Til keppni voru skráðir 32 þátttakendur, sem skiptast í þrjá flokka. í meistara flokki eru 12 keppendur, í 1. flokki 14, og í únglingaflokki eru 6 keppendur. Eftir 5 umferðir er staða efstu manna þessi: Meistaraflokkur: 1. Jóhann Snorrason 4 v. 2. Jón Björgvinsson 3Vz v. og 1 biðskák. 3. Kristinn Jónsson 3 v. 4.—5. Júlíus Bogason , 2V2 v. og 1 biðskák. 4.—5. Hrafn Arnarson j 2Vz v. og 1 biðskák. 1. flokkur: 1.—3. Marinó Tryggvason 4 v. 1.—3. Hólmgr. Heiðreksson 4 v. 1. —3. Aðalbj. Steingrímss. 4 v. Unglingaflokkur: Í. Örn Þórðarson 3 v. 2. —3. Jón Andrésson 2v. 2.—3. Úlfar Ólafsson 2 v. myndir til skýringar. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og verður í fyrirlestrasal Möðruvalla — húss raunvísindadeildar M. A. n. k. mánudag og hefst kl. 20.30. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. (Fréttatilkynning) Frá Bridgefélagi Akureyrar UM síðustu helgi komu til Akur eyrar íslandsmeistararnir í bridge, sveit Hjalta Elíassonar, og spiluðu þeir sveitahrað- keppni og tvímenningskeppni við félaga Bridgefélags Akur- eyrar, á laugardag og sunnu- dag. Efstu sveitir í sveitahrað- keppninni urðu: stig 1. Sv. Hjalta Elíassonar 362 2. — Boga Nilssonar 361 3. — Alfreðs Pálssonar 360 4. — Jóns Stefánssonar 343 5. — Bjarka Tryggvasonar 329 6. — Guðm. Guðlaugss. 321 Meðalárangur er 220 stig. Úrslit í tvímenningskeppn- inni urðu þessi: stig 1. Einar—Hjalti (Rvík) 293 2. Hörður—Jón 232 3. Jón Á,—Páll Bergs (R) 228 4. Júlíus—Sveinn 228 5. Gissur—Þórarinn 226 6. Ármann—Jóhann 223 7. Dísa—Sigurbjörn 214 8. Björgvin—Þorgeir 212 9. Soffía—Stefán 210 Meðalárangur er 210 stig. Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson. Heimsókn þessi og keppnin var hin ánægjulegasta. Einmennings- og firmakeppni stendur nú yfir hjá Bridgefélagi Akureyrar og er spilað að Hótel KEA á þriðjudögum kl. 8. Oí

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.